Rafmagnslaust fyrir austan

Morgunblaðið - 5 hours 45 min ago
Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli.

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Morgunblaðið - 6 hours 20 min ago
Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag.

Hinsta ósk dauðvona konu rættist

Morgunblaðið - 6 hours 42 min ago
Kona með banvænan sjúkdóma fékk hinstu ósk sína uppfyllta en hún óskaði þess að fá að fara á ströndina. Bráðaliðar í Queensland í Ástralíu fóru með konuna þangað.

Hundur drapst úr ástarsorg

Morgunblaðið - 7 hours 29 min ago
Hundar eru miklar tilfinningaverur. Ef besti vinur þeirra, eigandinn, yfirgefur þá getur það haft alvarlegar afleiðingar enda hundar þekktir fyrir tryggð við eigandann.

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Morgunblaðið - 7 hours 39 min ago
Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum.

Arna vinnur Biggest Loser

Morgunblaðið - 7 hours 40 min ago
Arna Vilhjálmsdóttir er sigurvegari í Biggest Loser Ísland 2017. Það voru stelpurnar sem komu, sáu og sigruðu í ár en ásamt Örnu komust þær Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir og Eygló Jóhannesdóttir í úrslit.

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Morgunblaðið - 8 hours 44 min ago
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið.

Lærimeyjar Þóris unnu stórsigur

Morgunblaðið - 9 hours 15 min ago
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handknattleik unnu í kvöld stórsigur á Suður-Kóreu, 39:28, í fyrsta leik sínum á Möbelringen Cup-mótinu.

Handverk og hönnun fram á mánudag

Morgunblaðið - 9 hours 28 min ago
Sýningin Handverk og hönnun opnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Þar er að finna mikið úrval af handverki, hönnun og listiðnaði eftir íslenska framleiðendur. Sýningin stendur fram á mánudag.

Sagður hafa sprungið

Morgunblaðið - 9 hours 51 min ago
Vonir um að 44 manna áhöfn argentíska kafbátsins, sem hvarf í síðustu viku, finnist á lífi eru ef til vill að engu orðnar. Hljóðupptökutæki, sem ætlað er að fylgjast með kjarnorkutilraunum í sunnanverðu Atlantshafi, greindi í síðustu viku hátt, hvellt og afar óvenjulegt hljóð.

Úrslitastund í Biggest Loser

Morgunblaðið - 9 hours 56 min ago
Í kvöld verða úrslit einstaklingskeppninnar kunngjörð þegar keppendur mæta aftur á vigtina, að þessu sinni í beinni útsendingu frá stóra sviðinu í Háskólabíói. Útsendingin er sýnd í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Sagði Svein saklausan og á flótta

Morgunblaðið - 10 hours 22 min ago
Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða.

Gylfi Þór ekki í hóp Everton

Morgunblaðið - 10 hours 30 min ago
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi Everton sem tekur á móti ítalska liðinu Atalanta í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Morgunblaðið - 10 hours 39 min ago
„Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Morgunblaðið - 11 hours 7 min ago
Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg.

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Morgunblaðið - 11 hours 28 min ago
„Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi.

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Morgunblaðið - 12 hours 51 min ago
Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald.

Tugir ísbjarna gæddu sér á hvalshræi

Morgunblaðið - 13 hours 4 min ago
Báti fullum af ferðamönnum var siglt framhjá rússneskri eyju í norðurhöfum í september og við blasti mjög svo óvenjuleg sjón: Tugir ísbjarna voru saman komnir að gæða sér á hvalshræi. Talið er að þeir hafi verið um 200 talsins.

Tvær útgerðir teknar til gjaldþrotaskipta

Morgunblaðið - 13 hours 7 min ago
Tvö útgerðarfélög í umdæmi Héraðsdóms Norðurlands eystra voru tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í mánuðinum. Gerðu félögin út frá Dalvík annars vegar og Raufarhöfn hins vegar.

„Fyrst og fremst gengisáhrifin“

Morgunblaðið - 13 hours 19 min ago
„Rekstrarkostnaður fyrirtækisins hækkaði óverulega í krónum. Það eru fyrst og fremst gengisáhrifin sem valda þessu,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Pages

Feed aggregator