„Ótrúlega sjaldgæfur regnbogi“

Morgunblaðið - 1 hour 16 min ago
Þrefaldur regnbogi sást sveima yfir Loch Lochy vatninu í skosku hálöndunum í morgun. Er þetta að sögn veðurfróðra manna sérstaklega sjaldgæft, og hafa nokkrir slíkir klórað sér í hausnum yfir þessu í dag.

Segir vaxtaákvarðanir ólöglegar

Morgunblaðið - 1 hour 27 min ago
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum, segir vaxtaákvarðanir lífeyrissjóða ekki hafa tekið mið af yfirlýstum viðmiðum. Það skili sér í 108 þúsund kr. hærri vaxtagreiðslu á ári hjá fjölskyldu með 40 milljóna lán.

Borinn röngum sökum við störf sín

Morgunblaðið - 1 hour 57 min ago
Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg.

Rekinn fyrir fjöldapóst um Tupac

Morgunblaðið - 2 hours 27 min ago
Forstöðumaður hjá bandarískri ríkisstofnun á sjötugsaldri missti vinnuna vegna ítrekaðra fjöldapósta til starfsmanna um rapparann Tupac. Hann skellti Tupac ósjaldan á fóninn og var hans helsti aðdáandi.

Fékk öryggisvottun þrátt fyrir veikleika

Morgunblaðið - 2 hours 42 min ago
Tæplega 300 manns fórust þegar stífla járngrýtisnámu brast í Brasilíu í febrúar. Þýska vottunarfyrirtækinu sem veitti stíflunni öryggisvottun aðeins nokkrum mánuðum áður en hún brast var vel kunnugt um veikleika í stíflunni, sem ekki mætti opinberum stöðlum.

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

Morgunblaðið - 2 hours 45 min ago
„Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land.

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

Morgunblaðið - 3 hours 56 min ago
Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun.

Dreifa límmiðum sem banna samkynhneigð

Morgunblaðið - 4 hours 48 min ago
Pólska vikublaðið Gazeta Polska hyggst dreifa límmiðum sem gefa til kynna að samkynhneigt fólk er ekki leyfilegt á tilteknu svæði. Límmiðarnir eru með svörtum krossi yfir regnbogafánann, baráttufána alls hinsegin fólks. Límmiðunum verður dreift með næsta blaði.

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

Morgunblaðið - 5 hours 26 min ago
„Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur.

KR - Molde, staðan er 0:0

Morgunblaðið - 5 hours 28 min ago
KR og Molde frá Noregi mætast í seinni leik sínum í 1. umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta á Meistaravöllum kl. 19. Molde vann fyrri leikinn í Noregi 7:1 og þarf KR á kraftaverki að halda til að fara áfram.

Stjarnan áfram eftir ótrúlega dramatík

Morgunblaðið - 5 hours 48 min ago
Stjörnumenn eru komnir áfram í aðra umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta, þrátt fyrir 2:3-tap í framlengdum og dramatískum leik á útivelli gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi í síðari leik liðanna í kvöld.

Þurfti að berjast fyrir traustinu

Morgunblaðið - 5 hours 57 min ago
„Það er auðvitað frábært, sérstaklega þegar maður hefur lagt svona ofboðslega mikið í verkefnið,“ segir tónskáldið Hildur Guðnadóttir, um tilnefninguna til Emmy-verðlauna fyrir bestu tónlist í sjónvarpsmynd eða þætti í stuttseríu. Hildur samdi tónlistina í þáttunum Chernobyl.

Sagt upp vegna klámmyndbands

Morgunblaðið - 6 hours 28 min ago
Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmaður sumarhótels sem rekið er á staðnum tók myndbandið upp og var sagt upp í kjölfarið.

Segir þolinmæði á þrotum

Morgunblaðið - 7 hours 2 min ago
„Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.

Vaduz - Breiðablik, staðan er 0:0

Morgunblaðið - 7 hours 27 min ago
Vaduz frá Liechtenstein og Breiðablik eigast við í seinni leik sínum í 1. umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta kl. 17 í dag. Leikurinn fer fram í Rheinpark Stadion í Vaduz.

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

Morgunblaðið - 7 hours 28 min ago
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega.

Levadia - Stjarnan, staðan er 1:1

Morgunblaðið - 8 hours 33 sec ago
Levadia Tallinn og Stjarnan mætast í seinni leik sínum í 1. umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu á Lilleküla-leikvanginum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

Morgunblaðið - 8 hours 55 min ago
Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu.

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

Morgunblaðið - 9 hours 39 min ago
Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga.

Þekkti „stubbinn“ á sígarettupakkanum

Morgunblaðið - 10 hours 3 min ago
Sextugum albönskum karlmanni, búsettum í austurhluta Frakklands, brá heldur betur í brún þegar hann komst að því að mynd af aflimuðum fótlegg hans hafði verið notuð á sígarettupakka án hans vitundar.

Pages

Feed aggregator