Sorglegur endir hjá KA annan leikinn í röð

Morgunblaðið - 3 hours 18 min ago
KA og Víkingur Reykjavík áttust við í 5. umferð Pepsi-deildarinnar í dag og skildu liðin jöfn, 2:2, en KA var 2:0 yfir er stundarfjórðungur var eftir.

Natalía og Nadía dúxuðu í FG

Morgunblaðið - 3 hours 32 min ago
Natalía Ýr Hjaltadóttir er dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ þetta vorið með 9,62 í meðaleinkunn. Nadía Helga Loftsdóttir var með 9,57 í meðaleinkunn og er því semi-dúx. Þær voru báðar á náttúrufræðibraut.

Ólafía í Detroit, 3. dagur, bein lýsing

Morgunblaðið - 3 hours 34 min ago
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur í dag þriðja hringinn á LPGA Volvik meistaramótinu í Detroit í Michigan. Fylgst er með gengi hennar í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Öllum flugum BA aflýst í dag

Morgunblaðið - 3 hours 47 min ago
Stjórnendur British Airways hafa tilkynnt að öllum flugum flugfélagsins frá Heathrow og Gatwick í London hefur verið aflýst í dag. Bilun í tölukerfi er um að kenna.

Grófu ösku Cornell

Morgunblaðið - 3 hours 56 min ago
Vinir og ættingjar söngvarans Chris Cornell fjölmenntu í útför hans í Los Angeles í gær. Meðal viðstaddra voru leikararnir Brad Pitt, Christian Bale og Josh Brolin og söngvararnir Pharrell Williams og Courtney Love.

Breytt stjórnmál kalla á viðbrögð

Morgunblaðið - 5 hours 46 min ago
Ljóst er að stjórnmálin eru að breytast í grundvallaratriðum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og áður for­sæt­is­ráðherra, í ræðu sinni á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem fram fór í Rúgbrauðsgerðinni í dag.

Flugáætlun British Airways í uppnámi

Morgunblaðið - 6 hours 9 min ago
Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðu frá flugvöllunum Heathrow og Gatwick í London, höfuðborg Bretlands, þar til klukkan 17:00 í dag að íslenskum tíma í kjölfar alvarlegrar bilunar í tölvukerfum félagsins sem hefur áhrif á starfsemi þess um allan heim.

Syrpuþonið sýnt í beinni

Morgunblaðið - 6 hours 41 min ago
Upplestraruppákoma Andrésar Andar og Eymundsson fer fram í dag á milli eitt og fjögur í verslun Eymundssonar í Kringlunni, en þar verða stelpa og strákur valin úr hópi þátttakenda til að vera „Syrpuröddin“ og fá þannig tækifæri til að lesa inn á auglýsingar fyrir Syrpur og Andrés Önd.

Snældan óvinsæl hjá kennurum

Morgunblaðið - 6 hours 59 min ago
Þyrilsnældan (e. fidget spinner) er nýjasta æðið hjá börnum hér á landi, líkt og evrópskum og bandarískum jafnöldrum þeirra. Kennarar eru hins vegar ekki allir jafnsáttir við þetta nýjasta æði sem þeir segja stela athyglinni frá námsbókunum.

Íslenskan í sókn með Netflix

Morgunblaðið - 7 hours 21 min ago
Kvikmyndagerðarmaðurinn Þórir Snær Sigurjónsson finnur fyrir því að það sé meiri áhugi á íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en áður var, mun meiri en þegar hann byrjaði að vinna sem kvikmyndaframleiðandi. Hann segir að það sé meðal annars fyrir tilstuðlan Netflix.

Fjölmenni á fundi Framfarafélagsins

Morgunblaðið - 8 hours 8 min ago
Fullt er út úr dyrum á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 11. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra, boðaði stofnun félagsins. Á félagið að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins.

Jeppinn endaði á stofugólfinu

Morgunblaðið - 8 hours 55 min ago
Íbúa í Milwaukee í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún þegar jeppa var ekið inn í húsið hans í gær. Jeppinn endaði á stofugólfinu hjá honum, en hann var sofandi aðeins örfáum metrum þar frá.

Syrpuþonið fer fram í dag

Morgunblaðið - 9 hours 23 min ago
Syrpuþonið fer fram í dag í verslun Eymundsson í Kringlunni þar sem hressir krakkar fá tækifæri til þess að spreyta sig á leikupplestri með tilþrifum. Börnin fá ráðleggingar frá hinum þekkta leikara Björgvini Franz Gíslasyni.

Prestur auglýsti eftir kynlífsfélaga

Morgunblaðið - 9 hours 54 min ago
Prestur í Svíþjóð, sem skráði sig á stefnumótasíðu á netinu sem sænska kirkjan skilgreinir sem klámsíðu, hefur verið látinn taka pokann sinn.

Fjármagnaði árásina með námslánum

Morgunblaðið - 10 hours 43 min ago
Breska lögreglan telur að Salman Abedi, sem framdi sjálfsmorðsárásina í Manchester í Bretlandi á mánudagskvöldið, hafi meðal annars notað námslán og bætur frá hinu opinbera til þess að fjármagna hryðjuverkið.

Ben Stiller skilur við eiginkonuna

Morgunblaðið - 11 hours 7 min ago
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Ben Stiller og eiginkona hans, leikkonan Christine Taylor, hafa ákveðið að skilja eftir 17 ára hjónaband.

Fleiri handteknir í Bretlandi

Morgunblaðið - 11 hours 28 min ago
Breska lögreglan handtók í nótt tvo karlmenn í tengslum við rannsókn hennar á hryðjuverkinu í borginni Manchester í Bretlandi í byrjun vikunnar sem kostaði 22 lífið. Mennirnir eru 20 og 22 ára en þar með hafa samtals ellefu verið handteknir vegna árásarinnar í Bretlandi.

Vildi leynilínu til Rússlands

Morgunblaðið - 11 hours 53 min ago
Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, Jared Kushner, lagði það til við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum á fundi í byrjun desember að komið yrði upp leynilegri samskiptalínu við rússnesk stjórnvöld sem ekki væri hægt að hlera.

Hökt í sölu Arion banka

Morgunblaðið - Fri, 05/26/2017 - 22:30
Söluferli Kaupþings á Arion banka er í uppnámi þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital Management Group, sem tilkynnt var um í mars að keypt hefði 6,6% hlut í bankanum af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum.

Hentar ekki fyrir flugvöll

Morgunblaðið - Fri, 05/26/2017 - 22:30
Ólafur Þór Ólafsson, formaður Svæðisskipulags Suðurnesja, segir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni myndu verða á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. Því sé ekki víst að leyfi verði veitt fyrir flugvelli.

Pages

Feed aggregator