Birkir kominn í áttunda sætið

Morgunblaðið - 5 hours 24 min ago
Birkir Bjarnason er kominn í áttunda sætið yfir markahæstu leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir að hafa skorað fyrra markið í 2:1 sigri Íslands í Chisinau í kvöld.

Slökkvistarfi formlega lokið

Morgunblaðið - 5 hours 44 min ago
Slökkvistarfi vegna eldsins sem kviknaði á Norðurgötu á Akureyri snemma í morgun lauk formlega klukkan hálftíu í kvöld og þá hafði stærsti hluti hússins verið rifin niður svo að hægt væri að slökkva í öllum glæðum.

Sífellt fleiri greinast með bráðaofnæmi

Morgunblaðið - 6 hours 1 min ago
Sífellt fleiri börn eru lögð inn á sjúkrahús í Englandi vegna bráðaofnæmis. Á undanförnum fimm árum hefur tilfellunum fjölgað jafnt og þétt. Á árunum 2013-2014 voru 1.015 börn meðhöndluð vegna bráðaofnæmis en 2018-2019 voru þau orðin 1.746 talsins.

Benedikt hættir hjá Skeljungi

Morgunblaðið - 6 hours 13 min ago
Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem fjármálastjóri Skeljungs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Skeljungur sendi Kauphöllinni nú í kvöld, en Benedikt hefur verið fjármálastjóri fyrirtækisins í tæp fjögur ár.

Eitthvað sem enginn sá fyrir

Morgunblaðið - 6 hours 24 min ago
„Við ætluðum okkur þrjú stig og við fengum þrjú stig,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Hauk Harðarson hjá RÚV, eftir 2:1-sigur liðsins gegn Moldóvu í undankeppni EM á Zimbru-vellinum í Chisinau í Moldóvu í kvöld.

Eignir „hákarla“ í Samherjamálinu frystar

Morgunblaðið - 6 hours 35 min ago
Banka­reikn­ingar í eigu tveggja namibískra manna sem tengjast Samherjamálinu hafa verið frystir í tengslum við rannsókn á meintri mútuþægni þeirra. Þetta kemur fram í prentútgáfu namibíska dagblaðsins The Namibian, sem kemur út á morgun.

Norsku ISIS systurnar á leið til Sómalíu?

Morgunblaðið - 6 hours 44 min ago
Fjölskylda norskra systra sem héldu til Sýrlands í október 2013 þegar þær voru enn táningar, vinnur nú hörðum höndum að koma þeim úr hinum illræmdu Al Hol flóttamannabúðum þar sem þær hafa verið vistaðar í yfir hálft ár.

Linda Pé rifjar upp tilraun til mannráns

Morgunblaðið - 7 hours 27 min ago
Linda Pétursdóttir, alheimsfegurðardrottning og athafnakona, minnist þess að á þessum degi fyrir allmörgum árum stóð hún frammi fyrir miklum lífsháska þegar skæruliðar ætluðu að ræna henni í El Salvador í Mið-Ameríku. Þetta rifjar hún upp í Facebook-færslu.

Linda Pé rifjar upp tilraun til mannráns

Morgunblaðið - 7 hours 27 min ago
Linda Pétursdóttir, alheimsfegurðardrottning og athafnakona, minnist þess að á þessum degi fyrir allmörgum árum stóð hún frammi fyrir miklum lífsháska þegar skæruliðar ætluðu að ræna henni í El Salvador í Mið-Ameríku. Þetta rifjar hún upp í Facebook-færslu.

„Sakleysislegt miðað við árstíma“

Morgunblaðið - 7 hours 49 min ago
Gul viðvörun er í veðurkortunum fyrir Suðurland á morgun frá klukkan tíu í fyrramálið og fram yfir hádegi á morgun. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll sem geta farið yfir 30 m/s. Þetta á einkum við um Kjalarnes, Hafnarfjall og Eyjafjöll.

Twilight-stjarnan sem féll af stjörnuhimninum

Morgunblaðið - 7 hours 54 min ago
Aðdáendur Twilight kvikmyndanna sem gerðu garðinn frægan á árunum 2008-2012 kannast að sjálfsögðu við leikarann Taylor Lautner. Það kemur kannski einhverjum á óvart en Lautner hefur lítið látið fyrir sér fara á árunum eftir Twilight og hefur ekki leikið í kvikmynd síðan 2016.

Steinunn saknar ekki 101 Reykjavík

Morgunblaðið - 8 hours 4 min ago
Steinunn býr ásamt eiginmanni sínum, Birgi Ármannssyni rafvirkja, og einkasyninum Tómasi Erni á annarri hæð í sætu steinhúsi við Hringbraut í Hafnarfirði.

Selfoss - Fram, staðan er 23:20

Morgunblaðið - 8 hours 20 min ago
Selfoss og Fram eigast við í Olísdeild karla í handbolta í Hleðsluhöllinni á Selfossi klukkan 19:30 í kvöld.

Verndaði frænda sinn en hlaut alvarlega áverka eftir hnífstungu

Morgunblaðið - 8 hours 34 min ago
13 ára gömul írsk stúlka hlaut alvarlega áverka eftir hnífstungu þegar hún verndaði 11 mánaða gamlan frænda sinn fyrir vopnuðum mönnum sem ruddust inn á heimili hennar, að sögn fjölskyldu stúlkunnar. Litla barninu var ekki meint af.

Heimagert múslí með eplabitum

Morgunblaðið - 8 hours 43 min ago
Allt sem er heimagert verður oftar en ekki betra á bragðið. Hér bjóðum við upp á múslí með þurrkuðum eplabitum - fullkomið til að hefja daginn.

Moldóva - Ísland, staðan er 0:1

Morgunblaðið - 8 hours 44 min ago
Ísland leikur lokaleik sinn í undankeppni EM karla í fótbolta í Moldóvu klukkan 19:45. Leikið er á Zimbru-vellinum í höfuðborginni Kisínev.

„Það virðist ekki vera almennt traust á kosningum“

Morgunblaðið - 8 hours 49 min ago
„Það virðist ekki vera almennt traust á kosningum hér og það er ekki áberandi að hér séu kosningar, hvergi eru til dæmis auglýsingaspjöld úti á götum. Þetta er öðruvísi en við eigum að venjast,“ segir Bryndís Haraldsdóttir sem er við kosningaeftirlit í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem fulltrúi Íslands fyrir Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, ÖSE.

Minningarstund við Kögunarhól

Morgunblaðið - 9 hours 16 min ago
Efnt var til samkoma víða um land í gær í tilefni af alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Fólk úr sveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar stóð fyrir viðburðum á ýmsum stöðum, svo sem við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli milli Hveragerðis og Selfoss.

Rífa húsið fyrir miðnætti

Morgunblaðið - 9 hours 56 min ago
Unnið er að því að rífa húsið við Norðurgötu 3 sem eldur kviknaði í í nótt á Akureyri. Eldglæður eru enn í húsinu og þess vegna var ákveðið að rífa það, að sögn Rolfs Tryggvasonar varðstjóra slökkviliðs Akureyrar í samtali við mbl.is.

Segir tímasetningu ásakananna grunsamlega

Morgunblaðið - 10 hours 29 min ago
Hage Geingob, forseti Namibíu, segist ekki ætla að grípa til óúthugsaðra aðgerða vegna áskana á hendur ráðamönnum landsins um spillingu.

Pages

Feed aggregator