Paul Allen er látinn

Morgunblaðið - 2 hours 27 min ago
Paul Allen, annar af stofnendum tölvurisans Microsoft, er látinn eftir að hafa átt við veikindi að stríða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vulcan Inc. sem var send út fyrir hönd fjölskyldu hans.

Skútuþjófurinn í farbann

Morgunblaðið - 2 hours 34 min ago
Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni.

Skil ekkert í þessari keppni

Morgunblaðið - 2 hours 55 min ago
„Við fengum færin og þetta voru frábær skot hjá okkur en annað hvort var þetta varið eða fór rétt yfir. Þetta datt ekki með okkur í dag og það var klaufalegt að lenda 2:0-undir," sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson í samtali við mbl.is eftir 2:1-tap Íslands fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld.

Draugur Adams í mengunarskýi

Morgunblaðið - 3 hours 4 min ago
Kanadíski söngvarinn Bryan Adams birti ljósmynd af tónleikum sínum í Nýju-Delí á Indlandi þar sem skuggi hans sést í loftmengun yfir tónleikagestum. Tónlistarmaðurinn segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt og að þetta hafi verið töfrum líkast.

„Ég vorkenni strákunum“

Morgunblaðið - 3 hours 17 min ago
„Fyrstu 10 mínúturnar voru ekki alveg nógu góðar í fyrri hálfeik. Eftir það var hann góður. Þetta var jafn leikur en fyrsta markið er svo mikilvægt,” sagði Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir 2:1-tapið gegn Sviss í þriðja leik liðsins í Þjóðadeild UEFA.

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Morgunblaðið - 5 hours 12 min ago
Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn.

Hafa fengið nærri tvo milljarða

Morgunblaðið - 5 hours 20 min ago
Eftir því hefur verið tekið hve vel Íslendingum gengur að sækja fé í sameiginlega rannsóknar- og þróunarsjóði Evrópusambandsins. Þetta segir Andrés Vallés Zariova hjá spænsku ráðgjafarstofunni Inspiralia.

Ísland - Sviss, staðan er 0:0

Morgunblaðið - 5 hours 27 min ago
Ísland og Sviss mætast í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvellinum klukkan 18.45. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Stunginn til bana í hádeginu

Morgunblaðið - 5 hours 29 min ago
Lögreglan í Ósló lýsir eftir „grunsamlegum eða blóðugum einstaklingi“ eftir að maður var stunginn til bana í íbúð í Majorstuen-hverfinu í hádeginu í dag. Foreldrar barna í Marienlyst-skólanum voru hvattir til að sækja börn sín í skólann.

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Morgunblaðið - 5 hours 31 min ago
Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði.

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Morgunblaðið - 6 hours 1 min ago
„Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík.

Beckham-hjónin skoða íbúð á Hafnartorgi

Morgunblaðið - 6 hours 42 min ago
Beckham-hjónin hafa heimsótt Ísland nokkrum sinnum síðustu ár í gegnum kunningskap við hjónin. Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur.

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Morgunblaðið - 6 hours 47 min ago
Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann.

Bað um afsögn stjórnarformanns

Morgunblaðið - 8 hours 19 min ago
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir afsögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns Félagsbústaða, á fundi minnihlutans og stjórnarformannsins sem var haldinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í samtali Kolbrúnar við blaðamann.

Krónprinsinn vill kaupa Man. United

Morgunblaðið - 8 hours 58 min ago
Krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, er sagður leita að fjárfestingaleiðum inn í knattspyrnuheiminn og horfir til að mynda til Manchester United í þeim efnum.

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

Morgunblaðið - 9 hours 27 sec ago
„Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag.

„Lærðum að eiga ekki pening“

Morgunblaðið - 9 hours 13 min ago
„Í Bandaríkjunum lærðum við að eiga ekki pening og höfum aldrei verið hamingjusamari,“ segir Björgvin Franz í samtali við Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100.

Farið verði ofan í alla ferla

Morgunblaðið - 9 hours 32 min ago
„Þarna eru vísbendingar um að ákveðnum verkferlum sé verulega ábótavant. Ég fagna því að þessari úttekt innri endurskoðunar sé lokið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, um úttekt sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á íbúðum Félagsbústaða.

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

Morgunblaðið - 9 hours 47 min ago
Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

Krefst lögbanns á Tekjur.is

Morgunblaðið - 10 hours 14 min ago
„Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is.

Pages

Feed aggregator