Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 14 min ago

Refsað fyrir að afklæðast og slátra lambi

1 hour 27 min ago
Skipuleggjendur mótmæla við Auschwitz voru í dag dæmdir í fangelsi. Fólkið fækkaði fötum og slátraði lambi við hliðið að útrýmingarbúðunum síðasta sumar.

Davíð Oddsson 70 ára - MYNDIR

1 hour 36 min ago
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni.

Íslendingur með þriðja vinning

1 hour 49 min ago
Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku.

Ísland fékk loks góðar fréttir

1 hour 50 min ago
Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafi fallið úr leik á Evrópumótinu í Króatíu í gær barst liðinu góður byr í seglin í dag.

Lyfin ráða för í lækningum

2 hours 7 min ago
Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað.

„Þetta er endirinn á erfiðum kafla“

2 hours 47 min ago
Bandaríska Youtube-stjarnan Chrissy Chambers vann einkamál sem hún höfði gegn fyrrverandi kærasta sínum. Hann hafði lekið hefndarklámi af henni á netið.

Sveigja á milli hraðahindrana

3 hours 12 min ago
Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings.

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

4 hours 33 min ago
Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt.

Þakkaði Gylfa sérstaklega fyrir

5 hours 3 min ago
Cenk Tosun, nýjasti liðsmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Taldi hundruð kvenna trú um óléttu

5 hours 17 min ago
Lögregla í Gíneu segist hafa handtekið andalækni sem taldi hundruð kvenna trú um að þær væru óléttar. Andalæknirinn N'na Fanta Camara gaf konum sem ekki hafði tekist að verða ólétar mixtúru úr laufum og jurtum sem lét magann á þeim blása út svo þær litu út fyrir að vera óléttar.

Leikmaður Liverpool dæmdur fyrir árásina

5 hours 52 min ago
Jon Flanagan, leikmaður Liverpool, kom fyrir rétt í dag þar sem hann var dæmdur fyrir líkamsárás sem átti sér stað rétt fyrir jól þegar hann réðst á kærustu sína.

Verklagsreglum ekki verið fylgt

5 hours 53 min ago
„Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsóknar lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar.

Vill greiða sekt fyrir vitnisburð

6 hours 19 min ago
Fyrirsætan Chrissy Teigen hefur boðist til að greiða sekt fimleikakonunnar McKayla Maroney ef hún kjósi að bera vitni gegn Larry Nass­ar fyrr­ver­andi lækn­i banda­ríska fim­leika­landsliðsins en réttarhöld yfir honum hófust í gær. Nass­ar misnotaði Maroney líkt og um 140 stúlkubörn.

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

6 hours 24 min ago
„Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður.

Sameiginlegt lið Kóreuríkjanna á ÓL

7 hours 32 min ago
Norður- og Suður-Kórea munu koma fram undir sama fánanum á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu 9. fe­brú­ar. Ríkin munu einnig senda sam­eig­in­legt lið í ís­hokkí kvenna.

Líkfundur í Öræfum

7 hours 36 min ago
Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus.

5 stungir á hol í nautatamningakeppni

7 hours 46 min ago
Fimm menn hið minnsta voru stungnir á hol við þátttöku í nautatamningakeppni, svo nefndri Jallikattu, sem haldin er í fylkinu Tamil Nadu á Indlandi. Að sögn BBC er þessi umdeilda íþrótt nú heimiluð á ný eftir að stjórnvöld í ríkinu afnámu bann sem hæstiréttur landsins setti árið 2014 á grundvelli dýravelferðar.

Guðni flutti ávarp á sænsku

8 hours 14 min ago
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar.

Þremur sagt upp hjá N4

8 hours 24 min ago
Þremur starfsmönnum N4 hefur verið sagt upp störfum vegna hagræðingar í rekstri. Alls störfuðum fimmtán hjá fjölmiðlafyrirtækinu sem er með þessu að bregðast við því óöryggi sem er í rekstri fjölmiðla.

Beið í fimm ár eftir ákæru

9 hours 17 min ago
Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist.

Pages

Morgunblaðið