Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 9 min 20 sec ago

Ekkert ferðaveður á morgun

1 hour 14 min ago
Veðurspáin er mjög slæm fyrir morgundaginn en í fyrramálið hvessir mjög og hlýnar hratt. Veðurstofan spáir suðaustan stormi eða roti víða um land síðdegis á morgun og verður ekkert ferðaveður þegar líður á daginn.

Húsbrot og líkamsárás

1 hour 24 min ago
Lögreglan handtók mann um kvöldmatarleytið í austurhluta Reykjavíkur sem er grunaður um húsbrot og líkamsárás.

Slógust eftir umferðaróhapp

1 hour 30 min ago
Tilkynnt var til lögreglu um umferðaróhapp á Reykjanesbraut við Arnarnesveg síðdegis í gær. Til handalögmála kom á milli ökumannanna og varð vegfarnandi sem kom á vettvang að ganga á milli þeirra.

Skapi 100 störf á Siglufirði

1 hour 59 min ago
Gangi áætlanir líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði eftir munu allt að 100 manns starfa hjá því innan fimm ára. Róbert Guðfinnsson segir mikil tækifæri felast í sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins sem eru fæðubótarefni sem hafa að geyma kítínfásykrur sem framleiddar eru úr rækjuskel.

Tekur þátt í baráttunni við alnæmi

1 hour 59 min ago
Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði, hefur þróað bóluefni við mæðiveiki og prófað það á lömbum á Kýpur. Það bar ágætan árangur og birti hún niðurstöður rannsókna sinna í bresku dýralæknatímariti.

Alls 27 skattabreytingar um áramót

1 hour 59 min ago
Viðskiptaráð Íslands hefur gert úttekt á öllum skattabreytingum sem tóku gildi um nýliðin áramót. Alls tóku í gildi 27 skattabreytingar um áramótin þar af 18 skattahækkanir og 9 skattalækkanir.

Rannsókn ljúki innan þriggja vikna

1 hour 59 min ago
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir það markmið lögreglunnar að ljúka við rannsókn í máli Birnu Brjánsdóttur á innan við þremur vikum.

Skotin í höfuðið vegna aura og iPods

7 hours 58 min ago
Þeir sem skutu táningsstúlku í hnakkann í bandaríska ríkinu Utah á dögunum gerðu það til að komast yfir eigur hennar og sex þúsund krónur í reiðufé, að sögn lögreglunnar. Deserae Turner, fjórtán ára, fannst nær dauða en lífi í skurði síðastliðinn föstudag eftir sex klukkutíma leit.

Tilkynnt um 45 alvarleg og óvænt tilvik

8 hours 23 min ago
Embætti landlæknis bárust á síðasta ári 45 tilkynningar um alvarleg og óvænt tilvik á heilbrigðisstofnunum.

Myndband með háskaflugi Harrison Ford

8 hours 40 min ago
Flugvél með leikarann Harrison Ford við stjórnvölinn flaug rétt yfir farþegaflugvél með 110 manns um borð áður en hún lenti á flugbraut skammt frá. Litlu munaði að alvarlegt slys hefði orðið. Þetta sést í myndbandi sem var gefið út í dag.

Mourinho er brjálaður

9 hours 31 min ago
José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United er brjálaður út í enska knattspyrnusambandið.

Áttu 3,7 milljónir í útborgun?

10 hours 29 min ago
Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og þá sér í lagi skortur á ódýru íbúðarhúsnæði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ljóst er að úrvalið af litlum og ódýrum eignum er ekki upp á marga fiska, en slegist er um álitlegar eignir.

Unnusti sekur um morð á rithöfundi

10 hours 38 min ago
Unnusti barnabókahöfundarins Helen Bailey sem byrlaði henni lyf og kæfði hana áður en hann fleygði líki hennar í forarþró hefur verið fundinn sekur um morð.

Meistaradeildin - bein lýsing

10 hours 44 min ago
Tveir síðustu leikirnir í fyrri umferð 16-liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu eru spilaðir í kvöld. Porto og Juventus eigast við í Portúgal og á Spáni mætast Sevilla og Leicester City. Flautað er til leiks í leikjunum klukkan 19.45 og er fylgst með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.

Kársnesskóli rýmdur vegna rakaskemmda

11 hours 12 min ago
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið í samráði við skólastjórnendur að flytja nemendur í Kársnesskóla úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð stendur vegna rakaskemmda og myglu. Fyrst var talið að rakaskemmdirnar væru staðbundnar en nýverið kom í ljós að þær kunna að vera dreifðari en talið er.

Segir meinta nauðgun „misskilning“

11 hours 55 min ago
Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju á hóteli á Suðurlandi um þarsíðustu helgi. Hann verður í haldi fram til 17. mars næstkomandi.

Fékk verðlaunin 50 árum síðar

11 hours 59 min ago
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, fékk í gærkvöldi afhent verðlaun fyrir sigur á barnaskákmóti TR fyrir 50 árum. „Þetta hefur verið erfið bið og bitur en hún sýnir að þó tíminn lækni ekki öll sár, getur það læknað að fá launin á endanum,“ segir hann og hlær við.

Fundu sólkerfi með 7 reikistjörnum

13 hours 6 min ago
Hópur stjörnufræðinga hefur fundið sólkerfi sjö reikistjarna á stærð við jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1.

Uppbókað næstu tvo mánuði

13 hours 24 min ago
„Við höfum lagt upp með vissa fílósófíu fyrir allan veitingastaðinn,“ segir Hinrik Karl Ellertsson rekstrarstjóri Dill sem varð fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta Michelin-stjörnu. Hráefni er sótt í nærumhverfið og er rekjanlegt, hann segir mikla aðsókn og tveggja mánaða bið eftir borði.

Saint-Étienne - Man.Utd, staðan er 0:1

13 hours 24 min ago
Franska liðið Saint-Étienne og Manchester United eigast við í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Flautað er til leiks í Saint-Étienne klukkan 17 og er fylgst með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

Pages

Morgunblaðið