Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 48 min ago

Leitað að pari á Vestfjörðum

4 hours 2 min ago
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út til leitar á ellefta tímanum í kvöld þegar par sem ætlaði að ganga frá Bolungarvík að Galtarvita og þaðan í Selárdal skilaði sér ekki á réttum tíma.

Tveir látist í árásum bjarndýra

4 hours 9 min ago
Birnir hafa ráðist á fjóra í Alaska á innan við viku. Tveir hafa látist. Ráðist var á tvo menn í Anchorage á laugardag og hlaut annar þeirra svöðusár á hálsi auk þess að tapa hluta upphandleggsvöðvans.

Lugu fyrir starfsbróður sinn

4 hours 56 min ago
Ákæruvaldið í Chicago hefur ákært þrjá núverandi og fyrrverandi lögreglumenn fyrir að hylma yfir sannleikann um örlög Laquan McDonald, svarts tánings sem var skotinn til bana af lögregluþjón fyrir þremur árum.

Sænski leikarinn Michael Nyqvist látinn

5 hours 17 min ago
Sænski leikarinn Michael Nyqvist, sem lék eitt aðalhlutverkanna kvikmyndunum sem gerðar voru eftir Millenium-þríleik Stieg Larsson, er látinn. Hann var 56 ára. Samkvæmt talsmanni leikarans lést hann umkringdur fjölskyldumeðlimum eftir árs langa baráttu við lungnakrabbamein.

Evrópuherinn kemur að lokum

5 hours 34 min ago
„Við munum ekki koma á evrópskum her á morgun. Það sem er mögulegt er að koma á, til skemmri tíma litið, er nánara samstarf á milli evrópskra herja. Það er algerlega nauðsynlegt að samræma hernaðargetuna og herina,“ sagði Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, í samtali við mbl.is þegar hann heimsótti Ísland á dögunum.

Kastaði smápeningum í vélarhreyfilinn

5 hours 40 min ago
Lögregla var kölluð til í Sjanghæ í Kína í dag eftir að 80 ára ára gömul kona kastaði smápeningum í hreyfil flugvélar China Southern Airlines. Aðeins ein mynt af níu lenti inni í hreyflinum en það reyndist nóg; rýma þurfti vélina og fresta fluginu.

CNN aftur flækt í hneykslismál

6 hours 9 min ago
Bandaríski fjölmiðillinn CNN á undir högg að sækja eftir að upptökur birtust í dag sem sýna framleiðslustjóra fyrirtækisins tala um að fréttaflutningur um Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að mestu knúinn af því að fá sem mestan lestur á fréttirnar.

FH - Breiðablik, staðan er 0:5

6 hours 35 min ago
FH tekur á móti Breiðabliki í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu, en flautað er til leiks í Kaplakrika klukkan 19.15. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is

Vilja ekki verða fórnarlömb May

6 hours 46 min ago
Breskir ríkisborgarar búsettir í Evrópu óttast að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé reiðubúin til þess að fórna réttindum þeirra til að tryggja takmarkanir á aðflutningi ríkisborgara Evrópusambandsríkjanna til Bretlands í kjölfar Brexit.

Urðu fyrir áreiti í útrýmingarbúðum

7 hours 9 min ago
Múslimskar stelpur sem fóru í námsferð til Póllands segja að þær hafi orðið fyrir miklum fordómum heimamanna. Fjórar þeirra sem urðu fyrir hvað mestu áreiti gengu með höfuðklúta.

Notendur Facebook orðnir tveir milljarðar

7 hours 13 min ago
Fjöldi notenda á samfélagsmiðlinum Facebook er orðinn meiri en tveir milljarðar. Þetta tilkynnti Mark Zuckerberg, stofnandi fyrirtækisins, á notandaaðgangi sínum í dag.

Hafnað vegna sektar eftir 11 ára dvöl

7 hours 15 min ago
Fjárfestinum Bala Kamallakharan var neitað um íslenskan ríkisborgararétt í dag vegna hraðasektar sem hann fékk eftir að hafa sent inn umsóknina. Hann hefur verið búsettur á Íslandi í 11 ár, er giftur íslenskri konu og á tvö börn. Þá er hann stofnandi Startup Iceland.

„Þetta er mjög pirrandi – ég er brjáluð“

7 hours 30 min ago
„Mér fannst við vera miklu betri og hefðum átt að vinna leikinn,“ sagði Málfríður Erna Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, hundsvekkt í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli liðsins við topplið Þórs/KA á heimavelli í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum

8 hours 31 min ago
Kæmi til þess að krónan yrði tengd við gengi erlends gjaldmiðils, eins og til að mynda evrunnar, gæti það leitt til þess að Íslendingar yrðu berskjaldaðri fyrir árásum spákaupmanna að mati OECD sem aftur gæti leitt til þess að koma yrði á fjármagnshöftum á nýjan leik til þess að bregðast við þeim.

Mega taka barnið úr öndunarvél

9 hours 8 min ago
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Great Ormond Street Hospital for Children í Lundúnum megi slökkva á öndunarvél Charlie Gard, sem þjáist af fágætum erfðasjúkdómi sem leiðir m.a. til þess að líffæri hans virka ekki sem skyldi.

Fá milljónastyrk til að efla hjúkrunarfræði

12 hours 40 min ago
Alþjóðlegur hópur vísindamanna á sviði hjúkrunarfræði undir forystu prófessora við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og UMC í Utrecht í Hollandi hefur fengið um 40 milljóna kr. styrk til verkefnis sem miðar að því að efla doktorsnema og nýdoktora á sviði hjúkrunarfræði sem leiðtoga og vísindamenn.

Fjölnir fær góðan liðsstyrk

12 hours 47 min ago
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við leikstjórnandann Sigfús Pál Sigfússon, fyrrverandi Íslandsmeistara og landsliðsmann, um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Náttúruminjasafn fær aðstöðu í Perlunni

13 hours 4 min ago
Í dag skrifuðu Náttúruminjasafn Íslands og og Perla norðursins undir samning um að safnið fái aðstöðu til sýningarhalds í Perlunni. Fyrirhugað er að sýning Náttúruminjasafns Íslands opni á nýrri annarri hæð Perlunnar í tengslum við 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018.

Ekki standi til að sameina MR og Kvennó

13 hours 53 min ago
Ekki stendur til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík, eins og fyrrverandi rektor MR segist óttast á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þetta staðfestir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra í samtali við mbl.is.

Margt í úrskurði sem heldur ekki vatni

13 hours 58 min ago
„Það er mjög margt í úrskurðinum sem heldur ekki vatni. Atriði sem búið er að svara og fleira. Þeir hafa ekkert tekið tillit til þess. Þeir hafa sinnt mjög takmarkaðri rannsóknarvinnu. Þeir virðast hafa tekið upp athugasemdir sem ýmsir aðilar sendu inn, sem hafa hreinlega ekki kynnt sér málið.“

Pages

Morgunblaðið