Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 55 min 19 sec ago

Fannst á lífi eftir 47 daga

Wed, 04/26/2017 - 16:42
Rúmlega tvítugur karlmaður frá Taívan fannst í dag í Himalaja-fjöllum eftir að hafa verið týndur þar ásamt 19 ára kærustu sinni í 47 daga. Lík hennar fannst skammt frá og segir maðurinn, Liang Sheng Yueh, að hún hafi látist fyrir þremur dögum.

Síðuskóli sigraði Skólahreysti

Wed, 04/26/2017 - 16:21
Síðuskóli á Akureyri sigraði Skólahreysti en úrslitakeppnin fór fram í kvöld. Í öðru stæti varð Lindaskóli í Kópavogi og þriðja sæti varð Laugalækjarskóli í Reykjavík.

Færri ferðamenn með hærri skatti

Wed, 04/26/2017 - 15:23
Tilgangurinn með því að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna er ekki síst sá að draga úr fjölgun ferðamanna hér á landi. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra. Hvorki sé gott fyrir hagkerfið né greinina sjálfa að hún vaxi of hratt.

Þrengingar í rekstri Kvikmyndaskólans

Wed, 04/26/2017 - 14:58
„Það er nú eiginlega bara lausn á borðinu og búið að leysa þann vanda sem þarna var uppi við,“ segir stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands. Í dag var haldinn fundur með nemendum og starfsfólki skólans vegna þrenginga í rekstri skólans.

Fyrirtækjaskattur úr 35% í 15%

Wed, 04/26/2017 - 14:27
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kynnti í dag áform um miklar skattalækkanir á fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækjaskattur verður lækkaður úr 35% í 15% og skattþrepum tekjuskatts verður fækkað úr sjö í þrjú: 10%, 25% og 35%.

Tölva Póstsins segir nei

Wed, 04/26/2017 - 14:00
„Þetta fer að verða eins og í gamla daga. Maður sendi póstinn til útlanda með haustskipum og fékk svo svar með vorskipum,“ segir maður sem er ósáttur við að þurfa að fara á næsta pósthús til að tilkynna um breytt heimilisfang svo hann fái póstinn sinn sendan á nýjan verustað sinn.

Keflavík - Snæfell, staðan er 53:43

Wed, 04/26/2017 - 13:22
Keflavík og Snæfell mætast í fjórða úrslitaleik sínum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í TM-höllinni í Reykjanesbæ kl. 19.15. Keflavík er yfir í einvíginu, 2:1. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Hjólakraftur á harðaspretti

Wed, 04/26/2017 - 13:07
„Við settum upp sérstaka æfingu í boði íslandsmeistarans í fjallahjólreiðum. Morgunblaðshringurinn er á morgun og íslandsmeistarinn er að sýna okkur alls konar trix í brautinni,“ segir Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts.

Vísar í breytt samkeppnisumhverfi

Wed, 04/26/2017 - 13:00
„Ég held að menn sjái það að þetta eru stórir bitar,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við mbl.is spurður hvort frekari landvinningar séu á dagskrá hjá félaginu en tilkynnt var í dag um kaup þess á Olíuverzlun Íslands (Olís) og fasteignafélaginu DGV ehf.

Cr.Palace - Tottenham, staðan er 0:0

Wed, 04/26/2017 - 12:58
Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Tottenham og Arsenal eru meðal þeirra liða sem verða í eldlínunni. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is þar sem aðaláhersla verður á leik Crystal Paalce og Tottenham.

Létust með 40 mínútna millibili

Wed, 04/26/2017 - 12:35
Hjón í Illinois í Bandaríkjunum, sem höfðu verið gift í 69 ár, létu lífið með aðeins 40 mínútna millibili. Isaac Vatkin, 91 árs gamall, hélt í hönd konu sinnar Teresu, þegar hún lést eftir baráttu við alzheimer-sjúkdóminn þá 89 ára gömul.

Fagnaði átta ára brúðkaupsafmæli

Wed, 04/26/2017 - 12:15
Salma Hayek átti brúðkaupsafmæli í gær og birti af því tilefni myndir úr guðdómlegu brúðkaupi hennar og François-Henri Pinault.

Vann 92 milljónir króna

Wed, 04/26/2017 - 11:18
Heppinn lottóspilari er rúmlega 92 milljónum króna ríkari eftir Víkingalottó kvöldsins. Tveir fengu annan vinninginn á Íslandi og fær hvor í sinn hlut rúmlega 1,2 milljónir króna.

12 fangar létust í byssubardaga

Wed, 04/26/2017 - 10:05
12 fangar létust og 11 særðust í átökum milli gengja í fangelsi í austurhluta í Venesúela í gær. Níu af þeim sem létust urðu fyrir byssuskoti. Fangelsið sem nefnist Jose Antonio Anzoategui er talið eitt það alræmdasta í landinu.

Leikstjórinn Jonathan Demme látinn

Wed, 04/26/2017 - 09:32
Leikstjórinn Jonathan Demme, sem vann Óskarsverðlaunin fyrir spennumyndina The Silence of the Lambs, er látinn.

Sjúklingar hafa ekki efni á að bíða

Wed, 04/26/2017 - 09:23
„Krabbameinssjúklingar hafa ekki efni á að bíða. Þeir lifa í núinu og vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég vil ekki trúa því að loforð [heilbrigðis]ráðherra um að finna fjármagn til að kaupa ný lyf fyrir krabbameinssjúklinga verði ekki efnt,“ segir framkvæmdastjóri Krafts.

Stefnir í hert eftirlit með vigtun fisks

Wed, 04/26/2017 - 09:19
Ónákvæmni við vigtun fiskafla, þar sem uppgefið íshlutfall er fjarri sanni, verður vigtunarleyfishöfum dýrt verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum.

Fá ekki að senda vín með pósti

Wed, 04/26/2017 - 09:16
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa eigi frá máli fyrirtækisins Sante ehf og franska útflutningsfyrirtækisins Vins Divins gegn íslenska ríkinu.

„Mikill pirringur þarna“

Wed, 04/26/2017 - 08:53
82% þeirra starfsmanna Keflavíkurflugvallar sem eru í stéttarfélagi SFR felldu í gær kjarasamning félagsins og Isavia. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir úrslit atkvæðagreiðslunnar endurspegla mikinn pirring hjá starfsmönnum vegna álags á Keflavíkurflugvelli.

Benedikt vill ekki hærri bónusa

Wed, 04/26/2017 - 07:50
Fjármálaráðherra segist ekki hafa áhuga á að heimila hærri kaupauka í fjármálakerfinu líkt og forveri hans í starfi lagði til. Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja telur líklegt að hægur stígandi verði í bónusgreiðslum innan íslenska bankakerfisins.

Pages

Morgunblaðið