Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 56 min ago

Ferðamenn „hnapp­dreifast“ á staði

2 hours 51 min ago
Sóley Jónsdóttir, starfsmaður hjá Vegagerðinni, hefur lokið við að fara hringveginn þar sem hún hefur skráð niður þá staði þar sem ferðamenn stoppa oftast. Hún leggur nú lokahönd á skýrslu sem nýtist ef farið verður í að fjölga útskotum á þjóðvegum landsins.

„Voru frábærir á Evrópumótinu“

3 hours 22 min ago
„Íslendingar voru frábærir á Evrópumótinu í fyrra, þeir unnu sinn leik í undankeppni HM á föstudaginn og þeir koma til með að gera okkur skráveifu,“ segir Martin O'Neill þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Íslendingum í vináttuleik í Dublin í kvöld.

Harry gerir íbúðina klára fyrir kærustuna

3 hours 29 min ago
Meghan Markle og Harry Bretaprins virðast ætla taka næsta skref í sambandinu og flytja inn saman.

Slær loftslagsmálin út af borðinu

3 hours 46 min ago
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag undirrita forsetatilskipun sem mun draga úr aðgerðum Bandaríkjamanna í loftslagsmálum í þágu þess að skapa störf, m.a. í kolaiðnaði. Tilskipunin mun ógilda a.m.k. sex tilskipanir Barack Obama sem miðuðu m.a. að því að draga úr kolefnislosun.

Dæmdur á grundvelli rangrar ákæru

4 hours 10 min ago
Endurupptökunefnd hefur heimilað upptöku þriggja sakamála þar sem nefndin segir að verulegir gallar hafi verið á meðferð málanna, sem líklega hafi haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Ríkissaksóknari bað nefndina um að öll málin yrðu tekin upp að nýju.

Hvað gengur á í Jemen?

5 hours 9 min ago
Í tvö ár hefur hrikaleg borgarastyrjöld geisað í Jemen, einu fátækasta ríki heims. Milljónir hafa lagt á flótta, þúsundir hafa fallið og tugþúsundir særst. En hvað gengur eiginlega á? Er von til þess að stríðinu ljúki í bráð og þar með þjáningum heillar þjóðar?

Yfir 500 mislingasmit

6 hours 2 min ago
Yfir 500 manns greindust með mislinga í Evrópu í janúar, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO. Stofnunin lýsir yfir áhyggjum af fækkun bólusetninga.

Tennisvellir víkja fyrir fótboltavelli

6 hours 7 min ago
Ekki hafa fengist fjármunir frá Reykjavíkurborg til að viðhalda tennisvöllum Víkings í Fossvogi og verða þeir því aflagðir í vor. Aðeins tveir tennisvellir verða þá eftir í Reykjavík, staðsettir í Laugardalnum.

Er komið að fyrsta sigrinum?

Mon, 03/27/2017 - 23:58
Írar eru í hópi þeirra þjóða sem Ísland hefur aldrei náð að sigra í A-landsleik karla í knattspyrnu en liðin eigast við í vináttulandsleik í Dublin í kvöld klukkan 18.45 að íslenskum tíma.

Ófreskjan Debbie nær landi

Mon, 03/27/2017 - 23:18
Fellibylurinn Debbie er kominn að landi í norðausturhluta Ástralíu og er þegar farinn að valda usla. Debbie minnir helst á ófreskju og fer mikinn en vindhraðinn mælist allt að 73 metrum á sekúndu.

Bréfberi var með vegabréfið

Mon, 03/27/2017 - 22:30
Ráðagóð amma varð til þess að vegabréf sonardóttur hennar, sem hafði ekki skilað sér tíu dögum eftir tilsettan afhendingartíma, fannst heima hjá bréfbera ásamt öðrum pósti til fjölskyldunnar.

SVG íhugar úrsögn úr ASÍ

Mon, 03/27/2017 - 22:30
„Það kemur til greina að félagið segi sig úr ASÍ í kjölfar þessa máls. Við útilokum ekkert að svo stöddu,“ segir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur (SVG), en á fundi 15. mars hafnaði miðstjórn því einróma að veita SVG 62,1 milljóna styrk úr Vinnudeilusjóði ASÍ.

Seðlabankinn þögull

Mon, 03/27/2017 - 22:30
„Við erum að undirbúa ársfundinn og ekki hefur gefist tími til að skoða þetta mál,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson hjá Seðlabanka Íslands, spurður um áhyggjur bankaráðs bankans af þátttöku Más Guðmundssonar bankastjóra í opinberri umræðu um einstök mál sem bankinn er með í vinnslu.

Slæmar afleiðingar fyrir Bretland og ESB

Mon, 03/27/2017 - 16:32
Evrópusambandið og Bretland munu standa frammi fyrir alvarlegum afleiðingum ef Bretar yfirgefa sambandið án þess að samið verði um það. Þetta segir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, í grein í viðskiptablaðinu Financial Times.

Hrifsaði pakka af vegfaranda

Mon, 03/27/2017 - 16:00
Karlmaður var handtekinn af lögreglu á Austurvelli í Reykjavík á sjötta tímanum í dag en hann hafði verið að angra gesti og gangandi með ölvunarlátum og ofbeldisfullum tilburðum. Hafði hann samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni meðal annars slegið til aldraðs manns.

Sagði að blóðið væri tómatsósa

Mon, 03/27/2017 - 15:49
Breskur hermaður myrti unnustu sína á heimili hennar í enska bænum Bournemouth og sagði síðan tveimur ungum börnum hennar að blóð úr henni væri tómatsósa. Þetta kom fram fyrir dómstóli í Bretlandi í dag þar sem maðurinn, Jay Nava, er ákærður fyrir morðið.

Kaupþing banki óstarfhæfur frá 2003?

Mon, 03/27/2017 - 14:33
„Þær koma mér ekki mikið á óvart. Þetta er svona nokkurn veginn eins og ég hélt þó ég hafi ekki vitað smáatriðin,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is en hann gagnrýndi á sínum tíma aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum.

Hætt eftir að eiginmaðurinn var rekinn

Mon, 03/27/2017 - 14:24
Eftir að Alfreð Finnsson var rekinn úr starfi sem þjálfari Vals í Olís-deild kvenna í handknattleik er orðið ljóst að tveir leikmenn spila ekki meira með liðinu í ár.

„Reiðarslag fyrir bæjarfélagið“

Mon, 03/27/2017 - 14:03
„Þetta er bara reiðarslag fyrir bæjarfélagið og alvarleg tíðindi fyrir okkur Skagamenn, verði af þeim áformum að hér muni 93 starfsmenn fá uppsögn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi í samtali við mbl.is. HB Grandi tilkynnti í dag að fyrirtækið áformi að loka bol­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi.

„Mönnum ekki til sóma“

Mon, 03/27/2017 - 12:37
„Ég gef ekki mikið fyrir þessar skýringar. Menn verða bara að virða það við mig. Það er dálítið undarlegt í raun og veru að á sama tíma og kvartað er yfir afkomu landsvinnslunnar stendur til opna nýja landvinnslu á vegum HB Granda á Vopnafirði.“

Pages

Morgunblaðið