Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 52 min 49 sec ago

Fjármagnið minna en ekkert

2 hours 7 min ago
Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni.

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

2 hours 23 min ago
Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn.

Hæsta viðbúnaðarstig á Balí

2 hours 33 min ago
Yfirvöld í Indónesíu hafa hækkað viðbúnaðarstig vegna eldfjallsins Mount Agung á ferðamannaeyjunni Balí á hæsta stig. Yfir 10 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og ferðaviðvaranir hafa verið gefnar út.

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

2 hours 48 min ago
„Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt.

Komast Gylfi og félagar úr fallsæti?

3 hours 10 min ago
Everton freistar þess á morgun að komast úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tekur á móti Bournemouth í 6. umferð deildarinnar.

iPhone 8 fær dræmar móttökur

3 hours 38 min ago
Hlutabréf í Apple hafa lækkað í dag eftir að í ljós kom að eftirspurn eftir iPhone 8 væri umtalsvert minni en búist var við. Færri eintök af nýja símanum voru pöntuð í forpöntun en af síðustu tveimur kynslóðum iPhone. Talið er Apple aðdáendur séu spenntari fyrir iPhone X, sem fer í sölu í nóvember.

Hnepptur í gæsluvarðhald

4 hours 2 min ago
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

„Við getum gert svo miklu betur“

5 hours 8 min ago
„Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið. Við munum ekki lengur verða aðilar að innri markaði þess né tollabandalagi þess,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í ítölsku borginni Flórens í dag. Bretar yrðu þannig ekki aðilar að EES-samningnum eftir að þeir hefðu yfirgefið sambandið.

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

5 hours 13 min ago
Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku.

Bílvelta í Kömbunum

5 hours 23 min ago
Bíll valt neðst í Kömbunum um eittleytið í dag. Fór bíllinn út af veginum og valt við það og voru lögregla og sjúkrabíll send á vettvang.

Stúlkan í rústunum var aldrei til

5 hours 39 min ago
Frida Sofia, ung stúlka sem talið var að væri föst í rústum Enrique Rébsamen-barnaskólans í Mexíkóborg, fangaði hug mexíkósku þjóðarinnar sem er enn að jafna sig á áfallinu eftir jarðskjálftann á þriðjudag. Nú virðist hins vegar sem Frida Sofia hafi aldrei verið til.

Krefjast varðhalds yfir erlendum manni

6 hours 11 min ago
Erlendur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa veitt konu á Hagamel áverka sem leiddu til dauða hennar í gærkvöldi. Farið verður fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í dag.

Viðurkennir tilvist „barnabýla“

6 hours 13 min ago
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa heitið því að hefja rannsókn eftir að heilbrigðisráðherra landsins viðurkenndi að börn hefðu verið tekin af mæðrum sínum og seld útlendingum til ættleiðinga á 9. áratug síðustu aldar.

Fresta sölu í Arion vegna stjórnarslita

6 hours 23 min ago
Engin ákvörðun er varðar útboð á hlutabréfum í Arion banka verður tekin þangað til að alþingiskosningar eru afstaðnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi.

Vill brúa Skerjafjörð og reisa nýja byggð

7 hours 15 min ago
„Þessar tengingar eru hagsmunamál allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, við mbl.is. Hann hefur sent frá sér stutta heimildamynd um hugmyndir um byggingu brúar yfir Skerjafjörð, svokallaða Skerjabraut.

Próflaus á 141 km hraða

11 hours 7 min ago
Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri.

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

11 hours 10 min ago
Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur.

GAMMA sektað um 23 milljónir

11 hours 51 min ago
Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME

Birgir Leifur stórbætti sig

12 hours 8 min ago
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson spilaði vel á öðrum hring Opna Kasakstan-mótsins í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Eins og sakir standa er hann öruggur um að komast í gegnum niðurskurðinn en enn eiga flestir kylfingar eftir að ljúka leik.

Mæðgur skornar á háls

12 hours 28 min ago
Sýrlenskar mæðgur, sem voru áberandi í baráttunni gegn stjórnvöldum í heimalandinu, fundust látnar í íbúð sinni í Istanbul í Tyrklandi. Þær höfðu verið skornar á háls, samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum.

Pages

Morgunblaðið