Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 56 min 52 sec ago

12 ára slasast í mótorkross

Thu, 07/27/2017 - 14:43
12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni.

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Thu, 07/27/2017 - 14:30
Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna.

KR upp í fimmta sætið

Thu, 07/27/2017 - 14:07
KR tók á móti Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Alvogen-vellinum í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í 10. umferðinni en honum var frestað vegna Evrópuleikja KR-inga. Leiknum lauk með afar sanngjörnum 2:0 sigri heimamanna.

Bjóða „valet“ bílastæðaþjónustu í Leifsstöð

Thu, 07/27/2017 - 14:00
Stofnendur BaseParking hafa unnið nær allan sólarhringinn frá stofnun fyrirtækisins um síðustu mánaðamót. Eftirspurnin er mun meiri en þeir þorðu að vona og nú er stefnt á fjölgun starfsfólks.

„Forréttindi að vera úti að leika“

Thu, 07/27/2017 - 13:44
Hulda og Hvati í Magasíninu á K100 nýttu sólríkan sumardag til að prófa Gung Ho þrautabrautina sem verður í Laugardalnum 12. ágúst næstkomandi. Hulda segir það forréttindi að hafa fengið að vera úti að leika í vinnunni í dag.

Synja foreldrum Charlies um meiri tíma

Thu, 07/27/2017 - 13:38
Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að hinn ell­efu mánaða gamli Charlie Gard, sem þjá­ist af ban­væn­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi, verði fluttur á líknardeild og að öndunarvél hans verði tekin úr sambandi skömmu síðar.

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Thu, 07/27/2017 - 13:29
Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum.

Skátar biðjast afsökunar á Trump

Thu, 07/27/2017 - 12:22
Einn æðsti leiðtogi skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum baðst í dag afsökunar á umdeildri ræðu Donald Trumps Bandaríkjaforseta á skátamóti fyrr í vikunni. Trump ávarpaði tugi þúsunda skátadrengi á landsmóti þeirra og beindi spjótum sínum að „fölskum fréttamiðlum“, Barack Obama og Hillary Clinton.

Lögreglumennirnir áfram við störf

Thu, 07/27/2017 - 11:31
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag.

Dúkur mun hylja Grenfell-turninn

Thu, 07/27/2017 - 11:30
Dúkur mun hylja Grenfell-turninn í London, þar sem að minnsta kosti 80 manns létu lífið í júní, á meðan rannsókn stendur yfir. Gert er ráð fyrir að honum verði komið á í ágúst. Frá þessu greindi Michael Lockwood byggingastjóri á fundi með almenningi í kirkju meþódista í Notting Hill í gær.

Stjarnan - ÍBV, staðan er 0:0

Thu, 07/27/2017 - 11:19
Stjarnan og ÍBV mætast í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, á Samsung-vellinum í Garðabæ klukkan 17.30. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Héldu að þeir væru að drukkna

Thu, 07/27/2017 - 10:44
Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni.

Afkomuspá Icelandair aftur hækkuð

Thu, 07/27/2017 - 10:23
Heildartekjur Icelandair Group á fyrsta árshelmingi jukust um 11% samanborið við sama tímabil 2016. Afkomuspá fyrirtækisins hefur verið hækkuð í 150-160 milljónir Bandaríkjadala.

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Thu, 07/27/2017 - 09:45
Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra.

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Thu, 07/27/2017 - 09:44
Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur.

Auglýsing um starfið kom á óvart

Thu, 07/27/2017 - 08:25
Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð.

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Thu, 07/27/2017 - 08:17
Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu.

Krefjast upplýsinga um örlög Wallenberg

Thu, 07/27/2017 - 07:59
Fjölskylda „sænska Schindler“, ríkiserindrekans Raoul Wallenberg, hefur höfðað mál á hendur öryggisþjónstu Rússlands til að fá aðgang að gögnum hennar. Wallenberg, sem bjargaði þúsundum ungverskra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, hvarf eftir að hafa verið kallaður á fund Sovétmanna í Búdapest í janúar 1945.

Valitor varar við kortasvikum

Thu, 07/27/2017 - 07:28
Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum.

NASA þróar hljóðfráa farþegaflugvél

Thu, 07/27/2017 - 07:17
Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, er að þróa hljóðfráa farþegaþotu sem mun draga verulega úr flugtíma og takmarka hjóðmengun. Flugtími gæti styst um allt að helming. Stofnunin mun leggja til um 41 milljarð króna til að smíða vélina og prófa hana yfir þéttbýlum svæðum árið 2022.

Pages

Morgunblaðið