Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 34 min ago

„Voru þetta mistök hjá höfundum“

13 hours 19 min ago
„Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Þingið álykti um landsdómsmálið

13 hours 40 min ago
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni.

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

13 hours 41 min ago
Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í.

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

13 hours 53 min ago
„Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is.

FME varar við viðskiptum við N-Kóreu

15 hours 41 min ago
Fjármálaeftirlitið hefur beint tilmælum til fjármálafyrirtækja og annarra tilkynningarskyldra aðila að gæta sérstakrar varúðar í viðskiptum við einstaklinga og lögaðila frá Norður-Kóreu.

8 bíla árekstur á Holtavörðuheiði

15 hours 47 min ago
Fjöldaárekstur varð á Holtavörðuheiði nú um eitt leytið þegar að minnsta kosti 8 ökutæki rákust saman. Búið er að loka heiðinni vegna óhappsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Dæmt í kannabissúkkulaðimálinu

15 hours 49 min ago
Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona sem er búsett í Danmörku, fékk í dag sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðild sín að „kannabissúkkulaðimálinu“ einu umtalaðasta fíkniefnamáli síðari tíma í Danmörku.

4000 blaðakonur skrifuðu undir

16 hours 9 min ago
Fleiri en 4000 sænskar blaðakonur skrifa undir áskorun gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni, sem birtist á vef SVT í dag. Fjöldi frásagna um slíkt innan stéttarinnar voru einnig birtar undir yfirskriftinni #DEADLINE.

Geir segist virða niðurstöðuna

16 hours 56 min ago
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir.

Telur Geir í raun ekki hafa tapað

17 hours 22 min ago
„Dapurlegt þykir mér vera hlutskipti Mannréttindadómstólsins í Strasbourg og hann setja mjög niður með þessum úrskurði sínum um að pólitísk réttarhöld hafi verið í góðu lagi. Nánast hlægilegt er að lesa það í dómsorðinu að atkvæðareiðslan á Alþingi um að stefna Geir fyrir landsdóm hafi ekki verið pólitísk!“

„Dómgreindin er til umhugsunar“

17 hours 27 min ago
Ragnar Önundarson hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, opið bréf á Facebook þar sem hann ræðir m.a. áfram um prófílmynd hennar í samhengi við ásýnd Sjálfstæðisflokksins. Þar segir hann að myndin hafi ekki verið aðalatriðið heldur sé dómgreindin til umhugsunar.

Veittust að barni í bíl

18 hours 4 min ago
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í gær vegna gruns um að hafa veist að fjögurra ára dreng. Barnið sat í aftursæti bíls sem móðir hans ók er árásin átti sér stað.

Gylfi án stjóra í mánuð og Everton í vandræðum

18 hours 33 min ago
Í dag, 23. nóvember, er sléttur mánuður síðan Ronald Koeman var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni, en félagið virðist engu nær um arftaka hans.

Farþegarnir héldu á hótel

18 hours 43 min ago
Fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum var lokað í gærkvöldi eftir að farþegar rútunnar sem lenti í árekstri við snjóplóg í Víðidal á Fjöllum höfðu fengið afgreiðslu sinna mála. Meiðsli ferðamannanna voru minniháttar.

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

19 hours 8 min ago
Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.

Mnangagwa lofar nýju skeiði lýðræðis

19 hours 10 min ago
Emmerson Mnangagwa, nýr leiðtogi Simbabve, sagði mannfjöldanum sem fagnaði honum í höfuðborginni Harare að nýtt skeið lýðræðis tæki nú við í Simbabve. Robert Mugabe, forseti landsins til áratuga, sagði af sér á þriðjudag eftir mikinn þrýsting frá hernum, almenningi og eigin stjórnmálaflokki.

Rannsaka hávært hljóð

19 hours 39 min ago
Argentínski sjóherinn rannsakar nú uppruna háværs hljóðs sem var greint nokkrum klukkustundum eftir að kafbáturinn San Juan hvarf fyrir rúmri viku undan ströndum landsins. 44 eru í áhöfn bátsins. Leit að honum hefur enn engan árangur borið.

Ríkið sýknað í landsdómsmáli

20 hours 23 min ago
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í dag að íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur í landsdómi í apríl 2012.

54 vilja í skrifstofustjórann

20 hours 25 min ago
54 sóttu um stöðu skrifstofustjóra menningarmála sem menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti lausa til umsóknar í byrjun nóvember. Meðal umsækjenda eru Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Norðurlandahússins í Færeyjum.

Ósætti vegna fjarveru Erlings með landsliðinu

Wed, 11/22/2017 - 23:54
Klofningur virðist vera kominn upp í Vestmannaeyjum hvað varðar Erling Richardsson, skólastjóra grunnskóla Vestmannaeyjarbæjar, vegna þess að hann sinnir einnig starfi landsliðsþjálfara Hollands í handknattleik.

Pages

Morgunblaðið