Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 35 min ago

Kærði kynferðisbrot og var myrt

Fri, 04/19/2019 - 10:37
Mikil mótmæli brutust út í Bangladess í síðustu viku í kjölfar þess að ung kona var brennd lifandi samkvæmt skipun skólastjóra skólans sem hún stundaði nám við eftir að hún hafði sakað hann um kynferðislega áreitni samkvæmt frétt AFP.

Tilkynnir framboð í næstu viku

Fri, 04/19/2019 - 08:58
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, hyggst tilkynna í næstu viku um þátttöku sína í prófkjöri Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna í landinu á næsta ári. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Brýrnar helsti veikleikinn

Fri, 04/19/2019 - 08:01
Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi.

Minnsti drengur heims fær að fara heim

Fri, 04/19/2019 - 07:45
Drengur sem vó 258 grömm við fæðingu fyrir sex mánuðum er nú loks kominn heim. Drengurinn var útskrifaður af vökudeild í febrúar en læknir hans á Naganu-barnaspítalanum í Tókýó segir hann reiðubúinn að yfirgefa sjúkrahúsið.

Þyrla hífði hest úr vök

Fri, 04/19/2019 - 06:40
Betur fór en á horfðist þegar hesturinn Finnskog Lux féll í vök í Hedmark í morgun. Þegar ekkert gekk að koma dýrinu á þurrt ákvað áhöfn sjúkraþyrlu að bregða á örþrifaráð sem reyndist heilladrjúgt.

Forsetinn á meðal píslarvotta

Fri, 04/19/2019 - 06:19
Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum.

Mourinho ráðleggur Liverpool

Fri, 04/19/2019 - 06:10
José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sent varnarorð til Liverpool fyrir leiki liðsins gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Góður dagur“ fyrir Trump

Fri, 04/19/2019 - 06:02
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði daginn í gær hafa verið góðan. Bandarískur lagaprófessor veltir fyrir sér hvort skipun Trumps um að láta reka Robert Mueller úr embætti geti ein og sér talist hindrun á framgangi réttvísinnar.

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

Fri, 04/19/2019 - 05:56
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara.

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

Fri, 04/19/2019 - 05:18
Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum.

„Erum við síðasta kynslóðin?“

Fri, 04/19/2019 - 04:33
Hópur mótmælenda, allt umhverfissinnar fæddir 1990 eða síðar, hefur fært sig frá helstu götum Lundúna yfir til Heathrow-flugvallar. Að mót­mæl­un­um, sem hófust á mánudag, standa grasrót­ar­sam­tök sem kalla sig Upp­reisn gegn út­rým­ingu (Ext­incti­on Re­belli­on).

Bilar strax á öðrum degi

Fri, 04/19/2019 - 04:33
Samanbrjótanlegi snjallsíminn Samsung Galaxy Fold, hefur í bilað og hætt að virka í höndum margra tækniblaðamanna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að síminn hafi einungis verið í notkun í nokkra daga.

Kominn tími til að vakna

Fri, 04/19/2019 - 03:40
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að allir leikmenn liðsins þurfi að vakna og átta sig á því að þeir séu að spila fyrir stórlið Manchester United.

„Byrjið á að borga skattana ykkar“

Fri, 04/19/2019 - 02:53
Rausnarleg framlög franskra auðmanna til endurbyggingar Notre Dame-dómkirkjunnar í París hafa vakið mikla athygli. Í fréttaskýringu New York Times kemur fram að verkalýðsleiðtogar og stjórnmálamenn hafi gagnrýnt framlögin, sem sögð eru sýna hversu mikil misskiptingin er í landinu.

Þrír þaulvanir fjallgöngumenn taldir af

Fri, 04/19/2019 - 02:12
Þrír þaulvanir atvinnu-fjallgöngumenn eru taldir af en þeirra hefur verið saknað frá því að snjóflóð féll í Howse-tindi í Klettafjöllunum í Alberta-fylki í Kanada á þriðjudag.

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

Fri, 04/19/2019 - 01:35
Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti.

Fjórum bjargað úr eldsvoða

Fri, 04/19/2019 - 01:14
Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús.

Blaðakona skotin til bana í óeirðum

Fri, 04/19/2019 - 00:45
Blaðakona var skotinn til bana í óeirðum á Londonderry á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Lögregla rannsakar morðið á Lyra McKee, 29 ára, og óeirðirnar sjálfar sem hryðjuverk.

Norskur milljarðamæringur fundinn

Fri, 04/19/2019 - 00:21
Lottóspilari í Noregi, sem vann tæplega 1,3 milljarða í Víkingalottóinu í vikunni og ekkert gekk að ná í, hafði samband við Norsk Tipping í gærkvöld. Hann svaraði ekki í símann þar sem hann taldi símasölumenn vera að hringja.

Átta manns í andlegu ójafnvægi

Fri, 04/19/2019 - 00:13
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana.

Pages

Morgunblaðið