Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 42 min ago

Rafrettufrumvarp á úreltum forsendum

Fri, 05/26/2017 - 22:30
„Þær forsendur sem gefnar eru í frumvarpi ráðherra eru úreltar og byggja á hræðsluáróðri en ekki vísindum,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um frumvarp heilbrigðisráðherra um að fella veipur (rafrettur) undir sömu reglur og tóbak.

Hátt verð á íslenskum frímerkjum

Fri, 05/26/2017 - 22:30
Frímerkjaefni frá Íslandi hefur verið selt fyrir um 157 milljónir króna hjá sænska uppboðshúsinu Postiljonen AB í Malmö á síðustu mánuðum.

Þurfa að bíða í 48 mánuði

Fri, 05/26/2017 - 22:30
Umsækjendum á biðlistum sveitarfélaga eftir félagslegu húsnæði fækkaði heldur á milli áranna 2015 og 2016, samkvæmt könnun Varasjóðs húsnæðismála sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins.

Ástandið verra

Fri, 05/26/2017 - 22:30
Mörg erlend ungmenni koma hingað til lands til starfsnáms. Þau vinna aðallega við ferðaþjónustu, á gisti- og veitingastöðum og einnig hjá bændum. Störfin eru ólaunuð en ungmennin fá fæði og húsnæði og þurfa að fá uppáskrift vinnuveitanda um að hafa verið hér í starfsnáminu.

Nær ekkert af makríl

Fri, 05/26/2017 - 22:30
Auk rannsókna á norsk-íslensku síldinni var magn kolmunna austur og norðaustur af landinu metið í leiðangri Árna Friðrikssonar. Þá voru gerðar umfangsmiklar mælingar til að kanna ástand hafsins og vistkerfisins, m.a. með rannsóknum á magni átustofna.

Handabandið fór úr böndunum

Fri, 05/26/2017 - 17:06
Segja má að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti, hafi tekist á síðustu daga. Hafa átökin snúist um það hver er þrjóskari þegar þeir takast í hendur.

Eiginmaður ráðherra eini herrann

Fri, 05/26/2017 - 16:34
Á meðan þjóðarleiðtogar sátu fund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær komu makar þeirra saman í myndatöku. Eini herramaðurinn á myndinni, Gauthier Destenay, hefur vakið heimsathygli en hann er eiginmaður Xavier Bettel forsætisráðherra Lúxemborgar.

Clinton líkti Trump við Nixon

Fri, 05/26/2017 - 16:22
Hillary Clinton gagnrýndi Donald Trump harðlega í dag og líkti honum við Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem sagði af sér árið 1974 eftir Watergate-hneykslið.

Sigmar og Þóra hætta

Fri, 05/26/2017 - 15:03
Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir, sem hafa stýrt Útsvarinu síðustu tíu ár, eru hætt sem stjórnendur þáttarins. Þetta tilkynntu þau í lok úrslitaþáttarins í kvöld. Sögðu þau þó að Útsvarið yrði eflausat á sínum stað áfram en mögulega í breyttri mynd.

Sigmar og Þóra hætta

Fri, 05/26/2017 - 15:03
Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir, sem hafa stýrt Útsvarinu síðustu tíu ár, eru hætt sem stjórnendur þáttarins. Þetta tilkynntu þau í lok úrslitaþáttarins í kvöld. Sögðu þau þó að Útsvarið yrði eflaust á sínum stað áfram en mögulega í breyttri mynd.

Sá níundi handtekinn

Fri, 05/26/2017 - 14:31
Lögreglan í Manchester hefur nú handtekið 44 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa átt þátt í hryðjuverkaárásinni á mánudag. Eru því alls níu menn í haldi bresku lögreglunnar grunaðir um tengsl við málið.

Ræða um verðlagið í Costco

Fri, 05/26/2017 - 14:23
Mikill fólksfjöldi hefur komið í verslun Costco í Garðabæ frá því að hún opnaði á þriðjudaginn og virðist ekkert lát vera á því. Bílaumferðin í nágrenni verslunarinnar hefur verið slík að íbúar á svæðinu sem þurfa að nota sömu vegi og liggja þarna að hafa varla komist heim til sín.

Ólafía í gegnum niðurskurðinn

Fri, 05/26/2017 - 14:23
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari úr GR, lék á 71 höggi eða á höggi undir pari á Volvik Champ­i­ons­hip á LPGA-mótaröðinni banda­rísku en mótið fer fram í Detroit í Michiganríki­. Ólafía er samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu og fer örugglega í gegnum niðurskurð keppenda.

Ariana Grande tjáir sig eftir árásina

Fri, 05/26/2017 - 14:22
Söngkonan Ariana Grande hyggst snúa aftur til Manchester þar sem hryðjuverkaárás var gerð í lok tónleika hennar á mánudag, til að halda styrktartónleika fyrir aðdáendur sína sem létust eða slösuðust í árásinni og fjölskyldur þeirra.

„Þetta er fáránlegt kerfi“

Fri, 05/26/2017 - 13:39
„Þetta er í raun fáránlegt kerfi,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, en stjórnendur skólans þurfa að skera niður í innritunum um 37,5% frá því á síðasta ári. Þá voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður.

Dúxaði í MR með 9,87 í einkunn

Fri, 05/26/2017 - 12:30
Mennta­skól­inn í Reykja­vík út­skrifaði 202 stúd­enta frá skól­an­um í dag. Fleiri stúlkur en piltar útskrifuðust eða 123 stúlk­ur og 79 pilt­ar. Guðrún Sólveig Sigríðardóttir var dúx en hún hlaut ein­kunn­ina 9,87. Að lokum tilkynnti Yngvi Pétursson rektor að þetta yrðu hans síðustu skólaslit.

Skrifstofukisur draga úr streitu

Fri, 05/26/2017 - 11:53
Japanska upplýsingafyrirtækið Ferray í Tokyo notar ketti til að hjálpa starfsmönnum sínum að slaka á og bæta framleiðni. Forsvarsmenn Ferray vonast til þess að kisurnar hjálpi starfsmönnum sínum að slaka á og auki um leið framleiðni.

Rekin fyrir að tala um „lokalausn“

Fri, 05/26/2017 - 10:50
Breski stjórnmálaskýrandinn Katie Hopkins hefur verið rekin frá útvarpsstöðinni LBC en talið er að ástæðan sé færsla sem hún ritaði á Twitter-síðu sína nokkrum klukkustundum eftir hryðjuverkið sem framið var í Manchester í Bretlandi á mánudagskvöldið.

„Gerðu það, ekki deyja“

Fri, 05/26/2017 - 10:28
Tekist hefur að ná upplýsingum úr farsímum nokkurra einstaklinga sem létust þegar Sewol-ferjan sökk undan ströndum Suður-Kóreu árið 2014. Um 304 farþegar voru um borð í ferjunni þegar hún sökk, flestir skólabörn á ferðalagi.

Íbúar í Costco-hverfi komast ekki heim

Fri, 05/26/2017 - 10:18
Mikið umferðaröngþveiti hefur skapast í kringum Kauptún í Garðabæ síðustu daga eftir að Costco opnaði þar verslun sína á þriðjudag. Þegar verst hefur látið hefur bílalestin náð alla leið að Vífilsstöðum og íbúar í Urriðaholtshverfi hafa átt erfitt með að komast heim til sín.

Pages

Morgunblaðið