Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 2 min ago

Gylfi fær ósanngjarna meðferð

Mon, 03/27/2017 - 11:25
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, segir að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fái ekki það hrós sem hann eigi skilið eftir frábæra frammistöðu sína á tímabilinu.

Á góðri leið með að fá heimili

Mon, 03/27/2017 - 11:17
Dýrahjálp Íslands hefur borist fjölmargar fyrirspurnir um Tjúasveitina svokölluðu sem sagt var frá í Morgunblaðinu í dag. „Mikki og Max eru komnir mjög langt með það að fá heimili,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp og umsjónarmaður hundanna í samtali við mbl.is.

Sjö söguskilti um stríðsminjar

Mon, 03/27/2017 - 10:47
Sjö söguskilti voru afhjúpuð fyrr í dag við merkar herminjar í Öskjuhlíð og Nauthólsvík en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, afhjúpuðu skiltin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia.

Nærist um slöngu vegna stríðs

Mon, 03/27/2017 - 10:28
Eins árs gömul stúlka, Khawla Mohammed að nafni, liggur í rúmi á sjúkrahúsi í Sanaa, höfuðborg Jemen. Slanga hefur verið tengd inn í nef hennar. Hún þjáist af vannæringu en glímir einnig við sýkingu í brjóstholi svo hún á erfitt með að draga andann.

Fann nýbura grafinn lifandi

Mon, 03/27/2017 - 10:15
Þorpsbúar í austurhluta Indlands björguðu nýfæddu stúlkubarni á laugardaginn sem hafði verið grafið lifandi. Stúlkan, sem talið er að hafi aðeins verið um sex klukkustunda gamalt þegar það fannst, hafði verið skilin eftir til þess að mæta dauða sínum í grunnri holu.

Vara menn við að hrapa að ályktunum

Mon, 03/27/2017 - 09:36
Stjórnendur United Silicon hvetja menn til að gefa sér tíma til að leita skýringa á uppruna þeirrar mengunar sem mælst hefur á Suðurnesjum áður en hrapað er að ályktunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa kallað eftir því að verksmiðju United Silicon verði lokað þar til fyrirtækið hefur gert úrbætur.

Læknanemar látnir endurtaka próf

Mon, 03/27/2017 - 09:07
270 læknanemar við University of Glasgow verða að endurtaka próf eftir að upp komst um samráð milli nemenda. Um er að ræða hagnýtt próf þar sem nemendur glíma við raunsönn úrlausnarefni.

Mun hætta botnfiskvinnslu á Akranesi

Mon, 03/27/2017 - 08:16
HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og stefnir að því að sameina botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi vinnslunni í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 93 manns starfa við vinnsluna á Akranesi.

„Kippi mér ekkert upp við þetta“

Mon, 03/27/2017 - 07:52
„Ég fékk nokkur högg í leiknum bæði á mjöðmina og fótinn og það var ákveðið að ég fengi frí frá leiknum við Írana,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við mbl.is en Gylfi, Arnór Ingvi Traustason og Emil Hallfreðsson drógu sig allir allir út úr landsliðshópnum eftir leikinn við Kósóvó á föstudagskvöldið vegna meiðsla og verða því ekki með í leiknum gegn Írum í Dublin annað kvöld.

Útgefandi vill Gæsahúð úr hillum

Mon, 03/27/2017 - 07:37
Allar bækur í bókaflokknum Gæsahúð hafa verið teknar úr hillum bókabúðanna Eymundsson, að ósk útgefanda. Bókaútgáfan Tindur sendi vörustjóra Eymundsson tölvupóst í morgun þar sem óskað var eftir að þær væru innkallaðar.

Stjórnendur Dominos baka pítsurnar

Mon, 03/27/2017 - 07:04
Allt starfsfólk Domino's í Flatahrauni fær frí í vinnunni í kvöld og ætla stjórnendur fyrirtækisins að leysa af. Þeir munu bæði baka pítsurnar og senda þær. Stjórnendurnir eru hvorki vanir bakarar né sendlar og hafa því fengið nauðsynlega þjálfun undanfarið.

Fundu risavaxið risaeðlufótspor

Mon, 03/27/2017 - 06:45
Stærsta fótspor risaeðlu sem hingað til hefur uppgötvast í norðvesturhluta Ástralíu nýverið. Sporið er um 1,75 metrar að lengd.

Navalny dæmdur til fangavistar vegna mótmæla

Mon, 03/27/2017 - 06:05
Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar hefur verið úrskurðaður í 15 daga fangelsi fyrir að hlýða ekki skipunum lögreglu í fjölmennum mótmælum sem haldin voru í Moskvu í gær.

„Enn segir seðlabankastjóri ósatt“

Mon, 03/27/2017 - 05:56
„Hvað sem líður orðum seðlabanka­stjóra að það sé ekki hans að taka ákvörðun um hvort mál fari „alla leið“ eða ekki þá er það hans ákvörðun hvort farið sé í hús­leit, hald­inn blaðamanna­fund­ur, mál séu kærð til lög­reglu eða með hvaða hætti þeim er lokið af hálfu bank­ans.“

Barn deyr á tíu mínútna fresti

Mon, 03/27/2017 - 05:50
Þúsundir barna eru í bráðri lífshættu í Jemen. Grafreitir eru yfirfullir af litlum, ómerktum gröfum. Á tíu mínútna fresti deyr að minnsta kosti eitt barn í landinu af völdum vannæringar og sjúkdóma. Allt eru þetta dauðsföll sem hægt væri að koma í veg fyrir.

„Sagan endurtekur sig“

Mon, 03/27/2017 - 05:37
Lars Lagerbäck hélt uppteknum hætti í gær þegar hann stýrði norska landsliðinu í sínum fyrsta leik.

Brjóstagjöf hefur lítil áhrif til lengri tíma

Mon, 03/27/2017 - 05:21
Sýnt hefur verið fram á að brjóstagjöf hjálpar ungbörnum við að berjast gegn sýkingum og fyrirburum að vaxa og dafna en minna hefur verið vitað um langtímaáhrif. Ný rannsókn virðist hins vegar benda til þess að brjóstagjöf hafi lítil áhrif á vitsmunaþroska eða hegðun til lengri tíma litið.

Eru 400 krónur gjöf eða gjald?

Mon, 03/27/2017 - 04:08
Heit umræða skapaðist um helgina á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar þegar Jóhanna Kristín Hjartardóttir tilkynnti að innheimtar verða 400 krónur hjá ferðafólki sem kemur að Helgafelli á Snæfellsnesi. Landeigendur segja gjaldið nauðsynlegt til að halda úti þjónustu á svæðinu.

Afnemur reglugerðir Obama í umhverfismálum

Mon, 03/27/2017 - 00:42
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á þriðjudag undirrita forsetatilskipun sem ætlað er að auðvelda bandarískum fyrirtækjum að framleiða orku í Bandaríkjunum, að því er því er Reuters fréttastofan hefur eftir starfsmönnum stjórnar hans.

Tæknin takmarkar jarðstrengi

Mon, 03/27/2017 - 00:37
Aðeins er unnt að hafa 10 kílómetra af Blöndulínu 3 í jarðstreng, 12 km í Hólasandslínu 3 og 15 km í Kröfulínu 3. Kemur þetta fram í skýrslu um nýja rannsókn sem Landsnet hefur látið gera á hámarkslengdum á jarðstrengjaköflum í meginflutningskerfinu.

Pages

Morgunblaðið