Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 14 min ago

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

11 hours 29 min ago
Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi.

Harður árekstur á Reykjanesbraut

11 hours 42 min ago
Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman.

Gíslataka á aðallestarstöðinni í Köln

11 hours 55 min ago
Aðallestarstöðin í þýsku borginni Köln hefur verið rýmd eftir að tilkynning barst um gíslatöku. Að sögn þýsku lögreglunnar tók vopnaður maður konu sem gísl í apóteki á lestarstöðinni.

Fá leitarheimild á ræðismannaskrifstofunni

12 hours 4 min ago
Tyrknesk yfirvöld hafa fengið heimild til að leita á ræðismannaskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í dag vegna hvarfs sádi-ar­ab­íska rann­sókn­ar­blaðamanns­ins Jamal Khashogg­is, sem tyrk­nesk yf­ir­völd telja hafa verið myrt­an. Frá þessu er greint í tyrkneskum fjölmiðlum sem hafa heimildir sínar frá ónefndum embættismönnum.

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12 hours 43 min ago
Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun.

330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða

12 hours 55 min ago
Ráðist verður í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Félagsbústaða sendi frá sér.

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

13 hours 19 min ago
Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum.

Barnið verður sjöunda í erfðaröðinni

15 hours 24 min ago
Barn hertogahjónanna af Sussex sem fæðist inn í konungsfjölskylduna í vor verður sjöunda í erfðaröðinni að krúnunni, á eftir Harry föður sínum. Mikil spenna ríkir fyrir komandi erfingja, en tilkynng um barnalánið barst frá Kensington-höll í morgun.

Ferðamenn í hárígræðsluferðum?

15 hours 40 min ago
Umfjöllun sádi-arabískra fjölmiðla um hvarf sádi-arabíska rannsóknarblaðamannsins Jamal Khashoggis, sem tyrknesk yfirvöld telja hafa verið myrtan, er með töluvert öðru sniði en annars staðar. Samsæri Katara og ferðamenn í hárígræðsluferðum eru meðal þeirra kenninga sem þar þykja líklegar.

Búa lengur á hóteli mömmu

15 hours 46 min ago
Karlar búa mun lengur í foreldrahúsum en konur. Fimmtungur fólks á aldrinum 25-29 ára bjó enn í foreldrahúsum árið 2016. Tæp 25% karla og tæp 16% kvenna á þessum aldri.

Mourinho vill fá fjóra í janúarglugganum

15 hours 55 min ago
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður vilja fá fjóra leikmenn til liðs við sig þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

16 hours 9 min ago
Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna.

Lengsta orð íslenskrar tungu nú á ljósmynd

16 hours 30 min ago
Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.

Vel skipulagður þjófnaður

17 hours 48 min ago
Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipulagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka. Þetta segir heimildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði.

Umhleypingar og vætutíð

Sun, 10/14/2018 - 23:56
Hæglætisveður verður á landinu í dag en í kvöld fer að hvessa að austan og á morgun er spáð roki og rigningu víða á landinu. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Sears óskar eftir greiðslustöðvun

Sun, 10/14/2018 - 23:51
Bandaríska verslunarkeðjan Sears, sem eitt sinn var stórveldi, hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Saga Sears nær aftur til ársins 1886.

Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum

Sun, 10/14/2018 - 23:20
Stríðinu í Sýrlandi, sem hefur staðið yfir í meira en sjö ár, virðist vera að ljúka með sigri forseta landsins, Bashar al-Assad. Stríð sem hefur kostað yfir 350 þúsund landsmenn lífið. Á síðustu fimm árum hafa verið framdar yfir 100 efnavopnaárásir í Sýrlandi og er talið að þær hafi skipti sköpum.

Leita til lækna eftir meðferð úti

Sun, 10/14/2018 - 22:30
„Sjálf hef ég séð vinnu sem aldrei myndi teljast ásættanleg hér heima,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í munn- og tanngervalækningum, og vísar í máli sínu til ferða Íslendinga til tannlækna í Austur-Evrópu.

Þúsund eru án lífeyris

Sun, 10/14/2018 - 22:30
Nú eru 19.162 einstaklingar með 75% örorkumat og eiga því að öðru jöfnu rétt á örorkulífeyri. Hefur þeim fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukning. Hins vegar fá aðeins 18.009 einstaklingar lífeyri og hluti hópsins fær skertan lífeyri vegna annarra tekna.

Opnað inn á heiðina

Sun, 10/14/2018 - 22:30
Brúarmenn frá Vestfirskum verktökum eru að byggja brú yfir Norðlingafljót, skammt ofan Helluvaðs, í Hallmundarhrauni fyrir Vegagerðina. Brúin er mikið mannvirki. Hún opnar fleira ferðafólki leið úr Borgarfirði og inn á Arnarvatnsheiði.

Pages

Morgunblaðið