Kostir stjórnvalda skýrir
„Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær.
Sex skip voru við loðnuleit
Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann.
Heiðursborgarar funda í Iðnó
Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt.
Fimm látnir eftir skotárás
Fimm létust í skotárás í borginni Aurora í Illonois-ríki í Bandaríkjunum síðdegis í dag að staðartíma. Þetta kom fram í yfirlýsingu lögreglustjóra borgarinnar fyrir stundu.
Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu
Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.
Útivistartíminn ættaður frá Norður-Kóreu
Tillaga norska Framfararflokksins í borgarstjórn Óslóar um að settar verði sérstakar reglur um útivistartíma barna vekja litla hrifningu hjá Petter Eide, þingmanni Sósíalíska vinstriflokksins. Segir Eide hugmyndina að baki slíkum tillögum eiga rætur sínar í Norður-Kóreu.
Ólympíuþorpið orðið að draugabæ
Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu á síðasta ári. Nú aðeins ári síðar er Ólympíuþorpið orðið að draugabæ. Ísinn á skautasvellinu er bráðnaður og snjórinn farinn úr skíðabrekkunum.
„Þeir eru óheiðarlegir“
Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld.
FSU sló ríkjandi meistara úr keppni
Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSU tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit.
Fundu 66 lík í átta þorpum
Líkamsleifar 66 manns, þar af 22 barna og 12 kvenna, hafa fundist í átta þorpum í norðvesturhluta Nígeríu síðustu daga. Öryggissveitir hafa handtekið nokkra í tengslum við líkfundinn, samkvæmt upplýsingum frá Nasir El-Rufai, ríkisstjóra í Kaduna.
Nokkrir særðir eftir skotárás
Fjórir lögregluþjónar og nokkrir óbreyttir borgarar eru særðir eftir að karlmaður hóf skothríð í borginni Aurora í Illonois-ríki í Bandaríkjunum um miðjan dag að staðartíma. Borgin er um 65 kílómetra vestan við Chicago.
Fimm fá rúmar 43 milljónir
Fimm heppnir miðaeigendur eru rúmlega 43 milljónum króna betur staddir eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinningnum.
„Það er allt lagt í þetta“
„Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp.
„Boðið er búið og mér var ekki boðið“
Mannleg mistök urðu til þess að boð á fund borgarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur í Höfða í dag barst ekki Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins og þingmanni Reykjavíkur.
Hrósar Kínverjum fyrir dauðarefsingar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði Kínverjum í dag fyrir að beita dauðarefsingum gegn eiturlyfjasölum og hélt því fram að Bandaríkin myndu standa sig betur í baráttunni við ólögleg viðskipti eiturlyfja ef brotamenn yrðu dæmdir til dauða.
Þurfi að vernda íslenska náttúru
Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna en alls eru 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86% af miðhálendinu-
Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka stóðu fyrir mótmælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengslum við komu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hingað til lands.
Sammæltumst um að vera ósammála
„Ég lagði áherslu á tvö mál á fundinum.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um fund hennar með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík.
Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, var í dag dæmdur til að greiða tveimur karlmönnum 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur vegna fréttar sem birtist á vef Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða.
„Frikki Meló“ kveður Melabúðina
Kaupmaðurinn Friðrik Ármann Guðmundsson, eða Frikki í Melabúðinni, sem hefur undanfarin ár séð um rekstur Melabúðarinnar ásamt bróður sínum, Pétri Alan Guðmundssyni, er að hætta í búðinni.