Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 34 min ago

Gefa hvorki upp magn né kaupendur

Wed, 08/30/2017 - 00:53
Stjórnendur United Silicon í Helguvík vilja ekki gefa upp hversu mikinn kísil búið er að framleiða í verksmiðju þeirra frá því að hún var gangsett í nóvember á síðasta ári. Fyrirtækið gefur heldur ekki upp hverjir kaupendur kísilsins eru að öðru leyti en því að þeir séu í Evrópu.

Hafnaði Chelsea og vill til Liverpool

Wed, 08/30/2017 - 00:52
Enski miðjumaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain vill ekki ganga í raðir Chelsea frá Arsenal en félögin höfðu náð samkomulagi um kaupverð. Að sögn heimildamanna Sky Sports vill kappinn ekki fara til Chelsea heldur Liverpool.

Yfir 20 stig á föstudag

Wed, 08/30/2017 - 00:17
Veðurspáin gerir ráð fyrir að hitinn fari yfir 20 stig í sólinni á Norður- og Austurlandi á föstudag en ekki verður svo hlýtt á Suður- og Vesturlandi vegna skýja.

Hóta frekari eldflaugaskotum

Wed, 08/30/2017 - 00:00
Kína mun taka þátt í aðgerðum annarra ríkja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu yfir Japan. Öryggisráðið fordæmdi einróma eldflaugaskotið í gærkvöldi en N-Kórea hótar fleiri skotum.

Ráðist á unga konu

Tue, 08/29/2017 - 23:23
Ung kona tilkynnti um líkamsárás í Hafnarfirði á fimmta tímanum í nótt en að hennar sögn hafði sá sem réðst á hana síma hennar og lykla á brott með sér.

Heldur verðbólgunni niðri

Tue, 08/29/2017 - 22:30
Kaupmáttur landsmanna í mat og drykk er í sögulegu hámarki og hefur aukist um tæp 8% frá áramótum. Til samanburðar jókst kaupmáttur launa um 4,4% til loka júlí.

Veltan jókst um 44% í Árborg

Tue, 08/29/2017 - 22:30
Velta á fasteignamarkaði á Árborgarsvæðinu var um 12,7 milljarðar á fyrstu 34 vikum ársins, sem var rúmlega 44% aukning milli ára.

Sparnaðarráðin áberandi

Tue, 08/29/2017 - 22:30
„Þolinmæði er lykillinn þegar kemur að því að fá far með ókunnugum, en að vera vinalegur og snyrtilegur getur vissulega stytt biðina,“ sagði vinsæll ferðabloggari í umfjöllun sinni um Ísland.

Línan ekki lögð í göngin

Tue, 08/29/2017 - 22:30
Er mögulegt að leggja rafstreng um Vaðlaheiðargöng? Þetta er einn af þeim möguleikum sem velt er upp í tillögu að matsáætlun fyrir Hólasandslínu 3 sem er 220 kV raflína sem Landsnet hyggst leggja milli Akureyrar og Hólasands norðan við Mývatn.

Aktiva lokar lánatorgi

Tue, 08/29/2017 - 22:30
Aktiva ehf., sem bauð upp á svokölluð jafningjalán, hefur tilkynnt að hætta þurfi frekari fjárfestingum á lánatorgi fyrirtækisins vegna íþyngjandi krafna frá Fjármálaeftirlitinu um sérstaka leyfisveitingu um greiðsluþjónustu.

Beinhákarl rak upp í flæðarmál

Tue, 08/29/2017 - 22:30
Beinhákarl rak á fjöru í Ólafsfirði í gærmorgun sem vakti athygli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sögufrægt hús Samfylkingar á sölu

Tue, 08/29/2017 - 22:30
„Eins og staðan er í dag fer stór hluti af fé flokksins í að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði og viðhaldi en nú er komið að miklu viðhaldi. Við fengum því leyfi frá félagsfundi til að kanna hvar við stöndum og hvað okkur stendur til boða.“

Stofna bílastæðasjóð í Kópavogi

Tue, 08/29/2017 - 22:30
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar samþykkti í síðustu viku tillögur að stofnun bílastæðasjóðs Kópavogs.

Hótuðu börnum með öxi

Tue, 08/29/2017 - 15:50
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í kvöld kölluð út að Breiðholtsskóla þar sem par í annarlegu ástandi hafði ógnað ungum drengjum með eggvopni. Samkvæmt heimildum mbl.is var um öxi að ræða.

Meta næstu skref á fundinum

Tue, 08/29/2017 - 15:39
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur nú saman til aukafundar í New York í kjölfar þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu eldflaug yfir Japan í gær. Fulltrúar nokkurra ríkja sögðu fyrir upphaf fundsins að til stæði að meta næstu skref á fundinum.

Hvítur rasisti kynnist svartri konu

Tue, 08/29/2017 - 15:10
Hún var ofbeldisfullur hvítur rasisti en þegar hún kynntist svartri konu í fangelsi breyttist líf hennar til framtíðar.

Úrkomumet fallið í Bandaríkjunum

Tue, 08/29/2017 - 15:06
Bandaríska veðurstofan segir að nýtt úrkomumet hafi fallið í dag á meginlandi Bandaríkjanna í kjölfar fellibylsins Harvey, sem skall á Texas fyrir fjórum sólarhringum.

Ættartré Kims Jong-un

Tue, 08/29/2017 - 14:42
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og eiginkona hans, Ri Sol-ju, eignuðust sitt þriðja barn í febrúar síðastliðnum. Í tilefni þess hefur AFP-fréttastofan birt ættartré Kims Jong-un.

„Held að við viljum ekki þessa þróun“

Tue, 08/29/2017 - 14:00
„Ég held að við viljum ekki þessa þróun - þess vegna þarf að spyrna við fótum,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sína í dag, þar sem hann tekur undir með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni og þingmanni flokksins, um áhyggjur af kaupum er­lendra rík­is­borg­ara á ís­lensk­um jörðum.

„Ég vil bara komast strax heim“

Tue, 08/29/2017 - 13:35
Flugi Wow air frá Miami til Keflavíkur, sem lenda átti í nótt, hefur verið aflýst. Farþegum voru gefnir þrír valkostir en enginn þeirra þýddi ferð til Íslands í kvöld. Eins og áður kom fram rakst hleðsluvagn utan í vélina á flugvellinum í Miami.

Pages

Morgunblaðið