Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 9 min ago

Hvað segja heimamenn um mótherja Íslands?

Fri, 12/01/2017 - 14:00
Enska dagblaðið The Guardian fékk fjölmiðil eða íþróttafréttamann frá hverri þjóð sem á fulltrúa á HM til að skrifa um landslið sitt fyrir riðladráttinn á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu 2018.

Meirihlutinn sprunginn í Vopnafirði

Fri, 12/01/2017 - 12:56
Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar er sprunginn. Ekki hefur verið myndaður nýr meirihluti. Stefán Grímur Rafnsson, oddviti (Ð), staðfestir þetta. Í meirihluta sveitarstjórnar áttu sæti tveir einstaklingar af lista Betra Sigtúns (Ð) og tveir af K-lista, Lista félagshyggju (K).

Þrír koma til greina í starfið

Fri, 12/01/2017 - 12:54
Hæfnisnefndin sem lagði mat á þá 23 sem sóttust eftir því að taka við embætti ferðamálastjóra hefur skilað skýrslu til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálamálaráðherra.

Þörf á hertum aðgerðum gegn plastógninni

Fri, 12/01/2017 - 12:43
Algjört bann við plastmengun kann að verða samþykkt á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. BBC segir ríki heims nú vera beðin að hugleiða að festa í lög bann við því að plastúrgangur fari í hafið.

Ísland lætur okkur hafa fyrir hlutunum

Fri, 12/01/2017 - 12:27
Ísland mætir Argentínu, með töframanninn Lionel Messi í broddi fylkingar, í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi. „Liðin sem eru með okkur í riðli munu veita okkur harða keppni,“ sagði landsliðsþjálfari Argentínumanna þegar hann var inntur eftir viðbrögðum um dráttinn.

Blásýra varð Praljak að aldurtila

Fri, 12/01/2017 - 12:26
Bosníu-Króatinn Slobodan Praljak tók inn blásýru í dómsal stríðsglæpadómstólsins í Haag eftir að kveðinn var upp yfir honum dómur á miðvikudaginn. Praljak lést af völdum hjartabilunar, að sögn hollenskra saksóknara. Dóm­stóll­inn staðfesti 20 ára ­dóm sem Praljak var dæmd­ur í fyr­ir fjór­um árum

Ekki hægt að kaupa barn í Bónus

Fri, 12/01/2017 - 11:40
Að búa til barn, ganga með það, fæða það og vera nýbakaðir foreldrar er fagurt og yndislegt. En það getur líka verið erfitt og oft koma upp vandræðaleg vandamál sem fólk þorir ekki að tala um. Í nýrri bók, Kviknar, segir fólk reynslusögur af öllum þessum þáttum og áhrifamiklar ljósmyndir bæta heilmiklu við.

Sala hafin á beinu flugi á HM í Rússlandi

Fri, 12/01/2017 - 11:32
Sala á beinu flugi til þeirra þriggja borga í Rússlandi þar sem leikir Íslands á loka­keppni heims­meist­ara­móts karla í knatt­spyrnu fer fram í sumar er hafin hjá Icelandair. Eitt flug verður til hverrar borgar, Moskvu, Volgograd og Rostov.

„Ó nei, ekki þið aftur“

Fri, 12/01/2017 - 10:23
„Þetta hefði getað verið betra og þetta hefði líka geta orðið enn verra,“ sagði Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króata þegar ljóst var að Króatar leika í D-riðli á HM ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu.

Myrkrið lýst upp á Hallgrímskirkju

Fri, 12/01/2017 - 09:56
Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir tilkomumikilli ljósainnsetningu undir slagorðinu Lýstu upp myrkrið á Hallgrímskirkju til að safna undirskriftum til stuðnings þolendum mannréttindabrota í dag.

Bíll ferðamanna fór næstum í sjóinn

Fri, 12/01/2017 - 09:54
Tveir erlendir ferðamenn voru nálægt því að missa bílinn sinn út í sjó við fjöruna við Eyrarbakka um tvöleytið í dag.

Stærsta kraftaverkið í sögu fótboltans

Fri, 12/01/2017 - 09:49
Clarín, stærsta dagblaðið í Argentínu, skrifaði skemmtilega grein um íslenska landsliðið í fótbolta eftir að ljóst varð að Ísland og Argentína verða saman í riðli á HM í Rússlandi. Að mati blaðsins er það stærsta kraftaverið í sögu fótboltans að Íslandi hafi komist á HM.

Segir riðil Íslands þann erfiðasta

Fri, 12/01/2017 - 09:45
John Bennett, íþróttafréttamaður hjá BBC, lýsti þeirri skoðun sinni á Twitter að riðill Íslands væri sá erfiðasti í lokakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi.

Þiggja formennsku í nefndunum þremur

Fri, 12/01/2017 - 09:36
Að öllu óbreyttu munu stjórnarandstöðuflokkarnir fallast á þá tillögu ríkisstjórnarflokkanna um að stjórnarandstaðan fari með forystu í þremur þingnefndum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða flokkur mun gegna formennsku í hvaða nefnd.

Ísland með bestu stuðningsmenn Evrópu

Fri, 12/01/2017 - 09:25
Gernot Rohr, landsliðsþjálfari Nígeríu er spenntur að mæta Íslandi á HM í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar. Hann segir Íslenska liðið mjög gott og segir stuðningsmenn þess þá bestu í Evrópu.

Verslunin Kostur lokar

Fri, 12/01/2017 - 09:06
Ákveðið hefur verið að loka versluninni Kosti við Dalveg í Kópavogi. Næstu daga verður þar haldin rýmingarsala þar sem vörur verða boðnar á allt að helmingsafslætti.

Sagði rétt til um riðil Íslands

Fri, 12/01/2017 - 08:48
Eflaust hafa margir reynt að spá fyrir um hvaða liðum Ísland yrði með í riðli á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu næsta sumar og að minnsta kosti einn hafði hárrétt fyrir sér.

Sá barnið engjast um í plastpoka

Fri, 12/01/2017 - 06:50
Nýfætt barn sem hafði verið úrskurðað látið reyndist vera á lífi þegar átti að jarða það. Foreldrar þess sáu það anda og engjast um í plastpoka sem það hafði verið fært í. Læknar á einkarekinni læknastofu á Indlandi höfðu úrskurðað barnið, sem var tvíburi, látið.

76 sóttu um 3 stöður framkvæmdastjóra

Fri, 12/01/2017 - 06:47
Samtals sóttu 76 einstaklingar um þrjú störf sem nýlega voru auglýst hjá RÚV, en um var að ræða framkvæmdastjórastöður hjá fyrirtækinu. 22 umsækjendur kusu að draga umsókn sína til baka eftir að þeim var gerð grein fyrir því að óskað hefði verið eftir því að nöfn þeirra yrðu birt.

HM drátturinn í beinni

Fri, 12/01/2017 - 06:32
Klukkan 15 hefst drátturinn á HM 2018 í knattspyrnu þar sem Íslendingar verða með í fyrsta skipti í sögunni. Fylgst er með drættinum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Pages

Morgunblaðið