Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 1 min ago

Breytingu fyrir Laugaveg 55 hafnað

Thu, 12/08/2016 - 23:57
Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugaveg 55.

Rosberg svarar Lauda

Thu, 12/08/2016 - 22:50
Nico Rosberg svarar fullum hálsi gagnrýni Niki Lauda, stjórnarformann Mercedesliðsins, á þá óvæntri ákvörðun hans að hætta keppni í formúlu-1.

Fjórir fórust í eldsvoða

Thu, 12/08/2016 - 22:48
Þrjú börn og kona fórust í eldsvoða í íbúð í Nordsjö-hverfinu í Helsinki í nótt. Börnin sem létust voru á aldrinum tveggja til sjö ára.

Gæti stefnt í annað hrun

Thu, 12/08/2016 - 21:30
Vaxandi áhyggjur eru innan ferðaþjónustunnar af styrkingu krónunnar og áhrifum þeirrar þróunar á greinina. Á einu ári hefur krónan styrkst um 17% og einstakir gjaldmiðlar, eins og sterlingspundið, lækkað um hátt í 30%.

Hjóla á spinning-hjólum í sólarhring

Thu, 12/08/2016 - 16:00
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf í kvöld viðburð til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í samstarfi við líkamsræktarstöðina World Class. Viðburðurinn snýst um að hjóla á spinning-hjólum í 24 klukkustundir og safna þannig áheitum til styrktar nefndinni.

Hrinti fyrrverandi sambýliskonu á vegg

Thu, 12/08/2016 - 15:22
Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa hrint fyrrum sambýliskonu sinni á vegg með þeim afleiðingum að hún hlaut meiðsl af.

DiCaprio fundaði með Trump

Thu, 12/08/2016 - 14:45
Kvikmyndaleikarinn Leonardo DiCaprio fundaði með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, nýverið þar sem loftlagsmál voru til umræðu. DiCaprio kynnti fyrir Trump áætlun um að styrkja efnahagslíf landsins með því að leggja áherslu á endurnýjanlega orku og skapa með því fjölda starfa.

Hættir ekki að eiga við andlitið

Thu, 12/08/2016 - 14:35
Breska raunveruleikastjarnan Katie Price afsakar hálfpartinn útlitið á sér á nýrri Instagram-mynd sem hún birti á dögunum en stjarnan var nýkomin úr andlitstattoo-i.

Varað við stormi á morgun

Thu, 12/08/2016 - 14:10
Veðurstofan varar við stormi á landinu á morgun og kviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Annars vegar meira en 20 metrum á sekúndu og hins vegar meira en 40 m/s. Búast megi ennfremur við talsverðri rigningu eða slyddu á Ströndum fram á nótt.

Allt hægt ef maður hefur trú á sjálfum sér

Thu, 12/08/2016 - 14:08
Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason hefur sent frá sér verkefnið „Ísland Born“. Það kemur út í þremur hlutum; myndum og viðtölum, besta sem hann hefur gert á brettinu og heimildarmynd.

Ugla Hauks besti kvenleikstjórinn

Thu, 12/08/2016 - 13:11
Ung íslensk kvikmyndagerðarkona Ugla Hauks hlaut nú í vikunni verðlaun bandarísku leikstjórasamtakanna, The Directors Guild of America, sem besti kvenleikstjórinn í hópi leikstjórnarnema.

„Þetta er bara rangt“

Thu, 12/08/2016 - 13:08
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, ræddi við ísraelska fjölmiðla eftir 2:1 sigur Maccabi Tel-Aviv á Dundalk í Evrópudeildinni í kvöld. Fjölmiðlar spurðu hann út í Shota Arveladze, þjálfara liðsins, sem hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu.

Geta skotið en ekki hitt skotmark

Thu, 12/08/2016 - 13:07
Stjórnvöld í Norður-Kóreu búa yfir tækni til þess að senda kjarnorkuflaug á loft en ekki til þess að senda hana út í gufuhvolfið og síðan inn fyrir það og á skotmark á jörðu niðri. Þetta hefur AFP eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni í bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

Geimfarinn John Glenn látinn

Thu, 12/08/2016 - 12:54
Fyrrverandi geimfarinn John Glenn er látinn, 95 ára gamall. Glenn var fyrsti Banda­ríkjamaður­inn til að fara um­hverf­is jörðina í geim­fari.

Fordæmalaust stjörnuhrap

Thu, 12/08/2016 - 12:32
Tíu síðustu dagar nóvembermánaðar og sá fyrsti í desember fara í pólitíska annála í Frakklandi. Þá var fótunum kippt undan þremur af helstu stjórnmálamönnum landsins, Nicolas Sarkozy, Alain Juppé og François Hollande.

Ragga Gísla: „Þetta er keppni“

Thu, 12/08/2016 - 12:24
„Þið eruð saman í þessu en þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þetta er keppni,“ sagði Ragga Gísla við Valgerði og Þórdísi, sem mætast í söng-einvígi í næsta þætti The Voice. Stelpurnar eru báðar keppnismanneskjur og héldu ekkert aftur að sér, eins og sjá má í myndskeiði sem fylgir fréttinni.

Víkingaklappið meðal stærstu stundanna

Thu, 12/08/2016 - 12:10
Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, kemur fyrir í myndskeiði sem Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, birtir á síðu sinni í dag. Þar fer hann yfir hápunkta ársins á Facebook.

Hlýindi draga úr ánægju ferðamanna

Thu, 12/08/2016 - 11:43
Þoka, dumbungur og hlýindi hafa á undanförnum vikum dregið úr ánægju erlendra ferðamanna með heimsóknir sínar til landsins. Þetta segir einn eigenda ferðaskrifstofunnar Extreme Iceland. Lítið hefur sést til norðurljósa í nágrenni Reykjavíkur og snjóleysi á hálendinu hefur haft áhrif á upplifunina.

1500 flugu út dag hvern í nóvember

Thu, 12/08/2016 - 01:07
Aldrei áður hafa jafn margir hér á landi nýtt nóvembermánuð til að ferðast til annarra landa og er fjöldi íslenskra farþega það sem af er 2016 nú kominn upp í hálfa milljón. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túristi.is.

Þjálfari kærður fyrir kynferðisofbeldi

Thu, 12/08/2016 - 00:48
Fyrrverandi knattspyrnuþjálfari hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni og var handtekinn á þriðjudaginn.

Pages

Morgunblaðið