Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 49 min 49 sec ago

Óttar ræður tvo aðstoðarmenn

Fri, 01/13/2017 - 08:38
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson.

PETA kaupir hlut í Louis Vuitton

Fri, 01/13/2017 - 08:31
Dýraverndarsamtökin PETA hafa keypt hlut í tískufyrirtækinu Louis Vuitton Moet Hennesy (LVMH), sem m.a. á tískumerkin Louis Vuitton, Fendi og Marc Jacobs, í því skyni að þrýsta á fyrirtækið að hætta að selja töskur og aðrar vörur úr skinnum framandi dýrategunda.

Aflandskrónueignir námu 191 milljarði

Fri, 01/13/2017 - 08:30
Í árslok 2016 námu aflandskrónueignir samtals 191 milljarði króna. og höfðu minnkað um ríflega 128 milljarða króna frá 31. mars 2016. Í árslok var mest af aflandskrónunum í ríkisbréfum, ríkisvíxlum og öðrum bréfum með ríkisábyrgð.

Sakaður um að aðstoða fíkniefnasala

Fri, 01/13/2017 - 08:29
„Það er verið að taka þetta frekar langt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður í lögreglunni í Ósló, Eirik Jen­sen, en hann er sakaður um spillingu í starfi og aðild að fíkni­efna­smygli. Réttarhöld yfir honum standa yfir en þar var hann spurður um tengsl sín við fíkniefnasalann Gjer­mund Capp­elen.

Enginn texti „hvíttaður“ í skýrslunni

Fri, 01/13/2017 - 08:02
Enginn texti var „hvíttaður“ í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og dagsetning féll út af forsíðu skýrslunnar af tæknilegum sökum. Þetta kemur fram tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í dag.

Samfélagsmiðlar orðnir „eitur“

Fri, 01/13/2017 - 07:32
„Við erum alltaf að skoða glansmynd af öðru fólki á samfélagsmiðlum. Við verjum meiri tíma í að skoða líf annarra en að vera í okkar eigin lífi. Þetta er orðið eitur fyrir okkur,” segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, um samfélagsmiðlanotkun unglinga.

Má ekki rukka fyrir svör um gildandi skipulag

Fri, 01/13/2017 - 06:19
Reykjavíkurborg var ekki heimilt að rukka fyrir svör við fyrirspurn um túlkun á gildandi deiliskipulagi. Þetta segir í áliti umboðsmanns Alþingis við kvörtun einstaklings sem leitaði til hans eftir að hafa verið rukkaður um 10.500 kr. fyrir svör sem lutu að túlkun á gildandi deiliskipulagi borgarinnar.

Trump sagður hætta á kjarnorkustyrjöld

Fri, 01/13/2017 - 06:12
Bandarísk stjórnvöld hætta á „meiriháttar styrjöld“ við Kína, ef þau reyna að hindra aðgang Kínverja að eyjum í Suður-Kínahafi. Ef marka má yfirlýsingar Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, ættu báðir aðilar að búa sig undir hernaðarátök.

Fleiri hestar fluttir úr landi

Fri, 01/13/2017 - 06:10
Fleiri hross voru flutt úr landi á síðasta ári en í fyrra. Frá árinu 2014 hefur aukningin verið um 7% milli ára. Á síðast ári voru 1.474 hross flutt út til 21 lands og í fyrra voru flutt út 1.360 hross.

Flóðaviðvaranir og rafmagnsleysi

Fri, 01/13/2017 - 05:55
Miklar vetrarhörkur eru nú í Evrópu, en mikið óveður sem farið hefur yfir álfuna undanfarin sólarhring hefur valdið rafmagnsleysi hjá á fjórðahundrað þúsund manns í Frakklandi, tré hafa fallið, flóðaviðvaranir hafa víða verið gefnar út og tafir hafa orðið á samgöngum.

Ítalska þjóðin slegin óhug

Fri, 01/13/2017 - 05:46
Tveir ítalskir piltar, 16 og 17 ára, hafa játað að hafa myrt foreldra annars þeirra á hrottalegan hátt í vikunni. Í ljós hefur komið að þeir voru kannabis- og tölvuleikjafíklar, að því er fram kemur í fréttum ítalskra fjölmiðla í dag. Morðin hafa vakið mikinn óhug meðal ítölsku þjóðarinnar.

Hefur skráð hverja æfingu í 27 ár

Fri, 01/13/2017 - 05:16
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur skráð niður hverja einustu æfingu á 27 ára ferli sínum í þjálfun. Þessu skýrði hann frá í viðtali við vef Danmarks Radio.

Ósakhæfir og farnir úr landi

Fri, 01/13/2017 - 05:05
Piltarnir sem voru að áreita stúlku í strætisvagni í Reykjanesbæ í gær hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Þeir höfðu samvinnu við að króa stúlkuna af en aðeins annar þeirra áreitti hana. Báðir teljast þeir á barnsaldri og voru hér á landi sem hælisleitendur. Þeir fóru af landi brott í nótt.

Nafn stúlkunnar sem lést

Fri, 01/13/2017 - 03:41
Bænastund verður í Grindavíkurkirkju í kvöld klukkan 20 vegna andláts Ölmu Þallar Ólafsdóttur, 18 ára, sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gærmorgun.

Enginn rólegur dagur framundan

Fri, 01/13/2017 - 03:31
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að farið hafi verið yfir skipulag og taktísk atriði á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar. „Hafi einhver ráðherra verið að velkjast í vafa um hvort það væri rólegur dagur framundan, þá eftir þennan fund held ég að öllum megi vera ljóst að það er ekki."

Skilgreiningin á stöðugleika of þröng

Fri, 01/13/2017 - 03:26
Það er óskandi að ný ríkisstjórn fari í uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu á réttum forsendum og bæti og byggi upp það kerfi sem þegar er til staðar í stað þess að færa reksturinn í hendur einkaaðila. Þetta mat BSRB, sem segir nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg erfið verkefni og rétt að óska hennar velfarnaðar í störfum sínum.

Starfsemi liggur enn niðri

Fri, 01/13/2017 - 03:15
Tímabundin stöðvun á starfsemi Hringrásar á Reyðarfirði er enn í gildi. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, framkvæmdastjóra Hringrásar, er unnið að úrbótum. Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina 21. desember síðastliðinn, þar sem enginn starfsmaður sinnti móttöku spilliefna.

Áminning Gunnars Inga ekki í samræmi við lög

Fri, 01/13/2017 - 02:37
Áminning sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, veitti Gunnari Inga Gunnarssyni, yfirlækni á heilsugæslunni í Árbæ, í tengslum við verkfall móttökuritara árið 2015 var ekki í samræmi við lög. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis, sem mælist til þess að HH taki mál hans upp að nýju.

Dagur fær gull en Gummi verður fjórði

Fri, 01/13/2017 - 02:21
Dagur Sigurðsson mun hampa gullverðlaunum á heimsmeistaramóti karla í handknattleik en Guðmundur Þ. Guðmundsson verður að sætta sig við fjórða sætið. Þannig hljóðar spádómur handboltatímaritsins Handball Planet um hver lokaniðurstaðan verði á HM í Frakklandi.

Sex systkini fórust í eldsvoða

Fri, 01/13/2017 - 02:20
Sex systkini fórust í eldsvoða í Baltimore í fyrrinótt en móður þeirra og þremur systkinum þeirra var bjargað út úr brennandi húsinu. Fjölskyldufaðirinn var í vinnu þegar eldurinn braust út.

Pages

Morgunblaðið