Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 43 min ago

Forgangsraða þurfi í málaflokkinn

Thu, 02/16/2017 - 11:18
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að James Matt­is, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, hafi verið mjög skýr þegar hann ræddi við kollega sína í NATO um að rík­is­stjórn Don­alds Trumps myndi „stilla skuld­bind­ing­um sín­um í hóf“ gagn­vart banda­lag­inu, nema hin rík­in leggi meira fjár­magn af mörk­um.

Skiptar skoðanir stjórnarandstöðu

Thu, 02/16/2017 - 11:10
Nokkuð skiptar skoðanir virðast vera meðal stjórnarandstöðuflokkanna um hvort og þá hvernig yfirvöld ættu að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi í kjaradeilu sjómanna við útgerðina. Allir eru þó sammála um mikilvægi þess að sjái fyrir endann á deilunni sem allra fyrst.

„Ekki einfalt að fá fagfólk“

Thu, 02/16/2017 - 11:03
„Við höfum náð góðum árangri og bætt ýmsa þætti í starfseminni og unnið eftir leiðbeiningum frá sérfræðiteyminu. En í hreinskilni sagt þurfum við enn að beita ólögmætri nauðung á sambýlinu,” segir Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.

Gripir sem sjást ekki annars staðar

Thu, 02/16/2017 - 10:41
„Það eru örfáir Íslendingar að kaupa þessa risastóru hringa sem við erum með,“ segir Kjartan Örn Kjartansson, eigandi gullsmíðaverkstæðisins Orr, sem hefur verið valin ferðamannaverslun ársins. Markmiðið hafi aldrei verið að stíla inn á sérstakan markhóp, frekar að búa til skartgripi sem sjáist ekki annars staðar. Hann segir Rússa og Bandaríkjamenn oft kaupa óvenjulegar vörur.

Varð ástfangin af Íslandi og settist að

Thu, 02/16/2017 - 10:30
Henni finnst gaman að takast á við ögrandi verkefni og gera eitthvað sem hún hefur ekki áður gert. Hún vílar ekki fyrir sér að skipuleggja alþjóðlegan dag á Klaustri, þar sem hún býr, og hún tekur líka ljósmyndir og málar með olíu. Og svo heldur hún sýningar á verkum sínum bæði hér heima og í Póllandi, þaðan sem hún kemur. Maja kann vel við sig á Klaustri, þar sem samkennd er meðal íbúa.

„Seld langt undir eðlilegu verði“

Thu, 02/16/2017 - 09:40
„Þetta staðfestir þá gagnrýni sem var haldið fram að þessi eining, sem greinilega var mjög arðbær, var seld langt undir eðlilegu verði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Deilan komin út fyrir lagarammann?

Thu, 02/16/2017 - 06:08
„Þingmenn eiga ekki að skipta sér af kjaradeilu nema það stefni í algera neyð,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is spurður út í stöðuna í kjaradeilu sjómanna sem verið hafa í verkfalli frá því í desember.

Lög á verkfall líkleg í næstu viku

Thu, 02/16/2017 - 06:08
Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, telur að allar líkur séu á því að lög verði sett á sjómannaverkfallið í næstu viku ef ekki verður samið um helgina eða annað útspil komi til.

Atvinnuleysi og fátækt plaga Kosovo

Thu, 02/16/2017 - 05:58
Á morgun verður Kosovo, yngsta ríki Evrópu, níu ára. Hinn 24 ára Nazim Ahmeti er hins vegar ekki í skapi til að fagna. „Dag eftir dag verð ég að berjast fyrir því að sjá börnum mínum og eigikonu fyrir brauði,“ segir Ahmeti, sem er meðal þeirra 60% ungs fólks sem er atvinnulaust í Balkanríkinu.

Frestun verkfalls kemur ekki til greina

Thu, 02/16/2017 - 05:17
Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, segir að ekki komi til greina að fresta sjómannaverkfallinu á meðan greiningarvinna fer fram um fjárhagslegar afleiðingar þess ef gengið yrði að kröfum sjómanna um skattaafslátt af fæðisgjaldi.

Höfnuðu biskupaskýrslu um samkynhneigð

Thu, 02/16/2017 - 04:25
Enska biskupakirkjan stendur enn á krossgötum eftir að prestastefna sem nú stendur yfir hafnaði skýrslu biskupa kirkjunnar um afstöðu hennar til samkynja hjónabanda. Kirkjan er þverklofin í málinu en atkvæði féllu þannig að 100 sögðu nei við skýrslunni en 93 já.

Lífstíðardómur í Svíþjóð fyrir aftöku í Sýrlandi

Thu, 02/16/2017 - 04:23
Sýrlendingur með dvalarleyfi í Svíþjóð var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir brot á alþjóðlegum mannúðarlögum fyrir að hafa tekið þátt í aftöku sjö manna í Idlib í Sýrlandi árið 2012.

„Höfum daginn til að klára þetta“

Thu, 02/16/2017 - 04:12
„Við höfum bara daginn til þess að klára þetta að mínu mati,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna í kjaradeilu sjómanna en verkfall þeirra hefur staðið yfir frá því í desember.

„Það voru bara tvö slæm högg“

Thu, 02/16/2017 - 02:44
„Aðstæður í dag voru frábærar. Það er samt alltaf svolítið skrítið að hita upp í myrkri og það birtir ekkert fyrr en 15 mínútum fyrir rástímann. Dagurinn var mjög góður, mér leið vel í morgun og ég var að spila mjög vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur í samtali við netmiðilinn kylfingur.is en Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á Opna ástr­alska mót­inu í golfi í Adelai­de á 72 höggum og er í 41.-61. sæti.

Hagnaður Fjarskipta minnkar um 22%

Thu, 02/16/2017 - 02:39
Heildartekjur Fjarskipta hf. námu 13.655 milljónum króna á síðasta rekstarári sem er 1% lækkun milli ára. Tekjur á fjórða ársfjórðungi námu 3.450 milljónum króna sem er lækkun um 5% á milli ára.

Sundmaðurinn fundinn heill á húfi

Thu, 02/16/2017 - 02:14
Ástralski sundmaðurinn Grant Hackett er fundinn heill á húfi og edrú, segir faðir hans Neville Hackett.

Íslandsbanki kveður Kirkjusand

Thu, 02/16/2017 - 02:05
Sameinuð útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut verða opnuð á mánudaginn við Suðurlandsbraut. „Við erum að kveðja Kirkjusand núna,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, í samtali við mbl.is en höfuðstöðvar bankans sem voru við Kirkjusand í tvo áratugi hafa nú verið fluttar í Norðurturn Smáralindar.

Ráðherra komi fyrir nefndina

Thu, 02/16/2017 - 01:42
„Við munum óska eftir því að ráðherrann komi á fund nefndarinnar í dag eða í fyrramálið. Ég held að allir skynji alvarleika stöðunnar og efnahags- og viðskiptanefnd getur ekki setið hjá í þeim efnum,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.

Forsetinn tók að sér kennslu

Thu, 02/16/2017 - 00:17
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Háskóla Íslands í vikunni og kenndi í námskeiðinu um Ef-sögu við sagnfræði- og heimspekideild. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Háskóla Íslands.

Gott landsmót samvinnuverkefni

Thu, 02/16/2017 - 00:00
„Mig langar að ná fram þessum gamla góða anda sem fylgir landsmótum hestamanna þar sem fólk kemur saman bæði til að horfa á hross og til að hittast,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018 sem fer fram 1.-8. júlí.

Pages

Morgunblaðið