Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 11 min ago

Baldur frá í allt að fjórar vikur

Sun, 11/26/2017 - 21:30
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur ekki verið í siglingum síðan í byrjun síðustu viku vegna vélarbilunar. Viðgerðin mun taka tvær til þrjár vikur til viðbótar.

Líða ekki þöggun um kynferðisáreitni

Sun, 11/26/2017 - 21:30
„Við, karlprestar og karldjáknar í þjóðkirkjunni, heitum því að gera allt sem við getum til að tryggja konum öryggi innan þjóðkirkjunnar og þar sem við höfum völd og áhrif. Þöggun um kynferðislega áreitni og valdbeitingu verður ekki liðin af okkar hálfu. Við munum tilkynna áreitni sem við verðum vitni að.“

Leggja nýjan streng fyrir hleðslu rafbíla

Sun, 11/26/2017 - 21:30
Húsfélag í Reykjavík hefur ákveðið að setja upp streng fyrir hleðslu rafbíla í bílageymslu húsnæðisins.

Staðsetningartækni opnar nýja markaði

Sun, 11/26/2017 - 21:30
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify hefur þróað staðsetningartækni sem er mun nákvæmari en áður hefur þekkst. Notast er við svokallaða Ultra Wideband-tækni í nýju samhengi.

Trúnaðargögn öllum opin vegna mistaka

Sun, 11/26/2017 - 21:30
Trúnaðarupplýsingar úr tölvukerfi grunnskólans á Húsavík, Borgarhólsskóla, voru öllum aðgengileg um tíma.

Geitungarnir fá viðurkenningu

Sun, 11/26/2017 - 21:30
Eipa, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðarbæ EPSA-viðurkenningu, eða svokölluð European public sector award.

Bráðabirgðastjóri Everton að missa það

Sun, 11/26/2017 - 14:50
David Unsworth, bráðabirgðastjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton, var alls ekki sáttur eftir 4:1-tapið fyrir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Hann var sannkallað skrímsli“

Sun, 11/26/2017 - 14:10
Morðin sem framin voru af fylgjendum Charles Manson árið 1969 hafa vakið jafnt forvitni sem viðbjóð hjá fólki allar götur síðan. Morð Manson-fjölskyldunnar, eins og hópurinn var kallaður, eru af mörgum talin hafa verið rothögg hippatímabilsins og dregið blómabörnin snögglega niður af kæruleysisskýinu.

Barcelona bjargaði stigi í toppslagnum

Sun, 11/26/2017 - 14:01
Barcelona slapp fyrir horn í toppslagnum við Valencia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld, en liðin skildu jöfn, 1:1.

Fundu hauslausan hund

Sun, 11/26/2017 - 14:00
Lögreglan í Buskerud í Noregi rannsakar óhugnanlegt mál eftir að tilkynnt var um hauslaust og flegið hundshræ sem fannst í Lier í dag.

„Hlakka til að kynna samninginn“

Sun, 11/26/2017 - 13:41
„Ég er glöð að við séum að klára þessa vinnu og hlakka til að kynna samninginn fyrir þingflokknum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is.

Vill engu svara um freyðivín

Sun, 11/26/2017 - 13:15
„Ég tjái mig ekki um það sem er tekið upp í gegnum lokuð gluggatjöld,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, glaður í bragði. Málefnasamningur þeirra þriggja flokka sem unnið hafa að myndun ríkisstjórnar undanfarnar vikur er nú að mestu fullfrágenginn.

Einkaflugið venst eins og rútuferðirnar

Sun, 11/26/2017 - 13:02
Tryggvi Snær Hlinason, hinn tvítugi Bárðdælingur sem kom eins og stormsveipur inn í íslenskt körfuboltalíf fyrir örfáum árum, fluttist í haust til Spánar þar sem hann spilar nú með spænska meistaraliðinu Valencia. Mbl.is tók hann tali í Laugardalshöll í dag þar sem hann var að ljúka æfingu með íslenska landsliðinu sem mætir Búlgaríu á morgun.

Víkingur - Selfoss, staðan er 20:28

Sun, 11/26/2017 - 12:40
Víkingur tekur á móti Selfossi í 11. umferð Olís-deildar karla í handknattleik, en flautað er til leiks í Víkinni klukkan 19.30. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Lesblindir hafa orðið útundan

Sun, 11/26/2017 - 12:08
Björk Vilhelmsdóttir hætti í stjórnmálum og fór til Palestínu að tína ólífur í sjálfboðavinnu. Hún leitaði aftur í ræturnar og kláraði meistaranám í félagsráðgjöf þar sem hún rannsakaði sérstaklega stöðu lesblindra, sem hún segir hafa orðið útundan en hátt hlutfall nýrra öryrkja er með lesblindu.

Þingflokkarnir boðaðir á fund á morgun

Sun, 11/26/2017 - 11:21
Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum ætla að hittast aftur á morgun, en Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þá verði væntanlega einhverra tíðinda að vænta. Þá hefur verið boðað til þingflokksfundar hjá flokkunum á morgun klukkan eitt.

Ferðamenn fóru langt út á Jökulsárlón

Sun, 11/26/2017 - 11:13
Lögreglan hafði um hádegisbil afskipti af nokkrum tugum ferðamanna sem höfðu gengið út á ísilagt Jökulsárlón. Ragnar Unnarsson leiðsögumaður segir frá málinu á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag, en hann hafði samband við Vatnajökulsþjóðgarð vegna málsins sem svo kallaði á lögreglu

Snjóflóðagarður stoppaði flóð

Sun, 11/26/2017 - 10:22
„Það er líklegt að þetta flóð hafi fallið aðfaranótt þriðjudags,“ segir Harpa Grímsdóttir, fagstjóri á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Snjóflóðavarnargarður við Siglufjörð varnaði því að snjóflóð ógnaði byggð í bænum í vikunni.

City hrasaði en hélt sigurgöngunni áfram

Sun, 11/26/2017 - 09:53
Manchester City mátti hafa mikið fyrir 2:1-sigri á Huddersfield í lokaleik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Þetta er átjándi sigur City í röð þegar leikir úr öllum keppnum eru taldir.

Segir „góða fólkið“ búið að missa vitið

Sun, 11/26/2017 - 09:43
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, kemur Ragnari Önundarsyni, fyrrverandi bankastjóra og bankamanni, til varnar í tísti á Twitter nú fyrir stundu. Ragnar Önundarson var mikið gagnrýndur í vikunni fyrir ummæli sín um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins.

Pages

Morgunblaðið