Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 35 min ago

Auðmenn bítast um búð í Kópavogi

Thu, 08/24/2017 - 23:08
Eignarhaldsfélag í Lúxemborg, fjárfestingafélag í Panama og breskur verslunarrisi koma við sögu í deilu um eignarhald á íþróttavöruverslun í Kópavogi.

Handtekinn á skólaballi

Thu, 08/24/2017 - 22:58
Sautján ára gamall piltur, sem var í mjög annarlegu ástandi, var handtekinn á skólaballi í Hafnarfirði um miðnætti eftir slagsmál. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

Íbúar undirbúa hópmálsókn

Thu, 08/24/2017 - 22:30
Samtök andstæðinga stóriðju í Helguvík ætla að hefja fjársöfnun á Karolinafund til að standa undir kostnaði við fyrirhugaða hópmálsókn fyrir hönd íbúa Reykjanesbæjar gegn United Silicon sem rekur kísilver í Helguvík.

Kynþáttahatari tekinn af lífi

Thu, 08/24/2017 - 16:50
Hvíti kynþáttahatarinn, Mark Asay, var tekin af lífi í kvöld fyrir að hafa myrt tvo svarta menn vegna kynþáttar þeirra. Aftakan, sem fór fram klukkan tíu í kvöld, er sú fyrsta í Flórídaríki í 19 mánuði og sú fyrsta á Flórída þar sem hvítur maður er tekinn af lífi fyrir að myrða svartan einstakling.

Vöruðu katalónsk yfirvöld við imaminum

Thu, 08/24/2017 - 16:22
Innanríkisráðuneyti Katalóníu var varað við imaminum Abdebaki Es Satty, sem talinn er hafa verið forsprakki hryðjuverkahópsins sem varð 15 manns að bana í árásum á Barcelona og Cambrils í síðustu viku.

Þetta var ótrúlegt mark

Thu, 08/24/2017 - 15:47
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni í viðtali eftir leik liðsins gegn Hajduk Split í Evrópudeildinni í kvöld. Gylfi skoraði eina mark Everton í 1:1-jafntefli með stórbrotnu marki af um 45 metra færi. Markið kom strax í upphafi síðari hálfleiks.

„Verður kísilverinu lokað, já eða nei?“

Thu, 08/24/2017 - 15:19
„Mér gæti ekki verið meira sama um milljarða og miljónir,“ sagði Eygló Anna Tómasdóttir sem alin er upp í Reykjanesbæ, á íbúafundi í Stapa í kvöld. „Ég á fjóra drengi og þeir eru gimsteinarnir í mínu lífi. Mælirinn er fullur. Við ætlum að stoppa þetta, hvað sem er í húfi. Við erum í húfi.“

Líkamshlutinn ekki mennskur

Thu, 08/24/2017 - 15:15
Líkamshlutinn sem fannst í sjónum fyrir utan Falsterbo í Svíþjóð í dag er ekki af manneskju. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Sænsku lögreglunni barst tilkynning frá almennum borgara um hádegi í dag um að eitthvað sem virtist vera líkamshluti lægi þar í sjónum.

Gylfi fær mikið lof í breskum miðlum

Thu, 08/24/2017 - 15:07
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark í 1:1-jafntefli Everton gegn Hajduk Split í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Miðlar á Bretlandi eru á einu máli um að Gylfi hafi verið maður leiksins og átti hann virkilega góðan leik.

Vann í lottó og sagði upp vinnunni

Thu, 08/24/2017 - 14:54
Mavis Wanczyk er 53 ára gömul tveggja barna móðir frá Massachusetts sem datt heldur betur í lukkupottinn. Hún tryggði sér stærstu vinningsfjárhæð í happdrætti sem nokkurn tímann hefur gengið út í Norður Ameríku og var ekki lengi að segja upp vinnunni eftir að ljóst var að vinningurinn var hennar.

Snapchat-stjörnur á hvíta tjaldinu

Thu, 08/24/2017 - 14:30
Undirbúningur kvikmyndarinnar „Fullir vasar“ stendur nú sem hæst en tökur á kvikmyndinni hefjast þann 4. september. Myndin fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað ótrúleg atburðarrás sem enginn sá fyrir.

Sjáðu markið stórkostlega hjá Gylfa

Thu, 08/24/2017 - 14:29
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton er liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Hajduk Split í Evrópudeildinni í kvöld. Everton vann fyrri leik liðanna 2:0 og tryggði sér því sæti í riðlakeppninni með úrslitunum.

Dýrara í H&M á Íslandi?

Thu, 08/24/2017 - 13:46
Svo virðist sem verðlag í verslun H&M sem opnar í Smáralind á laugardaginn verði nokkuð hærra en í verslunum H&M í Noregi. Lausleg verðkönnun mbl.is leiðir í ljós að verð á fatnaði í versluninni á Íslandi sé á bilinu 10-32% hærra en í verslunum tískurisans í Noregi miðað við núverandi gengi.

Braga - FH, staðan er 1:2

Thu, 08/24/2017 - 12:57
FH mætir portúgalska liðinu Braga í seinni leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni í knattspyrnu kl. 18:45. Braga vann fyrri leikinn, 2:1. Mbl.is fylgist með gangi mála og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

Kalla út her með einu símtali frá 1. september

Thu, 08/24/2017 - 12:50
Nýjar verklagsreglur í Noregi gera lögreglustjóra kleift að kalla her landsins út til aðstoðar með einfaldri beiðni í stað sex skilyrða í eldri reglum.

Keflavík - ÍR, staðan er 3:2

Thu, 08/24/2017 - 12:43
Keflavík og ÍR mætast í 17. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu kl. 18:00 í kvöld. Mbl.is er í Keflavík og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

Bílanaustshúsið verður að heilsumiðstöð

Thu, 08/24/2017 - 12:43
Sex fyrirtæki leigja nú rými í atvinnuhúsnæðinu Höfða við Bíldshöfða 9. Aðeins um 20% rýmis eru nú laus til útleigu, en öll efri hæð hússins hefur nú verið leigð út. Í nágrenni hússins eru breytingar í farvatninu.

Kolbeinn af stað fyrir áramót?

Thu, 08/24/2017 - 12:40
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, gæti verið á leið aftur inn á knattspyrnuvöllinn áður en árið er úti eftir afar langvinn og erfið meiðsli.

Búast við úkraínskum fótboltabullum

Thu, 08/24/2017 - 12:10
Lögreglan reiknar með að álíka mikill fjöldi lögreglumanna verði við störf á landsleik Íslands og Úkraínu 5. september og var á leik Íslands og Króatíu í júní síðastliðnum. Um 120 lögreglumenn voru þá á vakt.

Tekur ekki 2 til 3 ár að afgreiða mál

Thu, 08/24/2017 - 11:30
Það er fjarri lagi að meðferð mála hælisleitenda taki tvö til þrjú ár hér á landi, líkt og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrr­ver­andi odd­viti borg­ar­stjórn­ar­flokks Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, hélt fram í samtali við mbl.is fyrr í dag.

Pages

Morgunblaðið