Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 45 min ago

Bjarga forsetanum úr sjónum

Sat, 02/11/2017 - 03:16
Árlegi 112-dagurinn fer fram í og við tónlistarhúsið Hörpu í dag en þar munu viðbragðsaðilar alls staðar af landinu standa fyrir dagskrá og forseta Íslands m.a. bjargað úr sjónum. „Hann verður sóttur, alveg örugglega,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

Hamilton gat ekki lengur vaðið yfir mig

Sat, 02/11/2017 - 03:07
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Þjóðverjinn Nico Rosberg, segir frá baráttu sinni við Lewis Hamilton í viðtali við Telegraph. Hamilton hafði betur gegn Rosberg, tvö fyrstu ár þeirra sem liðsfélagar, 2014 og 2015, en Rosberg varð loks heimsmeistari á síðasta ári eftir harða baráttu við Hamilton.

Dæmi um að fólk fari aftur í skápinn

Sat, 02/11/2017 - 02:33
„Ég held við höfum kannski aðeins orðið værukær; við erum svo vön að tala um okkur sem Ísland best í heimi,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna '78. Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að réttindum hinsegin fólks.

Ástarsamband sem endar aldrei illa

Sat, 02/11/2017 - 01:48
Japanski ritstjórinn Miho Takeshita er að halda fram hjá. En hin nýgifta 30 ára Takeshita hefur engar áhyggjur af því að það komist upp um hana; kærastinn hennar býr í snjallsímanum hennar. Takeshita er einn af fjölmörgum aðdáendum rómantískra hermileikja, sem njóta gríðarlegra vinsælda í Japan.

Enn stranda hvalir á Nýja-Sjálandi

Sat, 02/11/2017 - 01:04
Um 200 grindhvalir lágu eftir strandaðir þegar fjaraði við Farewell Spit í Golden Bay á Nýja-Sjálandi í dag. Ákveðið hefur verið að aðhafast ekkert varðandi strandið þar til birtir á ný, þar sem það þykir of áhættusamt að reyna að koma hvölunum á flot í myrkrki.

Vill lög um ætlað samþykki líffæragjafa

Sat, 02/11/2017 - 00:30
Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga hjá Landspítalanum, telur tímabært að íslensku löggjöfinni um líffæragjafir verði breytt þannig að hún feli í sér ætlað samþykki. Hann segir frumvarp sem lagt hefur verið fram um málið vera mikilvægt.

Varar Trump við afskiptum af Evrópu

Sat, 02/11/2017 - 00:27
Federica Mogherini, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur varað stjórnvöld vestanhafs við því að skipta sér af evrópskum stjórnmálum og ráðlagt þeim að hugsa um „Bandaríkin fyrst“, líkt og Donald Trump hefur heitið að gera.

Myrti mann 2008 en er frjáls ferða sinna

Sat, 02/11/2017 - 00:00
Kanadískur maður, sem var úrskurðaður ósakhæfur eftir að hafa afhöfðað og lagt sér til munns líkamsleifar manns um borð í langferðabifreið, hefur nú verið látinn laus undan eftirliti.

Freista þess að fá skó eftir Kanye

Fri, 02/10/2017 - 23:23
Nokkur fjöldi fólks hefur beðið í nótt fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu þar sem nýjasta skólína tónlistarmannsins Kanye West fer í sölu í dag. Strangar reglur virðast gilda um söluna en Húrra segist hafa skýr fyrirmæli frá Adidas Global að gefa ekki upp hversu mörg pör verslunin hefur fengið.

Útlit fyrir hitamet um helgina

Fri, 02/10/2017 - 21:30
Útlit er fyrir að hitamet yfir vetrarmánuði gæti fallið nú um helgina vegna sérstæðra aðstæðna í veðurkerfum við Ísland.

Deilan komin í „algjöra vitleysu“

Fri, 02/10/2017 - 21:30
Skipstjóri á frystitogara, sem blaðamaður ræddi við í gær, kveðst telja að kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna sé komin út í „algjöra vitleysu“.

Silfurhlaupið hjá Anítu (myndskeið)

Fri, 02/10/2017 - 15:10
Eins og mbl.is greindi frá í kvöld þá vann Aníta Hinriksdóttir til silfurverðlauna í 800 metra hlaupi á sterku móti í Torun í Póllandi í kvöld.

Gylfi fær mikið lof

Fri, 02/10/2017 - 14:58
„Það eru sjö lið sem geta enn fallið en fyrir mér er Gylfi Sigurðsson bestur af leikmönnunum í liðunum sem eru í þessari baráttu,“ segir Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og nú sparkspekingur í sjónvarpinu, í dálki sem hann skrifar í enska blaðið Daily Star.

Mexíkóar gæti varúðar í Bandaríkjunum

Fri, 02/10/2017 - 14:39
Stjórnvöld í Mexíkó hvetja nú alla mexíkóska ríkisborgara til að „fara varlega“ í ljósi þess „nýja veruleika“ sem blasi við í Bandaríkjunum, eftir að mexíkóskri konu sem hafði búið ólöglega í Bandaríkjunum um áratugaskeið var vísað úr landi.

Reyna að „bjarga“ ferðabanni Trump

Fri, 02/10/2017 - 14:20
Embættismenn Hvíta hússins skoða nú nokkrar mögulegar leiðir að „bjarga“ umdeildri forsetatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem meinar fólki frá sjö múslimaríkjum að koma til Bandaríkjanna.

Nenni ekki að tjá mig um dómgæslu

Fri, 02/10/2017 - 13:34
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitaskuld ekki sérlega ánægður eftir 26:18 tap sinna manna gegn Valsmönnum í 8-liða úrslitum Coca-cola bikarsins í handbolta í kvöld. Hann var sammála að lið Stjörnunnar var ólíkt sjálfu sér í kvöld.

Vilja viðauka við Brexit-frumvarpið

Fri, 02/10/2017 - 13:31
Þingmenn í bresku lávarðadeildinni greindu frá því í dag að þeir muni reyna að bæta viðauka við Brexit lagafrumvarpið og gerir ein tillagan m.a. ráð fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Neyddu piltinn til að drekka klósettvatn

Fri, 02/10/2017 - 13:03
Bandarísku ung­mennin fjögur, sem ákærð eru fyr­ir að hafa rænt and­lega fötluðum 18 ára pilti og pyntað hann í beinni út­send­ingu á Face­book, neita alfarið sök.

Stjórnsöm stóra systir gerir lífið leitt

Fri, 02/10/2017 - 13:00
„Ég bý við mjög erfið samskipti við systur sem er haldin ofurstjórnsemi. Hún virðist telja sig eiga að stjórna fjölskyldunni, er elst af nokkuð stórum systkinahópi,“ segir íslensk kona og leitar ráða.

„Við finnum bara ekki lykilinn ennþá“

Fri, 02/10/2017 - 12:44
Sjómenn munu funda um og eftir helgi í sínu baklandi um stöðu mála í sjómannaverkfallinu. Fátt kom þeim á óvart í skýrslunni sem sjávarútvegsráðherra kynnti í dag.

Pages

Morgunblaðið