Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 57 min 59 sec ago

Ólöf Skaftadóttir ráðinn aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins

Fri, 04/21/2017 - 11:27
Ólöf Skaftadóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, að því er fram kemur hjá Kjarnanum. Mun hún starfa við hlið Andra Ólafssonar við fréttastjórn. Ólöf hefur starfað um nokkurt skeið hjá 365 miðlum, sem blaðamaður, umsjónarmaður helgarblaðs Fréttablaðsins og við ritstjórn 19:10, samkvæmt Kjarnanum.

„Afgreitt samkvæmt tollalögum“

Fri, 04/21/2017 - 11:17
„Þetta var bara afgreitt samkvæmt tollalögum, það er bara einföld skýring,“ segir Valur Kristinsson, aðstoðaryfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Farþegum flugvélar sem varð að lenda á Egilsstöðum vegna slæms veðurs var meinað að versla í fríhöfninni í Keflavík þegar þangað var komið daginn eftir.

„Annar og kunnuglegri tónn“

Fri, 04/21/2017 - 10:36
Stjórnendum Landspítala er brugðið, nú þegar ríkisstjórnin hefur lagt fram fjármálaáætlun 2018-2022, eftir mikla umræðu um heilbrigðiskerfið og fjármögnun þess í aðdraganda kosninga. Mikið nýtt fjármagn mun koma til á seinni hluta tímabilsins og renna að miklu leyti í stofnframkvæmdir, segir forstjóri Landspítala í föstudagspistli sínum, en „þegar kemur að rekstri þjónustunnar kveður við annan og öllu kunnuglegri tón. Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að Landspítali dragi verulega saman í rekstri á næsta ári.“

Hefði átt að nauðga henni

Fri, 04/21/2017 - 09:54
Fangelsisyfirvöld á Bretlandseyjum hafa hafið rannsókn eftir að miðillinn Sun birti myndskeið þar sem knattspyrnumaðurinn Adam Johnson sést hlæja að fangelsisdóminum sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku.

Guðni Th. bauð grínara í mat

Fri, 04/21/2017 - 09:51
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bauð Ricky Gervais leikara og skemmtikrafti í hádegismat á Bessastaði. Þau ræddu ýmislegt skemmtilegt í þessu boði eins og fyndni og skemmtilegheit.

„Leggstu niður, leggstu niður“

Fri, 04/21/2017 - 09:27
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn, með aðstoð þyrlu, gerðu áhlaup að sumarhús í Grímsnesi sem fólkið dvaldi í sumarið 2013. Fólkinu var skipað að leggjast á jörðina og voru tveir handteknir.

„Ég er í áfalli“

Fri, 04/21/2017 - 09:19
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, átti erfitt með að trúa því að Ugo Ehiogu fyrrum samherji sinn með landsliðinu og félagsliðum væri fallinn frá.

Unglingar vörpuðu reyksprengjunni

Fri, 04/21/2017 - 09:08
„Þetta var bara unglingagalsi,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, spurður út í reyksprengjuna sem kastað var inn í anddyri verslunarinnar í Skeifunni í hádeginu.

Tímabilið líklega búið hjá Zlatan

Fri, 04/21/2017 - 08:14
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, spilar að öllum líkindum ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í leiknum gegn Anderlecht í Evrópudeildinni í gærkvöld.

77 milljarða króna framkvæmd

Fri, 04/21/2017 - 08:08
Uppsteypa á fyrstu íbúðarbyggingunni sem rís á Hlíðarenda í Vatnsmýri er langt komin. Í byggingunni verða 40 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Jarðvegsvinna við lagningu gatna og lagna í hverfinu er einnig í fullum gangi. Áætlanir gera ráð fyrir að uppbygging á Hlíðarenda muni kosta um 77 milljarða króna.

Hvað einkennir leiðinlegt fólk?

Fri, 04/21/2017 - 07:00
Listamaðurinn Hugleikur Dagsson spurði vini sína á Facebook hvað einkenndi leiðinlegt fólk. Hann væri nefnilega að gera seríu um leiðinlegt fólk og vantaði innsýn í líf hans. Ekki stóð á viðbrögðunum en um 300 manns lögðu orð í belg.

Flakið norðar en áður var talið

Fri, 04/21/2017 - 06:49
Ný sönnunargögn benda til að flak farþegaþotu Malaysia Airlines, MH370, sé að finna norður af svæðinu sem helst hefur verið leitað á hingað til. Þetta segja ástralskir vísindamenn.

Handtekinn fyrir að smygla sæði

Fri, 04/21/2017 - 06:12
Taílenska lögreglan handtók karlmann fyrir að reyna að smygla sex glösum af sæði til Laos. Yfirvöld fundi geymi með köfnunarefni í tösku mannsins þegar hann var á leið yfir landamæri Taílands og Laos. Í geyminum var síðan að finna sex glös með mannlegu sæði.

Ölvaður hringdi 154 sinnum í 112

Fri, 04/21/2017 - 06:10
Ölvaður einstaklingur hringdi að tilefnislausu vel á annað hundrað símtöl til neyðarlínunnar, 112, á einum sólarhring í vikunni. Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart um háttsemi mannsins þegar hann hafði hringt 100 símtöl.

Með einkarétt á auðkenninu TALENT

Fri, 04/21/2017 - 05:24
Talent ráðningar og ráðgjöf eru með einkarétt á auðkenninu TALENT og er Fast ráðningum nú bannað að nota lénið talent.is vegna hættu á ruglingi milli fyrirtækjanna.

Grettisgötu lokað í lögregluaðgerð

Fri, 04/21/2017 - 05:09
Lögregla var með viðbúnað á Grettisgötu og lokaði hluta götunnar af fyrir allri umferð. Mbl.is hefur eftir sjónarvottum að víkingasveitin lögreglunnar hafi verið þar á vettvangi.

Barnfóstran í mál við Mel B

Fri, 04/21/2017 - 05:00
Fyrrverandi barnfóstra Mel B er sögð ætla að kæra söngkonuna vegna ærumeiðinga. En kryddpían hefur haldið ýmsu fram um barnfóstruna í skilnaðardeilu sinni við Stephen Belafonte.

Fundu kóran og haglabyssu í bílnum

Fri, 04/21/2017 - 04:56
Árásarmaðurinn sem varð lögreglumanni að bana við Champs Elysees-breiðgötuna í gærkvöldi, hét Karim Cheurfi að sögn franskra fjölmiðla. Handskrifað bréf þar sem Ríki íslams er lofað fannst nálægt þeim stað sem hann féll og eintak af kóraninum, haglabyssa og hnífar voru í bíl hans.

Frestur United Silicon framlengdur

Fri, 04/21/2017 - 04:35
Frestur United Silicon til þess að gera athugasemdir við þá fyrirtætlan Umhverfisstofnunar að stöðva starfsemi kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík hefur verið framlengdur til miðnættis á mánudaginn en upphaflegur frestur var til hádegis í dag.

Gervais ánægður með áhorfendur

Fri, 04/21/2017 - 03:19
Breski spaugarinn og leikarinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu í gær. Stemningin var mjög góð og ekki annað að heyra en að áhorfendur hafi skemmt sér afar vel. Það á einnig við um Gervais sem segir á Twitter-síðu sinni að áhorfendurnir hafi verið frábærir.

Pages

Morgunblaðið