Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 49 min 38 sec ago

Glaumur og glys á Glastonbury

Fri, 06/23/2017 - 13:50
Hliðin að hátíðarsvæði Glastonbury-tónlistarveislunnar voru opnuð á miðvikudag og þá tók gesti að streyma að. Von er á um 175 þúsund gestum í ár. Meðal flytjenda á hátíðinni eru Radiohead, Ed Sherran, Foo Figthers og fleiri.

Fimm blokkir rýmdar í London

Fri, 06/23/2017 - 13:42
Hafist hefur verið handa við að rýma fimm íbúðablokkir í Camden í norðurhluta London, höfuðborgar Bretlands, þar sem þær eru klæddar með hliðstæðum hætti og Grenfell-turninn sem varð eldsvoða að bráð fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að tugir létu lífið.

Tugir látnir í árásum í Pakistan

Fri, 06/23/2017 - 13:09
Rúmlega 50 manns létu lífið í dag og að minnsta kosti 170 særðust í árásum sem gerðar voru í þremur borgum Pakistans síðasta dag Ramadan-hátíðar múslima. Óttast er að tala látinna og særðra eigi eftir að hækka samkvæmt frétt AFP.

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Fri, 06/23/2017 - 13:00
Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis.

Fimm fá rúma 61 milljón króna

Fri, 06/23/2017 - 12:43
Fyrsti vinningur EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningurinn og fá fimm heppnir spilarar rúmar 61 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Noregi.

Allt á floti á Eskifirði

Fri, 06/23/2017 - 12:33
„Það er alveg gríðarlega mikil rigning og vatnsveður og það hefur bara hlaupið í ána,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við mbl.is. Verktakar á Eskifirði vinna nú hörðum höndum að því að bjarga nýlega byggðri brú sem liggur yfir Hlíðarendaá sem rennur í gegnum bæinn.

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

Fri, 06/23/2017 - 12:00
Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag.

Miklar tafir vegna umferðarslyss

Fri, 06/23/2017 - 10:47
Miklar tafir hafa orðið á umferð á Vesturlandsvegi frá höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhapps á Kjalarnesi þar sem tveær bifreiðar lentu saman.

Frestur til að leggja fram greinargerð

Fri, 06/23/2017 - 10:38
Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf.

Fengu raflost í sundlaug og létust

Fri, 06/23/2017 - 10:15
Þrjú börn létu lífið í skemmtigarði í norðvesturhluta Tyrklands í dag þegar rafmagn komst í sundlaug sem þau léku sér í. Tveir fullorðnir, framkvæmdastjóri garðsins og sonur hans, létu einnig lífið eftir að hafa stungið sér í laugina til þess að reyna að bjarga börnunum.

„Svefnleysið fer með mann“

Fri, 06/23/2017 - 10:02
„Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun.

Skaut unglingspilt í stað hunds

Fri, 06/23/2017 - 09:56
Lögreglumaður í Los Angeles skaut 17 ára unglingspilt til bana fyrir slysni þegar hann skaut á hund. Kúlan virðist hafa endurkastast af gangstéttinni og lent í bringu drengsins, sem lést.

Lýst eftir Sólrúnu Petru

Fri, 06/23/2017 - 09:04
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

Fri, 06/23/2017 - 09:00
Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49.

„Segið nafn hennar!“

Fri, 06/23/2017 - 08:56
Hópur reiðra mótmælenda arkaði frá fjölbýlishúsinu þar sem Charleen Lyles bjó og niður í miðbæ Seattle í gærkvöldi. Lyles var ólétt þegar hún var skotin til bana af lögreglumanni. Mótmæli fóru einnig fram í fleiri borgum Bandaríkjanna.

„Húsið okkar titrar og skelfur“

Fri, 06/23/2017 - 08:20
Íbúar við Grettisgötu hafa stórar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9.

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

Fri, 06/23/2017 - 08:00
Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum.

HÍ ofar á lista þeirra bestu

Fri, 06/23/2017 - 07:45
Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum.

Segir borgina ekki brjóta samning

Fri, 06/23/2017 - 07:40
Borgarlögmaður telur Reykjavíkurborg ekki brjóta gegn samningi við AFA JCDecaux, sem á og rekur biðskýli borgarinnar, með því að heimila WOW air að auglýsa þjónustu fyrirtækisins á auglýsingaskiltum sem standa við hjólastöðvar WOW citybike sem eru á víð og dreif um borgina.

Djúphreinsa lestarkerfið vegna baktería

Fri, 06/23/2017 - 07:28
Hlutar af neðanjarðarlestarkerfinu í London verða djúphreinsaðir eftir að hættulegar bakteríur fundust.

Pages

Morgunblaðið