Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 36 min ago

Losuðu bíla sem voru fastir á Fjarðarheiði

Wed, 11/22/2017 - 23:52
Engin útköll voru hjá björgunarsveitum í nótt, en óskað var eftir aðstoð björgunarveitar á Austurlandi rétt fyrir klukkan sex í morgun til að losa bíla sem fastir voru á Fjarðarheiði til að snjóruðningstæki gætu komist rutt heiðina. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Frakkar handtaka rússneskan þingmann

Wed, 11/22/2017 - 23:32
Rússneskur milljarðamæringur og þingmaður sætir nú formlegri rannsókn í Frakklandi vegna gruns um skattaundanskot. BBC segir Suleiman Kerimov, sem er einn ríkasti maður Rússlands, hafa verið handtekinn í Nice seint á mánudagskvöld.

Kornið sem fyllti mælinn

Wed, 11/22/2017 - 23:04
„Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, landsliðskona í sundi.

Stormur, ofankoma og varasamir vindstrengir

Wed, 11/22/2017 - 23:00
App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Suðaust­ur­landi, en norðan hvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, með ofankomu um norðanvert landið og mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli og víðar suðaustantil á landinu.

Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

Wed, 11/22/2017 - 22:09
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið.

Eykur á skortinn

Wed, 11/22/2017 - 21:30
Vísbendingar eru um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Það mun sérstaklega koma fram í smærri íbúðum.

Athugasemdir, þukl og dónabrandarar

Wed, 11/22/2017 - 21:30
„Þegar maður er í vinnunni, stendur og heldur ræðu, þá setja athugasemdir af kynferðislegum toga mann út af laginu.“

Sakar Carter um nauðgun

Wed, 11/22/2017 - 15:56
Leik- og söngkonan Melissa Schuman hefur sakað Nick Carter um nauðgun fyrir 15 árum. Carter er einn liðsmanna strákabandsins Backstreet Boys.

„Staðan er slæm“

Wed, 11/22/2017 - 15:36
Argentínski sjóherinn greindi frá því í dag að hann rannsaki nú hljóð sem heyrðist í Atlantshafinu undan ströndum Argentínu nokkrum klukkustundum eftir síðustu samskipti við kafbátinn San Juan.

Færri komust í flugið en vildu

Wed, 11/22/2017 - 14:46
„Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land.

Sturluð staðreynd!

Wed, 11/22/2017 - 14:45
Stjörnum prýtt lið Paris SG setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar liðið tók skosku meistarana í Celtic í kennslustund.

Mannskæð kafbátaslys fortíðar

Wed, 11/22/2017 - 14:22
Leitin að argentínska kafbátnum San Juan í kapphlaupi við tímann vekur upp minningar um mannskæð kafbátaslys fortíðarinnar. Skemmst er að minnast hins hrikalega slyss er rússneski kafbáturinn Kursk sökk og áhöfnin barði skipsskrokkinn að innan með stálrörum

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Wed, 11/22/2017 - 14:12
„Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu.

Zlatan í sögubækurnar

Wed, 11/22/2017 - 14:01
Svíinn Zlatan Ibrahimovic skráði nafn sitt í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar hann lék síðasta stundarfjórðunginn í 1:0 tapi Manchester United gegn Basel.

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Wed, 11/22/2017 - 12:48
Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Wed, 11/22/2017 - 12:40
„Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook.

„Verður kært strax í fyrramálið“

Wed, 11/22/2017 - 12:09
„Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist.

Játar að hafa áreitt fimleikastelpur

Wed, 11/22/2017 - 08:56
Fyrrverandi læknir bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar, hefur játað sök í sjö ákæruliðum en hann áreitti konur og stelpur í landsliðinu.

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

Wed, 11/22/2017 - 08:31
Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum.

„Þetta hefur gengið ágætlega“

Wed, 11/22/2017 - 08:11
„Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Pages

Morgunblaðið