Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 9 min ago

Rúta flóttafólks steyptist ofan í skurð

Sun, 10/14/2018 - 16:08
22 létust í bílslysi í Tyrklandi í dag. Þar á meðal voru nokkur börn. Fólkið mun hafa verið á leiðinni til Grikklands, á flótta frá heimalandi sínu.

Verðmætt víski á útsöluverði

Sun, 10/14/2018 - 15:52
Vískíþyrstir Svíar duttu í lukkupottinn á dögunum, er þeim gafst kostur á kaupa fágætt skoskt vískí á verði sem nam einungis fimmtánda hluta markaðsvirðis viskísins, í áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget.

Sádakonungur hringdi í Erdogan

Sun, 10/14/2018 - 15:19
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands og Salman Sádakonungur ræddu mál blaðamannsins Jamal Khashoggi símleiðis í dag. Samkvæmt heimildarmanni nákomnum Tyrklandsforseta ræddu þeir um að „varpa ljósi“ á mál Khashoggi og stofnun sameiginlegs aðgerðahóps Tyrkja og Sádi-Araba vegna málsins.

Koscielny hættur með franska landsliðinu

Sun, 10/14/2018 - 15:09
Laurent Koscielny, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna en þetta tilkynnti hann í kvöld. Koscielny sleit hásin í leik Arsenal og Atlético Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í apríl.

Skipstjóri skútunnar handtekinn

Sun, 10/14/2018 - 14:39
Skipstjóri skútunnar sem kom að landi á Rifi um kl. 21 í kvöld var handtekinn við komuna þangað af lögreglunni á Vesturlandi. Hann var einn á ferð og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn síðustu nótt.

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Sun, 10/14/2018 - 14:10
Lögreglan sektaði 70-80 ökumenn um helgina fyrir að leggja bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Varðstjóri í umferðardeild lögreglu segir að honum þyki „leiðinlegt að sekta fólk fyrir kjánaskap“.

Stærsta ríki sem hefur leyft kannabis

Sun, 10/14/2018 - 13:59
Kannabis verður leyft í Kanada á miðvikudaginn. Þar með verður Kanada stærsta ríki í heiminum til að afnema bann við efninu á landsvísu. Framleiðendur eru tilbúnir að framleiða það í tonnavís.

Þungu fargi létt af ítalska landsliðinu

Sun, 10/14/2018 - 13:46
Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu náði loksins að komast á beinu brautina á ný eftir að hafa mistekist að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Rússlandi í sumar. Ítalía hafði aðeins unnið einn af síðustu 10 leikjum sínum en náði að vinna hádramatískan sigur á Póllandi í kvöld.

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

Sun, 10/14/2018 - 12:15
Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar.

Furða sig á Náttúrufræðistofnun

Sun, 10/14/2018 - 11:52
Skotveiðifélag Íslands furðar sig á ákvörðunum Náttúrufræðistofnunar um það hve margar rjúpur megi veiða á komandi vetri. Í tilkynningu frá SKOTVÍS kemur fram að veiðikvótinn hafi verið minnkaður um 33% á einum sólarhring, frá samráðsfundi og þar til tillögur voru afhentar ráðherra.

Krefjast rannsóknar á hvarfi Khashoggi

Sun, 10/14/2018 - 11:33
Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa krafist þess að ljósi sé varpað á mál Jamal Khashoggi. Leiðtogar þjóðanna krefjast ítarlegrar rannsóknar á hvarfi hans.

Náði besta tíma ársins í Lissabon

Sun, 10/14/2018 - 11:16
Anna Berglind Pálmadóttir bætti sitt persónulega met í maraþoni í Lissabon í Portúgal í morgun. Hún var fyrst í mark í sínum aldursflokki í hlaupinu og í tíunda sæti í heildarpkeppni kvenna. Í gær kom fellibylurinn Leslie upp að ströndum Portúgal, en hann hafði ekki áhrif á hlaupið.

Þungavigtarboxari kjálkabraut lukkudýr

Sun, 10/14/2018 - 10:50
Þungavigtarboxarinn Deontay Wilder kjálkabraut mann sem var í búningi lukkudýrs í beinni útsendingu í bandarískum íþróttaþætti á ESPN. Hann hefur beðist afsökunar á þessu.

Fótalaus stóð upp og byrjaði að ganga

Sun, 10/14/2018 - 10:30
„Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel. Ég hafði vorkennt sjálfum mér og gerði mikið mál úr því hvernig ég ætti að komast í gegnum Erez landamærastöðina. Ég hafði reyndar, í fyrsta skipti í mörg ár, fengið leyfi Ísraelshers til að fara inn á svæðið,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir.

Kristilegir demókratar að missa tökin

Sun, 10/14/2018 - 10:08
Kristilegir demókratar, CSU, eru að fara að missa meirihlutann í Bæjaralandi. Það segja fyrstu útgönguspár.

Fjósbryggjan flaut fram hjá

Sun, 10/14/2018 - 09:00
Ein mestu flóð í manna minnum hrjá nú íbúa Sognsæs og Firðafylkis í Noregi og er ástandið litlu skárra í Hörðalandi og Mæri og Raumsdal þar sem hiti mældist 25,5 gráður í nótt.

FH úr leik eftir annað tap í Portúgal

Sun, 10/14/2018 - 08:41
FH er úr leik í EHF-bikarkeppni karla í handknattleik eftir annað tap fyrir Benfica frá Portúgal í viðureign liðanna í 2. umferð keppninnar. Báðir leikirnir fóru fram í Lissabon, en FH tapaði fyrri leiknum með fimm mörkum í gær. Í dag vann Benfica þriggja marka sigur, 34:31, og vann því einvígið samtals með átta mörkum.

Skila fimm frumvörpum til ráðherra

Sun, 10/14/2018 - 08:25
Nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis kynnir afrakstur vinnu sinnar í fyrri áfanga nefndarstarfsins á morgun. Fimm frumvörp til laga verður skilað til ráðherra.

Rosalegt áfall fyrir Portúgal

Sun, 10/14/2018 - 07:31
Brotin tré, sveigðir símastaurar og rústaður kirkjugarður var meðal þess sem Hulda Björnsdóttir, Íslendingur sem er búsettur í Portúgal, sá á göngu sinni í morgun en bærinn hennar er líkt og margir bæir í Portúgal illa leikinn eftir að fellibylurinn Leslie reið yfir landið í gærkvöldi og í nótt.

Sektað við höllina

Sun, 10/14/2018 - 07:22
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið hafi verið um stöðubrot við Laugardalshöllina vegna sýningarinnar Íslenskur landbúnaður 2018.

Pages

Morgunblaðið