Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 54 min 3 sec ago

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Thu, 07/27/2017 - 07:00
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum.

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

Thu, 07/27/2017 - 06:41
Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið.

Fannst eftir að hafa varðveitt eigin lykt

Thu, 07/27/2017 - 05:52
Lögreglu í Flórída tókst í vikunni að hafa uppi á konu sem þjáist af vitglöpum á aðeins nokkrum mínútum en konan var svo hyggin að varðveita eigin lykt fyrir nokkrum árum.

Væntir samruna í prentiðnaði

Thu, 07/27/2017 - 05:30
Samdráttur í prenti mun að óbreyttu leiða til samruna í prentgreininni. Þetta er mat Guðjóns Sigurðssonar, stofnanda pappírsinnflutningsfyrirtækisins Hvítlistar. Guðjón segir markaðinn skiptast í dagblaðapappír, betri prentpappír og skrifpappír.

Óalgengt að þolendur leiti aðstoðar

Thu, 07/27/2017 - 05:24
Auka þarf umræðu um áreitni í samfélaginu og bæta þekkingu starfsmanna og yfirmanna, að mati BSRB. Félagið segir óalgengt að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem vitað sé að þrífst á vinnustöðum leiti sér aðstoðar.

Systur nauðgara nauðgað í hefndarskyni

Thu, 07/27/2017 - 04:45
Lögregla í Pakistan hefur handtekið 20 þorpsráðsmenn fyrir að fyrirskipa nauðgun unglingsstúlku í refsingarskyni fyrir nauðgun sem framin var af bróður hennar. Glæpurinn átti sér stað fyrr í þessum mánuði í Muzaffarabad, úthverfi borgarinnar Multan.

Marel sér um kjúklingana fyrir Costco

Thu, 07/27/2017 - 04:24
Marel hefur landað stærstu pöntun í sögu fyrirtækisins með samn­ingi við Costco í Bandaríkjunum um há­tækni kjúk­linga­verk­smiðju í Banda­ríkj­un­um. Verksmiðjan verður staðsett í Nebraska og skapar verkefnið um 800 störf á svæðinu.

Bar viðleitni Trump saman við Lincoln

Thu, 07/27/2017 - 04:22
Anthony Scaramucci, nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur líkt tilraunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að afnema Obamacare við tilraunir Abraham Lincoln til að binda enda á þrælahald.

Justin Bieber keyrði á ljósmyndara

Thu, 07/27/2017 - 04:20
Nokkrum dögum eftir að söngvarinn Justin Bieber aflýsti fyrirhugaðri tónleikaferð sinni keyrði hann á ljósmyndara á leið úr kirkju.

Bæjarins bestu á nýjum stað

Thu, 07/27/2017 - 04:09
Búið er að færa pylsuvagn Bæjarins bestu um set. Nú er vagninn á stéttinni fyrir framan Hótel 1919 og mun verða þar næstu mánuðina þar sem verið er að framkvæma á reitnum sem hann hefur staðið á síðustu 80 árin.

Bíllinn tengdur fjölskyldu mannsins

Thu, 07/27/2017 - 03:32
Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða í síðustu viku er enn í gæsluvarðhaldi. Að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er bíllinn sem maðurinn kveikti í tengdur fjölskyldu hans.

Annað fórnarlambið látið eftir árás

Thu, 07/27/2017 - 02:25
Sautján ára stúlka, starfsmaður Coop í Sørlandssenteret í Kristiansand, lést á sjúkrahúsi eftir að 15 ára stúlka vopnuð stórum kjöthníf gekk berserksgang í verslunarmiðstöðinni síðdegis í gær.

Uppstokkun í sænsku ríkisstjórninni

Thu, 07/27/2017 - 02:03
Uppstokkun verður í sænsku ríkisstjórninni. Tveir ráðherrar víkja úr stjórninni og fjórir aðrir taka sæti. Þetta tilkynnti Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, á blaðamannafundi í morgun

Ekkert stolt, engin gleði

Thu, 07/27/2017 - 01:42
Öll loforð um að kveðja Evrópumótið í Hollandi stoltar og glaðar voru svikin á Sparta Stadion í Rotterdam í gærkvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði 3:0 fyrir Austurríki í lokaleik sínum.

Engar girðingar á Musterishæðinni

Thu, 07/27/2017 - 01:41
Allar girðingar og grindverk sem heftu aðgang fólks að Muster­is­hæðinni í Jerúsalem hafa verið fjarlægð. Fyrr í vikunni var málmleitarhlið á svæðinu fjarlægt. Svæðið er meðal helstu deilu­mála Ísra­els­manna og Palestínu­manna.

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

Thu, 07/27/2017 - 01:18
Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni.

Lést í tívolítæki

Thu, 07/27/2017 - 00:37
Einn lét lífið og þrír eru alvarlega slasaðir eftir slys í tívolítæki í skemmtigarði í borginni Columbus í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Sá sem lést kastaðist út úr tækinu á ferð sem kallast „eldhnötturinn“ og var fallið niður á jörðina tæplega 10 metrar.

Bæjarins bestu flytur yfir götuna

Wed, 07/26/2017 - 23:30
Hinn vinsæli pylsuvagn Bæjarins bestu verður í dag fluttur yfir götuna og komið fyrir til bráðabirgða á gangstéttinni fyrir framan Hótel 1919 í Eimskipafélagshúsinu.

Hlýjast á Vesturlandi í dag

Wed, 07/26/2017 - 23:26
Hlýjast verður á Vesturlandi en svalast á norðausturhorni landsins í dag og verður hitinn á bilinu 8 til 23 stig. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt og á þokunni að létta þegar líður á morguninn.

Matsmenn fá ekki gögn

Wed, 07/26/2017 - 22:30
Dómkvaddir matsmenn sem fengnir voru í fyrra til að meta verðmæti stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja hafa ekki fengið fullnægjandi aðgang að gögnum til verðmatsins. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd.

Pages

Morgunblaðið