Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 4 sec ago

Kaup þýska bankans til „málamynda“

Sun, 03/26/2017 - 23:44
Aðeins var um „málamyndaþátttöku“ að ræða varðandi kaup þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Rukkað upp á Helgafell

Sun, 03/26/2017 - 22:30
Landeigendur að Helgafelli við Stykkishólm hafa tekið upp á því að innheimta 400 kr. gjald hjá ferðafólki sem kemur á staðinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að í tvígang var umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hafnað.

Tjúasveitin leitar stuðnings

Sun, 03/26/2017 - 22:30
Dýrahjálp Íslands hóf nýverið söfnun fyrir dýralæknakostnaði vegna fimm Chihuahua-hunda sem eru í leit að nýjum eigendum. Tvær systur áttu hundana en gátu ekki séð fyrir þeim lengur vegna erfiðra veikinda.

Smærri íbúðir eru dýrari

Sun, 03/26/2017 - 22:30
Dýrara er fyrir verktaka að byggja smærri íbúðir en stærri og því er lítið framleitt af íbúðum sem henta fyrstu kaupendum, þ.e. íbúðum sem eru á stærðarbilinu 65-85 fermetrar.

Hluti Ísfélagshússins rifinn

Sun, 03/26/2017 - 22:30
Vinna stendur nú yfir við að rífa hluta Ísfélagshússins í Vestmannaeyjum, en ráðgert er að þar rísi félagslegar leiguíbúðir og sambýli auk íbúða á almennum leigumarkaði. Ferðaþjónustufyrirtæki hefur einnig sýnt áhuga á að nýta reitinn.

Múslimar í London safna milljónum

Sun, 03/26/2017 - 15:44
Eftir hryðjuverkaárásina í Westminster í síðustu viku hóf Samfélag múslima í London söfnun fyrir fjölskyldur fórnarlambanna. Um er að ræða hópsöfnun undir yfirskriftinni Sameinaðir múslimar fyrir London. Þar var stefnt að því að safna 10 þúsund pundum, eða tæpum 1,4 milljónum króna.

Gylfi orðaður við Newcastle United

Sun, 03/26/2017 - 15:37
Breskir fjölmiðlar keppast við það að orða Gylfa Þór Sigurðsson sem hefur farið á kostum með Swansea City á leiktíðinni við hin og þessi félög þessa dagana. Nú hefur Newcastle United bæst í þá flóru félaga.

Lars fær falleinkunn fyrir fyrsta leik

Sun, 03/26/2017 - 15:08
Lars Lagerbäck fær nokkurn skerf af gagnrýni í umfjöllun norskra fjölmiðla eftir slæma byrjun hans í starfi sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lars fær líkt og leikmenn hans falleinkunn fyrir frammistöðu sína í tapi liðsins gegn Norður-Írlandi í kvöld.

Ókunnugur maður kleip í rassinn á Sölku

Sun, 03/26/2017 - 14:55
Söng- og fjölmiðlakonan Salka Sól Eyfeld lenti í miður góðri reynslu á árshátíð Icelandair um helgina þar sem hún kom fram. Salka var við það að stíga á svið þegar ókunnugur maður kleip hana í rassinn.

Hræðilegur missir fyrir foreldrið

Sun, 03/26/2017 - 14:09
Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar faðir flugmanns, sem er sagður ábyrgur fyrir því þegar farþegaþota Germanwings hrapaði árið 2015, lýsti því yfir að sonur hans hefði ekki viljandi grandað vélinni. En hvernig geta foreldrar fjöldamorðingja sætt sig við gjörðir barna sinna?

Hvað tekur kynlíf langan tíma í alvöru?

Sun, 03/26/2017 - 14:00
Kynlíf tekur syttri tíma en þú heldur, meðaltal samfara er níu mínútur í nýrri könnun. Aðrar kannanir hafa sýnt enn lægri tölur.

Samfélagsrýni gegnum hryllingslinsu

Sun, 03/26/2017 - 13:44
Umdeildur leikstjóri hefur ráðið börn til að fara með hlutverk í uppfærslu þar sem umfjöllunarefnið er áfall belgísku þjóðarinnar vegna máls fjöldamorðingjans og barnaníðingsins Marc Dutroux, sem rændi sex stúlkum og nauðgaði á árunum 1995 og 1996.

Tveir 17 ára piltar fundust látnir

Sun, 03/26/2017 - 10:20
Tveir 17 ára piltar fundust látnir við klettaströnd í Norður-Yorkshire í Englandi á föstudag. Lögreglu barst tilkynning um líkfundina á föstudagskvöld þegar vegfarandi kom auga á lík piltanna við Huntcliff.

Jói Fel kjörinn formaður

Sun, 03/26/2017 - 10:14
Bakarinn Jóhannes Felixson, eða Jói Fel, hefur verið kjörinn formaður Landssambands bakarameistara.

Hafið leit að 20 börnum í mars

Sun, 03/26/2017 - 09:23
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið leit að fleiri börnum í mars á þessu ári en leitað var að á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra. Hafin hefur verið leit að 20 börnum í þessum mánuði og þykir það óvenju mikið miðað við árin á undan.

Saltkarmelupáskaeggið að gera allt vitlaust

Sun, 03/26/2017 - 09:23
Það er líf og fjör í vöruþróunardeild súkkulaðiframleiðenda um þessar mundir og þó nokkrar nýungar í boði fyrir súkkulaðiþyrstann landann sem lætur sig dreyma um egg af öllum stærðum og gerðum.

Heitasti dagur ársins í Svíþjóð

Sun, 03/26/2017 - 09:22
Veðrið hefur leikið við frændur okkar Svía um helgina en hitastigið hefur víða slagað hátt í tuttugu stigin. Heitasti dagur ársins er í dag, það sem af er ári, en í bænum Arvika mældist hitinn 19,1 stig klukkan fjögur í dag.

Fjögurra bíla árekstur í Breiðholti

Sun, 03/26/2017 - 09:19
Fjögurra bíla árekstur varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjabakka um fjögurleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru einhverjir fluttir á slysadeild.

Prestarnir sungu til fermingarbarna

Sun, 03/26/2017 - 09:08
Fyrstu fermingarnar á höfuðborgarsvæðinu hófust um helgina. Í dag voru fermd alls 60 fermingarbörn í Grafarvogskirkju í tveimur athöfnum en tæplega 200 börn fermast í kirkjunni í ár í alls tíu athöfnum.

FH - Grótta, staðan er 9:6

Sun, 03/26/2017 - 07:25
FH og Grótta mætast í 25. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika klukkan 14.00 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Pages

Morgunblaðið