Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 33 min ago

Mýtur um svefn skaðlegar heilsunni

Thu, 04/18/2019 - 15:55
Algengar mýtur um svefn hafa margar hverjar neikvæð áhrif á heilsu okkar og lundarfar, auk þess sem þær geta haft áhrif á lífslíkur okkar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna við New York University sem birtar eru í tímaritinu Sleep Health.

Mótmælendur beina sjónum að Heathrow

Thu, 04/18/2019 - 15:40
Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur hvatt lögreglu til að beita fullu valdi laganna gegn mótmælendum sem valdið hafa miklum truflunum í London undanfarið. Samtökin sem standa að mótmælunum hafa m.a. tilkynnt að þau muni gera Heathrow-flugvöllinn að skotmarki sínu á morgun.

Stjarnan meistari eftir sigur í vítakeppni

Thu, 04/18/2019 - 15:11
Stjarnan er meistari meistaranna eftir sigur á Val á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Meistarakeppni karla í fótbolta í kvöld. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítakeppni, þar sem Stjarnan var sterkari og vann 6:5.

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Thu, 04/18/2019 - 14:52
Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi.

Attenborough varar við „hörmungum“

Thu, 04/18/2019 - 14:37
Sjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, sir David Attenborough, hefur gefið út harðorðustu yfirlýsingu sína til þessa um þá ógn sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum. Segir hann jarðarbúa standa frammi fyrir „óafturkræfum skaða á náttúrunni og samfélagslegu hruni“.

ÍR í úrslit eftir sigur í oddaleik

Thu, 04/18/2019 - 14:13
ÍR leikur til úrslita við KR á Íslandsmóti karla í körfubolta eftir 83:79-sigur á Stjörnunni í oddaleik á útivelli í kvöld. ÍR vann einvígið 3:2, þrátt fyrir að liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar og að Stjarnan sé deildar- og bikarmeistari.

Búllan skýtur rótum í Noregi

Thu, 04/18/2019 - 14:00
Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd.

Hannes byrjar á rauðu spjaldi og fer í bann

Thu, 04/18/2019 - 13:52
Ferill Hannesar Þórs Halldórssonar landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu með Valsmönnum hófst ekki eins og best varð á kosið í kvöld því hann var rekinn af velli í fyrsta leik sínum.

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Thu, 04/18/2019 - 13:08
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar.

Með „hálstak“ á dómsmálaráðuneytinu

Thu, 04/18/2019 - 12:53
Skýrsla Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) veitir innsýn í lífið í Hvíta húsinu í forsetatíð Donald Trumps. Skýrslan byggir á tugum viðtala, minnispunktum og samtölum sem notuð eru til að púsla saman hvað átti sér stað.

KS vill ala lax á landi

Thu, 04/18/2019 - 11:45
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga segir að Kaupfélagið sé farið að huga að umfangsmiklu laxeldi á landi.

Breiðablik er Lengjubikarsmeistari

Thu, 04/18/2019 - 11:02
Breiðablik er Lengjubikarsmeistari kvenna í fótbolta eftir 3:1-sigur á Val í úrslitaleik á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í dag. Staðan í hálfleik var 1:0, Breiðabliki í vil.

Skammhlaup talið ástæða brunans

Thu, 04/18/2019 - 10:59
Skammhlaup er nú talin líklegasta skýringin á að eldur kom upp í Notre-Dame dómkirkjunni í París á mánudag. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu og hefur eftir rannsakendum að af öryggisástæðum hafi þeir hafi ekki enn fengið „grænt ljós“ á vinnu í dómkirkjunni.

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Thu, 04/18/2019 - 10:45
Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu.

Reyndi að láta fjarlægja Mueller

Thu, 04/18/2019 - 09:19
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, reyndi að láta fjarlægja Robert Mueller, sérstakan saksóknara, úr embætti sínu sem yfirmaður rannsóknar á rússneskum afskiptum af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Mueller sem opinberuð var í dag.

Skuldir WOW air ekki ástæðan

Thu, 04/18/2019 - 08:58
Skuldir WOW air við Isavia eru ekki ástæða þess að Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia lét af störfum í gær. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir Orra Haukssyni stjórnarformanni Isavia. Heimildir Morgunblaðsins herma hins vegar að Birni Óla hafi verið sagt upp störfum samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Vann 1,3 milljarða og svarar ekki

Thu, 04/18/2019 - 08:45
Norsk Tipping, sem rekur lottóið í Noregi, gengur ekkert að ná sambandi við lottóspilara sem í gærkvöldi varð 88.922.210 norskum krónum, tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna, ríkari í Víkingalottóinu.

Sigldi ölvaður upp á land

Thu, 04/18/2019 - 07:37
Lögreglan í Vestfold leitar nú að manni sem náði að sigla frístundabáti sínum svo rækilega upp á land að hann staðnæmdist tíu metra frá sjávarmáli. Maðurinn stakk af úr blóðprufu á læknavaktinni og er ófundinn.

Trump hafi sýnt mikinn samstarfsvilja

Thu, 04/18/2019 - 07:09
Bill Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að hvorki Donald Trump né framboð hans í forsetakosningum árið 2016 hafi átt í samstarfi við Rússa í tengslum við afskipti þeirra síðastnefndu af kosningunum. Barr kynnti Mueller-skýrsluna á blaðamannafundi í dag.

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Thu, 04/18/2019 - 07:05
Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast.

Pages

Morgunblaðið