Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 10 min ago

Nýr morgunþáttur á K100

Wed, 02/21/2018 - 23:37
Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00.

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

Wed, 02/21/2018 - 23:29
„Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar.

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

Wed, 02/21/2018 - 23:18
Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu.

Valdís meðal þeirra efstu - Erfitt hjá Ólafíu

Wed, 02/21/2018 - 23:16
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á meðal efstu kylfinga eftir fyrsta hringinn á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fer í Ástralíu en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda en illa gekk hjá henni í fyrsta hringnum sem hófst í nótt að íslenskum tíma.

„Hún var myrt í síðustu viku“

Wed, 02/21/2018 - 23:02
„Ef þú ert með kennara sem er lunkinn með byssu þá gæti [hann] bundið enda á árás mjög fljótt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær. „Ég skil ekki hvers vegna ég get gengið inn í búð og keypt mér stríðsvopn,“ sagði ungur maður sem missti vin sinn í skólaárásinni í Flórída.

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

Wed, 02/21/2018 - 21:30
Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar.

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

Wed, 02/21/2018 - 21:30
Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Skoða réttarstöðu sína

Wed, 02/21/2018 - 21:30
Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum.

Framtalsskilum flýtt um mánuð

Wed, 02/21/2018 - 21:30
Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt.

Kennarar beri skotvopn

Wed, 02/21/2018 - 15:33
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera að íhuga að veita leyfi fyrir því að kennarar beri skotvopn í von um að koma í veg fyrir enn eina skotárásina í skólum landsins.

1.000 ára beinagrindur undir Ráðhústorgi

Wed, 02/21/2018 - 15:30
Fornleifafræðingar við Minjasafn Kaupmannahafnar hafa síðustu vikur grafið upp tuttugu beinagrindur sem fundust undir Ráðhústorginu í miðborg Kaupmannahafnar. Gröfturinn hefur farið fram í leyni, en fornleifafræðingarnir hafa athafnað sig í skjóli tveggja stórra tjalda síðan í desember.

Spænskt smálið ógnar Manchester City

Wed, 02/21/2018 - 15:30
Stafar enska knattspyrnustórveldinu Manchester City ógn af spænska smáliðinu Girona sem hefur komið skemmtilega á óvart í efstu deildinni á Spáni í vetur?

Vélarvana í höfninni á Rifi

Wed, 02/21/2018 - 14:50
Línuskipið Tjaldur SH liggur nú vélarvana í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni.

Vélarvana í höfninni á Rifi

Wed, 02/21/2018 - 14:50
Línuskipið Tjaldur SH liggur nú vélarvana í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni.

Von á svipaðri lægð á föstudag

Wed, 02/21/2018 - 14:41
Enn eymir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands.

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Wed, 02/21/2018 - 14:25
Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju.

Logi skilaði inn framboði

Wed, 02/21/2018 - 14:17
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Wed, 02/21/2018 - 14:02
Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Wed, 02/21/2018 - 12:35
690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra.

Sevilla - Man. Utd, staðan er 0:0

Wed, 02/21/2018 - 12:33
Fyrri leikur Sevilla og Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fer fram kl. 19:45 í Sevilla í kvöld. Mbl.is fylgist með gangi mála og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

Pages

Morgunblaðið