Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 12 min ago

Dani lést á Island-tindi

16 hours 20 min ago
Dani lést í fjallgönguslysi í Nepal samkvæmt tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu en fátt er vitað frekar hvað gerðist.

Enginn inni í íbúðinni

18 hours 29 min ago
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri á Akureyri segir að búið sé að tryggja að enginn var inni í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp á Norðurgötu í nótt. Búið er að slökkva eldinn en enn rýkur úr húsinu.

„Bílslysið bjargaði mér“

18 hours 41 min ago
Aron Sig­ur­vins­son, 21 árs knattspyrnumaður, lenti í í al­var­legu bíl­slysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Aron slasaðist alvarlega, tvíhálsbrotnaði og fékk miklar innvortis blæðingar. Í aðgerð sem hann gekkst undir skömmu eftir slysið kom hins vegar annað og meira í ljós. Hann var með krabbamein í hálsi.

Drengur í dótabúð

18 hours 53 min ago
Einu sinni átti ég sportbíla. Það var gaman. Það er eitthvað við að aka um á bíl sem bregst við um leið, svínliggur í öllum beygjum og getur gert nánast hvað sem er. Það er svo notalegt að vita að það er nóg til í vélinni.

Bað pabba sinn að borga fyrir Tinder-stefnumót

18 hours 54 min ago
Kona í Bretlandi sem hefur farið á fjöldann allan af skelfilegum Tinder-stefnumótum deilir sögum nokkrum af þeim verstu stefnumótum sem hún hefur farið á.

Fékk sér pizzu með Beatrice

18 hours 59 min ago
Andrew Bretaprins neitar því staðfastlega að hafa haft kynmök við unglingsstúlku sem segist hafa verið neydd til þess að sofa hjá prinsinum af bandaríska barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

Stærsti jarðskjálftinn var 4,5 að stærð

19 hours 9 min ago
Nú klukkan 8:38 í morgun varð jarðskjálfti af stærð 2,9 um 9 km suður af Helgafelli við Hafnarfjörð. Þetta kemur fram í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands og þar segir að borist hafi tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Grínaðist með að fótbrjóta Sterling

19 hours 24 min ago
Bernard Challandes, landsliðsþjálfari Kósóvó, grínaðist með á blaðamannafundi í gær að eina leiðin til að stoppa Raheem Sterling, leikmann Manchester City og enska landsliðsins, væri að fótbrjóta hann.

Hvetur fólk til að gefast ekki upp

20 hours 4 min ago
Eliza Reid forsetafrú skrifar færslu á Facebook í gær í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Færslan er bæði skrifuð á „fullkominni íslensku“ sem og eins og hún skrifaði hana áður en færslan var lesin yfir. Hún hvetur fólk sem er ekki með íslensku sem móðurmál að gera sitt besta og ekki gefast upp.

Stökkvari sem missti fótanna

20 hours 9 min ago
Á vetrarólympíuleikunum í Sarajevo í Júgóslavíu fyrir þrjátíu árum vakti ungur Finni talsverða athygli. Matti Nykänen vann þá til gull- og silfurverðlauna í skíðastökki aðeins 21 árs gamall. Sigur hans af hæsta pallinum var mesti yfirburðasigur í skíðastökki í sögu leikanna fram að því. Nykänen fylgdi þessari velgengni sinni kröftuglega eftir og var væntanlega á hátindi síns ferils á leikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Eftir að ferlinum lauk tók ýmislegt við hjá kappanum, misjafnlega uppbyggilegt.

Perry sagður alltaf hafa elskað Cox

20 hours 19 min ago
Friends-leikarinn Matthew Perry er sagður alltaf hafa elskað mótleikkonu sína fyrrverandi Courteney Cox.

Rýfur Liverpool 90% múrinn?

20 hours 54 min ago
Verður Liverpool fyrsta liðið frá 1889 til að leysa til sín yfir 90% stiga í ensku úrvalsdeildinni? Til þess þarf liðið af fá 103 stig á yfirstandandi leiktíð.

Varað við hótelsvindlurum

Sat, 11/16/2019 - 23:47
Hóteleigendur á Norðurlandi hafa varað starfssystkini sín við bókunum frá Juliu Hurley en um svindl er að ræða og allt bendir til að um stolið kort sé að ræða.

Barni komið undir læknishendur

Sat, 11/16/2019 - 23:29
Tilkynnt var um stúlku í mjög annarlegu ástandi í Grafarholti eða Úlfarsárdal (hverfi 113) á næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið og tilkynning send á barnavernd Reykjavíkur.

Von á suðaustanstormi

Sat, 11/16/2019 - 23:16
Í nótt gengur í hvassa suðaustanátt, 15-23 m/s. Hvassast verður suðvestanlands, frá Eyjafjöllum í Borgarfjörð á morgun og má búast við snörpum vindhviðum við fjöll. Ekki er útlit fyrir að lægi fyrr en á þriðjudag.

Snjór og hálka í höfuðborginni

Sat, 11/16/2019 - 23:05
Snjór og hálka er á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt fyrir fólk að fara varlega í umferðinni. Verið er að hreinsa götur og stíga í Reykjavík. Hálka er á Reykjanesbrautinni og biður lögregla fólk um að fara varlega.

EM-umspil í fyrsta sinn

Sat, 11/16/2019 - 23:00
Karlalandsliðið í knattspyrnu fer nú í umspil til að komast í lokakeppni EM og hefur það ekki gerst áður hjá A-landsliði karla.

Sonurinn sefur með höfuð af gínu

Sat, 11/16/2019 - 23:00
Hin 22 ára gamla móðir Ilarni Clark hafði alltaf leyft 14 mánaða gömlum syni sínum Harry að fikta í hári sínu þangað til hann sofnaði. Clark var hinsvegar farin að fá höfuðverk af því að leyfa honum að fikta í hári sínu og ætlaði að reyna venja hann af því.

Eldur í íbúðarhúsi á Akureyri

Sat, 11/16/2019 - 22:56
Eldur kviknaði í þriggja íbúða húsi við Norðurgötu á Akureyri um fimm í nótt. Slökkvilið og lögregla á Akureyri eru að störfum á vettvangi en ekki er hægt að útiloka að einhver hafi verið í íbúðinni sem eldurinn kom upp í.

Góða skapið víðsfjarri

Sat, 11/16/2019 - 22:49
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi og virtist góða skapið vera einhverstaðar víðsfjarri. Um sjötíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 19:00 til 05:00. Sjö gistu fangaklefa í nótt.

Pages

Morgunblaðið