Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 42 min 56 sec ago

Skullu saman í blindhæð í göngunum

Thu, 05/11/2017 - 15:08
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða í norðanverðum Oddsskarðsgöngum um klukkan níu í kvöld. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt að sögn Jónasar Wilhelmssonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á Austurlandi.

Vegalokanir líklegar á morgun

Thu, 05/11/2017 - 14:24
Í nótt hvessir á ný í Öræfum og verður hvöss norðaustanátt og geta vindhviður farið í 35-45 m/s til hádegis og jafnvel lengur á morgun, föstudag. Áfram verður hvasst og byljótt í Mýrdal og austantil undir Eyjafjöllum fram eftir föstudagsmorgni.

Danmörk og Noregur komust áfram

Thu, 05/11/2017 - 14:14
Nú liggur fyrir hvaða lönd komust áfram í seinni undankeppni Eurovision sem fram fór í kvöld.

Íslendingar tjá sig um keppnina

Thu, 05/11/2017 - 14:12
Þó Ísland hafi ekki verið meðal þátttökuþjóða í undankeppni Eurovision í kvöld létu Íslendingar ekki sitt eftir liggja á Twitter. Höfðu einhverjir á orði hversu öðruvísi þessi riðill væri miðað við þann fyrri, þar sem Ísland keppti á þriðjudag.

Búið að ná tökum á sinubrunanum

Thu, 05/11/2017 - 13:40
„Við erum búin að ná tökum á þessu. Þetta er að klárast og erum búin að einangra svæðið,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, um sinubrunann á Snæfellsnesi.

Hælisumsókn Ezes hafnað

Thu, 05/11/2017 - 12:09
„Ég hyggst bera þessa ákvörðun Útlendingastofnunar undir kærunefnd útlendingamála,“ segir Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Nígeríumannsins Ezes Okafor sem óskað hefur verið eftir hæli hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hefur nú hafnað umsókninni.

„Við munum halda hátíðina“

Thu, 05/11/2017 - 11:52
„Við munum halda hátíðina og erum með leyfi landeigandans. Við munu sjá til þess að hátíðin uppfylli öll skilyrði sem sett eru af eftirlitsaðilum og áfram verður lögð áhersla á að vinna í góðri sátt við alla aðila á svæðinu,“ segir skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Nig­ht + Day við Skógafoss.

Fjörlegar umræður um tungutak

Thu, 05/11/2017 - 11:46
Um 120 manns mættu á morgunverðarfund Kompaní, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og mbl.is, sem haldinn var í morgun. Þar flutti Bragi Valdimar Skúlason, baggalútur og einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, erindi um tungutak í íslenskum auglýsingum.

Lögreglan lýsir eftir Þorsteini Sindra

Thu, 05/11/2017 - 11:13
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Þorsteini Sindra Elíassyni. Í tilkynningu frá henni kemur fram að hann sé 37 ára gamall, 182 sm að hæð, 80 til 90 kíló að þyngd og með stutt ljósskollitað hár. Ekki sé þá vitað hvernig hann er klæddur.

„Líklega einhver hent út vindlingi“

Thu, 05/11/2017 - 10:54
„Þetta er mikill reykur og mikill eldur,“ segir Þórður Þórðarson lögreglumaður um sinueldana við Vegamót. „Þetta er töluvert svæði sem búið er að brenna en þeir hafa náð að verja húsin og gróðrarstöðina. Þeir eru við hana allir núna að reyna að koma í veg fyrir að eldurinn læsi sig í hana.“

Réðst á fjögurra ára son sinn

Thu, 05/11/2017 - 10:07
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi, til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í sakarkostnað fyrir að hafa ráðist á fjögurra ára son sinn.

Andlát: Jóhanna Kristjónsdóttir

Thu, 05/11/2017 - 09:54
Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í nótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi.

Sinubruni á Snæfellsnesi

Thu, 05/11/2017 - 09:37
Slökkvilið Borgarbyggðar og nágrennis hefur verið kallað út vegna sinubruna á Snæfellsnesi. „Þeir voru að mæta,“ segir Stefán Eggert Jónsson vegfarandi sem átti leið fram hjá svæðinu nú um klukkan 16. Hann segir að eldur logi á stóru svæði.

„Gríðarlegt högg“ fyrir Akranes

Thu, 05/11/2017 - 09:36
„Þetta er gríðarlegt högg fyrir bæinn. Ég myndi áætla að þarna væru undir 150 störf ef tekin eru með afleiddu störfin.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness í samtali við mbl.is, í kjölfar ákvörðunar HB Granda um að segja upp 86 starfsmönnum í bæjarfélaginu.

Dómur staðfestur vegna þyrlukaupa

Thu, 05/11/2017 - 09:14
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest níu mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir umboðssvik í máli sem tengist þyrlukaupum. Honum hefur einnig verið gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eða 918.052 krónur.

Skyndiákvörðun eða uppsafnað ergelsi?

Thu, 05/11/2017 - 08:39
Ákvörðun Donald Trump að láta forstjóra FBI taka pokann sinn kann enn að draga dilk á eftir sér en málið þykir allt hið alvarlegasta og náði súrealískum hæðum þegar rússneskur ljósmyndari var tekinn fram yfir bandaríska kollega sína þegar forsetinn fundaði með utanríkisráðherra Rússlands í gær.

Sorglegt að fá svona mann til landsins

Thu, 05/11/2017 - 08:25
„Þetta eru okkar viðbrögð við komu Robert Spencer; að mæta og sýna að við stöndum vörð um mannréttindi hér á Íslandi,“ segir Sema Erla Serdar í samtali við mbl.is. Hún stendur fyrir samstöðufundi fyrir utan Grand hótel í kvöld á sama tíma og Robert Spencer heldur erindi þar innan dyra.

Skólameistari FÁ til MH

Thu, 05/11/2017 - 07:30
Steinn Jóhannsson, skólameistari við Fjölbrautaskólann í Ármúla, verður næsti konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þetta staðfestir Lárus H. Bjarnason rektor MH í samtali við mbl.is.

„Allt í plati, við erum hætt við“

Thu, 05/11/2017 - 06:41
„Í þessu tiltekna máli var um að ræða fólk sem setti eignina á sölu. Það var gert tilboð í eignina og seljendur gerðu gagntilboð. Kaupendur gengu að gagntilboðinu. Samkvæmt íslenskum lögum er það þannig að þegar liggur fyrir samþykkt kauptilboð eða gagntilboð þá er kominn á kaupsamningur.“

Hagnaður GAMMA tvöfaldast

Thu, 05/11/2017 - 06:23
Hagnaður GAMMA Capital Management tvöfaldaðist milli ára og nam 846 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 417 milljónir króna árið áður. Heildartekjur félagsins námu 2.156 milljónum króna en rekstrarkostnaður var um 1.059 milljónir króna.

Pages

Morgunblaðið