Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 38 min ago

Baldvin og Baldur á bílum í maraþoninu

Sun, 07/16/2017 - 04:24
Baldvin Týr Sifjarson 7 ára og Baldur Ari Hjörvarsson 6 ára ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 19.ágúst. Þeir eru mjög spenntir fyrir hlaupinu og ætla að reyna að fara hratt.

Keyra á undirmönnun allar vaktir

Sun, 07/16/2017 - 04:10
Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur áhrif á sjúklinga. Landspítalinn finnur greinilega fyrir þeirri ákvörðun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga að sækja ekki um í vor, en nú vantar um 130 hjúkrunarfræðinga á spítalann. Á bráðalyfjalækningadeild eru allar vaktir undirmannaðar.

Einbýlishús brann á Stokkseyri

Sun, 07/16/2017 - 03:39
Um klukkan 5:20 í morgun barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um eld í einbýlishúsi á Stokkseyri. Ein kona var í húsinu sem komst út af sjálfsdáðum áður en fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang.

Lenti með 300 farþega eftir bilun

Sun, 07/16/2017 - 03:22
Óvissustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að tilkynnt var um bilun í öðrum hreyfli Norwegian flugvélar á leið frá Los Angeles til Stokkhólms. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum var lítil hætta á ferðum.

Lenti með 300 farþegar eftir bilun

Sun, 07/16/2017 - 03:22
Óvissustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að tilkynnt var um bilun í öðrum hreyfli Norwegian flugvélar á leið frá Los Angeles til Stokkhólms. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum var lítil hætta á ferðum.

Eitthvað allt annað í gangi núna

Sun, 07/16/2017 - 03:21
Þó að Fanndís Friðriksdóttir sé nú mætt í þriðja sinn á ferlinum í lokakeppni Evrópumóts í knattspyrnu þá segir hún að á vissan hátt líði sér sem nýliða í aðdraganda EM í Hollandi.

Vill greiða leið Breta inn í EFTA

Sun, 07/16/2017 - 02:53
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill opna dyrnar fyrir Breta að evrópsku viðskiptabandalagi í kjölfar Brexit með því að skoða aðild Breta að EFTA, fríverslunarsamtök Evrópu. Guðlaugur Þór segist hafa rætt við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, um þann möguleika.

Sumar þurftu smá knús fyrir svefninn

Sun, 07/16/2017 - 02:36
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa ýmislegt að gera sér til dundurs á milli æfinga og funda fyrir leikinn við Frakkland á þriðjudag á Evrópumótinu í Hollandi.

Bæði stormur og sumarblíða í kortunum

Sun, 07/16/2017 - 01:59
Búast má við sviptingu í veðri á næstu dögum þar sem nokkuð hvasst verður fyrst um sinn og væta og hvassviðri á þriðjudaginn, en snúi svo upp í hlýrra veður þegar líður á vikuna og að hiti fari víða yfir 20°C seinni hluta vikunnar með sumarblíðu.

Fresta atkvæðagreiðslu um Obamacare

Sun, 07/16/2017 - 00:48
Öldungadeild Bandaríkjanna hefur frestað atkvæðagreiðslu vegna nýs heilbrigðisfrumvarps ríkisstjórnar Donald Trumps, en það stefnir í að mjög mjótt sé á munum milli andstæðinga og stuðningsmanna frumvarpsins.

Endurbætur á slæmri Sprengisandsleið

Sun, 07/16/2017 - 00:48
Syðsti hlutinn af Sprengisandsleið (F26) er talsvert illa farinn og stórir steinar víða á miðjum veginum auk þess sem svokölluð þvottabretti hrista vegfarendur fram og til baka. Haukur Pálmason, verkstjóri Vegargerðarinnar í Vík, segir að nú standi hins vegar til að fara í endurbætur.

Sex heimilisofbeldismál í nótt

Sun, 07/16/2017 - 00:10
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um sex heimilisofbeldismál í gærkvöldi og nótt. Voru gerendur í þremur málum handteknir á staðnum og vistaðir í fangageymslu, en í hinum þremur málunum voru þeir farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að.

Öruggt hjá Sunnu - enn ósigruð

Sat, 07/15/2017 - 17:55
Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann gríðarlega öruggan sigur á Kelly D'Angelo í blönduðum bardagalistum á Invicta FC 24 kvöldinu í Kansas í kvöld. Dómararnir dæmdu Sunnu 30:27, 30:27 og 30:26 sigur.

Tveir fengu 300 þúsund krónur

Sat, 07/15/2017 - 15:57
Enginn var með allar tölur réttar þegar dregið var í lottó kvöldsins. Hins vegar var einn heppinn með annan vinning, fjórar tölur réttar af fimm, og hlaut hann rúmar 336 þúsund krónur í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni.

Óvenjumikil snjókoma

Sat, 07/15/2017 - 15:00
Snjóþungi gerir íbúum í borginni Santiago í Chile lífið leitt þessa stundina. Samgöngur hafa farið úr skorðum og um 250 þúsund íbúar eru án rafmagns. Þetta er mesti snjór sem hefur fallið í boginni frá árinu 2007 og er óvenjulegt kuldakast miðað við árstíma, að sögn veðurfræðinga.

Tekur tíma að aðlagast banninu

Sat, 07/15/2017 - 14:50
Akstursbann hópferðabifreiða í miðborg Reykjavíkur tók gildi í dag. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins en einhverjir rekstraraðilar hópferðabíla segjast þurfa lengri tíma til aðlögunar svo unnt sé að virða tilmæli um akstursstefnu.

Drag „búst fyrir sálina“

Sat, 07/15/2017 - 14:45
„Þetta er búst fyrir sálina,“ segir Rakel Mjöll Leifsdóttir, viðburðarstjóri hjá Loft, um listformið drag. Að sögn Rakelar hafa mánaðarleg dragkvöld á Loft slegið í gegn síðan þau voru fyrst haldin síðustu áramót. Á kvöldunum mætast erlendar dragdrottningar í fullu starfi og íslenska dragsenan.

Engin merki um gosóróa

Sat, 07/15/2017 - 14:15
„Það byrjaði síðasta sumar að aukast aðeins virknin í Kötlu og þetta er bara áframhald af því,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftann sem mældist í Mýrdalsjökli klukkan 19:12 í kvöld.

Vill „afhöfða svikarana“

Sat, 07/15/2017 - 14:08
„Fyrst og fremst munum við afhöfða svikarana,“ sagði Recep Tayyip Erdoga, forseti Tyrklands, í ræðu sem hann hélt í Istanbúl í tilefni þess að ár er liðið frá valdaránstilraun í landinu þar sem reynt var að steypa honum af stóli.

Stærri fiskar hér en heima í Amsterdam

Sat, 07/15/2017 - 13:30
Hressir skipverjar og haugur af humri voru eitt það fyrsta sem tók á móti hollenskri fjölskyldu við komu þeirra til Íslands. Fjölskyldan hyggst dvelja í Grindavík í tvær vikur.

Pages

Morgunblaðið