Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 51 min ago

Þórdís og Stranger tekin af dagskrá

Thu, 03/09/2017 - 03:32
Aðstandendur Women of the World ráðstefnunnar sem fram fer í London um helgina hafa ákveðið að taka fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger af dagskrá.

Þurfti að lenda vegna rifrildis um teppi

Thu, 03/09/2017 - 03:26
Flugvél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines á leið frá Las Vegas til Honolulu þurfti að lenda í Los Angeles í gærkvöldi, vegna rifrildis sem braust út um teppi. Einn farþeganna hafði beðið um teppið vegna þess að honum var kalt, en var alvarlega misboðið þegar honum var tjáð að hann þyrfti að borga tólf bandaríkjadali fyrir, eða sem nemur rúmlega 1.300 krónum.

Fá stærri sneið af íslenska Dominos

Thu, 03/09/2017 - 03:24
Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Dominos í Englandi (Domino´s Pizza Group), sem í dag á 49% hlut í íslenska Dominos, muni í framtíðinni eignast hluti íslensku keðjunnar í Skandinavíu. Þá mun breska félagið eignast 2% auka hlut íslenska félaginu hér á landi og veðrur þar með ráðandi hluthafi með 51% eignarhlut.

Afnám hafta gæti orðið á næstu vikum

Thu, 03/09/2017 - 03:22
Afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Birtu fundargerðina degi fyrir fundinn

Thu, 03/09/2017 - 02:48
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, birti í gærkvöldi fundargerð bæjarráðs á Facebook-síðu sinni. Fundargerðin er nokkuð hefðbundin, fyrir utan það eitt að fundurinn var ekki haldinn fyrr en nú í morgun.

Styttist í að rannsókn ljúki

Thu, 03/09/2017 - 02:47
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að vinna í því að klára rannsóknina á máli Birnu Brjánsdóttur. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns eru niðurstöður úr rannsóknum á lífssýnum að berast annað slagið en þær eru ekki allar komnar.

10% tilkynnt til barnaverndar

Thu, 03/09/2017 - 00:24
Vanræksla var algengasta ástæða tilkynninga til barnaverndarnefnda sem starfandi eru á landinu. Rúmlega 9.300 tilkynningar bárust í fyrra og aðeins einu sinni áður hafa nefndunum borist fleiri tilkynningar, það var 2009; árið eftir hrun.

Starfsemi Brúneggja flutt í annað félag

Thu, 03/09/2017 - 00:13
Starfsemi Brúneggja fluttist yfir í annað félag skömmu áður en eggjaframleiðandinn var lýstur gjaldþrota þann 3. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins, þar sem segir að ekki fáist uppgefið hverjir nýir eigendur eru, en að þeir muni vera úr hópi kröfuhafa.

Sjöfaldur íbúafjöldi í heimsókn

Wed, 03/08/2017 - 23:37
Næsta sumar verður fimmti hver maður hér á landi ferðamaður samkvæmt nýrri spá Íslandsbanka sem reiknar með 2,3 milljónum erlendra gesta á næsta ári. Er þetta þrjátíu prósent fjölgun milli ára og gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þúsund. Væri það enn eitt metið á eftir mörgum metárum.

„Skammarlegt“

Wed, 03/08/2017 - 23:33
Lars Lagerbäck fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslendinga og núverandi landsliðsþjálfari Norðmanna vandaði Luis Suárez framherja Barcelona ekki kveðjurnar eftir leikinn ótrúlega á Camp Nou í gær þar sem Barcelona vann Paris SG, 6:1.

Tifandi tímasprengja sem sprakk

Wed, 03/08/2017 - 23:31
Yfirvöld í Gvatemala hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna 22 unglingsstúlkna sem létust í eldsvoða í athvarfi fyrir börn og ungmenni sem annað hvort eru fórnarlömb heimilisofbeldis eða búa á götunni. Stúlkurnar sem létust eru á aldrinum 14-17 ára.

Níðingur þóttist vera Bieber

Wed, 03/08/2017 - 22:36
Rúmlega fertugur Ástrali, sem þóttist vera kanadíski söngvarinn Justin Bieber, hefur verið ákærður fyrir rúmlega 900 barnaníðsbrot.

Fróðleiksfýsn og náttúruvernd

Wed, 03/08/2017 - 21:30
Náttúruvernd, fróðleiksfýsn, umburðarlyndi og mannvirðing voru áberandi þættir í lífi og breytni systkinanna á Kvískerjum í Öræfasveit. Þau voru þrettán alls og níu komust á legg. Þau eru nú öll fallin frá, en Hálfdán sem var þeirra yngstur lést í síðasta mánuði.

Átti að minnka en er óbreytt

Wed, 03/08/2017 - 21:30
Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, lýsti því yfir í janúar 2007, fyrir rúmum tíu árum, að þynningarsvæði álversins yrði minnkað um 70%, vegna þess að gríðarleg þróun hefði orðið í mengunarvörnum. Síðan hefur ekkert gerst.

Engar hvalveiðar næsta sumar

Wed, 03/08/2017 - 21:30
Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf. í sumar. Að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals, eru helstu ástæður þessa endalausar hindranir í Japan við innflutning á hvalaafurðum, en Japan er helsta markaðslandið fyrir hvalaafurðir.

Allt að 332 íbúðir á Gelgjutanga

Wed, 03/08/2017 - 21:30
Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum þrjá samninga sem tengjast fyrirhugaðri uppbyggingu í Vogabyggð 1 á Gelgjutanga við Elliðaárvog. Vinna við deiliskipulag svæðisins er hafin.

Hyggjast fá fund með ráðherra

Wed, 03/08/2017 - 21:30
Áhugamenn um samgöngumál á Vestfjörðum eru að undirbúa boðun íbúafundar með samgönguráðherra og þingmönnum.

Bjó til heimsins dýrasta taco

Wed, 03/08/2017 - 15:55
Rækjur, kavíar, trufflur og gullflögur eru ekki meðal hefðbundinna innihaldsefna í mexíkóskri taco-hveitiköku. Kokkurinn Juan Licerio Alcala hefur þó nýtt þessi hráefni til að búa til heimsins dýrasta taco. Verðmiðinn er rúmar 2,7 milljónir króna.

Lekinn líklega frá verktökum CIA

Wed, 03/08/2017 - 15:20
Verktakar hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA eru taldir líklegastir til að hafa lekið upplýsingum og gögnum frá stofnunni til uppljóstrarasíðuna Wikileaks. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildamönnum innan bandarískrar leyniþjónustu og löggæslustofnanna.

Hætt við skilnaðinn

Wed, 03/08/2017 - 15:00
Leikarahjónin Ben Affleck og Jennifer Garner eru hætt við að skilja, en þau eru sögð ætla að gefa hjónabandi sínu annað tækifæri.

Pages

Morgunblaðið