Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 43 min ago

Liverpool í vænlegri stöðu eftir sigur

Tue, 08/15/2017 - 13:44
Liverpool vann 2:1-útisigur á Hoffenheim í fyrri leik liðanna í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Skemmdarverk unnin á minnisvarða

Tue, 08/15/2017 - 13:30
17 ára drengur er sakaður um að hafa unnið skemmdarverk á minnisvarða um helförina í Boston á mánudag. Er þetta í annað sinn sem minnisvarðinn er skemmdur á innan við tveimur mánuðum.

Hringdi heim til þess að fá leyfi

Tue, 08/15/2017 - 13:27
John Snorri Sigurjónsson og Lína Móey eiginkona hans voru gestir í Magasíninu á K100 í dag þar sem þau töluðu meðal annars um samskipti sín á meðan að á ævintýrum John Snorra stóð og heimkomuna.

Skildi skyndilega ekki ensku

Tue, 08/15/2017 - 13:20
Franskur ferðamaður var staðinn að verki seint í gærkvöldi þar sem hann var við spúnveiðar í laxastiganum við fossinn Glanna í Norðurá. Haft er eftir Magnúsi Fjeldsted veiðiverði á fréttavefnum Skessuhorn að honum hafi verið gert viðvart um málið á tíunda tímanum í gærkvöld en ferðamaðurinn var á ferð við annan mann.

Gylfi í læknisskoðun hjá Everton

Tue, 08/15/2017 - 12:27
Samkvæmt öruggum heimildum mbl.is hafa Swansea og Everton loksins náð samkomulagi um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea til Everton.

Miðaverð hækkar óumflýjanlega

Tue, 08/15/2017 - 12:00
Óumflýjanlegt er að miðaverð í Flugrútuna hækki vegna útboðs á sætaferðum frá Keflavíkurflugvelli sem Isavia stóð nýlega fyrir. Þetta segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við fréttavefinn Túristi.is.

Herða eftirlit með farsímanotkun við akstur

Tue, 08/15/2017 - 11:10
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Samgöngustofu hafa verið og munu gefa umferðarlagabrotum er snúa að farsímanotkun undir stýri aukið vægi. Sex ökumenn voru kærðir fyrir hádegi í dag vegna notkunar farsíma við akstur.

„Stríð verður ekki endurtekið“

Tue, 08/15/2017 - 10:59
Suður-Kórea mun gera allt sem í valdi landsins stendur til þess að koma í veg fyrir stríð við Norður-Kóreu. Þetta segir forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, og hvetur til friðsamlegra samningaviðræðna umfram refsiaðgerðir.

Bíða upplýsinga um sjálfsvígið

Tue, 08/15/2017 - 10:28
Tilkynning frá Landspítala til embættis landlæknis um atvik sem átti sér stað aðfaranótt föstudags þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild spítalans, var ekki fullnægjandi og bíður embættið nú eftir nánari upplýsingum frá spítalanum.

Kalla eftir gegnsæi um rekstur Póstsins

Tue, 08/15/2017 - 10:10
Meiri upplýsingar um rekstur og stöðu Íslandspósts þurfa að liggja fyrir áður en nýtt frumvarp til laga um póstþjónustu verður tekið til umræðu. Þá þarf að ljúka rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum samkeppnisbrotum fyrirtækisins áður en hægt er að leggja grunn að mögulegri einkavæðingu.

Stór flutningabíll út af veginum

Tue, 08/15/2017 - 10:00
Stór flutningsbifreið fór úr af veginum um Vatnaleið á Snæfellsnesi norðan megin í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi.

„Spriklandi fiskur hvert sem litið var“

Tue, 08/15/2017 - 09:49
„Þegar komið var á svæðið heyrðist áberandi hviss hljóð þegar gengið var út á brúarvænginn enda spriklandi fiskur í yfirborðinu hvert sem litið var. Þetta voru heilu breiðurnar. Við vorum fyrstir á svæðið og brátt voru komin fleiri skip.“

Augnablik öfga og haturs fryst

Tue, 08/15/2017 - 08:36
Tveir karlmenn eru í lausu lofti. Fótur annars þeirra er í óhugnanlegri stellingu. Skór eru á víð og dreif. Umhverfis bílinn stendur hópur fólks með skilti sem á stendur meðal annars: „Ást“, „Samstaða“ og „Líf svartra skipta máli“. Ein áhrifamesta fréttamynd ársins segir meira en þúsund orð.

Segir Brexit-ráðherrann latan

Tue, 08/15/2017 - 08:10
David Davis, ráðherra Brexit í Bretlandi, er latur og grandlaus og hann ásamt forsætisráðherra Bretlands hafa ekki haft hugmynd um hvað þau séu að gera frá fyrsta degi. Þetta kemur fram í bylgju „tvíta“ frá James Chapman sem starfaði sem starfsmannastjóri hjá Davis þar til í júní sl.

Ekki lögbrot að mynda klám í kirkju

Tue, 08/15/2017 - 08:10
Hollenskir saksóknarar hafa hafnað kæru frá kirkjuyfirvöldum í borginni Tilburg vegna myndbands sem sýnir tvo klámmyndaleikara stunda kynlíf í skriftastól í kirkju í borginni. Myndbandið var birt á hollenskum klámvef fyrr á þessu ári.

„Þetta átti ekki að gerast þarna“

Tue, 08/15/2017 - 07:36
„Erum við sem samfélag ekki að bregðast fólki sem þarf aðstoð? Þurfum við ekki að vera brjáluð og krefjast úrbóta og úrræða? Áður en næsta manneskja deyr,“ skrifar Oddrún Lára Friðgeirsdóttir á Facebook, þar sem hún segir fréttir af sjálfsvígi á geðdeild Landspítalans hafi vakið upp slæma minningu.

Tæknideild skoðar svifvæng Grampa Dave

Tue, 08/15/2017 - 07:35
Dánarorsök liggur enn ekki fyrir í máli kanadamannsins David Frederik McCord, betur þekktur sem Grampa Dave, sem lést í Reynisfjöru á sunnudagskvöld er hann féll til jarðar með svifvæng.

Báðu gyðinga um að nota sturturnar

Tue, 08/15/2017 - 07:18
Svissneskt hótel þar sem gestum úr röðum gyðinga var bent á með skilti við sundlaugarbakkann að nota sturturnar áður en þeir færu í sundlaugina og sem takmarkaði aðgang þeirra að frysti hótelsins hefur vakið mikla reiði og gagnrýni frá yfirvöldum í Ísrael.

Lést eftir fall í kauphöllinni í London

Tue, 08/15/2017 - 07:02
Starfsmaður bresku kauphallarinnar lést í dag eftir að hafa fallið niður sjö hæðir inni í byggingu kauphallarinnar í London. Er hann sagður hafa fallið af svölum á sjöundu hæð hússins og niður á jarðhæð þess.

„Uppákoman í gær virkar furðuleg“

Tue, 08/15/2017 - 06:57
„Við stjórnmálamenn berum sameiginlega ábyrgð á því andvaraleysi að hafa ekki aflagt eða a.m.k. breytt löngu úreltum reglum um veitingu uppreist æru. Þess vegna eigum við saman að hysja upp um okkur og láta hendur standa fram úr ermum,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.

Pages

Morgunblaðið