Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 2 min ago

Sprengjan brúsi með kveikjaragasi og naglar

Tue, 04/11/2017 - 00:49
Brúsi með kveikjaragasi og naglar voru efniviður sprengjunnar sem 17 ára gamall rússneskur drengur var tekinn með í Ósló á laugardagskvöld. Þá hafði drengurinn m.a. „líkað við“ prófílmynd vígamannsins Jihad John og átti mynd sem hyllir hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana í New York 2001.

Norska sprengjusveitin rýmir hús í Telemark

Mon, 04/10/2017 - 23:39
Sprengjusveit norsku lögreglunnar handtók um fjögurleytið í nótt einn mann og rýmdi hús í bænum Porsgrunn í Telemark. Jørn Gustav Larsen, sem stýrir aðgerðum lögreglu, staðfesti í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að einn hafi verið handtekinn og sex fluttir á brott.

Bláa lónið kaupir blokk í Grindavík

Mon, 04/10/2017 - 22:30
Framkvæmdir eru hafnar í Grindavík við byggingu 24 íbúða fjölbýlishúss við Stamphólsveg og hefur verið gengið frá því að Bláa lónið kaupi þær allar.

Öskraði á börn og barði á rúður Actavis

Mon, 04/10/2017 - 17:01
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem handtekinn var þann 9. febrúar vegna gruns um að hafa stolið vörum úr verslun Hagkaupa við Litlatún, að söluverðmæti 3.284 krónur. Athygli vekur að maðurinn er auk þess grunaður um fjölda brota á undanförnum vikum og mánuðum.

Sósíalistaflokkur verði stofnaður 1. maí

Mon, 04/10/2017 - 16:28
„Sósíalistaflokkur Íslands er stjórnmálaflokkur almennings á Íslandi. Markmið hans er samfélag frelsis, jöfnuðar, mannhelgi og samkenndar. Þessi markmið nást eingöngu með því að færa völdin í hendur fólksins í landinu.“

Trump hættir með fyrirsætuskrifstofuna

Mon, 04/10/2017 - 16:12
Trump-samsteypan, sem heldur utan um hina ólíku viðskiptahagsmuni fjölskyldu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur tilkynnt að hún muni loka fyrirsætuskrifstofu sinni, átján árum eftir að hún var sett á laggirnar.

Elly Vilhjálms og Edith Piaf

Mon, 04/10/2017 - 15:38
Elly Vilhjálms er ekki eina söngkonan í lífi Katrínar Halldóru Sigurðardóttur, sem leikur Elly í sýningu Borgarleikhússins, en hún flutti nýverið inn tíkina Edith Piaf frá Frakklandi.

Guðmundur tekur við Barein - myndskeið

Mon, 04/10/2017 - 15:15
Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur og Íslands í handknattleik karla, mun að öllum líkindum taka við landsliði Persaflóaríkisins Barein og stýra því næstu mánuðina.

Blint á Hellisheiði

Mon, 04/10/2017 - 15:04
Víða um land má búast við dálítilli snjókomu ofan 200 til 300 metra, en yfirleitt verður vindur ekki hvass, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Í tilkynningu frá henni segir að á láglendi hláni með slyttu eða rigningu en á fjallvegum muni snjóa. Blint verði þá til aksturs á Hellisheiði þar til í nótt.

Tóku sextíu ketti af heimili

Mon, 04/10/2017 - 14:17
Dýraverndunarfélagið Villikettir hefur unnið að því í um tvo mánuði að fjarlægja sextíu ketti af einu heimili. Bæjaryfirvöld og eigandi kattanna höfðu samband við félagið og báðu um aðstoð.

Cr. Palace - Arsenal, staðan er 2:0

Mon, 04/10/2017 - 13:21
Crystal Palace fær Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kl. 19:00 í kvöld. Arsenal fer upp í 5. sæti með sigri, á meðan Palace þarf á stigum að halda í baráttunni við botninn.

„Klárlega Emmsjé Gauti páskaeggjanna“

Mon, 04/10/2017 - 13:00
Formleg páskaeggjasmökkun Matarvefjar mbl.is fór fram við hátíðlega athöfn. Besta páskaeggið reyndist vera...

„Yfirvegað svar“ við efnavopnum

Mon, 04/10/2017 - 12:39
Árás Bandaríkjahers á herstöðina í Sýrlandi eyðilagði fimmtung herflugvélaflota forsetans Bashar al-Assad. Þetta segir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis.

Hluti farmsins var í breskri eigu

Mon, 04/10/2017 - 12:23
Vaknað hefur upp skyndilegur áhugi á örlögum þýska flutningaskipsins Minden sem sökkt var á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja 24. september 1939, eftir að fréttir bárust af því að erlent rannsóknarskip væri að reyna að bjarga verðmætum úr flakinu.

Skotárás í bandarískum skóla

Mon, 04/10/2017 - 11:45
Að minnsta kosti fjórir voru skotnir þegar maður hóf skothríð í skóla í San Bernardino í Kaliforníu í Bandaríkjunum um klukkan 10.30 að staðartíma.

Eltust við pissublautan pappír

Mon, 04/10/2017 - 10:51
Lögreglumenn sem voru á eftirliti um Vesturlandsveg fyrir nokkrum dögum ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar þeir óku fram hjá hótelinu á Laxárbakka. Þar höfðu fjórar spænskar stúlkur sest á hækjur sér og voru að pissa á planið.

Húðflúrið af flokknum fer ekki

Mon, 04/10/2017 - 10:16
Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, er hættur í flokknum. Hann segist ekki eiga lengur samleið með honum eftir að hann fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Húðflúrið af merki flokksins á upphandleggnum verður ekki fjarlægt því honum þykir vænt um það.

Drógu öskrandi mann úr fullri vél

Mon, 04/10/2017 - 10:11
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag eftir að farþega í einni flugvél félagsins var vísað úr vélinni í gær vegna þess að of margir farþegar voru um borð.

Vilja „pop-up“ veitingastað í Leifsstöð

Mon, 04/10/2017 - 09:57
Isavia auglýsir eftir aðilum til að reka veitingastað í svokölluðu „pop-up“-rými í suðurhluta Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Óviðunandi framúrkeyrsla

Mon, 04/10/2017 - 09:11
„Þessi framúrkeyrsla úr áætlunum er óviðunandi. Hún virðist fyrst og fremst stafa af ónógri greiningu á jarðfræði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um áform rík­is­sjóðs að lána Vaðlaheiðargöng­um 4,7 millj­arða til að ljúka gangagerðinni.

Pages

Morgunblaðið