Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 41 min 55 sec ago

19 létust í eldsvoða á heilsuhóteli

Sat, 08/25/2018 - 09:23
Að minnsta kosti 19 eru látnir og 23 slasaðir eftir að eldur kom upp á heilsuhóteli í borginni Harbin, höfuðborg Heilongjiang-héraðs í norðausturhluta Kína í dag.

Fyrsti sigur Arsenal - Gylfi lagði upp

Sat, 08/25/2018 - 09:05
Arsenal vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Unai Emery er West Ham kom í heimsókn í dag. Lokatölur urðu 3:1, Arsenal í vil.

Blendingsstúlkan Denny var uppi fyrir 90 þúsund árum

Sat, 08/25/2018 - 07:45
Nýlega greindu vísindamenn frá því að leifar fornsögulegrar unglingsstúlku fundust sem átti móður af tegund Neanderdalsmanna en faðirinn var af denisóvskum uppruna.

Ljósmóðurnemar ekki vinnuafl

Sat, 08/25/2018 - 06:55
„Ég viðurkenni það alveg að þetta var umdeild ákvörðun og er enn. Það eru rök sem segja að það ætti að greiða þessum nemum laun og svo eru önnur sem segja að það ætti ekki að gera það,“ segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans um nemalaun nema í ljósmóðurfræðum.

Réttindi viðskiptavina Netgíró óljós

Sat, 08/25/2018 - 05:58
Réttindi þeirra sem greiða flugmiða með netgíró eru ekki alveg skýr ef það kæmi til gjaldþrots flugfélaga, sagði Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista á Morgunvaktinni á Rás eitt í gærmorgun. Fjárhagsstaða íslensku flugfélagana hefur verið til umræðu undanfarið og bjóða þau bæði upp á greiðslur með netgíró. Framkvæmdarstjóri Netgíró bíður álits lögfræðings og vill ekki tjá sig að svo stöddu.

Bað páfa um að tryggja fórnarlömbum réttlæti

Sat, 08/25/2018 - 05:50
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hvatti Francis Páfa, til að tryggja öllum fórnarlömbum kynferðisbrotamanna innan kaþólsku kirkjunnar, réttlæti, í ræðu sem hann hélt að tilefni opinberrar heimsóknar páfa til Írlands. Francis stóð við hlið forsætisráðherrans þegar hann gagnrýndi kaþólsku kirkjuna harðlega.

Kraftur skýstrókanna „með ólíkindum“

Sat, 08/25/2018 - 05:17
„Þetta er það sem við þekkjum og heyrum af í Bandaríkjunum og víðar í heiminum en við höfum ekki séð þetta hingað til í þeirri mynd. Ég man ekki til þess að það hafi orðið tjón hér á landi vegna þessa,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um skýstrókana sem gengu yfir bæinn Norðurhjáleigu síðdegis í gær. Honum finnst með ólíkindum að strókurinn hafi náð að fleygja bíl út í skurð.

Ógnaði konu með hnífi

Sat, 08/25/2018 - 04:33
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann snemma í morgun eftir að hann hafði ógnað konu með hnífi í íbúð í miðborginni. Konan náði að flýja út úr íbúðinni og leita sér aðstoðar lögreglu.

Þyrla sótti slasaða konu á Esjuna

Sat, 08/25/2018 - 03:14
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu á Esjuna í gærkvöldi. Konunni skrikaði fótur og bar fyrir sig handleggi með þeim afleiðingum að hún fór úr olnbogalið. Þyrlan lenti á Hábungu á Esjunni en konan var staðsett þar rétt fyrir neðan.

Primera tvöfaldar flugvélaflotann

Sat, 08/25/2018 - 03:03
Primera Air ætlar sér stóra hluti í lággjaldaflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. Flugfélagið hefur síðan í vor boðið upp á beint flug frá London til New York, Toronto og Boston og frá París til New York, Toronto og Boston.

Ekki nokkur leið að sjá muninn

Sat, 08/25/2018 - 02:29
„Það er ekki nokkur leið að sjá hvort um er að ræða langreyði eða blending við veiðarnar, en það sést þegar rengið og skíðin eru skoðuð eftir á,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið, en hvalur sem talinn er vera blendingur steypi- og langreyðar veiddist í utanverðum Faxaflóa og var dreginn að landi í Hvalfirði í gærmorgun.

Dýrara en þú hélst

Sat, 08/25/2018 - 01:18
„Landið er jafnvel dýrara en þú hafðir ímyndað þér,“ fullyrðir blaðamaður USA Today í nýlegri umfjöllun fjölmiðilsins þar sem ferðamönnum voru lagðar línurnar um ferðalag til Íslands.

Kosta mótmælin hana lífið?

Sat, 08/25/2018 - 01:06
„Allar aftökur eru skelfilegar en að fara fram á dauðarefsingu yfir aðgerðasinna eins og Israa al-Ghomgham, sem er ekki einu sinni sökuð um ofbeldisfulla hegðun, er ómennska.“

Enginn gestur leið fyrir ákvörðunina

Sat, 08/25/2018 - 00:39
„Þær breytingar sem gerðar voru á salnum til að mæta því að tónleikagestir voru um 4.300 talsins en ekki 10.000, eins og upphaflegar vonir stóðu til, áttu sinn þátt í að tryggja að stemmningin var eins og hún var. Ég stend því og fell með ákvörðun minni,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari.

Styrkfé notað til að lækka skatta

Fri, 08/24/2018 - 22:30
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að leggja af verkefnið Átak til atvinnusköpunar.

Mokveiði á makríl við höfnina

Fri, 08/24/2018 - 22:30
Nokkrir smábátar voru á makrílveiðum rétt við höfnina í Keflavík í gær og var mokveiði í gærmorgun en rólegra er leið á daginn.

Lögreglumönnum fjölgi um 50

Fri, 08/24/2018 - 22:30
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að stöðugildum lögreglumanna á landinu fjölgi á næsta ári um 45 til 50. Hún fagnar því að fjárframlög til löggæslumála muni aukast um 1,5 milljarða króna á næsta ári.

Hlýnunin á eftir að koma fram

Fri, 08/24/2018 - 22:30
Halldór Þorgeirsson lét af störfum sem forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í lok júlí. Hann er nú að koma sér fyrir á Íslandi eftir langa búsetu í Bonn. Óvenjuheitt var í Bonn þegar Morgunblaðið tók hann þar tali í byrjun mánaðarins.

Minni golfklúbbar grátt leiknir

Fri, 08/24/2018 - 22:30
Á suðvesturhorni landsins hafa minni golfklúbbar utan höfuðborgarsvæðisins staðið í þungum rekstri í sumar.

Styrkfé verði varið öðruvísi

Fri, 08/24/2018 - 22:30
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að leggja af verkefnið Átak til atvinnusköpunar.

Pages

Morgunblaðið