Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 32 min ago

Vara við krókódílum í kjölfar flóða

Mon, 02/04/2019 - 01:00
Yfirvöld í Queensland í Ástralíu vara íbúa nú við að krókódílar og snákar kunni að vera á ferð í úthverfum í kjölfar mikilla flóða sem komið hafa í kjölfar úrhellisrigningar síðustu átta daga. Um 1.100 íbúar bæjarins Townsville hafa verið fluttir á brott, en flóðin eru þau mestu í manna minnum.

Matti Nykänen er látinn

Mon, 02/04/2019 - 00:50
Einn þekktasti íþróttamaður Finna á 20. öldinni, skíðastökkvarinn Matti Nykänen, er látinn einungis 55 ára að aldri.

Hvaða auglýsingar slógu í gegn?

Mon, 02/04/2019 - 00:43
Úrslitaleikur bandarísku NFL-deildarinnar sem fram fór í nótt var kannski sá stigalægsti í sögunni en auglýsingarnar stóðu fyrir sínu venju samkvæmt.

Flugvélin skoðuð nánar í dag

Mon, 02/04/2019 - 00:29
Flugvélin sem hrapaði í Ermarsundinu með knattspyrnumanninn Emiliano Sala innanborðs verður skoðuð nánar í dag. Leitarmenn segjast hafa séð á myndavélum númer flugvélarinnar og segja mestan hluta hennar hafa fundist.

Patriots í sögubækurnar

Mon, 02/04/2019 - 00:05
New England Patriots vann sjötta meistaratitil sinn eftir sigur, 13:3, á Los Angeles Rams í Ofurskálarleiknum í Atlanta í nótt.

Konurnar segja sína sögu

Sun, 02/03/2019 - 22:14
Konur sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á Jóni Baldvini Hannibalssyni opna í dag bloggsíðuna metoo-jonbaldvin.blog.is með frásögnum sínum. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Bjargað úr kuldanum inn í klefa

Sun, 02/03/2019 - 22:06
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom manni til bjargar í nótt sem svaf undir húsvegg í miðbænum. Maðurinn, sem var í annarlegu ásatandi, var orðinn kaldur og hafði í engin hús að vernda. Frostið mældist 21,2 gráður við Mývatn í nótt og 28,4 gráður í Möðrudal.

Með almenn leiðindi og óviðræðuhæfur

Sun, 02/03/2019 - 21:54
Lögreglan handtók mann í hverfi 112 í nótt og er hann vistaður í fangaklefa þar sem hann var með almenn leiðindi og þar fyrir utan óviðræðuhæfur sökum ölvunar.

„Hrottaskapur og heimska“

Sun, 02/03/2019 - 21:30
Dýralæknar á Dýraspítalanum í Garðabæ hafa fengið til sín hunda sem hafa verið talsvert skaðaðir eftir að hafa borið hundaólar sem gefa rafstuð við tiltekna hegðun, eins og t.d. við gelt. Notkun slíkra óla brýtur í bága við reglugerð um dýravelferð og er bönnuð hér á landi.

„Eins og tifandi tímasprengja“

Sun, 02/03/2019 - 21:30
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, lýsir yfir áhyggjum af skorti á úrræðum fyrir fólk með heilabilun. Hún líkir stöðu mála við „tifandi tímasprengju“.

Er oft við slæma tannheilsu

Sun, 02/03/2019 - 21:30
Tannheilsa fólks með geðraskanir er lakari en annarra. Þetta er tilfinning tannlækna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem koma að geðverndarmálum. Þarna hafa veikindin áhrif, en einnig er um að ræða aukaverkanir lyfja. Þá hefur efnahagur mikið að segja.

Brady sá allra besti eftir stigalægsta leik sögunnar

Sun, 02/03/2019 - 19:43
New England Patriots vann Los Angeles Rams í Ofurskálarleiknum (Super Bowl), úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, 13:3, á Mercedez-Benz-leikvanginum í Atlanta og er Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, orðinn sá sigursælasti frá upphafi en þetta var hans sjötti NFL-meistaratitill.

Íslendingar klárir í Ofurskálina

Sun, 02/03/2019 - 15:10
Ofurskálarleikurinn, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram í nótt. Fjölmargir Íslendingar eru nú samankomnir í Ofurskálar-veislum, ýmist á veitingastöðum eða í heimahúsum og úða í sig kræsingum á borð við kjúklingavængi, svínarif, smáborgara, snakk og ostastangir.

Þokugöng sem efla skilningarvit

Sun, 02/03/2019 - 14:49
Listamaðurinn Ólafur Elíasson mun sýna 45 metra löng þokugöng í Tate Modern listasafninu í London. Takmarkaður fjöldi fólks getur gengið í gegnum göngin á hverjum tímapunkti en göngin eru hluti af gríðarstórri sumarsýningu Ólafs.

Sveitarstjórnarlög hafi verið brotin

Sun, 02/03/2019 - 13:57
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, segir að meirihluti bæjarstjórnar hafi brotið sveitarstjórnarlög með því að ráðast í úttekt vegna framkvæmda við Fiskiðjuna, án þess að það hafi verið rætt og samþykkt í bæjarstjórn.

Flugvélin sem flutti Sala er fundin

Sun, 02/03/2019 - 13:41
Flugvélin sem hvarf af ratsjám yfir Ermarsundi, með knattspyrnumanninn Emiliano Sala og flugmann vélarinnar um borð, fyrir tæplega tveimur vikum er fundin. Fjölskylda knattspyrnumannsins hefur verið látin vita.

Flugvélin sem flutti Sala er fundin

Sun, 02/03/2019 - 13:41
Flugvélin sem hvarf af ratsjám yfir Ermarsundi, með knattspyrnumanninn Emiliano Sala, um borð fyrir tæplega tveimur vikum er fundin.

28 Haítíbúar fórust í skipskaða

Sun, 02/03/2019 - 13:20
Að minnsta kosti 28 Haítíbúar drukknuðu þegar skip sökk undan ströndum Abaco Bahama-eyja í gær. Samkvæmt upplýsingum frá varnarsveit Bahamas sökk báturinn um sex mílum undan ströndum eyjarinnar.

Svakalegur þristur Tomsick dugði Þór Þ.

Sun, 02/03/2019 - 12:57
Þór Þ. vann 96:95-sigur á ÍR í Breiðholtinu í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Um sannkallaðan háspennuleik var að ræða en úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunni.

Dauðastríð hjartar í plastflækju

Sun, 02/03/2019 - 12:25
Aflífa þurfti hjört sem kona í göngutúr rakst á í Hylkje í Bergen en dýrið hafði flækt horn sín og haus svo kirfilega í leifum af rafmagnsgirðingu að útilokað var fyrir það að nærast.

Pages

Morgunblaðið