Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 45 min 50 sec ago

Mætir Mourinho með unglingalið í lokaleikinn?

Mon, 05/01/2017 - 03:48
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, kveðst vera að velta því fyrir sér að tefla fram U23 ára liði félagsins gegn Crystal Palace í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í vor, fari svo að United komist í úrslit Evrópudeildarinnar.

Valur mótmælir kröftulega en kærir ekki

Mon, 05/01/2017 - 03:01
Valsmenn hafa ákveðið að kæra ekki framkvæmd síðari leiks liðs félagsins og Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik sem fram fór í Turda í gær.

Le Pen á mikið verk fyrir höndum

Mon, 05/01/2017 - 03:00
Marine Le Pen á mikið verk fyrir höndum við að bæta ímynd sína og Þjóðfylkingarinnar, nú þegar hún freistar þess að fá kjósendur á sitt band fyrir seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Á sama tíma þarf hún að halda einörðum stuðningsmönnum sínum ánægðum.

Aron Einar leikmaður ársins (myndskeið)

Mon, 05/01/2017 - 02:41
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svo sannarlega maður kvöldsins á lokahófi velska liðsins Cardiff City í gærkvöld.

Dubai-leturgerðin kynnt til sögunnar

Mon, 05/01/2017 - 01:02
Stjórnvöld í Dubai kynntu í gær til sögunnar Dubai-leturgerðina en um er að gera fyrstu leturgerðina sem Microsoft hannar fyrir borg. Leturgerðin verður fáanleg á 23 tungumálum, fyrir 100 milljón notendur Office 365.

Prayut þiggur heimboð í Hvíta húsið

Mon, 05/01/2017 - 00:47
Leiðtogi herforingjastjórnar Taílands hefur þáð boð Donald Trump Bandaríkjaforseta um að heimsækja Hvíta húsið. Trump bauð forsætisráðherranum heim í gær, þegar hann átti fjölda símtala við leiðtoga í Suðaustur-Asíu. Tilgangur samtalanna var að freista þess að afla Bandaríkjunum stuðnings vegna stöðunnar á Kóreuskaga.

Bara hreinn viðbjóður

Mon, 05/01/2017 - 00:07
„Ég veit ekki við hvað ég á líkja þessu. Þetta var hreint viðbjóður og ég hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, þegar liðið tapaði með níu marka mun, 32:23, fyrir Potaissa Turda í síðari leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta í Turda í gær.

Sett í óþolandi stöðu

Sun, 04/30/2017 - 22:30
Skólastjóri Garðaskóla segir að Menntamálastofnun hafi gert of mörg mistök við undirbúning, birtingu og úrvinnslu samræmdra könnunarprófa í 9. og 10. bekk grunnskóla. Það hafi valdið foreldrum og starfsfólki skólanna kvíða og erfiðleikum.

Áhyggjur af erlendu verkafólki

Sun, 04/30/2017 - 22:30
„Ég hef miklar áhyggjur af stöðu erlends vinnuafls. Hingað kemur fjöldi fólks sem er í neyð eða hefur komið hingað af ævintýraþrá og er svo hér á landi í erfiðri stöðu.“

Viðbrögðin koma ekki á óvart

Sun, 04/30/2017 - 22:30
„Þau koma ekki á óvart, viðbrögð ferðaþjónustunnar. Þau eru eins og vænta mátti,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Seinni vélasamstæðan komin

Sun, 04/30/2017 - 22:30
„Þetta skotgekk enda valinn maður í hverju rúmi. Þetta er önnur vélin sem kemur og menn vissu við hverju var að búast. Svo er komið vor hér, engin vandræði með færð þannig að nú er vélasamstæðan komin inn í stöðvarhús.“

Gripnir við veiðar í Skagafirði

Sun, 04/30/2017 - 15:18
Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að hafa afskipti af tveimur skotveiðimönnum sem höfðu skotið nokkrar gæsir í Skagafirði í morgun.

Dæmi hver fyrir sig - myndskeið

Sun, 04/30/2017 - 15:14
Mikið hefur verið rætt og ritað um frammistöðu tékknesku dómaranna, Lukas Frieser og Radoslav Kavolic, í seinni leik Vals og rúmenska liðsins Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu í handbolta karla í dag. Myndskeið sem fylgir þessari frétt sýnir nokkra furðulega dóma.

Ricky Gervais borðaði sama borgarann tvisvar

Sun, 04/30/2017 - 15:06
Hin heimsþekkti grínisti Ricky Gervais borðaði sama réttinn tvö kvöld í röð í Reykjavík. Hann sagðist aldrei hafa bragðað annað eins.

Leynigesturinn reyndist Zuckerberg

Sun, 04/30/2017 - 14:34
Fjölskylda í Ohio fékk að vita með skömmum fyrirvara að leynigestur væri væntanlegur í kvöldmat. Sá reyndist vera enginn annar en forstjóri og stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg.

Vilja fá Gylfa til Liverpool

Sun, 04/30/2017 - 14:23
Stuðningsmenn Liverpool hvetja félagið til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea í sumar en Gylfi á fyrirsagnirnar í enskum fjölmiðlum í dag eftir að hafa tryggt sínum mönnum jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford með frábæru marki úr aukaspyrnu.

Fjórði Íslandsmeistaratitill KR í röð

Sun, 04/30/2017 - 13:55
KR tryggði sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð í körfuknattleik karla með því að vinna Grindavík í oddaleik í Vesturbænum í dag, 95:56. Gestirnir úr Grindavík náðu sér engan vegin á strik í kvöld. Þeir komust í 10:6 í fyrsta leikhluta, en eftir það sáu þeir ekki til sólar.

Til háborinnar skammar

Sun, 04/30/2017 - 13:35
„Ég veit ekki hvað ég að segja eða þori að segja,” sagði Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals sem vissi vart hvort hann átti að hlæja eða gráta eftir níu marka tap fyrir Poatissa Turda í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik í Turda í dag þar sem dómgæslan var Valsliðinu afar mótdræg.

Með Sigur Rós í Disney Hall í LA

Sun, 04/30/2017 - 13:10
Sigur Rós lék ásamt Fílharmóníusveit Los Angeles á þrennum tónleikum í Disney Hall í Los Angeles fyrr í mánuðinum. mbl.is fylgdist með undirbúningi fyrstu tónleikanna 13. apríl og ræddi við strákana áður en þeir stigu á svið.

Lauk maraþoninu á sex dögum

Sun, 04/30/2017 - 12:53
Enskur lögreglumaður klæddur górillubúningi lauk í gær við að „hlaupa“ maraþonið í London. Tæp vika er síðan hlauparar voru ræstir. Reyndar hljóp hann ekki, því hann skreið ýmist á hnjánum eða gekk á höndum og fótum.

Pages

Morgunblaðið