Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 37 min ago

Valur áfram og fer til Slóveníu

Thu, 07/06/2017 - 14:52
Valsmenn eru komnir í 2. umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu og mæta þar Domzale frá Slóveníu næstu tvo fimmtudaga, eftir verðskuldaðan sigur á Ventspils frá Lettlandi, 1:0, á Valsvellinum í gærkvöld þar sem Sigurður Egill Lárusson skoraði sigurmarkið.

Óska þess að börnin hans fái krabbamein

Thu, 07/06/2017 - 14:44
Hjólreiðakappinn Mark Cavendish þurfti að hætta keppni í Frakklandshjólreiðunum eftir að hafa axlarbrotnað. Cavendish lenti í árekstri við Peter Sagan og var Sagan dæmdur úr leik í kjölfarið þar sem hann var sakaður um að hafa gefið Cavendish vísvitandi olnbogaskot.

Umhverfi framhaldsskólanna breytt

Thu, 07/06/2017 - 14:43
Menntamálaráðuneytinu bíður það verkefni að greina framhaldsskólakerfið í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða í umhverfi framhaldsskólanna. Þetta segir menntamálaráðherra, sem var gagnrýndur fyrir að setja af stað vinnu við athugun á kostum og göllum hugsanlegrar sameiningar FÁ og Tækniskólans.

Byssan til rannsóknar hjá lögreglu

Thu, 07/06/2017 - 14:41
Mennirnir tveir, sem handteknir voru í Heiðmörk í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um að þar hefðu heyrst skotkvellir, hafa áður komið við sögu lögreglu. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í verkefninu.

Slegist um kókflöskusafn Kristínar

Thu, 07/06/2017 - 14:05
Síminn hjá Kristínu Stefánsdóttur hefur ekki stoppað frá því í gærkvöldi, þegar hún auglýsti kókflöskusafnið sitt til sölu á Facebook-síðunni Brask og brall. Safnið telur tæplega 50 flöskur og sumar þeirra gætu jafnvel verið verðmætar, án þess að Kristín viti það með vissu.

Niðurstaða um nýjan völl í haust

Thu, 07/06/2017 - 13:05
Ákvörðun um það hvaða leið verður farin við stækkun Laugardalsvallar verður að öllum líkindum tekin í haust. Nokkrar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir hagsmunaaðilum sem meta nú hvaða leið verður farin.

Robert Downey kærður á ný

Thu, 07/06/2017 - 12:20
Kona lagði í gær fram kæru gegn Robert Downey fyrir kynferðisbrot en hún segir brotin svipuð og þau sem hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Downey fékk uppreist æru í síðasta mánuði en hann var fyr­ir níu árum dæmd­ur í 3 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um.

Trump greip í tómt (myndskeið)

Thu, 07/06/2017 - 12:06
Donald Trump Bandaríkjaforseti greip í tómt í dag þegar hann ætlaði að taka í höndina á Agata Kornhauser-Duda, forsetafrú Póllands. Trump og Melania Trump, eiginkona forsetans, eru í heimsókn í Póllandi áður en þau halda á fund G-20-ríkja sem fer fram í Ham­borg í Þýskalandi um helg­ina.

Ólafía fjórum undir eftir fyrsta dag

Thu, 07/06/2017 - 12:05
Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Thornberry Creek mótinu í Wisconsin á 68 höggum eða fjórum höggundum undir pari. Mótið er liður í Bandarísku LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims.

Shamrock Rovers - Stjarnan, staðan er 0:0

Thu, 07/06/2017 - 11:58
Shamrock Rovers og Stjarnan mætast í seinni leik sínum í 1. umferð Evrópudeildar UEFA í Dublin á Írlandi klukkan 19. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Átök í Hamborg

Thu, 07/06/2017 - 11:26
Slegið hefur í brýnu á milli þýsku lögreglunnar og mótmælenda við mótmælagöngu í Hamborg í aðdraganda G20-fundarins sem þar fer fram um helgina. Hefur lögregla brugðið á það ráð að sprauta vatni á mótmælendur auk þess sem hún hefur beitt táragasi til að hemja viðstadda.

Lúinn en náði markmiðinu

Thu, 07/06/2017 - 10:56
„Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið lúinn,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti í samtali við mbl.is en hann hefur nýlokið við 24 klukkustunda upptöku. Þar reyndi hann að taka upp eins margar sjö tommu vínylplötur og hann gat í hinu sögufræga hljóðveri Hljóðrita í Hafnarfirði.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar ógild

Thu, 07/06/2017 - 10:53
Nýtt Fosshótel, sem var opnað við Mývatn um síðustu helgi, var mögulega reist án þess að fram færi nauðsynlegt umhverfismat. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þyrfti að umhverfismeta hótelið.

Lýtalæknar neita að veita upplýsingar

Thu, 07/06/2017 - 10:37
Hér á landi liggja hvorki fyrir upplýsingar um algengi aðgerða sem gerðar eru á kynfærum kvenna né um aldur kvenna sem fara í aðgerðirnar. Persónuvernd telur landlækni óska eftir of ítarlegum upplýsingum sem brjóti gegn persónuverndarlögum.

Gekk örna sinna við Reykjanesbraut

Thu, 07/06/2017 - 10:17
Ármann Óskarsson, nemi í iðnaðarverkfræði, kom auga á erlendan ferðamann að hægja sér við eina fjölförnustu götu landsins í síðustu viku. Hann náði atvikinu á myndband og telur atvikið aðallega fyndið.

Hagar lækkuðu um 4,26 prósent

Thu, 07/06/2017 - 09:20
Hagar lækkuðu um 4,26 prósent í Kauphöllinni í dag í 672 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna hafði lækkað um 9,7 prósent þegar tæpar 20 mínútur voru frá opnun markaða í morgun en félagið sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær.

Ólafía í beinni - á 4 undir eftir 7

Thu, 07/06/2017 - 09:00
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur í dag frá kl. 13.58 að íslenskum tíma fyrsta hringinn á Thornberry Creek mótinu í Wisconsin en það er liður í bandarísku LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims. Fylgst er með gengi hennar frá holu til holu í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Stórskuldug í Þýskalandi

Thu, 07/06/2017 - 08:52
Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði mætti í Magasínið í vikunni og fór yfir æfingaplanið, stemninguna í liðinu og líf sitt og agann í Þýskalandi.

Skólpið hætt að flæða í bili

Thu, 07/06/2017 - 08:40
Búið er að loka neyðarlúgu í skólpdælustöð við Faxaskjól þar sem 750 lítrar af skólpi hafa flætt út í hafið á sekúndu seinustu daga. Er skólpið því hætt að renna út í sjó, en um er að ræða bráðabirgðalausn. Á mánudag verður reynt að koma stöðinni í rétt horf.

„Ertu að segja að ég sé ræfill eða?“

Thu, 07/06/2017 - 08:15
Lögreglumaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á fanga í fangageymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík í maí á síðasta ári. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum sem mbl.is hefur undir höndum. Atvikið náðist á myndband.

Pages

Morgunblaðið