Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 33 min ago

Viðbygging við Frímúrarahúsið

Sun, 12/30/2018 - 00:30
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík auglýsa nú til kynningar breytt deiliskipulag vegna Bríetartúns 3-5. Umrædd lóð er austan við hús Frímúrarareglunnar á Íslandi. Með breytingunum er hæðarheimildum á byggingarlóðinni breytt „þannig að þær verða allt að 5 hæðir og inndregin hæð á hluta reitsins“ í staðinn fyrir 3 hæðir og inndregna hæð.

Náttúrulegt hárið ekki sítt og slétt

Sun, 12/30/2018 - 00:30
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er þekkt fyrir sítt og slétt hár. Það er þó ekki náttúrulegt hár ofurfyrirsætunnar sem tók hárlengingarnar og sléttujárnið ekki með í jólafrí til Kenía ef marka má nýjar myndir af henni.

Hávaði og tjón vegna flugelda í nótt

Sat, 12/29/2018 - 23:26
Töluvert var um tilkynningar í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar, partýhávaða og hávaða frá flugeldum. Eitthvað var um tjón vegna flugelda, meðal annars rúðubrot, auk þess sem póstkassi var sprengdur.

Snarpur jarðskjálfti á Hellisheiði

Sat, 12/29/2018 - 18:59
Jarðskjálfti, 4,7 stig að stærð, varð laust fyrir klukkan 3 og átti upptök sín 3,2 km suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Mikill meirihluti lántaka leitar nú í föst vaxtakjör

Sat, 12/29/2018 - 15:05
Langflestir þeirra sem slógu lán hjá íslensku viðskiptabönkunum í nóvember, með veði í húsnæði sínu, tóku lán sem bera fasta vexti til nokkurra ára. Þetta sýna nýjar tölur frá Seðlabanka Íslands.

Trump segir demókrata bera ábyrgð á dauða barnanna

Sat, 12/29/2018 - 14:47
Donald Trump, forseti Bandaríkjanan, sakaði í dag demókrata um að bera ábyrgð á dauða tveggja barna hælisleitenda sem létust er þau voru í haldi bandarískra yfirvalda.

Sigvaldi og Þráinn unnu bikarinn

Sat, 12/29/2018 - 14:45
Sigvaldi Björn Guðjónsson og Þráinn Orri Jónsson fögnuðu í kvöld bikarmeistaratitlinum í norska handboltanum þegar lið þeirra Elverum vann öruggan sigur á Halden, 30:22, í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Gerðu röð mistaka í Parkland

Sat, 12/29/2018 - 14:26
Áður óbirt myndskeið frá því þegar fjöldamorð var framið í framhaldsskóla í Parkland í Flórída fyrr á þessu ári, sýnir að yfirvöld voru alveg óviðbúin slíkri árás. Þetta kemur í umfjöllun fréttamanna South Florida Sun Sentinel, sem stóð yfir í 10 mánuði.

Vissi ekki hvort ég gæti staðið upp

Sat, 12/29/2018 - 13:48
„Maður fær fiðring í magann og hugsar um árið,“ sagði knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir, í samtali við mbl.is, aðspurð hvernig henni hafi liðið rétt áður en hún var krýnd íþróttamaður ársins 2018 í Hörpu í kvöld.

Heildarstigin í kjöri íþróttamanns ársins

Sat, 12/29/2018 - 13:15
Þrír efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2018 fengu afgerandi kosningu hver um sig. Íþróttamaður ársins, Sara Björk Gunnarsdóttir, fékk 464 stig, Júlían J.K. Jóhannsson varð í öðru sæti með 416 stig og Gylfi Þór Sigurðsson hafnaði í þriðja sæti með 344 stig.

Sara er sjöunda konan

Sat, 12/29/2018 - 12:56
Sara Björk Gunnarsdóttir er sjöunda konan sem kjörin íþróttamaður ársins, á þeim 63 árum sem Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið að kjörinu, og jafnframt sú þriðja á síðustu fjórum árum.

Sara Björk íþróttamaður ársins

Sat, 12/29/2018 - 12:33
Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi er íþróttamaður ársins 2018 eftir að hafa orðið hlutskörpust í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en kjörinu var lýst í Hörpu í kvöld.

Landsliðið í golfi lið ársins 2018

Sat, 12/29/2018 - 12:27
Landsliðið í golfi er lið ársins 2018 eftir að hafa orðið hlutskarpast í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en kjörinu var lýst í Hörpu í Kvöld. Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson skipa liðið sem varð Evrópumeistari blandaðra landsliða fyrr á árinu.

„Það er ekki allt til sölu“

Sat, 12/29/2018 - 12:18
Umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs gekk fram á þrjá leiðsöguhópa ferðamanna í kirkjugarðinum á aðfangadag sem „skáluðu og grínuðust“, en þann dag heimsækir fjöldi fólks leiði látinna ástvina sinna. Virtist honum þar vera um að ræða skipulagða dagskrá fyrir ferðamenn af ferðaþjónustuaðilum.

„Sprelllifandi eldfjall“

Sat, 12/29/2018 - 11:33
„Núna eru hlutirnir að róast aðeins. Gosið hefur minnkað eftir að það gaf í áður en gígurinn féll saman. Þess vegna skreið það í sjó fram og olli þessari flóðbylgju,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um Anak-Krakatú eldfjallið í Indónesíu.

Meistarabragur á Liverpool

Sat, 12/29/2018 - 11:20
Liverpool hélt uppteknum hætti er liðið rótburstaði Arsenal, 5:1, á Anfield í stórleik 20. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liverpool er nú með níu stiga forystu á toppi deildarinnar en Englandsmeistarar Manchester City eiga leik til góða.

Liverpool - Arsenal, staðan er 4:1

Sat, 12/29/2018 - 10:16
Stórleikur 20. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst klukkan 17:30 á Anfield í dag þegar Liverpool tekur á móti Arsenal.

Trump: Mikill árangur að nást

Sat, 12/29/2018 - 10:14
Trump Bandaríkjaforseti ræddi við Xi Jingping, forseta Kína, í síma í dag. Trump sagði að mikilvæg skref fram á við hefðu verið stigin í kjölfar samtalsins, en Bandaríkin og Kína hafa staðið í viðskiptastríði að undanförnu, sem hafa haft neikvæð áhrif á markaði um allan heim.

Hríðarbylur aðfaranótt gamlársdags

Sat, 12/29/2018 - 10:03
Útlit er fyrir að það verði hríðarbylur með snjókomu og éljagangi um allt norðanvert landið aðfaranótt gamlársdags og fram yfir hádegi og undir kvöld austanlands, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er ástæða til þess að fólk sem ætlar að ferðast milli landshluta fari fyrr af stað en ella.

Segir mikilvægast að vinna saman

Sat, 12/29/2018 - 10:02
„Við komu var nokkuð ljóst að um umfangsmikið slys væri að ræða. Maður var sleginn til að byrja með, en fljótur að fara af stað með þá vinnu sem þurfti að hefja,“ segir Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur.

Pages

Morgunblaðið