Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 6 min ago

Reyndi að kyssa fréttamann

Tue, 06/26/2018 - 02:32
Brasilískur íþróttafréttamaður varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á sunnudag að þegar hann var í beinni útsendingu frá HM í knattspyrnu þá reyndi maður að kyssa hann.

Ríkið sýknað af bótakröfu

Tue, 06/26/2018 - 01:50
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna bótakröfu manns sem hafði verið handtekinn og ákærður fyrir nauðgun árið 2014. Maðurinn var handtekinn 7. maí 2014 vegna rökstudds gruns um kynferðisbrot.

Telur að lög hafi verið brotin

Tue, 06/26/2018 - 01:42
Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur að ákvæði sveitastjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotin á fundi borgarstjórnar þegar starfsmenn borgarinnar voru sakaðir um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum.

Vanmetur veður og ofmetur eigin getu

Tue, 06/26/2018 - 01:03
Björgunarsveitarfólk sinnti sjö útköllum í gær, þar á meðal þremur á Fimmvörðuhálsi. Jónas Guðmundsson, hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg, segir að þrátt fyrir að ýmislegt sé gert til þess að upplýsa fólk um aðstæður þá vanmeti fólk oft veðrið og ofmeti eigin getu.

Svona vinnum við Króata í kvöld

Tue, 06/26/2018 - 00:54
Ísland og Króatía mætast í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í dag í Rostov klukkan 18 að íslenskum tíma. Á sama tíma mætast Nígería og Argentínu í hinum leik D-riðils í Pétursborg. Króatía er í efsta sæti riðilsins með 6 stig, Nígería er í öðru sætinu með 3 stig og Ísland og Argentína koma þar á eftir með 1 stig.

Nógu erfitt að vinna Króata

Mon, 06/25/2018 - 23:55
Þó að öll einbeiting íslenska landsliðshópsins snúi í dag að því erfiða verkefni að vinna Króatíu, í lokaumferð D-riðils HM í knattspyrnu, mun þjálfarinn Heimir Hallgrímsson einnig nýta sér upplýsingar um gang mála í leik Nígeríu og Argentínu eins og þörf krefur. Jafnvel með sigri í dag eru örlög Íslands háð úrslitum í þeim leik.

Hæð yfir Bretlandi ber ábyrgð á lægðum

Mon, 06/25/2018 - 23:50
Mikil hæð er yfir Bretlandseyjum, hún er aðal drifkraftur þess að lægðirnar eiga greiða leið yfir Ísland þessa dagana. Jafnvel er von á sólarglætu á höfuðborgarsvæðinu á morgun.

Tunglfari í mál við börn sín

Mon, 06/25/2018 - 23:38
Bandaríski geimfarinn Buzz Aldrin hefur höfðað mál gegn tveimur börnum sínum og fyrrverandi umboðsmanni sínum, Christina Korp, en hann sakar þau um að hafa stolið frá sér og rógburð í sinn garð.

Fara Birkir og Rúrik til Tyrklands?

Mon, 06/25/2018 - 23:30
Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Rúrik Gíslason eru báðir orðaðir við tyrkneska liðið Trabzonspor í tyrkneskum fjölmiðlum.

Snjóaði í Hlíðarfjalli

Mon, 06/25/2018 - 23:08
Snjóað hefur í Hlíðarfjall og samkvæmt upplýsingum frá lögreglumönnum á vakt á Akureyri nær snjórinn niður að hótelinu. Sömu sögu er að segja af Súlum en þar hefur einnig snjóað.

Ákærum hætt tímabundið

Mon, 06/25/2018 - 22:58
Hætt er að ákæra fjölskyldur sem koma með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna segir yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna, Kevin McAleenan, en um tímabundna ákvörðun er að ræða.

Endurmeta áform um borgarhótel

Mon, 06/25/2018 - 22:30
Róbert Aron Róbertsson, framkvæmdatjóri Festis, segir félagið íhuga að hætta við 160 herbergja hótel á Suðurlandsbraut 18. Félagið hefur m.a. rætt við erlendar hótelkeðjur um rekstur hótels.

Ræst út í WOW Cyclothon í dag

Mon, 06/25/2018 - 22:30
Í dag og á morgun leggja hjólreiðakappar út í stærstu götuhjólreiðakeppni á Íslandi, WOW Cyclothon, sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2012, og verður ræst klukkan þrjú í dag og sex og sjö á morgun.

Íslendingum er sama hvað aðrir segja

Mon, 06/25/2018 - 16:42
Norðurlöndin á HM í fótbolta í Rússlandi; Ísland, Svíþjóð og Danmörk gætu öll komist í 16-liða úrslit keppninnar. Þrátt fyrir það hafa þau öll verið gagnrýnd fyrir að spila leiðinlegan fótbolta, en þeim er alveg sama, eins og BBC bendir skemmtilega á í grein sinni sem birt var í gær.

Hundum í Tsjernobyl fundin heimili

Mon, 06/25/2018 - 16:30
Það er nær grafarþögn á bannsvæðinu umhverfis Tsjernobyl en frá einni byggingunni á vettvangi mesta kjarnorkuslyss sem orðið hefur í heiminum heyrist gelt og ýlfur.

Það fór hrollur um mann

Mon, 06/25/2018 - 16:18
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega létt eftir 2:1 sigur sinna manna í framlengdum leik á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins: „Mér er bara gríðarlega létt. Þetta var erfiður leikur gegn öflugu liði Þórs, þeir veittu okkur mikla keppni“, sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn lentu undir þegar 11 mínútur voru eftir af síðari hálfleik framlengingarinnar en komu til baka og tóku sigurinn.

Rusl í tonnatali hreinsað á Hornströndum

Mon, 06/25/2018 - 15:58
Þrjátíu og sex tóku þátt í átakinu Hreinsum Hornstrandir um helgina og tíndu fleiri tonn af rusli úr fjörunni í Bolungavík. Um fimmtu hreinsunina var að ræða, en Gauti Geirsson segir mun meira rusl hafa safnast í ár en undanfarið.

Pages

Morgunblaðið