Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 33 min 50 sec ago

Lögreglan leitar að þremur mönnum

Sat, 06/03/2017 - 15:32
Lögreglan í London leitar að þremur grunuðum í tengslum við það þegar sendiferðabíll keyrði á hóp fólks á London-brúnni nú í kvöld, samkvæmt BBC.

Héldu að sprengja hefði sprungið

Sat, 06/03/2017 - 14:58
Tæplega 30 stuðningsmenn ítalska knattspyrnuliðsins Juventus slösuðust þegar þeir héldu að sprengja væri að springa þar sem þeir hópuðust saman í Tórínó til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar, á milli Juventus og Real Madrid.

„Meiriháttar lögregluaðgerð“ í London

Sat, 06/03/2017 - 14:45
Lögreglan í Lundúnum hefur brugðist við tilkynningu um sendiferðabíl sem ók á gangandi vegfarendur á London-brúnni í miðborg London.

„Ég óttast engar ásakanir“

Sat, 06/03/2017 - 14:39
Lögreglan í Brasilíu hefur handtekið Rodrigo Rocha Loureas, fyrrverandi þingmann og náinn vin Michel Temer, forseta Brasilíu. Handtakan er liður í rannsókn á meintum mútugreiðslum til stjórnmálamanna.

Alda var vinsælli en Spice Girls og stýrir nú matreiðsluþætti

Sat, 06/03/2017 - 14:00
Fyrrum ofurpoppstjarnan Alda Björk Ólafsdóttir og systir hennar Sigrún Björk eru sannir víkingar inn að beini en þær búa báðar ásamt móður sinni í Bretlandi. Alda gerði garðinn frægan á níunda áratugnum en með laginu Real Good Time sem náði í sjöunda sæti á breska smáskífulistanum árið 1998.

Eins og stjarna á himninum

Sat, 06/03/2017 - 13:59
Ásta Dóra Finnsdóttir, 10 ára píanóleikari, varð í 4.-5. sæti í flokki 10 ára og yngri á alþjóðlegri píanókeppni í Szafarnia í Póllandi á dögunum og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir árangurinn.

Trump veit að loftslagið er að breytast

Sat, 06/03/2017 - 13:29
Donald Trump trúir því að loftslagið sé að breytast og að fólk beri einhverja ábyrgð á því. Þetta er meðal þess sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í viðtali við CNN.

Sek um að valda slysi

Sat, 06/03/2017 - 12:24
Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir konu og manni fyrir að hafa ekið um á vanbúnum bíl og valdið slysi á Hellisheiði árið 2014 með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi bifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt slösuðust.

Létu borgina vita af herþotunni

Sat, 06/03/2017 - 10:09
„Borgin var látin vita að þetta stæði til, að það væri þessi flugsýning,“ segir forseti Flugmálafélags Íslands, í samtali við mbl.is. Borgarstjóri segist ekki kann­ast við að hafa gefið leyfi fyr­ir lág­flugi kanadískrar F18 herflug­vél­ar yfir miðborg­inni í morgun.

Ólafía í beinni – Byrjar á fugli

Sat, 06/03/2017 - 09:30
Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar sinn annan hring á ShopRite Classic-mótinu í New Jersey í Bandaríkjunum, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía fer af stað klukkan 16.15 og er fylgst með gangi mála hjá henni í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Breiðablik - Þór/KA, staðan er 0:1

Sat, 06/03/2017 - 09:26
Breiðablik tekur á móti Þór/KA í lokaleik 16-liða úrslita bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, en flautað er til leiks á Kópavogsvelli klukkan 16. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

„Þetta mál þarfnast skýringa“

Sat, 06/03/2017 - 09:18
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, kannast ekki við að hafa gefið leyfi fyrir lágflugi herflugvélar yfir miðborginni í morgun. Herflugvél flaug yfir borgina í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli.

Samræmist sérákvæðum og þingsköpum

Sat, 06/03/2017 - 08:13
„Ég get aðeins sagt að það var mjög vandað til undirbúnings atkvæðagreiðslunnar á fimmtudaginn og hugað vel að öllum atriðum og orðalagi,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Lögregla leitar að gráum Land Cruiser

Sat, 06/03/2017 - 07:41
Árekstur varð á Reykjanesbrautinni við Álfabakka um hálfellefuleytið í morgun. Annarri bifreiðinni var ekið af vettvangi eftir áreksturinn.

Gylfi landaði fyrsta laxinum

Sat, 06/03/2017 - 06:41
Gylfi Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Swansea og íslenska landsliðinu, landaði nú í hádeginu fyrsta laxi sumarsins í Norðurá í Borgarfirði. Gylfi hóf veiðar klukkan 11 í morgun eftir að ný álma veiðihússins Rjúpnaáss hafði verið vígð og hóf hann veiðar á Brotinu.

Dreifikerfið ekki endilega vandinn

Sat, 06/03/2017 - 06:15
„Við vitum ekki hvort þetta sé tilviljun eða ekki. Það er oft erfitt að finna orsökina þegar að allt er brunnið niður,“ segir Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggis hjá Mannvirkjastofnun.

„Snérist alltaf um föðurinn“

Sat, 06/03/2017 - 06:04
Jared Kushner baðaði sig í desember í ljóma þess að hafa hjálpað tengdaföður sínum, Donald Trump, að ná kjöri sem Bandaríkjaforseti. Í kjölfarið valdi Trump hann sem einn af helstu ráðgjöfum sínum í Hvíta húsinu og framtíðin var björt.

Nörd með áhuga á vélmennum

Sat, 06/03/2017 - 05:53
Atli Fannar Skúlason kynnti lokaverkefni sitt í mekatróník hátæknifræði við Háskóla Íslands og Keili síðastliðinn þriðjudag. Verkefnið snerist um að hanna stýrikerfi fyrir vélmenni, eða eins konar vélþræl, en grind fyrir það hafði þegar verið hönnuð.

Lyfjakokteill í blóði Cornells

Sat, 06/03/2017 - 05:25
Söngvarinn Chris Cornell var á margs konar lyfjum þegar hann framdi sjálfsmorð í síðasta mánuði á hóteli í Detroit. Í krufningarskýrslunni segir að í blóði Cornells hefðu fundist merki um kvíðastillandi lyf, róandi lyf og barbitúröt. Þessu er greint frá á fréttavef Reuters.

Vilborg tók Gísla með sér á Everest

Sat, 06/03/2017 - 05:20
Vilborg Arna Gissurardóttir birti mynd af sér á Instagram sem sýnir hana á toppi Everest í ekki verri félagsskap en með Gísla á Uppsölum. Vilborg Arna segir þar að hún hafi haft bókina með sér á Suðurpólinn og á alla tindana sjö. „Mér fannst hann ekki fá sömu tækifæri og önnur börn,“ segir Vilborg.

Pages

Morgunblaðið