Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 37 min ago

Brekkan að fyllast í Herjólfsdal

Sun, 08/06/2017 - 15:33
Brekkan í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er þessa stundina að fyllast af fólki, en klukkan 23:15 hefst brekkusöngur sem Ingó veðurguð stjórnar í samstarfi við Árna Johnsen. Samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum er um eina fjölmennustu þjóðhátíð að ræða hingað til.

Annie mist með brons á heimsleikunum

Sun, 08/06/2017 - 15:11
Annie Mist Þórisdóttir náði þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um sem fram fóru nú um helgina. Keppt er um titilinn hraustasta kona heims.

Bowie tók gullið á besta tíma ársins

Sun, 08/06/2017 - 14:58
Spennan gat varla verið meiri í 100 metra hlaupi kvenna á HM í London í kvöld. Tori Bowie frá Bandaríkjunum kom fyrst í mark á 10,85 sekúndum, 0,01 sekúndu á undan Marie-Josée Ta Lou frá Fílabeinsströndinni sem varð önnur. Dafne Schippers frá Hollandi varð þriðja á 10,96 sekúndum.

Tveir látnir eftir árás á herstöð

Sun, 08/06/2017 - 14:37
Tveir árásarmenn voru drepnir og 10 voru teknir höndum í dag eftir árás á herstöð í Venesúela. Þetta staðfesti Nicolas Maduro forseti í ríkissjónvarpi landsins.

Lokagrein heimsleikanna í beinni

Sun, 08/06/2017 - 14:20
Lokagreinin á heimsleikunum í crossfit hefst núna klukkan 21:20 að íslenskum tíma, en keppnin sjálf fer fram í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um. Þrjár íslenskar konur eiga möguleika á að enda á palli.

Þar sem allt snýst um hesta

Sun, 08/06/2017 - 14:20
Sigríður Pjetursdóttir er alin upp í hestamennsku. Hún er reiðkennari, leiðsögumaður, ferðamálafræðingur og með MBA-próf upp á vasann og nýtir sér reynsluna og viskuna í nýtt fyrirtæki sem hún opnaði nýlega á bænum Sólvangi við Eyrarbakka.

Þetta gerist ekki mikið betra

Sun, 08/06/2017 - 14:16
„Þetta gerist ekki mikið betra," sagði hæstánægð Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við mbl.is í kvöld. Ásdís tryggði sér sæti í úrslitum í spjótkasti á HM í London er hún kastaði 63,06 metra, sem er hennar besta kast á stórmóti á ferlinum og hennar næstbesta kast frá upphafi.

Góða veðrið skilar sér í stemningu

Sun, 08/06/2017 - 13:10
Komið er að fjórða kvöldi þjóðhátíðar í Eyjum en þetta er ein stærsta þjóðhátíð frá upphafi. Hátíðargestir hafa verið sérlega heppnir með veður hingað til og var enginn breyting á því í dag.

Haglél á Suðurlandi og óróleiki í nótt

Sun, 08/06/2017 - 12:23
Á sjötta tímanum í dag gekk yfir haglél á Suðurlandi, en lesandi sem hafði samband við mbl.is og var í nágrenni við Hellu greindi frá því að í framhaldi af tveggja tíma rigningu á svæðinu hafi haglélsdrífa skollið á. Veðurfræðingur segir óróleika

„Við erum nálægt því að fá Gylfa“

Sun, 08/06/2017 - 11:33
Ronald Koeman, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Everton segir félagið vera nærri því að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, miðjumann Swansea.

Götulokanir á Akureyri

Sun, 08/06/2017 - 11:30
Í kvöld frá 20:30 til 00:30 verður nokkrum götum á Akureyri lokað vegna tónleika sem haldnir eru á Samkomuhússflötinni sem er neðan við leikhúsið. Meðal annars verður Drottningarbraut lokuð fyrir gegnumakstur frá Kaupvangsstræti að Leiruvegi.

Leggja þarf línur fyrir myndbirtingu

Sun, 08/06/2017 - 11:05
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar, segir að Barnavernd muni óska eftir upplýsingum frá lögreglu um birtingu myndar af einstaklingi sem er talinn vera undir lögaldri vegna atviks sem átti sér stað í Breiðholtslaug. Hann segir að leggja þurfi línurnar fyrir mál af þessu tagi.

Snéri við skömmu eftir flugtak

Sun, 08/06/2017 - 11:04
Boeing 757 vél Icelandair sem var á leið til Helsinki á fimmta tímanum í dag var snúið við eftir stutt flug og lenti hún aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu seinna. Önnur vél hefur verið fengin til að fljúga með farþegana núna seinna í kvöld til Helsinki.

„Það var kominn tími á að endurnýja“

Sun, 08/06/2017 - 10:53
Það er tómlegt um að litast í verslun Hagkaupa á fyrstu hæð í Kringlunni en þessa dagana stendur yfir rýmingarsala á öllum lagernum. Eftir helgi hefjast framkvæmdir við uppsetningu á nýrri verslun sem mun opna í október, en markmiðið er að breyta útliti og bæta nýtingu.

„Ég óttaðist um líf mitt“

Sun, 08/06/2017 - 09:59
Tvítug bresk fyrirsæta sem var numin á brott á Ítalíu í síðasta mánuði segist hafa verið hrædd um líf sitt „sekúndu fyrir sekúndu, mínútu fyrir mínútu, klukkustund fyrir klukkustund.“ Hún er nú komin til Bretlands í fyrsta sinn eftir hina hræðilegu reynslu.

„Það var annað hvort hann eða ég“

Sun, 08/06/2017 - 09:22
Þriggja barna móðir frá Georgíu í Bandaríkjunum bjargaði lífi sínu og þriggja barna sinna þegar hún skaut til bana meðlim glæpagengis sem hafði brotist inn á heimili hennar.

Flæddi víða í Breiðholti

Sun, 08/06/2017 - 08:35
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þrjá staði í Breiðholti í kringum hádegi í dag vegna gríðarlegs úrhellis sem olli flóði. Hafði talsvert regnvatn flætt inn í íbúðir og valdið tjóni. Voru tveir dælubílar sendir á svæðið, og greiðlega gekk að dæla vatni úr íbúðunum.

Þyrla sótti alvarlega veikan mann

Sun, 08/06/2017 - 08:18
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan eitt í dag til að sækja alvarlega veikan mann að Apavatni. Höfðu björgunarsveitir verið kallaðar út að svæðinu, en erfitt var að komast að manninum þar sem hann lá í brattri hlíð.

Sumarævintýri Pútíns

Sun, 08/06/2017 - 07:44
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, hefur ekkert á móti því að ímynd hans sem þróttmikilli hasarhetju sé haldið á lofti og birti rússneska ríkissjónvarpið myndir af honum í sumarleyfi í Síberíu í gærkvöldi.

Íslendingarnir klárir í síðasta daginn

Sun, 08/06/2017 - 07:14
Þriðji og síðasti keppnisdagur heimsleikanna í crossfit er í þann mund að hefjast í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum, en þar keppa sex Íslendingar í einstaklingsflokkum. Tvö íslensk lið hófu keppni í liðakeppni leikanna, en lið Crossfit Reykjavík þurfti í gær að draga sig úr keppni.

Pages

Morgunblaðið