Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 11 min ago

Facebook „muni eftir“ nektarmyndum

Wed, 11/08/2017 - 07:40
Facebook er að prófa nýtt kerfi þar sem notendur geta sent sjálfum sér sínar eigin nektarmyndir. Með þessu vonast samskiptamiðillinn til þess að árangur náist í baráttunni gegn hefndarklámi, eða stafrænu kynferðisofbeldi.

Vilja álit sem getur tekið allt að 1 ár

Wed, 11/08/2017 - 07:35
Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði eftir því í dag við fyrirtöku máls sem kennt er við samnefnt einkahlutafélag Hreiðars að fengið yrði álit frá EFTA-dómstólnum um nokkur álitamál sem tekist er á í dómsmálinu.

Nafn mannsins sem lést

Wed, 11/08/2017 - 06:47
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands í Reykjavík á mánudag hét Eggert Þorfinnsson. Hann var 81 árs gamall.

Tékkland - Ísland, staðan er 0:0

Wed, 11/08/2017 - 06:41
Ísland og Tékkaland mætast í vináttuleik í knattspyrnu á Abdullah bin Khalifa Stadium í Katar. Flautað verður til leiks klukkan 14.45 og er fylgst með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

„Hver í andskotanum ertu?“

Wed, 11/08/2017 - 06:30
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini er maðurinn sem blekkti Tómas Guðbjartsson til að breyta texta í tilvísun sjúklings, undir því yfirskini að þau skjöl væru ætluð siðanefnd. Macchiarini á að baki ótrúlega sögu blekkinga og svika þegar kemur að einkalífinu.

Strákarnir töpuðu fyrir Búlgörum

Wed, 11/08/2017 - 06:23
U19 ára landslið karla í knattspyrnu tapaði fyrir Búlgaríu, 2:0, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM en riðillinn sem Ísland spilar í er leikin í Búlgaríu.

Kvika má eiga í Kortaþjónustunni

Wed, 11/08/2017 - 06:21
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni sem nemi allt að 50%.

„Þetta er svartur blettur á samfélaginu“

Wed, 11/08/2017 - 05:55
Enn er langt í land í baráttunni við að uppræta kynbundna mismunun á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þar er verkalýðshreyfingin jafnframt hvött til þess að styðja einstaklinga sem stíga fram og segja frá hvers konar ofbeldi og einelti á vinnustað.

Íhuga að breyta stjórnarskrá Spánar

Wed, 11/08/2017 - 05:43
Stjórnvöld á Spáni íhuga nú að gera breytingar á stjórnarskrá landsins sem geri héruðum Spánar kleift að greiða í framtíðinni atkvæði um eigið sjálfstæði. Þetta hefur BBC eftir Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar.

Nýir þingmenn fara yfir verklag

Wed, 11/08/2017 - 05:40
„Ég finn fyrir mikilli auðmýkt og þetta er mjög spennandi,“ sagði Inga Sæland þingmaður Flokks fólksins sem sótti námskeið á Alþingi í dag ásamt öðrum nýjum þingmönnum. Þar var farið yfir verklag og starfshætti þingsins en einungis ár er síðan sambærileg kynning var síðast haldin.

Ótrúlega margt gott fólk á Akureyri

Wed, 11/08/2017 - 04:17
Akureyri er líklega besti staður á jörðinni. Það er ótrúlegt hversu margir hafa komið og boðið okkur aðstoð,“ segir Dario Schwo­erer, sviss­neskur lofts­lags­fræðing­ur­ og skíða- og fjalla­leiðsögumaður­ sem var hætt komin í ofsaveðri í Akureyrarhöfn þar sem hann býr í skútu ásamt fjölskyldu sinni.

Fjarðarheiði opin fyrir umferð á ný

Wed, 11/08/2017 - 03:45
Búið er að opna Fjarðarheiði fyrir umferð a nýju. Þetta staðfestir lögreglan á Austfjörðum, en heiðinni var lokað í morgun eftir að dráttarbíll með tengivagn fór að hluta út af veginum á áttunda tímanum í morgun.

Markaþurrð hjá Suárez

Wed, 11/08/2017 - 03:33
Luis Suárez, framherji Barcelona, segist þess fullviss um að hann komist fljótlega í sitt rétta form en Úrúgvæinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikurnar.

Lét ekki slá sig út af laginu

Wed, 11/08/2017 - 03:12
Áströlsk sjónvarpsfréttakona hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu gagnvart karli sem áreitti hana úti á götu.

Katrín hitti Sigmund Davíð í gær

Wed, 11/08/2017 - 03:09
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í gærkvöldi. Frá þessu greindi hún í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Aðspurð sagði hún Sigmund hafa verið mjög hressan.

Ekki flogið yfir Jökulsá í dag

Wed, 11/08/2017 - 03:05
Ekki er talið líklegt að flogið verði yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs en rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur farið hækkandi síðustu tvær vikur og er hærri en venjulegt er miðað við árstíma.

Talinn hafa lent á tveimur bílum

Wed, 11/08/2017 - 03:02
Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands í Reykjavík á mánudaginn varð fyrir fólksbíl sem var að draga annan fólksbíl.

Einkaneysla dragi hagvöxt á næstu árum

Wed, 11/08/2017 - 03:00
Greiningardeild Arion banka reiknar með 4,2% hagvexti í ár en að svo taki að hægja á og að hagvöxtur verði milli tvö og þrjú prósent til 2020, sem er nær því sem stenst til lengdar.

Þrjár stúlkur í lífshættu

Wed, 11/08/2017 - 02:58
Mikil sorg ríkir meðal barna í grunnskóla í Sydney eftir að bifreið var ekið inn í skólastofu þeirra í gær. Tveir átta ára gamlir drengir létust og þrjár stúlkur eru í lífshættu en konan sem ók bifreiðinni hefur verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi.

Eigið fé Títan sjö milljarðar

Wed, 11/08/2017 - 00:10
Hagnaður Títans, fjárfestingafélags Skúla Mogensen, jókst um þrjá milljarða króna á milli ára og var 4,4 milljarðar árið 2016.

Pages

Morgunblaðið