Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 34 min 35 sec ago

Fannst blautur og kaldur

Mon, 08/28/2017 - 08:45
Björgunarsveitarmenn fundu manninn sem var villtur á Fimmvörðuhálsi um klukkan hálfþrjú í dag. Hann var kaldur og blautur eftir að hafa verið þar um nóttina.

Sjúkdómahætta samfara flóðunum

Mon, 08/28/2017 - 08:35
Búast má við að tala látinna af völdum Harveys eigi eftir að hækka á næstu dögum og eins má búast við að margir eigi eftir að veikjast, vegna þess að vatnið sem nú flæðir um allt er fjarri því að vera hreint.

Skattbyrði aukist mest hjá tekjulægstu

Mon, 08/28/2017 - 08:11
Skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998 til 2016 og mest hjá þeim tekjulægstu.

Íslenskir karlar kúgaðir af netskvísum

Mon, 08/28/2017 - 07:20
Nokkur óvenjuleg fjárkúgunarmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Íslenskir karlar beruðu sig fyrir vafasömum konum sem þeir kynntust á Facebook og eldri kona var sökuð um að keyra á barn.

„Eins og við var að búast“

Mon, 08/28/2017 - 06:27
„Þetta er eins og við var að búast,“ segir Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, sem var sýknaður fyrir dómi í París af ákæru um meintar blekkingar veðláns sem bankinn veitti.

Í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi

Mon, 08/28/2017 - 06:27
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út rétt fyrir hádegi vegna illa búins göngumanns í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi.

Eiríkur Ingi hjólar umhverfis Írland

Mon, 08/28/2017 - 06:20
Eiríkur Ingi Jóhannsson tekur nú þátt í langri maraþon-hjólreiðakeppni hringinn í kringum Írland. Alls er leiðin 2.150 kílómetrar, með 23.000 metra heildarhækkun.

Þurfum að vera vakandi

Mon, 08/28/2017 - 06:07
„Ég vil bara fá yfirlit yfir stöðuna,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is en hún hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar frétta af áhuga kínverskra fjárfesta á að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum fyrir 1,2 milljarða króna með ferðaþjónustustarfsemi í huga.

Björgólfur og Gunnar sýknaðir

Mon, 08/28/2017 - 05:52
Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður í Landsbankanum, og Gunnar Thoroddssen, fyrrverandi yfirmanni Landsbankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir fyrir dómi í París af ákæru um meintar blekkingar vegna veðlána sem bankinn veitti.

Macron og Nemo

Mon, 08/28/2017 - 05:51
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, rýfur ekki hundahefð forseta lýðveldisins því hann er búinn að fá sér hund. Um er að ræða svartan blending labrador-griffon sem hefur hlotið nafnið Nemo.

Útiloka ekki bótakröfu á eigin ráðgjafa

Mon, 08/28/2017 - 05:46
Ekki er hægt að útiloka að ráðgjafar og hönnuðir sem Orkuveita Reykjavíkur fékk sérstaklega til að annast val, innkaup og hönnun á útveggjakerfi höfuðstöðvanna, sem eru stórskemmdar vegna rakaskemmda og myglu, séu bótaskyldir vegna aðkomu sinnar að frágangi hússins

Morðæðið „einstakt í sögu lýðveldisins“

Mon, 08/28/2017 - 04:45
Þýskur hjúkrunarfræðingur sem hlaut lífstíðarfangelsisdóm fyrir tveimur árum fyrir að myrða tvo sjúklinga með banvænum lyfjaskammti, er talinn hafa banað að minnsta kosti 90 sjúklingum og mögulega nærri 200.

Samgönguæðar Houston á bólakafi

Mon, 08/28/2017 - 03:49
Vegir Houston í Texas-ríki Bandaríkjanna eru orðnir að fljótum. Eini nothæfi fararskjótinn eru bátar en veðurspár gera ráð fyrir meiri rigningu á einni viku í borginni en á heilu ári í venjulegu árferði.

Síðasta Fokker-vélin kveður Ísland

Mon, 08/28/2017 - 03:45
Síðasta Fokker-vél Air Iceland Connect flaug af landi brott frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þetta eru mikil tímamót hjá flugfélaginu því Fokker-vélar hafa verið í rekstri þess frá árinu 1965, eða í yfir hálfa öld.

Konur í yfirstærð eiga ekki sömu möguleika

Mon, 08/28/2017 - 03:31
Það varð allt vitlaust um helgina þegar Ásdís Rán spurði á Snapchat-reikningi sínum hvort það væri búið að breyta stöðlum keppninnar Ungfrú Ísland þar sem nokkrir keppendur í keppninni í ár voru ekki í kjörþyngd.

Dómur í máli Björgólfs kveðinn upp í dag

Mon, 08/28/2017 - 03:23
Dómur fellur í dag í saka­máli gegn Björgólfi Guðmunds­syni, fyrr­ver­andi aðal­eig­anda Lands­bank­ans, Gunn­ari Thorodd­sen, fyrr­ver­andi yf­ir­manni Lands­bank­ans í Lúx­em­borg, og sjö öðrum ein­stak­ling­um sem tengj­ast meint­um blekk­ing­um vegna veðlána sem bank­inn veitti.

Sextán ára undir stýri í ísbíltúr

Mon, 08/28/2017 - 03:16
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærdag afskipti af sextán ára pilti sem hafði skotist á bifreið föður síns út í söluturn í Keflavík til að kaupa sér ís.

Tafir á umferð vegna áreksturs

Mon, 08/28/2017 - 02:41
Talsverðar tafir eru á umferð vestur Ártúnsbrekku vegna áreksturs en engin slys urðu á fólki, samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Landsliðið kvaddi í morgun

Mon, 08/28/2017 - 02:23
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik kvaddi í morgun í Leifsstöð áður en liðið hélt af stað til Finnlands þar sem það mun leika á Evrópumótinu. Fyrsti leikur liðsins er gegn Grikklandi í Helsinki á fimmtudag, en leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Pages

Morgunblaðið