Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 11 min ago

Gylfi í byrjunarlið Everton á ný

Sun, 11/05/2017 - 07:36
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í byrjunarlið Everton á nýjan leik. Gylfi byrjaði á varamannabekknum í síðasta deildarleik, 2:0-tapinu gegn Leicester. Hann verður hins vegar með frá byrjun er Everton fær Watford í heimsókn kl. 16:30, en leikurinn er liður í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Sagði Ísland öruggasta land í heimi

Sun, 11/05/2017 - 05:35
Sanita Brauna, sem var myrt á Hagamel í lok september, var svo hrifin af Íslandi að hér vildi hún vera áfram næstu árin. Hún hafði áform um að fá dóttur sína til sín hingað til lands og vildi læra íslensku til að aðlagast samfélaginu betur. Elsta dóttir hennar ræddi við Sunnudagsblaðið um sorgina og þakklætið í garð allra sem aðstoðuðu fjölskylduna á erfiðum tímum.

Tottenham - Cr. Palace, staðan er 1:0

Sun, 11/05/2017 - 05:23
Tottenham og Crystal Palace mætast í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kl. 12:00. Tottenham er í 3. sæti með 20 stig en Crystal Palace í neðsta sæti með aðeins fjögur stig. Mbl.is fylgist með gangi mála og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

Puigdemont gaf sig fram við lögreglu

Sun, 11/05/2017 - 05:21
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku heimastjórnarinnar, hefur, ásamt helstu ráðgjöfum sínum, gefið sig fram við lögregluyfirvöld í Belgíu.

Upplýsa þingflokka um stöðu mála

Sun, 11/05/2017 - 05:13
Nú standa yfir þingflokksfundir flokkanna fjögurra sem nú freista þess að mynda ríkisstjórn. Fulltrúar flokkanna fjögurra, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks stefna svo að því að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum seinni partinn í dag eða í kvöld.

Loka vegum vegna veðurs

Sun, 11/05/2017 - 03:59
Vegagerðin áætlar að loka nokkrum leiðum frá kl. 15 í dag vegna óveðurs. Um er að ræða Hringveginn frá Markarfljóti að Vík, veginum um Hellisheiði, veginum um Kjalarnes og Hafnarfjall. Einnig Þingvallavegi um Mosfellsheiði.

Búast má við röskunum á flugi

Sun, 11/05/2017 - 03:46
Að sögn talsmanns Icelandair stefnir í töluverða röskun á flugi félagsins seinni partinn í dag, bæði á lendingum og brottförum.

„Óveðrið nálgast óðfluga“

Sun, 11/05/2017 - 03:19
„Óveðrið nálgast óðfluga,“ segir í færslu sem Veðurstofa Íslands hefur birt á facebooksíðu sinni. Þar segir ennfremur að skilin nálgist Reykjanes eins og megi sjá á meðfylgjandi gervitunglamynd frá því klukkan níu í morgun. Byrjað sé að hvessa.

Er eitthvað til að grínast með?

Sun, 11/05/2017 - 02:20
Sökum legu landsins og fjarlægðar við nágrannaþjóðir hefur Ísland ef til vill minna lent í gríni annarra þjóða. En það er nú samt af ýmsu að taka þegar kafað er ofan í málið.

Bílaauglýsing kærastans sló í gegn

Sun, 11/05/2017 - 01:49
Hver er besta leiðin til að selja 21 árs gamla Hondu sem búið er að aka yfir 220.000 km? Mögulega er það að búa til flotta sjónvarpsauglýsingu með skotum úr lofti sem minnir um margt á auglýsingar fyrir glænýja bíla. Þetta gerði Max Lanman til að aðstoða kærustu sína við að selja bifreiðina sem er metin á um 499 dali, sem samsvarar um 50.000 kr.

Fjórir handteknir eftir meiriháttar árás

Sun, 11/05/2017 - 00:46
Allar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fullar eftir nóttina en lögreglan hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Lögreglan greinir m.a. frá því að fjórir einstaklingar hafi verið handteknir í Hafnarfirði grunaðir um meiriháttar líkamsárás.

Brotthvarf Hariri sé liður í ráðabruggi Bandaríkjanna

Sun, 11/05/2017 - 00:34
Stjórnvöld í Íran segja að skyndilegt brotthvarf Saad al-Hariri úr stóli forsætisráðherra Líbanons sé liður í ráðabruggi til að auka á óstöðugleika á svæðinu. Ráðgjafi æðsta leiðtoga Írans sakar Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að standa þarna að baki.

Gagnkvæm virðing milli landsliðsmanna

Sun, 11/05/2017 - 00:30
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, sat fyrir svörum á The Global Leadership-ráðstefnunni í Háskólabíó í gærmorgun. Sagði hann liðsheildina vera langsterkasta vopn landsliðsins og færði fyrir því rök.

Kaus ekki „raupkjaftinn“

Sun, 11/05/2017 - 00:18
George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kaus Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri bók þar sem hann kallar núverandi forseta, Donald Trump, „raupkjaft“.

Heimir hrósaði Eiði Smára

Sun, 11/05/2017 - 00:07
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen og sagði hann hafa sýnt leiðtogahæfni á EM í Frakklandi í fyrra þegar Heimir kom fram á GLS-ráðstefnunni í Háskólabíó í gærmorgun.

Stormur í aðsigi

Sun, 11/05/2017 - 00:06
Spáð er suðaustanstormi eða -roki í dag, hvassast við suðvesturströndina, á norðanverðu Snæfellsnesi og á hálendinu seinni partinn. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll víða um land og snjókomu á fjallvegum og því líkur á samgöngutruflunum.

Eldur kviknaði í bát í Ólafsvíkurhöfn

Sun, 11/05/2017 - 00:00
Á ellefta tímanum í gærkvöldi var slökkvilið Snæfellsbæjar kallað út eftir að hafnarverðir veittu eftirtekt að mikinn reyk lagði frá stýrishús í 17 tonnastálbát Neista HU sem lá í Ólafsvíkurhöfn.

Prinsar handteknir í aðgerðum gegn spillingu

Sat, 11/04/2017 - 15:50
Ný stofnun sem berst gegn spillingu í Sádi-Arabíu hefur handtekið ellefu prinsa, fjóra starfandi ráðherra og tugi fyrrverandi ráðherra. Greint er frá þessu á vef BBC, en ekki hefur verið upplýst á hvaða grundvelli mennirnir voru teknir höndum.

Rokkrefir í Eldborgarsal

Sat, 11/04/2017 - 15:16
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er í fullum gangi en tónlistarveislunni lýkur á morgun. Bandaríska hljómsveitin Fleet Foxes hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld og léku þar mörg af sínum þekktustu lögum, en tónleikar sveitarinnar eru einn af hápunktum hátíðarinnar.

Erum að bæta okkur á báðum endum

Sat, 11/04/2017 - 15:07
„Úrslit leiksins glöddu mig mest, en frammistaða leikmanna vakti líka kátínu hjá mér. Við ákváðum að stilla upp liði sem gæti ógnað með hraða í skyndisóknum og það gekk vel upp í þessum leik,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC eftir 4:1-sigur liðsins gegn West Ham United í dag.

Pages

Morgunblaðið