Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 18 min 57 sec ago

Reykjanesbraut var lokað vegna slyss

Sun, 10/28/2018 - 00:11
Reykjanesbraut er lokuð í báðar áttir vegna umferðaslyss sem varð um miðja vegu milli nýju gatnamótanna við Krísuvíkurveg og gatnamótanna við Strandgötu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú á sjöunda tímanum.

„Ógeðslegur alvörurasisti“

Sat, 10/27/2018 - 15:24
Gamlir yfirmenn Cesars Sayocs bera honum misvel söguna. Einn sagði að hann væri ógeðslegur. Annar sagði hann besta skinn.

„Ógeðslegur alvöru rasisti“

Sat, 10/27/2018 - 15:24
Gamlir yfirmenn Cesar Sayoc bera honum misjafna söguna. Einn sagði að hann væri ógeðslegur. Annar sagði hann besta skinn.

Obama hneykslast mjög á Trump

Sat, 10/27/2018 - 14:52
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ásakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að beinlínis ljúga að fólki. Hann gerði alvarlegar athugasemdir við stjórnarhætti og orðræðu forsetans er hann ávarpaði kjósendur í Milwaukee og Detroit í gær.

Mæður sem gefa börn til ættleiðingar fái styrk

Sat, 10/27/2018 - 14:28
Tíu þingmenn standa að nýju frumvarpi um fæðingarstyrk til kvenna sem gefa börn til ættleiðingar við fæðingu. Yrði það að lögum fengju mæður fæðingarstyrk í sex mánuði upp á 135.525 kr. á mánuði.

Veröldin ekki á leiðinni til fjandans

Sat, 10/27/2018 - 13:19
Hvað ertu að lesa? Veturinn er genginn í garð og kvöldin eru myrk. Slíkt er gæðastundir til lestrar og úr nægu er að velja. Sumir velja léttmeti en aðrir kynna sér söguna, vísindin, stjórnmálin og hið stóra samhengi hlutanna.

Trump fordæmir gyðingahatur

Sat, 10/27/2018 - 13:11
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að það ætti ekki að vera neitt umburðarlyndi gagnvart gyðingahatri. Ummælin lét Trump falla nokkrum klukkustundum eftir að maður réðst inn í bænahús gyðinga í Pittsburgh og myrti að minnsta kosti ellefu.

Þyrluslys fyrir utan heimavöll Leicester

Sat, 10/27/2018 - 13:10
Þyrla í eigu Vichai Srivaddhanaprabha, eiganda enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City, hrapaði fyrir utan völl félagsins, King Power-völlinn, eftir 1:1-jafntefli liðsins við West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vann 15,5 milljónir

Sat, 10/27/2018 - 12:38
Einn heppinn spilari var með allar tölurnar réttar í lottói kvöldsins og fær hann í sinn hlut 15,5 milljónir króna. Vinningshafinn er í áskrift.

Deildi gyðingahatri á samfélagsmiðlum

Sat, 10/27/2018 - 12:28
Maðurinn sem myrti að minnsta kosti ellefu þegar hann réðst inn í bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag heitir Robert Bowers. Hann er 46 ára og hrópaði ókvæðisorð að gyðingum á meðan á árásinni stóð.

Vigdís braust inn í fjárhirslur borgarinnar

Sat, 10/27/2018 - 11:49
Miðflokkurinn birti myndband áðan sem þótti of gróft til að birta í miðri kosningabaráttu. Í myndbandinu, sem er eins konar skets, brýst Vigdís Hauksdóttir inn í fjárhirslur borgarinnar.

Ekki typpi heldur lítil hafpulsa

Sat, 10/27/2018 - 10:13
Yfir tveggja metra hár skúlptúr sem komið afhjúpaður var í Reykjavíkurtjörn í gær hefur vakið töluverða athygli, ekki síst fyrir lögun sína sem minnir helst á kynfæri karlmanns. Höfundur verksins segir það ekki hafa verið upphaflegan tilgang, heldur sé um litla hafpulsu að ræða.

Nokkrir látnir eftir skotárás

Sat, 10/27/2018 - 10:06
Að minnsta kosti fjórir eru látnir, samkvæmt AFP-fréttaveitunni, eftir að byssumaður hóf skothríð í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum fyrr í dag. Maðurinn var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu, þar sem þrír lögregluþjónar urðu fyrir skoti.

Rjúpnaskyttur pakki snemma saman

Sat, 10/27/2018 - 09:34
Rjúpnaveiðitíminn hófst í gær og hefur farið vel af stað að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Mér heyrist að menn hafi farið eftir ráðleggingum og veitt hóflega. Mér sýnist allir hafa fengið eitthvað, tvær og upp í tíu rjúpur, þeir sem fengu mest,“ segir Áki í samtali við mbl.is, sem ákvað sjálfur að bíða aðeins með að fara á fjöll.

Pages

Morgunblaðið