Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 50 min ago

Tamimi segir baráttuna halda áfram

Sun, 07/29/2018 - 04:31
Palestínska unglingsstúlkan Ahed Tamimi, sem var dæmd til átta mánaða fangelsisvistar fyrir að löðrunga ísraelskan hermann, var í dag látin laus úr fangelsi. Tamimi sagði við það tækifæri að baráttan gegn hernámi Ísraela á Vesturbakkanum haldi áfram.

Fullyrt að Katarbúar hafi haft rangt við

Sun, 07/29/2018 - 04:08
Enska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Katarbúar hafi notað ólöglegar aðferðir til að skemma fyrir keppinautum sínum í baráttunni um að fá úthlutað gestgjafahlutverki heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu árið 2022.

Tekur tíma, þolinmæði og þrjósku

Sun, 07/29/2018 - 03:00
Arna Sigríður Albertsdóttir hefur verið frumkvöðull í keppnishjólreiðum hérlendis en hún stefnir á að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í Japan 2020. Hún var 16 ára er hún hlaut mænuskaða í skíðaslysi í Noregi, en er nú komin á stað sem marga hjólareiðamenn dreymir um – að keppa á stórmótum í hjólreiðum.

3 látnir eftir skotárás í New Orleans

Sun, 07/29/2018 - 01:47
Þrír létust og að minnsta kosti sjö til viðbótar særðust í skotárás í New Orleans í gærkvöldi. Reuters fréttastofan hefur eftir lögregluyfirvöldum í borginni að tveir árásarmenn hafi skotið á handahófi á mannfjöldann.

Tottenham vann upp forskot Barcelona

Sun, 07/29/2018 - 01:32
Barcelona og Tottenham skildu jöfn, 2:2, á alþjóðlega æfingamótinu, International Cup, í Pasadena í Kaliforníu í nótt. Barcelona hafði síðan betur í vítaspyrnukeppni.

Spá þrumuveðri og jafnvel hagléli

Sun, 07/29/2018 - 01:18
Mjög hlýtt loft verður yfir Íslandi í dag, en það er því miður að flýta sér í vesturátt að því er segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings. Hlýja loftinu fylgja talsverðar líkur á öflugum skúradembum með þrumum, eldingum og jafnvel hagli víða um land.

Stórbrotið mark hjá Shaqiri

Sun, 07/29/2018 - 00:30
Markið sem Xherdan Shaqiri skoraði fyrir Liverpool í sigrinum á Manchester United, 4:1, í Michigan í gærkvöld þykir sérlega glæsilegt og hefur verið sýnt frá ýmsum sjónarhornum.

10 farast í öflugum skjálfta á Lombok

Sun, 07/29/2018 - 00:24
10 eru látnir hið minnsta eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyjuna Lombok, sem er vinsæll ferðamannastaður. Skjálftinn mældist 6,4 og reið hann yfir um sjö í morgun að staðartíma, eða um miðnætti að íslenskum tíma.

Umferðartafir vegna byggingaframkvæmda

Sun, 07/29/2018 - 00:00
Miklar byggingarframkvæmdir standa yfir í miðborg Reykjavíkur, þær mestu í sögunni. Af þeim sökum hefur verið þrengt að bílaumferð á nokkrum stöðum og hafa myndast langar bílaraðir, sérstaklega á háannatímum.

Trump samþykkir að aðstoða Kaliforníu

Sat, 07/28/2018 - 15:30
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að veita Kaliforníuríki aðstoð, á sama tíma og þúsundir slökkviliðsmanna reyna í óðaönn að halda banvænum og óslökkvandi eldum í skefjum. Að minnsta kosti sex manns eru látnir og hundruð bygginga eru ónýt eftir elda undanfarinnar viku.

Aron vann en Gylfi tapaði

Sat, 07/28/2018 - 15:10
Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson spiluðu báðir æfingaleiki með sínum liðum í dag, hálfum mánuði áður en keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og var niðurstaðan ólík.

„Ég hélt að þetta væri búið“

Sat, 07/28/2018 - 15:03
„Að klæða hann í einhvern grínföt og setja bleikt sprey í hárið á honum og láta hann svo gera lítið úr sér með því að vera í Druslugöngunni? Er það grínbúningur? Að vera þolandi kynferðisofbeldis?“ spyr Margrét Erla Maack, um hóp manna sem nýttu Druslugönguna í dag til þess að steggja einn þeirra.

Pages

Morgunblaðið