Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 14 min 10 sec ago

Dansandi May vakti lukku

Wed, 10/03/2018 - 08:21
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og nú óumdeild dansdrottning, var létt í spori þegar hún steig á svið á landsfundi Íhaldsflokksins sem fram fer í Birmingham.

Ronaldo sendir frá sér yfirlýsingu

Wed, 10/03/2018 - 07:54
Cristiano Ronaldo sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter í dag þar sem hann harðneitar að hafa nauðgað Kathryn Mayorga. Lögreglan í Las Vegas tók á dögunum upp að nýju rannsókn á kynferðislegu ofbeldi sem Mayorga sakar Ronaldo um.

UEFA kærir Manchester United

Wed, 10/03/2018 - 05:53
UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, kærði í dag enska félagið Manchester United fyrir að koma of seint í Meistaradeildarleikinn gegn Valencia í gærkvöldi. Rútan sem flutti leikmenn og þjálfarateymi frá hóteli liðsins tafðist í umferð.

Kristinn H. kaupir BB

Wed, 10/03/2018 - 05:49
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, hefur keypti Bæjarins besta og bb.is ásamt léni, vefréttindum og öðrum verðmætum sem útgáfunni fylgja.

Skólaveggspjald í hringiðu deilna

Wed, 10/03/2018 - 05:46
Finnskur skóli er lentur í hringiðu deilna við þingmann þjóðernisflokksins Finnaflokksins, sem áður hét Sannir Finnar, vegna verkefnis sem nemendur unnu um innflytjendur.

Kálhaus kastað í Bruce

Wed, 10/03/2018 - 05:22
Lögreglan í Birmingham er nú í samvinnu við enska knattspyrnufélagið Aston Villa við að finna mann sem kastaði kálhaus í Steve Bruce, stjóra liðsins. Bruce fékk kálhausinn í sig eftir 3:3-jafntefli liðsins við Preston í B-deildinni í gærkvöldi.

Von á frekari hagræðingu í fluggeiranum

Wed, 10/03/2018 - 04:55
Það liggur í augum uppi að líkur eru á að Icelandair Group muni ekki ná að uppfylla skilmála skuldabréfa félagsins þar sem það hefur lækkað EBIDTA-spá sína nokkuð þar sem horf­ur í rekstri félagsins eru lak­ari en gert hafði gert ráð fyr­ir. Þetta segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS.

Blæs á fullyrðingar um stirt samband

Wed, 10/03/2018 - 04:52
„Ég er alveg orðlaus,“ var það fyrsta sem Jökull Gunnarsson, forstjóri kís­il­málm­verk­smiðju PCC á Bakka, sagði þegar hann var inntur viðbragða við ummælum Aðalsteins Árna Baldurssonar, formanns stéttarfélagsins Framsýnar, um óánægju starfsfólks á Bakka.

Byssuskot endurkastaðist í starfsmann

Wed, 10/03/2018 - 04:21
Karlmaður sem slasaðist við vinnu í kís­il­verk­smiðju PCC á Bakka á Húsa­vík á fjórða tím­an­um í gær varð fyrir skoti úr byssu sem notuð er til að opna bræðsluofn. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Akureyri í gærkvöldi.

Hlutabréf í Icelandair lækka

Wed, 10/03/2018 - 03:10
Hlutabréf í Icelandair lækkuðu við upphaf viðskipta í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um að félagið myndi í dag hefja viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir 50% af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins að andvirði 21,5 milljarða króna.

Strætó á 7,5 mínútna fresti á háannatíma

Wed, 10/03/2018 - 03:09
Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að Strætó aki á 7,5 mínútna tíðni á háannatímum á stofnleiðum var samþykkt í borgarstjórn í gær með 22 greiddum atkvæðum. Þetta mun hins vegar ekki taka gildi fyrr en í byrjun árs 2020.

Smáríki þurfa skjól

Wed, 10/03/2018 - 02:49
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sendi frá sér bók á dögunum sem ber heitir „Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs“. Baldur var gestur í þættinum Ísland vaknar á K100.

„Menn þurfa að kunna mannleg samskipti“

Wed, 10/03/2018 - 02:31
„Það er ýmislegt sem þarf að laga þarna,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, og á við kísilver PCC Bakka á Húsavík. Töluverð starfsmannavelta hefur verið á Bakka og þá hafa starfsmenn verið óánægðir með stjórnarhætti yfirmanna.

Fan Bingbing biðst afsökunar

Wed, 10/03/2018 - 01:37
Kínverska stórstjarnan Fan Bingbing, sem hvarf sporlaust í júlí, hefur birt langa afsökunarbeiðni á samfélagsmiðli. Hún hefur verið sektuð um 129 milljónir dala, rúmlega 14 milljarða króna, fyrir meint skattalagabrot sem og fleiri brot.

Icelandair ræðir við lánardrottna

Wed, 10/03/2018 - 00:33
Icelandair Group hefur í dag viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins sem eru að nafnvirði 190 milljónir Bandaríkjadala, 21,5 milljarðar króna.

Bikarmeistararnir þykja líklegir til afreka

Wed, 10/03/2018 - 00:25
Íslandsmót kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld þegar fjórir leikir fara fram í Dominos-deildinni. Árleg spá forráðamanna liðanna var kynnt í gær eins og sjá má í Morgunblaðinu í dag. KKÍ er ekki lengur með hömlur á fjölda leikmanna sem eru með vegabréf frá þjóðum sem taka þátt í EES-samstarfinu eftir að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, ályktaði að slíkt brjóti í bága við lög um evrópska efnahagssvæðið. Áhrifanna gætir strax því nokkuð er um leikmenn frá Evrópu á leikmannalistum liðanna.

Byrjar að hvessa um hádegi

Wed, 10/03/2018 - 00:16
Með morgninum nálgast lægð úr suðri og mun fara að hvessa sunnanlands upp úr hádegi með rigningu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir vind frá því um kl. 15 og eiga einkum við undir Eyjafjöllum og í Öræfum þar sem hviður geta farið yfir 35 m/s.

Íhuguðu lögbann á arðgreiðslu

Wed, 10/03/2018 - 00:04
Bankasýsla ríkisins íhugaði alvarlega að krefjast þess að sýslumaður legði lögbann á arðgreiðslu á hlutabréfum Arion banka í dótturfélaginu Valitor Holding til hluthafa bankans.

Grafa upp fórnarlömb kókaínstríðsins

Tue, 10/02/2018 - 23:30
Í skugga kókarunna er ómerkt gröf. Margar slíkar er að finna á gróskumiklum ökrum Catatumbo og í þeim liggja ónafngreind fórnarlömb hins blóðuga kókaínstríðs Kólumbíu.

Pages

Morgunblaðið