Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 10 min ago

Veitur endurgreiða 50.000 viðskiptavinum

Fri, 08/16/2019 - 08:14
Veitur eru um þessar mundir að endurgreiða um 50.000 viðskiptavinum fyrir ofgreidd vatnsgjöld árið 2016. Flestir fá smærri upphæðir en eitt fyrirtæki í umfangsmiklum rekstri í Reykjavík fær 2 milljónir.

Lausafé WOW var 3 milljónir

Fri, 08/16/2019 - 06:56
WOW air varð ógjaldfært eigi síðar en um mitt ár 2018. Lausafé félagsins reyndist þrjár milljónir króna við gjaldþrot 28. mars 2019. Ekkert mun fást upp í almennar kröfur.

Til hvers lærum við eiginlega algebru?

Fri, 08/16/2019 - 06:50
„Það er til lítils að kunna að leysa jöfnur ef maður getur ekki sett þær fram til að byrja með þegar maður stendur frammi fyrir raunverulegum verkefnum,“ segir Tomas Højgaard, prófessor í stærðfræðikennslu. Hann er hér á landi til að taka þátt í ráðstefnu um kennsluaðferðir sem fram fer í dag.

„Þetta er bara mjög móðgandi“

Fri, 08/16/2019 - 06:30
„Hvernig í ósköpunum getur dómari við héraðsdóm leyft sér að bera svona á borð?“ furðaði Rósa Björk þingmaður sig á, þegar upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar þegar Arnar Þór Jónsson kom fyrir hana.

Veit ekki hvort Eriksen fer

Fri, 08/16/2019 - 06:09
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segist ekki vita hvort að danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen verði seldur frá félaginu í sumar.

Glussaleki í Hlíðunum

Fri, 08/16/2019 - 06:00
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í Hlíðahverfið um ellefuleytið í morgun vegna glussaleka. Slanga hafði sprungið í vinnulyftu á horninu á Eskihlíð og Engihlíð með þeim afleiðingum að tankurinn tæmdist yfir um 25-30 m2 svæði.

Ný ebólusmit í Kongó

Fri, 08/16/2019 - 05:59
Ebólu-smit hafa verið staðfest í Suður-Kivu héraði í Lýðveldinu Kongó. 26 ára karlmaður er látinn og eitt barna hans er smitað og hefur verið komið undir læknishendur.

Segir Dani ekki geta selt Grænland

Fri, 08/16/2019 - 05:43
Það er af og frá að Danir geti selt Grænland. Þetta segir lektor við Grænlandsháskóla. Washington Post greindi í gærkvöldi frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugi að kaupa Grænland. Danskir fjölmiðlar hafa í morgun sagt hug­mynd­ina ekki jafn fá­rán­lega og hún kunni að hljóma í fyrstu.

Virðið lokanir, leggið löglega og munið eftir góða skapinu

Fri, 08/16/2019 - 05:03
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að gæta þess að virða lokanir, leggja löglega og muna eftir góða skapinu þegar Gleðigangan fer fram á morgun, en gangan er árviss og hápunktur Hinsegin daga.

Segir aðgerðir SÍ hafa laskað orðsporið

Fri, 08/16/2019 - 04:53
Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hefur stefnt Má Guðmundssyni og Seðlabanka Íslands, fyr­ir sína eig­in hönd, í kjöl­far þess að Seðlabank­inn hafnaði kröfu Þor­steins um viðræður um bæt­ur vegna mála­rekst­urs Seðlabank­ans gegn Sam­herja.

„Það sem er ekki í þriðja orkupakkanum“

Fri, 08/16/2019 - 04:31
Hilmar Gunnlaugsson lögmaður segir að ekkert valdaframsal felist í samþykkt þriðja orkupakkans. Margrét Einarsdóttir dósent í lögfræði segir að ekkert standi í orkupakkanum um að leggja verði sæstreng.

Selskælingar nema í Fellaseli

Fri, 08/16/2019 - 03:16
Rúmlega 140 nemendur í 6. og 7. bekk Seljaskóla sækja nám í húsnæði Fellaskóla fram yfir áramót vegna bruna sem varð í Seljaskóla í vor. Altjón varð á húsi fjögur þar sem kennsla þessara bekkja fór fram. Unnið er að því að endurbyggja það og áætlað að því ljúki upp úr áramótum.

Mynd og farsímagögn koma að notum

Fri, 08/16/2019 - 03:12
Leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið útbyrðis úr kajak á laugardag verður haldið áfram í dag. Hefur leitarsvæðið verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.

Nýtt KR-lag og myndband fyrir bikarúrslitin

Fri, 08/16/2019 - 03:10
Kvennalið KR í knattspyrnu gaf í gær út stuðningsmannalag og myndband við fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Selfossi sem leikinn er á Laugardalsvelli á morgun.

Paddington 2 besta myndin sem Grant var í

Fri, 08/16/2019 - 02:30
Hugh Grant vill ekki að fólk tali niður kvikmyndina Paddington 2, en hann telur hana vera bestu kvikmynd sem hann hefur nokkurn tímann leikið í.

Örplast fellur með snjó á Norðurskautinu

Fri, 08/16/2019 - 02:20
Jafnvel á Norðurskautinu falla örplastagnir til jarðar með snjókornunum. Segja vísindamennirnir það hafa verið áfall að uppgötva hversu margar agnirnar voru — yfir 10.000 á hvern lítra af snjó. Þetta auki líka líkur á að við öndum að okkur örplasti með andrúmsloftinu.

„Þetta er ljós í myrkrinu“

Fri, 08/16/2019 - 01:38
Talsmaður landeigenda í Seljanesi í Ingólfsfirði segist fagna þeirri ákvörðun VesturVerks að slá framkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi í Seljanesi á frest. Bíða landeigendur nú úrskurða samgönguráðuneytisins og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um heimild VesturVerks til framkvæmda í Seljanesi.

Grænlandskaup Trump enginn brandari

Fri, 08/16/2019 - 00:21
Frétt Washington Post um að Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugi að kaupa Grænland hefur vakið mikla athygli, ekki hvað síst í Danmörku þar sem þarlendir fjölmiðlar hafa skiptar skoðanir á málinu. Skipunin er ljótur raunveruleiki sem Danir vilja helst ekki vita af,“ segir Berlingske Tidende.

Hafna friðarviðræðum við Suður-Kóreu

Thu, 08/15/2019 - 23:34
Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa hafnað öllum frekari viðræðum við stjórnvöld í Suður-Kóreu og segja það „algjörlega um að kenna gjörðum Suður-Kóreu“. BBC segir þar vera vísað til heræfinga Suður-Kóreu.

Gómuðu lundapysju á Miklubrautinni

Thu, 08/15/2019 - 23:08
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var fengin til að góma lundapysju sem var að þvælast á Miklubrautinni og skila henni aftur út í sjó. Nóttin var annars með rólegra móti að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Pages

Morgunblaðið