Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 15 min ago

„Ég flutti til London einungis fyrir leiklistina“

Sat, 11/16/2019 - 22:00
Hallvarður Jes Gíslason leikari hefur búið í London í um eitt og hálft ár. Hann segir leiklistarlífið frábært en kaffið ekki jafngott.

Alls ekki skola diskana sem fara í uppþvottavélina

Sat, 11/16/2019 - 21:04
Mörg okkar höfum vanið okkur á að skola diskana áður en þeir fara í uppþvottavélina. Það er einfaldlega rökrétt að maður hefði haldið en að mati sérfræðinganna áttu alls ekki að gera það.

Erla og Tryggvi hönnuðu glæsiíbúð í LA

Sat, 11/16/2019 - 21:00
Erla Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson sem reka arkitektastofuna Minarc í Kaliforníu fengu það verkefni að endurgera íbúð í Westwood í Kaliforníu.

„Drottinn gættu sonar míns“

Sat, 11/16/2019 - 14:45
„Drottinn gættu sonar míns,“ muldraði Miriam Gamarra er hún heyrði skothvelli í fjarska. Gamarra var þó ekki bænheyrð og sonur hennar Luis Ariza var myrtur þetta maíkvöld af venesúelsku sérsveitinni sem hefur vakið ótta í fátækrahverfum höfuðborgarinnar Caracas. Hann var 21 árs.

Efnaður fasteignaerfingi sýknaður af morðákæru

Sat, 11/16/2019 - 14:21
Tiffany Li, efnaður bandarískur fasteignaerfingi, sem ákærð hafði verið fyrir að myrða barnsföður sinn vegna forræðisdeilu hefur verið sýknuð af kviðdómi.

Eiður Smári fékk rautt spjald í dag

Sat, 11/16/2019 - 14:11
Íslenska U21 árs landslið karla í fót­bolta mátti þola 0:3-tap á úti­velli gegn Ítal­íu í undan­keppni EM í Fer­rera í dag. Leikið var á heima­velli SPAL, sem leik­ur í ít­ölsku A-deild­inni.

Einn lést í mótmælum gegn 50% hækkun á bensínverði

Sat, 11/16/2019 - 14:00
Einn lést og nokkrir særðust í mótmælum í Íran. Mótmælin dreifðust um landið í dag eftir óvænta ákvörðun yfirvalda um að hækka bensínverð um 50 prósent. Dauðsfallið átti sér stað í gær í borginni Sirijan. Þar höfðu mótmælendur reynt að kveikja í eldsneytisgeymslu en öryggissveitir hindruðu það.

Mikilvægast fyrir útlitið að hlúa að andlegri líðan

Sat, 11/16/2019 - 14:00
Telma Fanney Magnúsdóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á að hugsa vel um útlitið. Þrátt fyrir mikinn snyrtivöruáhuga segir hún fegurðina koma innan frá.

Sæti Íslands í umspilinu tryggt

Sat, 11/16/2019 - 13:59
Sæti Íslands í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta er tryggt eftir leiki kvöldsins. Þýskaland, Holland og Króatía tryggðu sér beint inn á mótið í kvöld.

Eldstöðvar á einum vef

Sat, 11/16/2019 - 13:33
Kerhóll og eldsumbrot eru íslensk orð sem öll eru hugargjörð Jónasar Hallgrímssonar, náttúrufræðingsins og listaskáldsins sem Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er tileinkaður. Jónas er einnig höfundur orðsins jarðfræði og því var hæfi að vefurinn www.islenskeldfjoll.is væri opnaður í dag..

Sameinumst gegn þeim sem stela frá okkur

Sat, 11/16/2019 - 13:28
Mótmælt var framan við skrifstofu namibísku spillingalögreglunnar (ACC) á föstudag vegna Samherjamálsins.

Fékk algjörlega nóg af eiginkonu sinni

Sat, 11/16/2019 - 13:27
Fraiser-leikarinn Kelsey Grammer kallar þriðju eiginkonu sína, Camille Grammer, aumkunarverða.

Talgreinir skrifar ræður alþingismanna

Sat, 11/16/2019 - 13:03
Svokallaður talgreinir sem Alþingi fékk í hendurnar í dag mun auðvelda vinnu starfsfólks Alþingis til muna sem snýr að því að skrifa upp ræður þingmanna. Talgreinirinn er gervigreindur og skráir nú ræður alþingismanna.

Lögreglumaður tæklar 15 ára útlimalausan dreng

Sat, 11/16/2019 - 12:45
Lögregluyfirvöld í Pima sýslu í Arizona hafa nú efnt til rannsóknar á starfi lögreglu eftir að lögreglumaður náðist á myndband tækla 15 ára dreng sem hefur hvorki hendur né fætur.

Tröllslæti og heyrnarskemmdahávaði

Sat, 11/16/2019 - 12:20
„Þúsundir manna spyrja sig undrandi hvað sé að gerast í tónlistarflutningi ríkisútvarpsins. Ekki er annað sýnna en kulnaður sé sá eldur menningar sem þeirri stofnun var í öndverðu ætlað að kynda.“

Námið eins og hannað fyrir dúxinn

Sat, 11/16/2019 - 11:50
Það kom Önnu Lilju Atladóttur, dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ (FG), ekki í opna skjöldu að hún skyldi hljóta hæstu einkunn útskrifaðra. Hún segir að leiðin að góðum einkunnum sé einföld, að læra nógu mikið. Anna Lilja útskrifaðist af alþjóðabraut. Hún hlaut fjórar viðurkenningar við útskriftina fyrir afburða frammistöðu í einstökum greinum.

Milljónirnar 29 gengu ekki út

Sat, 11/16/2019 - 11:40
Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og munu milljónirnar 29 sem nú eru í pottinum því bætast við vinning næstu viku.

Ítalir of sterkir í Ferrera

Sat, 11/16/2019 - 11:39
Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mátti þola 0:3-tap á útivelli gegn Ítalíu í undankeppni EM í Ferrera í dag. Leikið var á heimavelli SPAL, sem leikur í ítölsku A-deildinni.

Trump „skítsama“ um Úkraínu

Sat, 11/16/2019 - 11:27
David Holmes, sendiráðsstarfsmaður í bandaríska sendiráðinu í Úkraínu, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta vera „skítsama“ um Úkraínu og að forsetinn hafi bara áhuga á því sem bæti pólitíska stöðu hans sjálfs.

Giftu sig á náttfötunum

Sat, 11/16/2019 - 11:00
Par nokkurt hefur verið kallað lummulegt fyrir að gifta sig í náttfötum og bjóða upp á morgunkorn í brúðkaupsveislunni. Þema veislunnar var gistipartý og því samkvæmt voru brúðhjónin í náttfötum í stíl sem á stóð „brúður“ og „brúðgumi“.

Pages

Morgunblaðið