Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 45 min ago

Houdini réttarkerfisins tekinn af lífi

Fri, 05/26/2017 - 00:55
Tommy Arthur, 75 ára, var tekinn af lífi seint í gærkvöldi í Alabama eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði aftökuna. Þetta var í áttunda skipti sem dauðadómur hans kom til kasta dómstólsins. Í sjö skipti tókst Arthur að komast undan aftöku og fékk vegna þess viðurnefnið „Houdini“.

Tíu í haldi vegna árásar

Thu, 05/25/2017 - 23:41
Átta eru í haldi bresku lögreglunnar grunaðir um aðild að árás í Manchester á mánudagskvöldið. Tveir eru í haldi lögreglunnar í Líbýu vegna málsins. 22 létust í árásinni. Kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í Bretlandi 8. júní hefst að nýju í dag en hlé var gert á henni vegna árásarinnar.

FBI rannsakar tengdasoninn

Thu, 05/25/2017 - 23:21
Tengdasonur og ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Jared Kushner, er til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra.

Mímir mótmælir nafninu

Thu, 05/25/2017 - 23:02
Nemendafélagið Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum og málvísindum við Háskóla Íslands, mótmælir og harmar þá ákvörðun Flugfélags Íslands að breyta heiti félagsins í Air Iceland Connect.

Milljarðar í ný borgarhótel

Thu, 05/25/2017 - 22:30
Hátt í 200 hótelherbergi bætast við á Laugaveginum í þessum mánuði með opnun nýrra hótela. Sú viðbót er líklega án fordæma á svo skömmum tíma í sögu þessarar helstu verslunargötu landsins.

Beittu sér ekki á þinginu

Thu, 05/25/2017 - 22:30
„Sigmundur Davíð segir að fyrrverandi formenn hafi unnið gegn honum. Hann er sjálfur fyrrverandi formaður, en er auðvitað ekki að tala um sjálfan sig þótt það kynni að eiga við.“

Minni snjór en sést hefur lengi

Thu, 05/25/2017 - 22:30
„Þetta er minnsti snjór sem ég hef séð á hálendinu,“ segir Ómar Ragnarsson, fréttamaður og flugmaður, sem fylgist vel með á hálendinu og landinu öllu.

Maðurinn uppruninn í Evrópu?

Thu, 05/25/2017 - 16:14
Hugsanlega þarf að endurrita þróunarsögu mannkynsins eftir að vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að maðurinn eigi uppruna sinn í Evrópu en ekki Afríku eins og áður var talið. Flestir sérfræðingar á þessu sviði telja eins og staðan er í dag að maðurinn og apar hafi þróast út frá sameiginlegum forföður fyrir um sjö milljónum ára.

Talin hafa verið látin í tvo mánuði

Thu, 05/25/2017 - 15:48
Eldri hjón fundust látin á heimili sínu á Mallorca á Spáni á þriðjudaginn og er talið að þau hafi verið látin í að minnsta kosti tvo mánuði. Líkin voru illa farin og báru merki þess að hafa verið étin af fimm hundum hjónanna samkvæmt frétt Thelocal.es.

Fönguðu alræmda glæpakonu á ný

Thu, 05/25/2017 - 14:49
Öryggissveitir í El Salvador hafa fangað alræmda glæpakonu sem slapp úr fangelsi í Gvatemala fyrir tveimur vikum.

Greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns

Thu, 05/25/2017 - 14:14
Formaður Neytendasamtakanna, Ólafur Arnarson, greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns fyrir þing samtakanna þar sem hann var síðan kjörinn formaður. Hann segir það ekkert leyndarmál að hann hafi smalað á þingið. Hann þvertekur hins vegar fyrir að hafa greitt félagsgjöldin fyrir fólkið úr eigin vasa.

Berst fyrir lífi sínu eftir árásina

Thu, 05/25/2017 - 14:04
Eitt fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar á Manchester Arena-tónleikahöllina á mánudag, 15 ára gamla Laura McIntyre, berst nú fyrir lífi sínu. McIntyre var á tónleikunum með bestu vinkonu sinni, 14 ára gömlu Eilidh MacLeod, en hún lést í árásinni.

Dómstóll dæmir gegn Trump

Thu, 05/25/2017 - 13:45
Donald Trump Bandaríkjaforseti varð í dag fyrir enn einu áfallinu á pólitíska sviðinu þegar alríkisdómstóll staðfesti úrskurð lægra dómstigs um að stöðva ferðabann hans vegna íbúa sex ríkja þar sem múslimar eru meirihluti íbúa.

Stuðningur heima fyrir mikilvægur

Thu, 05/25/2017 - 13:05
„Þetta var auðvitað stór dagur fyrir NATO þar sem verið var að vígja nýjar höfuðstöðvar bandalagsins hér í Brussel. Það er mjög tilkomumikið að sjá þau tvö minnismerki sem afhjúpuð voru af því tilefni. Annars vegar hluta úr Berlínarmúrnum og hins vegar stálboga úr burðavirki World Trade Center.“

Jöklarnir þynnast um metra á ári

Thu, 05/25/2017 - 12:07
Ef fram heldur sem horfir þá verða jöklar á Íslandi horfnir að öllu leyti eftir 150 til 200 ár, en þeir rýrna nú hraðar en heimildir eru fyrir í Íslandssögunni. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Bað móður sína að fyrirgefa sér

Thu, 05/25/2017 - 11:36
Salm­an Abedi, sem er grunaður um að hafa sprengt sjálf­an sig í loft upp á tón­leik­un­um í Manchester á mánu­dag þar sem 22 manns fór­ust, hringdi í móður sína nokkrum klukkustundum fyrir árásina. Bað hann hana að fyrirgefa sér. Þetta hefur AP fréttastofan eftir líbískum embættismanni.

Fundu líkamsleifar eftir 29 ár

Thu, 05/25/2017 - 10:59
Lögreglan í Utah í Bandaríkjunum hefur staðfest að líkamsleifar sem fundust undir kjallara í bænum Spanish Fork á mánudag séu af ungri konu sem hvarf fyrir 29 árum.

„Dásamleg, kurteis og harðdugleg“

Thu, 05/25/2017 - 10:34
„Ég hef aldrei tjáð mig um áhöfn Baldurs, nema jú til að hrósa henni. Það hef ég ítrekað gert,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Hann er afar ósáttur við orð Halldórs Jóhannessonar, yfirstýrimanns á Breiðafjarðarferjunni Baldri.

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár

Thu, 05/25/2017 - 10:17
Shaurn Thomas, 43 ára gamall maður frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, hefur verið látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setið saklaus inni í 24 ár. Thomas var fundinn sekur um morð árið 1993 en hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.

Costco lækkar olíuverð

Thu, 05/25/2017 - 09:52
Lítrinn á díselolíu hjá Costco hefur lækkað úr 164,9 krónum niður í 161,9 krónur. Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóri Costco á Íslandi, staðfestir að verðið hafi lækkað um þrjár krónur.

Pages

Morgunblaðið