Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 36 min ago

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

Wed, 11/22/2017 - 07:40
Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega.

„Veit ekki hver staðan er“

Wed, 11/22/2017 - 07:39
„Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla.

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

Wed, 11/22/2017 - 07:30
Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu.

Dramatískur flótti hermanns

Wed, 11/22/2017 - 07:14
Dramatískt myndband af norðurkóreskum hermanni sem skotið var á þegar hann flúði yfir landmærin til Suður-Kóreu hefur vakið mikla athygli.

Unnustan og nágranni með aðra sögu

Wed, 11/22/2017 - 06:36
Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars Jónssonar Aspar, og Árna Jónssonar, nágranna þeirra Arnars og Heiðdísar, var í nokkrum veigamiklum atriðum annar en hjá Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir stófellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars í júní.

Mladic hyggst áfrýja dómnum

Wed, 11/22/2017 - 06:06
Lífstíðardómi stríðsglæpadómstólsins í Haag yfir Ratko Mladic, fyrrverandi herforingja Bosníu-Serba, verður áfrýjað. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir syni Mladics.

Þöggun og meðvirkni verði ekki liðin

Wed, 11/22/2017 - 06:04
Karlar í Pírötum styðja heilshugar við það þverpólitíska framtak íslenskra kvenna í stjórnmálum að koma fram sem hópur til að lýsa reynsluheimi sínum. Reynsluheimi sem einkennist af því að þurfa að þola kynferðisofbeldi og áreitni við stjórnmálastörf.

Stuðningsmenn Liverpool fyrir aðkasti

Wed, 11/22/2017 - 06:01
Stuðningsmenn Liverpool sem ferðuðust til Spánar á leik liðsins gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær urðu fyrir miklu aðkasti við völlinn af því er virðist vera frá starfsmönnum leikvangsins.

Vilja gæsluvarðhald vegna vændismáls

Wed, 11/22/2017 - 05:48
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi.

Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

Wed, 11/22/2017 - 05:11
Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá.

Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

Wed, 11/22/2017 - 04:55
Minna rennsli var í Kvíá, sem kemur undan Kvíárjökli í suðurhluta Öræfajökuls, á mánudagsmorgun en dagana á undan. Það bendir til þess að rennslið sé í rénun og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu.

ÍNN tekið til gjaldþrotaskipta

Wed, 11/22/2017 - 03:01
ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf., félagið sem rekur sjón­varps­stöðina ÍNN, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þessu er greint frá í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

Wed, 11/22/2017 - 03:00
Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.

Sex bjóða sig fram til varaformanns KÍ

Wed, 11/22/2017 - 02:54
Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær, þriðjudaginn 21. nóvember. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 13. desember 2017. Nýr varaformaður KÍ tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fer í apríl á næsta ári.

Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

Wed, 11/22/2017 - 02:51
Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs.

„Mynd segir meira en þúsund orð“

Wed, 11/22/2017 - 02:39
„Mynd segir meira en þúsund orð. Stundum duga orðin ekki til, maður fær einhverja tilfinningu,“ segir Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri inntur eftir því hvað hann meinti nákvæmlega þegar hann gagnrýndi prófílmynd Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Kaupa fyrir milljarð við höfnina

Wed, 11/22/2017 - 02:39
Eimskip hefur keypt þrjár byggingar á hafnarsvæðinu við Sundahöfn af Nordic Investment Bank og nemur kaupverðið 1.013 milljónum króna.

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

Wed, 11/22/2017 - 02:27
Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum.

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

Wed, 11/22/2017 - 02:11
Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

Tue, 11/21/2017 - 23:52
Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn.

Pages

Morgunblaðið