Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 20 min 24 sec ago

Kemur Cantona til starfa hjá United?

Fri, 02/15/2019 - 00:36
Eric Cantona gæti verið að snúa aftur til Manchester United en Frakkinn þykir líklegastur til að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu.

Tæknilega of feitur en er við hestaheilsu

Thu, 02/14/2019 - 23:16
Tæknilega séð fellur Donald Trump Bandaríkjaforseti í offituflokk og hann hefur bætt á sig kílóum frá því í fyrra. Læknir forsetans segir hann engu að síður vera við „mjög góða heilsu. Segir hann Trump hafa flogið í gegnum heilsufarsskoðun sína.

Sauðfjárbændur á fjallahjólum

Thu, 02/14/2019 - 23:00
Guðmundur Fannar Markússon, eða Mummi eins og hann er kallaður, og Rannveig Ólafsdóttir eru sauðfjár- og fjallahjólabændur á bænum Mörtungu sem staðsettur er rétt austan við Kirkjubæjarklaustur.

Hætta við ákæru í 49 ára gömlu morðmáli

Thu, 02/14/2019 - 22:53
Embætti saksóknara í Ástralíu hefur fallið frá því að fara fyrir dóm með mál manns sem sakaður hafði verið um að hafa myrt smábarn fyrir 49 árum. Cheryl Grimmer var þriggja ára er hún hvarf af strandstað í New South Wales árið 1970 og hefur ekkert til hennar spurst síðan.

Lækkun vísaði til grunnlauna Birnu

Thu, 02/14/2019 - 21:30
Þegar Íslandsbanki greindi í vikubyrjun frá því að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra hefðu lækkað í 4,2 milljónir, eða um rúm 14% milli ára, að hennar frumkvæði, var vísað til fastra mánaðarlauna.

500.000 kr. bætur vegna hlerunar

Thu, 02/14/2019 - 21:30
Ríkislögmaður hefur boðið einstaklingi, sem sætti símhlerunum eftir skýrslutöku hjá lögreglu, fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur auk greiðslu vegna lögfræðikostnaðar.

Lax enn fluttur inn

Thu, 02/14/2019 - 21:30
Þótt hér á landi séu framleidd nærri 20 þúsund tonn af laxi og silungi á ári eru enn flutt inn á þriðja hundrað tonn af ferskum laxi, aðallega frá Færeyjum.

Efling leggur fram gagntilboð

Thu, 02/14/2019 - 16:12
Samninganefnd Eflingar samþykkti í kvöld að leggja fram gagntilboð á morgun við tilboð þriggja ára kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins gerðu stéttarfélögum í gær. Í tilboði félagsins er komið til móts við kauphækkunarboð Samtaka atvinnulífsins.

Sigraði Kanye Valentínusardaginn?

Thu, 02/14/2019 - 15:47
Kanye West kom eiginkonu sinni, Kim Kardashian, svo sannarlega á óvart á degi elskenda í dag þegar hann gerði sér lítið fyrir og fyllti eina stofuna þeirra af rósum. Í miðju rósahafinu stóð svo saxófón-goðsögnin Kenny G. og lék ljúfa tóna fyrir parið.

Árekstrar, ölvun, rán og hálkuslys

Thu, 02/14/2019 - 15:14
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 55 verkefnum síðdegis og í kvöld, sem er ívið meira en gengur og gerist á venjulegu kvöldi. Í dagbók lögreglu segir að meðal helstu verkefna voru minniháttar árekstrar, aðstoð vegna ölvunar, bifreiðastöður, fallslys vegna hálku og fleiri mál sem snúa að aðstoð við almenning.

„Sagði ég að ég elska ykkur?“

Thu, 02/14/2019 - 14:57
Nemendur, foreldrar og stjórnmálamenn komu saman Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída í dag og minntust þeirra sem létu lífið á Valentínusardag í fyrra, þegar fyrrverandi nemandi við skólann skaut 14 nemendur og þrjá kennara við skólann til bana.

Dönsk matvöruverslun við Hallveigarstíg

Thu, 02/14/2019 - 14:09
„Það sem kemur í staðinn verður betra en það sem var,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson sem stendur að opnun matvöruverslunarinnar Super1 að Hallveigarstíg 1, þar sem Bónus var áður til húsa, á allra næstu dögum.

Umferðartafir vegna heimsóknar Pompeo

Thu, 02/14/2019 - 13:51
Búast má við umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, föstudag, vegna heimsóknar ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Michael R. Pom­peo, og fylgdarliðs hans.

Langþráður úrslitaleikur Njarðvíkinga

Thu, 02/14/2019 - 13:50
Njarðvík sló KR út í undanúrslitum Geysisbikars karla í körfubolta með 81:72-sigri í Laugardalshöll í kvöld. Njarðvík mætir því Stjörnunni í úrslitaleik á laugardaginn.

Segir einhverja hljóta að vita meira

Thu, 02/14/2019 - 13:39
„Það eru þættir í málum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem fá mig til að staldra við. Þessi mál eru svo mörg og ná yfir svo langt tímabil að það hlýtur hafa verið fólk sem vissi meira en það kýs að segja.“

Trump ætlar að lýsa yfir neyðarástandi

Thu, 02/14/2019 - 13:16
Hvíta húsið staðfesti í kvöld að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni lýsa yfir neyðarástandi til að reyna að komast framhjá þinginu og fá auknar fjárveitingar til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Fjórir fluttir með þyrlu á spítala

Thu, 02/14/2019 - 13:00
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu á Landspítalanum í Fossvogi með fjóra sem slösuðust í bílslysi á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða fyrr í kvöld.

Hótaði að skera mann á háls

Thu, 02/14/2019 - 11:59
Kona var handtekin um klukkan 18:00 í kvöld í Breiðholti eftir að hún ógnaði manni með hníf og hafði af honum myndavél. Konan var handtekin á staðnum og vistuð í fangageymslu lögreglu.

Stjarnan í úrslit bikarkeppninnar

Thu, 02/14/2019 - 11:08
Stjarnan á möguleika á því að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í körfuknattleik karla á áratug á laugardaginn. Stjarnan sigraði ÍR 87:73 í fyrri undanúrslitaleik Geysis-bikarkeppninnar í Laugardalshöll í dag.

Hnefar látnir tala í stúkunni

Thu, 02/14/2019 - 10:53
Upp úr sauð á milli stuðningsmanna ÍR og Stjörnunnar í Laugardalshöll þar sem liðin leika undanúrslitaleik í Geysisbikar karla í körfubolta.

Pages

Morgunblaðið