Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 10 min ago

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Wed, 02/21/2018 - 12:31
Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess.

Reglur settar um álaveiðar

Wed, 02/21/2018 - 12:19
Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram.

Allt á floti á flugvellinum

Wed, 02/21/2018 - 11:45
Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni.

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Wed, 02/21/2018 - 10:20
Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur.

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

Wed, 02/21/2018 - 09:54
„Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi.

Flóð á Sæbraut

Wed, 02/21/2018 - 09:10
Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan.

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

Wed, 02/21/2018 - 08:46
„Það er sárt að faðir minn skuli ekki lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti.

Stofna leigufélag án hagnaðarsóknar

Wed, 02/21/2018 - 08:38
Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að stofna leigufélag fyrir félagsmenn VR sem ekki yrði rekið í hagnaðarskyni. Áður hafði trúnaðarráð félagsins hvatt til þess að slíkt félag yrði stofnað.

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

Wed, 02/21/2018 - 08:20
„Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Bifreið elti barn á heimleið

Wed, 02/21/2018 - 07:31
Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Krefst sýknu að öllu leyti

Wed, 02/21/2018 - 07:02
Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag.

Forsendur kjarasamninga brostnar

Wed, 02/21/2018 - 06:35
Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar.

Átta nýir stjórnendur hjá Icelandair

Wed, 02/21/2018 - 06:21
Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á nýju rekstrarsviði Icelandair og hafa nýir forstöðumenn verið ráðnir til nýrra starfa.

„Ég kann víst að keyra“

Wed, 02/21/2018 - 06:18
Logi Berg­mann Eiðsson hef­ur hafið skrif á pistl­um í sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins sem verða aðgengi­leg­ir áskrif­end­um í blaðinu og á vefn­um. Í pistl­in­um sem birt­ist um síðustu helgi fjall­ar Logi m.a. hvernig íbúar á landsbyggðinni telji að borgarbúar geti á engan hátt ekið í snjó. Logi, tengdasonur landsbyggðarinnar, útskýrir málið blíðlega í pistlinum.

Kostur í þrot að beiðni tollstjóra

Wed, 02/21/2018 - 05:37
Matvöruverslunin Kostur var tekin til gjaldþrotaskipta í síðustu viku að beiðni tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda.

Kaplakriki á floti í morgun

Wed, 02/21/2018 - 05:27
Loka þurfti Kaplakrika um tíma í dag vegna þess að þar flæddi inn. Eins og sagði á vefsíðu FH var „allt á floti og ekki æskilegt að fólk sé hér við æfingar“.

Rúta fór fram af klettum

Wed, 02/21/2018 - 05:12
Enn eitt alvarlega rútuslysið var í Perú í dag og í því létust að minnsta kosti þrjátíu.

Bílar drápu á sér í vatnsflaumnum

Wed, 02/21/2018 - 05:07
Bílstjórarnir sem virtu ekki lokanir á vegi undir brúnni við Smáralind vegna vatnselgsins, sjá væntanlega eftir því núna þar sem vélarnar gáfust upp í djúpu vatninu og bílarnir sátu þar fastir. Starfsmenn Kópavogsbæjar þurftu að hafa sig alla við að ítreka það við fólk að vegurinn væri lokaður.

Það næsta sem kemst helvíti á jörð

Wed, 02/21/2018 - 04:19
Versti dagurinn. Versti mánuðurinn. Versta árið. Versta ástand allra tíma. Lýsingarorð í efsta stigi til að útskýra hörmungarnar í Sýrlandi eru á þrotum. Engin orð ná utan um þá skelfingu sem þar á sér stað.

Veginum um Súðavíkurhlíð lokað

Wed, 02/21/2018 - 03:27
Vegna veðurs og slæmrar veðurspár í dag hefur verið ákveðið að loka veginum um Súðavíkurhlíð að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Að sögn Vegagerðarinnar hefur hættustigi vegna snjóflóða verið lýst yfir.

Pages

Morgunblaðið