Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 41 min ago

De Gea í sárum

Thu, 04/18/2019 - 06:40
David de Gea, markmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, var í sárum eftir 3:0-tap liðsins gegn Barcelona í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

Þriggja daga sorg hafin á Madeira

Thu, 04/18/2019 - 05:14
Þriggja daga sorg á eyjunni Madeira í Portúgal hófst í dag eftir alvarlegt bílslys í gær, þar sem 29 Þjóðverjar létu lífið. Rúta þeirra fór út af vegi á eyjunni, valt niður brekku og hafnaði að lokum á húsi.

Göngunum lokað vegna mengunar

Thu, 04/18/2019 - 04:50
Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina.

Afrituðu netföng að notendum forspurðum

Thu, 04/18/2019 - 04:29
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur viðurkennt að hafa afritað tölvupóstfangalista meira en 1,5 milljón notenda sinna án þess að æskja leyfis þeirra. Facebook segir „mistökin“ sér stað í kerfi sem ætlað er að sannreyna auðkenni nýrra notenda Facebook.

„Fjandans VAR“

Thu, 04/18/2019 - 04:15
Fernandinho, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, var ómyrkur í máli eftir að Manchester City féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

Heima í 15 ár

Thu, 04/18/2019 - 03:35
Öfugt við marga forstjóra í íslenskum stórfyrirtækjum, þá hefur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga ekki séð ástæðu til að ferðast mikið út fyrir landsteinana síðustu ár.

Fór dýrmætur tími í súginn?

Thu, 04/18/2019 - 02:55
Villa í hugbúnaði er talin hafa orðið til þess að öryggisverðir fóru á rangan stað í dómkirkjunni Notre Dame í París á mánudag þegar tölvukerfi hennar varaði fyrst við eldi í byggingunni, að sögn franskra fjölmiðla í gær. Þeir segja að dýrmætar mínútur hafi þar með farið í súginn.

Öflugur skjálfti á Taívan

Thu, 04/18/2019 - 01:19
Jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir Taívan kl. 5:01 í nótt og olli því að háhýsi í Taípei sveifluðust til, auk þess sem samgöngutruflanir urðu á eyjunni.

250 þúsund króna munur vegna aldurs

Thu, 04/18/2019 - 01:18
Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum.

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

Thu, 04/18/2019 - 01:13
Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum.

Færri fara á fjöll um páska en áður

Thu, 04/18/2019 - 00:57
Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

Thu, 04/18/2019 - 00:51
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar.

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

Thu, 04/18/2019 - 00:17
Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sömdu um kyrrsetningu í september

Wed, 04/17/2019 - 22:30
Í drögum að samkomulagi milli WOW air og Isavia frá í september sl. sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er gengið út frá því að flugfélagið greiði upp vanskilaskuld við Keflavíkurflugvöll í 13 stökum afborgunum sem teygja myndu sig yfir síðustu tvo mánuði ársins 2018 og fyrstu 11 mánuði 2019.

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

Wed, 04/17/2019 - 22:30
Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12.

Nefnd skipuð vegna dóma MDE

Wed, 04/17/2019 - 17:06
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherrra hafa skipað nefnd sem á að greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim.

Engin eftirför þar sem líkið fannst

Wed, 04/17/2019 - 16:33
Talið er að bandaríska konan, sem var sögð haldin þráhyggju vegna skotárásarinnar í Columbine-menntaskólanum árið 1999 og fannst látin í dag, hafi fallið fyrir eigin hendi.

Brexit-flokkurinn með mest fylgi

Wed, 04/17/2019 - 15:53
Stjórnmálaflokkur sem var formlega stofnaður á síðasta föstudag mælist með mest fylgi vegna fyrirhugaðra kosninga í Bretlandi til þings Evrópusambandsins.

Flyksan reyndist vera brandugla

Wed, 04/17/2019 - 14:55
Það voru athugulir ökumenn sem komu auga á það sem í fyrstu virtist flyksa föst í girðingu skammt frá þjóðveginum rétt innan við Þórshöfn. Flyksan reyndist hins vegar vera brandugla sem fest hafði annan vænginn í girðingunni og náðu þeir að losa hana.

Ivanka hafnaði bankastjórastöðunni

Wed, 04/17/2019 - 14:34
Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað stöðu bankastjóra Alþjóðabankans þegar Trump spurði hvort hún hefði áhuga á starfinu. Hún átti þó þátt í vali forsetans á bandaríska hagfræðinginum David Malpass í stöðuna.

Pages

Morgunblaðið