Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 59 min ago

Magnús endurkjörinn formaður SffR

Sun, 03/26/2017 - 07:13
Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi, var endurkjörinn formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á aðalfundi sem fram fór á fimmtudaginn. Á fundinum var jafnframt samþykkt eftirfarandi ályktun um heilbrigðisþjónustu við aldraða:

Björguðu þúsund manns á sex tímum

Sun, 03/26/2017 - 07:09
Björgunarsveitir björguðu um 1.000 manns af vanþróuðum gúmmíbátum við strendur Líbýu í nótt en fólkið var á leið til Evrópu. Ein kona fannst látin.

Bardaginn hennar Sunnu sá besti

Sun, 03/26/2017 - 06:55
Sunna Rannveig Davíðsdóttir hafði betur gegn Mallory Martin á Invicta FC 22 kvöldinu í Kansas í Bandaríkjunum í nótt. Bardaginn var mjög spennandi og skemmtilegur og var hann að lokum valinn besti bardagi kvöldsins

„Þið gerðuð ykkar besta“

Sun, 03/26/2017 - 06:42
Fjölskylda lögreglumannsins Keith Palmer, sem var myrtur í Westminster hryðjuverkaárásinni í Lundúnum á miðvikudaginn hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem öllum sem hjálpuðu á vettvangi er þakkað. „Það var ekkert meira sem þið gátu gert,“ segir í yfirlýsingunni.

Mehrieh – kúgunartæki og jafnréttistól

Sun, 03/26/2017 - 06:05
Þegar Sadegh gekk að eiga unnustu sína úr framhaldsskóla grunaði hann ekki að hann myndi enda uppi slyppur og snauður og eiga yfir höfði sér fangelsisvist vegna vangoldinnar skuldar við fjölskyldu eiginkonunnar.

Hefur fundið fyrir fordómum

Sun, 03/26/2017 - 05:27
„Ég vil ekki alhæfa en hluti Íslendinga er með fordóma,“ svaraði Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurð af þáttastjórnanda Silfursins á Rúv, hvort Íslendingar væru fordómafullir í garð innflytjenda.

Geta ekki lesið síðustu skilaboðin

Sun, 03/26/2017 - 03:42
Það má ekki vera til „neinn staður þar sem hryðjuverkamenn geta falið sig á“ og leyniþjónustan verður að geta haft aðgang að dulkóðuðum skilaboðum eins og þau sem eru notuð í WhatsApp. Þetta segir Amber Rudd, inn­an­rík­is­ráðherr­a Bretlands. BBC greinir frá.

Af hverju makríllinn „beygir til vinstri“

Sun, 03/26/2017 - 02:48
Stækkun makrílstofnsins er meginástæða þess að útbreiðslusvæði hans stækkar, meðal annars vestur til Íslands og Grænlands. Umhverfisáhrif eins og hitastig og áta hafa þar ekki bein áhrif.

„Er hreint orðlaus“

Sun, 03/26/2017 - 02:44
Arjen Robben fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu var niðurlútur þegar hann ræddi við fréttamenn eftir 2:0 tap Hollendinga gegn Búlgörum í undankeppni HM í knattspyrnu í Sofiu í gærkvöld.

Flogið til Ísafjarðar á ný

Sun, 03/26/2017 - 02:35
Flogið verður til Ísafjarðar í dag en flug þangað hefur legið niðri í tvo daga í röð vegna veðurs. Flugið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Flugfélags Íslands.

Skotárás í næturklúbbi

Sun, 03/26/2017 - 02:33
Einn lést og 14 særðust í skotárás á næturklúbbi í Cincinatti í Ohio ríki Bandaríkjanna snemma í morgun.

Eitthvað um hálkubletti en víða autt

Sun, 03/26/2017 - 02:20
Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og á Lyngdalsheiði annars eru leiðir á Suðurlandi að mestu greiðfærar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

„Hvort heitirðu Grámann eða Bjartur?“

Sun, 03/26/2017 - 01:51
Þeir horfast í augu um stund. Svo læðist mannshönd að svörtu trýni. Kisi þefar og samþykkir hikandi klappið. Getur verið að villikötturinn Grámann sé heimiliskötturinn Bjartur sem týndist fyrir átta árum? mbl.is var viðstatt einstaka endurfundi í kisukoti Villikatta.

Þúsundir mótmæltu fóstureyðingum

Sun, 03/26/2017 - 00:16
Nokkur þúsund manns gengu um götur Rúmeníu og Moldavíu og mótmæltu fóstureyðingum í gær. Mótmælin voru samtímis í yfir 300 borgum í báðum löndunum. Fólk á öllum aldri tók þátt í mótmælunum sem er dyggilega stutt af kaþólsku kirkjunni.

Rigning eða súld í dag

Sun, 03/26/2017 - 00:12
Gert er ráð fyrir suðvestan átt í dag með 5-13 metrum á sekúndu og súld eða rigningu en dálítilli snjókomu norðvestan til. Hiti verður á bilinu 1 til 13 stig, hlýjast austanlands. Á morgun er spáð hægum vindi og björtu veðri, hiti 2-8 stig að deginum.

Vettel sá við Hamilton

Sat, 03/25/2017 - 23:31
Sebastian Vettel hjá Ferrari var í þessu að vinna sigur í kappakstrinum í Melbourne og er það í fyrsta sinn í áratug sem Ferrari hrósar sigri þar, eða frá því Kimi Räikkönen vann árið 2007.

Sunna með gríðarlega stóran sigur

Sat, 03/25/2017 - 18:30
MMA bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann gríðarlega mikilvægan sigur á Mallory Martin á Invicta FC 22 kvöldinu í Kansas í Bandaríkjunum rétt í þessu. Bardaginn fór í þrjár lotur og vann Sunna á dómaraákvörðun.

Sunna með gríðarlega stóran sigur

Sat, 03/25/2017 - 16:14
Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst við hina bandarísku Mallory Martin á Invicta FC 22 kvöldinu sem fram fer í Kansas í Bandaríkjunum í nótt. Keppt er í MMA eða blönduðum bardagalistum.

Árásin tók aðeins 82 sekúndur

Sat, 03/25/2017 - 15:45
Það liðu aðeins 82 sekúndur frá því að bifreið Khalid Masood fór upp á gangstétt Westminster-brúarinnar þar til hann var skotinn til bana af lögreglu. Masood varð fjórum að bana í árásinni sem er alvarlegasta hryðjuverkaárás Lundúna í tíu ár.

Árásin tók aðeins 82 sekúndur

Sat, 03/25/2017 - 15:45
Það liðu aðeins 82 sekúndur frá því að bifreið Khalid Masood fór upp á gangstétt Westminster brúarinnar þar til hann var skotinn til bana af lögreglu. Masood varð fjórum að bana í árásinni sem er alvarlegasta hryðjuverkaáras Lundúna í tíu ár.

Pages

Morgunblaðið