Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 53 min 33 sec ago

Júlíhitametin falla hvert af öðru

Wed, 07/26/2017 - 22:30
Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið á Norður- og Austurlandi undanfarið hafa júlíhitamet fallið á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í 17 ár eða meira, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Óvissa með laxaseiðaeldisstöð

Wed, 07/26/2017 - 22:30
Byggðaráð Norðurbyggðar hefur samþykkt aðal- og deiliskipulag vegna uppbyggingar á seiðaeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni væri líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri.

„Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi

Wed, 07/26/2017 - 22:30
„Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Flokkur fólksins mælist stærri en Björt framtíð og Viðreisn, vegna þess að þau eru auðvitað að súpa seyðið af því að hafa gengið allt of langt á forsendum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu og gengið á bak orða sinna frá því í kosningabaráttunni.“

Tveir buðu í veg við Dettifoss

Wed, 07/26/2017 - 22:30
Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni í gerð Dettifossvegar, frá Dettifossvegi vestri og norður fyrir Súlnalæk.

Vinnu við vegskála lýkur senn

Wed, 07/26/2017 - 22:30
Vinna við vegskála Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin hefur gengið vel og er á áætlun.

Annar rekstur verði ekki ríkisstyrktur

Wed, 07/26/2017 - 22:30
Steinþór Arnarson, einn eigenda Fjallsárlóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við Fjallsárlón, segist ekki óttast aukna samkeppni vegna friðlýsingar Jökulsárlóns og umfangsmikils svæðis á Breiðamerkursandi, sem tók gildi í gær.

Öflugir skjálftar í Kötlu

Wed, 07/26/2017 - 22:30
„Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi.

Vilhjálmur prins hættir í dagvinnunni

Wed, 07/26/2017 - 16:39
Vilhjálmur Bretaprins hættir á morgun starfi sínu sem þyrluflugmaður sjúkraþyrlu og mun hér eftir einbeita sér alfarið að konunglegum skyldum sínum.

Handtóku einhentan trúð með sveðju

Wed, 07/26/2017 - 16:19
Lögreglan í Maine-ríki í Bandaríkjunum handtók í gærkvöld einhentan trúð sem veifaði sveðju. BBC segir trúðinn, Corey Berry, hafa vakið athygli vegfarenda þar sem hann sást ganga eftir vegi í svartri hettupeysu, með trúðagrímu og með sveðjuna í hönd.

Ég var brjálaður og orðlaus

Wed, 07/26/2017 - 16:18
„Eina krafan frá mér var að við myndum spila þokkalegan leik, það var pressan frá mér og við gerðum það ekki. Það var svekkjandi að ná ekki í góðan leik og þetta var einfaldlega lélegur leikur, það er ekki flóknara en það. Við vorum ekki tilbúin í slaginn andlega," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu við mbl.is og fleiri fjölmiðla eftir 3:0 tap gegn Austurríki í síðasta leik íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi í kvöld.

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Wed, 07/26/2017 - 15:43
Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið.

Ég skemmdi leikinn fyrir liðinu

Wed, 07/26/2017 - 15:04
„Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég skemmdi leikinn fyrir liðinu. Þetta eru verstu mistök sem ég hef gert á ferlinum. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira,“ sagði sársvekkt Guðbjörg Gunnarsdóttir, markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, við mbl.is eftir 3:0 tap gegn Austurríki í lokaleik Íslands á Evrópumótinu í Hollandi.

„Erum í raun einir á fjallinu“

Wed, 07/26/2017 - 14:21
„Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2.

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

Wed, 07/26/2017 - 13:59
Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.

Vill að bærinn leigi bát fyrir þjóðhátíð

Wed, 07/26/2017 - 13:36
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu stofnunnarinnar til ferjusiglingar yfir þjóðhátíð á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi.

Vill að bærinn leigi bát fyrir þjóðhátíð

Wed, 07/26/2017 - 13:36
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu stofnunnarinnar til ferjusiglingar yfir þjóðhátíð á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi.

Slæm útreið í kveðjuleiknum á EM

Wed, 07/26/2017 - 13:34
Ísland kvaddi Evrópumót kvenna í knattspyrnu með 3:0 tapi gegn Austurríki í lokaleik sínum í Hollandi. Austurríska liðið komst í 2:0 undir lok fyrri hálfleiks og var sigurinn aldrei í hættu. Ísland endaði því án stiga á botni C-riðils en Austurríki hlaut sjö stig og vann riðilinn.

Slasaðist á Esjunni

Wed, 07/26/2017 - 13:15
Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður.

Hver á rétt á verðmætunum?

Wed, 07/26/2017 - 12:53
Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna?

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

Wed, 07/26/2017 - 12:53
Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi.

Pages

Morgunblaðið