Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 44 min ago

Mikil örtröð í Costco

Thu, 05/25/2017 - 09:32
Mikil örtröð hefur verið við Costco í Kauptúni í Garðabæ síðan í morgun og ljóst er að fjölmargir hafa nýtt sér þennan frídag til að gera sér ferð í verslunina. Röð viðskiptavina hefur verið inn í verslunina síðan hún opnaði í morgun klukkan tíu.

Stórstjarna keppir á Ísland í sumar

Thu, 05/25/2017 - 08:48
Kanadíski hjólreiðamaðurinn Ryder Hesjedal verður meðal keppenda í Kia-gullhringnum í júlí, en hann sigraði meðal annars Giro D`Italia-keppnina árið 2012, en það er ein af þremur stærstu götuhjólakeppnum hvers árs og er samtals hjólað í 21 dag.

Sigmundur fær sömu tækifæri og aðrir

Thu, 05/25/2017 - 08:35
„Ég er í mjög öflugum lýðræðislegum samvinnuflokki og fæ útrás þar. Ég er hins vegar alveg ánægður með að menn finni hugsjónum sínum einhvern farveg,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Ólafía í beinni – fjórði fuglinn

Thu, 05/25/2017 - 08:31
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf leik á Volvik meistaramótinu í golfi, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, klukkan 11.37 og er fylgst með henni í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Vildi hefna fyrir morð á vini sínum

Thu, 05/25/2017 - 07:37
Salman Abedi, sem er grunaður um að hafa sprengt sjálfan sig í loft upp á tónleikunum í Manchester á mánudag þar sem 22 manns fórust, sagðist í fyrra vilja hefna sín vegna morðs á vini sínum.

„Ekki veruleg lækkun á verði heldur stórkostleg“

Thu, 05/25/2017 - 07:06
Vínsalinn Arnar Sigurðsson segir verðmunin á áfengi hjá Costco vera stórkostlegan samanborið við íslenskar heildsölur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Þau sem létust í Manchester

Thu, 05/25/2017 - 07:05
Gefin hafa verið upp nöfn 21 fórnarlambs af þeim 22 sem fórust í hryðjuverkaárásinni í Manchester Arena á mánudagskvöld. Flestir þeirra sem dóu voru unglingar sem voru á tónleikum með átrúnaðargoði sínu Ariana Grande. Einnig létust einhverjir foreldrar sem ætluðu að ná í börnin sín.

Dúxinn fór beint í sauðburð

Thu, 05/25/2017 - 06:01
Tækniskólinn útskrifaði í gær 464 nemendur af framhalds- og fagháskólastigi. Þá voru Í fyrsta sinn nemendur útskrifaðir frá þremur brautum; hönnunar og nýsköpunarbraut, kvikmyndatækni og frá Vefskólanum, en Vefskólinn er tveggja ára diplómanám sérsniðið að vefhönnun og forritun veflausna.

Ólafía í Detroit - bein lýsing

Thu, 05/25/2017 - 06:01
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Volvik meistaramótinu í golfi, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, klukkan 11.37 og er fylgst með henni í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Gylfi og Llorente bestir

Thu, 05/25/2017 - 05:25
Blaðamenn á velska vefmiðlinum WalesOnline hafa gert upp tímabilið hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni en deildinni lauk um síðustu helgi.

„Talaði um bátinn sem drullupung“

Thu, 05/25/2017 - 04:57
„Það var leiðindamórall hérna fyrst gagnvart okkur, sérstaklega frá honum. Hann talaði um bátinn sem drullupung, sem einhvern lundaskoðunarbát úr Breiðafirði. Hann talaði svolítið niður til okkar allan tímann, þannig hann hlýtur að geta tekið á móti þessu,“ segir Halldór Jóhannesson.

Móðir hetju vill komast í samband

Thu, 05/25/2017 - 02:47
Móðir Stephen Jones, heimilislauss manns í Manchester, sem er nú orðinn hetja eftir að hafa aðstoðað fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Manchester Arena-tónleikahöllinni á mánudagskvöld, vill nú komast í samband við son sinn.

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

Thu, 05/25/2017 - 02:30
Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins.

Sönnunargögnum í nauðgunarmáli fargað

Thu, 05/25/2017 - 02:07
Sönnunargögn í nauðgunarmáli sem lögreglan á Ísafirði rannsakaði fyrir tveimur árum bárust lögreglunni aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða. Þeim var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu.

Zlatan stal senunni (myndskeið)

Thu, 05/25/2017 - 01:53
Zlatan Ibrahimovic fagnaði vel og innilega með liðsfélögum sínum í Manchester United eftir sigurinn gegn Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær.

NATO í bandalagi gegn Ríki íslams

Thu, 05/25/2017 - 01:41
Atlantshafsbandalagið, NATO, mun ganga til liðs við Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, áður en fundur bandalagins hófst með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Upplýsingaleki grefur undan rannsókn

Thu, 05/25/2017 - 00:47
Lögreglan sem rannsakar sprengjuárásina í Manchester á mánudagskvöld er hætt að deila upplýsingum með bandarísku lögreglunni eftir að upplýsingar úr rannsókninni birtust í þarlendum fjölmiðlum. Ráðamenn í Bretlandi voru bálreiðir þegar þeir sáu ljósmyndir frá vettvangi birtast í dagblaðinu New York Times.

Fimm á slysadeild eftir árekstur

Thu, 05/25/2017 - 00:14
Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla við Draugahlíðarbrekku á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni, um hálfþrjúleytið í nótt. Þrír sjúkrabílar voru sendir á staðinn frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og tveir frá Selfossi, auk tveggja dælubíla.

Fyrrverandi formenn stjórna

Wed, 05/24/2017 - 22:30
Fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, þau Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, beittu sér á flokksþingi flokksins, sem haldið var í október í fyrra, til að fella Sigmund Davíð Gunnlaugsson úr formannsstóli. Þetta segir Sigmundur Davíð, sem í Morgunblaðinu í dag.

Markaðshlutdeild 365 miðla minnkar

Wed, 05/24/2017 - 22:30
Hin óumflýjanlega skylduáskrift að Ríkisútvarpinu heldur ein velli í síbreytilegu umhverfi sjónvarpsmiðla, samkvæmt samrunaskrá vegna samruna Fjarskipta hf. og 365 miðla hf.

Pages

Morgunblaðið