Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 51 min 6 sec ago

Færri vilja sjálfstætt Skotland

Mon, 04/24/2017 - 16:53
Stuðningur við sjálfstætt Skotland hefur hrunið á meðal skoskra kjósenda í kjölfar þess að boðað var til þingkosninga í Bretlandi ef marka má nýja skoðanakönnun. Einungis 37% Skota vilja sjálfstæði frá Breska konungdæminu en 55% eru því andvíg.

Vill sameina jafnaðarmenn

Mon, 04/24/2017 - 16:36
„Þetta var fjölmennari fundur en ég átti von á,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins um fund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.

Samþykktu landbúnaðarráðherra Trumps

Mon, 04/24/2017 - 16:15
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í dag Sonny Perdue sem landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna með miklum meirihluta atkvæða eða 87 gegn ellefu. Perdue er sjötugur að aldri og ólst upp á sveitabæ en hann var áður ríkisstjóri Georgíu-ríkis.

Mætti á einkaþotu í 50 ára afmælið

Mon, 04/24/2017 - 15:30
Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði 50 ára afmæli sínu 19. mars síðastliðinn. Af því tilefni bauð hann nokkrum vel völdum vinum til Miami á Flórída á dögunum þar sem þeir skemmtu sér saman í nokkra daga.

Ungir stjórnmálaleiðtogar heimsins

Mon, 04/24/2017 - 14:00
Ef Emmanuel Macron, sem er 39 ára, vinnur aðra umferð í frönsku forsetakosningunum eftir tvær vikur eins og skoðanakannanir benda til verður hann einn yngsti stjórnmálaleiðtogi heimsins. Hér er listi yfir þá sem voru enn frekar blautir á bak við eyrun þegar þeir hófu störf sín í embætti.

„Allir sammála að þetta er fáránlegt“

Mon, 04/24/2017 - 13:09
Dr. Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston University, varði einu og hálfu ári í umhverfi ofurríkra þar sem kampavínsflöskur kosta að lágmarki 1.000 dali. Allt var þetta hluti af doktorsverkefni hennar og rannsókn á „eina prósentinu“ svokallaða og hvernig það sér stöðu sína og stétt.

Hættir sem leiðtogi Þjóðfylkingarinnar

Mon, 04/24/2017 - 13:05
Marine Le Pen tilkynnti í dag að hún ætlaði að hætta sem leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar en hún komst í aðra umferð forsetakosninganna í Frakklandi í gær. Síðari umferð kosninganna fer fram 7. maí á milli hennar og miðjumannsins Emmanuel Macron.

Eurovision-atriði Íslands lekið

Mon, 04/24/2017 - 12:53
„Það hefur einhver verið í salnum sem átti ekki að vera þar, tekið atriðið upp og einfaldlega sett upptökuna á netið,“ segir Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins.

Eurovision-atriði Íslands lekið

Mon, 04/24/2017 - 12:53
„Það hefur einhver verið í salnum sem átti ekki að vera þar, tekið atriðið upp og einfaldlega sett upptökuna á netið,“ segir Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins.

Fann fjársjóð undir gólffjölum

Mon, 04/24/2017 - 12:30
Undir gólffjölum í húsi í Mosfellsbæ leyndist síða úr gömlu dagblaði sem margir hefðu líklega afgreitt sem gamalt rusl. En í augum húsráðandans, Völu Markar Jóhannesdóttur Thoroddsen, var þetta mikill dýrgripur sem tengist áhugaverðri sögu afa hennar. „Þetta voru eins og skilaboð úr fortíðinni,“ segir Vala.

Ný mynd um Besta flokkinn í vinnslu

Mon, 04/24/2017 - 12:26
Breskt framleiðslufyrirtæki sem tengist leikaranum Simon Pegg hyggst gera leikna kvikmynd um sögu Besta flokksins. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um upptökustaði, en Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur rætt við fyrirtækið og leggur áherslu á að taka upp myndina á Íslandi.

Er lestrarhestur á leið í höllina?

Mon, 04/24/2017 - 10:30
Ef Emmanuel Macron verður kjörinn forseti Frakklands þá verður hann yngstur til þess að gegna því embætti og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum sósíalista eða repúblikana. Hugsjónir hans voru aftur á móti ekki á sviði stjórnmála hér áður heldur dreymdi hann um að verða rithöfundur.

Búinn með krabbameinsmeðferðirnar

Mon, 04/24/2017 - 10:16
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur lokið við geislameðferð vegna krabbameins sem hann greindist með í brisi síðasta haust. Í kjölfarið fór hann í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og síðan tók við geislameðferð.

„Standa öll spjót á rokkbóndanum“

Mon, 04/24/2017 - 09:43
„Ég vissi að hann hefði verið í hljómsveit sem bæri nafnið HAM. En að hann gæti skipt jafn auðveldlega um ham, það hafði mig ekki grunað.“ Þetta sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um Óttar Proppé heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag.

Segist ekki hafa hunsað fjármálaráð

Mon, 04/24/2017 - 09:41
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki hafa hunsað þær ábendingar sem fjármálaráð veitti stjórnvöldum vegna nýrrar fjármálaáætlunar.

Tveir brunar í Hafnarfirði

Mon, 04/24/2017 - 09:37
Tvær ilkynningar bárust slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan hálf fjögur um eld í Hafnarfirði. Annars vegar í iðnaðarhúsnæði og hins vegar í íbúðarhúsnæði.

Öllum ráðum beitt í leitinni að Arturi

Mon, 04/24/2017 - 09:05
Ástæðan fyrir því að Arturs Jarmoszko var leitað í fjörum við Fossvog var sú að símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi námu merki úr síma hans nóttina sem síðast sást til hans. Lögreglan segist hafa notað öll tiltæk ráð til að leita unga mannsins.

Lóguðu ketti ferðamanns

Mon, 04/24/2017 - 08:35
Lögreglumenn á Höfn fengu í síðustu viku ábendingu um svissneska konu sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í síðustu viku. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að konan hafi verið á húsbíl og uppi grunur um að hún væri með kött sem væri ólöglega fluttur inn í landið.

Óútskýrð ljós á himninum fá nafnið Steve

Mon, 04/24/2017 - 07:50
Geimvísindastofnun Evrópu rannsakaði nýlega sjaldgæfa tegund ljósa sem birtast á næturhimninum og hafa hingað til gengið undir nafninu róteindabogi (proton arc), en um er að ræða gerð norðurljósa sem eru gráleit og jafnvel fjólublá sem mynda boga yfir himininn.

Var Madeleine smyglað til Afríku?

Mon, 04/24/2017 - 07:06
Bresku stúlkunni Madeleine McCann var mögulega rænt og hún seld til ríkrar fjölskyldu, að sögn fyrrverandi lögreglumanns. Einkaspæjarar, sem fjölskylda stúlkunnar réð til starfa, telja að henni gæti hafa verið smyglað með ferju til Afríku.

Pages

Morgunblaðið