Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 12 min ago

Góður tími fyrir breytingar í rekstri Isavia

Sat, 11/16/2019 - 10:57
„Það verða breytingar og tilfærslur á verkefnum en markmiðið með þessum breytingum er ekki að leggja eitthvað niður eða draga úr einhverju. Við erum bara að koma verkefnunum á betri stað,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, um fyrirhugaðar breytingar á rekstri Isavia.

Karmellukökur sem eru æðislegar

Sat, 11/16/2019 - 10:19
Getum við sagt að jólin séu freistandi? Það eru jú freistingar á hverju strái hvað smákökur, konfekt og góðan mat varðar.

Gekk yfir Bandaríkin í minningu föður síns

Sat, 11/16/2019 - 10:00
Tónlistarmaðurinn Mike Posner gekk Bandaríkin þver og endilöng í minningu föður síns sem lést úr krabbameini fyrir tveimur árum.

Jarðskjálftahrina heldur uppteknum hætti

Sat, 11/16/2019 - 09:57
Jarðskjálftahrinan sem hófst rétt eftir hádegi á Reykjanesskaganum er enn í gangi, að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir sem nú skekja skagann eru þó ekki jafn stórir og fyrr í dag en þeir gætu samt sem áður stækkað aftur.

ÍBV - Fram, staðan er 19:19

Sat, 11/16/2019 - 09:37
ÍBV tekur á móti Fram í 9. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum klukkan 16:30 í dag. Mbl.is fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.

Illa við sænskar klámmyndir

Sat, 11/16/2019 - 09:30
Ófáir hafa fengið útrás fyrir áhyggjur sínar í Velvakanda í Morgunblaðinu gegnum tíðina, eins og þessi sem skrifaði einfaldlega undir bréf sitt „Áhyggjufullur“ snemma árs 1963.

Jón og Reykjavíkurdætur verðlaunuð

Sat, 11/16/2019 - 09:09
Jón G. Friðjónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin voru afhent í Gamla bíói á degi íslenskrar tungu. Hljómsveitin Reykjavíkurdætur hlaut einnig sérstaka viðurkenningu í tilefni dagsins.

Skutu á hundrað rútur múslima

Sat, 11/16/2019 - 08:38
Stuttu áður en kjörstaðir opnuðu í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í dag skutu vopnaðir menn á rútur þar sem farþegarnir voru flestir múslimar. Forsetakosningar fóru fram í Sri Lanka í dag. Litið er á minnihlutahópa tamíla og múslima í Sri Lanka sem lykilkjósendur í kosningunum en atkvæði gætu staðið nokkuð tæpt.

Ranglega ásakaðar um verkfallsbrot

Sat, 11/16/2019 - 08:38
Blaðamannafélag Íslands hefur beðið þrjár blaðakonur afsökunar á að vera ranglega dregnar inn í málarekstur félagsins gegn meintum verkfallsbrotum Árvakurs.

„Ertu reddí í easy snipe?“

Sat, 11/16/2019 - 08:30
Stofnun Árna Magnússonar í samstarfi við þrjá háskóla stendur nú fyrir umfangsmikilli rannsókn á íslensku unglingamáli byggðri á hljóðupptökum af samtölum unglinga sín á milli og ýmsu fleiru. Þrjár konur í innstu viðjum unglingamálsins deildu þessu viðfangsefni með mbl.is.

Alltaf hægt að nota glimmer til að fela

Sat, 11/16/2019 - 08:00
Dragdrottningin Gógó Starr er vön að tjalda öllu til og það á svo heldur betur við þegar kemur að snyrtivörum. Glimmer er það mikilvægasta í snyrtibuddunni, segir Gógó í samtali við Smartland.

„Samfélagslegum gildum okkar er ógnað“

Sat, 11/16/2019 - 07:58
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að nú sé komið að stóra prófinu hjá íslensku þjóðinni eftir nýjustu fréttir af „afrekum Samherja á erlendri grundu“. Hann skorar á verkalýðshreyfinguna að fara af stað með þverpólitísk stjórnmálaframboð til höfuðs þeim sem „allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn“.

Sandra María skaut Leverkusen áfram

Sat, 11/16/2019 - 06:14
Sandra María Jessen reyndist hetja Leverkusen í þýsku bikarkeppninni í dag er hún skoraði sigurmarkið gegn Frankfurt, 1:0, á útivelli í 16-liða úrslitunum.

„Íslenskan er alltaf í hættu“

Sat, 11/16/2019 - 06:14
Listræn stjórn gjörnings um fjölbreytileika og áhrifavald íslenskunnar á hátíð Dags íslenskrar tungu er í höndum Karls Ágústs Úlfssonar sem þó vill sem minnst gera úr hlut sínum þar. Hann sagði mbl.is frá því sem fram undan er í dag, sýn sinni á tungumálið ylhýra og væntanlegum söngleik.

Smárétturinn sem sló í gegn

Sat, 11/16/2019 - 06:00
Þessi skemmtilegi réttur er skemmtilega öðruvísi en hann er úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is sem segir hann hafa komið einstaklega vel út. Fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa eitthvað nýtt er snjallt að bjóða upp á þetta við skemmtileg tilefni enda bæði bragðmikill og spennandi réttur.

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjaneshryggnum

Sat, 11/16/2019 - 05:56
Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið vestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshryggnum síðustu klukkustundirnar og hafa átján þeirra verið af stærðinni 3 til 3,8 stig. Á síðustu 48 klukkustundum hafa samtals 350 jarðskjálftar mælst víða um land, flestir þó á bilinu 1 til 2 stig að stærð.

Krefjast 2,3 milljarða bóta

Sat, 11/16/2019 - 05:30
Engar útskýringar hafa komið fram á millfærslum upp á samtals 1.600 milljónir króna frá fjárfestingafélaginu Gnúpi, í tengslum við þátttöku þáverandi forstjóra þess, Þórðar Más Jóhannessonar í félaginu.

Drottningin reynir að halda fjölskyldunni saman

Sat, 11/16/2019 - 05:27
Elísabet Englandsdrottning er sögð heimsækja ömmustrákinn sinn Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan reglulega til þess að reyna að halda fjölskyldunni saman.

Fékk byssukúlu í pósti

Sat, 11/16/2019 - 05:19
Knattspyrnuþjálfarinn Antonio Conte, þjálfari Inter á Ítalíu, er nú undir lögregluvernd eftir að fengið hótunarbréf og byssukúlu í pósti en Corriere della Sera greinir frá þessu.

Stór mistök að fá sér tvo hvolpa með tvö börn

Sat, 11/16/2019 - 05:00
„Við eigum tvo litla hvolpa núna, sem voru mjög stór mistök af minni hálfu, mjög stór, en ég held að á endanum verði þetta góð reynsla,“ sagði leikkonan í viðtali.

Pages

Morgunblaðið