Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 10 min ago

Opið á umferð um Kjalarnes

Wed, 02/21/2018 - 03:25
Búið er að opna fyrir umferð um Kjalarnes, undir Hafnarfjalli og hluta Mosfellsheiðar. Þá var Reykjanesbrautin opnuð á ný um hálftíu í morgun.

FaceTime bjargaði lífi konu

Wed, 02/21/2018 - 03:22
Kona í New York segir að samskiptaforritið FaceTime hafi bjargað lífi sínu. Hún var að spjalla við systur sína í gegnum forritið er hún fékk heilablóðfall.

Stórhöfði breyttist í stöðuvatn

Wed, 02/21/2018 - 03:12
Vegurinn í hluta af iðnaðarhverfinu í Stórhöfða í Reykjavík virðist hafa breyst í vatnsmikla á eða stöðuvatn í óveðrinu sem gengur nú yfir suðvesturhluta landsins. Hreiðar Ingi Eðvarðsson birti myndskeið á Twitter þar sem sjá má bíla keyra í gegnum „ána.“

Sögulegt hjá Bjørgen

Wed, 02/21/2018 - 02:43
Kikkan Randall og Jess Diggins tryggðu Bandaríkjunum gullverðlaunin í sprettgöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag.

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

Wed, 02/21/2018 - 02:34
Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun.

Faðir drengsins í ferðatöskunni fær sekt

Wed, 02/21/2018 - 02:27
Karlmaður frá Fílabeinsströndinni sem á tíu ára gamlan son sem reynt var að smygla til Spánar í ferðatösku fyrir tveimur árum verður ekki dæmdur til fangelsisvistar.

Lyf og heilsa kaupir gluggaframleiðanda

Wed, 02/21/2018 - 02:23
Lyfjaverslanakeðjan Lyf og heilsa hefur keypt allt hlutaféð í gluggaframleiðandanum Berki og hefur Samkeppniseftirlitið lagt blessun sína yfir samrunann.

Rafmagnslaust var í Mosfellsbæ

Wed, 02/21/2018 - 00:26
Rafmagnslaust var m.a. í Mosfellsbæ vegna háspennubilunar í um 40 mínútur milli klukkan 7 og átta í morgun.

Pogba getur mætt Sevilla

Wed, 02/21/2018 - 00:22
Paul Pogba verður í leikmannahópi Manchester United í kvöld þegar liðið sækir Sevilla heim í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Kolbeinn kýs gras og sagði nei

Wed, 02/21/2018 - 00:00
Sænska knattspyrnufélagið IFK Gautaborg freistaði þess að fá Kolbein Sigþórsson í sínar raðir frá Nantes.

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

Tue, 02/20/2018 - 23:57
Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn.

Bílar farnir að kastast til

Tue, 02/20/2018 - 23:32
Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann.

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

Tue, 02/20/2018 - 23:12
Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“.

Lægðin „í beinni“

Tue, 02/20/2018 - 22:50
Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Nær hámarki um klukkan 9

Tue, 02/20/2018 - 22:38
„Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu.

Nær hámarki fyrripartinn

Tue, 02/20/2018 - 21:30
„Þetta er veðurhvellur sem við sjáum ekki á hverju ári,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á höfuðborgarsvæðinu fyrripart dags. Veðurstofan sendi frá sér appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Norðurland vestra.

Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur

Tue, 02/20/2018 - 21:30
Knattspyrnusamband Íslands hyggst á næstunni fara í víking á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. „Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stóra markaði, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ.

Sporðar tuttugu jökla hopa

Tue, 02/20/2018 - 21:30
Sporðamælingar Jöklarannsóknafélags Íslands sýna að íslensku jöklarnir halda áfram að hopa. Tuttugu jöklar af þeim 25 sem voru mældir í haust hafa hopað.

Grænt ljós á háhýsi gegn mótmælum íbúa

Tue, 02/20/2018 - 21:30
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti breytt deiliskipulag lóðarinnar Borgartún 24 í gær. Mun þar hefjast uppbygging 65 íbúða sunnan við Höfða gegn mótmælum íbúa á svæðinu.

Ekki hætta á faraldri

Tue, 02/20/2018 - 21:30
„Það verður að teljast afar ólíklegt að það komi faraldur, en þó gætu komi upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um mikla fjölgun mislingasmitstilfella í Evrópu á síðasta ári.

Pages

Morgunblaðið