Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 15 min 40 sec ago

Valdamiklir saksóknarar sem vilja játningu

Thu, 02/14/2019 - 10:45
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Nissan bílaframleiðandans hefur nú setið þrjá mánuði í varðhaldi og má gera ráð fyrir að fangelsisdvölin eigi eftir að vera mun lengri. BBC segir saksóknara í Japan valdameiri en Vesturlandabúar eigi að venjast og líkur á sakfellingu séu um 99%.

Gögnin aðgengileg en samt ekki

Thu, 02/14/2019 - 10:29
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að taka til skoðunar á ný beiðni blaðamanns er snéri að afhendingu fundargerðum kjararáðs, en ákvörðun ráðuneytisins um að vísa beiðninni frá byggðist á því að ráðuneytið taldi sig ekki búa yfir umræddum gögnum, að því er segir í úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi

Thu, 02/14/2019 - 10:08
Tveir bílar rákust saman á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða við Blautukvísl á sjötta tímanum í dag.

Vigdís kærir borgarstjórnarkosningar

Thu, 02/14/2019 - 08:57
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sem fóru fram 26. maí 2018.

Marple-mál: Sakfelldir en engin refsing

Thu, 02/14/2019 - 08:34
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru í dag sakfelldir fyrir fjárdrátt í Landsrétti í Marple-málinu svokallaða, líkt og í dómi héraðsdóms. Hins vegar var refsing felld niður, en Magnús hafði fengið 18 mánaða dóm í héraði og Hreiðar 12 mánuði.

Lýsa áhyggjum og óöryggi

Thu, 02/14/2019 - 07:21
Samtökin ´78 mótmæla stjórnarfrumvarpi dómsmálaráðherra þar sem hatursorðræða er þrengd en frumvarpið er sagt eiga að auka vernd tjáningarfrelsis hér á landi.

Mikilvægt að hlusta og skilja

Thu, 02/14/2019 - 06:53
Mikilvægast er fyrir leiðtoga að hlusta og skilja. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í erindi sínu á Viðskiptaþingi, en yfirskrift þess er „Skyggni nánast ekkert - forysta í heimi óvissu“. Hvatti hún stjórnendur í viðskiptalífinu til þess að sýna gott fordæmi þegar kæmi að launastefnum.

Ólafur Darri í hryllingsþáttum AMC

Thu, 02/14/2019 - 06:32
Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk Bing Partridge í nýjum þáttum AMC „NOS4A2“. Mun hlutverkið vera nokkuð fjarri réttsýna lögreglumanninum í Ófærð þar sem Bing byrlar sakleysingjum ólyfjan í þjónustu fyrir illmennið Charlie Manx, en Zachary Quinto fer með hlutverk hans.

Boða til mótmæla vegna komu Pompeo

Thu, 02/14/2019 - 06:27
Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafa boðað til mótmæla á Austurvelli kl. 16 á morgun í tengslum við komu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hingað til lands. Ungliðarnir vilja þrýsta á að Ísland fordæmi „mannréttindabrot gegn börnum“ á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

„Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Thu, 02/14/2019 - 06:10
Kærasta Rúriks Gíslasonar, Nathalia Soli­ani, auglýsti ást sína á knattspyrnukappanum í tilefni Valentínusardagsins.

Mótmæla opinberri einkunnagjöf

Thu, 02/14/2019 - 05:56
Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök mótmæla því að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur birti opinberlega niðurstöður úr matvælaeftirliti á vefsíðu sinni. Þar eru veitingastaðir flokkaðir á skalanum 0 til 5, með litakóða og broskörlum.

Bale gæti fengið langt bann

Thu, 02/14/2019 - 05:23
Gareth Bale, leikmaður Evrópumeistara Real, gæti átt yfir höfði sér allt að tólf leikja bann eftir umdeildan fögnuð hans þegar hann skoraði í borgarslag Real Madrid og Atlético Madrid um síðustu helgi.

Slasaður eftir árekstur við Kalkofnsveg

Thu, 02/14/2019 - 04:59
Harður árekstur varð við Kalkofnsveg um hálfeittleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slasaðist einn er tveir bílar lentu þar í árekstri.

Stjórnvöld verði að taka á málinu

Thu, 02/14/2019 - 04:11
„Við teljum mjög mikilvægt á þessu stigi að einhver opinber aðili stígi fram,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við mbl.is um mál bílaleigunnar Procar.

Barðist með Ríki íslams en vill nú heim

Thu, 02/14/2019 - 03:11
Bresk kona, sem flúði að heiman og gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams er hún var táningur, vill nú fá að snúa aftur heim. Konan Shamima Begum sem er 19 ára í dag býr nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi og segist sjá eftir því að hafa flúið af heimili foreldra sinna í London fyrir fjórum árum.

Aðalmeðferð í máli hjóna hófst í dag

Thu, 02/14/2019 - 02:20
Aðalmeðferð í máli hjóna sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness. Skýrslutaka yfir hjónunum fer fram í dag auk þess sem sex vitni koma fyrir dóminn.

Vinningshafinn kyssti miðann

Thu, 02/14/2019 - 02:07
Sá sem keypti vinningsmiðann í 41 milljónar króna lottóútdrættinum síðasta laugardag tók sérstaklega fram við barnabarn sitt, sem keypti miðann fyrir hann, að hann mætti bara kaupa hjá N1 Veganesti, Hörgárbraut á Akureyri.

Vefur um ferðalög og útivist á mbl.is

Thu, 02/14/2019 - 01:58
Nýr ferðavefur hefur verið opnaður á mbl.is og mun fjalla um allt sem tengist útivist og ferðalögum hérlendis og erlendis. msjónarmaður ferðavefjarins er Friðrika Hjördís Geirsdóttir en hún hefur verið viðriðin fjölmiðla undanfarinn áratug, bæði í sjónvarpi, á prenti sem og í vefmiðlum.

Reynslulausir í verstu aðstæðum

Thu, 02/14/2019 - 01:15
Um Suðurlandið aka ferðamenn sem koma frá löndum þar sem sjaldan eða aldrei snjóar. Þeir hafa því jafnvel ekki séð hálku fyrr og hvað þá ekið í henni. Af þessum hópi hefur lögreglan sérstakar áhyggjur sem og hraðaakstri við aðstæður sem eru um það bil þær verstu sem geta skapast á Íslandi.

Birta teikningar raðmorðingja

Thu, 02/14/2019 - 01:00
Bandaríska alríkislögreglan hefur opinberað teikningar raðmorðingjans Samuel Little af fórnarlömbum hans í von um að hægt verði að bera kennsl á einhverjar af þeim 90 konum sem hann játar að hafa orðið að bana.

Pages

Morgunblaðið