Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 32 sec ago

Svaðilfarir Hollendinga halda áfram

Sat, 03/25/2017 - 15:21
Erfitt er að halda því fram að Holland, sem fékk brons á síðasta HM, sé enn á meðal bestu karlalandsliða heims í knattspyrnu. Holland tapaði í kvöld fyrir Búlgaríu 2:0.

Kveiktu sjálfir eld í fangelsi og létust

Sat, 03/25/2017 - 14:50
Að minnsta kosti þrír fangar létust og einn er alvarlega slasaður eftir að eldur braust út í fangelsi í Mexíkó. Fangarnir kveiktu sjálfir eldinn í mótmælaskyni. Í þessu sama fangelsi sluppu að minnsta kosti 29 fang­ar út í gegnum 40 metra löng og fimm metra breið göng í vikunni.

Cheryl Cole orðin mamma

Sat, 03/25/2017 - 14:46
Sonur breska tónlistarfólksins Liam Payne og Cheryl Cole er kominn í heiminn. Payne birti mynd af drengnum á Instagram fyrr í kvöld og sagðist vera orðlaus yfir syni sínum.

Frakkar á toppnum - Svíar unnu stórsigur

Sat, 03/25/2017 - 14:42
Frakkland trónir áfram á toppi A-riðils í undankeppni HM 2018, en Frakkar unnu Lúxemborg með þremur mörkum gegn einu í fimmtu umferð riðlakeppninnar í dag. Svíþjóð sem er í öðru sæti riðilsins vann öruggan 4:0-sigur gegn Hvíta-Rússlandi.

Kvennó og MH mætast í úrslitum Gettu betur

Sat, 03/25/2017 - 14:28
Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í úrslitum Gettu betur sem fram fara á föstudaginn. Seinni viðureign undanúrslita Gettu betur fór fram í kvöld þar sem MH sigraði Menntaskólann á Egilsstöðum með 40 stigum gegn 27.

Hné niður í hringnum og lést

Sat, 03/25/2017 - 12:59
17 ára Breti lést stuttu eftir að hann tók þátt í hnefaleikakeppni í borginni Derbyshire í Bretlandi gærkvöldi. Hann hné niður í hringnum eftir viðureign við andstæðing sem hann hafði áður keppt við. Að sögn sjónarvotta hlaut hann engin „föst högg“. BBC greinir frá.

Ísland er að bráðna

Sat, 03/25/2017 - 12:25
Ísland er að bráðna sökum loftslagsbreytinga. Fljúgðu yfir einstakar náttúruperlur landsins til að sjá hvernig þetta allt getur horfið. Með þessum hætti hefst sýndarveruleika-myndband sem sýnir Ísland úr lofti. Bandaríska fréttastofan CNN sýnir myndbandið.

Kýld í gólfið og lenti á slysó

Sat, 03/25/2017 - 11:36
„Er litla Ísland virkilega orðið svona? Er ekki meiri kærleikur á milli okkar sérstaklega eftir Birnu-málið?“ spyr Rannveig Tera Þorfinnsdóttir en hún varð fyrir tilefnislausri árás á Hressingarskálanum í gærkvöldi. Hún er öll bólgin og lemstruð eftir ofbeldið, með sokkin augu og sár í eyranu.

Tekur upp hanskann fyrir Mosty

Sat, 03/25/2017 - 06:02
Eliza Reid, eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, hvetur fólk til að vera umburðarlynt og sýna skilning þeim útlendingum sem flytja til Íslands og læra tungumálið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir hér.

Músíktilraunir í Hörpu

Sat, 03/25/2017 - 06:00
Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu í kvöld kl. 19.30 og verður fram haldið næstu daga. Þetta er í 35. sinn sem keppnin er haldin. Að þessu sinni taka 33 hljómsveitir þátt í keppninni, en keppt er á fjórum kvöldum, í kvöld, sunnudagskvöld, mánudagskvöld og þriðjudagskvöld.

Versti ótti afans skók tilveruna

Sat, 03/25/2017 - 05:44
„Ég man eftir einum afa sem ég veitti meðferð einu sinni sem elskaði barnabörnin sín en fékk hræðilegar hugsanir upp í hugann um að leita á barnabörnin sín kynferðislega.“ Þetta er eitt dæmi um áleitnar hugsanir sem geta haft alvarlegar afleiðingar að sögn prófessors í sálfræði sem rannsakar efnið.

Vildu flytja Gulen til Tyrklands

Sat, 03/25/2017 - 05:38
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Michael Flynn, ræddi um að flytja múslimaklerkinn Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum.

Fleming elskaði mun eldri konu

Sat, 03/25/2017 - 04:46
Löngu áður en James Bond varð til í kollinum á Ian Fleming átti tæplega tuttugu árum eldri kona allan hug rithöfundarins tilvonandi. Samband þeirra var náið en fór leynt.

Aðeins einn með hærri laun en Gylfi

Sat, 03/25/2017 - 04:29
Dailystar birti í dag lista yfir launahæstu leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Swansea City. Gylfi Þór Sigurðsson er með 70.000 pund í vikulaun samkvæmt fréttinni, sem eru tæpar tíu milljónir króna.

Reyndi ítrekað að hafa samband

Sat, 03/25/2017 - 04:17
„Ég reyndi ítrekað að hafa samband við þá,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alfreðs Clausen, í samtali við mbl.is. Mál Alfreðs vakti mikla at­hygli fyr­ir um tveim­ur árum en þá lýstu banda­rísk stjórn­völd eft­ir Al­freð í tengsl­um við um­fangs­mikið fjár­svika­mál.

Tveir menn enn í varðhaldi

Sat, 03/25/2017 - 00:39
Sjö af þeim ellefu manneskjum sem voru handteknar eftir árásina í Westminster í London hefur verið sleppt úr haldi lögreglu án þess að til frekari aðgerða verður gripið gegn þeim. Tveir menn eru enn varðhaldi, auk þess sem tveimur konum hefur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu.

Þrjú útköll hjá slökkviliðinu

Sat, 03/25/2017 - 00:18
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þrívegis kallað út í nótt til að slökkva eld. Um hálffjögurleyti kviknaði eldur í bíl í Mosfellsbæ og einnig í ruslatunnu á Hverfisgötu.

Búist við stormi víða á landinu

Sat, 03/25/2017 - 00:12
Búist er við stormi víða á landinu í dag. Spáð er suðvestan 15 til 23 metrum á sekúndu, skúrum eða éljum en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 2 til 12 stig, hlýjast norðaustantil.

Stórhýsi rís við Hótel Cabin

Fri, 03/24/2017 - 22:30
Á vef Reykjavíkurborgar hefur verið auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar númer 34-36 við Borgartún.

Býður nemum hærri laun og umbun

Fri, 03/24/2017 - 22:30
Landspítalinn hefur boðið hjúkrunarfræðinemum sem útskrifast í vor að byrja í hærri launaflokki en þeir hefðu ella farið í og umbun vegna vaktavinnu ef þeir koma til starfa eftir útskrift.

Pages

Morgunblaðið