Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 10 min ago

Greiddi líklega ekki skatta í fjölda ára

Sat, 10/13/2018 - 14:41
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greiddi líklega lítinn sem engan tekjuskatt á árabilinu 2009 til 2016. NYT hefur undir höndum gögn sem voru gerð með hjálp Kushners af fjármálastofnun sem var að íhuga að veita Kushner lán.

Dauði og djöfull á nýrri plötu

Sat, 10/13/2018 - 13:55
Það var mikið stuð í plötubúðinni Lucky Records í gær þegar hlustunarpartý þungarokkssveitarinnar Skálmöld fór þar fram. Nýjasta plata þeirra, Sorgir, kom út í gær en aðspurður hvert sé þema plötunnar svarar Jón Geir Jóhannsson, trymbill sveitarinnar, hlæjandi: „Bara dauði og djöfull,“.

Liverpool-menn áberandi í stórsigri Hollands

Sat, 10/13/2018 - 13:48
Holland vann afar góðan 3:0-sigur á Þýskalandi í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í Amsterdam í kvöld. Hollendingar eru nú með þrjú stig og í öðru sæti 1. riðils, einu stigi á eftir Frökkum en Þjóðverjar eru á botninum með aðeins eitt stig.

Reknar úr skóla vegna óléttu

Sat, 10/13/2018 - 13:45
Tvisvar á ári er stúlkum í Arusha gagnfræðiskólanum í Tansaníu fylgt inn á klósett skólans og gert að pissa í krukku. Fyrir utan klósettklefan bíður kennari til að tryggja að þungunarprófum sé ekki skipt út. Reynist stúlkurnar óléttar eru þær samstundis reknar úr skóla og fá ekki að snúa aftur.

Tveir unnu 19 milljónir í Lottó

Sat, 10/13/2018 - 12:48
Tveir skiptu með sér fyrsta vinningi í Lottóinu í kvöld og hlutu vinningshafarnir báðir rúmar 19 milljónir króna í sinn hlut, en heildarpotturinn var tæpar 40 milljónir.

Banaslys vegna vanvirtrar stöðvunarskyldu

Sat, 10/13/2018 - 12:48
Ökumaður vöruflutningabifreiðar virti sennilega ekki stöðvunarskyldu að morgni 7.júlí 2016 þegar hann ók í veg fyrir ökumann á bifhjóli, svo bifhjólamaðurinn beið bana. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Selfoss - Riko Ribnica, staðan er 31:25

Sat, 10/13/2018 - 12:26
Selfoss tekur á móti Riko Ribnica frá Slóveníu í síðari viðureign liðanna í annarri umferð undankeppni EHF-keppninnar í handknattleik í Hleðsluhöllinni klukkan 18 í kvöld.

Skólastjórar mótmæla harðlega

Sat, 10/13/2018 - 11:38
Skólastjórar mótmæla því harðlega að framhaldsmenntun skólastjórnenda skuli ekki metin til jafns við undirmenn þeirra. Þetta kemur fram í frétt á vef Kennarasambands Íslands. Ársfundurinn mótmælir því einnig harðlega að Samninganefnd sveitarfélaga meti ekki starfsreynslu kennara við kennslu, þegar þeir eru ráðnir til stjórnunarstarfa.

Ökutækin brunnu til kaldra kola

Sat, 10/13/2018 - 11:35
Ellefu einstaklingar, sem talið er hafi verið farandfólk, létust eftir að ökutæki þeirra lenti í hörðum árekstri við flutningabíl í norðurhluta Grikklands í dag og brann til kaldra kola.

Hvatvísi herforinginn vill á valdastól

Sat, 10/13/2018 - 11:05
Hann er hvatvís, hefur aðdáun á hermennsku, er fylgjandi almennri byssueign, afkastamikill á samfélagsmiðlum og hefur verið sakaður um kvenfyrirlitningu og rasisma: Hægri öfgamaðurinn Jair Bolsonaro, forsetaframbjóðandi í Brasilíu, á sitthvað sameiginlegt með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Sádar sýni engan samstarfsvilja

Sat, 10/13/2018 - 10:59
Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sakar Sádi-Araba um að sýna ekki samstarfsvilja varðandi rannsókn tyrkneskra yfirvalda á hvarfi sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Hann óskar eftir því að yfirvöld í Sádi-Arabíu veiti Tyrkjum aðgang að sendiskrifstofu Sáda í Istanbúl.

Grasrót Pírata krefst svara

Sat, 10/13/2018 - 10:35
„Þetta verkefni er ólíkt öllum öðrum verkefnum að því leyti að það var unnið alfarið á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði þar sem svona stórar framkvæmdir eru alla jafna. Það voru því allt öðruvísi verkferlar en hefði verið æskilegt við þetta verkefni.“

Handtekinn fyrir að drekka í vínbúð

Sat, 10/13/2018 - 10:34
Í hádeginu var tilkynnt um ölvaðan karlmann, sem gekk inn í verslun ÁTVR í miðborg Reykjavíkur, opnaði þar áfengisflösku og drakk úr henni án þess að greiða krónu fyrir. Hann var handtekinn.

Portúgalar búa sig undir fellibyl

Sat, 10/13/2018 - 09:14
Rauð viðvörun var í morgun gefin út um nær allt Portúgal en fellibylurinn Leslie nálgast nú strönd landsins. Líkur eru á að fellibylurinn verði stærsti stormur sem hefur skollið á landinu síðan 1842, að því er fram kemur á vef AFP.

Aðrar hugmyndir en höfuðandstæðingurinn

Sat, 10/13/2018 - 09:06
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar fór mikinn í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi á Hótel Reykjavík Natura í dag. Fundað er allan liðlangan daginn.

Tímamót í sögu Landspítala

Sat, 10/13/2018 - 08:17
Framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut hófust í dag þegar ráðherrar, fulltrúar félaga og stofnana tóku fyrstu skóflustungu nýs meðferðarkjarna. Ráðafólk í heilbrigðisgeiranum var flest sammála um að dagurinn í dag markaði tímamót í sögu Landspítalans.

Óska eftir fundi áður en kosið verður

Sat, 10/13/2018 - 06:49
Stakksberg ehf. vill funda með bæjarstjórn Reykjanesbæjar áður en hún samþykkir að synja fyrirtækinu um að vinna tillögu að deiliskipulagi á kísilverinu í Helguvík. Stakksberg er félag í eigu Arion banka sem keypti starfsemina af þrotabúi United Silicon.

Kaupir ferðaskrifstofur Primera

Sat, 10/13/2018 - 05:48
Travelco hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group, og tekið yfir skuldir við Arion banka. Travelco er nýtt eignarhaldsfélag og er Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, stærsti hluthafi félagins.

Trump hótar harðri refsingu

Sat, 10/13/2018 - 05:31
Donald Trump heitir þeim sem voru að baki morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi harðri refsingu.

Á ekki að gerast í siðmenntuðu samfélagi

Sat, 10/13/2018 - 05:23
Unnið er að framtíðarlausn, svo að börn í geðrænum eða fíknivanda séu ekki sett í fangelsi. Borið hefur á því undanfarið, að það sé gert, sökum úrræðisleysis.

Pages

Morgunblaðið