Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 54 min 39 sec ago

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

Wed, 07/26/2017 - 12:30
„Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári.

„Hljóp öskrandi á móti okkur með hníf“

Wed, 07/26/2017 - 12:10
Tveir liggja á sjúkrahúsi eftir að stúlka á táningsaldri gekk berserksgang í Sørlandssenteret-verslunarmiðstöðinni í Kristiansand í Noregi en mikil skelfing greip um sig þegar stúlkan hljóp öskrandi um miðstöðina með stóran kjöthníf á lofti.

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

Wed, 07/26/2017 - 10:45
Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp.

Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands

Wed, 07/26/2017 - 10:21
Ísland og Austurríki mætast kl. 18.45 í síðasta leik íslenska liðsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í Hollandi. Byrjunarlið Íslands hefur nú verið tilkynnt.

Marel hagnaðist um tæpa 2,3 milljarða

Wed, 07/26/2017 - 10:19
Hagnaður Marel á öðrum ársfjórðungi nam 18,6 milljónum evra, sem samsvarar tæplega 2,3 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur samþykkt að kaupa Sulmaq, brasilískan framleiðanda búnaðar fyrir fyrsta stig kjötvinnslu.

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

Wed, 07/26/2017 - 10:02
Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna.

Slegið í bílinn fyrir drápið

Wed, 07/26/2017 - 09:53
Skömmu áður en hin ástralska Justine Damond var skotin til bana af lögreglumanni sló kona aftan í lögreglubílinn. Rannsakendur málsins hafa ekki gefið upp hvort það hafi verið Damond sem sló bílinn.

Skjálfta­hrinan enn í gangi

Wed, 07/26/2017 - 09:45
Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, er enn í gangi. Á annan hundrað skjálfta hafa mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri.

„Hún átti ekki skilið það sem ég gerði“

Wed, 07/26/2017 - 09:23
Karlmaður sem var dæmdur til dauða í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1993, fyrir að nauðga og myrða þriggja ára dóttur kærustu sinnar, var tekinn af lífi í dag. Nokkrum mínútum áður en hann dró síðasta andardráttinn baðst hann afsökunar.

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

Wed, 07/26/2017 - 08:24
„Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar.

Ekki aka með hendurnar á „10 og 2“

Wed, 07/26/2017 - 01:34
Mörgum var kennt í ökunáminu að best væri að staðsetja hendurnar þannig á stýrinu að vinstri höndin væri á „10“ og hægri höndin á „2“ ef stýrið væri skífa á klukku. Á það að tryggja að ökumaður hafi góða stjórn á bílnum í beygjum og geti brugðist hratt og vel við ef skyndilega þarf að sveigja frá hættu á veginum.

Rússar gagnrýna yfirvofandi viðskiptabann

Wed, 07/26/2017 - 01:33
Rússar gagnrýna viðskipta­bann gegn Rússlandi, Íran og Norður-Kór­eu sem full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í gær. Bannið er ekki til þess fallið að bæta samskipti milli landanna heldur þvert á móti. Þetta sagði Sergei Ryabkov, vara utanríkisráðherra Rússlands.

Júlían brýtur blað í dag

Wed, 07/26/2017 - 01:27
Kraftlyftingaþórinn Júlían J.K. Jóhannsson verður í dag fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í kraftlyftingum á Heimsleikunum, World Games, sem standa nú sem hæst í Wroclaw í Póllandi.

Sendi boð úr neyðarsendi

Wed, 07/26/2017 - 00:59
Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffjögur í nótt. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar.

Fjármálastjóri Páfagarðs neitar sök

Wed, 07/26/2017 - 00:46
George Pell, kardínáli og fjármálastjóri Páfagarðs, neitar sök í kynferðisbrotamáli sem hann er sóttur til saka fyrir í heimalandi sínu Ástralíu. Pell sem er 76 ára gamall er sakaður um fjölda kynferðisbrota gegn börnum þegar hann starfaði sem prestur í Ástralíu á árum áður.

Sótt í 90% íbúðalán

Wed, 07/26/2017 - 00:37
Tveir lánveitendur veita nú allt að 90% íbúðalán og segja talsverða eftirspurn vera eftir slíkum lánum.

Ölfusárbrú lokuð fram eftir morgni

Tue, 07/25/2017 - 23:43
Lokað verður fyrir umferð inn á Ölfusárbrú fram til klukkan 8 eða 9 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Vegna óviðráðnanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist.

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

Tue, 07/25/2017 - 22:30
Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins.

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

Tue, 07/25/2017 - 22:30
Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins.

Borgin fimm ár að afgreiða mál

Tue, 07/25/2017 - 22:30
Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast.

Pages

Morgunblaðið