Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 50 min 54 sec ago

„Ég stóð varla í fæturna“

Wed, 09/20/2017 - 14:30
Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman.

Djúp lægð á leiðinni

Wed, 09/20/2017 - 13:35
Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn.

Rákust saman í háloftunum

Wed, 09/20/2017 - 12:40
Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

Wed, 09/20/2017 - 11:35
Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi.

Enski deildabikarinn - bein lýsing

Wed, 09/20/2017 - 11:22
Fimm leikir fara fram í 32-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar þar sem Gylfi Þór Sigurðsson er í eldlínunni með Everton auk þess sem Chelsea, Manchester United, Manchester City og Arsenal spila. Fylgst er með leikjunum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Rafmagnslaust á Púertó Ríkó

Wed, 09/20/2017 - 10:53
Fellibylurinn María hefur slegið út öllu rafmagni á eyjunni Púertó Ríkó eins og hún leggur sig en þar búa alls búa 3,5 milljónir manna. Um er að ræða fjög­urra stigs felli­byl og gekk hann á land skammt frá Ya­bucoa á suðaust­ur­strönd Pú­er­tó Ríkó um klukk­an 10.15 í morg­un.

„Það er allt í hers höndum“

Wed, 09/20/2017 - 10:50
„Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,” segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona.

Gylfi byrjar á bekknum

Wed, 09/20/2017 - 10:49
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á varamannabekk Everton sem tekur á móti Sunderland í 32-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

Wed, 09/20/2017 - 10:32
Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi.

Úrskurðuð í nálgunarbann gegn dóttur

Wed, 09/20/2017 - 09:54
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um að móðir skuli sæta nálgunarbanni í sex vikur gagnvart dóttur sinni og ekki koma í 50 metra fjarlægð frá dvalarstað dótturinnar, veita henni eftirför, heimsækja eða nálgast á almannafæri. Þá má hún heldur ekki setja sig í samband við dótturina með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti.

Vill fá að skila Michelin-stjörnunum

Wed, 09/20/2017 - 08:37
Matreiðslumeistari í suðurhluta Frakklands, sem hefur verið verðlaunaður þremur Michelin-stjörnum, hefur óskað eftir því að „skila“ stjörnunum vegna þess gríðarlega álags sem hlýst af því að þurfa að reiða fram óaðfinnanlegan mat.

Harður árekstur á Hringbraut

Wed, 09/20/2017 - 05:23
Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur nokkurra bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.

„Röng ræða á röngum tíma“

Wed, 09/20/2017 - 05:17
Jómfrúarræða Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur verið fordæmd af nokkrum aðildarþjóðum sem komu þar við sögu.

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

Wed, 09/20/2017 - 05:15
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum.

Flestir vilja VG í næstu stjórn

Wed, 09/20/2017 - 05:12
Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%.

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

Wed, 09/20/2017 - 05:03
Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Sigríður víkur sæti vegna umsóknar

Wed, 09/20/2017 - 04:56
Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns.

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

Wed, 09/20/2017 - 03:57
„Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“

Andlát: Sigurður Pálsson

Wed, 09/20/2017 - 03:26
Sigurður Pálsson, rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi.

Tveir látnir og tveggja saknað

Tue, 09/19/2017 - 23:31
Fellibylurinn Maria nálgast bandarísku Jómfrúareyjar hratt og varar bandaríska fellibyljamiðstöðin við hugsanlegum hörmungum. Þegar eru tveir látnir af völdum Mariu á eyjum í Karíbahafi.

Pages

Morgunblaðið