Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 33 min ago

Ég er heppnasti maður í heimi

Wed, 04/17/2019 - 14:30
Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, þrátt fyrir 4:3-tap fyrir Manchester City á útivelli. Tottenham vann fyrri leikinn á heimavelli, 1:0, og fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Pólitísk viðhorf ráði ekki einangrun

Wed, 04/17/2019 - 14:00
Einagrunarvist gæludýra á Íslandi byggir að stærstu leyti á „samfélagslegum og pólitískum“ ákvörðunum, segir í skýrslu sem dr. Preben Willeberg vann fyrir íslensk stjórnvöld. Formaður HRFÍ segir skýrsluna staðfesta að einangrunarkrafan byggi ekki á vísindalegum rökum.

Tottenham áfram eftir ótrúlegan leik

Wed, 04/17/2019 - 13:59
Tottenham mætir Ajax í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, þrátt fyrir 4:3-tap fyrir Manchester City í ótrúlegum leik í átta liða úrslitunum í Manchester í kvöld. Tottenham fer áfram með útivallarmörkum, en samanlögð úrslit urðu 4:4.

Liverpool sannfærandi og mætir Barcelona

Wed, 04/17/2019 - 13:59
Liverpool er komið áfram í undanúrslit Meistardeildar Evrópu eftir sannfærandi 4:1-útisigur á Porto í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið því samanlagt 6:1.

Ekki brýn þörf lengur fyrir RÚV

Wed, 04/17/2019 - 13:21
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga gagnrýnir Ríkisútvarpið í samtali við ViðskiptaMoggann og segir að þörfin fyrir RÚV sé ekki eins brýn og áður.

28 látnir eftir rútuslys

Wed, 04/17/2019 - 12:41
Að minnsta kosti 28 manns eru látnir eftir að rúta með ferðamönnum fór út af veginum og valt á portúgölsku eyjunni Madeira.

Björn Óli hættir sem forstjóri Isavia

Wed, 04/17/2019 - 12:26
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hef­ur sagt starfi sínu lausu og lætur nú þegar af störfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia. Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs annast reksturinn þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Sviðin jörð í sænskri vínbúð

Wed, 04/17/2019 - 11:46
Magnus Schaft frá Sarpsborg í Noregi kom að sænsku vínbúðinni í Strömstad eins og eftir loftárás þegar hann ók yfir til nágrannalandsins að ná í páskabjórinn sinn. Schaft var sniðugur og hafði pantað fyrir fram.

Stór áfangi og hátíðleg stund

Wed, 04/17/2019 - 11:07
„Það kemur flestum á óvart hvað þetta er mikill hávaði,“ segir Gísli Eiríksson forstöðumaður jarðganga hjá Vegagerðinni. Slegið var í gegn í Dýrafjarðargöngum í dag þegar síðasta haftið á milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar var sprengt. Fjöldi fólks var samankominn í göngunum til að fylgjast með.

Fljótur að vísa sögusögnum um Salah á bug

Wed, 04/17/2019 - 11:04
Ramy Issa, umboðsmaður Mohammed Salah, leikmanns Liverpool, var fljótur að vísa sögusögnum um að skjólstæðingur sinn vildi yfirgefa Liverpool vegna rifrildis við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins á bug.

Eldur í íbúð við Gránufélagsgötu

Wed, 04/17/2019 - 10:50
Eldur kviknaði í íbúð á jarðhæð fjölbýlishúss við Gránufélagsgötu á Akureyri upp úr klukkan hálffimm í dag.

KiDS Coolshop tekur yfir Toys 'R' Us

Wed, 04/17/2019 - 10:47
Danska leikfangakeðjan KiDS Coolshop hefur tekið yfir verslanir Toys 'R' Us Ísland og er lokadagur verslana þeirra á Íslandi 24.apríl næstkomandi.

„Hættuleg kona“ fannst látin

Wed, 04/17/2019 - 10:20
Átján ára kona fannst látin eftir umfangsmikla leit bandarísku alríkislögreglunnar að henni. Talið var að „trúverðug ógn“ stafaði af henni en hún var sögð haldin þráhyggju vegna skotárásarinnar í Columbine-menntaskólanum árið 1999.

Með nammi fyrir 170.000

Wed, 04/17/2019 - 09:11
Norskir tollverðir við Svínasund stöðvuðu ökumann sem reyndist hafa sælgæti fyrir 170.000 krónur meðferðis. Annar var með 70.000 sígarettur og rúma 1.000 lítra af brennivíni. Verslun Svíþjóðarmegin tekur kipp fyrir páskana.

70% framhaldsskólanema sofa of lítið

Wed, 04/17/2019 - 08:10
Um 70% framhaldsskólanema hér á landi sofa of lítið og margir ósofnir framhaldsskólanemar nýta sér orkudrykki til að halda virkni í gegnum daginn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á svefnvenjum framhaldsskólanema.

Sektaðir um 1,8 milljarða fyrir skógareld

Wed, 04/17/2019 - 08:02
Tveir 22 ára háskólanemar hafa verið sektaðir um 13,5 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 1,8 milljörðum íslenskra króna, fyrir að hafa komið af stað skógareldi í lok desember á síðasta ári.

Umferð stopp um Hvalfjarðargöng

Wed, 04/17/2019 - 08:01
Umferð eru nú stopp um Hvalfjarðargöngin í norðurátt og hefur nokkur röð myndast höfuðborgarmegin. Að sögn lögreglu bilaði vörubíll í göngunum og er nú unnið að því að koma honum burt.

Fyrrum forseti skaut sig við handtöku

Wed, 04/17/2019 - 07:34
Fyrrverandi forseti Perú, Alan García, skaut sjálfan sig í höfuðið í þann mund sem lögreglan birtist heima hjá honum og hugðist handtaka hann. Hann var fluttur á sjúkrahús í borginni Lima þar sem hann gekkst undir aðgerð á höfði.

Leoncie tekin fyrir í þætti Jimmy Fallon

Wed, 04/17/2019 - 07:31
Leoncie var til umræðu í þætti Jimmy Fallon og reyndi þáttastjórnandinn að syngja eins og Indverska prinsessan sem er heimsfræg á Íslandi. Nú er spurning hvort hún verði ekki bara heimsfræg í öllum heiminum.

Skólum lokað vegna „trúverðugrar ógnar“

Wed, 04/17/2019 - 06:53
Skólar í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum eru lokaðir í dag þar sem alríkislögreglan leitar 18 ára konu sem talið er að „trúðverðug ógn“ stafi af. Konan, Sol Pais, er sögð haldin þráhyggju gagnvart skotárásinni sem framin var í Columbine-menntaskólanum árið 1999. Á laugardaginn, 20. apríl, verða akkúrat 20 ár liðin frá árásinni.

Pages

Morgunblaðið