Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 35 min ago

Farsæll endir á uppgjöri þrotabúanna

Tue, 11/21/2017 - 10:40
Mikil áhætta hefði verið fólgin í því að bjóða þrotabúum gömlu bankanna ekki stöðugleikaframlag sem valkost við stöðugleikaskattinn. Sú leið hefði getað haft í för með sér verulegan þjóðhagslegan kostnað.

Vegir lokaðir víða um land

Tue, 11/21/2017 - 10:37
Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði.

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Tue, 11/21/2017 - 10:37
Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja.

Fundu handlegg í Køgeflóa

Tue, 11/21/2017 - 08:29
Lögregla í Kaupmannahöfn fann handlegg á hafsbotni í Køgeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn í dag. Handleggurinn fannst á því svæði þar sem talið er að kafbátur danska uppfinningamannsins Peter Madsen hafi siglt áður en honum var sökkt. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa myrt Kim Wall.

Mugabe segir af sér

Tue, 11/21/2017 - 07:59
Forseti Simbabve, Robert Mugabe, hefur látið undan miklum þrýstingi og ákveðið að stíga til hliðar. Þetta var tilkynnt á þingi landsins fyrir skemmstu.

„Leyfðu mér að snerta brjóstin þín“

Tue, 11/21/2017 - 07:46
Carlo Tavecchio, sem á mánudag lét af störfum sem forseti ítalska knattspyrnusambandsins, hefur verið sakaður um kynferðislegt áreitni.

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

Tue, 11/21/2017 - 07:32
Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir.

Reynt að stöðva stjórnarkreppuna

Tue, 11/21/2017 - 07:16
Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, vinnur að því hörðum höndum að reyna að binda enda á stjórnarkreppuna í landinu í kjölfar þess að upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Græningja slitnaði í gær. Líklegt er talið að boða þurfi til nýrra þingkosninga.

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

Tue, 11/21/2017 - 07:06
„Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut.

Magnús leigir út á Airbnb

Tue, 11/21/2017 - 06:32
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður einbýlishús sitt við Huldubraut 28 í Kópavogi til leigu.

3,8 stiga jarðskjálfti í Bárðarbungu

Tue, 11/21/2017 - 06:07
Tveir jarðskjálftar austnorðaustan af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Var sá fyrri af stærðinni 3,8 samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofunnar.

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

Tue, 11/21/2017 - 06:07
Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig.

10 milljóna sekt á smálánafélag stendur

Tue, 11/21/2017 - 06:06
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu sem fól í sér 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E-content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga.

Aska og reykur upp af eldfjallinu Agung

Tue, 11/21/2017 - 05:38
Eldfjallið Agung í Balí spjó ösku og reyk í 700 metra hæð í dag. Óttast er að eldgos muni brjótast út á næstunni en það mun verða í fyrsta skipti í 50 ár. Frá því í ágúst hefur fjallið rumskað þar sem aukin virkni hefur orðið og reykur stigið upp úr gosopi fjallsins.

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

Tue, 11/21/2017 - 05:32
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum.

Allt að 40% ódýrara vín í Fríhöfninni

Tue, 11/21/2017 - 05:25
Verðmunur á vínflöskum í ÁTVR og Fríhöfninni getur numið allt að 40% og í krónum talið er hann mest 1.700 krónur.

Styttist óðum í desemberuppbótina

Tue, 11/21/2017 - 05:09
Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember.

Staðan í Simbabve í hnotskurn

Tue, 11/21/2017 - 04:37
Stjórnmálakreppan í Simbabve er sú dýpsta og flóknasta frá því landið fékk sjálfstæði árið 1980. Sá sem haldið hefur um valdatauma landsins allt frá þeim tíma, Robert Mugabe, neitar að stíga til hliðar sem forseti þrátt fyrir að herinn hafi í raun tekið völdin í landinu

76 verkefni valin í íbúakosningum

Tue, 11/21/2017 - 03:14
Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári.

Crouch setti skrítið met á Englandi

Tue, 11/21/2017 - 03:01
Peter Crouch, hinn hávaxni framherji Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, setti met í deildinni í gærkvöldi þegar Stoke gerði jafntefli við Brighton, 2:2.

Pages

Morgunblaðið