Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 42 min ago

Góður afli á strandveiðum

Wed, 05/24/2017 - 22:30
„Almennt hefur aflinn verið góður. Það kemur á óvart hvað hann er góður fyrir norðan og austan því maí er oft lélegur þar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um strandveiðarnar.

Jón Gerald fagnar Costco

Wed, 05/24/2017 - 22:30
Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, tekur fréttum af opnun verslunar Costco fagnandi. Hann heimsótti verslunina í fyrradag og leist vel á. „Þetta er bara eins og að koma til útlanda,“ segir hann og bætir við: „Til hamingju, Íslendingar!“

Ofbauð kröfur Fjármálaeftirlitsins

Wed, 05/24/2017 - 22:30
Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo, segir að sér hafi ofboðið kröfurnar sem Fjármálaeftirlitið gerði til Vátryggingafélags Íslands, VÍS, meðan hann var þar í stjórn.

Aðgengi bætt við Gullfoss

Wed, 05/24/2017 - 22:30
Ferðamenn eru nú byrjaðir að ganga um nýja stigann við Gullfoss, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Er greint frá þessu á heimasíðu Umhverfisstofnunar, en stofnunin hefur umsjá með náttúruperlunni.

Spreyta sig í Syrpuþoni

Wed, 05/24/2017 - 22:30
„Við eigum það sameiginlegt með öllum hjá Disney að hafa mikinn metnað til þess að börn og unglingar lesi. Lesi til að afla sér þekkingar, lesi sér til ánægju og eins geti lesið texta upphátt svo aðrir hafi gaman af.“

Hafa fundið búnað til sprengjugerðar

Wed, 05/24/2017 - 16:37
Breska lögreglan hefur fundið búnað til sprengjugerðar í víðtækum húsleitum í Manchester í kjölfar hryðjuverksins í borginni á mánudagskvöldið. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Independent en sjö hafa verið handteknir í Bretlandi í kjölfar árásarinnar.

Ráða ekki við að slökkva eldinn

Wed, 05/24/2017 - 15:54
Mikill eldur kom upp í sementsverksmiðju í sveitarfélaginu Slite í Svíþjóð í kvöld. Slökkviliðinu hefur ekki tekist að slökkva eldinn en mikið af eldsmat er í verksmiðjunni. Hefur því verið ákveðið að leyfa eldinum að fjara út af sjálfu sér en leggja þess í stað áherslu á að hefta útbreiðslu hans.

Hafa handtekið sjö manns

Wed, 05/24/2017 - 15:30
Breska lögreglan handtók í kvöld sjöunda einstaklinginn í tengslum við hryðjuverkið í borginni Manchester á mánudagskvöldið sem kostaði 22 manns lífið. Karlmaður var handtekinn í bænum Nuneaton í Warwick-skíri sem er fyrsta handtakan utan Machester.

Playboy-stjarna dæmd fyrir myndbirtingu

Wed, 05/24/2017 - 14:54
Play­boy-fyr­ir­sæt­an Dani Mat­h­ers hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi eða 30 daga samfélagsþjónustu fyrir að hafa tekið mynd og gert grín að vaxt­ar­lagi konu í bún­ings­klefa og birt á sam­fé­lags­miðlum.

„Robocop“ verður að veruleika

Wed, 05/24/2017 - 14:45
Heimsins fyrsta lögregluvélmenni gekk í lögreglulið Dubai-borgar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðasta sunnudag. Markmið vélmennisins er að aðstoða og hjálpa fólki, verjast glæpum, halda borgurum öruggum og bæta hamingju þeirra. Lögregluþjónninn hefur fengið viðurnefnið „Robocop“.

Fleiri handtökur í Manchester

Wed, 05/24/2017 - 14:26
Breska lögreglan handtók í dag konu í borginni Manchester þar sem 22 létu lífið í hryðjuverkaárás á tónleikum. Þar með hafa sex verið handteknir í Bretlandi vegna árásarinnar, fimm karlmenn og ein kona. Þar á meðal er eldri bróðir árásarmannsins, Salmans Abedi.

Fyrirfór sér eftir einelti á vinnustað

Wed, 05/24/2017 - 14:08
Breskur unglingspiltur sem starfaði sem lærlingur hjá bílaframleiðandanum Audi fyrirfór sér eftir að hafa lent í grófu einelti á vinnustaðnum. Læstu samstarfsfélagar hans hann meðal annars inni í búri og kveiktu í fötunum hans. Þetta kemur fram í rannsóknargögnum málsins.

Fimmtugur í fantaformi

Wed, 05/24/2017 - 13:30
Óskar Einarsson fagnar 50 ára afmæli sínu þann 28. maí með tónleikum í Lindakirkju. Þar kemur fram einvala lið tónlistarmanna, kórar og einsöngvarar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til kaupa á sólarsellum fyrir skóla ABC-samtakanna í Burkina Faso.

Sýknuð af greiðslu 30 ára láns

Wed, 05/24/2017 - 13:03
Guðrún Ó. Ax­els­dótt­ir var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um greiðslu 2,7 milljóna króna vegna 30 ára gamals námsláns barnsföður síns.

Ajax - Man. Utd, staðan er 0:1

Wed, 05/24/2017 - 12:05
Ajax og Manchester United mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar kl. 18:45 í kvöld. Leikurinn fer fram á Friends Arena í Stokkhólmi, Svíþjóð. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Köfurum í Silfru fækkað um 40%

Wed, 05/24/2017 - 11:47
Fjöldi þeirra ferðamanna sem stundar djúpköfun í ánni Silfru á vegum fyrirtækisins Dive.is hefur fækkað um í kringum 40 prósent síðan nýjar reglur voru kynntar í mars síðastliðnum en reglurnar voru settar eftir að síðast varð dauðsfall í ánni.

Bróðir og faðir Abedis handteknir

Wed, 05/24/2017 - 11:01
Bróðir Salmans Abedi, sem talið er að hafi staðið fyrir hryðjuverkinu í Manchester í Bretlandi á mánudagskvöldið, hefur verið handtekinn af öryggislögreglunni í Líbíu en fullyrt er að bróðirinn, Hashem Abedi, hafi vitað af áformunum.

Selja stell og muni úr Hótel Borg

Wed, 05/24/2017 - 10:49
„Það er mikið búið að safnast upp í gegnum árin svo það er gríðarlegt magn af dóti til þarna sem hægt er að fá fyrir lítinn pening,“ segir Folda Guðlaugsdóttir, matreiðslumaður á Jamie‘s Italian á Hótel Borg, en fram á föstudag fer fram lagersala á Hótel Borg.

Úti er Síldarævintýri 2017

Wed, 05/24/2017 - 10:24
Síldarævintýri verður ekki haldið á Siglufirði um verslunarmannahelgina í sumar eins og undanfarin ár. Þetta var niðurstaða fundar bæjarráðs Fjallabyggðar í gær.

Sigmundur boðar stofnun nýs félags

Wed, 05/24/2017 - 09:35
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, boðar stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem hugsað er sem nk. sambland þjóðmálafélags og hugveitu. Hann segist með þessu ekki vera að stofna nýjan stjórnmálaflokk, en félagið muni sjálfsagt þróast með tímanum.

Pages

Morgunblaðið