Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 29 min ago

Kallaði þingmann „Samfylkingardrullu“

Wed, 04/17/2019 - 05:43
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum í matvöruverslun í vikunni þegar karlmaður veittist að honum og kallaði hann „Samfylkingardrullu“.

Bjarni í grunnbúðum Everest

Wed, 04/17/2019 - 04:44
„Ég er í Grunnbúðum Everest í tæplega 5.400 metra hæð,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, í samtali við mbl.is en hann er nú staddur í Nepal og stefnir að því að komast á topp Everest-fjalls, hæsta fjalls jarðarinnar.

Ákærður fyrir smygl á fólki

Wed, 04/17/2019 - 04:43
Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum til landsins í í byrjun þessa árs. Ákæra á hendur manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Varð að verpa á flugbrautina

Wed, 04/17/2019 - 04:30
Risaskjaldbaka sem kom á land til að verpa á lítilli eyju sem tilheyrir Maldíveyjum í Indlandshafi endaði á því að verpa eggjum sínum á flugbraut sem búið var að leggja yfir varpstað hennar á ströndinni.

Notre Dame var ótryggð

Wed, 04/17/2019 - 04:20
Notre Dame kirkjan í París var ekki tryggð þegar kviknaði í henni. Ástæðan er sögð stefna franskra stjórnvalda um að trúarlegar byggingar í umsjá þeirra séu aðeins tryggðar með ríkisábyrgð og mun því þorri kostnaðar við lagfæringu kirkjunnar falla á ríkissjóð Frakklands.

Hefur lokið við 120 milljóna króna fjármögnun og er stórhuga

Wed, 04/17/2019 - 04:08
Fyrirtækið Freyja HealthCare, sem stofnað var af Jóni Ívari Einarssyni, prófessor við Harvard Medical School, hefur tryggt sér 120 milljóna króna fjármögnun frá íslenskum fjárfestum en það var Spakur Finance sem aðstoðaði félagið við.

Betra að hætta þegar ástríðan minnkar

Wed, 04/17/2019 - 03:30
„14 ár er góður tími. Þegar maður finnur að ástríðan er að minnka er betra að hætta á meðan allt er í lagi. Það var kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Þórarinn Ævarsson, fram­kvæmda­stjóri IKEA á Íslandi, en hann lætur af störfum um mánaðamótin.

Hroðalegasta fasteignaauglýsing allra tíma?

Wed, 04/17/2019 - 02:49
Sérlega óvenjuleg fasteignaauglýsing hefur haldið „virkum í athugasemdum“ við efnið frá því hún var birt í vikunni. Fólk ýmist hatar hana eða elskar.

Eins og „reunion“ fyrir „eitís-unglingana“

Wed, 04/17/2019 - 02:00
Í augum sumra eru þeir eflaust tákngervingar 9. áratugarins, sem stundum er kallaður eitís á slæmri íslensku. Og svo eru það þau sem fá ljóma í augu og roða í kinnar og ferðast á ljóshraða aftur til ársins 1982.

Útlit er fyrir harða lendingu

Wed, 04/17/2019 - 01:47
Um 13% færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í mars en í sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn er tæp 9% fyrstu þrjá mánuði ársins.

Vilja Huffman í 4-10 mánaða fangelsi

Wed, 04/17/2019 - 01:45
Saksóknari fer fram á að bandaríska leikkonan Felicity Huffman verði dæmd í 4-10 mánaða fangelsi fyrir að koma dóttur sinni inn í háskóla með svikum.

Með yfir milljón áhorf á Youtube

Wed, 04/17/2019 - 01:00
Finnur Snær Októsson segist hafa fæðst með ferðadellu en hann hefur ferðast eitthvað út í heim á hverju ári frá því hann var kornabarn, hvort sem er með fjölskyldunni eða einn á flakki.

Vísir að páskahreti

Wed, 04/17/2019 - 00:22
Áfram verður hlýtt á landinu og varað er við leysingum. En svo kólnar. Veðurfræðingur segir að vísi að páskahreti megi finna í veðurspám helgarinnar.

Greta barðist við grátinn

Tue, 04/16/2019 - 23:40
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún flutti ræðu fyrir umhverfisnefnd Evrópuþingsins í gær.

Féll 30 metra í þjóðgarði

Tue, 04/16/2019 - 23:09
Bandarískur háskólanemi í skólaferðalagi var að stilla sér upp fyrir myndatöku í þjóðgarði er henni skrikaði fótur og hún hrapaði til dauða. Fallið var yfir þrjátíu metrar.

Gagnrýnir þjóðarsjóðinn

Tue, 04/16/2019 - 22:30
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, gagnrýnir stofnun þjóðarsjóðs svokallaðs í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann í dag. Hugmyndir eru uppi um að arður af rekstri Landsvirkjunar renni inn í slíkan sjóð, sem mæta eigi ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir í framtíðinni.

Flótti af Laugavegi

Tue, 04/16/2019 - 22:30
„Sú staða sem við kaupmenn horfum nú fram á í miðbænum – mér líst ekkert á hana,“ segir Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður við Laugaveg.

350 milljónir vegna Ófærðar

Tue, 04/16/2019 - 22:30
RVK Studios, kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks, hefur á þessu ári fengið tæplega 350 milljónir króna endurgreiddar úr ríkissjóði vegna gerðar sjónvarpsefnis. Það er að meginhluta til vegna annars hluta framhaldsþáttanna Ófærðar.

Minna ávísað af örvandi lyfjum

Tue, 04/16/2019 - 22:30
Alls var skrifað upp á 3.738 skammta af metýlfenídatlyfjum árið 2018 sem er fækkun frá árinu áður. Árið 2017 var skrifað upp á 3.907 skammta af lyfjunum. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Lundinn kominn til Eyja

Tue, 04/16/2019 - 22:30
Vorboðinn er kominn til Vestmannaeyja. Lundinn er byrjaður að setjast upp. Sigurður Bragason sá töluvert af lunda í Stórhöfða í fyrrakvöld og á vefnum eyjar.net er sagt frá því að fuglaáhugamaður hafi séð lunda við Kaplagjótu við Dalfjall á sunnudagskvöld.

Pages

Morgunblaðið