Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 4 min ago

„Ekki taka þátt í Eurovision“

Sat, 10/13/2018 - 05:08
„Nei, þið ættuð ekki að taka þátt í Eurovision í Ísrael,“ svarar Feda Abdelhady-Nasser aðspurð án umhugsunar en hún er sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Fannst undir laufhrúgu

Sat, 10/13/2018 - 04:05
Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um karlmann í annarlegu ástandi sem hefði komið sér fyrir undir laufhrúgu fyrir utan íbúðarhús í miðborg Reykjavíkur.

„Ég verð að halda á myndavélinni“

Sat, 10/13/2018 - 03:36
„Ég nota ekki dróna, ég vil gera þetta sjálfur,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem opnar sýningu á myndum af íslenskum jöklum í dag. „Mér myndi ekki líða vel með það að hafa ekki smellt af sjálfur. Ég verð að halda á myndavélinni,“ heldur hann áfram en margar myndirnar eru teknar á flugi.

Sakaði svartan dreng um að snerta sig

Sat, 10/13/2018 - 02:45
Hvít kona sem hringdi í lögregluna og sagði að ungur, svartur, drengur hefði snert bakhlutann á sér í verslun í Brooklyn, hefur verið dregin sundur og saman í háði á samfélagsmiðlum. Í gær bað hún barnið opinberlega afsökunar á ásökunum sínum.

Sakaði svartan dreng um að snerta hana

Sat, 10/13/2018 - 02:45
Hvít kona, sem hringdi í lögregluna og sagði að ungur svartur drengur hefði snert bakhlutann á henni í verslun í Brooklyn, hefur verið dregin sundur og saman í háði á samfélagsmiðlum. Í gær bað hún barnið opinberlega afsökunar á ásökunum sínum.

Hefði orðið versta flugslys sögunnar

Sat, 10/13/2018 - 01:58
Litlu mátti muna að stórslys yrði er flugvél frá Air Canada lenti næstum því á flugbraut þar sem margar aðrar vélar, með marga innanborðs, var að finna á flugvelli í San Francisco á síðasta ári. Í skýrslu um atvikið segir að tekist hafi að afstýra „versta flugslysi sögunnar“.

Gerir meðferðarkjarnann dýrari

Sat, 10/13/2018 - 01:18
Lækkun á gengi krónunnar hefur áhrif á kostnaðaráætlanir við nýjan Landspítala til hækkunar. Meðal annars hefur verð innfluttra byggingarefna hækkað í krónum.

Prinsessan vildi sýna örið

Sat, 10/13/2018 - 01:10
Eugenie prinsessa var djörf í vali á brúðarkjól sínum sem hún klæddist er hún gekk að eiga unnusta sinn, Jack Brooksbank, í Windsor-kastala í gær. Eugenie er dóttir Andrésar prins, bróður Karls, krónprins Bretlands.

„Mér er ekki létt“

Sat, 10/13/2018 - 00:40
„Mér er ekki létt. Ég vissi það fyrirfram þegar ég tók við starfinu að þessir fyrstu fimm leikir yrðu gríðarlega erfiðir og raunsætt mat væri að við myndum tapa þeim. Ég myndi því ekki segja að mér sé létt en ég er ánægður með gæðin sem við sýndum gegn heimsmeisturunum.“

Tók hann upp eigin dauðdaga?

Sat, 10/13/2018 - 00:21
Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi, sem talið er að hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi, gæti hafa tekið upp eigin dauðdaga. Þetta kemur fram í frétt í tyrknesku dagblaði í morgun. CNN fjallar um málið.

70 milljóna króna viðauki

Fri, 10/12/2018 - 22:30
Borgarstjóri hefur lagt fyrir borgarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna borgarstjórnar upp á tæpar 70 milljónir krónur.

Dæmd fyrir hlutdeild í nauðgun

Fri, 10/12/2018 - 16:38
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudag konu í tveggja ára fangelsi fyrir fyrir hlutdeild í nauðgun. Brotið var gegn þroskaheftri stúlku á barnsaldri. Karlmaðurinn sem ákærður var fyrir nauðgunina lést eftir að málið var þingfest, en hann var kærasti konunnar sem nú hefur hlotið dóm.

Salah skoraði úr horni og meiddist

Fri, 10/12/2018 - 16:20
Mo Salah var áberandi í 4:1-heimasigri Egyptalands á Svasílandi í forkeppni Afríkukeppninnar í fótbolta í kvöld. Egyptaland er í öðru sæti riðilsins með sex stig, eins og Túnis, en Salah og félagar eru búnir að leika einum leik meira.

Upptökur sanni að Khashoggi var myrtur

Fri, 10/12/2018 - 15:10
Tyrkneskir embættismenn segjast hafa sannanir fyrir því að sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á sendiskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í upphafi mánaðar.

Fullyrðir að framtakið sé löglegt

Fri, 10/12/2018 - 14:47
Stjórnarformaður Viskubrunns ehf., félags sem rekur vefsíðuna Tekjur.is þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur allra Íslendinga árið 2016 samkvæmt gögnum rikisskattstjóra gegn gjaldi, Jón Ragnar Arnarson, segir í fréttatilkynningu að tilgangurinn með framtakinu sé að stuðla að gegnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál.

Neitar að fjarlægja ljónin af svölunum

Fri, 10/12/2018 - 14:42
Maður nokkur í Mexíkóborg neitar að láta frá sér þrjú ljón sem hann er með á svölum sínum. Mexíkósk yfirvöld eru hins vegar þeirrar skoðunar að finna eigi heppilegri heimkynni fyrir ljónaþríeykið.

Engar uppsagnir fyrirhugaðar

Fri, 10/12/2018 - 14:05
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir því að leggja fram frumvarp um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, FME, á Alþingi næsta vor. Fyrirhuguð er umræða á þingi um skýrslu um framtíð íslenskrar peningastefnu. Engar uppsagnir eru fyrirhugaðar vegna sameiningarinnar.

Dagsektum beitt gegn borginni

Fri, 10/12/2018 - 13:56
Vinnueftirlitið hóf á mánudag að leggja 150.000 kr. dagsektir á Reykjavíkurborg, vegna vanrækslu borgarinnar á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna að leikskólanum Lyngheimum.

Rashford skúrkur Englendinga

Fri, 10/12/2018 - 13:54
Króatía og England gerðu í kvöld markalaust jafntefli í fjórða riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar á tómum Rujevica-velli í Rijeka. Marcus Rashford fékk tvö ákjósanleg færi fyrir enska liðið í seinni hálfleik.

Faðir leikstjóra keypti 20.000 miða

Fri, 10/12/2018 - 12:10
Sena ehf. hefur verið dæmt til þess að greiða kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Virgo 2 ehf. tæpar 3,7 milljónir króna vegna dreifingarsamnings kvikmyndarinnar Grimmdar, sem tekin var til sýninga árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þennan dóm í dag.

Pages

Morgunblaðið