Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 16 min 24 sec ago

Arion tapaði 3 milljörðum á Primera

Wed, 02/13/2019 - 11:01
Arion banki færði niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrots flugfélagsins Primera Air, sem var í viðskiptum hjá bankanum. Rekstrarerfiðleikar og gjaldþrot flugfélagsins eru einkum sögð skýra þann samdrátt sem varð á hagnaði banka á milli áranna 2017 og 2018.

Novator fjárfestir í Catapult

Wed, 02/13/2019 - 10:37
Novator Partners, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við fjárfestingu sína í breska tæknifyrirtækinu Catapult, sem var stofnað árið 2015, en greint var frá þessu á breska vefnum City A.M. Íslendingurinn Ólafur Johnson er einn stofnenda Catapult.

Trump: Maduro er að gera mikil mistök

Wed, 02/13/2019 - 10:32
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikil mistök af hálfu Nicolas Maduro, forseta Venesúela, að hindra að neyðaraðstoð frá Bandaríkjunum komist í hendur almennings í Venesúela.

Að sýna samkennd skiptir máli

Wed, 02/13/2019 - 10:30
Þegar Guðrún læknanemi sat í fyrsta sinn á rúmstokki dauðvona manns, fannst henni hún hjálparlaus, þar til hann hvíslaði: „Þakka þér fyrir að sitja hjá mér“. Þá áttaði hún sig á mikilvægi þess að gefa sér tíma til að sinna mannlegu hliðinni í starfinu sem bíður hennar.

Vísa Procar úr SAF

Wed, 02/13/2019 - 09:57
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa vísað bílaleigunni ProCar ehf. úr samtökunum og fara fram á eftirlitsúttekt til að eyða óvissu um sölu notaðra bílaleigubíla. Tilefnið er umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV í gærkvöldi þar sem fjallað var um bílaleiguna ProCar ehf.

Hagnaður Arion banka dróst saman

Wed, 02/13/2019 - 09:55
Hagnaður Arion banka á síðasta ári nam tæpum 7,8 milljörðum króna, sem er nærri því helmingi minni hagnaður en á síðasta ári, þegar hagnaðurinn var 14,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi bankans sem var birtur eftir lokun markaða í dag.

Sýna ekki að launin hafi verið greidd

Wed, 02/13/2019 - 08:44
„Við sjáum enga ástæðu til þess að rengja frásögn þessara manna. Það stendur einfaldlega,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við mbl.is um rúmenska starfsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., en grunur er um að mennirnir hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu

Skiluðu inn 2.740 undirskriftum

Wed, 02/13/2019 - 07:41
Andstæðingar stóriðju í Helguvík skiluðu í gær um 2.740 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ til formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, en íbúarnir krefjast íbúakosninga í sveitarfélaginu um starfsemi kísilvera í Helguvík.

Lækka laun bæjarfulltrúa um 15%

Wed, 02/13/2019 - 07:37
Samþykkt var einróma í bæjarstjórn Kópavogs í gær að lækka laun bæjarstjórnarfulltrúa um 15%, eða sem nemur 53.094 krónum. Fara laun fulltrúanna því úr 353.958 krónum í 300.864 krónur. Laun fyrir setu í öðrum nefndum og ráðum haldast hins vegar óbreytt.

Verður kosið á ný á Spáni?

Wed, 02/13/2019 - 07:15
Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, hyggst tilkynna á föstudaginn hvort boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu í kjölfar þess að fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans var hafnað.

Endurskoða starfsleyfi ef dómur fellur

Wed, 02/13/2019 - 06:52
Samgöngustofa hefur heimild til að endurskoða útgefin starfsleyfi bílaleiga ef grundvöll brestur. Til þess að fara í slíka endurskoðun þarf dómur að hafa verið felldur gagnvart viðkomandi fyrirtæki.

Bieber leitar sér hjálpar

Wed, 02/13/2019 - 06:00
Heimsfrægðinni er kennt um slæma andlega líðan Justin Bieber. Tónlistarmaðurinn sem hefur verið frægur frá því hann var unglingur fær hjálp vegna þunglyndis frá prestum og fagfólki.

Hyggst selja 10% í Arion banka

Wed, 02/13/2019 - 05:39
Kaupþing er að undirbúa sölu á stórum hlut sínum í Arion banka samkvæmt heimildum Fréttablaðsins en félagið er stærsti hluthafi bankans með um þriðjungshlut.

„Þetta er allt leysanlegt“

Wed, 02/13/2019 - 05:16
„Við munum fara yfir þetta tilboð og erum að fara að hitta okkar samninganefnd í kvöld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is, en Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun til lausnar kjaradeilu samtakanna við VR, Eflingu, VLFA og VLFG.

Dýrmætum dvergtrjám stolið

Wed, 02/13/2019 - 05:03
Japanskt par er miður sín eftir að sjö dvergvaxin tré voru numin á brott úr garði þeirra. Trén eru sum hver mörg hundruð ára gömul og margra milljóna króna virði.

Svara tilboði SA á föstudaginn

Wed, 02/13/2019 - 04:35
„Við tókum við þessu tilboði og tjáðum Samtökum atvinnulífsins það að við myndum koma með viðbrögð við þessu og lögðum til fundartíma á næsta föstudag,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Fellir úr gildi ákvörðun vegna Arion

Wed, 02/13/2019 - 04:16
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem taldi að Arion banki hefði brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist.

Héldu vöku fyrir Evrópumeisturunum (myndskeið)

Wed, 02/13/2019 - 03:40
Stuðningsmenn hollenska liðsins Ajax héldu vöku fyrir liðsmönnum Real Madrid í Amsterdam í nótt en Ajax tekur á móti Evrópumeisturunum í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Funda í dag vegna Procar

Wed, 02/13/2019 - 03:08
Bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar mun funda í dag vegna umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um að bílaleigan Procar hafi átt við kílómetrastöðuna á bílum sínum áður en þeir voru leigðir út til ferðamanna og á endanum seldir.

Lægsta boð 20% umfram áætlun

Wed, 02/13/2019 - 02:32
Þrjú tilboð hafa borist en opnað var fyrir útboð vegna húss og lóðar fyrir Hús íslenskra fræða, Arngrímsgötu 5, Reykjavík, í gær. Fyrsta skóflustunga hússins var tekin í mars 2013 en verkið hefur verið í biðstöðu síðan það ár og stór hola minnir á óklárað verkið.

Pages

Morgunblaðið