Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 11 min ago

„Ég lenti alveg óvart í þessu“

Fri, 10/12/2018 - 11:50
„Mig hafði ekki órað fyrir þessu og það var sannarlega ekki á „to do“- listanum hjá mér að fara að leika. Ég hef aldrei staðið á sviði og leikið í leikriti nema í grunnskóla og það var einvörðungu sýnt fyrir foreldra. Ég hef tekið þátt í einhverju flippi í árshátíðarmyndböndum á vinnustöðum en lengra nær það ekki í leiklist hjá mér.“

Óttinn við gagnrýni ráði ekki för

Fri, 10/12/2018 - 11:27
Meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gerði að umtalsefni sínu í ræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar flokksins í Smáranum í Kópavogi í dag var staða hans þegar styttist í 20 ára afmælið á næsta ári.

Ábyrgðin er hjá Seltjarnarnesbæ

Fri, 10/12/2018 - 10:55
Ásmundur Einar Daðason segir að viðræður hafi staðið yfir lengi við Seltjarnarnesbæ um rekstur á Bjargi og þær viðræður hafi ekki skilað árangri. Því hafi það verið þrautalending að senda málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Rekstur Bjargs hafi verið tryggður.

Tekjur allra Íslendinga gegn gjaldi

Fri, 10/12/2018 - 10:48
Vefsíða hefur verið opnuð þar sem veittur er aðgangur gegn gjaldi að upplýsingum um tekjur allra einstaklinga á árinu 2016 samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra.

Reiðikast Pogba í gær vekur athygli

Fri, 10/12/2018 - 09:44
Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, var allt annað en sáttur við tæklingu Rúnars Más Sigurjónssonar á Kylian Mbappé í vináttuleik Frakka og Íslendinga ytra í gærkvöldi.

Neitar ekki meintu framhjáhaldi Trump

Fri, 10/12/2018 - 09:02
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur vísað á bug þeirri umræðu sem verið uppi um að Donald Trump, eiginmaður hennar, hafi haldið framhjá henni með klámmyndastjörnu og fleiri konum. Melania segist hafa „um marga aðra hluti að hugsa“.

Gert að greiða 223 milljónir króna

Fri, 10/12/2018 - 08:30
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag félagið Sjöstjörnuna, sem er fasteignafélag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway, til þess að greiða þrotabúi félagsins EK1923 ehf. tæpar 223 milljónir króna með dráttarvöxtum.

Haglél á stærð við tennisbolta

Fri, 10/12/2018 - 08:18
Fjórir slösuðust er skýstrókar og þrumuverður með hagléli á stærð við tennisbolta fóru yfir Queensland-fylki í Ástralíu og ollu þar verulegum skaða. Skýstrókurinn reif upp tré og húsþök og haglél á stærð við tennisbolta braut bílrúður.

Styðja ákvörðun stjórnenda HR

Fri, 10/12/2018 - 08:06
Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við þá ákvörðun skólastjórnenda að gera lektor við tækni- og verkfræðideild skólans að segja upp störfum en að öðrum kosti vera sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur á lokaðri síðu á samfélagsmiðlinum Facebook.

Ætlar að eiga tætt málverk eftir Banksy

Fri, 10/12/2018 - 07:38
Kona sem keypti stensil með málverkinu „Stúlka með rauða blöðru“ (e. Girl with red balloon) á uppboði í London fyrir skömmu hefur ákveðið að eiga málverkið, þrátt fyrir að það hafi verið rifið í tætlur örskömmu eftir að kaupin voru frágengin.

Harma hvernig staðið er að málum

Fri, 10/12/2018 - 07:18
Samfylkingarfélagið á Seltjarnarnesi harmar hvernig staðið hefur verið að málum íbúa Bjargs af bæjarstjóra og meirihluta sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.

Í hvað fóru allar milljónirnar?

Fri, 10/12/2018 - 06:59
Framkvæmdir við húsin þrjú við Nauthólsveg 100 sem samanstanda af bragga, náðhúsi og skemmu hafa vakið athygli síðustu vikur vegna hundraða millj­óna króna framúr­keyrslu í fram­kvæmd­um á húsunum á veg­um borg­ar­inn­ar. En í hvað fóru allar þessar milljónir?

720 milljóna þrot Fáfnis Holding

Fri, 10/12/2018 - 06:57
Gjaldþrot Fáfnis Holding, félags sem var í eigu fyrrverandi forstjóra Fáfni Offshore og hélt utan um eignarhlut hans í félaginu, nam um 720 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 734 milljónum, þar af 170 milljónir sem veðkröfur. Fengust 12,7 milljónir upp í veðkröfurnar, en ekki var tekin afstaða til almennra krafna.

Heimila að bergbrot hefjist á ný

Fri, 10/12/2018 - 06:15
Bergbrot (e. fracking) til að vinna leirsteinsgas hefur nú verið heimilað á ný í Bretlandi, í fyrsta skipti frá því að slík vinnsla var bönnuð árið 2011 vegna vísbendinga um að hún gæti ollið jarðskjálftum. Var það dómari í hæstarétti Lancashire sem úrskurðaði að vinnsla geti hafist.

Rannsaka hrottaleg morð þriggja kvenna

Fri, 10/12/2018 - 06:05
Gríska lögreglan rannsakar nú morð á þremur konum sem fundust með fjölmörg stungusár við ánna Evros, en um er að ræða svæði þar sem flóttafólki er smyglað ólöglega inn í landi frá Tyrklandi.

Hazard þótti betri en Gylfi

Fri, 10/12/2018 - 06:01
Belginn Edin Hazard var í dag útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal þeirra sem tilnefndir voru.

Auður sýknuð í Landsrétti

Fri, 10/12/2018 - 05:38
Landsréttur hefur vísað frá kröfu Þórarins Jónassonar um að rithöfundurinn Auður Jónsdóttir verði dæmd fyrir meiðyrði vegna greinar sem hún skrifaði og var birt í Kjarnanum 13. júní 2016 undir fyrirsögninni „Forseti landsins“.

Biðu óþreyjufull í H&M-biðröð

Fri, 10/12/2018 - 05:08
Um fimmtíu til sjötíu manns biðu óþreyjufullir í biðröð eftir því að komast inn í verslanirnar H&M og H&M Home sem voru opnaðar á Hafnartorgi klukkan 12.

Mynda alla bíla í austurhluta Kópavogs

Fri, 10/12/2018 - 05:06
Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlitsmyndavéla sem íbúar í Linda- og Salahverfi völdu í íbúakosningum í verkefninu Okkar Kópavogur.

„Hvernig gátu þeir gleymst svona?“

Fri, 10/12/2018 - 04:43
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að það sé ótrúlegt hvernig það getur gerst að íbúar Bjargs hafi hreinlega gleymst í kerfinu og verið sviknir um bæði peninga og þjónustu svo árum skiptir.

Pages

Morgunblaðið