Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 36 min ago

Fylgjast áfram náið með svæðinu

Tue, 11/21/2017 - 02:35
Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni.

Stíf fundahöld í allan dag

Tue, 11/21/2017 - 02:23
Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur.

100 milljóna gjaldþrot rafbílasölu

Tue, 11/21/2017 - 02:09
Ekki er útlit fyrir að neinar eignir fáist upp í kröfur á hendur þrotabús Grænna bíla ehf., sem áður hét EVEN ehf., samkvæmt upplýsingum mbl.is. Lýstar kröfur nema rúmum 104 milljónum króna.

„Farðu, rúta!“

Tue, 11/21/2017 - 02:02
Kvikmyndatökumaður hafði komið sér fyrir á hinum fullkomna stað til að fylgjast með því þegar jafna átti leikvang í Atlanta við jörðu. Hann beið í 40 mínútur eftir augnablikinu en um leið og fyrsta sprengjan sprakk birtist óvelkominn gestur beint fyrir framan myndavélina.

Níu ára bið Liverpool á enda í kvöld?

Tue, 11/21/2017 - 01:30
Næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld þar sem nokkur lið geta endanlega tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar.

Þrír klukkutímar í engu skyggni

Tue, 11/21/2017 - 01:22
Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna.

Eiga ekki fyrir útborgun

Mon, 11/20/2017 - 23:35
Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði eru mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann.

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

Mon, 11/20/2017 - 22:51
Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna.

Tóku þátt Rose af dagskrá

Mon, 11/20/2017 - 22:36
Nokkrar sjónvarpsstöðvar hafa ákveðið að hætta sýningum á spjallþætti Charlies Rose í kjölfar ásakana kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega.

Skoða jökulinn úr geimnum

Mon, 11/20/2017 - 22:12
Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað.

Ók á hús í Árbæ

Mon, 11/20/2017 - 21:51
Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.

„Gjörsamlega ólíðandi“ fnykur

Mon, 11/20/2017 - 21:30
„Það er ótækt að íbúar líði fyrir þann óþef sem frá þessari starfsemi stafar,“ segir í bókun hverfisráðs Grafarvogs sem lögð var fram á fundi borgarráðs í síðustu viku.

Annað símanúmer birtist

Mon, 11/20/2017 - 21:30
Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr.

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

Mon, 11/20/2017 - 21:30
Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði.

Tilkynnti um vélarbilun

Mon, 11/20/2017 - 15:47
Argentínski sjóherinn hefur greint frá því að kafbáturinn San Juan, sem ekkert samband hefur náðst við síðan á miðvikudag, hafi tilkynnt um vélarbilun í síðustu samskiptum sínum áður en hann hvarf. Þá var hann um 432 km úti fyr­ir strönd Arg­entínu.

„Ég þekkti varla móður mína“

Mon, 11/20/2017 - 15:11
Syrgjandi ættingjar báru í morgun kennsl á lemstruð lík þeirra sem tróðust undir og fórust í troðningi á markaðstorgi í bænum Sidi Boulaalam í Marokkó í gær. 15 konur létust í troðningnum.

Fór rakleitt á fæðingardeildina

Mon, 11/20/2017 - 14:25
Finnur Ingi Stefánsson gaf sér lítinn tíma til þess að fagna sigri með samherjum sínum í Gróttu í kvöld eftir að þeir lögðu Víking, 30:19, í Olís-deild karla í handknattleik. Hann stormaði rakleitt af leikvelli í leikslok og út í bíl þar sem strikið var tekið á fæðingardeildina þar sem kona hans, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, vænti þess að fæða annað barn þeirra.

Fór rakleitt á fæðingadeildina

Mon, 11/20/2017 - 14:25
Finnur Ingi Stefánsson gaf sér lítinn tíma til þess að fagna sigri með samherjum sínum í Gróttu í kvöld eftir að þeir lögðu Víking, 30:19, í Olís-deild karla í handknattleik. Hann stormaði rakleitt af leikvelli í leikslok og út í bíl þar sem strikið var tekið á fæðingadeildina þar sem kona hans, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, vænti þess að fæða annað barn þeirra.

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Mon, 11/20/2017 - 14:01
„Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1.

Vegum lokað vegna veðurs

Mon, 11/20/2017 - 13:59
Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn.

Pages

Morgunblaðið