Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 18 sec ago

Notaði WhatsApp 2 mínútum fyrir árásina

Fri, 03/24/2017 - 09:22
Hryðjuverkamaðurinn Khalid Masood var hress og sagði brandara við hótelstarfsfólk skömmu áður en hann lét til skara skríða í Lundúnum á miðvikudaginn. Hann notaði samskiptaforritið WhatsApp aðeins nokkrum mínútum áður en hann varð fjórum að bana þegar hann ók inn í hóp fólks og stakk því næst lögreglumann.

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Fri, 03/24/2017 - 09:14
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi samstarfskonu sinni og til greiðslu tveggja milljóna króna í miskabætur til hennar.

Lego-límband lokkar fjárfesta

Fri, 03/24/2017 - 09:04
Lego-límbandið er af mörgum talin ein besta uppfinning ársins. Ætlunin var að safna átta þúsund Bandaríkjadölum, eða um 880 þúsund krónum, en hönnuðirnir hafa þegar safnað 1,4 milljónum dala, eða 154 milljónum króna, á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Enn eru nítján dagar til stefnu.

Netflix greiðir skatta á Íslandi

Fri, 03/24/2017 - 07:56
Efnisveiturnar Netflix og Spotify greiða skatta á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Bæði fyrirtækin eru skráð í VSK-skrá í gegnum íslenskan umboðsmann. Netflix var skráð 1. janúar 2016 en fyrirtækið opnaði fyrir þjónustu sína í sama mánuði.

Þrýst á að ljúka viðskiptum

Fri, 03/24/2017 - 07:08
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins upplifðu stjórnarmenn í stærstu lífeyrissjóðum landsins samningaviðræður um kaup á hlut í Arion banka með þeim hætti að verið væri að setja sjóðunum afarkosti.

Langþráður draumur að rætast

Fri, 03/24/2017 - 06:39
„Þetta er stærsta verkefni sem ég hef ráðist í frá upphafi,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, poppstjarna Íslands, eins og hann hefur verið kallaður, sem stendur í stórræðum um þessar mundir.

Umdeilt rannsóknarfyrirtæki

Fri, 03/24/2017 - 06:07
Í liðinni viku kom Hæstiréttur Íslands í veg fyrir að skiptastjóri yfir dánarbúi gerði samning við breskt fyrirtæki sem nefnist K2 Intelligence. Hjá fæstum hringja bjöllur þegar fyrirtækið K2 Intelligence er nefnt en stofnendur þess hafa oft verið milli tannanna á fólki vegna alþjóðlegra deilumála.

Leikmaður Kósóvó fær ekki leyfi

Fri, 03/24/2017 - 06:00
Kósóvó getur ekki stillt upp sínu allra sterkasta liði gegn Íslandi í kvöld en Kósóvó hefur smám saman í vetur bætt við sig fleiri leikmönnum.

1200 milljónir til viðbótar til vegamála

Fri, 03/24/2017 - 05:36
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 1200 milljónum til viðbótar til vegamála. Meðal verkefna sem ráðist verður í á grundvelli þessara fjármuna verða verkefni í Berufjarðarbotni, Dettifossvegur, Kjósarskarðsvegur, Uxahryggjavegur, Skógarstrandaleið, og verkefni við Hornafjarðarfljót.

9,99% engin tilviljun

Fri, 03/24/2017 - 05:26
Fjármálaeftirlitið telur að ekki hafi enn skapast þær aðstæður að kaupendur í Arion banka hafi orðið virkir eigendur í gegnum beint og óbeint eignahald. FME hafi hins vegar borist upplýsingar um að kaupendur að 30% hlut Kaupþings í bankanum hafi áhuga á því að auka hlut sinn í honum.

Fjölgun í konungsfjölskyldunni

Fri, 03/24/2017 - 05:08
Sænska konungsfjölskyldan stækkar eins og aðrar fjölskyldur.

Trump setur þingmönnum afarkosti

Fri, 03/24/2017 - 04:03
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins afarkosti; annað hvort greiða þeir atkvæði með tillögum hans um breytingar á heilbrigðiskerfinu í dag eða hann fellur frá tilraunum til úrbóta og fer að einbeita sér að öðrum forgangsverkefnum.

Ók í veg fyrir flutningabíl og gaf í

Fri, 03/24/2017 - 03:33
Sjö ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Einn virti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir flutningabíl. Hann gaf síðan í og mældist á 120 km/klst. á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Alltaf til 20 kg poki af hrísgrjónum

Fri, 03/24/2017 - 03:31
Í hverju Costco-vöruhúsi er einungis hægt að fá í kringum 3.800 vörutegundir hverju sinni. Um er að ræða marga vöruflokka en fáar tegundir í hverjum þeirra. Costco er þekkt fyrir stórar umbúðir og magnsölu en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, staðfestir þetta og segir að alltaf verði hægt að nálgast 20 kg poka af hrísgrjónum í vöruhúsinu.

Mourinho í verslunarferð til Króatíu

Fri, 03/24/2017 - 03:22
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður vera staddur í Króatíu þar sem hann freistar þess að ná samningi við einn leikmann króatíska landsliðsins.

Glowie gerir samning við Columbia

Fri, 03/24/2017 - 02:57
Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem flestir þekkja betur undir listamannsnafninu Glowie, skrifaði sl. föstudag undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Um er að ræða einn stærsta plötusamning sem Íslendingur hefur gert erlendis.

Fimm ára með vodka í nesti

Fri, 03/24/2017 - 02:00
Móðir í Bandaríkjunum sendi fimm ára dóttur sína óvart með vodka í skólann.

Árásarmaðurinn notaði fjölda dulnefna

Fri, 03/24/2017 - 01:55
Khalid Masood, sem varð fjórum að bana þegar hann ók inn í hóp fólks í nágrenni Westminster og stakk því næst lögreglumann til bana, hét Adrian Russell Ajao áður en hann snérist til íslamstrúar. Lögregla segir hann hafa notað fjölda dulnefna og verið skráðan til heimilis á mörgum stöðum.

Bílum illa lagt og tillitsleysi algengt

Fri, 03/24/2017 - 01:18
„Það var svo illa lagt í húsinu að teljarinn, sem telur inn og út úr húsinu, hélt áfram að hleypa inn bílum,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, en síðastliðið laugardagskvöld myndaðist örtröð inni í Traðarkoti, bílastæðahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík.

Ísraelar vilja sjá árangur strax

Fri, 03/24/2017 - 00:38
Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var í vetur keyptur frá norska meistaraliðinu Rosenborg til Maccabi Haifa í Ísrael og hóf að leika með liðinu í janúar. Hólmar segir viðbrigðin óneitanlega vera töluverð.

Pages

Morgunblaðið