Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 45 min 48 sec ago

Kjósa um vantrauststillögu gegn May

Wed, 12/12/2018 - 00:05
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun standa frammi fyrir vantrauststillögu þingmanna breska íhaldsflokksinss í kvöld. BBC greinir frá.

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

Tue, 12/11/2018 - 23:57
Óvenjumörg ný verpandi hafarnapör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum.

Vöruðu ráðherra við skaðabótaskyldu

Tue, 12/11/2018 - 23:37
Sérfræðingar á auðlindaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins vöruðu Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við að fyrirhuguð reglugerð um veiðistjórnun á makríl bryti í bága við ákvæði úthafsveiðilaganna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Stormy greiði lögfræðikostnað Trump

Tue, 12/11/2018 - 23:24
Bandarískur dómari hefur skipað klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels að endurgreiða lögfræðikostnað Donald Trumps Bandaríkjaforseta eftir að meiðyrðamáli hennar gegn forsetanum var vísað frá dómi.

Handsprengjur á heimili árásarmannsins

Tue, 12/11/2018 - 22:56
Hundruð lögreglumanna leita enn mannsins sem varð þremur að bana og særði tólf til viðbótar í skotárás í borginni Strassborg í Frakklandi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var á lista lögreglu yfir einstaklinga sem hryðjuverkaógn var talin geta stafað af.

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

Tue, 12/11/2018 - 22:14
Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti.

Benedikt freistaði Foster

Tue, 12/11/2018 - 21:30
„Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ísland tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töluðum saman þá strax.“

Fjórir látnir í Strassborg

Tue, 12/11/2018 - 16:08
Fjórir eru látnir eftir skotárásina í Strassborg í kvöld. Þetta staðfestir borgarstjórinn í Strassborg.

Mega hlera opinbera starfsmenn

Tue, 12/11/2018 - 15:34
Bandarískur alríkisdómari komst að þeirri niðurstöðu í gær, að Bandaríkjamenn megi taka upp samtöl opinberra starfsmanna, þar á meðal lögreglumanna og stjórnamálamanna, án þeirra vitneskju þegar þeir eru að sinna sínum störfum á vegum hins opinbera.

Fangaði eldinguna á myndband

Tue, 12/11/2018 - 15:28
Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur.

Vá, þvílíkur leikur

Tue, 12/11/2018 - 14:50
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn sterku liði Napoli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Rekinn vegna ofbeldisfullrar hegðunar

Tue, 12/11/2018 - 14:43
Höttur á Egilsstöðum hefur leyst litháíska körfuknattleiksmanninn Pranas Skurdauskas undan samningi við félagið vegna ofbeldisfullrar hegðunar.

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Tue, 12/11/2018 - 14:32
Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar.

Býðst til að safna fyrir Báru

Tue, 12/11/2018 - 14:31
Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað.

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Tue, 12/11/2018 - 14:16
Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld.

Tveir látnir og 11 særðir í Strassborg

Tue, 12/11/2018 - 13:20
Að minnsta kosti tveir eru látnir og ellefu alvarlega særðir eftir skotárás í frönsku borginni Strassborg. Lögreglan rannsakar málið sem mögulegt hryðjuverk. Sérstakur saksóknari í and-hryðjuverkum er að meta ástandið.

Liverpool - Napoli, staðan er 0:0

Tue, 12/11/2018 - 12:16
Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð C-riðils í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Flautað verður til leiks á Anfield klukkan 20 og er fylgst með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

Skotárás í Strassborg

Tue, 12/11/2018 - 11:51
Að minnsta kosti einn er látinn og sex særðir eftir skotárás í Strassborg í Frakklandi. Samkvæmt lögreglunni er árásarmaðurinn á flótta.

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Tue, 12/11/2018 - 11:27
Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt.

Georg Bjarnfreðarson hefur engu gleymt

Tue, 12/11/2018 - 11:25
Varstu farin að sakna Georgs Bjarnfreðarsonar? Ef svo er þá þarftu ekki að gráta þig í svefn því það er búið að dusta rykið af honum.

Pages

Morgunblaðið