Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 45 min ago

Loka Intersport í sumar

Wed, 05/24/2017 - 08:42
Íþróttavöruversluninni Intersport verður lokað í sumar eftir 19 ár hér á landi. Jón Björnsson, forstjóri Festis, sem rekur Intersport hér á landi, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en fréttin birtist fyrst á Kjarnanum.

Rannsaka hryðjuverkanet

Wed, 05/24/2017 - 08:20
Rannsókn lögreglunnar í Manchester beinist að hryðjuverkahóp, að sögn yfirlögregluþjónsins Ian Hopkins. Fjórir hafa verið handteknir, þeirra á meðal bróðir Salman Abedi, og þá hefur lögregla staðið í aðgerðum í miðborg Manchester frá því fyrir hádegi.

Ólýsanlegt að standa á toppinum

Wed, 05/24/2017 - 08:07
Langþráð markmið Vilborgar Örnu Gissurardóttur rættist um helgina er hún stóð á toppi Everest, hæsta fjalls jarðar, í þriðju tilraun. Hún segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega og að í huga sínum risti þessu sigur mun dýpra en að ljúka sjö tinda áskoruninni.

Tvö ár fyrir nauðgun á Þjóðhátíð

Wed, 05/24/2017 - 07:56
Ungur piltur var í lok apríl dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2015. Brotaþoli er fyrrverandi kærasta piltsins, en af dómnum má ráða að hún hafi verið undir lögaldri.

Hleypt úr lóninu með ólögmætum hætti

Wed, 05/24/2017 - 07:50
Orkustofnun kallar eftir andmælum fyrirtækisins Orku náttúrunnar vegna meint brots á ákvæðum vatnalaga og umhverfisskaða í Andakílsá af hennar völdum, við tæmingu inntakslóns Andakílsárvirkjunar.

Að fylgja ferðamanninum eftir

Wed, 05/24/2017 - 07:22
Íslenskur matur fellur vel að alþjóðlegum matartískubylgjum. Áskorun matvælafyrirtækja er að einskorða ekki íslenskan mat við Ísland heldur auka sýnileika sinn og fáanleika. Þetta kemur fram í greiningu sem kynnt var á opnum fundi Íslandsstofu í gær.

„Kemur okkur rosalega á óvart“

Wed, 05/24/2017 - 07:09
„Þetta kemur okkur rosalega á óvart,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, um ósk landeigenda um að stöðvuð verði lagning hitaveitu og ljósleiðara í Miðfirði.

Skattsvik Messi staðfest í hæstarétti

Wed, 05/24/2017 - 06:17
Hæstiréttur Spánar hefur staðfest dóm yfir argentínska knattspyrnukappanum Lionel Messi. Hann er dæmdur í 21 mánaðar fang­elsis­vist­ar og þarf auk þess að greiða tvær milljónir evra í sekt.

Brot forsætisráðherra var skýrt

Wed, 05/24/2017 - 05:30
„Var jafnréttisráðherra ánægður með viðbrögð forsætisráðherrans við úrskurði kærunefndarinnar?“ spurði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Vitnaði hún þar í að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra braut jafn­rétt­is­lög í starfi sínu sem fjár­málaráðherra.

Gengur sprengjusmiðurinn laus?

Wed, 05/24/2017 - 05:15
Sérfræðingur BBC í öryggismálum segir bresk öryggisyfirvöld telja að Salman Abedi hafi verið „burðardýr“ sprengju sem hafi verið smíðuð af öðrum. Hann segir yfirvöld ekki hafa fullvissu fyrir því að önnur hryðjuverkaárás sé yfirvofandi en viðbúnaðarstig í landinu hafi verið hækkað þar sem ljóst þyki að Abedi hafi ekki verið einn að verki.

Fordæmir „hótanir“ forstjóra Primera

Wed, 05/24/2017 - 05:04
Forseti Alþýðusambands Íslands fordæmir „hótanir“ Andra Más Ingólfssonar forsvarsmanns Primera Air Nordic SIA á hendur formanni Flugfreyjufélags Íslands sem fram komu í viðtali við hann í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ASÍ.

Var allt í þvotti hjá ráðherra?

Wed, 05/24/2017 - 05:03
„Ég velti fyrir mér til hvaða aðgerða ráðherra er að vísa,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún velti fyrir sér ummælum fjármálaráðherra, sem sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir.

„Það hallar verulega á konur“

Wed, 05/24/2017 - 04:24
„Við höfum ekki tekið formlega afstöðu til tillögunnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við mbl.is. Dóm­nefnd um um­sækj­end­ur um embætti 15 dóm­ara við Lands­rétt hef­ur skilað dóms­málaráðherra um­sögn sinni en nefndin mælir með tíu körlum og fimm konum.

Neitaði aftur að leiða Donald Trump

Wed, 05/24/2017 - 03:43
Melania Trump virðist vera lítið fyrir að leiða eiginmann sinn í opinberum heimsóknum ef marka má síðustu daga. Donald Trump lætur þó ekki deigan síga og hélt til að mynda um rass Melaniu.

Urð og grjót tefur umferð á Miklubraut

Wed, 05/24/2017 - 02:38
Umferðartafir eru nú á Miklubrautinni eftir að mold og grjót úr jarðvegsflutningum sturtaðist á götuna á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Umferðarstífla nær nú upp að Grensás, en tölvert magn af jarðvegsefni er nú á götunni.

Árásarmaðurinn fór líklega til Sýrlands

Wed, 05/24/2017 - 02:14
Salman Abedi, sem varð 22 að bana og særði 59, í sjálfsvígsárás í Manchester Arena tónleikahöllinni á mánudag, hafði „að öllum líkindum“ ferðast til Sýrlands. Þetta sagði Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands í viðtali við frönsku BFMTV sjónvarpsstöðina í morgun.

Trump komin með lögfræðing í Rússamálinu

Wed, 05/24/2017 - 02:00
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið lögfræðinginn Marc Kasowitz til að vera fulltrúa sinn í rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum afskiptum rússneskra ráðamanna af bandarísku forsetakosningunum, sem og mögulegum tengslum þeirra við framboð Trumps.

Fingralangur fararstjóri í Leifsstöð

Wed, 05/24/2017 - 01:46
Árvekni tollvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar varð til þess að upp komst um þjófnað úr Pure Food Hall-versluninni í Leifsstöð á varningi fyrir að andvirði um 100 þúsund krónur að því er fram kemur í tilkynningu frá tollinum.

Næstfeitustu börn í Evrópu

Wed, 05/24/2017 - 00:57
„Þau börn sem lifa óheilbrigðu lífi eru í aukinni hættu á að fá sykursýki, háþrýsting, krabbamein og fleiri sjúkdóma,“ segir Anna Ragna Magnúsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum.

Fundu fjóra látna á Everest

Wed, 05/24/2017 - 00:35
Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust í tjaldi í búðum fjögur á Everest í gær. Tjaldið var í 7.950 metra hæð en það voru björgunarsveitarmenn, sem voru þangað komnir til að sækja lík Slóvaka sem fórst á fjallinu, sem fundu fjórmenningana.

Pages

Morgunblaðið