Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 50 min 27 sec ago

Baráttan um Frakkland

Sun, 04/23/2017 - 16:29
Talið er líklegt að Emmanuel Macron muni standa uppi sem sigurvegari fyrri umferðar frönsku þingskosninganna með 23,9% stuðning þegar búið verður að telja öll atkvæði. Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, er sögð fá 21,7%. Þau mætast aftur í seinni umferðinni 7. maí.

Zlatan neitar að gefast upp

Sun, 04/23/2017 - 15:44
Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic segir að það sé alltof snemmt að afskrifa sig þó hann hafi slitið krossband í hné á dögunum og verði frá keppni það sem eftir lifir ársins 2017.

Er besti leikmaður sögunnar

Sun, 04/23/2017 - 15:33
„Messi er besti leikmaðurinn í sögunni að mínu mati og hef ég nú séð margt í fótboltanum,“ sagði Luis Enrique þjálfari Barcelona eftir sigur sinna manna í mögnuðu fótboltaleik gegn Real Madrid í kvöld.

Næturlokun í Hvalfjarðargöngum

Sun, 04/23/2017 - 15:18
Hvalfjarðargöng verða verða lokuð kl. 22 að annað kvöld en á miðnætti næstu þrjú kvöld þar á eftir. Næturlokun ganganna á þessum tíma árs er hefðbundinn vor- og sumarboði, tími sem nýttur er til viðhalds af ýmsu tagi og hreingerningar.

Jarðskjálftar af mannavöldum

Sun, 04/23/2017 - 15:10
Margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu varir við jarðskjálfta í dag. Jörðin vissulega skalf en það var vegna neðansjávarsprenginga við Kleppsbakka í Sundahöfn. Fólk hefur haft samband við Veðurstofu Íslands vegna jarðskjálftanna og þeim jafnframt bent á að jarðskjálftarnir voru af mannavöldum.

Var sökkt með fallbyssuskothríð

Sun, 04/23/2017 - 15:07
Þýska kaupskipinu Minden, sem sökk suður af Íslandi í lok september 1939, var endanlega sökkt með fallbyssuskothríð frá breskum herskipum.

Fékk oft tækifæri til að mótmæla sölunni

Sun, 04/23/2017 - 15:06
Fjármálaráðherra segir að það sé merkilegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skuli ekki muna að hann hafi margoft samþykkt heimild í fjárlögum til að selja landið við Vífilsstaði. Hann hafi oft fengið tækifæri til að mótmæla slíkri sölu, m.a. sem forsætisráðherra.

Macron vill verða rödd vonar

Sun, 04/23/2017 - 14:32
Miðjumaðurinn og Evrópusinninn Emmanuel Macron, sem stóð uppi sem sigurvegari í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna ásamt Marine Le Pen, heitir því að berjast gegn þeirri ógn sem stafi af þjóðernishyggju.

Þriðjungur barna heima í mótmælaskyni

Sun, 04/23/2017 - 14:10
Að minnsta kosti þriðjungur grunnskólabarna í Grunnskólanum á Ólafsfirði mun ekki mæta í skólann á morgun. Um 60 foreldrar hafa ákveðið að hafa börn sín heima í mótamælaskyni en næsta haust munu öll grunnskólabörn 1. til 6. bekk á Ólafsfirði þurfa að sækja nám til Siglufjarðar. Öll kennsla efsta stigs, í 7. til 10. bekk, fer fram á Ólafsfirði.

Real Madrid - Barcelona, staðan er 1:1

Sun, 04/23/2017 - 12:21
Real Madrid og Barcelona mætast í uppjöri efstu liða spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madríd klukkan 18.45. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Vífilsstaðir seldir á sanngjörnu verði

Sun, 04/23/2017 - 12:12
„Mér finnst það mjög ólíklegt vegna þess að bæjarfélagið mun síðan selja lóðirnar og ríkið fær hlutdeild í þeirri sölu,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, spurður hvort hann telji að ríkið sé að verða af tekjum af sölunni á Víf­ilsstaðalandi til Garðabæj­ar.

Vonbrigði í herbúðum Fillon

Sun, 04/23/2017 - 11:53
Talsmaður Francois Fillon, frambjóðanda mið- og hægrimanna, segir að það séu gríðarleg vonbrigði fyrir Fillon að hafa fallið út í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna.

Í bann vegna ummæla og framkomu

Sun, 04/23/2017 - 11:49
Ilie Nastase, yfirþjálfari rúmenska landsliðsins í tennis og stjarna í íþróttinni á árum áður, var í dag úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóða tennissambandsins vegna framkomu sinnar fyrir leik gegn Bretum og í leiknum sjálfum í Fed-bikarnum í Constanta í Rúmeníu.

Macron mætir Le Pen

Sun, 04/23/2017 - 11:27
Útgönguspár benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron og Marine Le Pen hafi borið sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Þau muni því mætast í seinni umferðinni sem fer fram 7. maí.

Metár í magni en bændum fækkar

Sun, 04/23/2017 - 11:12
Algjört metár var í mjólkurframleiðslu á síðasta ári þegar framleiddar voru um 150 milljónir mjólkurlítra. Hefur ársframleiðslan aukist um einhverjar 25 milljónir lítra á tíu árum, og það á sama tíma og kúabændum hefur fækkað ár frá ári.

Haukar - Fram, staðan er 18:19

Sun, 04/23/2017 - 10:17
Haukar og Fram mætast í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Schencker-höllinni klukkan 16.00 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka

Sun, 04/23/2017 - 10:09
Yfirvöld í Frakklandi hafa ákært tvo menn fyrir tilraun til að fremja hryðjuverk í landinu, en mennirnir eru sakaðir um að hafa ætlað að gera árás fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Frakklandi í dag.

Liverpool - Cr. Palace, staðan er 1:2

Sun, 04/23/2017 - 10:02
Liverpool og Crystal Palace mætast í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool klukkan 15.30. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Macron sagður leiða í Frakklandi

Sun, 04/23/2017 - 09:57
Kjörstaðir fjölmennustu borga Frakklands loka núna klukkan fimm að íslenskum tíma og er útlit fyrir að kjörsókn verði svipuð og við síðustu kosningar, um 80 prósent, þrátt fyrir spár um slæma kjörsókn í aðdraganda kosninganna. Belgíski miðillinn RTBF segir Emmanuel Macron leiða í útgönguspám.

Hætta á snjóflóði af mannavöldum

Sun, 04/23/2017 - 09:19
„Talsverður snjór er til fjalla og nýlegir flekar sem hafa komið í skafrenningnum í vikunni. Það er alltaf hætta á að snjóflóð geti orðið af mannavöldum í þessum aðstæðum. Fólk sem ferðast í bröttum fjallshlíðum þarf að kunna að meta aðstæður eins og snjóalög, mögulega snjóflóðahættu og velja því leiðirnar vel,“ segir snjóflóðafræðingur.

Pages

Morgunblaðið