Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 54 min 56 sec ago

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Tue, 07/25/2017 - 12:00
„Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi.

Jarðarbúar lifa á krít restina af árinu

Tue, 07/25/2017 - 11:15
Mannkynið mun hafa nýtt allar leyfilegar birgðir sínar af auðlindum jarðar fyrir þetta ár strax í næstu viku. Þetta felur í sér að gengið verður á auðlindir jarðar þar sem eftir er af árinu. Yfirdráttardagurinn svo nefndi kemur fyrr með hverju árinu sem líður.

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Tue, 07/25/2017 - 11:15
„Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð.

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Tue, 07/25/2017 - 10:55
Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum,en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund.

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir)

Tue, 07/25/2017 - 10:45
Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku.

Dæmdur 20 árum eftir hvarf sonarins

Tue, 07/25/2017 - 09:41
Faðir sex ára gamals drengs sem hvarf fyrir tuttugu árum var á mánudag dæmdur í 20 ára fangelsi á Havaí fyrir manndráp. Sagði hann saksóknurum frá því hvert hann hefði farið með lík sonar síns.

„Íslendingar allir eiga þessa náttúruperlu“

Tue, 07/25/2017 - 09:27
„Það er gleðidagur í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við mbl.is en í dag undirritaði hún reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns.

Ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu

Tue, 07/25/2017 - 09:14
Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi leik Íslands og Frakklands í fyrstu umferð á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi, verður aftur á ferðinni þegar Ísland mætir Austurríki í Rotterdam annað kvöld.

Liggja milljarðar við strendur Íslands?

Tue, 07/25/2017 - 08:22
Hópur breskra fjársjóðsleitarmanna hefur fundið kistu í þýska flakinu Minden, sem sökk suður af Íslandi árið 1939, sem gæti innihaldið nasistagull að andvirði hundrað milljónir punda eða hátt í fjórtán milljarða króna. Þessu heldur breski miðillinn Mail Online fram.

Úthrópaður fyrir meint refamorð

Tue, 07/25/2017 - 08:08
Leikarinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones hefur séð sig tilneyddan til að grípa til varna eftir að hafa verið sakaður um „fjöldamorð“ á refum. Jones sagðist hafa verið „hakkaður“ eftir að mynd af 100 dauðum refum birtist á Twitter-aðgangi hans.

Fangelsi breytt í lúxushótel

Tue, 07/25/2017 - 08:00
Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í.

Inga Sæland ætlar í borgarmálin

Tue, 07/25/2017 - 07:58
Flokkur fólksins meira en tvöfaldaði fylgið sitt á sléttum mánuði í könnum MMR og mælist nú með 6,1 prósenta fylgi. Niðurstöður nýrrar könnunar voru birtar í morgun. Flokkurinn er þannig orðinn stærri en Viðreisn og Björt framtíð og sjötti stærsti flokkur landsins á eftir Framsóknarflokknum.

Flestir hættir við

Tue, 07/25/2017 - 07:23
John Snorri Sigurjónsson stefnir ótrauður áfram á topp fjallsins K2, þrátt fyrir að flestir aðrir séu hættir við. Útlit er fyrir að veður leyfi áframhaldandi för í fyrramálið.

Alvarlegt bílslys á Reyðarfirði

Tue, 07/25/2017 - 07:22
Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurfjarðarvegi skammt frá bænum Sléttu í botni Reyðarfjarðar snemma á sunnudagsmorgun. Ungur ökumaður var einn í bílnum sem hafnaði útaf veginum að sögn lögreglunnar á Eskifirði.

Vilja að drengurinn fái að deyja heima

Tue, 07/25/2017 - 07:02
For­eldr­ar hins ell­efu mánaða gamla Charlie Gard sem þjá­ist af ban­væn­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi hafa krafist þess að fá að fara með son sinn heim til að deyja. Dómsmál sem þau hafa staðið í síðustu mánuði lauk í gær þegar þau drógu til baka kröfur sínar um að fá að ferðast með drenginn til Bandaríkjanna til tilraunarmeðferðar.

Væri himinlifandi að sjá Gylfa í bláu

Tue, 07/25/2017 - 06:41
Everton-goðsögnin Leon Osman vill ólmur sjá landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson ganga í raðir félagsins frá Swansea. Everton lagði fram tilboð upp á rúmar 40 milljónir punda í Gylfa í gær en því var hafnað. Swansea er talið vilja 50 milljónir punda fyrir Gylfa.

Jökulsárlón nú hluti þjóðgarðsins

Tue, 07/25/2017 - 06:07
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði nú klukkan 13 í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Með friðlýsingunni var svæðið um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð.

Hvatti alla múslima til að heimsækja og „standa vörð um Jerúsalem“

Tue, 07/25/2017 - 05:12
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt alla múslima til að ferðast til Jerúsalem og vernda borgina. Ummælin lét forsetinn falla í kjölfar þess að til átaka kom þegar Ísraelsmenn settu upp málmleitarhlið við Musterishæðina.

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

Tue, 07/25/2017 - 05:00
Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu.

90 manns á spítala eftir tónleikana

Tue, 07/25/2017 - 04:50
Rúmlega 90 manns voru lagðir inn á spítala eftir tónleika bandaríska rapparans Chance the Rapper í Conneticut-fylki

Pages

Morgunblaðið