Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 33 min ago

Engin heimild fyrir „refsilausu svæði“

Tue, 04/16/2019 - 22:30
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir harðlega ýmis ákvæði í lagafrumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Einnig er fundið að ýmsum atriðum í greinargerð frumvarpsins, m.a. um að haft hafi verið samráð við lögreglu um efni þess. Það hafi aðeins verið áform um frumvarpið sem kynnt hafi verið lögreglu.

Aukin viðbúnaður við Columbine-skólann

Tue, 04/16/2019 - 16:45
Aukin viðbúnaður er nú við Columbine framhaldsskólann í Colorado og 20 aðra skóla í nágrenninu eftir að viðvörun var gefin út í dag um „trúverðuga ógn“. 20 ár verða næsta laugardag frá því að tveir vopnir námsmenn myrtu 12 bekkjarfélaga sína og kennara í skólanum

FAA telur lagfæringu Boeing „viðeigandi“

Tue, 04/16/2019 - 16:23
Flugumferðastofnun Bandaríkjanna (FAA) segist telja breytingarnar sem Boeing flugvélaframleiðandinn leggur til að gerðar verði á Boeing 737 Max farþegaþotunum í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa séu „viðeigandi“ fyrir verkið, að því er fram kemur í skýrsludrögum sem FAA birti í dag.

„Verðskuldað hjá Ajax“

Tue, 04/16/2019 - 16:17
„Fótboltinn er grimmur því þegar þú færð á þig tilviljunarkennt mark þá kemur ótti. Við mættum taugastrekktir út í seinni hálfleikinn og við hefðum átt að hafa aðra nálgun á leikinn,“ sagði Massimiliano Allegri þjálfari Juventus eftir 2:1 ósigur sinna manna gegn frábæru liði Ajax, sem er komið í undanúrslitin.

Hermaðurinn skreið í mark

Tue, 04/16/2019 - 16:05
Bandaríska hermanninum Micah Herndon tókst að ljúka Boston-marþonhlaupinu í gær þrátt fyrir að fætur hans hefðu gefið sig eftir um 35 km hlaup. Herndon skreið í mark.

Skúlptúr Skúla fauk í rokinu

Tue, 04/16/2019 - 15:12
Listaverk í eigu Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins WOW air, sem stóð við Höfðatorg fauk í rokinu í dag. Verkið, sem nefnist Obtusa, er eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur sagði í samtali við mbl.is verkið ekki mikið skemmt, en að festingin á því sé brotin.

Notre Dame var hálftíma frá eyðileggingu

Tue, 04/16/2019 - 14:50
Ekki munaði nema 15-30 mínútum að ekki tækist að bjarga Notre Dame dómkirkjunni. Þetta sagði Laurent Nuñez, aðstoðar innanríkisráðherra Frakklands í dag og lofaði hugrekki slökkviliðsmannanna sem „hættu eigin lífi“ til að bjarga burðarvirki kirkjunnar og turnunum tveimur.

Lögðu stjórnvaldssekt á Menn í vinnu

Tue, 04/16/2019 - 13:55
Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu vegna ósamræmis milli skráðra einstaklinga hjá stofnunni og þeirra fyrirtækið hefur greitt af gjöld hjá ríkisskattstjóra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

United pakkað saman - Ronaldo úr leik

Tue, 04/16/2019 - 13:54
Barcelona og Ajax tryggðu sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu og stóru tíðindin eru þau að Cristiano Ronaldo hefur lokið keppni í Meistaradeildinni í ár.

Stundum unnið allan sólarhringinn

Tue, 04/16/2019 - 13:50
„Ég bara tek þessum örlögum, vonandi af einhverri karlmennsku,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sem lætur af störfum í ágúst er hann verður sjötugur. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími,“ bætir hann við og segir mikla gæfu að fá að kynnast öllu því fólki sem þar hefur verið.

Mikilvægur sigur hjá Aroni og félögum

Tue, 04/16/2019 - 13:38
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff unnu í kvöld ákaflega mikilvægan sigur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar þeir lögðu Brighton á útivelli.

Þinglýst eignarhald verður ekki skilyrði

Tue, 04/16/2019 - 12:55
Fallið hefur verið frá því að gera þinglýst eignarhald að skilyrði fyrir skráningu heimagistingar, í endanlegum frumvarpsdrögum um breytingar á ákvæðum sem varða heimagistingu og eftirlit með henni. Þetta staðfestir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála í svari við fyrirspurn mbl.is.

Leitar feðginanna við Notre Dame á Twitter

Tue, 04/16/2019 - 12:06
Mikil leit stendur nú yfir á samfélagsmiðlum að karlmanni sem sést með með stelpubarni á mynd framan við Notre-Dame dómkirkjuna klukkutíma áður en eldur kom upp í kirkjunni í gærdag. 

Orðið bálhvasst á Snæfellsnesi

Tue, 04/16/2019 - 11:57
Verulega hefur dregið úr vindstyrk á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, en í staðinn hefur bæst í vindstyrkinn á á Vesturlandi og Snæfellsnesi. Á Snæfellsnesi hafa mælst hviður upp í 30 m/s og undir Hafnarfjalli nálguðust þær um tíma 50 m/s.

Viðkvæmni fyrir eldvörnum í eldri húsum

Tue, 04/16/2019 - 10:55
„Þetta er náttúrulega alveg skelfilegt,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is um eldsvoðann í gær sem olli miklum skemmdum á dómkirkjunni Notre Dame í París, höfuðborg Frakklands.

Allir landgangar komnir í notkun

Tue, 04/16/2019 - 10:47
Búið er að opna landganga á Keflavíkurflugvelli á ný, en þeir voru teknir úr notkun um tíma síðdegis í dag vegna veðurs. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við mbl.is að allir landgangar nema einn hefðu verið komnir í notkun kl. 16.50.

Óska eftir fundi með Skúla

Tue, 04/16/2019 - 10:43
„Við áttum í stökustu vandræðum með að halda síðunni gangandi á tímabili,“ segir Guðmundur Yngvason, einn þeirra sem standa að vefsíðunni hluthafi.is sem ætlað er að stofna félag um lággjaldaflugfélag.

Katrín sendir Macron kveðju

Tue, 04/16/2019 - 10:30
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sendi Emmanuel Macron Frakklandsforseta í morgun bréf vegna brunans í Notre Dame kirkjunni í París í gær.

Truflun á innanlandsflugi vegna veðurs

Tue, 04/16/2019 - 10:14
Búið er að aflýsa flugi frá Air Iceland Connect frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar og Egilsstaða, en vélarnar áttu að fara í loftið klukkann 17 og 18. Einnig hefur flugfélagið Ernir aflýst áætlunarflugi sínu milli lands og Vestmannaeyja.

Fundu örplast í Pýreneafjöllum

Tue, 04/16/2019 - 09:55
Vísindamenn hafa nú komist að því að afskekkt svæði í Pýreneafjöllum, sem áður voru talinn ósnortnar auðnir, eru þaktar örplastsögnum sem talið er að vindurinn hafi borið með sér. Er það mat vísindamannanna að um 365 örplastsagnir falli þar dag hvern niður á hvern fermetra lands.

Pages

Morgunblaðið