Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 43 min ago

Sjö fórnarlömb nafngreind

Tue, 05/23/2017 - 22:58
Fimmtán ára gömul stúlka, Olivia Campbell, er meðal þeirra sem létust í árásinni í Manchester á mánudagskvöldið. Mynd sem móðir hennar hafði sett á samfélagsmiðla það kvöld var dreift út um allt en Olivia hafði farið á tónleikana með vini sínum í tilefni af afmæli hans.

Varla veitt í ánni í sumar

Tue, 05/23/2017 - 22:30
„Ég get ekki betur séð en ekkert verði veitt í þessari á í sumar. Þótt eitthvað af seiðum lifi vitum við ekki hvort þau hafa æti og það tekur langan tíma fyrir ána að jafna sig.“

Sest á þing þrátt fyrir sáran missi

Tue, 05/23/2017 - 22:30
Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið sæti á Alþingi í fyrsta sinn og flutti því jómfrúræðu sína í gær, en hún fjallaði um styttingu vinnuvikunnar.

Hækkun VSK þarf sérstakt frumvarp

Tue, 05/23/2017 - 22:30
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra þarf að leggja fram sérstakt frumvarp á Alþingi um hækkaða álagningu virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna.

Gagnrýnir Framkvæmdasjóð

Tue, 05/23/2017 - 22:30
Hafnfirðingar borguðu alls 1,7 milljarða í Framkvæmdasjóð aldraðra á árunum 2007-2016 en fengu á sama tíma 203 milljónir úr sjóðnum.

Hússtjórn í hættu

Tue, 05/23/2017 - 22:30
Hússtjórnarskólinn í Hallormsstað verður að öllu óbreyttu ekki með kennslu í haust, því námið mætir ekki kröfum aðalnámskrár framhaldsskólanna.

Börnum boðin ókeypis námsgögn

Tue, 05/23/2017 - 22:30
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að frá og með næsta skólaári muni bæjarfélagið útvega grunnskólanemendum námsgögn þeim að kostnaðarlausu.

Duterte lýsir yfir herlögum

Tue, 05/23/2017 - 16:22
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti yfir herlögum í siðurhluta landsins í dag í kjölfar þess að öryggissveitir hans lentu í átökum við vígamenn með tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Fjallað er um málið í frétt AFP.

Mega eiga von á frekari árásum

Tue, 05/23/2017 - 15:42
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, varaði við því í dag að vestræn ríki mættu eiga von á frekari hryðjuverkum eins og árásinni sem gerð var í borginni Manchester í Bretland í gærkvöldi sem kostaði 22 manns lífið. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams ættu eftir að sækja í sig veðrið.

Sat í ísbaði í 20 mínútur

Tue, 05/23/2017 - 15:01
Vilhjálmur Andri Einarsson fór með sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í ísbaði, sem haldið var í sundlaug Blönduóss í dag. Sat hann í ísköldu vatninu í 20 mínútur og 18 sekúndur og sló þar með Íslandsmet.

Lögleiðir Taívan samkynja hjónabönd?

Tue, 05/23/2017 - 14:53
Taívan gæti orðið fyrsta ríkið í Asíu til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra, en dómstóll í eyríkinu tekur ákvörðun um það á morgun.

Eiður Smári spilar á Old Trafford í júní

Tue, 05/23/2017 - 14:26
Eiður Smári Guðjohnsen mun vera í eldlínunni á Old Trafford, heimavelli Manchester United, þann 4. júní næstkomandi þegar hann tekur þátt í heiðursleik fyrir Michael Carrick, miðjumann United.

Hætta talin á frekari árásum

Tue, 05/23/2017 - 13:56
Bresk stjórnvöld hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu í dag í hæsta stig sem þýðir að talin sé að hætta kunni að vera á frekari hryðjuverkum í Bretlandi. Breskir hermenn hafa verið kallaðir út til þess að aðstoða vopnaða lögreglumenn við að tryggja öryggi borgaranna.

Ný þjónusta fyrir nátthrafna

Tue, 05/23/2017 - 13:15
Nýju átaki verður hrint af stað á Keflavíkurflugvelli í sumar þar sem innritun fyrir farþega Icelandair, WOW og Primera verður opnuð á miðnætti. Til stendur að gera tilraun með verkefnið í júní og ef vel gengur verður því áframhaldið.

Ódýrara í Costco en hann bjóst við

Tue, 05/23/2017 - 13:06
„Það er mjög ánægjulegt að sá verðlagið hér í Costco. Matvaran er ódýrari en ég reiknaði með,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, en hann var í vettvangsferð á svæðinu þegar blaðamaður náði tali af honum.

Svanapar „ættleiddi“ gæsaunga

Tue, 05/23/2017 - 12:51
Svanapar sem hefur komið á hverju ári á sama stað í Mýrdal og komið upp 5-6 ungum virðist nú hafa breytt til í barneignarmálum. Nú eru ungarnir þeirra tveir, en auk þess virðast þau hafa „ættleitt“ tvo gæsaunga.

Hafa lokað fyrir veðmál um vistaskipti Gylfa

Tue, 05/23/2017 - 07:45
Margir veðbankar á Englandi hafa lokað fyrir veðmál á vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea til Everton.

Ástand hjólreiðamannsins alvarlegt

Tue, 05/23/2017 - 07:40
Hjólreiðamaðurinn sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallaleið um klukkan 14 í gær og var fluttur með neyðarflutningi á Landspítalann í Fossvogi er alvarlega slasaður og haldið á gjörgæslu. Þetta staðfestir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

1,6 milljón fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot JÖR

Tue, 05/23/2017 - 07:27
1,6 milljónir fengust greiddar upp í lýstar veðkröfur upp á 65,3 milljónir króna í gjaldþroti JÖR ehf. Félagið var stofnað utan um fatalínu JÖR og verslun við Laugaveg 89. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 11. janúar en þeim lauk 9. maí.

„Það eru allir harmi slegnir“

Tue, 05/23/2017 - 07:25
Hulda Þórsdóttir Simire var stödd í nágrenni Arndale-verslunarmiðstöðvarinnar í miðborg Manchester þegar hún var rýmd nú í morgun. „Við vorum í atvinnuviðtali í húsi beint á móti verslunarmiðstöðinni þegar það var komið inn og okkur sagt að yfirgefa bygginguna það væri verið að hálfloka bænum.“

Pages

Morgunblaðið