Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 30 min ago

Lætur af störfum að eigin ósk

Tue, 04/16/2019 - 08:18
Þórarinn Ævarsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, lætur af störfum um næstu mánaðamót að eigin ósk. Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum.

Landgangar teknir úr notkun

Tue, 04/16/2019 - 08:01
Búið er að taka alla landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Ef vind lægir nægilega mikið eru landgangar teknir aftur í notkun.

Endurbætur í Helguvík

Tue, 04/16/2019 - 07:53
Vinna þarf sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka kísilverksmiðjuna í Helguvík í sátt við íbúa svæðisins. Þetta er meðal þess sem felst í matsáætlun sem Skipulagsstofnun hefur samþykkt vegna vegna fyrirhugaðra endurbóta á kísilverksmiðjunni í Helguvík í Reykjanesbæ.

„Sorg í hjörtum okkar allra“

Tue, 04/16/2019 - 07:35
Íslensk stjórnvöld fagna áformum Frakka um að Notre Dame verði endurreist. Þetta kemur fram í bréfi sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sendi menningarmálaráðherra Frakka vegna brunans í dómkirkjunni.

Húsbíll fauk út af

Tue, 04/16/2019 - 07:01
Ökumaður og þrír farþegar sluppu ómeiddir þegar húsbíll fauk út af veginum á Reykjanesbraut, milli Vallahverfis í Hafnarfirði og álversins í Straumsvík.

Hluti af sögunni í tæpar níu aldir

Tue, 04/16/2019 - 06:55
„Hjarta Parísar brennur.“ Svo hljóðuðu viðbrögð Laufeyjar Helgadóttur listfræðings við brunanum í Notre Dame-dómkirkjunni í París. Kirkjan, sem er eitt sögufrægasta mannvirki Evrópu, og hef­ur lifað af frönsku bylt­ing­una og tvær heims­styrj­ald­ir, varð eldinum að bráð í gær.

Loksins aftur einhleyp

Tue, 04/16/2019 - 06:20
Angelina Jolie og Brad Pitt eru nú löglega einhleyp þrátt fyrir að ekki sé búið að ganga frá skilnaði þeirra. Skilnaðardeila þeirra hefur dregist á þriðja ár.

Þórarinn hættir hjá IKEA

Tue, 04/16/2019 - 05:03
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta staðfestir Þórarinn í samtali við mbl.is. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar að svo stöddu, segir að von sé á fréttatilkynningu um málið.

Yfirheyra verkamenn Notre Dame

Tue, 04/16/2019 - 05:01
Saksóknari í Parísarborg hefur hafið rannsókn á eldsvoðanum í Notre Dame-dómkirkjunni sem „óvart eyðilagðist í eldi“ eins og það er orðað í yfirlýsingu embættisins. Talið er líklegast að eldinn megi rekja til umfangsmikilla viðgerða sem stóðu yfir á hinni 850 ára gömlu kirkju.

Ræsa fram vatn og þurrka stiga

Tue, 04/16/2019 - 04:26
„Það er enn þá allt á floti og drulla. Við erum að grafa skurði og reyna að ræsa fram vatn svo stigarnir þorni hraðar,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Ófært er að Dettifossi vegna leysingavatns og er áfram lokað fyrir umferð að fossinum í dag líkt og í gær.

Rýma háhýsi í Madrid

Tue, 04/16/2019 - 04:23
Spænsk yfirvöld hafa rýmt háhýsi í Madrid vegna sprengjuhótunar. Í byggingunni er m.a. að finna sendiráð.

Skattabreytingar gerist hratt

Tue, 04/16/2019 - 04:15
Skattabreytingar þurfa að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks munu ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Drífu Snædal, forseta ASÍ, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og efnahags- og skattanefnd ASÍ.

1 högg = 145 milljónir

Tue, 04/16/2019 - 04:05
Tiger Woods fékk 2 milljónir og 70 þúsund dollara fyrir sigurinn á Masters á sunnudag. Þrír kylfingar voru aðeins höggi á eftir honum og þetta eina högg er kostnaðarsamt ef þannig má að orði komast.

Icesave-skjöl að baki handtökuskipun

Tue, 04/16/2019 - 03:33
Ritaður vitnisburður lögreglumanns FBI er eitt þeirra skjala sem ákæruvaldið hefur lagt fram til stuðnings útgáfu handtökuskipunar á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Vitnisburðurinn nefnir meðal annars leka á skjölum um IceSave-málið sem rök fyrir að handtökuskipun verði gefin út.

Tiger verður sæmdur orðu

Tue, 04/16/2019 - 02:03
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætli að sæma kylfinginn Tiger Woods orðu, þeirri hæstu sem óbreyttum borgarum í Bandaríkjunum getur hlotnast hjá þarlendum stjórnvöldum.

Yfir 100 handteknir í loftslagsmótmælum

Tue, 04/16/2019 - 02:00
Yfir 100 manns voru handteknir í loftslagsmótmælum sem enn standa yfir í London. Hlutar borgarinnar eru lamaðir vegna mótmælanna, að sögn lögreglu. Mótmælendur hófu að hindra aðgengi að brúm og götum í gær en til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið víðar í Evrópu.

Ríkið braut gegn Bjarna

Tue, 04/16/2019 - 01:45
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar kaupsýslumanns með því að refsa honum í tvígang fyrir sama brot.

Duran Duran til Íslands

Tue, 04/16/2019 - 01:15
Hljómsveitin Duran Duran mun halda tónleika í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Miðasala hefst kl. 10 að morgni 24. apríl á síðunni Tix.is.

Slökkt í síðustu glæðunum

Tue, 04/16/2019 - 01:14
Klukkan 18.50 að staðartíma í gær, 16.50 að íslenskum tíma, var fyrst tilkynnt um reykjarbólstra frá Notre Dame-dómkirkjunni í Parísarborg. Eldtungur sáust svo í nágrenni klukkuturnanna tveggja. Um klukkan 8 í morgun var búið að slökkva í öllum glæðum.

Fengu Pulitzer-verðlaun sem þau vildu ekki

Tue, 04/16/2019 - 00:25
Ritstjórn á litlu bandarísku dagblaði hlaut hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun fyrir að fjalla um skotárás sem gerð var á hennar eigin ritstjórnarskrifstofu.

Pages

Morgunblaðið