Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 10 min ago

Drottning kanilsnúðanna kann að halda partí

Fri, 11/15/2019 - 13:00
Matarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Gulur, rauður, grænn og salt - vinsælustu réttirnir frá upphafi, í Snúrunni.

„Búnir að bjarga jólatrénu!“

Fri, 11/15/2019 - 12:54
Endurnýting 40 ára gamals grenitrés vakti mikla ánægju hjá yngri kynslóðinni í Borgarnesi.

Stone dæmdur sekur í WikiLeaks málinu

Fri, 11/15/2019 - 12:25
Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, var í dag fundinn sekur um að hindra framgang réttvísinnar og um að falskar yfirlýsingar varðandi vitnisburð hans fyrir Bandaríkjaþingi vegna tölvupósta Demókrataflokksins sem stolið var árið 2016.

Clinton heimsótti Meghan í Frogmore Cottage

Fri, 11/15/2019 - 11:30
Fyrrverandi forsetafrúin Hillary Clinton heimsótti Meghan hertogaynju í Frogmore Cottage á þriðjudaginn í þessari viku.

Mikilvægur sigur hjá KA/Þór

Fri, 11/15/2019 - 11:29
KA/Þór hafði betur gegn Stjörnunni 23:22 í fyrsta leiknum í 9. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildarinnar, í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld.

Boris segir engar sannanir fyrir afskiptum Rússa

Fri, 11/15/2019 - 11:26
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands segir „engar sannanir“ vera fyrir því að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af breskum stjórnmálum.

Heitustu tilboð helgarinnar

Fri, 11/15/2019 - 11:08
Það er víða eftir miklu að slægjast um helgina en í Hagkaup er nánast allt fyrir utan matvöru á taxfree sem jafngildir um 20% afslætti.

Er þetta sonur minn?

Fri, 11/15/2019 - 11:00
Hin 23 ára gamla Ella Gayle var alvarlega farin að íhuga það hvort að sonur hennar væri raunverulega sonur hennar þar sem hann er svo ólíkur henni.

75 umsóknir um forstöðumannastöður á Landspítalanum

Fri, 11/15/2019 - 10:55
75 umsóknir frá 70 frambærilegum einstaklingum bárust um stöður 11 forstöðumanna á Landspítalanum. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.

SA slegin yfir fréttum af Afríkuviðskiptum Samherja

Fri, 11/15/2019 - 10:45
Samtök atvinnulífsins eru slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Afríku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem SA birtir á vef sínum.

Ríkið sýknað af kröfu Annþórs

Fri, 11/15/2019 - 10:31
Íslenska ríkið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknað af kröfu Annþórs Karlssonar um 64,1 milljónar króna bótagreiðslu auk vaxta. Annþór var vistaður á öryggisgangi fangelsisins á Litla-Hrauni í 541 dag í kjölfar þess að hafa verið ákærður, ásamt Berki Birkissyni, fyrir að hafa árið 2012 banað samfanga þeirra.

Reiðhjólafólk leggur til meiri skattaafslátt

Fri, 11/15/2019 - 10:21
Þrjátíu og sex umsagnir bárust frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum í samráðsgátt stjórnvalda, um drög að frumvarpi til laga um skattaívilnanir vegna vistvænna ökutækja. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að reiðhjól og rafmagnshjól verði undanþegin virðisaukaskatti upp að ákveðnu hámarki og einnig er lagt til að afnema virðisaukaskattsívilnanir á tengitvinnbíla í upphafi árs 2021.

Jólatívolíið í Köben toppar sig í ár

Fri, 11/15/2019 - 10:01
Jólatívolíið í Kaupmannahöfn opnar dyrnar þann 16. nóvember, glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Tívolíið fagnar 25 ára afmæli í ár og af því tilefni verður mikið um dýrðir þar næstu vikurnar.

Sýndarmennska og aðför að réttarríkinu

Fri, 11/15/2019 - 09:17
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Samfylkinguna harðlega í færslu á Facebook og segir hana hafa hoppað á vagn sýndarmennskunnar eftir þátt Kveiks þar sem fram komu ásakanir um alvarleg brot Samherja.

Auðvelt að sækja um aukaíbúðir

Fri, 11/15/2019 - 08:55
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir nýtt hverfaskipulag munu einfalda mikið umsóknir um breytingar á húsnæði. Það muni til dæmis verða fljótlegt og einfalt að sækja um stækkun á húsnæði ef heimildir leyfa.

Lögreglan óskar eftir vitnum

Fri, 11/15/2019 - 08:53
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Suðurlandsvegar og Heiðmerkurvegar í morgun. Tilkynning um slysið barst lögreglu rúmlega níu í morgun og mbl.is greindi frá því skömmu síðar.

Stofnandi Wikipediu með nýjan samfélagsmiðil

Fri, 11/15/2019 - 08:38
Segir fólk orðið langþreytt á smellubeytum og bulli sem í dag nær að fljóta upp á yfirborðið.

Bjarni kynnir hert skattaeftirlit

Fri, 11/15/2019 - 08:25
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn aðgerðir til að koma í veg fyrir skattundanskot og tryggja virkt skattaeftirlit og eftirfylgni skattaframkvæmdar. Ennfremur skýrði hann frá áformum um hert skattaeftirlit á næsta fjárlagaári

Skaflinn hvarf ekki í 80 ár

Fri, 11/15/2019 - 08:21
Söguleg gögn benda til að snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hafi aldrei horfið á tímabilinu frá 1850 til og með 1929. Á tímabilinu 1932 til 1947 hvarf skaflinn oftast og svo nokkrum sinnum til 1964.

Tónleikar Hallveigar í Peking vel sóttir

Fri, 11/15/2019 - 08:17
Sópransöngkonan Hallveig Rúnarsdóttir hélt afar vel heppnaða tónleika í hátíðarsal Peking-háskóla í gærkvöldi.

Pages

Morgunblaðið