Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 54 min 21 sec ago

Stærri en BF og Viðreisn

Tue, 07/25/2017 - 04:48
Flokkur fólksins er orðinn stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakannanar MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn mælist með 6,1 prósenta fylgi í könnuninni og hækkar mikið frá síðustu könnun þegar flokkurinn mælist með 2,8 prósent.

Skrifaði undir þriðja frumvarpið

Tue, 07/25/2017 - 04:47
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur skrifað undir umdeilt lagafrumvarp eftir að hafa heitið því að beita neitunarvaldinu gagnvart tveimur öðrum. Frumvörpin þrjú varða öll breytingar á dómskerfinu, sem hafa sætt mikilli gagnrýni.

„Jafnar sig enginn á svona strax“

Tue, 07/25/2017 - 04:30
„Það jafnar sig enginn á svona einn, tveir og þrír,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihliðar á Mývatni, en bruni kom upp í starfsmannahúsi hótelsins í síðustu viku. Nágranni varð eldsins var og varaði starfsmennina við sem sváfu allir fastasvefni.

Væru rúmar tíu mínútur frá Landeyjahöfn

Tue, 07/25/2017 - 04:15
Hópurinn Horft til framtíðar hefur sent Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra lista yfir hentugar ferjur, sem leyst geta Herjólf af þegar hann fer til viðgerðar.

Keðjusagarmannsins enn leitað

Tue, 07/25/2017 - 03:40
Lögregluyfirvöld í Sviss hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Franz Wrousis, 50 ára, sem réðist inn á skrifstofur í Schaffhausen í gær, vopnaður keðjusög. Fimm særðust í árásinni en þeir eru ekki taldir í lífshættu.

„Brútal aðgerð af hálfu ríkisins“

Tue, 07/25/2017 - 01:50
„Þetta er brútal aðgerð af hálfu ríkisins,“ segir lögmaður Fögrusala um áætlaða friðlýsingu á Jökulsárlóni. Dómsmál sé enn í gangi sem geti leitt til þess að lónið teljist ekki eign ríkisins. Hefti friðlýsingin not á eigninni og teljist forkaupsréttur ríkisins ekki gildur, eigi ríkið von á bótamáli.

Íbúar byggðu vegg

Tue, 07/25/2017 - 01:45
Mótmælendur í bænum Séméac í suðvestur Frakklandi hafa byggt vegg fyrir inngang gamallar hótelbyggingar til að koma í veg fyrir að húsið verði notað til að taka á móti flóttamönnum.

Fleiri þurfa að sýna fórnfýsi og hugsa stórt

Tue, 07/25/2017 - 01:37
„Ef við tölum um staðreyndir og miðum við styrkleika félagsliðanna sem leikmenn spila með, þá erum við með eitt af þremur lélegustu liðunum á mótinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, á fréttamannafundi í Hollandi í gær.

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

Tue, 07/25/2017 - 01:18
Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra.

Skátar skila yfir 2 milljörðum

Tue, 07/25/2017 - 00:00
„Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag.

Skæðir skógareldar í Frakklandi

Mon, 07/24/2017 - 23:12
Fleiri hundruð heimili hafa verið rýmd í Suðaustur-Frakklandi vegna skógarelda sem þar geisa. Óvenjuheitt og -þurrt hefur verið á svæðinu undanfarið sem gerir slökkvistarf erfitt. Íbúar á Korsíku, bænum Carros og Saint-Tropez þurftu að yfirgefa heimili sín.

Verktakar flýja borgina

Mon, 07/24/2017 - 22:30
Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála.

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

Mon, 07/24/2017 - 22:30
Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli.

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

Mon, 07/24/2017 - 22:30
Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði.

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

Mon, 07/24/2017 - 22:30
Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.

Viðhald á leikskólum óviðunandi

Mon, 07/24/2017 - 22:30
„Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Einungis tveir sóttu um stöðuna

Mon, 07/24/2017 - 22:30
Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.

Námsgögn barna verði án endurgjalds

Mon, 07/24/2017 - 22:30
„Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

Mon, 07/24/2017 - 22:30
Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana.

Mállaus eftir hörmungar stríðsins

Mon, 07/24/2017 - 16:54
Einn maður æpir á alla í kringum sig, en annar hlær með sjálfum sér. Sá þriðji syngur af innlifun og sýnir tannlausan munninn. Álagið á starfsfólk er mikið á eina geðsjúkrahúsinu á svæði uppreisnarmanna í Sýrlandi

Pages

Morgunblaðið