Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 37 min ago

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Mon, 11/20/2017 - 13:21
Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburða að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri.

Afturelding - Valur, staðan er 11:12

Mon, 11/20/2017 - 12:06
Afturelding og Valur eigast við í Olís-deild karla í handknattleik í Mosfellsbæ klukkan 19:30. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Sakar þingmann um óviðeigandi snertingu

Mon, 11/20/2017 - 11:39
Önnur kona hefur stigið fram og sakað öldungardeildarþingmann demókrata, Al Franken, um að hafa snert hana á óviðeigandi hátt. Konan segir Franken hafa snert sig fyrir sjö árum.

Sýknaður því hann mætti ekki

Mon, 11/20/2017 - 11:34
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð.

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Mon, 11/20/2017 - 11:11
„Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362.

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Mon, 11/20/2017 - 10:46
Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka.

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Mon, 11/20/2017 - 10:10
Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi.

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Mon, 11/20/2017 - 09:50
Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans.

Betra fyrir barnshafandi að sofna á hliðinni

Mon, 11/20/2017 - 09:07
Barnshafandi konum á síðasta þriðjungi meðgöngunnar er ráðlagt að sofa á hliðinni til að minnka líkur á því að fæða andvana barn. Bresk rannsókn sem náði til þúsund kvenna leiddi í ljós að áhættan á því að fæða andvana barn tvöfaldaðist ef kona sofnar á bakinu.

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Mon, 11/20/2017 - 08:35
Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðin tíma vegna snjóflóðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað.

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Mon, 11/20/2017 - 08:15
„Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

Mon, 11/20/2017 - 07:22
Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag.

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

Mon, 11/20/2017 - 07:22
Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar.

Gleymdi fyrir 20 árum hvar hann lagði

Mon, 11/20/2017 - 07:20
Hver hefur ekki lent í því að leggja bílnum og fara síðan að sinna erindum en geta svo ekki fyrir sitt litla líf munað hvar honum var lagt. Venjulega finnst bíllinn þó fljótlega en annað var uppi á teningnum hjá þýskum karlmanni fyrir tveimur áratugum.

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

Mon, 11/20/2017 - 06:58
„Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan.

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

Mon, 11/20/2017 - 06:48
Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið.

Hunsar frest til að segja af sér

Mon, 11/20/2017 - 06:00
Stjórnarflokkur Simbabve, Zanu-PF, hefur boðað þingmenn sína á fund til að ræða framtíð Roberts Mugabe, forseta landsins.

Valdís með risastökk á heimslistanum

Mon, 11/20/2017 - 05:48
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, tekur sannkallað risastökk á heimslistanum í golfi eftir að hafa hafnað í þriðja sæti á móti á LET-Evrópumótaröðinni í Kína um helgina.

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

Mon, 11/20/2017 - 05:42
Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar.

Kostar 90 milljónir að skoða íbúðirnar

Mon, 11/20/2017 - 05:05
Í fjölbýlishúsi nokkru í Hong Kong þarf að reiða fram 900 þúsund Bandaríkjadali, sem jafngilda tæpum 90 milljónum króna, til þess eins að fá að skoða íbúðirnar.

Pages

Morgunblaðið