Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 1 min ago

Grásleppuveiðar fara hægt af stað

Fri, 03/24/2017 - 00:37
Rúmlega 60 hafa virkjað leyfi til grásleppuveiða en fjórða degi veiðanna lauk í gær. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir veiðarnar fara hægar af stað þessa vertíð en undanfarin ár.

Fillon sakar Hollande um lekann

Fri, 03/24/2017 - 00:25
Francois Fillon, forsetaframbjóðandi franska Repúblikanaflokksins, sakar nafna sinn og núverandi forseta, Francois Hollande um að standa að baki fjölmiðlaleka til að skaða ímynd sína. Sagði hann Hollande fara fyrir leynilegri sellu og að þetta væri „hneykslismál sem ríkisvaldið væri flækt í“.

Fjórir bílar fastir á Öxnadalsheiði

Thu, 03/23/2017 - 23:51
Fjórir bílar voru fastir á Öxnadalsheiðinni í nótt og þurfti aðstoð björgunarsveita í Eyjafirði við að koma þeim niður.

Forðaði árekstri er bíll kom á móti umferð

Thu, 03/23/2017 - 23:14
Umferðaróhapp varð á Höfðabakka þegar að maður missti stjórn á bifreið sinni og ók á vegrið. Bíllinn fór síðan yfir á rangan vegarhelming, á móti umferð, og stöðvast á vegriði þar.

Bankaráðið setti ofan í við Má

Thu, 03/23/2017 - 22:30
Á fundi bankaráðs Seðlabanka Íslands, sem haldinn var 10. mars í fyrra, var samþykkt bókun þar sem ráðið setti ofan í við Má Guðmundsson seðlabankastjóra vegna framgöngu hans í fjölmiðlum í tengslum við málarekstur bankans gegn Samherja hf.

Fjárfest fyrir milljarða

Thu, 03/23/2017 - 22:30
Fjárfestar hafa að undanförnu keypt lóðir og fasteignir á svonefndum Héðinsreit í Reykjavík fyrir milljarða króna.

Ólafía einu yfir pari eftir tvo skolla í lokin

Thu, 03/23/2017 - 19:09
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var nú rétt í þessu að ljúka fyrsta hringnum á KIA Classic-mótinu í golfi, fjórða mótinu á LPGA-mótaröðinni sem fram fer í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Ólafía er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring á mótinu og er jöfn í 65.-81. sæti.

Hálka og stórhríð á Hellisheiði

Thu, 03/23/2017 - 17:12
Hálka og stórhríð er á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og mjög víða á Suðurlandi.

Eiður Smári er harðjaxl

Thu, 03/23/2017 - 16:14
Eiður Smári Guðjohnsen tjáði sig á Twitter-síðu sinni í kvöld um það þegar leikur Fram og Breiðabliks var flautaður af vegna veðurs.

Fyrrum hermaður kærður fyrir morð

Thu, 03/23/2017 - 16:03
Fyrrverandi bandarískur hermaður er kærður fyrir morð en hann myrti 66 ára gamlan heimilislausan blökkumann. James Jackson, sem er 28 ára, stakk manninn ítrekað á umferðarmiðstöðinni Port Authority í New York. Skammt frá athvarf fyrir heimilislausa en þar bjó fórnarlambið Timothy Caughman.

Ólafía í beinni – Fyrsti fuglinn

Thu, 03/23/2017 - 15:43
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar í kvöld fyrsta hringinn á KIA Classic-mótinu, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, en leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Fylgst er með gangi mála hjá Ólafíu holu til holu hér á mbl.is.

29 fangar struku úr fangelsi

Thu, 03/23/2017 - 15:33
Að minnsta kosti 29 fangar sluppu úr fangelsi í norðurhluta Mexíkó í gegnum 40 metra löng göng, yfirvöld í Mexíkó greindu frá þessu í dag. Lögreglan náði að handsama aftur 12 fanganna. Fangelsið er í borginni Ciudad Victoria í Tamaulipas-svæðinu.

Minningarstund á Trafalgar-torgi

Thu, 03/23/2017 - 14:44
Fjölmargir mættu á minningarstund á Trafalgar-torgi í kvöld vegna árásarinnar við þinghúsið í London í gær, þar sem fimm létust og tugir slösuðust. „Íbúar London munu aldrei láta hryðjuverk buga sig,“ sagði Sadiq Khan, borgarstjóri London.

Fimmta manneskjan látin

Thu, 03/23/2017 - 14:24
Einn manneskja til viðbótar er látin eftir árásina sem var gerð við þinghúsið í London í gær. Um er að ræða 75 ára gamlan mann.

Verslunarstörf í bráðri hættu

Thu, 03/23/2017 - 13:30
Tæknin á eftir að gjörbreyta viðskiptaumhverfinu á næstu árum. Störf munu tapast og önnur skapast. Neytendur krefjast nýrra og sérsniðinna lausna og þurfa ærna ástæðu til að fara frekar í verslun en að klára viðskipti á netinu. Hvernig á að bregðast við þessu?

ÍBV - Haukar, staðan er 37:22

Thu, 03/23/2017 - 12:51
ÍBV og Haukar, efstu liðin í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, mætast í 25. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum kl. 18.30. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Hundurinn baðaði vankaðan fuglinn

Thu, 03/23/2017 - 12:50
„Ég sat við tölvuna og hafði opnað út á svalir þegar hundurinn minn, hann Tígull, kom vælandi til mín og hætti ekki fyrr en ég elti hann þangað.“ Þannig hefst frásögn Gunnars Kr. Sigurjónssonar en Tígull var að reyna að benda eiganda sínum á að á svölunum væri lítill fugl.

Erum við að fara í sama farið?

Thu, 03/23/2017 - 12:32
„Frá því að ég var kosin formaður Viðskiptaráðs þá hef ég verið að leggja áherslu á fjölbreytileika,“ segir Katrín Olga Jóhannesdóttir í samtali við mbl.is. Hún hefur birt níu örfærslur um fjölbreytileika á Facebook síðustu daga og segir ærna ástæðu til.

Ekki í lagi að vera eina konan á fundum

Thu, 03/23/2017 - 12:27
Núverandi og fyrrverandi kvenkyns bæjarstjórar sem mbl.is ræddi við í dag eru sammála um að hlutfall kvenna í stöðum sveitar- og bæjarstjóra eigi að vera miklu hærra og hvetja þær konur til að gefa kost á sér. Í dag er aðeins 16 sveitarfélögum af 74 stjórnað af konum.

Deilt um kynferðisofbeldi í unglingabók

Thu, 03/23/2017 - 12:22
„Við verðum að vera meðvituð um hvað börnin okkar lesa,“ segir Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir um unglingabókina Villi vampíra í bókaflokknum Gæsahúð eftir Helga Jónsson. Bryndís líkt og margir aðrir hefur deilt myndunum á Facebook þar sem strikað hefur verið yfir lýsingu á kynferðisofbeldi.

Pages

Morgunblaðið