Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 49 min 11 sec ago

Segja snjallsímann trufla fjölskyldulífið

Sun, 04/23/2017 - 09:04
Það hefur mikil og truflandi áhrif á fjölskyldulífið þegar foreldrar eru mikið í snjallsímum sínum á heimilinu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar þar sem ungmenni á aldrinum 11-18 ára í Bretlandi voru spurð út í tækjanotkun foreldranna.

Hektarinn seldur á 2,5 milljónir í stað 20 milljóna

Sun, 04/23/2017 - 08:32
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur óskað eftir sérstakri umræðu við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra um söluna á Vífilsstaðalandi til Garðabæjar. Hann furðar sig á því hvers vegna verð á hektara sé nú 2,5 milljónir í stað 20 milljóna.

Arsenal - Man.City, staðan er 0:0

Sun, 04/23/2017 - 07:00
Arsenal og Manchester City mætast í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu karla á Wembley klukkan 14.00 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Burnley - Man. Utd, staðan er 0:2

Sun, 04/23/2017 - 06:58
Burnley og Manchester United mætast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á Turf Moor klukkan 13.15 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fín kjörsókn Frakka á Íslandi

Sun, 04/23/2017 - 06:48
Ríflega 26 prósent Frakka á kjörskrá hjá franska sendiráðinu á Íslandi höfðu kosið klukkan tólf á hádegi en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. „Klukkan tólf á hádegi höfðu 84 af 318 kosið,“ segir Gaëlle Hourriez-Bolâtre, fyrsti sendiráðsritari, í samtali við mbl.

Ferðamenn stytta dvölina á Íslandi

Sun, 04/23/2017 - 06:38
Meðaldvöl útlendinga hér á landi styttist á síðasta ári og fór úr fjórum og hálfri nótt niður í 3,8 nætur. Vefsíðan Túristi.is greinir frá þessu.

Trump minntist ekki á hlýnun jarðar

Sun, 04/23/2017 - 06:13
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir að minnast ekki á hlýnun jarðar í yfirlýsingu sinni vegna dags jarðarinnar sem var haldinn í gær.

Hefur séð Mamma Mia 42 sinnum

Sun, 04/23/2017 - 04:30
Þeir finnast varla dyggari aðdáendur söngleiksins Mamma Mia en hann Óskar Albertsson. Hann sá sýninguna í Borgarleikhúsinu í 42. sinn í gærkvöldi. Honum þykir alltaf jafngaman að hverri einustu sýningu og segir hana vera „algjöra gleðisprengju“.

Hóta að granda flugmóðurskipinu

Sun, 04/23/2017 - 03:57
Norður-kóresk yfirvöld heita því að sökkva flugmóðurskipi Bandaríkjanna, USS Carl Vinson, til að sýna hernaðarlegan styrk landsins. Skipið er nú á leið að Kóreuskaga ásamt japönskum tundurspillum en flotinn hyggst stunda þar æfingar, þangað sem hann er væntanlegur innan fárra daga.

Kjörsókn meiri en árið 2012

Sun, 04/23/2017 - 03:40
Kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi hefur verið aðeins meiri en þegar forsetakosningar fóru síðast fram árið 2012.

Fleira í lífinu en stjórnmál

Sun, 04/23/2017 - 03:15
Um tvö hundruð málsmetandi stjórnmálamenn, fræðimenn og andlega þenkjandi friðar- og umhverfissinnar hvaðanæva munu flykkjast hingað til lands í vikunni til að ræða stóru málin – mannúð, umhyggju, mikilvægi andlegrar ástundunar og hvernig hver og einn getur átt þátt í að búa til betri heim.

Kæra fái Ann Coulter ekki að mæta

Sun, 04/23/2017 - 03:09
Nemendur við Berkeley-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem buðu Ann Coulter, hægrisinnuðum samfélagsrýni og rithöfundi, að flytja erindi á háskólasvæðinu hóta nú að kæra háskólann ef skólayfirvöld finna ekki viðeigandi tíma og vettvang fyrir hana til að halda erindið.

Epísk ökuferð 12 ára drengs stöðvuð

Sun, 04/23/2017 - 02:46
Tólf ára drengur sem ætlaði að keyra þvert yfir Ástralíu í gegnum afskekkt svæði var stöðvaður af umferðarlögreglunni eftir að hafa ekið rúmalega eitt þúsund kílómetra leið.

Liverpool og United í eldlínunni í dag

Sun, 04/23/2017 - 02:44
Liverpool og Manchester United verða bæði í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og þá er stórleikur í undanúrslitunum ensku bikarkeppninnar á Wembley.

Bandaríkjamaður handtekinn í N-Kóreu

Sun, 04/23/2017 - 02:23
Bandarískur ríkisborgari hefur verið handtekinn í Norður-Kóreu eftir að hann reyndi að yfirgefa landið. Þetta kemur fram í suður-kóreskum fjölmiðlum. Hann er þriðji Bandaríkjamaðurinn sem er handtekinn í Norður-Kóreu á tiltölulega skömmum tíma. Hinir tveir voru dæmdir til margra ára þrælkunarvinnu.

Jarðskjálfti gekk yfir Chile

Sun, 04/23/2017 - 00:47
Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 gekk yfir Chile í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli fólks eða eignatjón.

Mikil öryggisgæsla í Frakklandi

Sun, 04/23/2017 - 00:32
Mikil öryggisgæsla verður í Frakklandi í dag vegna forsetakosninga sem þar eru hafnar. Um 50 þúsund lögreglumenn og sjö þúsund hermenn verða á varðbergi víðs vegar um landið til að tryggja að allt gangi vel. Þrír dagar eru liðnir síðan lögreglumaður var skotinn til bana í París.

Bílvelta við Gullinbrú

Sun, 04/23/2017 - 00:17
Bílvelta varð við Gullinbrú í Reykjavík um klukkan hálfþrjú í nótt. Allir voru komnir út úr bifreiðinni þegar lögregla og sjúkrabifreið komu á vettvang.

Stormur á Austfjörðum

Sun, 04/23/2017 - 00:08
Búist er við norðvestan stormi (meira en 20 metrum á sekúndu) á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi í kvöld og nótt, með mjög snörpum vindhviðum við fjöll.

„Þeir drápu marga vini mína“

Sat, 04/22/2017 - 15:58
Mikil sorg ríkir í Afganistan eftir árás á herstöð sem talibanar stóðu fyrir þar sem yfir eitt hundrað hermenn létust eða særðust. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sagði að árásin, sem var gerð skammt frá borginni Mazar-e-Sharif, hafi verið gerð þvert á mannleg gildi eða kenningar islam.

Pages

Morgunblaðið