Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 6 min ago

Vilhjálmur, Harry og frúr brúðkaupsfín

Fri, 10/12/2018 - 03:12
Bræðurnir Harry og Vilhjálmur mættu ásamt eiginkonum sínum Meghan og Katrínu í brúðkaup frænku sinnar Eugenie prinsessu.

Völdu Gylfa Þór mann leiksins

Fri, 10/12/2018 - 03:05
Sjónvarpsstöðin Eurosport valdi Gylfa Þór Sigurðsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, mann leiksins þegar heimsmeistarar Frakka og Íslendingar gerðu 2:2 jafntefli í vináttuleik í Guingamp í gærkvöld.

Miðasala á landsleikinn tekið kipp

Fri, 10/12/2018 - 02:17
Um 2.500 miðar eru eftir á landsleik Íslands og Sviss sem fer fram á Laugardalsvelli á mánudaginn. Kippur kom í miðasöluna í gærkvöldi á meðan á leik Íslands og Frakklands stóð og að honum loknum.

Seldu börn í gegnum Instagram

Fri, 10/12/2018 - 01:35
Indónesíska lögreglan hefur komið upp um sölu á ungabörnum í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Fjórir voru handteknir vegna málsins, m.a. einn tilvonandi kaupandi frá eyjunni Balí, að því er segir í yfirlýsingu lögreglu.

„Fínasta frammistaða“

Fri, 10/12/2018 - 01:24
„Já já, við erum alveg sáttir með frammistöðuna og varnarleikinn á heildina litið þótt svekkjandi sé að fá á sig mörk í lokin. Þetta var æfingaleikur, og ekki eins og liðin hafi verið að spila upp á líf og dauða, en fínasta frammistaða hjá okkur, held ég,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið að loknum 2:2 jafnteflisleiknum í Frakklandi í gærkvöld en Gylfi er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.

Auglýsa um 270 metra Fossvogsbrú

Fri, 10/12/2018 - 00:57
Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti í vikunni afgreiðslu skipulagsráðs bæjarins á tillögu til auglýsingar að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog.

Eyðileggingin ótrúleg

Thu, 10/11/2018 - 23:38
Björgunarsveitarfólk er að störfum í þeim samfélögum sem urðu verst úti þegar fellibylurinn Mikael gekk á land í Flórída. Vitað er að sex létust í þremur ríkjum Bandaríkjanna en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem margir fylgdu ekki fyrirskipunum stjórnvalda um rýmingu.

Dagur farinn í veikindaleyfi

Thu, 10/11/2018 - 23:17
Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju.

Víðtæk áhrif lægra gengis

Thu, 10/11/2018 - 22:30
Gengi krónu hefur gefið eftir undanfarið og kostaði evran 134 krónur í gær. Gengislækkunin er sögð styrkja stöðu ferðaþjónustunnar.

Forystan gagnrýnd harðlega

Thu, 10/11/2018 - 22:30
Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar voru harðlega gagnrýnd á fundi með starfsfólki félagsins fyrir að hafa í engu svarað gífuryrðum og hörðum árásum Gunnars Smára Egilssonar á starfsmann félagsins til áratuga, fjármálastjórann.

Bensínlítrinn yfir 235 krónur

Thu, 10/11/2018 - 22:30
„Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Hækkun um 20 krónur á lítrann getur þýtt 30-40 þúsund krónur á hvern bíl á ári,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Einstakur 1.000 ára fundur

Thu, 10/11/2018 - 22:30
Einstakur gripur frá því fyrir kristni fannst fyrir tilviljun í Þjórsárdal í síðustu viku. Þetta er þórshamar úr sandsteini sem einhver hefur að líkindum borið um hálsinn fyrir meira en þúsund árum.

Þess virði að halda í EES-samninginn?

Thu, 10/11/2018 - 16:49
„Ef það er svo að EES-samningurinn ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar ber okkur að skoða hvort það sé þess virði að halda í samninginn.“

Sögðum Gylfa að setja boltann á nær

Thu, 10/11/2018 - 16:18
„Þetta var mjög gott framan af en svo gerum við okkur seka um klaufaleg mistök og þeir skora heppnismark," sagði Kári Árnason, annar markaskorara íslenska landsliðsins í fótbolta í 2:2-jafnteflinu í vináttuleik við Frakka ytra í kvöld.

Pogba var eitthvað að rífa í hann

Thu, 10/11/2018 - 16:00
Jóhann Berg Guðmundsson var sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í fótbolta í 2:2-jafnteflinu gegn heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra í kvöld. Ísland komst í 2:0 í leiknum og segir Jóhann þá svekkjandi að vinna ekki leikinn.

„Hef aldrei séð annað eins“

Thu, 10/11/2018 - 15:43
„Þetta eru ótrúlega góð úrslit fyrir okkur, þó að við séum fáránlega svekktir með að missa þetta niður. Við getum verið stoltir,“ sagði Ragnar Sigurðsson eftir 2:2-jafntefli Íslands við heimsmeistara Frakklands í Guingamp í kvöld.

Fellt að skoða þátt borgarstjóra

Thu, 10/11/2018 - 15:43
Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavík í dag að fela innri endurskoðun borgarinnar að ráðast í heildarúttekt á endurgerð braggans við Nauthólsvík. Sjálfstæðismenn vildu óháða utanaðkomandi úttekt þar sem framganga borgarstjóra yrði meðal annars skoðuð en það var fellt af meirihlutanum.

Skrítið að segja að þetta sé svekkjandi

Thu, 10/11/2018 - 14:58
„Þetta var flott frammistaða eiginlega allan leikinn," sagði Alfreð Finnbogason eftir 2:2-jafntefli íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Frökkum á útivelli í kvöld. Íslenska liðið komst í 2:0 í síðari hálfleik og var staðan 1:0 í hálfleik. Alfreð vildi sjá Ísland skora fleiri mörk.

Fimm látnir í fellibylnum

Thu, 10/11/2018 - 14:50
Fjöldi látinna í fellibylnum Michael, sem gengið hefur á land í Flórída-ríki í Bandaríkjunum, er kominn í að minsta kosti fimm samkvæmt frétt AFP.

Kanye gerði Trump nær orðlausan

Thu, 10/11/2018 - 14:35
Rapparinn Kanye West hrósaði Donald Trump Bandaríkjaforseta í hástert er hann heimsótti Hvíta húsið í dag. West, sem var með derhúfu með áletruninni „Make America Great Again“, hélt tíu mínutna einræðu fyrir forsetann á skrifstofu hans, þar sem hann fór um víðan völl.

Pages

Morgunblaðið