Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 13 min ago

Hjólabrettahetjan heiðruð

Thu, 10/11/2018 - 14:13
Bankastarfsmaðurinn Ignacio Echeverria, sem reyndi að bjarga konu í hryðjuverkaárásinni í London í júní á síðasta ári eingöngu vopnaður hjólabrettinu sínu, var á meðal þeirra sem voru heiðraðir af Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham-höll í dag.

Sárt jafntefli við heimsmeistarana

Thu, 10/11/2018 - 13:54
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði 2:2-jafntefli við ríkjandi heimsmeistara Frakka í Guingamp í Frakklandi í kvöld, í vináttulandsleik. Frammistaða íslenska liðsins var lengst af frábær og lofar góðu fyrir leikinn við Sviss í Þjóðadeildinni á mánudagskvöld.

12 ár stuttur tími

Thu, 10/11/2018 - 12:40
Ekki er þörf fyrir íslensk stjórnvöld að verja 2,5% af vergri þjóðarframleiðslu til baráttunnar gegn gróðurhúsaáhrifum. Þjóðin í heild þarf þó að taka sig á í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, segir formaður Loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Einni ákæru á hendur Weinstein vísað frá

Thu, 10/11/2018 - 12:00
Dómari í New York í Bandaríkjunum hefur vísað frá einni af sex ákærum á hendur bandarríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein.

Baráttu Bændasamtakanna ekki lokið

Thu, 10/11/2018 - 11:31
Bændasamtök Íslands telja bæði eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari fram á það við Evrópusambandið að áfram verði heimilt að „beita sérstökum aðgerðum til að vernda heilsu manna og dýra“ hér á landi, enda standi til þess „full rök“ sem ekki hafi verið hrakin.

Úlfar Eysteinsson látinn

Thu, 10/11/2018 - 11:18
Matreiðslumeistarinn Úlfar Eysteinsson lést í gær 71 árs að aldri. Frá andlátinu er greint á Facebook-síðu veitingastaðarins Þrír Frakkar við Baldursgötu í Reykjavík sem Úlfar opnaði árið 1989 og rak síðan.

Frakkland - Ísland kl. 19.05, bein lýsing

Thu, 10/11/2018 - 11:14
Ísland og Frakkland eigast við í vináttulandsleik karla í fótbolta kl. 19.05 á Stade du Roudourou í Guingamp. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og verður áhugavert að sjá hvernig íslenska liðinu tekst til.

Þeir einfaldlega gleymdust í kerfinu

Thu, 10/11/2018 - 10:40
Sjö menn með geðklofa á aldrinum 51 til 80 ára og búa á Seltjarnarnesi eru dæmi um fólk með flókinn vanda, sem eru fórnarlömb í togstreitu ríkis og sveitarfélaga, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Heimili þeirra er í uppnámi þar sem ekki hefur tekist að semja um hver eigi að greiða fyrir búsetu.

Þessir byrja gegn Frökkum

Thu, 10/11/2018 - 10:38
Nú er búið að tilkynna hvaða byrjunarliðið Erik Hamrén teflir fram gegn heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleiknum í knattspyrnu í Guingamp í kvöld.

Var með réttarstöðu grunaðs í 20 málum

Thu, 10/11/2018 - 09:12
Er hægt að gerast hlutdeildarmaður í fullfrömdu broti? Þessu velti verjandi Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, sem ákærð er í innherja- og umboðssvikamáli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrir sér í málflutningsræðu sinni í héraðsdómi í dag.

Hafna því að brotið sé á starfsmönnum

Thu, 10/11/2018 - 09:00
Strætó bs. hafnar alfarið ásökunum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, um að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna fyrirtækisins. Sanna Magdalena birti í gær færslu á Facebook þar sem hún sakar Strætó bs. Um „níðingsskap gagnvart erlendu starfsfólki í láglaunastörfum.“

Segir engan sæta meira einelti

Thu, 10/11/2018 - 08:48
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, segir herferð sína gegn einelti í netheimum vera til komna vegna þess að „engin í heiminum sæti meira einelti“ en hún.

Einn á slysadeild eftir eldsvoða

Thu, 10/11/2018 - 08:40
Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi fyrir skömmu.

Engar upplýsingar fengið frá lögreglu

Thu, 10/11/2018 - 08:36
Starfmannaleiguþjónustan Manngildi hefur engar upplýsingar fengið frá lögreglu vegna starfsmannanna níu sem grunaðir eru um skjalafals. „Hvað á vinnuveitandinn að gera? Á hann að reka mennina úr vinnu og segjast hafa heyrt það í fjölmiðlum að þeir séu ólöglegir í landinu?“

Ríkið greiði Aldísi 1,5 milljónir

Thu, 10/11/2018 - 08:06
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna tilfærslu í starfi og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra.

Hæstiréttur staðfesti ljósmæðradóm

Thu, 10/11/2018 - 07:42
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí í fyrra, þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015.

„Okkur blöskrar gríðarlega“

Thu, 10/11/2018 - 07:21
„Okkur blöskrar gríðarlega, þetta er grafalvarlegt og við viljum gera það sem við getum til að tryggja að þetta mál verði upplýst að fullu,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Borgarstjórnarflokkur Pírata fór í vettvangsferð á framkvæmdasvæði braggans í Nauthólsvík í dag.

Sameina á FME og Seðlabankann

Thu, 10/11/2018 - 06:06
Sameina á Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Þetta herma öruggar heimildir mbl.is.

Sögð sárna neikvæð umfjöllun um Eflingu

Thu, 10/11/2018 - 05:56
Umræða fjölmiðla um starf skrifstofu Eflingar hefur á köflum verið óvönduð og æsingakennd, að því er segir í yfirlýsingu sem birt er á vef stéttarfélagsins Er starfsfólki og félagsmönnum Eflingar sögð sárna sú neikvæða umfjöllun sem átt sér hefur stað um vinnustaðinn og félagið.

Flutt á spítala tvisvar á tveimur vikum

Thu, 10/11/2018 - 05:50
Söngkonan Selena Gomez er sögð hafa verið flutt tvisvar á spítala á síðustu tveimur vikum. Á söngkonan að hafa farið yfir um og er nú á meðferðarstofnun.

Pages

Morgunblaðið