Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 11 min ago

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Mon, 02/19/2018 - 10:55
Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur.

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Mon, 02/19/2018 - 10:22
Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni.

Landsliðskona vekur athygli vestanhafs

Mon, 02/19/2018 - 09:50
„Þetta er eins og kraftaverk, mig hefur dreymt um þetta í tæp tíu ár," sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkmaður í íshokkíi í samtali við heimasíðu NHL, bandarísku íshokkídeildarinnar, en hún fór á sinn fyrsta leik með Pittsburgh Penguins í janúar.

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Mon, 02/19/2018 - 09:25
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað.

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Mon, 02/19/2018 - 08:55
„Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu.

Verðhækkanir raktar til verslana

Mon, 02/19/2018 - 08:21
Landssamband kúabænda segir að verðhækkanir á mjólkurvörum upp á 7,4% megi rekja til aukinnar álagningar verslunarinnar. Heildsöluverð á mjólkurvörum hafi einungis hækkað um 3,8% á umræddu tímabili.

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Mon, 02/19/2018 - 08:20
Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandan til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Örfirisey bilaði aftur

Mon, 02/19/2018 - 08:17
Örfirisey RE er nú í höfn í Hammerfest í Norður-Noregi en þangað kom frystitogarinn um helgina eftir að vart varð við enn eina bilunina í vélbúnaði skipsins.

Arnaldur skipaður héraðsdómari

Mon, 02/19/2018 - 08:10
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Lögreglan vill fá Sunnu heim

Mon, 02/19/2018 - 07:44
„Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur.

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

Mon, 02/19/2018 - 07:15
Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar.

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

Mon, 02/19/2018 - 06:54
Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings.

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

Mon, 02/19/2018 - 06:05
Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013.

Reynir að ná tökum á kvíðanum

Mon, 02/19/2018 - 06:00
Fyrirsætusætan Kendall Jenner á við kvíðavandamál að stríða. Margt hefur gengið á í lífi Jenner sem veldur henni kvíða.

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

Mon, 02/19/2018 - 05:47
Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km.

Stöðvuðu útsendingar kvennastöðvar

Mon, 02/19/2018 - 05:45
Yfirvöld á Gaza hafa stöðvað nýja sjónvarpsstöð, sem er sérstaklega ætluð konum, að fara í loftið. Segja ráðamenn í Hamas samtökunum, sem fara með stjórnina á svæðinu, sjónvarpsstöðin ekki hafa fengið nauðsynleg leyfi, en forsvarsmenn stöðvarinnar segjast uppfylla öll lagaleg skilyrði.

Gistinætur vanmetnar um allt að 17%

Mon, 02/19/2018 - 05:38
Allt að 17% gistinátta erlendra ferðamanna á Íslandi rata ekki inn í talningar Hagstofunnar. Þetta er meðal fjölmargra niðurstaðna úr nýrri könnun Ferðamálastofu.

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

Mon, 02/19/2018 - 05:31
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður.

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

Mon, 02/19/2018 - 04:38
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið.

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

Mon, 02/19/2018 - 03:28
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2.

Pages

Morgunblaðið