Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 55 min 27 sec ago

Allt þingkonum að kenna

Mon, 07/24/2017 - 16:54
Einn þingmanna bandaríska Repúblikanaflokksins segir það vera öldungadeildaþingkonum að kenna að heilbrigðisfrumvarp Donald Trumps Bandaríkjaforseta kemst ekki í gegnum þingið. Sagðist hann myndu skora viðkomandi á hólm, ef þetta hefði verið karlmaður

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Mon, 07/24/2017 - 16:18
Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði.

Maccabi með stutta heimildarmynd um Viðar

Mon, 07/24/2017 - 15:50
Ísraelska knattspyrnufélagið Maccabi Tel Aviv hefur gefið frá sér stutta heimildarmynd um Viðar Örn Kjartansson, leikmann liðsins, eftir að félagið kom í heimsókn hingað til lands til að spila við KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu síðastliðinn fimmtudag.

Aron neitaði að æfa með Veszprém

Mon, 07/24/2017 - 14:39
Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, neitaði að æfa með ungverska liðinu Veszprém í dag og fór í kjölfarið heim til Íslands en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Aron á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Vezprém.

Vara við hraðari bráðnun Grænlandsjökuls

Mon, 07/24/2017 - 14:32
Vísindamenn eru „mjög áhyggjufullir“ yfir að bráðnandi jökulbreiða Grænlands geti hækkað sjávarmál meira en upprunalega var gert ráð fyrir. Að þeirra sögn ýta hlýnandi aðstæður undir þörungavöxt, sem dekkir yfirborð jökulsins. Því dekkri því hraðar bráðni hann.

Ætla að örmerkja starfsfólkið

Mon, 07/24/2017 - 14:11
Bandaríska fyrirtækið Three Square Market hyggst verða fyrst bandarískra fyrirtækja til að örmerkja starfsmenn sína. Flagan er á stærð við hrísgrjón og mun gera starfsmönnum kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvukerfi og jafnvel kaupa í matinn.

Nýr viti mun rísa við Sæbraut

Mon, 07/24/2017 - 14:10
Um tíu ár eru síðan innsiglingarvitinn í turni Sjómannaskólans við Háteigsveg hvarf nánast úr augsýn sjómanna, eftir að ýmsar turnbyggingar voru reistar við Höfðatorg. Nú horfir til breytinga, en í bígerð er nýr viti sem staðsettur verður á landfyllingu við Sæbraut.

Fram - Leiknir R., staðan er 3:0

Mon, 07/24/2017 - 14:03
Fram og Leiknir R. mætast í 14. umferð 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, á Laugardalsvellinum kl. 19.15. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Bieber hættir við tónleikaferðina

Mon, 07/24/2017 - 13:49
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur hætt við Purpose World-tónleikaferð sína vegna „ófyrirsjánalegra aðstæðna“. BBC hefur þetta eftir útgefanda Bieber, sem átti eftir að koma fram á 14 tónleikum til viðbótar í Asíu og Bandaríkjunum á næstu þremur mánuðum.

Eldislax veiðist í Laxá í Aðaldal

Mon, 07/24/2017 - 13:30
Jón Sigurðsson var á veiðum fyrir neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal í gær og veiddi þar fisk sem allt bendir til að sè eldislax.

Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

Mon, 07/24/2017 - 13:20
Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember.

Borgaði yfir milljarð til að skipta um lið

Mon, 07/24/2017 - 13:17
Pablo Fornals hefur gengið í raðir spænska knattspyrnufélagsins Villarreal frá Málaga. Félagsskiptin eru mjög sérstök að því leyti að hann borgaði kaupverðið, sem nam 10,7 milljónum punda, eða tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna, úr eigin vasa til að fá þau í gegn.

Húsin fljóta um á firðinum

Mon, 07/24/2017 - 12:29
Lögregla og björgunarfólk í bænum Utvik í fylkinu Sogn og Fjordane á vesturströnd Noregs unnu að því hörðum höndum í nótt og langt fram á daginn í dag að rýma íbúðarhús í miðbænum, það er að segja þau sem ekki flutu þegar um úti á bæjarfirðinum Nordfjord.

Of þungar rútur aka um Þingvelli

Mon, 07/24/2017 - 11:55
Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn.

Kushner neitar samvinnu við Rússa

Mon, 07/24/2017 - 11:03
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, varði gjörðir sínar í forsetaframboði Trumps á síðasta ári. Kushner gaf í dag vitnisburð fyrir öldungadeildaþingnefnd Bandaríkjaþings sem rannsakar meint afskipti rússneskra ráðamanna af forsetakosningunum.

Robert Downey ekki með virk réttindi

Mon, 07/24/2017 - 10:52
Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur ekki óskað eftir því að lögmannsréttindi sín verði endurvirkjuð, og er því ekki á skrá Lögmannafélags Íslands yfir lögmenn hér á landi.

Everton með nýtt og betra tilboð í Gylfa

Mon, 07/24/2017 - 10:42
Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur lagt fram tilboð upp á 45 milljónir punda í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, ef marka má heimildir Sky Sports. Swansea hafnaði tilboði upp á 40 milljónir punda frá Everton í síðustu viku.

Bílstjóri flutningabílsins ákærður

Mon, 07/24/2017 - 10:19
Flutningabílsstjórinn sem ók bílnum sem átta manns fundust látin í við Walmart-verslun í San Antonio í Texas á sunnudag, hefur verið ákærður fyrir að flytja ólöglega fólk til landsins aftan í bíl sínum. 28 til viðbót­ar fundust slasaðir eða særðir í bíln­um og létust 2 þeirra eftir komuna á sjúkrahús.

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

Mon, 07/24/2017 - 09:32
Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar.

Fjarskiptatruflanir á Vestfjörðum

Mon, 07/24/2017 - 09:20
Ljósleiðari á Vestfjörðum fór í sundur klukkan hálftvö í dag með þeim afleiðingum að truflanir eru á útvarpssendingum, sjónvarpssendingum og netsambandi. Slitið hefur áhrif á notendur milli Krossholts og Þverár á Barðaströnd.

Pages

Morgunblaðið