Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 44 min ago

Roger Moore látinn

Tue, 05/23/2017 - 06:27
Breski leikarinn Roger Moore er látinn, 89 ára að aldri. Moore lék breska njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum en áður lék hann m.a. í sjónvarpsþáttum um Dýrlinginn, sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu á upphafsárum þess.

Tryggvi, Elín og Ingólfur hætt hjá Íslandsbanka

Tue, 05/23/2017 - 06:21
Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka, Elín Jónsdóttir framkvæmdastjóri VÍB og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka voru meðal þeirra 20 starfsmanna yfirgefa Íslandsbanka í kjölfar skipulagsbreytinga.

„Við erum að skoða okkur um“

Tue, 05/23/2017 - 06:08
Fjölmargir voru mættir við opnun Costco í Kauptúni í morgun. Mbl.is var á staðnum og ræddi við viðskiptavini sem voru að skoða sig um í versluninni og velta fyrir sér verðunum.

Guðni sendi Bretlandsdrottningu samúðarkveðju

Tue, 05/23/2017 - 05:09
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í Manchester í gærkvöldi og beindist sérstaklega að unglingum.

Ráðherra stendur aleinn á evrubolnum

Tue, 05/23/2017 - 05:04
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í uppnámi og að ríkisstjórnin gæti ekki komið sér saman um neitt. „Og forsætisráðherra landsins gerði við þessar aðstæður rétt í því að rjúfa þing og boða til kosninga. Þetta er ónýt ríkisstjórn.“

Georgina var fórnarlamb árásarinnar

Tue, 05/23/2017 - 04:39
Georgina Callander 18 ára félags- og heilsufræðinemi var í hópi þeirra 22 sem létust í sjálfsvígsárása á tónleikum bandarísku söngkonunar Ariana Grande í Manchester Arena tónleikahöllinni í gærkvöldi. Hún er fyrsta fórnarlamb árásarinnar sem hefur greint hefur verið frá nafni á.

Einn handtekinn vegna árásarinnar

Tue, 05/23/2017 - 04:37
Breska lögreglan hefur handtekið 23 ára gamlan karlmann í tengslum við árásina sem var gerð á tónleikum Ariönu Grande í Manchester í gærkvöldi. Alls létust 22 í árásinni og 59 særðust. AFP-fréttastofan segir að liðsmenn Ríkis íslams hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni.

26 flugfélög fljúga til Íslands í sumar

Tue, 05/23/2017 - 04:25
26 flugfélög munu fljúga hingað til Íslands í sumar, en þrjú ný flugfélög munu fljúga hingað til lands yfir sumarmánuðina. Þá hefur þeim flugfélögum sem fljúga hingað allt árið fjölgað jafnt og þétt, en búist er við að 12 heilsársflugfélög fljúgi hingað til lands árið 2017.

Sjáið myndirnar úr Costco

Tue, 05/23/2017 - 04:13
Það var mikil spenna í loftinu rétt áður en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í morgun. Um 50 manns voru fyrir utan rétt áður en bæjarstjóri Garðabæjar og framkvæmdastjóri Costco klipptu á rauðan borða og opnuðu þar með verslunina.

Uppsagnir hjá Íslandsbanka

Tue, 05/23/2017 - 03:34
Vegna skipulagsbreytinga mun starfsmönnum fækka um 20 hjá Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynningu að verið sé að einfalda og aðlaga skipulag bankans að breyttu umhverfi.

Spennt að sjá hvað er þarna inni

Tue, 05/23/2017 - 02:18
„Ég er spennt að sjá hvað er þarna inni. Ég er meðal annars að leita mér að góðum ísskáp,“ segir Eunice í samtali við mbl.is um tuttugu mínútum fyrir opnum Costco.

12 ára lést í umferðarslysi

Tue, 05/23/2017 - 02:18
Í umferðarslysi á Eyjarfjarðarbraut vestari skammt sunnan við Hrafnagili í gærdag lést drengur á þrettánda aldursári en hann var ökumaður lítils bifhjóls sem lenti í árekstri við jeppabifreið. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Höllin full af börnum og unglingum

Tue, 05/23/2017 - 02:13
„Það versta við þetta er að hugsa til þess að höllin var full af börnum og unglingum. Þetta er ung stjarna og þarna hafa verið börn niður í 5-6 ára. Það gerir þetta enn meira sjokkerandi og sorglegt,“ segir Ágústa M. Þórarinsdóttir, ræðismaður Íslands í Manchester.

Bæjarstjórinn klippti á borðann

Tue, 05/23/2017 - 02:10
„Ég er nú aðallega ánægður fyrir hönd íslenskra neytenda. Maður sér það hérna á verðinu að þetta er lægra en annarsstaðar,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson í samtali við mbl.is við opnun Costco í morgun í Kauptúni.

Fjölmenni við opnun Costco

Tue, 05/23/2017 - 01:50
Fjölmenni var komið saman við verslun Costco í Kauptúní Garðabæ, en verslunin opnaði í dag. Margir hafa beðið eftir komu verslunarinnar með eftirvæntingu og hafa um 40.000 manns gerst meðlimir fyrirtækisins. Fylgst var með opnuninni í beinni útsendingu á mbl.is.

Samúðarkveðjur frá Manchester-liðunum

Tue, 05/23/2017 - 01:50
Núverandi og fyrrverandi leikmenn Manchester-liðanna, United og City, og félögin sjálf hafa sent samúðarkveðjur á samfélagsmiðlana í kjölfarið á voðaverkinu sem framið var í Manchesterborg í gærkvöld þar sem á þriðja tug fólks lét lífið í sprengingu í Manchester Arena.

Örin enn í Örvari

Tue, 05/23/2017 - 01:18
Hettumávurinn Örvar, sem hlaut viðurnefni sitt vegna aðskotahlutar eða örvar sem sat föst í hálsi hans í fyrra, er aftur kominn á heimaslóðir í Borgarnesi.

Börn meðal látinna

Mon, 05/22/2017 - 23:14
Lögreglan í Manchester hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi látist þegar hann virkjaði sprengjuna sem hann var með á sér á tónleikunum í Manchester í gærkvöldi. Lögregla hefur hækkað tölu látinna úr 19 í 22. Meðal þeirra eru börn

Óttast um börn og unglinga

Mon, 05/22/2017 - 22:42
Enn er margra ungmenna saknað eftir tónleikana með bandarísku söngkonunni Ariana Grande í Manchester í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum er verið að dreifa myndum af ungmennum sem ekki hafa enn látið vita af sér. 22 létust og yfir 50 eru særðir eftir að sprengja sprakk á leikvanginum í bresku borginni.

Verðið hjá Costco kom N1 á óvart

Mon, 05/22/2017 - 22:30
Bensínverðið hjá Costco er talsvert lægra en stjórnendur N1 bjuggust við. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir forstjóri N1 ótímabært að spá fyrir um hver áhrif Costco á eldsneytismarkað verði, en segir það víst að ekki sé hægt að reka bensínstöð á Costco-verði.

Pages

Morgunblaðið