Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 34 min ago

Varað við hvassviðri eða stormi

Mon, 04/15/2019 - 23:53
Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi með rigningu sunnan- og vestanlands í dag. Geta vindhviður um tíma náð 35-40 m/s við fjöll. Hlýtt er á landinu og víða leysing og því auknar líkur á vatnavöxtum næstu daga, einkum suðaustanlands.

Tókst að bjarga ýmsum gersemum

Mon, 04/15/2019 - 23:07
Það tók slökkviliðsmenn níu klukkustundir að ná tökum á eldinum sem logaði í Notre Dame-dómkirkjunni í París í gær. Þeir lögðu áherslu á að bjarga aðal steinbyggunni, þar á meðal tveimur turnum hennar, og segja það verkefni hafa tekist.

Aðstoðar stjórnvöld í Óman

Mon, 04/15/2019 - 22:30
Í byrjun þessa árs hélt togarinn Victoria til tilraunaveiða á Arabíuhafi, innan lögsögu Óman. Er það í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem togveiðar eru stundaðar á þessu svæði, að undanskildum stuttum tíma upp úr aldamótum.

1.441 umsókn barst um bætur

Mon, 04/15/2019 - 22:30
Alls sótti 1.441 einstaklingur um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun dagana 28. mars, þegar WOW air fór í þrot, og fram til 8. apríl. Af þessum hópi eru 740 fyrrverandi starfsmenn WOW air. Þetta kemur fram í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar um ástandið á vinnumarkaði.

Allt jafn líklegt og ólíklegt

Mon, 04/15/2019 - 22:30
Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi en síðast sást til hans rétt fyrir hádegi 9. febrúar síðastliðinn.

Ferð mjaldranna frestað um sinn

Mon, 04/15/2019 - 22:30
Komu mjaldra-systranna, Litlu-Gráar og Litlu-Hvítar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að mjaldrarnir komi ekki fyrr en í maí eða jafnvel júní.

Vilja „góða blöndu“

Mon, 04/15/2019 - 22:30
„Ég tel ráðherra vera að vinna mjög gott verk í þessum málum. Við viljum hafa góða blöndu af ríkisrekstri og sérfræðirekstri og á þeim nótum hefur ráðherrann einnig talað.“

Náttúruverndarfrumvarp á haustþingi

Mon, 04/15/2019 - 22:30
Umhverfisráðherra hyggst ekki leggja fram frumvarp um breytingar á náttúruverndarlögum á vorþinginu.

„Alveg nógu hvasst og alveg nógu blautt“

Mon, 04/15/2019 - 16:58
„Þetta er ekkert ósvipað og það var á föstudaginn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á vakt um lægðina sem nú nálgast landið. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðarfjörð og miðhálendið.

Kraumuðu enn eldglæður í Æsi

Mon, 04/15/2019 - 16:30
Slökkviliðsmenn á Patrekfirði og Tálknafirði hafa lokið við að slökkva eld í fiskibátnum Æsi, sem eldur kom upp í í kvöld er báturinn var stadd­ur vest­ur af Flat­ey á Breiðafirði. Að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar slökkviliðsstjóra kraumaði enn eldur í glæðum þegar Hafey kom með bátinn að bryggju.

Frúarkirkja í björtu báli (myndasyrpa)

Mon, 04/15/2019 - 16:02
Heimsbyggðin hefur fylgst með fréttum af Notre Dame-dómkirkjunni sem hefur staðið í ljósum logum í París, höfuðborg Frakklands, í dag og í kvöld. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur barist við eldana og í kvöld bárust fréttir af því að tekist hafi að bjarga kirkjunni frá gjöreyðileggingu. Þó er ljóst að tjónið er gríðarlegt.

Birkir Már orðinn þjálfari

Mon, 04/15/2019 - 15:29
Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður í nýju hlutverki í sumar, ásamt því að leika með Íslandsmeisturum Vals.

Notre-Dame bjargað frá gjöreyðileggingu

Mon, 04/15/2019 - 15:00
Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stærstum hluta burðarvirkis Notre-Dame dómkirkjunnar í París frá eyðileggingu á tíunda tímanum í kvöld, en eldur kviknaði í þaki kirkjunnar nú síðdegis í dag. Þetta staðfesti slökkvilið Parísarborgar í kvöld.

Flaug fyrr heim úr fríi og sigraði

Mon, 04/15/2019 - 14:30
„Ég stefni á að vinna við tónlist í framtíðinni,“ segir Aaron Ísak Berry nemandi Tækniskólans sem bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn síðastliðinn.

Nýr 30 metra foss við Dettifoss

Mon, 04/15/2019 - 14:00
„Þetta gekk bara vel. Við búumst við að hafa einnig lokað á morgun en tökum stöðuna í fyrramálið,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður Vatna­jök­ulsþjóðgarðs um lokun að Dettifossi. Ófært er að fossinum vegna leysingavatns og því var ákveðið að loka í morgun.

ÍR - Stjarnan, staðan er 33:45

Mon, 04/15/2019 - 13:57
ÍR fær heimsókn frá Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta kl. 20:15 í kvöld. ÍR er með 2:1-forskot í einvíginu og tryggir sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld.

Fyrsta þrívíddarprentaða hjartað

Mon, 04/15/2019 - 13:45
Vísindamenn í Ísrael afhjúpuðu í dag hjarta sem prentað var í þrívíddarprentara. Hjartað inniheldur líkamsvef og æðar. Hjartað var kynnt í háskólanum í Tel Aviv og sagt vera læknisfræðilegt afrek sem færir læknavísindin framar í því að auka möguleika við líffæraígræðslur.

Ekki víst að Notre Dame verði bjargað

Mon, 04/15/2019 - 13:33
Ekki er öruggt að hægt verði að bjarga Notre Dame dómkirkjunni í París og segir slökkvilið borgarinnar næstu stundir ráða miklu.„Það er ekki öruggt að okkur takist að stöðva útbreiðslu eldsins í átt að nyrðri klukkuturninum. Ef hann hrinur þá getur maður rétt svo ímyndað sér skaðan.“

Íslandsmeistararnir í úrslit

Mon, 04/15/2019 - 13:29
Íslandsmeistarar KR eru komnir áfram í úrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 108:93-sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í fimmta leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld.

„Ég veit að þetta er ekki manneskja“

Mon, 04/15/2019 - 12:34
„Ég er í algjöru sjokki. Þetta er mjög átakanlegt. Ég veit að þetta er ekki manneskja en ég er eiginlega hissa á því hversu mikið þetta fær á mig,“ segir Kristín Jónsdóttir, betur þekkt sem Parísardaman, um brunann í Notre Dame-kirkjunni í París í Frakklandi.

Pages

Morgunblaðið