Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 35 min ago

„Hættið að hringja í neyðarlínuna“

Mon, 11/20/2017 - 04:49
Breska lögreglan hefur beðið stuðningsmenn West Ham knattspyrnuliðsins að hætta að hringja í neyðarlínuna til þess að kvarta yfir gengi liðsins.

Þrír fluttir á Landspítalann

Mon, 11/20/2017 - 04:36
Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins.

Íslandsmeistari sex mánuðum frá barnsburði

Mon, 11/20/2017 - 04:16
Andri Nikolaysson Mateev úr FH og Guðrún Jóhannsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur urðu Íslandsmeistarar í skylmingum með höggsverði í gær, en mótið fór fram í Baldurshaga í Laugardalnum.

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

Mon, 11/20/2017 - 03:58
„Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

„Betra að vanda sig í upphafi“

Mon, 11/20/2017 - 02:56
„Við erum að vanda okkur, þetta skiptir máli. Við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir fund sinn með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun.

300 manns gáfu íslenskum börnum föt

Mon, 11/20/2017 - 02:48
Tæplega 300 manns komu og gáfu föt í árlega fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla sem fór fram í gær, í tilefni af degi mannréttinda og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin gekk vonum framan og tókst að fylla 20 rúmmetra sendiferðabíl af fötum og gott betur en það.

Baldur bilaður og ferðir falla niður

Mon, 11/20/2017 - 02:43
Vegna bilunar í aðalvél farþegaferjunnar Baldurs hafa allar ferðir hennar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey verið felldar niður.

„Ætluðum að vera komin lengra“

Mon, 11/20/2017 - 02:35
„Þetta er verk sem tekur nokkra daga, kannski aðeins lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir en það hefur ekkert komið upp á sem veldur manni áhyggjum. Þetta er bara þannig að allir vilja vanda sig,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fund sinn með formönnum VG og Framsóknarflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun.

Þurfa að finna lendingu í mörgum málum

Mon, 11/20/2017 - 02:18
Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem þau reyna að mynda nýja ríkisstjórn. „Það liggur fyrir fyrirfram að hér eru þrír ólíkir flokkar og það eru mörg mál sem þarf að finna lendingu í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir fundinn.

Fundað um Öræfajökul í dag

Mon, 11/20/2017 - 02:04
Fundað verður um stöðu mála í Öræfajökli hjá almannavörnum klukkan 11:00. Að sögn Hjálmars Björgvinssonar, deildarstjóra hjá almannavörnum, er fyrst og fremst um stöðufund að ræða þar sem farið verður yfir gögn og bækur bornar saman.

Evran lækkar í kjölfar viðræðuslita

Mon, 11/20/2017 - 01:49
Evran hefur lækkað talsvert gagnvar helstu gjaldmiðlum og hlutabréfavísitalan í Þýskalandi hefur einnig lækkað í morgun í kjölfar þess að viðræður um myndun ríkisstjórnar runnu út í sandinn í Þýskalandi í gærkvöldi.

Vonskuveður í vændum

Mon, 11/20/2017 - 00:33
Hríðarbakki er væntanlegur úr norðri og síðdegis, upp úr kl. 16-17, mun veður versna til muna norðanlands og eins á norðanverðum Vestfjörðum.

Fagna 70 ára brúðkaupsafmæli

Sun, 11/19/2017 - 23:28
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins fagna í dag sjötíu ára brúðkaupsafmæli. Deginum verður fagnað með nánustu ættingjum.

Frakkar fyrstir til að rétta hjálparhönd

Sun, 11/19/2017 - 23:13
Frakkar eru fyrsta ríkið sem hefur boðist til þess að taka á móti afrískum flóttamnnum sem var bjargað úr flóttamannabúðum í Líbýu fyrr í mánuðinum af starfsmönnum flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.

Sigursæl á leið á EM

Sun, 11/19/2017 - 23:05
Sundfólkið Hrafnhildur Lúthersdóttir og Aron Örn Stefánsson úr SH unnu til fimm gullverðlauna í einstaklingsgreinum um helgina á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug.

Stormviðvörun á morgun

Sun, 11/19/2017 - 22:40
Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða éljum um landið norðanvert frá þriðjudegi til föstudags. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, segir í athugasemd á vef Veðurstofu Íslands.

Charles Manson er látinn

Sun, 11/19/2017 - 22:05
Banda­ríski fjölda­morðing­inn Char­les Man­son er látinn 83 ára að aldri. Hann hefur eytt nánast öllum fullorðinsárum sínum í fangelsi en hann var dæmd­ur til dauða fyr­ir morðið á leik­kon­unni Sharon Tate auk fleiri morða árið 1969. Dómn­um var síðar breytt í lífstíðarfang­elsi.

Skýrslan um neyðarlánið í janúar

Sun, 11/19/2017 - 21:30
Skýrsla sem Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið verið með í vinnslu og lýtur að veitingu þrautavaraláns til Kaupþings í október 2008 mun að öllum líkindum líta dagsins ljós í janúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Músagangur slær met

Sun, 11/19/2017 - 21:30
Músagangur hefur verið áberandi í sveitum á Suðurlandi að undanförnu svo bændur þar muna vart annað eins.

Brjóta lög á eigendum

Sun, 11/19/2017 - 21:30
„Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að fara inn í húsnæði og bola annarri starfsemi út,“ segir Magnús Árnason, eigandi flugeldasölunnar Gullborgar við Bíldshöfða 18.

Pages

Morgunblaðið