Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 14 min ago

Eina sem ég fékk var þakíbúð í New York

Fri, 11/15/2019 - 07:00
„Markaðsstefna er að hafa sýn og vita hvar vörumerkið á að vera eftir 3, 5 eða 10 ár,“ sagði Guðlaugur Aðalsteinsson, hönnunarstjóri Íslensku auglýsingastofunnar, í erindi sínu á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, sem haldinn var í Hádegismóum í gær.

Guardiola vill varnarmenn Leicester City

Fri, 11/15/2019 - 06:45
Varnarmenn Leicester City, Jonny Evans og Caglar Soyuncu, eru sagðir á óskalista Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, nú þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Frá þessu greinir Sky Sports.

Arnar Sveinn og Þórir á förum?

Fri, 11/15/2019 - 06:05
Þórir Guðjónsson og Arnar Sveinn Geirsson, leikmenn meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu, gætu verið á förum frá félaginu.

Húsfyllir á morgunverðarfundi Árvakurs

Fri, 11/15/2019 - 05:42
Morgunverðarfundur Árvakurs um markaðsmál sem haldinn var í gær var fjölsóttur og vel heppnaður.

„Opnum í nóvember ef guð og rafverktakar lofa“

Fri, 11/15/2019 - 05:41
„Við erum að ráðgera að opna í nóvember ef guð og rafverktakar lofa,“ segir athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson í samtali við blaðamann mbl.is.

Borgin gefur út íbúðakvóta

Fri, 11/15/2019 - 05:21
Með nýja hverfisskipulaginu í Reykjavík verða grenndarkynningar óþarfar í hverfum sem fá slíkt skipulag. Þá verður auðveldara fyrir húseigendur að sækja um breytingar á húsnæðinu. Breytingunum er ætlað að stuðla að fjölgun íbúða og skapa um leið verðmæti fyrir húseigendur.

Síldarvinnslan segir frétt ranga

Fri, 11/15/2019 - 05:02
Síldarvinnslan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hafnað er frétt sem birtist í morgun um að Síldarvinnslan hefði óskað eftir leiðbeiningum frá Samherja um hvernig blekkja mætti Grænlendinga.

Mynd Hildar nálgast milljarð dala

Fri, 11/15/2019 - 04:36
Kvikmyndin Jókerinn hafði halað inn 990 milljón dala fyrir þessa sýningarhelgi. Fullvíst má telja að milljarðasti dalurinn verði greiddur í aðgangseyri næstu daga. Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir kvikmyndina.

Nýju lögin greiða fyrir Strætó

Fri, 11/15/2019 - 04:22
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að með nýjum umferðarlögum sem taka gildi 1. janúar verði heimilt að stöðva ökutæki á hringtorgum.

Alfreð ekki með til Moldóvu

Fri, 11/15/2019 - 04:16
Alfreð Finnbogason verður frá í einhvern tíma.

Mikilvægasta leitarvélin

Fri, 11/15/2019 - 04:00
Fyrirtækjastjórnendur vanmeta oft mikilvægi þess að byggja upp vörumerki til lengri tíma í stað þess að einblína á skammtímaaðgerðir til að örva sölu. Þetta segir Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Markaðsakademíunni.

Íslenskir grínistar á ferðalagi um Kína

Fri, 11/15/2019 - 03:15
„Við erum gríðarlega ánægðir með ferðina fram til þessa, en þetta er auðvitað allt öðruvísi land,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson.

Borgin styður uppljóstrara

Fri, 11/15/2019 - 03:11
Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum boðið upp á svonefndan hnapp til að gera einstaklingum kleift að koma á framfæri upplýsingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina styðja rétt uppljóstrara.

Fara heimaleikir Íslands fram erlendis?

Fri, 11/15/2019 - 02:37
Ákvörðun um hvar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í umspilsleikjunum um sæti á Evrópumótinu verður tekin í nóvember.

Smjörkjúklingurinn sem skóf burt kílóin

Fri, 11/15/2019 - 02:33
Til er sú uppskrift sem sögð er bæði bragðgóð og grennandi. Svo góð að kona nokkur í Ástralíu létti sig um heil 55 kíló með breyttu mataræði og þakkar þessari uppskrift fyrir það.

Hvað er hringtorg?

Fri, 11/15/2019 - 02:33
Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg þó að það liggi í hring, en hvað segja umferðarlögin og hvers vegna skiptir það máli?

Líkir konu sinni við íslenskan fjárhirði

Fri, 11/15/2019 - 01:59
Hollywood-leikarinn Chris Pratt er staddur á Íslandi við tökur á myndinni The Tomorrow War. Pratt gaf í skyn í gær, fimmtudag, að eiginkona sín væri ekki stödd á Íslandi og birti þess í stað mynd af henni sem var tekin á stað sem honum fannst líkjast Íslandi.

Tvær konur fundust myrtar í Danmörku

Fri, 11/15/2019 - 01:55
39 ára gamall karlmaður er í haldi dönsku lögreglunnar eftir að tvær konur fundust myrtar. Lík kvennanna fundust á heimilum þeirra í bæjunum Ruds-Vedby og Kundby í morgun og talið er að tengsl séu á milli þeirra.

Sextán banvænar sekúndur

Fri, 11/15/2019 - 01:53
Nathaniel Berhow varð sextán ára í gær. Hann hélt upp á daginn með því að mæta með skammbyssu í skólann sinn, Saugus-menntaskólann í Santa Clarita í Kaliforníu, og skjóta tvo samnemendur sína til bana og særa þrjá áður en hann beindi byssunni að eigin höfði. Þetta tók sextán sekúndur.

Norskur laxeldisrisi rannsakaður í Bandaríkjunum

Fri, 11/15/2019 - 01:52
Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að hefja sakamálarannsókn vegna mögulegs verðsamráðs laxeldisfyrirtækja sem framleiða norskan eldislax.

Pages

Morgunblaðið