Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 50 min 8 sec ago

Tekur Barcelona áhættuna með Neymar?

Sat, 04/22/2017 - 15:39
Áhöld eru um það hvort leikja bannið sem spænska knattspyrnusambandið úrskurðaði Neymar, leikmann Barcelona, í vegna háttsemi hans eftir að hafa verið vísað af velli með rauðu spjaldi í deildarleik liðsins gegn Malaga á dögunum sé í gildir eður ei.

Litlu munar á Le Pen og Macron

Sat, 04/22/2017 - 14:46
Augu heimsins eru nú á frönsku forsetakosningunum og Marine Le Pen, frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar, en kosningarnar fara fram á morgun. Hún mælist önnur í skoðanakönnunum, rétt á eftir sjálfstæða frambjóðandanum Emmanuel Macron, en frambjóðendur rótgrónu flokkanna koma í þriðja og fjórða.

Furðuhrútur með samvaxin horn

Sat, 04/22/2017 - 14:28
„Við höldum að það sé einhverskonar stökkbreyting sem veldur þessum undarlega vexti hornanna. Móðir hans og faðir eru ekki ferhyrnd eða neitt slíkt, og það er ekkert ferhyrnt fé í okkar kindum, svo ekki hefur hann fengið þetta með genunum," segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti. 

Gylfi nálgaðist Kevin De Bruyne

Sat, 04/22/2017 - 13:08
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Swansea City, lagði upp annað mark liðsins gegn Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. Gylfi Þór og Chrisitan Eriksen, leikmaður Tottenham Hotspur, hafa báðir lagt upp 12 mörk í deildinni á timabilinu og eru einni stoðsendingu á eftir Kevin De Bruyne, leikmanni Manchester City sem trónir á toppi listans yfir flestar stoðsendingar í deildinni á leiktíðinni.

Fjórhjólaslys í Víðidal

Sat, 04/22/2017 - 13:08
Fjórhjólaslys varð í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu um hálffimmleytið í dag þegar karlmaður féll af hjóli sínu og meiddist á baki.

Lét meiðslin ekki stöðva sig

Sat, 04/22/2017 - 13:00
Tíundi flokkur Þórs á Akureyri í körfubolta fór með sigur af hólmi á Scania Cup í Svíþjóð á dögunum. Leikstjórnandi liðsins, hinn 15 ára gamli Júlíus Orri Ágústsson, fékk þær upplýsingar frá sænskum lækni fyrir úrslitaleikinn að hann væri mögulega fingurbrotinn á skothendinni.

Byggfræ staðfesta aldur skálans

Sat, 04/22/2017 - 12:41
Niðurstöður úr aldursgreiningu á byggkornum sem fundust við fornleifauppgröft í Lækjargötu hafa staðfest að fornminjarnar eru frá fyrstu árum byggðar á Íslandi.

Svekkt að hafa ekki landað 1. sætinu

Sat, 04/22/2017 - 11:00
Lilja Ingvadóttir keppti í fitness um páskana og er dálítið skúffuð yfir því að hafa lent í 2. sæti. Hún segir að dómarar hafi verið að leita að mýkri línum í ár.

Óskipulagður og léleg þjónusta

Sat, 04/22/2017 - 10:56
Keflavíkurflugvöllur er löngu sprunginn og þjónustar flugstöðin ferðamenn illa. Sæti eru alltof fá fyrir brottfararfarþega og skipulagið slæmt. Þetta er mat ferðabloggara sem skrifar um reynslu sína af flugvellinum á vef Seattle Times.

Svona lítur Cafe París út eftir breytingarnar

Sat, 04/22/2017 - 10:50
Eitt af kennileitum miðborgarinnar, Cafe París, opnar á ný eftir gagngerar endurbætur. Að sögn eins eigenda staðarins, Sigurgísla Bjarnasonar, er markmiðið að færa staðinn aftur nær því sem hann var í upphafi og verður frönsk bistro-stemning allsráðandi.

Afturelding - FH, staðan er 25:28

Sat, 04/22/2017 - 09:26
Afturelding og FH mætast í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni að Varmá klukkan 15.00 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Chelsea - Tottenham, staðan er 1:0

Sat, 04/22/2017 - 09:22
Chelsea og Tottenham Hotspur mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla á Wembley klukkan 16.15 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Kynntist ástinni á æskuslóðum

Sat, 04/22/2017 - 09:22
„Þetta var rosalega góð upplifun,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir um reynsluna af að leika í kvikmyndinni Ég man þig sem frumsýnd verður 5. maí. Hún leggur stund á nám í kvikmyndaleikstjórn í New York en segir að í gegnum leik sinn í myndinni hafi hún uppgötvað sig upp á nýtt sem leikkonu.

Gylfi lagði upp mark í lífsnauðsynlegum sigri

Sat, 04/22/2017 - 08:53
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn og lagði upp fyrra mark Swansea sem vann gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Swansea vann þá heimasigur á Stoke, 2:0, en er engu að síður enn í fallsæti.

Eldur á þaki Hagaskóla

Sat, 04/22/2017 - 08:50
Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálffjögur í dag vegna elds í Hagaskóla. Þegar slökkvilið mætti á svæðið kom í ljós að kveikt hafði verið í blaðabunka á þaki skólans.

Betur fór en á horfðist

Sat, 04/22/2017 - 08:15
Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í barnaherberbergi á ann­arri hæð í sjö hæða fjöl­býl­is­húsi í Þver­brekku 2 í Kópa­vogi fyrir hádegi í dag. Ein kona var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en börnin voru nýfarin út úr íbúðinni.

Hefur kostað tugi milljóna

Sat, 04/22/2017 - 08:09
Bryndís Jónsdóttir, eigandi Talent ráðninga og ráðgjafar, segir að fyrirtæki sitt hafi tapað háum fjárhæðum, tugum milljóna króna, vegna notkunar Fast ráðninga á léninu talent.is. Neytendastofa úrskurðaði nýverið að Talent ráðningar og ráðgjöf ættu einkarétt á auðkenninu Talent.

Sjúkraflutningamenn segja upp

Sat, 04/22/2017 - 06:45
Fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa sagt upp störfum. Ástæðan er meðal annars sú að ekki hafa verið bætt kjör og form á ráðningum þeirra þrátt fyrir bókun um slíkt í kjarasamningi frá desember 2015.

Skutu á allt sem hreyfðist

Sat, 04/22/2017 - 06:40
Árás sem talibanar stóðu fyrir á herstöð í Afganistan í gær er ein sú mannskæðasta sem afganski herinn hefur orðið fyrir í átökum við talibana. Ríflega 100 afganskir hermenn létust eða særðust í árásinni að sögn varnarmálaráðuneytisins þar í landi. Árásarmennirnir voru klæddir eins og hermenn.

Hótelið opnar á ný eftir árásirnar

Sat, 04/22/2017 - 06:18
Réttarhöld yfir 33 einstaklingum, þar af sex lögreglumönnum, vegna skothríðar við hót­el í Sous­se í Túnis árið 2015 hefjast 26. maí næstkomandi. Í árásinni létust 38 manns, flestir þeirra voru breskir ferðamenn.

Pages

Morgunblaðið