Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 50 min 42 sec ago

Finnur til með öllum sem sitja á þingi

Mon, 09/18/2017 - 15:00
Fullt hús er á fundi Samfylkingarinnar í Gerðubergi þar sem flokksmenn ræða nú næstu skref og komandi alþingiskosningar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingmaður, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi kosningum og segist finna til með öllum sem sitja á þingi.

Síðasti séns Suu Kyi að breyta stefnu

Mon, 09/18/2017 - 14:35
Búist er við að Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, muni á morgun rjúfa þögn sína varðandi ofsóknir sem rohingja-fólk, minnihlutahópur múslima í Rakhine héraði hefur sætt af höndum hersins í Búrma undanfarið. Ráðamenn annarra ríkja vöruðu hana í dag við afleiðingum þess að gera ekkert.

Framarar kræktu í eitt stig

Mon, 09/18/2017 - 14:15
Eftir útreið í fyrsta leiknum í Olís-deildinni þá krækti Fram í stig í viðureign sinni við Stjörnuna í TM-höllinni í kvöld í viðureign liðanna í 2.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Aron Dagur Pálsson var nærri að tryggja Stjörnunni sigur en bylmingsskot hans á síðustu sekúndu leiksins hafnaði í stöng Fram-marksins.

Senda 3.000 hermenn til Afganistan

Mon, 09/18/2017 - 14:07
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að yfir þrjú þúsund bandarískir hermenn komi til með að fara til Afganistan sem liður í nýrri áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta til að vinna stríði sem dregist hefur í næstum 16 ár.

Kraftaverk að Jói og Gugga lifi

Mon, 09/18/2017 - 14:06
Jói og Gugga urðu þekkt á einni nóttu þegar þau voru í óreglu. Í dag eru þau edrú og þykja þau hafa náð ótrúlegum árangri á vegferð sinni.

Búið að tengja 85% barna við foreldra

Mon, 09/18/2017 - 13:15
Búið er að tengja um það bil 85% barna undir 18 ára við foreldra sína í Þjóðskrá. Þetta kemur fram í svari Þjóðskrár Íslands við fyrirspurn mbl.is en um er að ræða átak sem ráðist var í til samræmis við þingsályktunartillögu um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra.

Ísland hóf keppni á stórsigri

Mon, 09/18/2017 - 13:06
Ísland hóf undankeppni HM kvenna í knattspyrnu á 8:0-sigri gegn Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 4:0 og íslenska liðið hafði algjöra yfirburði gegn frænkum sínum allan leikinn.

Erfitt að flýta landsfundi

Mon, 09/18/2017 - 12:50
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að erfitt gæti reynst að flýta landsfundi flokksins. Breyttar aðstæður ríkja í stjórnmálum í landinu eftir að slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu.

Ísland - Færeyjar, staðan er 2:0

Mon, 09/18/2017 - 11:33
Ísland og Færeyjar mætast kl. 18.15 á Laugardalsvelli í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Þrjátíu tonna skepna synti undir bátinn

Mon, 09/18/2017 - 11:20
Þau Hreinn Ásgeir og Mona Hauger teljast ung í skútuheiminum, hafa aðeins siglt í þrjú ár, en víluðu ekki fyrir sér að sigla frá Noregi til Íslands í sumar. Blaðamaður þáði kaffisopa hjá þeim skötuhjúum um borð í skútunni Elviru þar sem hún lá við bryggju á Flateyri, á æskuslóðum Hreins Ásgeirs, en hann er fæddur og uppalinn á bóndabænum Hrauni á Ingjaldssandi í Önundarfirði.

Kveiktu í heimilislausum manni

Mon, 09/18/2017 - 11:10
Réttarhöld fara nú fram í Bretlandi yfir tveimur mönnum sem kveiktu í heimilislausum manni þar sem hann svaf í svefnpoka í bílastæðahúsi í bænum Tunbridge Wells í mars á þess ári.

Uppreist æra í 10 kynferðisbrotamálum

Mon, 09/18/2017 - 10:55
Í tíu skipti sem veitt hefur verið uppreist æra frá árinu 1995 var það vegna kynferðisbrota, þar af í fjögur skipti vegna barnaníðs. Nokkur málanna hafa þegar vakið athygli og er eitt þeirra sagt málið sem felldi ríkisstjórnina. Elsti dómurinn sem tengist kynferðisbroti er frá 1978.

Sjálfstæðisflokkur og VG með mest fylgi

Mon, 09/18/2017 - 10:09
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru þeir flokkar sem njóta mests fylgis samkvæmt skoðanakönnun sem Zenter rannsóknir gerðu eftir að greint var frá stjórnarslitum í lok síðustu viku. Fylgi Viðreisnar mælist hins vegar 2,7% og fylgi Samfylkingar 9%.

Segja frá morðum og nauðgunum

Mon, 09/18/2017 - 09:23
„Þeir brenndu dóttur mína lifandi. Þegar við snerum aftur í húsið sá ég ekkert nema svartar leifar af höfuðkúpu hennar. Mér finnst ég ömurleg móðir; ég bjargaði mínu lífi en ekki lífi dóttur minnar.“

500 evra seðlar stífla salerni í Sviss

Mon, 09/18/2017 - 09:03
Svissneskir saksóknarar rannsaka nú hvers vegna 500 evra seðlum í tugþúsundatali var sturtað niður í salerni í borginni Genf. Seðlarnir fundust þegar klósettlagnir í útibúi UBS banka og þremur veitingastöðum í nágrenninu voru opnaðar.

32 einstaklingar á 21 árs tímabili

Mon, 09/18/2017 - 08:50
Á 21 árs tímabili, frá 1995 til 2016 fengu 32 einstaklingar veitta uppreist æru. Allir eru þeir karlmenn og voru þyngstu dómarnir upp á 16 ár fyrir manndráp. Þá höfðu tíu þeirra hlotið dóma fyrir kynferðisbrot, meðal annars fjórir fyrir barnaníð.

Bjarni tilkynnir þingrof

Mon, 09/18/2017 - 08:41
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur tilkynnt um það á Alþingi að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og að boðað verði til kosninga sama dag. Í ræðu sinni las forsætisráðherra upp bréf forseta en samkvæmt 13. gr. stjórnarskrárinnar lætur forsetinn ráðherra framkvæma vald sitt.

Búast má við umferðartöfum á Vífilsstaðavegi

Mon, 09/18/2017 - 08:27
Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar/Brúarflatar í Garðabæ eru komnar langt á veg. Þessa dagana er verið að vinna við hellulögn á hraðahindrunum við hringtorgið á Vífilsstaðavegi. Á meðan á þeirri vinnu stendur verða miklar tafir á umferð um Vífilsstaðaveg þar sem loka þarf akreinum á meðan unnið er að hellulögninni.

Engin skýr niðurstaða

Mon, 09/18/2017 - 08:27
Engin skýr niðurstaða var á fundi forseta Alþingis með formönnum þeirra flokka sem sitja á Alþingi sem fram fór fyrr í dag. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir fundinn hins vegar hafa verið góðan.

Sérsveitin vísaði manni frá þinghúsinu

Mon, 09/18/2017 - 08:26
Lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra vísuðu fyrr í dag manni frá Alþingishúsinu sem hafði látið ófriðlega fyrir utan húsið.

Pages

Morgunblaðið