Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 59 min ago

Tengsl við stóriðju aðeins eitt atriði

Thu, 03/23/2017 - 11:40
Þeir sem standa að almennri rannsókn Háskóla Íslands á mergæxlum ætla að taka þrjú ár að fá inn blóðprufur þeirra sem samþykkt hafa að vera með í rannsókninni. Síðan verður öllum þátttakendum fylgst eftir í 5-7 ár.

Markið sem allir eru að tala um (myndskeið)

Thu, 03/23/2017 - 10:46
Það má með sanni segja að óvenjulegum brögðum hafi verið beitt í sænsku B-deildinni í handknattleik á dögunum þegar hreint ótrúlegt mark var skorað.

Greiðir 66°Norður 186 millj­ón­ir

Thu, 03/23/2017 - 10:02
Félagið Molden Enterprises Limited var dæmt fyrir Hæstarétti til að greiða Sjóklæðagerðinni ehf. rúmar 186 milljónir króna vegna dómsmáls sem fyrrverandi forstjóri fataframleiðandans vann gegn því fyrir Hæstarétti nokkru áður.

Ósáttur við Valsmenn – „Forkastanleg vinnubrögð“

Thu, 03/23/2017 - 09:25
„Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik, við mbl.is en hann er ósáttur við hvernig staðið var að því að tilkynna það að honum yrði ekki boðinn nýr samningur sem þjálfara liðsins.

Fær að syngja í gegnum beina útsendingu

Thu, 03/23/2017 - 09:19
Rússneska söngkonan Yuliya Samoilova má nú taka þátt í Eurovision en aðeins með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu þar sem stuðst er við gervihnött. Hún fær ekki að koma til Úkraínu.

Var að fagna brúðkaupsafmæli

Thu, 03/23/2017 - 09:09
Þriðja fórnarlamb árásarmannsins í London sem nafngreint er var Bandaríkjamaðurinn Kurt Cochran. Hann var að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt ásamt eiginkonu sinni, Melissu.

Ursus ehf. tapaði í Hæstarétti

Thu, 03/23/2017 - 08:47
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Seðlabanki Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. voru sýknuð af tæplega tveggja milljarða króna kröfu félagsins Ursus ehf. sem er í eigu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar.

Nafn árásarmannsins birt

Thu, 03/23/2017 - 08:38
Breska lögreglan hefur gefið upp nafn árásarmannsins sem varð þremur að bana í nágrenni Westminster í gær er hann ók inn í hóp fólks og stakk svo lögreglumann til bana. Maðurinn var síðar skotinn af lögreglumönnum.

Ekki gert ráð fyrir tveimur mömmum

Thu, 03/23/2017 - 08:19
Unglingar sem eiga tvær mömmur eða tvo pabba áttu erfitt með að svara spurningum í forprófi PISA-prófsins á dögunum þar sem spurt var út í fjölskylduhagi, þar á meðal menntun og störf mömmu og pabba.

Sjöföldun á erlendum sendingum

Thu, 03/23/2017 - 06:29
Pósturinn hefur vart undan við að afgreiða sendingar og þarf að ráðast í framkvæmdir til að mæta álaginu. Vatnaskil urðu 2013 þegar Íslendingar uppgötvuðu kínversku netverslunina AliExpress og í framhaldinu aðrar sambærilegar vefverslanir.

Fólk vart um sig eftir árásina

Thu, 03/23/2017 - 06:25
„Fólk er slegið og í neðanjarðarlestinni í morgun þá var þögn,“ segir Atli Már Sigurðsson, staðgengill sendiherra Íslands í Bretlandi. Sendiráð Íslands er ekki langt frá Westminster, þar sem fjórir léstust og yfir 40 slösuðust er maður ók inn í hóp fólks

Bíll sem vopn: Hvers vegna?

Thu, 03/23/2017 - 06:22
Á skömmum tíma hafa verið gerðar að minnsta kosti þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir þar sem bíl er ekið inn í mannfjölda. Sú mannskæðasta var í Nice þar sem 86 létust. Önnur var gerð á markað í Berlín þar sem tólf létust. Í gær ók svo maður á gangandi vegfarendur á Westmintserbrúnni í London.

Pappas: Lítil samkeppni á Íslandi

Thu, 03/23/2017 - 06:02
Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir Costco ekki ætla að velja sér keppinauta á markaðnum. Sérstaða Costco felist í að keppa við svo til alla.

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árásinni

Thu, 03/23/2017 - 05:35
Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni við Westminster í gær, þar sem árásarmaður varð þremur að bana og særði yfir 40 til viðbótar áður en hann var felldur af lögreglu.

Verðlagning á gráu svæði

Thu, 03/23/2017 - 05:24
Sælgætið sem markaðssett er fyrir ferðamenn undir ýmsum nöfnum á borð við „lundaegg“ og „hrossaskítur“ er keypt af Kólus og Freyju áður en því er pakkað í nýjar umbúðir og selt á hærra verði. Tekjur félagsins Ísland Treasures ehf. námu tólf milljónum króna árið 2015.

Vildu ekki mæta Gunnari

Thu, 03/23/2017 - 04:44
Alan Jouban, sá sem Gunnar Nelson vann á UFC-kvöldinu í London um síðustu helgi, segir fjóra bardagakappa hafa neitað tilboði um að keppa við Gunnar áður en að Jouban hafi boðist það.

Jóhannes leikur Guðna og öfugt

Thu, 03/23/2017 - 03:52
„Þetta er hin beina leið í mark,“ segir Jóhannes Kristjánsson eftirherma þegar hann mælir í orðastað Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra. Þeir félagar hafa nú stillt saman strengi sína í dagskránni Eftirherman og orginalinn og skemmta fólki austur á Flúðum annað kvöld og á Hotel Midgard á Hvolsvelli á laugardagskvöldið.

Trans-Atlantic Aviation dæmt til að greiða sænskum sérfræðing 22 milljónir

Thu, 03/23/2017 - 03:38
Flugrekstarfélagið Trans-Atlantic Aviation ehf. hefur verið dæmt til að greiða sænska félaginu Aeropol AB 189.089 evrur, jafnvirði 22,6 milljóna króna, vegna vinnu Anders Lidman, alþjóðlegs sérfræðings á sviði flugréttar.

Gunnar stendur í stað

Thu, 03/23/2017 - 03:32
Þrátt fyrir afar öruggan sigur á Alan Jouban í London um síðustu helgi stendur Gunnar Nelson í stað á styrkleikalista UFC í veltivigt.

Holtavörðuheiði lokuð vegna óhapps

Thu, 03/23/2017 - 03:23
Önnur akreinin er lokuð á hluta af Holtavörðuheiði eftir að vörubíll missti gám af bílnum þar fyrr í morgun. Unnið er að því að koma tækjum á staðinn til að koma gámnum af veginum en mikið rok er á svæðinu.

Pages

Morgunblaðið