Grunaður um að hafa myrt þýskan stjórnmálamann

Morgunblaðið - 11 hours 56 min ago
Maður sem er grunaður um að hafa myrt þýskan stjórnmálamann er talinn tengjast hægriöfgasamtökum í Þýskalandi. Hann sat áður inni fyrir sprengju við heimili hælisleitenda.

Hættuleg möl fjarlægð af veginum

Morgunblaðið - 12 hours 14 min ago
Vegagerðin hefur brugðist við ábendingum um möl á veginum við Vífilsstaðavatn sem fjallað var um á mbl.is 17. júní sl., en Árni Friðleifsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði hana geta verið hættulega hjólreiðafólki og bifhjólamönnum. Mikið væri um hjólreiðar á svæðinu og lögreglunni hefði borist ábending um þetta. Sagði hann að þetta gæti tengst viðgerðum á veginum.

Eyrún framkvæmdastjóri Kjarnans

Morgunblaðið - 12 hours 22 min ago
Eyrún Magn­ús­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans. Hún hefur þegar hafið störf.

Vilja afturkalla umboð stjórnarmanna

Morgunblaðið - 12 hours 31 min ago
Stjórn VR samþykkti í gær að boða fund í fulltrúaráði VR hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna og leggja þar fram tillögu um að afturkalla umboð þeirra sem félagið tilnefnir í stjórn lífeyrissjóðsins. Ástæðan er vaxtahækkun hjá sjóðnum, sem VR telur vinna gegn hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar.

Dagurinn mikilvægur fyrir lýðræðið

Morgunblaðið - 12 hours 38 min ago
104 ár eru í dag liðin frá því að giftar konur fengu kosningarétt og kjörgengi og öðluðust þar með sjálfstæði frá eiginmönnum sínum til pólitískrar þátttöku. Er víða haldið upp á réttindabaráttu kvenna í dag og þeim árangri sem náðst hefur fagnað.

Reðrafjöld á Helgafelli stingur í augu

Morgunblaðið - 13 hours 49 min ago
Getnaðarlimir greyptir í Helgafell við Hafnarfjörð vekja furðu og hneykslan. Og Umhverfisstofnun hefur kært málið til lögreglu. Ef einn byrja, byrja allir, óttast sú sem gekk fram á spjöllin.

Ökumaðurinn er alvarlega slasaður

Morgunblaðið - 14 hours 45 min ago
Ökumaður bílsins sem valt í Norðurárdal í nótt er alvarlega slasaður. Tveir voru í bílnum, karl og kona, og er farþeginn minna slasaður. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausri möl í vegkantinum með þeim afleiðingum að hann valt út af veginum, að sögn lögreglu.

Fylgdarlið hertogahjónanna keyrði á konu

Morgunblaðið - 15 hours 11 min ago
Kona á níræðisaldri liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í umferðarslysi við fylgdarsveit Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju. Hjónin voru á leiðinni með lögreglufylgd frá London til Windsor þegar slysið átt sér stað á um hádegið á mánudaginn.

Sir Alex biðlar til Man. United

Morgunblaðið - 15 hours 21 min ago
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United og goðsögn í sögu félagsins, hefur biðlað til félagsins að fara að sínum ráðum varðandi stöðu ráðgjafa.

Aðeins 4% hafa enga trú á bólusetningum

Morgunblaðið - 15 hours 27 min ago
Tæplega þriðjungur Íslendinga hefur mikla trú á bólusetningum og 96% barna á Íslandi eru bólusett. Frakkar eru sú þjóð heimsins sem hefur minnsta trú á bólusetningum, samkvæmt nýrri rannsókn um afstöðu almennings til bólusetninga. Aðeins 4% Íslendinga hafa ekki trú á bólusetningum.

Gleyma sér í náttúrufegurð Grímseyjar

Morgunblaðið - 16 hours 9 min ago
„Það er orðið mjög algengt að skemmtiferðaskipin komi hingað og stoppi við,“ segir Halla Ingólfsdóttir, eigandi Arctic Trip, ferðaþjónustufyrirtækis í Grímsey.

„Annaðhvort förum við eða deyjum“

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 22:40
„Þegar níu mánaða gömul dóttir mín lést vegna skorts á lyfjum og læknisaðstoð ákvað ég að fara með fjölskyldu mína frá Venesúela áður en eitthvert annað af börnum mínum dæi. Sjúkdómar voru að bera okkur ofurliði. Ég sagði við sjálfan mig; annaðhvort förum við eða við deyjum.“

61,3% vilja undanþágu

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 22:30
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Maskína lét vinna fyrir samtökin Heimssýn dagana 12.-18. júní eru um 61,3% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi því að Ísland fái undanþágu frá orkulöggjöf Evrópusambandsins en um 38,7% eru andvíg.

Samdráttur í sölu á stálbitum

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 22:30
Samdráttur hefur orðið í sölu á stálbitum sem notaðir eru sem burðarbitar í hús, þar sem mikið hefur dregið úr byggingu einbýlishúsa.

Lundavarp fyrr á ferðinni í ár

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 22:30
Almennt hefur aukning verið á ábúð lunda á landinu þó með einhverjum undantekningum. Þetta segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, sem hefur séð um hið árlega lundarall, sem nú stendur yfir, frá 2010.

37% hækkun skatts hjá Reykjavíkurborg

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 22:30
Tekjur Reykjavíkurborgar af fasteignasköttum íbúða og atvinnuhúsnæðis hafa aukist um tæplega 40 þúsund, reiknað á hvern íbúa borgarinnar, á fjórum árum, frá 2014 til 2018. Samsvarar þetta 37,4% hækkun á tímabilinu.

Fá 60 aura fyrir hverja spilun

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 22:30
Íslenskir tónlistarmenn hafa komið efni sínu í talsverða dreifingu gegnum tónlistarveituna Spotify.

Búist við farþegaleyfi fyrir vikulok

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 22:30
Búist er við að prófunum á nýrri ferju Eyjamanna, Herjólfi VI, verði lokið í lok vikunnar og ferjan geti þá fengið skráð farþegaleyfi.

Ráfandi ísbjörn í rússneskri borg

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 16:48
Ísbjörn sást ráfandi við verksmiðju í borginni Norilsk í norðurhluta Rússlands, sem er nyrsta borg í heimi, mörg hundruð kílómetra frá náttúrulegum heimkynnum sínum.

Erilsöm helgi en lögreglan „sæmilega sátt“

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 16:33
Helgin var nokkuð erilsöm hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra en Bíladagar fóru þá fram á Akureyri. 305 verkefni voru skráð í umdæmi lögreglunnar frá hádeginu á fimmtudag og til hádegis í gær.

Pages

Feed aggregator