Þreytt á að vera notuð sem tilraunadýr

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 16:20
Hlaupakonan Caster Semenya segist vera þreytt á því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið sé að nota hana sem tilraunadýr. Sambandið hefur krafist þess að Semenya taki lyf sem bæli niður testó­steronmagnið í líkama hennar.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 16:13
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 22:30 í kvöld. Tveir smáskjálftar hafa mælst í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Mun „sakna blessaðs stríðsins“

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 15:23
Sigmundur Davíð telur málþóf þeirra Miðflokksmanna hafa skilað heilmiklum árangri, án þess þó að segja að „þetta hafi þannig séð endilega verið málþóf.“ Hann vonast til að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína í sumar.

Segir ekki fót fyrir ásökunum um einræði

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 14:28
„Það er ekki fótur fyrir þessu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, innt eftir viðbrögðum við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi vegna skipunar stjórnar í Herjólfi ohf. þar sem hún er sökuð um að stunda stjórnsýslu sem telst til „einræðis“.

Chanel kaupir í 66° Norður

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 14:12
Fjárfestingasjóðurinn Mousse Partners Limited, sem stýrt er af fjölskyldunni sem á tískuhúsið Chanel, hefur fest kaup á tæplega helmingshlut Sjó­klæðagerðar­inn­ar 66° Norður fyr­ir 30 millj­ón­ir evra eða um 3,7 millj­arða ís­lenskra króna.

Blikar endurheimtu toppsætið

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 14:06
Breiðablik endurheimti toppsæti Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu með því að leggja Stjörnuna að velli, 3:1, á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrsta leik níundu umferðarinnar í kvöld.

„Rafmagnað“ andrúmsloft í Hong Kong

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 13:55
„Ólgan í Hong Kong nær miklu dýpra en þetta einstaka frumvarp. Þetta snýr líka að mannréttindum, svo sem málfrelsi og kynfrelsi,“ segir Pétur Hannes Ólafsson íbúi Hong Kong um mótmælaölduna þar. Samkynhneigðir og aðrir minnihlutahópar hafa miklar áhyggjur af stöðunni og mótmæla af hörku.

Lending hjá Flugakademíunni

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 13:48
Eftir fund í morgun þar sem breytingar á kjörum flugkennara hjá Flugakademíu Keilis voru kynntar nánar virðist ríkja almenn sátt um ráðstafanir sem gerðar voru fyrir helgi. Beðist var afsökunar á lakri upplýsingagjöf.

Þjóðverjar stoppaðir af með veggjöld

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 13:39
Veggjöld sem þýsk stjórnvöld hugðust leggja á hraðbrautir Þýskalands uppfylla ekki jafnræðisreglur Evrópusambandsins því þau myndu aðallega leggjast á ökumenn nágrannaríkja Þýskalands. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.

Kaupa 200 nýjar Boeing 737 MAX vélar

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 13:31
IAG, eigandi flugfélagsins British Airways, sem hingað til hefur notast við vélar frá Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing, skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu þess efnis að keyptar verði 200 vélar af tegundinni Boeing 737 Max.

Próflausir á rafbyssu – skutu mann

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 12:15
Lögreglan í Ósló skaut í morgun tæplega sextugan mann í fótinn þar sem enginn viðstaddra reyndist hafa réttindi til að beita rafbyssu en maðurinn gekk berserksgang í sporvagni, sveiflaði hníf í kringum sig og sagðist vera með handsprengju í tösku sem hann bar.

Samkomulag um þinglok í höfn

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 11:12
Samkomulag um þinglok á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu er komið í höfn. Umræðu um þriðja orkupakkanum verður frestað og gildistöku laga um innflutning á ofrosnu kjöti verður sömuleiðis frestað.

11 sem verða 100 á árinu í veislu

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 11:06
Það er ekki á hverjum degi sem 11 manneskjur sem verða hundrað ára á árinu komi saman í gleðskap en það var raunin á Hrafnistu í dag og tilefnið var 75 ára afmæli lýðveldisins. Alls verða 25 Íslendingar 100 ára gamlir á árinu og hefur þeim fjölgað verulega sem ná þessum aldri.

Raab heltist úr lestinni

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 11:00
Dom­inic Raab, fyrr­ver­andi ráðherra Brex­it-mála, heltist í dag úr lest þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti leiðtogi Íhalds­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Fimm standa eftir í baráttunni en tíu sóttust upphaflega eftir leiðtogahlutverkinu.

Pawel forseti út kjörtímabilið

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 10:34
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar tekur við sem forseti borgarstjórnar og verður það að líkindum í þrjú ár. Fyrir lá að svo færi. Hann ætlar að vera „fyrirsjáanlegur, formfastur og sanngjarn.“

Illa bitnir hafa framvísað lyfseðlum

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 10:26
Nokkur dæmi eru um að viðskiptavinir Lyfju í Lágmúla hafi framvísað lyfseðlum vegna mjög slæmra lúsmýsbita að sögn Borghildar Eiríksdóttur, lyfjafræðings í Lyfju. Ráðlagt er að bera sterakrem á bit til að bregðast við bólgum og kláða.

Lance Armstrong á Íslandi

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 08:54
Einn þekktasti hjólreiðamaður allra tíma, Lance Armstrong, hefur undanfarna daga verið hér á landi, en um helgina sást meðal annars til hans í miðbæ Reykjavíkur, auk þess sem hann hjólaði um Heiðmörk, Hengilinn og Reykjadal.

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 08:33
Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.

Angela Merkel titraði og skalf

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 08:06
Angela Merkel, kanslari Þýskalands segist vera við góða heilsu. Áhyggjur af heilsu hennar vöknuðu eftir að hún titraði og skalf við hlið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu fyrr í dag. Merkel segist hafa verið uppþornuð vegna hita.

Smá bið í að Blíða fari aftur að fljóta

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 07:57
Blíða SH-277, fiskiskip sem er strand 1,3 sjómílur frá Stykkishólmi, ætti að komast aftur á flot eftir eina og hálfa til tvær klukkustundir, að sögn þess sem stýrir aðgerðum á vettvangi úr landi.

Pages

Feed aggregator