Sjö ára stúlka lést í haldi

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 22:16
Sjö ára gömul stúlka frá Gvatemala sem fór með ólöglegum hætti yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hún var færð í fangabúðir bandarískra yfirvalda.

Vindur fyrir tvo milljarða

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 21:30
Íslenska sjávarútvegstæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa og hljóðar samningurinn upp á um tvo milljarða króna.

Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 21:30
Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hafa sérstakt leyfi landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum.

Segja prinsinn ábyrgan fyrir morðinu

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 15:50
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag þingsályktunartillögu um að draga til baka hernaðarstuðning Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Þá var samþykkt einróma ályktun um að krónprins Sádi-Arabíu bæri ábyrgð á morðinu að blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Flott frammistaða hjá Degi

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 15:17
Dagur Kár Jónsson átti skínandi leik með liði Flyers Wels þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í austurrísku bikarkeppninni í körfuknattleik í kvöld.

„Munum missa Grænland“

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 15:08
Grænlandsjökull mun hverfa, jafnvel þó að það takist að takmarka losun koltvísýrings og markmiðum Parísarsamningsins verði náð. Eina spurning er bara hversu hratt jökullinn mun bráðna. Danska ríkisútvarpið DR fjallar um nýja rannsókn Jason Box, sérfræðings í jöklarannsóknum.

Valencia hugar að brottför

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 15:00
Antonio Valencia fyrirliði Manchester United er opinn fyrir því að yfirgefa félagið í janúar en hann telur hæpið að vinna til baka traust frá knattspyrnustjóranum José Mourinho.

Liðin sem komust áfram í Evrópudeildinni

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 14:43
Riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu lauk í kvöld og verður dregið til 32-liða úrslitanna á mánudaginn.

Er Little afkastamesti morðingi Bandaríkjanna?

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 14:40
Bandaríska lögreglan hefur staðfest að 78 ára flækingur kunni að vera einn afkastamesti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Búið er að staðfesta að hann hafi myrt rúmlega 40 manns. Sjálfur hefur hann hins vegar játað að hafa myrt 90.

Túrtapparnir festast í leggöngunum

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 14:25
Bandaríska hreinlætisvörufyrirtækið Kimberly-Clark hefur innkallað ákveðna tegund af túrtöppum eftir að hafa fengið kvartanir um að þeir losni í sundur og festist inn í leggöngum kvenna.

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 13:23
„Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af.

Árásarmaðurinn í Strassborg felldur

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 12:46
Franska lögreglan hefur skotið til bana árásarmanninn sem hóf skotárás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudagskvöld. Þrír létust í árásinni og þrettán særðust. BBC greinir frá.

„Fjallið“ stefnir á enn eitt metið

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 12:40
„Ég ákvað með stuttum fyrirvara að taka þátt í þessu móti til þess að skora á sjálfan mig breyta til og fara út úr mínum þægindahring,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson eða „Fjallið“ sem hyggst bæta metið í samanlagðri þyngd í „raw“-kraftlyftingum á Iceland Open-mótinu um helgina.

Haukar - Afturelding, staðan er 13:18

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 12:28
Haukar og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í Schenker-höllinni á Ásvöllum kl. 19.30. Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Stærsta hlutverk Íslendings

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 12:20
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum.

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 12:00
Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu.

Lýsti sig seka um samsæri

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 11:55
Marina Butina, rússneska konan sem bandarísk yfirvöld handtóku í sumar og ákærðu fyrir að ganga erinda rússneskra stjórnvalda, lýsti sig seka um samsæri er hún var leidd fyrir dómara í dag.

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 11:42
„Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“

Létu leigjendurna sofa á vöktum

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 11:15
Dómstóll í Bretlandi hefur gert fjölskyldu leigusala að greiða nærri 250.000 pund (tæpar 40 milljónir kr.) fyrir að vera með 31 leigjanda í fjögurra herbergja parhúsi. Voru leigendurnir látnir sofa á vöktum og nokkrir gistu í segldúkskofa sem hafði verið hróflað upp í garðinum.

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

Morgunblaðið - Thu, 12/13/2018 - 09:21
Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir.

Pages

Feed aggregator