Heimsmeistararnir léku Íslendinga grátt

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 14:32
Frakkland vann 4:0-sigur á Íslandi á Stade de France í kvöld þegar liðin mættust í 2. umferð undankeppni EM karla í knattspyrnu.

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 14:25
„Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa.

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 13:58
Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum.

Átök harðna á Gaza

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 13:46
Tíu flugskeytum var skotið frá Gazasvæðinu í átt að Ísrael í kvöld. Árásin var svar við árás Ísraelshers síðdegis, en sú árás var gerð í hefndarskyni við eldflaugaárásir frá Gaza á bæ í Ísrael síðustu nótt.

Yrði að sjálfsögðu högg

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 12:13
Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu.

Aflýsa öðru flugi frá London

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 11:20
Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst.

Albert byrjar gegn Frökkum

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 11:19
Erik Hamrén hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn byrja leik Íslands við Frakkland á Stade de France kl. 19.45, í undankeppni EM karla í knattspyrnu.

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 10:22
„Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag.

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 10:13
Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig.

Cardiff neitar að borga fyrir Sala

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 09:50
Velska knattspyrnufélagið Cardiff, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni, ætlar ekki að borga franska félaginu Nantes 15 milljónir fyrir framherjann Emiliano Sala. Sala lést í flugslysi á leið frá Nantes til Cardiff, eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverð og Sala var búinn að semja við Cardiff.

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 09:45
Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum.

Viðurkenna yfirráð yfir Gólanhæðum

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 09:45
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir yfirlýsingu þar sem fram kemur að Bandaríkin viðurkenna Gólanhæðir sem hluta af Ísrael.

Vilja Barr í vitnaleiðslu hjá þingi

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 08:23
Þingmenn Demókrataflokksins búa sig nú undir að krefjast þess að skýrsla Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verði gerð opinber. Segir CNN þingmenn setja spurningamerki við ákvörðun dómsmálaráðherrans að ákæra ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar.

Geta fengið flugmiða endurgreidda

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 08:19
Handhafar Visa- og MasterCard-greiðslukorta sem keypt hafa flugmiða hjá gjaldþrota flugfélagi geta átt endurkröfurétt. Korthafar þurfa að gera skriflega athugasemd við færslu á vefsíðu útgáfubanka kortsins, eða á vefsíðu Valitors.

Skorar Birkir enn á ný gegn Frökkum?

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 08:00
„Birkir er mjög góður leikmaður og afar mikilvægur fyrir okkur með sína hæfileika og reynslu,“ segir Erik Hamrén landsliðsþjálfari um Birki Bjarnason sem skorað hefur í þremur leikjum í röð gegn franska landsliðinu.

Segir enga röskun á flugi í sumar

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 07:55
„Alli farþegar sem hafa bókað flug með Norwegian komast á áfangastað,“ segir Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri Norwegian, í viðtali NRK í dag. Hann segir jafnframt að útilokað sé að óhapp gæti hafa orðið hjá félaginu vegna MCAS öryggisbúnaðar Boeing 737-MAX 8 vélanna, en félagið rekur 18 slíkar.

Fundinum slitið vegna WOW air

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 07:36
„Við erum búin að vera að óska eftir því að Samtök atvinnulífsins leggi fram tölur varðandi launaliðinn svo við getum fikrað okkur áfram. Það kom fram hjá SA á föstudaginn að þeir treysti sér ekki til þess á meðan þessi óvissa er uppi hjá WOW air.“

Fái hvorki að rukka vexti né kostnað

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 07:23
Geri lánveitandi smáláns kröfu á lántaka um kostnað umfram lögboðið hámark ættu lög að banna honum að rukka bæði vexti og kostnað af láninu. Þetta er skoðun starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja, sem telur þetta leið til að fá smálánafyrirtæki til að fylgja íslenskum lögum.

Gat ekki skannað flugmiðann

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 07:00
Erlendar fréttaveitur hafa fylgst með gangi mála hjá flugfélaginu WOW Air, sem reynir nú að endurskipuleggja rekstur sinn. Flugfarþegar segja farir sínar ekki sléttar á samfélagsmiðlum.

Önnur vél WOW air kyrrsett

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 05:25
Önnur vél WOW air hefur verið kyrrsett auk þeirrar sem í gærkvöldi var kyrrsett á flugvellinum í Montréal í Kanada. Vélarnar tvær eru sömu tegundar og í eigu sama flugvélaleigufyrirtækis. Vélin sem síðast var kyrrsett er staðsett á flugvellinum Santa Clara á Kúbu.

Pages

Feed aggregator