WOW air fær mánaðarfrest

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 21:30
Undir miðnætti í gærkvöldi tilkynti WOW air að þótt félagið hefði ekki náð samkomulagi við Indigo Partners um fjárfestingu þess síðarnefnda í WOW air, hefði verið ákveðið að halda vinnu í samkomulagsátt áfram til 29. mars. Felur það í sér mánaðar framlengingu á fyrra samkomulagi.

Verkfallsaðgerðir samþykktar

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 15:59
Samþykkt var í atkvæðagreiðslu Eflingar sem lauk í kvöld með 89% atkvæða boðað verkfall hreingerningarfólks á hótelum 8. mars.

Tekinn á 173 km/klst hraða

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 15:33
Karlmaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld en bifreið hans var mæld á 173 kílómetra hraða á klukkustund þar sem einungis var leyfilegt að aka að hámarki á 90 km/klst.

Krefur fleiri verkalýðsforkólfa um bætur

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 15:15
Fyrirtækið Menn í vinnu ehf. hefur krafið fimm forystumenn í verkalýðshreyfingunni um afsökunarbeiðni og miskabætur vegna ummæla sem þeir hafa látið falla um fyrirtækið. Menn í vinnu, sem er starfsmannaleiga, hafa verið talsvert í fjölmiðlum að undanförnu vegna ásakana nokkurra starfsmanna þess um að þeir hafi ekki fengið greidd laun.

Viðræðum verður haldið áfram

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 15:01
Viðræður um kaup bandaríska fjárfestingafélagsins Indigo Partners á stórum hlut í WOW air hafa ekki enn skilað sér í samkomulagi að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu en til stóð að ljúka þeim fyrir lok þessa mánaðar.

Þótti sjúklingur kvartsamur

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 14:32
Starfsfólk hjúkrunarheimilis í Noregi klippti á bjöllustreng sjúklings sem því þótti kalla of oft eftir aðstoð, aðstandendur gripu starfsfólkið glóðvolgt í óvæntri heimsókn.

Tæma stöðumæla með ryksugum

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 13:39
Glæpagengi hefur stolið meira en 120 þúsund pundum, jafnvirði rúmlega 19 milljóna íslenskra króna, úr stöðumælum í London. Til þess hafa mennirnir notað sleggjur, bora og ryksugur.

Flóknar viðræður framundan

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 12:52
Í samtali við mbl.is ræðir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir um fyrirhugaðar viðræður ríkisins um kaup á Landsneti og einnig um þriðja orkupakkann, en nú styttist í að málið verði lagt fram á Alþingi. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvenær það verður eða hvernig frumvarpið mun líta út.

Ekið á gangandi vegfaranda

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 12:23
Ekið var á gangandi vegfaranda á Lambhagavegi í Úlfarsárdal nærri Bauhaus fyrr í kvöld. Sjónarvottur segir í samtali við mbl.is að slysið hafi verið afar alvarlegt og að lokað hafi verið fyrir umferð um svæðið um nokkra stund.

„Heitur fyrir Hatara“

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 12:19
„Veðbankar spá okkur góðu gengi í lokakeppninni og það er út af Hatara,“ segir Flosi Jón Eiríksson, formaður Fé­lags áhuga­manna um Söng­vakeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva (FÁSES). Fólk í hópnum hlakkar mjög til laugardagskvöldsins þegar ræðst hver fer út í Eurovision fyrir hönd Íslands.

Baltasar: Þetta verður lyftistöng

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 12:00
Baltasar Kormákur tók sæti í stjórn Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir ári. Hann segist hafa barist fyrir því að fá hátíðina hingað til lands 2020.

Heimsmeistari í brids féll á lyfjaprófi

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 11:38
Alþjóðlega bridssambandið hefur úrskurðað að Geir Helgemo heimsmeistari hafi brotið gegn samþykktum sambandsins þar sem hann féll á lyfjaprófi í kjölfar heimsmeistaramóts í Orlando í Bandaríkjunum síðastliðið haust, að því er segir í úrskurði sambandsins.

„Þær eru ósýnilegar“

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 11:15
„Þær eru svolítið ósýnilegar,“ segir Valgerður Árnadóttir, sem hefur ekið Eflingarbílnum undanfarna daga, um ræstingarkonur á hótelum. Það sýni sig þegar rætt sé við stjórnendur sem segi starfsandann góðan en í í ljós komi að þeir hafi í raun lítið talað við þessa starfsmenn sína.

Ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 11:01
Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega fimmtugan karlmann fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald í rekstri einkahlutafélags.

Landsvirkjun greiði 3-4 milljarða í arð

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 10:28
„Nú geta arðgreiðslurnar farið að aukast, þær hafa verið svona um einn og hálfan milljarð en við höfum talað um að þær færu stigvaxandi á nokkrum árum og komist upp í 10-20 milljarða þar sem þær gætu haldist,“ segir Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar í samtali við mbl.is.

Afkoma HB Granda „ekki ásættanleg“

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 09:54
Rekstrartekjur HB Granda árið 2018 námu 210,7 milljónum evra, en voru 217,3 milljónir evra árið áður. Hagnaður fyrirtækisins nam 32,2 milljónum evra á sama tímabili, en hann var 24,8 milljónir evra árið 2017.

Vill tafarlausa endurskoðun launanna

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 08:43
„Við þá stöðu sem upp er komin verður ekki unað. Traust og trúnaður verður að geta ríkt milli þeirra sem falin er stjórn mikilvægra félaga og þeirra stjórnvalda er bera ábyrgð á starfsemi þeirra sem eigandi,“ segir í bréf Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslunnar vegna launaákvarðana og starfskjarastefnu bankanna.

Tilmæli stjórnvalda ekki verið virt

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 08:43
„Við þá stöðu sem upp er komin verður ekki unað. Traust og trúnaður verður að geta ríkt milli þeirra sem falin er stjórn mikilvægra félaga og þeirra stjórnvalda er bera ábyrgð á starfsemi þeirra sem eigandi,“ segir í bréf Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslunnar vegna launaákvarðana og starfskjarastefnu bankanna.

„Ofurhugi“ á brúnni við Jökulsárlón

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 07:51
„Við vorum að keyra hérna yfir brúna og þá var maðurinn að labba á handriðinu,“ segir Pétur Eggertz, leiðsögumaður, en hann varð vitni að því þegar maður labbaði eftir bandinu á brúnni við Jökulsárlón í dag.

Illgjarn hrekkur en hefur ekki valdið skaða

Morgunblaðið - Thu, 02/28/2019 - 07:42
Fregnir af hrollvekjandi brúðunni Momo sem gerir börnum og foreldrum þeirra lífið leitt á samfélagsmiðlum með því að hvetja til skaðlegrar hegðunar hafi vakið mikla athygli síðustu daga. Sérfræðingar biðja foreldra hins vegar um að halda ró sinni þar sem Momo hafi enn sem komið er ekki valdið skaða.

Pages

Feed aggregator