„Fráleitt að halda þessu fram“

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 13:00
Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar.

Flestir vilja úr ESB án samnings

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 12:50
Flestir Bretar vilja yfirgefa Evrópusambandið án þess að samið verði um sérstakan útgöngusamning við sambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ICM gerði fyrir breska dagblaðið Guardian.

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 12:15
Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni.

Tvífari „Ross“ handtekinn

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 11:54
Abdulah Husseini, sem vakti athygli samfélagsmiðlanotenda vegna þess hve líkur hann þykir Friends-leikaranum David Schwimmer hefur nú verið handtekinn, eftir að hann mætti ekki í dómsal á tilskyldum tíma.

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 11:30
Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku.

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 10:25
Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Borgin í vetrarbúning

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 10:10
Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu.

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 09:54
Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði sínu og setja í geymslu.

Sagðir hafa hvatt til uppreisnar gegn Maduro

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 09:45
Liðsmenn í þjóðvarðliði Venesúela hafa verið handteknir eftir að hafa gert uppreisn gegn ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta Venesúela að því er BBC greinir frá. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sjást þjóðvarðliðarnir kalla eftir því að Maduro láti af embætti.

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 09:17
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum.

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 09:14
Tveir flutningabílar hafa farið út á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega.

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 08:33
Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember.

Rúta fór út af við Reynisfjall

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 08:21
Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.

Ólafur og Karl fengu ekki ræðutíma

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 07:36
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Allir forystumenn flokka taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fá ekki að taka þátt.

Hissa á hertoganum

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 06:28
Konan sem úlnliðsbrotnaði þegar hún lenti í árekstri við Fil­ipp­us, hertogann af Ed­in­borg, segir að starfsfólk drottningar hafi hringt í hana eftir slysið en að Filippus sjálfur hafi ekki látið heyra í sér.

Maren Ueland var jarðsett í dag

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 06:12
Margmenni kom saman er Maren Ueland, norska konan sem var myrt á ferðalagi sínu um Marokkó í desember, var jarðsett í dag, en útför hennar fór fram í Time-kirkju í útjaðri Bryne. Sóknarpresturinn Stein Ødegård sagði fjölskyldu hennar hafa misst meira en orð gætu lýst.

Harris í forsetaframboð 2020

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 05:53
Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari Kaliforníu, hyggst gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 og hefur þegar hafið kosningaherferð sína.

Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 05:01
Meirihluti lækna á Íslandi telur staðsetningu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík óheppilega og að þörf sé á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala samkvæmt niðurstöðum viðamikillar skoðanakönnunar, sem unnin var fyrir Læknafélag Íslands, eða rúmlega 60%.

Sagaði sig út úr fangelsi

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 04:24
Frakki, sem á yfir höfði sér dauðarefsingu í Indónesíu, flúði á ævintýralegan hátt úr fangelsi í gær. Hann sagaði í sundur rimla sem voru fyrir glugga varðhaldsherbergisins á annarri hæð og notaði sarong og gluggatjöld til þess að síga niður til frelsis að sögn lögreglu.

Mike Ashley með tilboð í HMV

Morgunblaðið - Mon, 01/21/2019 - 03:51
Stofnandi Sports Direct, Mike Ashley, hefur gert kauptilboð í tónlistarverslunarkeðjuna HMV en HMV fór í þrot í síðasta mánuði. Er það í annað skiptið á sex árum en alls starfa 2.200 manns í 125 verslunum HMV.

Pages

Feed aggregator