Lýsa lifandi helvíti

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 05:17
Yfir níu þúsund útlendingar, þar af 6.500 börn, sem tengjast vígasamtökunum Ríki íslams eru í flóttamannabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Fólk sem bjó á yfirráðasvæðum vígasamtakanna lýsir lifandi helvíti undir stjórn vígasamtakanna.

Réttlætir ekki skattfé í áhætturekstur

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 05:10
„Ég hef haft miklar áhyggjur af þessu lengi, svo ég get ekki sagt að ég hafi auknar áhyggjur í sjálfu sér,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við mbl.is um óvissustöðuna í tengslum við WOW Air.

Síminn þarf að greiða 50 milljónir

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 05:03
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Símann fyrir helgi til þess að greiða fjarskiptafyrirtækinu TSC ehf. á Grundarfirði 50 milljónir króna með vöxtum og sex milljónir króna í málskostnað vegna samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins.

Mörgum spurningum enn ósvarað

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 04:50
„Í fyrsta lagi talar ráðherrann um það að það þurfi þessa fjárheimild til þess að greiða rétt fram í tímann og síðan til þess að leiðrétta aftur í tímann, en fjármálaráðherra hefur sagt í ræðustól Alþingis að þetta stoppi ekki á fjárheimildum,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar.

„Smálán er ekkert smá lán“

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 04:16
27,3% þeirra sem leituðu aðstoðar hjá embætti umboðsmanns skuldara í fyrra voru á aldrinum 18-29 ára. Árið 2012 var hlutfallið 5%. „Það eru viðvörunarljós farin að blikka og við erum kannski bara að sjá toppinn á ísjakanum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Vél WOW í Montréal tekin af félaginu

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 03:03
Flugvél WOW air, TF-PRO, sem ferja átti farþega frá flugvellinum í Montréal í Kanada í gærkvöldi var kyrsett að beiðni leigusala vélarinnar í gær. Heimildir mbl.is herma að ekki sé ljóst hvort WOW air takist að losa vélina að nýju með greiðslu til flugvélaleigusalans.

Dauðar rottur notaðar við smygl

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 01:49
Glæpagengi eru farin að nota dauðar rottur til þess að smygla eiturlyfjum og símum inn í fangelsi í Dorset, samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum.

Ráðist á gamla stjörnu Liverpool

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 01:30
Ráðist var á Gary McAllister, fyrrverandi leikmann Liverpool, í Leeds á laugardagskvöldið og var hann fluttur á sjúkrahús.

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 01:18
Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar.

Aukinn vandi vegna skyndilána

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 00:47
Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir.

Jeppafólki komið til aðstoðar

Morgunblaðið - Mon, 03/25/2019 - 00:21
Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi.

Nánast allt flug WOW á áætlun

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 23:19
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London.

Mætti innbrotsþjófnum

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 22:51
Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina.

Áhrif á fjöldaþróun ofmetin

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 22:30
Á fundi sem forsvarsmenn Icelandair Group áttu með forystufólki í ríkisstjórn Íslands í gær, voru kynntar hugmyndir sem miða að því að lágmarka höggið sem yrði af falli WOW air. Þar er einkum horft til þess að tryggja að áhrif slíkra atburða myndu hafa sem minnst áhrif á flæði ferðamanna til og frá landinu.

Litla gula hænan leggur upp laupana

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 22:30
Kjúklingabúið Litla gula hænan hætti rekstri í mánuðinum vegna húsnæðisvandræða og hefur síðustu vikur verið að tæma lagerinn sinn.

Vísbendingar um að háttsemi RÚV sé í bága við lög

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 22:30
Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur.

HönnunarMars í skugga verkfalla

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 22:30
HönnunarMars hefst á fimmtudaginn með tilheyrandi straumi erlendra hátíðargesta til landsins. Á sama tíma hefjast verkföll Eflingar í hótel- og rútuþjónustu og standa í tvo sólarhringa.

Innviðir hér ekki jafn sterkir

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 22:30
Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Noregs um helgina eru ekki jafn sterkir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni.

Hverjir sátu fundinn?

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 15:54
Það var valinn maður í hverju rúmi á fundinum sem var haldinn í Stjórnarráðinu í dag vegna tilkynningar Icelandair um að flugfélagið hefði slitið viðræðum sínum við WOW air.

Gylfi stendur vel undir ábyrgðinni

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 15:50
Hugo Lloris talaði fallega um sinn gamla liðsfélaga úr Tottenham, Gylfa Þór Sigurðsson, á blaðamannafundi í París í dag en þeir mætast annað kvöld þegar Frakkland og Ísland leika í undankeppni EM í knattspyrnu.

Pages

Feed aggregator