DeGeneres og Obama sprelluðu í Costco

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 03:50
Michelle Obama og Ellen DeGeneres fóru saman í Costco og lét DeGeneres eins og leikskólabarn á meðan Obama reyndi að halda andliti.

Undirbúa ákæru gegn Assange

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 03:43
Bandaríska dómsmálaráðuneytið undirbýr nú ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 03:39
Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is.

Drukknir flugmenn valda usla í Japan

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 03:36
Flugfélagið Japan Airlines hefur ákveðið að herða reglur varðandi neyslu áfengis fyrir flugmenn sína eftir að flugmaður félagsins var nýverið handtekinn á Heathrow-flugvelli í London á Englandi, en sá reyndist vera ölvaður.

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 03:08
Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum.

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 00:51
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is.

Finnst að ég eigi að skora úr svona færi

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 00:49
„Við getum alveg tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik. Við vorum mjög þéttir til baka og þeir opnuðu okkur ekkert sérstaklega mikið. En að sama skapi náðum við ekki að stíga nógu oft fram og pressa á þá. Heilt yfir erum við ágætlega sáttir með þetta, fyrir utan úrslitin,“ sagði Albert Guðmundsson. Albert lék sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið í gærkvöld í 2:0-tapinu gegn Belgum í Þjóðadeildinni í knattspyrnu.

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 00:42
Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu.

„Söfnun byggð á lygi“

Morgunblaðið - Fri, 11/16/2018 - 00:08
Bandarískt par, sem setti af stað söfnun fyrir heimilislausan mann, hefur verið ákært fyrir þjófnað og segir saksóknari að söfnunin hafi byggt á lygi. Maðurinn sem parið safnaði fyrir er einnig ákærður.

Varað við stormi

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 22:59
Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu.

Dæmdir fyrir þjóðarmorð

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 22:01
Tveir leiðtogar Rauðu khmeranna voru í dag fundnir sekir um þjóðarmorð tæplega fjörutíu árum eftir að þeir fóru frá völdum. Yfir fjórðungur íbúa Kambódíu var myrtur á þeim fáu árum sem öfgasamtökin réðu ríkjum í landinu. Alls um tvær milljónir manna.

Úrræðaleysið algjört

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 21:30
Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir.

Pokarnir eru ekki svo slæmir

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 21:30
Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu.

Fjöldi veitingastaða í pípunum

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 21:30
Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni.

Kanni bótaskyldu vegna Banksy

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 21:30
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr.

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 21:30
Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð.

Þverárkot í vegasamband

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 21:30
„Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar.

Atkvæði handtalin í Flórída

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 16:47
Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað að öll atkvæðin sem voru greidd í kosningunum til öldungadeildarinnar í byrjun mánaðarins verði handtalin. Afar mjótt er á mununum milli frambjóðenda repúblikana og demókrata, en sá fyrrnefndi er með örlítið forskot á þann síðarnefnda sem á sæti í efri deild þingsins.

Eigum hæfileikaríka unga leikmenn

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 16:02
„Ég get ekki annað en verið sáttur við frammistöðu liðsins,“ sagði Erik Hamrén þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 2:0 tap gegn Belgum í lokaleik íslenska liðsins í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í Brussel í kvöld.

Höfða mál gegn Boeing vegna flugslyssins

Morgunblaðið - Thu, 11/15/2018 - 15:59
Fjölskylda eins þeirra sem fórust er farþegaþota indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði í hafið úti fyrir strönd Jövu í síðasta mánuði hefur nú höfðað mál gegn framleiðanda flugvélarinnar vegna meints galla í hönnun hennar.

Pages

Feed aggregator