Systir Sigmundar sest á þing

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 06:33
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn er þingfundur hófst kl. 13:30, en hún kemur inn í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem er fjarverandi.

Milljarðalækkun framlags til öryrkja

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 06:21
Í tillögu að breyttri fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir 4,7 milljarða króna minna framlagi til sjúkrahúsþjónustu en í fyrri áætlun á tímabilinu og 7,9 milljörðum minna framlagi vegna örorku og málefni fatlaðs fólks, að því er fram kemur í gögnum sem mbl.is hefur undir höndum.

„Lúsmýið er komið á Skagann“

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 06:19
Lúsmýið er komið á Skagann að sögn Söndru Steingrímsdóttur, lyfjafræðings í Apóteki Vesturlands á Akranesi, en þangað leituðu fjölmargir um helgina eftir að hafa verið bitnir af lúsmýi eða til að fyrirbyggja bit.

Stjörnukokkur böstaður á KFC

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 05:40
Hrefna Rósa Sætran eigandi Grillmarkaðarins og fleiri veitingastaða lenti í drepfyndnu atriði á alþjóðlegum skyndibitastað á Selfossi.

Í geðshræringu vegna ókyrrðar

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 05:14
Gífurleg ókyrrð í flugvél ALK Airlines á leiðinni til Sviss frá Kosovo olli mikilli hræðslu meðal farþega sem hrópuðu og grétu meðan mest á gekk. Myndskeið náðist af því þegar flugfreyja tókst á loft og skall harkalega upp undir þak flugvélarinnar.

Greiða miskabætur vegna Hlíðamáls

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 05:10
Þær Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegi dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna hins svokallaða Hlíðamáls, en þær sökuðu mennina um þaulskipulagðar nauðganir.

Mjög sérstakt að spila með van Dijk

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 05:00
Alisson Becker, markmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segir að það sé sérstakt að deila vellinum með varnarmanninum öfluga Virgil van Dijk.

Ljúka skýrslutökum í vikunni

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 04:26
Lögreglan á Suðurlandi áformar að ljúka skýrslutökum vegna flugslyssins við Múlakot 9. júní síðastliðinn í þessari viku, en skoðun lögreglu á flaki flugvélarinnar sem hrapaði við flugbrautina í Múlakoti er lokið.

Vilja úttekt á aðkomu að WOW

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 04:15
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur fyrir Alþingi í dag beiðni um að Ríkisendurskoðun geri úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air hf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá skýra mynd af því sem eftirlitsaðilar vissu.

Rúrik og Soliani á Hótel Rangá

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 04:00
Rúrik og Nathalia Soliani eru mætt heim á klakann frá Ítalíu. Þau skoðuðu sig um á Suðurlandi í gær og gistu á Hótel Rangá.

Hraðaksturinn reyndist dýrkeyptur

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 03:14
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund og reyndist það honum dýrkeypt.

Platini handtekinn

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 02:10
Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hefur verið handtekinn en það eru erlendir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Lífsnauðsynleg lyf bárust til Venesúela

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 01:41
Önnur sending Rauða krossins af lífsnauðsynjum barst til Venesúela í gær. Þar af eru um 24 tonn af lyfjum og litlum rafstöðvum sem ætlaðar eru til að nota á sjúkrahúsum í landinu. Gríðarleg þörf er á öllum búnaði á sjúkrahúsum í landinu en viðvarandi lyfjaskortur og rafmagnsleysi hefur kostað marga lífið.

Hætta að fljúga til Tampa

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 01:30
Icelandair hefur hætt áætlunarflugi til og frá Tampa-flugvelli í Flórída en flugfélagið hóf áætlunarflug til borgarinnar árið 2017. Í fyrstu var flogið þangað tvisvar í viku en í fyrra var bætt við og flogið á milli Íslands og Tampa fjórum sinnum í viku.

Baráttan við himinháa leigu

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 01:25
Himinhátt leiguverð er eitt af því sem fólk kvartar undan í stórborgum heimsins. Víða hafa borgaryfirvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á húsaleigu og í dag munu borgaryfirvöld í Berlín kynna sitt útspil í þessari baráttu.

Fá ekki að nota nafnið Eden

Morgunblaðið - Tue, 06/18/2019 - 01:18
Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar neitaði á dögunum að veita eigendum ísbúðar í bænum leyfi til þess að nota nafnið Eden.

Snjókomu spáð í dag

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 23:49
Búast má við slyddu eða snjókomu á norðanverðu hálendinu í dag en einnig á heiðum á norðaustanverðu landinu. Spáin er aftur á móti góð fyrir helgina en þá er spáð bjartara veðri og 10-18 stiga hita, líka á Norður- og Austurlandi.

Varaðir við að opna Pandóruboxið

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 23:21
Kínversk yfirvöld hafa varað við því að Pandórubox verði opnað í Mið-Austurlöndum í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld tilkynntu um að eitt þúsund hermenn verði sendir þangað til viðbótar við þá sem þar eru fyrir.

Reis upp og gekk á brott

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 22:51
Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis í gær var tilkynnt um ofurölvi manneskju liggjandi í götunni í miðbænum síðdegis en þegar lögreglu bar að garði var hún upprisin og gengin á brott.

„Við höfum ekki séð annað eins“

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 22:30
Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum á Selfossi segir að aldrei hafi verið jafn mikil eftirspurn á Suðurlandi eftir flugnafælum og lyfjum við bitum og nú.

Pages

Feed aggregator