Efnuðust í skugga nasismans

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 15:38
Næst auðugasta fjölskylda Þýskalands hefur heitið því að gefa tíu milljónir evra, andvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, til góðgerðarmála eftir að hafa komist að því að forfeður hennar tengdust þýska nasistaflokknum og græddu á nauðungarvinnu fyrir tilstilli þýska ríkisins.

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 15:15
Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin.

Vonar að sagan taki engan enda

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 15:05
Skúli Mogensen segist í bréfi til starfsfólks WOW air gera sér grein fyrir því að þetta sé farið að hljóma eins og sagan endalausa. Hann voni þó að sagan muni engan enda taka.

„Alger og fullkomin hreinsun af áburði“

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 14:15
„Ekkert samráð, engin hindrun, alger og fullkomin hreinsun af áburði,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í kjölfar þess að niðurstöður skýrslu Roberts Mueller um aðkomu Rússa að forsetakosningum í Bandaríkjunum voru gerðar opinberar.

„Búum okkur undir hið versta“

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 13:41
„Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair.

WOW air verður endurskipulagt

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 13:11
Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldir verða afskrifaðar og þeim breytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu.

Áttu ekki óeðlileg samskipti við Rússa

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 13:09
Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og rússnesk stjórnvöld áttu ekki í óeðlilegum eða ólögmætum samskiptum við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna 2016. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Roberts S. Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakað hefur ásakanir um slík tengsl.

„Maður skyldi aldrei segja aldrei“

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 12:16
„Það var ekki fýsilegt fyrir Icelandair að kaupa félag í þessari skuldastöðu og ef Icelandair metur það þannig núna að líkurnar á því að MAX-inn verði kyrrsettur til lengri tíma séu minni þá hefur hvatinn til þess að teygja sig í áttina að WOW minnkað,“ segir Steinn Logi.

Funduðu með ráðgjafa Íslands í hruninu

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 11:50
Michael Ridley, ráðgjafi sem lengi starfaði hjá fjárfestingabankanum J.P. Morgan, var á meðal þeirra sem sátu á fundi í Stjórnarráðinu í dag eftir að í ljós kom að Icelandair hefði slitið viðræðunum við WOW air.

„Minnumst helfararinnar“

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 11:34
Dauðahaf samtímans er Miðjarðarhafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þremur árum. Gæta þarf að því hvernig við tölum um fólk sem er að leita þess að komast í skjól, til lífs, segir Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg-stofnunarinnar. Minnumst helfararinnar.

Afturelding - KA, staðan er 9:11

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 11:28
Afturelding tekur á móti KA í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbænum í dag klukkan 18. Mbl. er í Mosfellsbænum og færir ykkur allt það helsta úr leiknum í beinni textalýsingu.

Aðkoman hefði reynst of áhættusöm

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 11:22
Forsvarsmenn Icelandair Group komust að þeirri niðurstöðu að það fæli í sér of mikla áhættu fyrir fyrirtækið að kaupa WOW air í heild sinni eða einstaka eignir út úr rekstrinum. Öllum steinum hafi hins vegar verið velt við í viðleitni til að finna lausn á málinu.

Icelandair slítur viðræðum við WOW air

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 10:35
Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air. Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll rétt í þessu.

Árvökull og brást hratt við aðstæðum

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 10:31
„Það sem skiptir máli er að það urðu engin slys á fólki og ekkert umhverfisslys,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is um flutningabíl fyrirtækisins sem lenti utan vegar á Hellisheiði í morgun.

Verðum að gera enn betur gegn Íslandi

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 10:30
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakklands, segir ljóst að Frakkar eigi fyrir höndum erfiðan leik við Ísland annað kvöld í undankeppni EM í knattspyrnu.

Þetta er tekið frá okkur

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 09:35
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga, var í raun æfur eftir tap sinna manna gegn ÍBV úti í Eyjum í dag. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Eyjamanna en gestirnir frá Hafnarfirði leiddu allan leikinn, áður en Eyjamenn skoruðu 57. mark leiksins og komu sér einu marki yfir.

ÍBV - FH, staðan er 28:28

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 08:26
ÍBV og FH mætast í 19. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í dag. Flautað verður til leiks í Vestmannaeyjum klukkan 14 og er fylgst með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Hafðist að ná olíuflutningabílnum aftur upp á veg

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 07:31
Aðgerðum á Hellisheiði, þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum í morgun, er lokið og er búið að opna aftur fyrir umferð. „Þetta gekk bara vel, það voru svolítil átök að ná honum upp á veginn,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is.

Lagerbäck hrósar íslensku pressunni

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 07:25
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi þjálfari norska landsliðsins, lét norska blaðamenn heyra það í vikunni eftir leik Noregs og Spánar í undankeppni EM.

Reykjavíkurborg gagnrýnir KSÍ harðlega

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 07:00
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér tilkynningu vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Leiknis á Leiknisvelli í Lengubikar karla í knattspyrnu um síðustu helgi.

Pages

Feed aggregator