Þurfa að leigja 300 tonna krana

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 22:30
Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir við Landeyjahöfn í sumar verði um tæpur milljarður, að frátöldum kostnaði við reglubundna dýpkun.

Uppbygging gæti senn hafist

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 22:30
Uppbygging baðlóns í Hveradölum á Hellisheiði gæti hafist á næsta ári að loknu umhverfismati að sögn Þóris Garðarssonar, stjórnarformanns Gray Line, en Skipulagsstofnun hefur nú til kynningar tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Jákvæðnin var óvæntust

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 22:30
„Það sem kom mér eiginlega mest á óvart er hvað menn eru þrátt fyrir allt jákvæðir.“ Þetta segir Vífill Karlsson hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið um rannsóknarskýrslu sína um fyrirtæki á landsbyggðinni.

Líður eins og ég sé að deyja

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 16:12
Francesco Totti er hættur störfum hjá ítalska knattspyrnufélaginu Roma eftir 30 ára veru hjá félaginu, fyrst sem leikmaður og svo sem meðlimur í stjórn. Totti er allt annað en sáttur við eignarhald félagsins og lét hann þá heyra það á blaðamannafundi í dag.

„Segir einhver nei við þessu?“

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 16:01
„Þau voru mjög varfærin í símann og spurðu hvort ég hefði nokkurn áhuga á þessu. Ég velti því fyrir mér hvort það segði einhver nei við þessu boði,“ segir Aldís Amah Hamilton, sem fyrst kvenna af erlendum uppruna brá sér í hlutverk fjallkonunnar í Reykjavík í tilefni þjóðhátíðardagsins.

„Þetta er búið að vera alveg brjálað“

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 15:45
Liv Bach Bjarklind gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist úr fjögurra ára námi við leiklistarháskólann Pace í New York á þremur árum. Hún var í tvöföldu námi í vetur en framtíðin er óskrifað blað.

Flaug sigurbílnum sjálfur heim

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 14:41
Guðmundur Hilmarsson, eigandi bifreiðar af gerðinni Ford Skyliner af árgerð 1957 sem hreppti verðlaun sem áhugaverðasti bíllinn á hátíðarbílasýningu Bíladaga Orkunnar, flaug bílnum sjálfur heim frá Bandaríkjunum árið 1996.

Hættulegar aðstæður við Vífilsstaðavatn

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 14:20
Töluverð möl hefur safnast saman á veginum við Vífilsstaðavatn og stefnir hún hjólreiða- og bifhjólamönnum í hættu. Í samtali við mbl.is segist Árni Friðleifsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa fengið ábendingu þess efnis í dag.

Gloria Vanderbilt látin

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 13:55
Bandaríska listakonan og tískudrottningin Gloria Vanderbilt er látin, 95 ára að aldri. Samkvæmt syni hennar og fréttamanninum Anderson Cooper lést hún umkringd fjölskyldu sinni á heimili sínu eftir baráttu við krabbamein.

Greynir íslensku í mállegar frumeindir

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 13:35
Greynir er nýr málgreinir sem fyrirtækið Miðeind vinnur að. Forritið undirgengst djúpmálsþjálfun til að „læra“ íslensku, með það fyrir augum að bjóða upp á sem fullkomnastan villugreinanda sem sést hefur.

Unga fólkið sinnti þingstörfum 17. júní

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 13:21
Sjötíu ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára tóku þátt í þingfundi á Alþingi í dag í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis Íslands. Var markmið fundarins að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og koma málum sínum á framfæri við ráðamenn.

„Þessi gaur er goðsögn!“

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 12:42
„Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið.

Hald lagt á 19 tonn af kókaíni

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 11:19
Yfirvöld í Kólumbíu hafa í samvinnu við Europol lagt hald á rúmlega 19 tonn af kókaíni í sérstökum aðgerðum gegn flutningi kókaíns og skotvopna á milli Ameríku og Evrópusambandsins.

Fyrstu BA-próf í lögreglufræðum

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 11:02
Háskólinn á Akureyri útskrifaði á laugardaginn fyrstu nemendur landsins með BA-próf í lögreglu- og löggæslufræði og auk þeirra vænan hóp með diplómapróf fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Eyrún Eyþórsdóttir aðjúnkt sagði mbl.is frá þessu nýja háskólanámi norðan heiða.

Dagný og Hlín tryggðu Íslandi sigur

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 10:30
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2:0-sigur gegn Finnlandi í vináttuleik á Leppävaaran Stadion í Espoo í Finnlandi í dag.

Ók tryllitækinu á 182 km hraða

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 10:25
Valur Jóhann Vífilsson bar sigur úr býtum þegar keppt var í sandspyrnu á Bíladögum á Akureyri sem hafa farið fram um helgina. Hann ók tryllitæki sínu af tegundinni Chevrolet á 182 km hraða eftir 91 metra langri brautinni á aðeins 3,06 sekúndum. Þetta er mesti hraði sem hefur náðst á brautinni.

Morsi hné niður í réttarsal og lést

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 09:17
Fyrrverandi forseti Egyptalands, Mohammed Morsi, sem hrakinn var frá völdum af her landsins árið 2013, lést í réttarsal í dag samkvæmt þarlendum miðlum.

Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðu

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 08:47
Halldóra Geirharðsdóttir og Bogi Ágústson voru meðal sextán íslendinga sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Haraldur borgarlistamaður Reykjavíkur

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 08:00
Haraldur Jónsson myndlistarmaður var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða.

Féll af mótorhjóli í Reykjanesbæ

Morgunblaðið - Mon, 06/17/2019 - 07:35
Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fallið af mótorhjóli við Mánatorg í Reykjanesbæ.

Pages

Feed aggregator