„Okkur er öllum brugðið“

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 06:50
„Þetta er eitthvað sem allir sem koma að þessum málum á Norður-Atlantshafi hafa haft áhyggjur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrstir og ég held að okkur sé öllum brugðið sem höfum með þessa hluti að gera,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Skiptast á að leika Matthildi

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 05:15
Erna Tómasdóttir, Salka Ýr Ómarsdóttir og Ísabel Dís Sheehan bregða sér í hlutverk Matthildar í nýjum söngleik í Borgarleikhúsinu. Vinkonurnar þrjár eru allar 10 ára gamlar og ætla sér stóra hluti í leiklistinni. Barnablað Morgunblaðsins hitti þær í leikhúsinu sem er þeirra annað heimili.

Viking Sky siglir fyrir eigin afli

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 05:07
Búist er við að Viking Sky komi til hafnar í Molde í Noregi milli klukkan 16 og 17 í dag að staðartíma og siglir skipið með eigin vélarafli á um 7 hnúta hraða, að því er segir á vef NRK. Fyrir skömmu þurfti skipið aðstoð dráttarbáta.

Kom í veg fyrir slys með snarræði

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 04:51
Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við.

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 04:24
„Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun.

 „Klappstýrur“ hættulegu verkjalyfjanna

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 04:15
Hvers vegna er ein fjölskylda talin bera mesta ábyrgð á hinum mannskæða ópíóðafaraldri sem nú geisar? Svarið: Hún er sögð hafa skipulagt lævísa blekkingarherferð við markaðssetningu verkjalyfs og hagnast á því um milljarða á milljarða ofan.

Átök leifturlýðs og lögreglu í Frankfurt

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 03:55
Óeirðir brutust út í miðborg Frankfurt í Þýskalandi í gær þegar til átaka kom á milli ungmenna og lögreglu. Þetta gerðist eftir að um 600 ungmenni ákváðu að byrja að hlaupa eftir verslunargötunni Zeil. Lögreglan segir að hópurinn hafi ekki sýnt öðrum vegfarendum tillitssemi.

Hazard neitar fréttum

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 03:39
Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard neitar þeim fréttum að hann hafi þegar gengið frá fimm ára samning við spænska liðið Real Madrid.

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 01:55
Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.

Áttaviti eða dauði

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 01:43
Þrír Afríkubúar sem voru dæmdir í fangelsi á Sikiley fyrir smygl á fólki frá Líbýu til Evrópu segja að þeir sem standi á bak við smyglið náist aldrei. Þeir séu í öruggu skjóli í Líbýu á meðan flóttamenn eins og þeir séu látnir stýra flóttabátunum með áttavita að vopni. Annars bíði þeirra dauðinn.

Lítur ekki út eins og alvöruprins

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 01:16
Ungur drengur í leikskóla í London var ekki viss um að Harry Bretaprins væri alvöruprins og spurði því hvenær alvöruprinsinn kæmi þegar Harry var í heimsókn í skólanum hans.

Allskörp hlýnun í vændum

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 01:15
Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

„Aldrei upplifað aðra eins skelfingu“

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 01:02
„Ég hef aldrei upplifað aðra eins skelfingu,“ segir Janet Jacob sem var farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky. Hún er á meðal þeirra 400 sem hafa nú verið fluttir í land.

Hika ekki við að gera þetta aftur

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 01:00
Rúnar Már Sigurjónsson gerði Frakka brjálaða þegar hann spilaði gegn þeim í vináttulandsleik í knattspyrnu í fyrrahaust. Ísland og Frakkland mætast annað kvöld í París í undankeppni EM.

Enn eru um 1.000 farþegar um borð

Morgunblaðið - Sun, 03/24/2019 - 00:14
Búið er að koma um 400 farþegum í land sem voru um borð í norska skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem landi í vandræðum undan Noregsströnd síðdegis í gær. Um 1.000 farþegar eru enn um borð í skipinu. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í alla nótt og halda þær áfram í dag.

Stukku í sjóinn og biðu eftir björgun

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 15:57
Búið er að bjarga níu skipverjum á norsku flutningaskipi sem missti afl í vonsku veðri við Hustadvika. Mennirnir urðu að stökkva í sjóinn svo það væri hægt að bjarga þeim, en tvær björgunarþyrlur náðu að hífa mennina um borð.

Verður skýrslan kynnt á morgun?

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 15:30
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fór í dag yfir skýrslu Robert S. Mueller sem hefur rannsakað hvort framboð Donalds Trumps hafi átt í ólögmætum samskiptum við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna 2016. Barr stefnir að því að kynna helstu niðurstöður fyrir þingmönnum og Trump á morgun.

Svart grín boðar mannúð

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 14:55
Þrátt fyrir feiknavinsældir grínistans, handritshöfundarins, framleiðandans og leikstjórans Ricky Gervais, hefur ekkert efni úr hans smiðju fengið álíka viðbrögð og nýjustu þættir hans, After Life. Þetta viðurkennir hann sjálfur enda fullljóst að áhorfendur og gagnrýnendur eru þrumu lostnir af hrifningu.

Tap gegn Grikkjum í fyrsta leik Helga

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 14:47
Spánn vann nauman heimasigur á Noregi, 2:1, í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í Valencia í kvöld en liðin leika í F-riðli. Þá unnu Bosnía, Ítalía og Grikklandi leikina þrjá í J-riðlinum.

Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 14:15
Þrír farþeganna sem bjargað hefur verið úr farþegaskipinu Viking Sky sem er vélarvana undan ströndum Noregs eru taldir alvarlega slasaðir og hafa verið fluttir á sjúkrahús samkvæmt nýjustu fréttum NRK.

Pages

Feed aggregator