Fljúga 1.100 kílómetra á svifvængjum

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 15:30
Hans Kristján er staddur í Sviss og mun næstu daga þvera Alpana á svifvængjum. „Þetta er ein magnaðasta keppni í heimi,“ segir hann en drífur sig svo að sofa, því að á morgun flýgur hann 100 kílómetra.

Lokanir gatna og akstur Strætó 17. júní

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 15:26
Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Víða væta á þjóðhátíðardegi Íslendinga

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 14:59
„Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is.

Fullur í beinni og lifir á því

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 14:23
Simen Stubbom Nordsveen fer ótroðnar slóðir við að afla salts í grautinn. Hann drekkur sig blindfullan í beinni útsendingu á streymisvefnum Twitch á föstudagskvöldum og þiggur að launum allt að eina milljón á mánuði frá áhorfendum sínum.

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 14:04
Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima.

Archie fagnar feðradeginum

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 14:02
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins deildu fyrr í dag nýrri mynd af syni þeirra Archie Harrison Mountbatten-Windsor í tilefni feðradagsins. „Gleðilegan Feðradag! Sérstakar hamingjuóskir til hertogans af Sussex á hans fyrsta Feðradegi,“ stendur undir myndinni.

Flugkennslu aflýst vegna óánægju

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 13:40
Eftir að póstur var sendur til flugkennara í verktakavinnu hjá Keili þess efnis að þeim yrði gert að gangast undir kjarasamninga við fyrirtækið, lögðu sumir þeirra niður störf vegna óánægju.

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 12:05
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar.

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 11:25
Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði.

Engin lending komin um þinglok

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 11:13
Ennþá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum.

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 11:05
Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra.

Svona var brúðarterta Gylfa og Alexöndru

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 11:01
Eins og við var að búast stóð brúðarterta þeirra Gylfa og Alexöndru Helgu fyllilega undir væntingum og var afspyrnuvel heppnuð að mati sérfræðinga.

„Besta vor sem ég hef upplifað“

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 10:40
„Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu.

Ísland fór illa með Tyrki í seinni hálfleik

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 10:32
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann þægilegan tíu marka sigur gegn Tyrkjum í undankeppni EM í handknattleik í Laugardalshöll í dag. Leiknum lauk með 32:22-sigri Íslands sem er komið á lokamóti EM í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð sem fer fram í janúar 2020.

Viðurkennir mistök Boeing

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 09:58
Forstjóri Boeing segir fyrirtækið hafa gert mistök í varðandi viðvörunarkerfi í flugstjórnarklefum 737 MAX-vélanna, en hundruð létust í tveimur mannskæðum flugslysum flugvéla af þessari gerð með nokkurra mánaða millibili.

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 09:25
Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní.

Lýðræðið er undir í máli Assange

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 07:18
Mál Julian Assange snýst ekki einungis um hann sem einstakling eða Wikileaks heldur um frjálsa fjölmiðlun og lýðræðið sjálft. Þetta er meðal þess sem Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, sagði við rússneska fjölmiðilinn RT. Hann gagnrýndi utanríkisráðherra Bandaríkjanna harðlega.

Tryggvi yfirgefur Valencia

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 07:10
Spænska körfuknattleiksfélagið Valencia hefur rift samningi sínum við landsliðmanninn Tryggva Snæ Hlinason en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Heiðrún komin í leitirnar

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 07:02
Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð.

Baðst afsökunar á að hafa hætt

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 06:49
Geri Horner hefur beðist afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls árið 1998. Þetta gerði hún á síðustu tónleikum hljómsveitarinnar í endurkomutónleikaferð hennar.

Pages

Feed aggregator