Trump fagnar endalokum kalífadæmisins

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 14:14
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í dag að kalífadæmi Ríkis íslams heyri nú sögunni til en forsetinn hét því að Bandaríkin muni vera á verði gagnvart heilögum stríðsmönnum, eða jíhadistum.

Pressa á mér að geta sagt bransasögur

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 14:00
„Maður verður líka ábyrgðarfyllri sem leikmaður,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, um hvort það hafi haft einhver áhrif á hann sem leikmann að vera orðinn tveggja barna faðir.

Snarpur skjálfti í Kólumbíu

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 13:44
Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 varð í suðvesturhluta Kólumbíu síðdegis í dag að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar. Engar fregnir hafa þó borist af manntjóni eða eyðileggingu.

Ókeypis og án aukaverkana

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 13:35
Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn.

„Elskuðu að vera þarna“

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 13:16
Söngkonan Barbara Streisand hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við þeim ásökunum sem bornar eru á Michael Jackson í heimildarmyndinni Leaving Neverland.

Sýknaði lögreglumann sem skaut táning í bakið

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 13:15
Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sýknað hvítan lögreglumann sem var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan svartan unglingspilt í bakið með þeim afleiðingum að hann lést.

Tveir með annan vinning í Lottó

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 12:37
Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is.

Von á uppfærslu fyrir stjórnbúnað 737 MAX

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 11:12
Von er á uppfærslu á sem á að laga bilun í stjórnbúnaði í Boeing 737 MAX-8 flug­vélum, sem grunur leikur á að hafa leitt til þess að farþegaþota Lion Air fórst á Indónesíu í október með þeim afleiðingum að 189 létust.

Tilkynnt um hrap þyrlu í Noregi

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 11:07
Lögreglunni í Noregi hefur borist tilkynning um að þyrla hafi hrapað í Fossingfirði í Bamble og eru björgunaraðilar á leið á vettvang samkvæmt frétt NRK.

Ráðherra settist við saumavélina

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 10:55
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun.

Stefnir í slag í Eimskipafélaginu

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 10:33
Sex einstaklingar bjóða sig fram til setu í fimm manna stjórn Eimskipafélagsins. Jóhanna á Bergi býður sig ekki fram að nýju en Óskar Magnússon, fyrrum forstjóri TM, Vodafone og útgefandi Morgunblaðsins er í hópi frambjóðenda og einnig Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrum forstjóri HB Granda.

„Ríkistjórnin í spennitreyju“

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 10:20
„Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 09:30
Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007.

Farþegaskip í vanda við Noregsströnd

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 09:25
Unnið er hörðum höndum að því að koma 1.300 farþegum frá borði í farþegaskipinu Viking Sky og í land í Noregi, en neyðarkall barst frá skipinu klukkan 14 að staðartíma.

Reyndi að smygla órangútan í ferðatösku

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 07:56
Rússneskur ferðamaður reyndi að smygla órangútan frá Indónesíu í ferðatösku sinni. Hann ætlaði að fara með dýrið heim til sín og eiga sem gæludýr en var handtekinn í Balí.

Enginn þorði að reka mig

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 07:50
David Letterman er þeirrar skoðunar að hann hafi stjórnað sjónvarpsþáttum sínum, The Late Show, 10 árum of lengi.

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 07:47
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst.

Tugir þúsunda mótmæla í London

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 07:13
Tugir þúsunda Breta hafa gengið um miðborg London í dag og krafist annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Bretlands í Evrópusambandinu.

4 milljörðum meira til samgöngumála

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 06:15
Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag.

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 05:55
Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni.

Pages

Feed aggregator