Varðeldur skapaði stórhættu

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 05:23
„Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt.

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 05:07
Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn.

Rafmagnslaust í Argentínu og Úrúgvæ

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 04:51
Rafmagnslaust er með öllu í Argentínu og Úrúgvæ vegna mikillar rafmagnsbilunar sem þar varð í morgun.

Rafmagnslaust í Argentínu og Úrúgvæ

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 04:51
Rafmagnslaust er með öllu í Argentínu og Úrúgvæ vegna mikillar rafmagnsbilunar sem þar varð í morgun.

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 04:28
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra.

Sakar New York Times um landráð

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 04:23
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði í gær ritstjórn The New York Times um landráð eftir að fjölmiðillinn birti grein um að Bandaríkin væru sífellt að bæta í tölvuárásir á rafveitukerfi Rússlands. Fjölmiðillinn hefur þetta eftir núverandi og fyrrverandi starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 04:00
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 03:36
„Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun.

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 03:15
Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi.

Hvíli sig á sólinni og styðji landsliðið í dag

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 01:30
„Ég vona að fólk geti hvílt sig á sólinni í tvo tíma, komið í höllina og farið svo heim að grilla,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, í samtali við mbl.is í aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni EM sem fram fer í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 16 í dag.

Trump: „Khan er stórslys“

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 01:10
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram gagnrýni sinni á Sadiq Khan, borgarstjóra London, með því að bregðast við ummælum bresks dálkahöfundar sem hefur verið sakaður um fordóma gagnvart múslimum. Ummælin voru höfð uppi eftir að þrír létust í fimm líkamsárásum í London á innan við einum sólahring.

Myndskeið Alfreð til heiðurs

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 00:45
Sjónvarpsrás Evrópska handknattleikssambandsins, EHF tv, hefur birt myndskeið sem búið var til Alfreð Gíslasyni til heiðurs nú þegar hann stendur á tímamótum og hættir félagsliðaþjálfun.

86 mál skráð hjá lögreglunni

Morgunblaðið - Sun, 06/16/2019 - 00:29
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum.

Flogið með þessa út til að skemmta

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 22:00
Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 17:37
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag.

Flugvél sökkt í þágu ferðamannaiðnaðar

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 15:30
Farþegaflugvél af gerðinni Airbus A330 hefur verið sökkt úti fyrir norðvesturströnd Tyrklands í tilraun til þess að laða að köfunarfólk frá öllum heimshornum.

Blóð úr ófæddum tvíbura

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 15:15
Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan.

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 14:41
Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu.

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 13:47
Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum.

Obama og Greta Thunberg á leyniráðstefnu

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 13:35
Barack Obama og Greta Thunberg fengu loks að leiða saman hesta sína á ráðstefnu í Stokkhólmi í vikunni. Mynd af þeim vekur lukku.

Pages

Feed aggregator