Mourinho ætlar að snúa aftur í sumar

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 04:23
Knattspyrnustjórinn José Mourinho vill nýtt starf fyrir næsta tímabil. Mourinho, sem er 56 ára gamall, stýrði síðast Manchester United, en var rekinn í desember á síðasta ári. Síðan þá hefur hann hafnað fjórum starfstilboðum.

„Allt annað hljóð í mönnum“

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 04:20
„Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“

Flýja eitraðan reyk í Gjøvik í Noregi

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 04:08
Tilkynnt var um að eldur hefði kviknað í endurvinnslustöð Metalco í bænum Gjøvik í Noregi klukkan kortér í fimm að staðartíma. Lögreglan ákvað rétt fyrir klukkan níu að rýma nærliggjandi íbúðarhverfi og hafa um 200 íbúar verið látnir yfirgefa heimili sín, að því er segir í umfjöllun Dagbladet.

Upp og niður hjá Icelandair

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 04:05
Gengi Icelandair hækkaði um 5,8% í 784 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Eftir lokun markaða í fyrrakvöld kom fram að ekkert yrði af fjárfestingu Indigo Partners í WOW air og skömmu síðar tilkynnti Icelandair Group að stjórn þess hafi samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins.

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 03:05
Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum.

„Amma kenndi mér allt“

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 02:50
Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til.

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 02:06
Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur.

Gefa United tækifæri á að kaupa Kroos

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 01:37
Real Madrid hyggst veita Manchester United tækifæri á að kaupa þýska landsliðsmanninn Toni Kroos í sumar.

Cox vissi ekki hvar Friends-blokkin var

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 01:00
Courteney Cox heimsótti gömlu blokkina sem persóna hennar í Vinum, Monica, bjó í. Jennifer Aniston manaði hana til að birta myndbandið á Instagram.

Dyraverðir áttu í vök að verjast

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 00:55
Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð.

Ánægður með hvernig hann svarar fyrir sig

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 00:30
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir góða innkomu í 2:0-sigrinum á Andorra í undankeppni EM í knattspyrnu í gær en Viðar skoraði seinna mark leiksins á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.

Lýsa yfir sigri á Ríki íslams

Morgunblaðið - Sat, 03/23/2019 - 00:29
Sýrlensku lýðræðisöflin (SDF) sem Kúrdar leiða hafa lýst yfir sigri á Ríkis íslams eftir að síðustu liðsmenn hryðjuverkasamtakanna voru brotnir á bak aftur í síðasta vígi þeirra í austurhluta Sýrlands. Ríki íslams réði áður yfir 88 þúsund ferkílómetra svæði í Sýrlandi og í Írak.

Skellur og Messi aftur í frí

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 23:55
Argentínumenn fengu óvæntan skell gegn Venesúela í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór á velli Atlético í Madríd á Spáni í gærkvöld, 1:3, og eftir hann var tilkynnt að Lionel Messi hefði dregið sig út úr hópnum á nýjan leik.

Tjónið þegar töluvert

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 22:30
Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu.

Þorskur merktur á nýjan leik

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 22:30
Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska.

Hælisleitendum fjölgar verulega

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 22:30
Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 22:30
„Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“

Veður gengur niður

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 16:59
Gular og appelsínugular viðvaranir sem hafa verið í gildi eru ýmist dottnar út eða detta út á allra næstu klukkustundum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands.

Hundleiðinlegt lið að spila við

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 15:50
„Maður hefur spilað svona leiki áður þar sem liðin falla djúpt til baka og spila hundleiðinlegan fótbolta,“ sagði Arnór Sigurðsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is.

Nokia-símar sendu gögn til Kína

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 15:50
Fjöldi farsíma af gerðinni Nokia 7 Plus hefur mánuðum saman sent persónugreinanleg gögn norskra eigenda sinna, og mögulega eigenda í fleiri löndum, til vefþjóns sem staðsettur er í Kína.

Pages

Feed aggregator