Kennarar bera kerfið uppi

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 05:27
Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 04:07
Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu.

Morðingi framdi sjálfsvíg

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 02:43
Maður sem var dæmdur fyrir að hafa myrt eiginkonu sína er talinn hafa einnig myrt verjanda sinn sem hann átti í ástarsambandi við. Maðurinn, það er morðinginn, framdi sjálfsvíg í gær.

Trump ánægður og fer mikinn á Twitter

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 02:32
„Þetta er sorgardagur fyrir blaðamennsku en góður dagur fyrir landið,“ skrifaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter eftir að Robert Mueller, sérstakur saksóknari, greindi frá því að frétt Buzzfeed um að Trump hefði sagt fyrrverandi lögmanni sínum að ljúga fyrir þingi væri ekki nákvæm.

Þjóðverjar styrka lið sitt fyrir átökin

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 01:49
Christian Prokop, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikinn við íslenska landsliðið í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Lanxess-Arena í kvöld. Með breytingunni kemur að minnsta kosti aukin reynsla inn í þýska liðið.

Ég er aftur lifandi!

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 01:30
Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung.

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 00:47
Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun.

Ævintýri framundan

Morgunblaðið - Sat, 01/19/2019 - 00:01
Í Köln Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðsins í handknattleik karla bíður mikil áskorun í dag og á morgun á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.

21 fórst í eldhafinu

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 23:35
Að minnsta kosti 21 er látinn og 71 slasaðist þegar sprenging varð í eldsneytisleiðslu í Mexíkó í gærkvöldi. Leki hafði komið að leiðslunni og var fólk að ná sér í bensín þegar sprengingin varð og gríðarmikill eldur blossaði upp.

Kalt loft þvingar sér yfir landið

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 23:19
Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur.

Segir sögurnar uppspuna

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 22:42
Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu.

Segir sögurnar hreinan uppspuna

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 22:42
Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu.

Slökkti á símanum

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 21:30
„Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“

Ágreiningur um vinnutíma

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 21:30
Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma.

„Illa rökstudd áróðursskýrsla“

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 16:01
Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segja skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland illa rökstudda áróðursskýrslu fyrir áframhaldandi veiðum og að í skýrslunni sé lítið gert úr mikilvægi á nýtingu á hval með hvalaskoðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum.

Skrifa Bretum ástarbréf vegna Brexit

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 15:44
Útganga Breta úr Evrópusambandinu er orðið eitt stærsta þrætuepli samtímastjórnmála sem og uppspretta hvers kyns sundrungar og deilna. En nú hefur orðið breyting á þar sem um þrjátíu nafntogaðir Þjóðverjar hafa sent bresku þjóðinni ástarbréf þar sem þeir lýsa aðdáun sinni á ótal hlutum tengdum Bretlandi, svo sem tei og bjór.

Handtekin og óttast að deyja í Rússlandi

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 15:25
Hvít-rússnesk fyrirsæta, sem sagðist hafa upplýsingar um tengsl Donald Trump Bandaríkjaforseta við ráðamenn í Rússlandi, var handtekin við komuna til Rússlands í gær.

Fundu franskan sjómann á reki

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 14:52
Frönskum sjómanni, sem saknað hafði verið á Miðjarðarhafinu vikum saman, var bjargað í gærkvöldi af ísraelska hernum út af Gasa-ströndinni.

Segir ekkert hæft í „lygaásökunum“

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 14:06
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ásakanir þess efnis að hann hafi fyrirskipað fyrrverandi lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga, séu ósannar. Cohen sé einungis að reyna að stytta fangelsisvist sína.

Vann tvær milljónir í Jókernum

Morgunblaðið - Fri, 01/18/2019 - 13:57
Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík.

Pages

Feed aggregator