Amanda Knox óttast árásir á Ítalíu

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 13:14
Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og tilefnislausum ásökunum á Ítalíu eftir að hún sneri þangað aftur í fyrsta skipti síðan hún losnaði úr fangelsi árið 2011. Hún telur að dómstóll götunnar hafi mengað rannsókn málsins árið 2007.

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 13:08
Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning.

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 12:55
Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 12:07
„Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu.

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 11:15
Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum.

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 10:50
Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum.

KA - Grindavík, staðan er 1:0

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 10:46
KA tekur á móti Grindavík í áttundu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Greifavellinum á Akureyri í dag klukkan 17.

„Hér eru allir í skýjunum“

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 10:37
„Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is.

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 09:30
Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana.

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 09:10
Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie.

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 07:43
Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati.

Rigningin stoppaði stutt við

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 07:17
Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur.

Þungar áhyggjur af hagræðingu úrslita

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 06:15
Veðmál tengd knattspyrnu á Íslandi hafa færst mjög í vöxt á undanförnum árum. Í dag er hægt að veðja á alla leiki á Íslandi í efstu deild karla og kvenna, 1. deild karla og kvenna og öllum neðri deildum karla.

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 06:00
Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu.

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 05:56
„Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að Shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði.

Sáu Herjólf leggjast að bryggju

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 04:59
Hópur fólks fylgdist með nýjum og glæsilegum Herjólfi leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

Þrítugasta kvennahlaupið í veðurblíðu

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 04:41
Kvennahlaupið hófst víða um landið klukkan 11 í morgun en það fer fram í þrítugasta sinn. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í Garðabæ þar sem fjöldi kvenna úr öllum aldurshópum var mættur í veðurblíðunni til að taka þátt í hlaupinu.

Liverpool að selja Salah?

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 04:35
Franski miðillinn Le10 Sport greinir frá því í dag að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sé opinn fyrir því að selja Mohamed Salah, sóknarmann liðsins, í sumar.

Titringur vegna ótta um átök

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 04:26
Klerkastjórnin í Íran sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum stjórnvalda í Bandaríkjunum um að hún hefði staðið fyrir árásum á tvö tankskip í Ómanflóa, nálægt Hormuz-sundi, í fyrradag. Árásirnar ollu titringi á olíumörkuðum þar sem óttast er að spennan milli ríkjanna geti leitt til átaka á þessari mikilvægu siglingaleið. Rúmur þriðjungur af allri hráolíu, sem flutt er með skipum í heiminum, fer um Hormuz-sund.

Nýtt Íslandsmet fallið í Esjugöngu

Morgunblaðið - Sat, 06/15/2019 - 03:47
Svanberg Halldórsson gekk tólf sinnum upp og niður Esjuna á tæpum sólarhringi, frá klukkan fimm um nótt til hálf fimm um nótt næsta dag. Nýtt Íslandsmet er fallið að hans sögn.

Pages

Feed aggregator