Lögregla skaut axarmann

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 15:35
Góðkunningi lögreglunnar liggur alvarlega sár á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló eftir að hafa veitt konu áverka með öxi í kvöld og ráðist svo að lögreglumönnum.

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 15:10
Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook.

Verkfallsvarsla verður efld til muna

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 14:55
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð.

Andorra - Ísland, staðan er 0:2

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 14:23
Andorra og Ísland mætast í fyrstu umferðinni í H-riðli undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á Estadi Nacional leikvanginum í Andorra la Vella klukkan 19.45. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Mueller hefur afhent skýrsluna

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 14:18
Robert Mueller hefur skilað skýrslu sinni um afskipti Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 til dómsmálaráðherra landsins og er rannsókn málsins þar með formlega lokið. Frá þessu er greint á vef Washington Post.

Tindastóll í forystu eftir mikla spennu

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 14:03
Tindastóll og Þór frá Þorlákshöfn mætast í fyrsta leik sínum í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik á Sauðárkróki klukkan 19.15. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Foktjón og fastir bílar víða um land

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 13:54
Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi.

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 13:43
Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut.

Trump hættir við aðgerðir gegn N-Kóreu

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 13:25
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst hafa fyrirskipað að hætt verði við fyrirhugaðar þvingunaraðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem hann tjáði sig um á Twitter fyrr í dag.

Ástand sem getur ekki varað lengur

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 13:05
Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið.

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 11:21
Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur.

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 11:10
Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum.

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 10:56
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði.

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 10:30
Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.

Comey: Vonar að Trump verði ekki ákærður

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 10:20
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, kveðst vona að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ekki ákærður fyrir embættisbrot. Kveðst Comey frekar vilja að Trump bíði afhroð í forsetakosningunum 2020.

Freyju mismunað vegna fötlunar

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 10:11
Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar.

Fall skorsteinsins séð úr lofti

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 08:53
Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti.

Játar skotárás í Utrecht

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 08:04
Karlmaður sem fæddist í Tyrklandi hefur játað að hafa gert skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht sem varð þremur að bana á mánudaginn.

Fjallvegir víða lokaðir

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 07:58
Búið er að loka fjölmörgum fjallvegum á landinu vegna óveðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokuð sem og Vopnafjarðarheiði. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð, Hófaskarð, Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Lyngdalsheiðin er sögð lokuð um tíma.

Skemmtileg tilþrif Guðjóns (myndskeið)

Morgunblaðið - Fri, 03/22/2019 - 07:53
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði snyrtilegt mark af línunni í sigri Rhein Neckar Löwen á Nantes í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Svo virðist sem hann hafi fengið lán vopn úr vopnabúri Róberts Gunnarssonar í þessu tilfelli.

Pages

Feed aggregator