Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 23:37
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum.

Draga ársreikninga Primera í efa

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 22:25
Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar, hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Ein á brúðkaupsmyndinni

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 22:20
Indónesísk kona sem missti unnusta sinn í Lion Air-flugslysinu í lok október hefur látið taka brúðarmyndir af sér einni en unnusti hennar var á leið heim til þess að ganga í hjónaband þegar slysið varð.

Olli slysi í vímu

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 21:49
Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið.

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 21:30
„Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri.

Borga fyrst, borða svo

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 21:30
Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum.

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 21:30
Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.

Forsetar vísa mútuþægni á bug

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 15:31
Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, og Felipe Calderon, fyrrverandi forseti landsins, hafa neitað því að hafa tekið við mútum frá eiturlyfjahringnum Sinaloa. Þar með hafna þeir ásökunum sem verjandi meints leiðtoga eiturlyfjahringsins, Joaquin „El Chapo“ Guzman, setti fram í dómsal.

Forsetafrúin vill láta reka Ricardel

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 14:30
Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að Mira Ricardel sem er aðstoðar-þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna verði rekin úr embætti.

Hringsólaði í klukkutíma

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 13:53
Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli.

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 13:37
María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hafa þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum.

Elskaði aðdáendur sína

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 13:20
Skapari Marvel ofurhetjanna, Stan Lee er látinn, 95 ára að aldri. Lee er þekktur fyrir myndasögur sínar um Spider Man, X-men, Hulk og Avengers svo fáeinar séu nefndar og þykir hafa umbylt poppkúltúrnum með myndasögum sínum.

Simbi framfleytti sér með glæpum

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 13:00
Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil.

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 12:43
Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld.

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 12:22
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 12:05
„Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985.

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 12:03
„Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum.

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 10:39
Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“.

Stressandi en frábær upplifun

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 10:17
„Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi.

Landsréttur stytti farbannið

Morgunblaðið - Tue, 11/13/2018 - 09:51
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Pages

Feed aggregator