Færsla samsteypt

Handtaka í tengslum við andlát Sala

Morgunblaðið - 2 klukkutímar 37 mín ago
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við andlát argentínska knattspyrnumannsins Emiliano Sala. Hann lést í flugslysi á leið frá Nantnes til Cardiff í janúar.

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Morgunblaðið - 2 klukkutímar 38 mín ago
Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum.

Ótrúleg endurkoma á Meistaravöllum

Morgunblaðið - 2 klukkutímar 56 mín ago
KR vann ótrúlegan 3:2-sigur á Íslandsmeisturum Vals í stórleik 9. umferðar Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í kvöld. KR-ingar lentu 2:0 undir en sneru taflinu sér í vil og skelltu sér jafnframt á topp deildarinnar með glæstum sigri.

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

Morgunblaðið - 4 klukkutímar 23 mín ago
Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn.

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

Morgunblaðið - 4 klukkutímar 51 mín ago
Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin.

Vill þessi stétt vakna á morgun?

Morgunblaðið - 5 klukkutímar 2 mín ago
Norski fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem fer í loftið kl. 19:20 að íslenskum tíma í kvöld er bannaður innan 15 ára. Þar verður sýndur afrakstur fimm ára rannsóknarvinnu heimspekinema með falda myndavél í brjóstahaldara sínum á norskum svínabúum. Kærurnar eru þegar teknar að streyma.

Magnús fær Tesluna ekki aftur

Morgunblaðið - 5 klukkutímar 41 mín ago
Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi.

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

Morgunblaðið - 6 klukkutímar 24 mín ago
Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

Morgunblaðið - 6 klukkutímar 49 mín ago
Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux.

Kröfu um ógildingu vísað frá

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 10 mín ago
Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna.

Greip fast um brjóst konu á dansleik

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 19 mín ago
Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur.

Lést við að framkvæma töfrabragð

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 22 mín ago
Indverska lögreglan hefur fundið líkamsleifar töframanns sem ætlaði að endurtaka fræga brellu Harrys Houdini með því að fara bundinn og hlekkjaður ofan í á. Töframaðurinn, Chanchal Lahiri, var látinn síga ofan í á í borginni Kolkata á laugardag en hann kom ekki aftur upp úr vatninu.

Ræddu aðgerðir VR í hádeginu

Morgunblaðið - 8 klukkutímar 35 mín ago
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) hittist á fundi fyrr í dag til þess að ræða það sem virðist yfirvofandi, að fulltrúaráð VR afturkalli umboð þeirra fjögurra fulltrúa sem félagið tilnefnir í stjórn lífeyrissjóðsins. Von er á yfirlýsingu frá stjórninni síðar í dag.

„Þetta lítur ekki vel út“

Morgunblaðið - 8 klukkutímar 54 mín ago
Lögreglan í Hafnarfirði er byrjuð að kanna umhverfisspjöllin sem unnin hafa verið á Helgafelli við Hafnarfjörð. „Við þurfum að finna út hver var þarna að verki,“ segir lögregluþjónn.

„Algjörlega tilhæfulausar ásakanir“

Morgunblaðið - 9 klukkutímar 6 mín ago
Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna harðlega það sem þau kalla „ósanngjarnar ásakanir“ alþjóðlegs rannsóknarteymis sem hefur farið fram á handtöku fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á árás­inni á flug­vél Malaysi­an Air­lines yfir aust­ur­hluta Úkraínu árið 2014.

Dæmdur í fangelsi eftir „lögguleik“

Morgunblaðið - 9 klukkutímar 19 mín ago
Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn vald­stjórn­inni, ólög­mæta nauðung og grip­deild. Hann þótt­ist vera lög­reglumaður og fram­kvæmdi leit á starfs­mönn­um hót­els í miðbæ Reykja­vík­ur und­ir því yf­ir­skini.

Mjaldrarnir eru lentir í Keflavík

Morgunblaðið - 9 klukkutímar 55 mín ago
Flugvél með mjaldrana tvo innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 13:41 í dag. Flugvélin flaug yfir Vestmannaeyjar áður en hún lenti í Keflavík. Nú er unnið að því að skipta um vatn í tönkunum þeirra áður en þeir verða fluttir með vöruflutningabílunum til Landeyjahafnar í dag.

13 hross drepist og fleiri gætu bæst við

Morgunblaðið - 10 klukkutímar 7 mín ago
Alls hafa 44 hross, á aldrinum eins til 8 vetra, sýnt einkenni taugasjúkdóms sem greindur var í fyrsta skipti hérlendis í síðasta mánuði. Þar af hafa 12 hross verið felld og eitt fundist dautt. Sjúkdómurinn kom upp á hrossaræktarbúi á Norðurlandi vestra í hrossum sem öll höfðu verið á útigangi og fengið rúlluhey af sama slætti af sama túni.

Ungt barnafólk greiðir námslánin með lottóvinning

Morgunblaðið - 10 klukkutímar 18 mín ago
Þau voru kát og brosandi ungu hjónin sem mættu í höfuðstöðvar Íslenskrar getspá til þess að vitja vinnings en þau voru ein af þremur sem unnu sjöfalda Lottópottinn og fengu 34,5 milljónir króna.

Mjaldrarnir nálgast Ísland

Morgunblaðið - 11 klukkutímar 48 mín ago
Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá eru væntanlegir í Keflavík klukkan 13.30 í dag og líðan þeirra beggja er stöðug þrátt fyrir nokkurra tíma seinkun á komu þeirra í dag.

Pages