Færsla samsteypt

Reglur sem konungsfjölskyldan fylgir á ferðalagi

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 23:00
Það er að ýmsu að huga þegar ættmenni fjölskyldunnar leggja upp í langferð og geta þau ekki bara stokkið upp í næstu flugvél án þess að vera búin að undirbúa neitt.

Sjá miklar breytingar í neyslunni

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:30
„Það er áhyggjuefni hversu mikið eftirspurn eftir meðferð hefur aukist hjá okkur,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri SÁÁ, um aukið framboð á kókaíni hér á landi. Innflutningur efnisins hefur aukist og styrkur þess er meiri en áður. Alls eru nú um sjö hundruð manns á biðlista eftir meðferð hjá SÁÁ, hundrað fleiri en í fyrra.

Útskriftarhátíð í köldu Kleifarvatni

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:30
„Hættu að væla – komdu að kæla“ er heiti námskeiðs þar sem Andri Einarsson kennir. Fyrirtæki hans Andri Iceland heldur námskeiðin sem snúast um kuldaþjálfun, öndun og hugarfar.

Landlæknir óskar eftir skýringum

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:30
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir embættið hafa áhyggjur af stöðu mála á Reykjalundi og að vel sé fylgst með framvindu mála.

Óánægja með lokun Korpuskóla

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:30
Reykjavíkurborg sendi í gær út fréttatilkynningu um að meirihlutinn í skóla- og frístundaráði borgarinnar hefði lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk sem starfi í Borgaskóla og Engjaskóla. Einn skóli á unglingastigi, Víkurskóli, verði fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

Annríki á dekkjaverkstæðunum

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:30
Vetur konungur er farinn að banka á dyrnar, með kólnandi veðri, frosti og snjó niður í byggð. Norðlendingar vöknuðu við slíkar aðstæður í gærmorgun og strax byrjaði atið á dekkjaverkstæðunum.

Andlát: Þórður Eydal Magnússon

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:30
Dr. Þórður Eydal Magnússon lést á Vífilsstöðum 19. október síðastliðinn, 88 ára að aldri. Þórður fæddist 11. júlí 1931 í Vestmannaeyjum.

Svona kemurðu í veg fyrir að rúmfötin krumpist í þvotti

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:08
Fátt er leiðinlegra en að fá rúmfötin krumpuð og kuðluð saman út úr þurrkaranum að þvotti loknum.

Komin með stóra hvíta „glimmer“-vængi

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 22:00
Theodóra Mjöll, vöruhönnuður og hárgreiðslukona, segir að henni hafi aldrei liðið betur í lífinu. Hún hefur farið í gegnum alls konar verkefni en alltaf náð því að breyta áföllum í sigra og virðist ekki láta hindranir á veginum stoppa sig.

Dregur samninginn frekar til baka

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 16:41
Verði breytingatillögur við samning ríkisstjórnar Boris Johnson við Evrópusambandið, um útgöngu Bretlands úr sambandinu, samþykktar í breska þinginu hyggst forsætisráðherrann frekar hætta við að reyna að koma samningnum í gegnum þingið en breytingarnar nái fram að ganga.

Koffínmagn í drykkjum settar meiri skorður hér á landi

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 16:07
Gengið lengra í að setja skorður á koffínmagn í drykkjum á Íslandi en í flestum Evrópulöndum þar sem ótakmarkað magn er heimilt. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.

Samið við fimm stéttarfélög háskólamanna

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 15:54
Kjarasamningur var undirritaður á fjórða tímanum síðustu nótt á milli fimm aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Frá þessu er greint á vef embættis ríkissáttasemjara.

Myrti samstarfskonu sína og bútaði í sundur

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 14:56
Frönsk kona hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt samstarfskonu sína, hlutað lík hennar í sundur og kastað líkamsleifum hennar í síki.

Frábært að vinna eitt af stóru liðum á heimavelli

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 14:52
Chris Wilder knattspyrnustjóri Sheffield United var í sjöunda himni eftir sigur lærisveina sinna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Unnusta Dennis Quaid 39 árum yngri

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 14:40
Leikarinn Dennis Quaid er sagður trúlofaður kærustu sinni, Lauru Savoie. Töluverður aldursmunur er á parinu.

Huga að endurbótum á flugstöðinni í Vatnsmýri

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 14:31
Air Iceland Connect hyggur á endurbætur á flugstöðinni í Reykjavík og hefur fengið framkvæmdaleyfi frá Reykjavíkurborg til þess að ráðast í þær, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins. Tímasetningar eru þó enn óljósar.

Minnihlutastjórn í kortunum í Kanada

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 14:28
Kjósendur í Kanada mættu í kjörklefana í dag til þess að kjósa til kanadíska þingsins. Mjótt er á mununum á milli tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, Frjálslynda flokksins undir forystu Justins Trudeau forsætisráðherra og Íhaldsflokksins sem Andrew Scheer fer fyrir.

Frábær sigur nýliðanna gegn Arsenal

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 13:56
Arsenal mistókst að komast upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en Lundúnaliðið varð að sætta sig við 1:0 tap gegn nýliðum Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í kvöld.

Vilja að farþegar en ekki lögmenn fái bæturnar

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 13:50
„Ástæða þessara skilmálabreytinga er einfaldlega sú að við viljum tryggja að bætur sem farþegi á rétt á skili sér að fullu til hans, farþegans sem á rétt á bótunum og lendi ekki í höndum milliliða sem í rauninni veita litla þjónustu,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við mbl.is.

Kalla eftir gögnum frá Reykjalundi

Morgunblaðið - Mon, 10/21/2019 - 13:42
Sjúkratryggingar Íslands hafa kallað eftir gögnum frá Reykjalundi til þess að kanna hvort tryggt sé að starfsemin geti haldið áfram með eðlilegum hætti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Pages