Færsla samsteypt

Kerecis metið á 9,5 milljarða

Morgunblaðið - 48 mín 51 sek ago
Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem framleiðir sáraumbúðir úr fiskroði, vinnur nú að hlutafjáraukningu og hyggst sækja 7,5 milljónir dollara, jafnvirði 900 milljóna króna, til þess að styðja við frekari vöxt þess á komandi misserum.

Síðasta kveðjan frá Sala?

Morgunblaðið - 48 mín 51 sek ago
Argentínski fjölmiðillinn Channel 5 News hefur birt hljóðupptöku sem er sögð vera frá argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala þegar hann var að leggja upp í flugferðina örlagaríku frá Nantes til Cardiff í fyrrakvöld.

Fjármögnun tillagna á byrjunarstigi

Morgunblaðið - 48 mín 51 sek ago
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fjármögnun tillagna átakshóps um aukið framboð á húsnæði, sem snúa að ríkinu, sé á byrjunarreit.

Makar veikjast vegna álags

Morgunblaðið - 48 mín 51 sek ago
„Við vitum af tugum hjóna þar sem heilbrigður maki veikist vegna álags við umönnun á veikum maka. Fólk segir ekki frá þar sem um viðkvæm persónuleg mál er að ræða. Landssamband eldri borgara hefur miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður landssambandsins.

Fengu 153 kærumál og afgreiddu 188

Morgunblaðið - 48 mín 51 sek ago
Alls bárust Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 153 kærumál á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum sem fengust hjá nefndinni í gær. Tekist hefur að fækka óafgreiddum málum hjá nefndinni.

Sameining prestakalla í Breiðholti

Morgunblaðið - 48 mín 51 sek ago
Breiðholt verður eitt prestakall með þremur sóknum verði breytingartillaga þess efnis samþykkt á kirkjuþingi í haust. Unnið var að sameiningu Breiðholtsprestakalls og Fella- og Hólaprestakalls en nú er hugmyndin að Seljaprestakall verði einnig með í sameiningunni.

Heimavellir seldu fyrir 6,2 milljarða

Morgunblaðið - 48 mín 51 sek ago
Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, hefur verið að endurskipuleggja eignasafnið sitt en á síðasta ári seldi félagið alls 210 íbúðir fyrir 6,2 milljarða króna. Þar af var eignasala á fjórða ársfjórðungi 2,9 milljarðar króna.

Vilja að hætt verði við kísilverið

Morgunblaðið - 6 klukkutímar 23 mín ago
Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu

Skipulögðu árás gegn samfélagi múslima

Morgunblaðið - 6 klukkutímar 33 mín ago
Fjórir eru nú í haldi fyrir að hafa skipulagt tilræði gegn samfélagi múslíma í New York-ríki. BBC segir þrjá karla og einn ungling hafa verið handtekna og eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft heimatilbúnar sprengjur og skotvopn í fórum sér.

Hopar fjórfalt hraðar en áður var talið

Morgunblaðið - 6 klukkutímar 48 mín ago
Ísinn á Grænlandi hefur hopað fjórfalt hraðar frá 2003 en áður var talið, samkvæmt nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um. Er það ekki hvað síst ástandið á suðvesturhluta Grænlands, svæði sem lítil hætta hefur þótt stafa af hingað til, sem nú vekur vísindamönnum áhyggjur.

Furðulegt tíst Salah vekur athygli

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 3 mín ago
Mohamed Salah skrifaði furðuleg ummæli á Twitter-síðu sinni í dag. Ummælin vöktu mikla athygli og voru 45 þúsund manns búin að líka við færsluna skömmu síðar.

„Sala er bardagamaður“

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 18 mín ago
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Fulham, var í áfalli yfir fréttum af Emiliano Sala, fyrrverandi lærisveini sínum hjá Nantes í Frakklandi. Sala var um borð í flugvél sem leitað er að á Ermar­sundi, en talið er að flugvélin hafi hrapað og eru miklar líkur á að Sala og flugmaður vélarinnar séu látnir.

Danski dómarinn viðurkenndi stór mistök

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 39 mín ago
Danski handboltadómarinn Martin Gjeding er búinn að viðurkenna afdrifarík mistök sín er hann dæmdi leik Þýskalands og Króatíu ásamt kollega sínum Mads Hansen á HM karla í gær.

Hissa að fá Michelin-stjörnurnar aftur

Morgunblaðið - 9 klukkutímar 23 mín ago
Franski matreiðslumeistarinn Sebastien Bras sem rataði í fréttirnar 2017 þegar hann vildi fá að skila Michelin stjörnunum þremur sem veitingastaður hans Le Suquet hafði fengið, segir það hafa komið sér á óvart að veitingastaðurinn er aftur kominn á lista Michelin fyrir árið 2019.

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Morgunblaðið - 9 klukkutímar 38 mín ago
Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð.

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Morgunblaðið - 9 klukkutímar 58 mín ago
Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015.

Spaugstofan var afar mikilvæg

Morgunblaðið - 10 klukkutímar 13 mín ago
Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti.

Loksins almennileg norðurljós

Morgunblaðið - 10 klukkutímar 38 mín ago
Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land.

Gengu berhentar heim í 45 gráða frosti

Morgunblaðið - 11 klukkutímar 8 mín ago
Tvær fimm ára gamlar stúlkur náðu að yfirgefa leikskóla sinn óséðar og ganga einar heim í 45 gráða frosti. Stúlkurnar tvær, sem vildu koma foreldrum sínum á óvart, urðu fyrir ofkælingu og fengu kalsár við uppátækið.

„Risastórt skref í átt að lausn“

Morgunblaðið - 12 klukkutímar 3 mín ago
„Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn.

Pages