Færsla samsteypt

Alsírski herinn vill Bouteflika burt

Morgunblaðið - 59 mín 37 sek ago
Yfirmaður herráðsins í Alsír krafðist þess í dag að forseti landsins, Abdelaziz Bouteflika, verðir úrskurðaður óhæfur til að stýra ríkinu sökum heilsubrests.

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

Morgunblaðið - 1 klukkutími 18 mín ago
„Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag.

Í viðræðum við aðra kröfuhafa

Morgunblaðið - 1 klukkutími 38 mín ago
Líkt og fram hefur komið á mbl.is hafa þeir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air í september síðastliðnum með auknum meirihluta atkvæða ákveðið að taka félagið yfir og breyta kröfum sínum í hlutafé.

Markmiðið hafið yfir vafa

Morgunblaðið - 1 klukkutími 57 mín ago
Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

Morgunblaðið - 2 klukkutímar 53 mín ago
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag.

Fimmtán sækja um stöðu seðlabankastjóra

Morgunblaðið - 3 klukkutímar 17 mín ago
Forsætisráðuneytinu hafa borist 15 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar en frestur til umsóknar rann út á miðnætti.

„Birtingarmynd óábyrgrar hægri stefnu“

Morgunblaðið - 3 klukkutímar 52 mín ago
„Ríkisstjórnin hefur komið þjóðarbúinu í spennitreyju sem mun bitna á ungu fólki, fólki með lágar og millitekjur, öryrkjum, eldri borgurum og á þeim sem þurfa helst á þjónustu ríkisins að halda,“ segir í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar.

Kröfuhafar taka WOW air yfir

Morgunblaðið - 4 klukkutímar 9 mín ago
Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt með meira en 2/3 hluta atkvæða að taka félagið yfir. Það gera þeir á grundvelli heimildar sem virkjaðist í gær þegar ljóst var að WOW air myndi ekki standa í skilum með vaxtagreiðslu af skuldabréfum sem gefin voru út í september síðastliðnum.

Gengi Icelandair lækkar töluvert

Morgunblaðið - 4 klukkutímar 28 mín ago
Svo virðist sem tíðindi af WOW air séu enn og aftur farin að hafa áhrif á hlutabréfaverð í Icelandair Group en hlutabréf félagsins hafa lækkað nokkuð skarpt í dag.

Segja 14 skýr verkfallsbrot framin

Morgunblaðið - 4 klukkutímar 42 mín ago
Starfsmenn Eflingar segja að skýr verkfallsbrot hafi verið framin á hótelum síðastliðinn föstudag. Fjórtán tilvik hafi verið skráð niður, Center Hotels og Icelandair-hótelin hafi verið áberandi. Líklega á þó eftir að skera úr um hvort atvinnurekendur hafi í einhverjum tilvikum verið í rétti.

Ástralskur sjóður kaupir í HS Orku

Morgunblaðið - 4 klukkutímar 47 mín ago
Ástralskur innviðafjárfestingasjóður, Macquarie Infrastructure and Real Assets (MIRA), hefur fest kaup á 53,9% hlut í HS Orku. MIRA kaupir hlutinn af Magma Energy Sweden AB, en Innergex Renewable Energy Inc. tilkynnti í morgun að félagið hafi gengið frá samningi um sölu á sínum hlut í HS Orku.

Góðar fréttir úr herbúðum United

Morgunblaðið - 5 klukkutímar 8 mín ago
Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Manchester United síðustu vikurnar en eitthvað virðist vera að rofa til í þeim efnum.

Pílagrímsganga í kjölfar krabbameins

Morgunblaðið - 5 klukkutímar 17 mín ago
Eftir að hafa greinst með krabbamein fyrir tæpum fjórum árum venti grunnskólakennarinn Margrét S. Guðjónsdóttir kvæði sínu í kross og ákvað að nú væri tími breytinga genginn í garð.

WOW nær samkomulagi við kröfuhafa

Morgunblaðið - 6 klukkutímar 42 mín ago
Meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda WOW air hafa komist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

Fékk jafnmarga þingmenn og Rutte

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 12 mín ago
Hollenski stjórnmálaflokkurinn Vettvangur fyrir lýðræði (FvD) náði góðum árangri í héraðskosningum í landinu á dögunum sem þýðir að flokkurinn er núna sá stærsti í efri deild þings Hollands ásamt flokki Marks Rutte, forsætisráðherra landsins, VVD.

Trump vitnar í Stalín á ný

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 42 mín ago
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ríkjandi fjölmiðla vera óvini fólksins og andstæðingar í stjórnmálum. Þetta skrifar forsetinn á Twitter í dag en líkt og fram hefur komið var nafn hans hreinsað af ásökunum um að hafa haft rangt við í kosningabaráttunni 2016.

Frestað aftur vegna WOW air

Morgunblaðið - 7 klukkutímar 43 mín ago
Fundi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins sem hófst klukkan 10:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara var frestað til morgundagsins eftir að hann hafði aðeins staðið í um klukkustund.

Brást ef WOW var órekstrarhæft

Morgunblaðið - 8 klukkutímar 19 mín ago
Ef WOW air hefur lengi verið órekstrarhæft, eins og umræðan um flugfélagið hefur verið undanfarið, þá hefur Samgöngustofa brugðist hlutverki sínu með því að svipta félagið ekki flugrekstrarleyfi sínu.

Mestar áhyggjur af starfsfólkinu

Morgunblaðið - 8 klukkutímar 32 mín ago
„Tvennum sögum fer nú af því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir efnahagslífið. Við höfum bæði heyrt ákveðnar dómsdagsspár og síðan höfum við líka heyrt það að þetta hefði mjög takmörkuð og jafnvel lítil sem engin áhrif.“

Ætlar ekki syngja þjóðsönginn

Morgunblaðið - 9 klukkutímar 45 mín ago
Svíinn Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi landsliðsþjálfari Norðmanna, mætir löndum sínum í undankeppni EM í kvöld en Norðmenn fá Svía í heimsókn á Ullevål-leikvanginn í Ósló.

Pages