Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 klukkutímar 43 mín ago

Sorglegur endir hjá KA annan leikinn í röð

3 klukkutímar 17 mín ago
KA og Víkingur Reykjavík áttust við í 5. umferð Pepsi-deildarinnar í dag og skildu liðin jöfn, 2:2, en KA var 2:0 yfir er stundarfjórðungur var eftir.

Natalía og Nadía dúxuðu í FG

3 klukkutímar 31 mín ago
Natalía Ýr Hjaltadóttir er dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ þetta vorið með 9,62 í meðaleinkunn. Nadía Helga Loftsdóttir var með 9,57 í meðaleinkunn og er því semi-dúx. Þær voru báðar á náttúrufræðibraut.

Ólafía í Detroit, 3. dagur, bein lýsing

3 klukkutímar 33 mín ago
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur í dag þriðja hringinn á LPGA Volvik meistaramótinu í Detroit í Michigan. Fylgst er með gengi hennar í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Öllum flugum BA aflýst í dag

3 klukkutímar 46 mín ago
Stjórnendur British Airways hafa tilkynnt að öllum flugum flugfélagsins frá Heathrow og Gatwick í London hefur verið aflýst í dag. Bilun í tölukerfi er um að kenna.

Grófu ösku Cornell

3 klukkutímar 55 mín ago
Vinir og ættingjar söngvarans Chris Cornell fjölmenntu í útför hans í Los Angeles í gær. Meðal viðstaddra voru leikararnir Brad Pitt, Christian Bale og Josh Brolin og söngvararnir Pharrell Williams og Courtney Love.

Breytt stjórnmál kalla á viðbrögð

5 klukkutímar 45 mín ago
Ljóst er að stjórnmálin eru að breytast í grundvallaratriðum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og áður for­sæt­is­ráðherra, í ræðu sinni á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem fram fór í Rúgbrauðsgerðinni í dag.

Flugáætlun British Airways í uppnámi

6 klukkutímar 9 mín ago
Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðu frá flugvöllunum Heathrow og Gatwick í London, höfuðborg Bretlands, þar til klukkan 17:00 í dag að íslenskum tíma í kjölfar alvarlegrar bilunar í tölvukerfum félagsins sem hefur áhrif á starfsemi þess um allan heim.

Syrpuþonið sýnt í beinni

6 klukkutímar 40 mín ago
Upplestraruppákoma Andrésar Andar og Eymundsson fer fram í dag á milli eitt og fjögur í verslun Eymundssonar í Kringlunni, en þar verða stelpa og strákur valin úr hópi þátttakenda til að vera „Syrpuröddin“ og fá þannig tækifæri til að lesa inn á auglýsingar fyrir Syrpur og Andrés Önd.

Snældan óvinsæl hjá kennurum

6 klukkutímar 58 mín ago
Þyrilsnældan (e. fidget spinner) er nýjasta æðið hjá börnum hér á landi, líkt og evrópskum og bandarískum jafnöldrum þeirra. Kennarar eru hins vegar ekki allir jafnsáttir við þetta nýjasta æði sem þeir segja stela athyglinni frá námsbókunum.

Íslenskan í sókn með Netflix

7 klukkutímar 20 mín ago
Kvikmyndagerðarmaðurinn Þórir Snær Sigurjónsson finnur fyrir því að það sé meiri áhugi á íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en áður var, mun meiri en þegar hann byrjaði að vinna sem kvikmyndaframleiðandi. Hann segir að það sé meðal annars fyrir tilstuðlan Netflix.

Fjölmenni á fundi Framfarafélagsins

8 klukkutímar 7 mín ago
Fullt er út úr dyrum á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 11. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra, boðaði stofnun félagsins. Á félagið að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins.

Jeppinn endaði á stofugólfinu

8 klukkutímar 54 mín ago
Íbúa í Milwaukee í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún þegar jeppa var ekið inn í húsið hans í gær. Jeppinn endaði á stofugólfinu hjá honum, en hann var sofandi aðeins örfáum metrum þar frá.

Syrpuþonið fer fram í dag

9 klukkutímar 22 mín ago
Syrpuþonið fer fram í dag í verslun Eymundsson í Kringlunni þar sem hressir krakkar fá tækifæri til þess að spreyta sig á leikupplestri með tilþrifum. Börnin fá ráðleggingar frá hinum þekkta leikara Björgvini Franz Gíslasyni.

Prestur auglýsti eftir kynlífsfélaga

9 klukkutímar 53 mín ago
Prestur í Svíþjóð, sem skráði sig á stefnumótasíðu á netinu sem sænska kirkjan skilgreinir sem klámsíðu, hefur verið látinn taka pokann sinn.

Fjármagnaði árásina með námslánum

10 klukkutímar 42 mín ago
Breska lögreglan telur að Salman Abedi, sem framdi sjálfsmorðsárásina í Manchester í Bretlandi á mánudagskvöldið, hafi meðal annars notað námslán og bætur frá hinu opinbera til þess að fjármagna hryðjuverkið.

Ben Stiller skilur við eiginkonuna

11 klukkutímar 6 mín ago
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Ben Stiller og eiginkona hans, leikkonan Christine Taylor, hafa ákveðið að skilja eftir 17 ára hjónaband.

Fleiri handteknir í Bretlandi

11 klukkutímar 27 mín ago
Breska lögreglan handtók í nótt tvo karlmenn í tengslum við rannsókn hennar á hryðjuverkinu í borginni Manchester í Bretlandi í byrjun vikunnar sem kostaði 22 lífið. Mennirnir eru 20 og 22 ára en þar með hafa samtals ellefu verið handteknir vegna árásarinnar í Bretlandi.

Vildi leynilínu til Rússlands

11 klukkutímar 52 mín ago
Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, Jared Kushner, lagði það til við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum á fundi í byrjun desember að komið yrði upp leynilegri samskiptalínu við rússnesk stjórnvöld sem ekki væri hægt að hlera.

Hökt í sölu Arion banka

Fri, 05/26/2017 - 22:30
Söluferli Kaupþings á Arion banka er í uppnámi þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital Management Group, sem tilkynnt var um í mars að keypt hefði 6,6% hlut í bankanum af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum.

Hentar ekki fyrir flugvöll

Fri, 05/26/2017 - 22:30
Ólafur Þór Ólafsson, formaður Svæðisskipulags Suðurnesja, segir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni myndu verða á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. Því sé ekki víst að leyfi verði veitt fyrir flugvelli.

Pages