Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 37 mín 34 sek ago

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

3 klukkutímar 11 mín ago
Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina.

Tvær tilkynningar eld nánast samtímis

3 klukkutímar 34 mín ago
Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hinsvegar í Veghúsum í Grafarvogi.

Vissu vel af asbesti í barnapúðrinu

3 klukkutímar 54 mín ago
Stjórnendum hreinlætisvöruframleiðans Johnson & Johnson var um áratugaskeið kunnugt um að asbest var að finna í barnapúðrinu þeirra. Fyrirtækið á nú yfir höfði sér þúsundir málshöfðana vegna ásakana um að talkúmpúðrið hafi valdið krabbameini.

Féll úr jólatré og lést

4 klukkutímar 7 mín ago
Lögreglan í Kirkcaldy, skoskum smábæ smábæ norður af Edinborg, rannsakar dauðsfall karlmanns sem fannst illa slasaður við jólatré í bænum. Maðurinn lést af sárum sínum á spítala stuttu eftir að hann fannst.

Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

4 klukkutímar 19 mín ago
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það rétt í þessu að Mick Mulvaney muni taka við sem starfsmannastjóri Hvíta hússins þegar John Kelly lætur af störfum í lok árs.

Leitað að báti á Vestfjörðum

4 klukkutímar 37 mín ago
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.

„Ég kann að skera“

4 klukkutímar 47 mín ago
Einn af þeim sem komu að morðinu á sádiarabíska blaðamanninum, Jamal Khashoggi, heyrist segja: „Ég kann að skera,“ á hljóðupptöku af morðinu, sem tyrknesk yfirvöld hafa látið í hendur bandarískra og evrópskra embættismanna. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, greindi frá þessu í dag.

Dróni veldur skemmdum á farþegaþotu

5 klukkutímar 33 mín ago
Flugfélagið Grupo Aeromexico SAB rannsakar nú hvort að dróni hafi valdið töluverðum skemmdum á einni Boeing 737 farþegaþotu félagsins er hún var að koma inn til lendingar í mexíkósku borginni Tijuana, sem er nærri landamærum Bandaríkjanna.

„Er bara svona snúningur á öllu“

6 klukkutímar 16 mín ago
Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi.

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

6 klukkutímar 56 mín ago
Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu.

Náði að kæla bílinn með snjó

7 klukkutímar 12 mín ago
Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór.

„Ekkert að flýta okkur“

7 klukkutímar 16 mín ago
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró aðeins úr væntingum þeirra sem hafa gert sér vonir um að Norður-Kórea muni afkjarnorkuvæðast á næstunni, í Twitter-færslu sem hann birti í dag.

Syngjandi heimilislæknir

7 klukkutímar 45 mín ago
Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari.

„Átti mínar erfiðu stundir“

8 klukkutímar 45 mín ago
Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag.

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

8 klukkutímar 48 mín ago
Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár.

Fjórða fórnarlambið látið

9 klukkutímar 46 mín ago
Tala látinna eftir skotárás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudag er komin upp í fjóra, en fjórða fórnarlambið lést af sárum sínum í dag. Tólf til viðbótar særðust í árásinni, að minnsta kosti einn mjög alvarlega. Fjögur fórnarlamabanna eru enn á sjúkrahúsi.

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

9 klukkutímar 54 mín ago
Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar.

Melania hrapar í vinsældum

10 klukkutímar 27 mín ago
Vinsældir Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa hrapað töluvert samkvæmt nýlegri könnun CNN. Í október á þessu ári naut forsetafrúin hylli 54% aðspurðra, en nú tveimur mánuðum síðar eru 43% sömu skoðunar.

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

10 klukkutímar 43 mín ago
Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku.

Vika er langur tími í pólitík

11 klukkutímar 2 mín ago
Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa.

Pages