Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 klukkutímar 28 mín ago

Leita atbeina dómstóla

Fri, 04/19/2019 - 22:30
Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

Víkurgarður til ríkissaksóknara

Fri, 04/19/2019 - 22:30
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi.

Hefði átt að vega þyngra

Fri, 04/19/2019 - 22:30
Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.

Kjósi um lífskjörin í símanum

Fri, 04/19/2019 - 22:30
„Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað.

Ágætt færi í brekkum víða um land

Fri, 04/19/2019 - 22:30
Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn.

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

Fri, 04/19/2019 - 22:30
Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

Fri, 04/19/2019 - 22:30
Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is.

Vilja ekki starfa fyrir flokkinn

Fri, 04/19/2019 - 15:46
Virkir flokksmenn í breska Íhaldsflokknum hafa hótað því að starfa ekki fyrir flokkinn í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins í næsta mánuði í mótmælaskyni við að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, verði áfram leiðtogi flokksins.

Vilja kæra Trump fyrir embættisbrot

Fri, 04/19/2019 - 15:28
Demókratar á Bandaríkjaþingi kölluðu eftir því í dag að hafin yrði vinna að kæru á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot í kjölfar skýrslu sérstaka saksóknarans Roberts Mueller.

Jarðarlag með milljónir áhorfa

Fri, 04/19/2019 - 15:25
Ariana Grande, Justin Bieber, Snoop Dog og Rita Ora eru á meðal þeirra 30 heimsþekktu tónlistarmanna sem taka þátt í lagi sem ætlað er að vekja athygli á neikvæðri þróun í umhverfismálum. Grínistinn og rapparinn Lil Dicky stendur að gerð lagsins.

Neyða kvenfólk í hælaskó

Fri, 04/19/2019 - 15:04
Lággjaldaflugfélagið Norwegian Air gaf út tuttugu og tveggja blaðsíðna langan skilmálabækling um klæðaburð fyrir starfsmenn sína á dögunum. Þar segir meðal annars að ef kvenkyns starfsmenn vilji klæðast flatbotna skóm þurfi þeir að hafa læknisvottorð á sér öllum stundum.

Straumar og stefnur úr öllum áttum

Fri, 04/19/2019 - 14:24
Sjö tónlistaratriði eru í boði í kvöld á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem hófst af fullum krafti í kvöld á ísafirði og sjö önnur verða á dagskrá annað kvöld.

Bjargaði syninum úr kjafti dingóhunds

Fri, 04/19/2019 - 13:45
Faðir bjargaði 14 mánaða gömlum syni sínum úr kjafti dingóhunds á á afskekktu svæði á Fraser-eyju í Queensland í Ástralíu.

Framleiða 1,5 milljónir lítra af etanóli í Skagafirðinum

Fri, 04/19/2019 - 13:07
Kaupfélag Skagfirðinga mun hefja framleiðslu á miklu magni etanóls í nýrri etanólverksmiðju félagsins á Sauðárkróki á fyrri hluta næsta árs.

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Fri, 04/19/2019 - 12:45
Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu.

Þrír unnu 92 milljónir króna

Fri, 04/19/2019 - 12:25
Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn.

Fer eigin leiðir í veikindunum

Fri, 04/19/2019 - 11:41
„Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Þrótti dæmdur sigur gegn HK

Fri, 04/19/2019 - 11:14
Þrótti hefur verið dæmdur sigur gegn HK í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild karla í handbolta. HK vann leikinn 27:24, en liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni og hefur HSÍ því dæmt Þrótti sigurinn.

„Borgaraleg óhlýðni er nauðsynleg“

Fri, 04/19/2019 - 11:00
Umhverfisaktívistinn Greta Thunberg vonast til þess að slást í hóp mótmælenda í Lundúnum þegar hún heimsækir borgina í næstu viku, Guardian greinir frá þessu. Greta er 16 ára og stofnandi Loftslagsverkfallsins sem ungmenni um allan heim hafa tekið þátt í.

Verður Gylfi með gegn United?

Fri, 04/19/2019 - 10:38
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton taka á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á páskadag og vonast Marco Silva, stjóri Everton, að Gylfi verði klár í slaginn.

Pages