Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 55 mín 12 sek ago

Meðalaldur kennara hækkar

1 klukkutími 21 mín ago
Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Haustið 2000 var meðalaldur starfsfólks við kennslu 42,2 ár en var 46,8 ár haustið 2016. Á þessu tímabili hefur meðalaldur kvenkennara hækkað meira eða úr 41,8 árum í 46,9 ár.

Gætu tafist á leið út á flugvöll

1 klukkutími 35 mín ago
Þeir sem eiga leið til Keflavíkur til og frá flugvellinum í kvöld og aðfaranótt laugardags 29. júlí gætu tafist vegna malbikunarframkvæmda við Rósaselshringtorg í Keflavík. Hringtorginu verður lokað í tveimur áföngum og verður umferðarstýring til og frá flugvelli á meðan framkvæmd stendur yfir.

Vanhæfur vegna spillingar

2 klukkutímar 22 mín ago
Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur verið fundinn vanhæfur til að gegna embætti í framhaldi af rannsókn á meintri spillingu í starfi. Þetta er niðurstaða hæstaréttar Pakistan sem hóf rannsókn á auðæfum fjölskyldu forsætisráðherrans í kjölfar gagnaleka Panama-skjalanna árið 2015.

Nokkrir metrar upp á topp

2 klukkutímar 36 mín ago
John Snorri Sigurjónsson er kominn í 8.535 metra hæð á fjallinu K2 sem er 8.611 metra hátt sem þýðir að hann á um 76 metra eftir upp á topp samkvæmt nýjustu GPS-mælingum sem voru kl. 8:12.

48 manns slösuðust í lestarslysi

2 klukkutímar 49 mín ago
Að minnsta kosti 48 manns slösuðust, þar af einn alvarlega, eftir lestarslys á Francia-lestarstöðinni í Barcelona á Spáni snemma í morgun. Lestin skall á stuðpúða á talsverðri ferð með fyrrgreindum afleiðingum.

Blæðingar á fleiri stöðum

3 klukkutímar 17 mín ago
„Þetta er að gerast ár eftir ár þegar svona hlýtt er,“ segir Birkir Fanndal, íbúi í Mývatnssveit, um blæðingar í malbiki á svæðinu. Hann segir virðast sem efni sem notuð eru í vegina þoli ekki hita og komi upp í gegnum malbikið og geti fest við hjólbarða bifreiða.

Skjálfti að stærð 3,2

3 klukkutímar 22 mín ago
Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaganum sem hófst að morgni 26. júlí. Stærsti skjálftinn síðan á miðnætti mældist 3,2 að stærð kl. 05:56. Frá byrjun hrinunnar hafa mælst yfir 600 skjálftar.

Þyrlan leitar fólks við Vatnajökul

Thu, 07/27/2017 - 23:28
Þyrla Landhelgisgæslunnar FT-Gná var kölluð út í morgun rétt fyrir klukkan sex til að aðstoða við leit þriggja manna gönguhóps sem er týndur í Lónsöræfum austan við Vatnajökul. Mikil þoka er á svæðinu sem gerir leit erfiða en þyrlan er með GSM-miðunarbúnað um borð.

Á toppinn um sjö leytið

Thu, 07/27/2017 - 23:06
Eftir um það bil eina klukkustund nær John Snorri Sigurjónsson á topp K2 fyrstur Íslendinga ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hann lagði af stað í gær um klukan 17 að íslenskum tíma. Fjallið er eitt það erfiðasta og hættulegasta í heimi.

„Veldur straumhvörfum“

Thu, 07/27/2017 - 22:30
Ný meðferð við bráðaeitilfrumuhvítblæði verður að öllum líkindum samþykkt af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna á næstunni, en hún er sérstök fyrir þær sakir að hún byggist á genabreytingu líkamsfrumna.

23,6°C á Þingvöllum í gær

Thu, 07/27/2017 - 22:30
Hitinn í höfuðborginni náði 22 gráðum rétt fyrir klukkan þrjú í gær og nýttu margir sér sólina til útiveru og sólbaða. Sól og sumarveður var á flestum stöðum á landinu en mestur hiti mældist á Þingvöllum en þar fór hitinn upp í 23,6 gráður.

Dómstólar og samfélag taki afstöðu

Thu, 07/27/2017 - 22:30
Lögð verður áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í Druslugöngunni á morgun, laugardag, að sögn Helgu Lindar Mar en hún er ein af ellefu í skipulagskjarna göngunnar í ár.

Ekki tekist að einfalda regluverkið

Thu, 07/27/2017 - 22:30
„Við getum öll verið sammála um að lög og reglugerðir sem heilbrigðiseftirlitið á að framfylgja, og svo rekstraraðilar og almenningur að fara eftir, geta verið íþyngjandi og því miður hefur ekki tekist að einfalda regluverk í raun eins og vonir stóðu til.“

Skoða allt að 20000 manna leikvang

Thu, 07/27/2017 - 22:30
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, segir nokkrar útfærslur af stækkun Laugardalsvallar í skoðun. Til skoðunar sé að hafa 10 til 20 þúsund sæti. Neðri mörkin miðist við núverandi fjölda sem er um 10 þúsund sæti.

Þarf að bíða í viku til að kæra

Thu, 07/27/2017 - 22:30
Karlmaður á fertugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í Reykjavík á miðvikudag, þarf að bíða í átta daga eftir að komast að hjá lögreglu til að geta lagt fram kæru.

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

Thu, 07/27/2017 - 17:05
3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna.

Hóta barsmíðum borgi börnin ekki

Thu, 07/27/2017 - 16:50
Sólin er varla komin upp þegar nokkur af 50.000 betlarabörnum Senegal þjóta út á götur borgarinnar Dakar með betlaraskál í hönd í von um að geta sníkt poka af sykri eða nokkra aura til að afhenda kennara sínum.

Samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum

Thu, 07/27/2017 - 16:32
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti nú í kvöld refsiaðgerðir gegn Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu þrátt fyrir andstöðu ráðamanna í Hvíta húsinu við frumvarpinu. Það verður nú sent Donald Trump til undirritunar og getur hann beitt neitunarvaldi þó að frumvarpið njóti yfirgnæfandi meirihluta þingsins.

Félagsskipti Gylfa orðin ólíkleg

Thu, 07/27/2017 - 16:00
Netmiðilinn Walesonline greinir frá því í kvöld að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea til Everton séu orðin ólíkleg. Talið var næsta víst að Gylfi myndi ganga í raðir Everton í þessum mánuði eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð.

Viðar hefur ekkert að gera hingað heim

Thu, 07/27/2017 - 15:58
„Það er leiðinlegt að tapa en þetta er erfiður útivöllur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir 2:0 tap gegn KR á Alvogen-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Pages