Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 49 mín 1 sek ago

Samkomulag náðst við einn kaupanda

1 klukkutími 9 mín ago
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður.

Fær ekki að áfrýja málinu

1 klukkutími 10 mín ago
Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag.

Mikil vinna í súginn

1 klukkutími 19 mín ago
Mikill undirbúningur danskra embættismanna fór í súginn er Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrirvaralaust að hann væri hættur við heimsókn til Danmerkur vegna þess að forsætisráðherra Dana hafi ekki áhuga á að ræða nýjasta áhugamál forsetans, að kaupa Grænland.

Spider-Man kveður Marvel-heiminn

1 klukkutími 38 mín ago
Samningar náðust ekki á milli kvikmyndaveranna Marvel, sem er í eigu Disney, og Sony, sem á réttinn á Spider-Man. Því þarf Spider-Man að kveðja kollega sína í Marvel-heiminum.

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

2 klukkutímar 25 mín ago
Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir.

Telur sig ofsóttan af Sveini Andra

2 klukkutímar 50 mín ago
„Það vita allir hvernig Sveinn Andri er enda hefur þessi maður vaðið uppi í þjóðfélaginu og komist upp með ótrúlegustu hluti,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og stofnandi Subway á Íslandi. Að hans sögn má rekja þyngri rekstur fyrirtækja í hans eigu að hluta til ofsókna Sveins Andra Sveinssonar

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

2 klukkutímar 55 mín ago
„Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær.

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

3 klukkutímar 56 mín ago
Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brim hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun.

Merkel komin heim — fundar með Johnson

3 klukkutímar 59 mín ago
Angela Merkel Þýskalandskanslari flaug af landi brott í gær og er komin í vinnuna í Berlín í dag. Hún er að fara að hitta Boris Johnson nýjan forsætisráðherra Breta og ræða við hann útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Ferðafrelsi óskert til 31. október

4 klukkutímar 5 mín ago
Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk.

Bretar fela Finnum að kjósa fyrir sig

4 klukkutímar 10 mín ago
Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist fela Finnum að fara með atkvæðisrétt sinn í ráðherraráði Evrópusambandsins eftir að Bretar hætta að sækja fundi þess um mánaðamótin næstu.

Fasteignir lækka í verði

4 klukkutímar 52 mín ago
Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%.

Reyna áfram að semja við FEB

4 klukkutímar 57 mín ago
Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok.

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

5 klukkutímar 21 mín ago
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk.

Kastast í kekki á rauðu ljósi

7 klukkutímar 18 mín ago
Lögreglan var kölluð til vegna deilna tveggja ökumanna á Reykjanesbraut síðdegis í gær. Hafði kastast í kekki milli þeirra þar sem þeir biðu á rauðu ljósi. Enduðu deilurnar með því að annar kastaði kaffibolla í bifreið hins eftir að sá hafði hrækt á bifreið hans og þeir kastað kókflösku sín á milli.

Fer í 30 metra í hviðum

Tue, 08/20/2019 - 23:46
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 11. Spáð er austan 15-20 m/s við vestanverðan Öræfajökul og vindhviðum um 30 m/s.

Gjöld of há í miðborginni

Tue, 08/20/2019 - 22:30
Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og stofnandi Subway á Íslandi, segir að gífurleg hækkun fasteignagjalda og annars íþyngjandi kostnaðar hafi reynst veitingastöðum í Reykjavík erfið.

Kröfur hlaupa á tugum milljóna

Tue, 08/20/2019 - 22:30
„Við höfum ekki heildarmyndina en kröfurnar hlaupa á tugum milljóna. Hæstu kröfurnar gætu hugsanlega verið á bilinu ein til fjórar milljónir króna.“

Var í raun gjaldþrota á aðfangadag

Tue, 08/20/2019 - 22:30
Skuldabréfaeigendur sem þátt tóku í að bjarga WOW air frá gjaldþroti í september í fyrra höfðu heimild til að gjaldfella skuldabréfin á aðfangadag í fyrra.

Hættur við að funda með Frederiksen

Tue, 08/20/2019 - 17:34
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta fundi sínum með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Hann segir það vera vegna þess að hún hafi sagst engan áhuga hafa á að ræða saman um möguleg kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.

Pages