Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 8 mín ago

400 kíló af kókaíni í sendiráði

2 klukkutímar 2 mín ago
Lögreglan lagði hald á næstum 400 kílógrömm af kókaíni í rússneska sendiráðinu í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Þó nokkrir meðlimir í eiturlyfjahring voru handteknir, að sögn innanríkisráðherra Argentínu.

Valdís komin upp í 2. sætið

2 klukkutímar 3 mín ago
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fer vel af stað á 2. hring sínum á Ladies Classic Bon­ville-mót­inu í Ástralíu en mótið er hluti af LET-Evr­ópu­mótaröðinni. Eftir 1. hring var Valdís á meðal efstu keppenda og þegar fréttin er skrifuð er hún komin upp í 2. sætið á fjórum höggum undir pari.

Endar í uppstillingu í Eyjum

2 klukkutímar 44 mín ago
Ekki bárust nógu mörg framboð til röðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Því var ákveðið að fara í uppstillingu. Aðeins sjö framboð bárust en þau þurftu að vera tíu að lágmarki, samkvæmt samþykkt aðalfundar fullltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.

Flytur inn fyrsta bitcoin-hraðbankann

3 klukkutímar 11 sek ago
Fyrsti bitcoin-hraðbankinn á Íslandi verður kynntur til sögunnar á morgun í gistihúsinu Hlemmur Square sem stendur við hlið Hlemms.

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

4 klukkutímar 11 sek ago
„Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk.

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

4 klukkutímar 3 mín ago
Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun.

752 hættu námi í framhaldsskólum

4 klukkutímar 31 mín ago
Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunnar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum.

Yfirmaður UNICEF sagði af sér

4 klukkutímar 33 mín ago
Næstæðsti yfirmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Justin Forsyth, sagði af sér í dag vegna ásakana um óviðeigandi hegðun í garð kvenkyns starfsfólks í fyrra starfi hans sem yfirmaður bresku góðgerðarsamtakanna Save The Children.

Davíð Fannar er fundinn

4 klukkutímar 48 mín ago
Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.

Segir gagnrýni á NRA skammarlega

4 klukkutímar 53 mín ago
Yfirmaður hjá Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hefur gagnrýnt þá harðlega sem vilja herða reglur um byssueign og sakar þá um að notfæra sér skotárásina í Flórída í síðustu viku á skammarlegan hátt.

Sterkur sigur Vals í Eyjum

4 klukkutímar 54 mín ago
Valur gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann ÍBV, 31:28, í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Eyjamenn voru yfir stærstan hluta fyrri hálfleiks og komust m.a í 13:9. Valsmenn voru hins vegar sterkir undir lok hálfleiksins og var staðan eftir hann 14:13.

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

5 klukkutímar 41 mín ago
„Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár.

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

6 klukkutímar 31 mín ago
Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu.

Svala fékk snert af heilablóðfalli

7 klukkutímar 15 mín ago
Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.

Telur siðareglur hafa verið brotnar

7 klukkutímar 23 mín ago
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar.

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

7 klukkutímar 32 mín ago
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka.

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

7 klukkutímar 38 mín ago
Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni hjá á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku.

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

7 klukkutímar 48 mín ago
Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun.

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

8 klukkutímar 18 mín ago
Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air.

Missti af 10 milljóna króna vinningi

8 klukkutímar 27 mín ago
Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans.

Pages