Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 klukkutímar 20 mín ago

Handtaka í tengslum við andlát Sala

2 klukkutímar 33 mín ago
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við andlát argentínska knattspyrnumannsins Emiliano Sala. Hann lést í flugslysi á leið frá Nantnes til Cardiff í janúar.

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

2 klukkutímar 34 mín ago
Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum.

Ótrúleg endurkoma á Meistaravöllum

2 klukkutímar 52 mín ago
KR vann ótrúlegan 3:2-sigur á Íslandsmeisturum Vals í stórleik 9. umferðar Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í kvöld. KR-ingar lentu 2:0 undir en sneru taflinu sér í vil og skelltu sér jafnframt á topp deildarinnar með glæstum sigri.

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

4 klukkutímar 19 mín ago
Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn.

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

4 klukkutímar 47 mín ago
Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin.

Vill þessi stétt vakna á morgun?

4 klukkutímar 58 mín ago
Norski fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem fer í loftið kl. 19:20 að íslenskum tíma í kvöld er bannaður innan 15 ára. Þar verður sýndur afrakstur fimm ára rannsóknarvinnu heimspekinema með falda myndavél í brjóstahaldara sínum á norskum svínabúum. Kærurnar eru þegar teknar að streyma.

Magnús fær Tesluna ekki aftur

5 klukkutímar 37 mín ago
Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi.

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

6 klukkutímar 20 mín ago
Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

6 klukkutímar 45 mín ago
Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux.

Kröfu um ógildingu vísað frá

7 klukkutímar 6 mín ago
Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna.

Greip fast um brjóst konu á dansleik

7 klukkutímar 15 mín ago
Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur.

Lést við að framkvæma töfrabragð

7 klukkutímar 18 mín ago
Indverska lögreglan hefur fundið líkamsleifar töframanns sem ætlaði að endurtaka fræga brellu Harrys Houdini með því að fara bundinn og hlekkjaður ofan í á. Töframaðurinn, Chanchal Lahiri, var látinn síga ofan í á í borginni Kolkata á laugardag en hann kom ekki aftur upp úr vatninu.

Ræddu aðgerðir VR í hádeginu

8 klukkutímar 31 mín ago
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) hittist á fundi fyrr í dag til þess að ræða það sem virðist yfirvofandi, að fulltrúaráð VR afturkalli umboð þeirra fjögurra fulltrúa sem félagið tilnefnir í stjórn lífeyrissjóðsins. Von er á yfirlýsingu frá stjórninni síðar í dag.

„Þetta lítur ekki vel út“

8 klukkutímar 50 mín ago
Lögreglan í Hafnarfirði er byrjuð að kanna umhverfisspjöllin sem unnin hafa verið á Helgafelli við Hafnarfjörð. „Við þurfum að finna út hver var þarna að verki,“ segir lögregluþjónn.

„Algjörlega tilhæfulausar ásakanir“

9 klukkutímar 2 mín ago
Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna harðlega það sem þau kalla „ósanngjarnar ásakanir“ alþjóðlegs rannsóknarteymis sem hefur farið fram á handtöku fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á árás­inni á flug­vél Malaysi­an Air­lines yfir aust­ur­hluta Úkraínu árið 2014.

Dæmdur í fangelsi eftir „lögguleik“

9 klukkutímar 15 mín ago
Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn vald­stjórn­inni, ólög­mæta nauðung og grip­deild. Hann þótt­ist vera lög­reglumaður og fram­kvæmdi leit á starfs­mönn­um hót­els í miðbæ Reykja­vík­ur und­ir því yf­ir­skini.

Mjaldrarnir eru lentir í Keflavík

9 klukkutímar 51 mín ago
Flugvél með mjaldrana tvo innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 13:41 í dag. Flugvélin flaug yfir Vestmannaeyjar áður en hún lenti í Keflavík. Nú er unnið að því að skipta um vatn í tönkunum þeirra áður en þeir verða fluttir með vöruflutningabílunum til Landeyjahafnar í dag.

13 hross drepist og fleiri gætu bæst við

10 klukkutímar 3 mín ago
Alls hafa 44 hross, á aldrinum eins til 8 vetra, sýnt einkenni taugasjúkdóms sem greindur var í fyrsta skipti hérlendis í síðasta mánuði. Þar af hafa 12 hross verið felld og eitt fundist dautt. Sjúkdómurinn kom upp á hrossaræktarbúi á Norðurlandi vestra í hrossum sem öll höfðu verið á útigangi og fengið rúlluhey af sama slætti af sama túni.

Ungt barnafólk greiðir námslánin með lottóvinning

10 klukkutímar 14 mín ago
Þau voru kát og brosandi ungu hjónin sem mættu í höfuðstöðvar Íslenskrar getspá til þess að vitja vinnings en þau voru ein af þremur sem unnu sjöfalda Lottópottinn og fengu 34,5 milljónir króna.

Mjaldrarnir nálgast Ísland

11 klukkutímar 44 mín ago
Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá eru væntanlegir í Keflavík klukkan 13.30 í dag og líðan þeirra beggja er stöðug þrátt fyrir nokkurra tíma seinkun á komu þeirra í dag.

Pages