Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 11 mín ago

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

10 klukkutímar 31 mín ago
Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátta um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins.

Trump legg­ur lín­ur fyr­ir kosn­inga­bar­átt­una

10 klukkutímar 59 mín ago
„Sendið hana til baka! Sendið hana til baka“ kölluðu stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Norður-Karólínu í gærkvöldi. CNN segir fundinn í gær gefa vísbendingar um hvaða aðferðum Trump ætli sér að beita til að ná endurkjöri í forsetakosningunum 2020.

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

11 klukkutímar 4 mín ago
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október.

Leggja til að breyta nafni HB Granda

11 klukkutímar 11 mín ago
Stjórn HB Granda samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við hluthafafund að breyta nafni og vörumerki félagsins í Brim og Brim Seafood. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að nýtt vörumerki og nafn sé einfalt og þjált og sé þekkt á alþjóðamörkuðum fyrir sjávarafurðir.

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

11 klukkutímar 31 mín ago
Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín.

Skúta strand í Skerjafirði

12 klukkutímar 22 mín ago
Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði.

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

13 klukkutímar 22 mín ago
Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna.

Vötn Finnlands ekki óteljandi

13 klukkutímar 25 mín ago
Lengi hafa vötnin í Finnlandi verið talin jafnmörg hólunum í Vatnsdal og eyjunum á Breiðafirði, það er óteljandi. En svo er ekki raunin. Nú hafa landmælingar Finnlands lokið áralangri talningu sinni á vötnum landsins, og reyndust þau 168.000 talsins.

„Sendum hana til baka!“

13 klukkutímar 45 mín ago
Á fjöldafundi Trump í Norður-Karólínu í gær ætlaði allt um koll að keyra þegar hann minntist á Ilhan Omar, múslímska þingkonu. Stuðningsmannahópurinn hóf að kyrja „send her back!“

„Alltaf gleðistund“

13 klukkutímar 50 mín ago
Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn.

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

13 klukkutímar 56 mín ago
Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega.

Instagram hættir að sýna læk

14 klukkutímar 54 mín ago
Instagram markar tímamót í dag með tilraunum í Ástralíu og Japan. Fyrirtækið hyggst taka út fjölda „læka“ við hverja mynd, þannig að talan verði ósýnileg öllum öðrum en þeim sem birti myndina.

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

15 klukkutímar 50 mín ago
Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey.

FBI með öldrunarfilterinn til rannsóknar

16 klukkutímar 20 mín ago
Öldrunarfilter sem notið hefur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Segir danska ríkisútvarpið DR, lögreglu óttast að filterinn, sem er rússneskt app, feli í sér gagnamisnotkun.

Drónar fundu áður óþekktar minjar

16 klukkutímar 33 mín ago
Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi.

Lengsta skip sem hingað hefur komið

16 klukkutímar 53 mín ago
Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2.

Handtekinn grunaður um vændiskaup

17 klukkutímar 17 mín ago
Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Flugdólgur fékk 13 milljóna reikning

Wed, 07/17/2019 - 23:57
Bresk kona sem reyndi að opna dyr farþegaþotu í miðju flugi milli Bretlands og Tyrklands hefur nú fengið reikning upp á 85.000 pund (um 13,3 milljónir kr.) frá Jet2-flugfélaginu.

Um 60 kílóum af mat hent daglega

Wed, 07/17/2019 - 22:30
Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis.

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

Wed, 07/17/2019 - 22:30
Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa.

Pages