Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Fundu flutningsleið fíkniefna neðansjávar

7 klukkutímar 25 mín ago
Spænska strandgæslan lagði hald á tvö tonn af hassi sem hún fann á botni Miðjarðarhafsins. Alls hafa 32 einstaklingar verið handteknir grunaðir um tilraun til að smygla hassinu til Tarifa-héraðs á Spáni.

Fær barnið þjónustu sem hentar því?

7 klukkutímar 55 mín ago
Ég hafði engan veginn getað sem stjórnmálamaður sett mig í spor þessara sérfræðinga sem störfuðu í gríðarlega krefjandi umhverfi. Margir þeirra bæði hjá hinu opinbera og á stofum voru yfirbókaðir en um leið vannýttir,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Einhyrningur braut ökkla á leið úr rúmi

8 klukkutímar 10 mín ago
Mörg börn heimsóttu bangsaspítalann í dag. Sumir bangsanna hrjáðust af þekktum kvillum eins og magapínu, en einn af ofnæmi fyrir ljósastaurum.

Liverpool vann á Brúnni

8 klukkutímar 16 mín ago
Liverpool hefur enn fullt hús stiga og vann sinn sjötta leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð er liðið heimsótti Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum þar sem lokatölur urðu 2:1. Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins en Frakkinn N'Golo Kanté mark Chelsea.

Aurskriðan stærri en vanalega á þessum stað

8 klukkutímar 31 mín ago
Aurskriðan sem féll á veg í Gilsfirði í gær var um tveir metrar að þykkt og 25 til 30 metrar að breidd.

Notuð rúmföt á rúmunum í Buckingham-höll

8 klukkutímar 40 mín ago
Elísabet Englandsdrottning spreðar ekki að óþörfu. Á rúmunum í Buckingham-höll og Balmoral-kastala í Skotlandi eru notuð rúmföt. Drottningin lætur líka búa til koddaver úr gömlum sængurverum.

Segir forystu Eflingar haga sér eins og „verstu skúrkar“

9 klukkutímar 45 sek ago
Tveir starfsmenn Eflingar, Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri og Elín Hanna Kjartansdóttir bókari, sendu frá sér yfirlýsingu vegna ummæla framkvæmdastjóra Eflingar í fjölmiðlum í gær.

Fjöldi fólks hélt bíllausa daginn hátíðlegan

9 klukkutímar 55 mín ago
Bíllausi dagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. Gengu og hjóluðu þátttakendur á Miklubraut frá Miklatúni að Lækjartorgi, auk þess sem frítt er í strætó í tilefni dagsins.

KR - FH, staðan er 3:2

10 klukkutímar 26 mín ago
KR tekur á móti FH í 21. og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum klukkan 14 í dag. Mbl.is fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.

West Ham skellti slöku liði Man Utd

10 klukkutímar 49 mín ago
West Ham vann sanngjarnan 2:0-heimasigur á arfaslöku liði Manchester United í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Tíu leikmenn Wolves kreistu fram jafntefli gegn Crystal Palace með marki á lokasekúndum leiksins.

Grindavík - Valur, staðan er 1:1

10 klukkutímar 56 mín ago
Grindavík tekur á móti Val í 21. og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Mustad-vellinum klukkan 14 í dag. Mbl.is fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.

Katrín situr leiðtogafund um loftslagsmál

11 klukkutímar 3 mín ago
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafund um loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir þessa dagana í New York.

Stutt í heimsmeistaratitilinn

11 klukkutímar 12 mín ago
Björgvin Karl Guðmundsson kom mörgum á óvart þegar hann tryggði sér þriðja sætið á heimsleikunum í crossfit árið 2015. Ári áður hafnaði hann í 26. sæti svo stökkið var stórt.

Hárgreiðslumaður Demi Moore segir sannleikann

11 klukkutímar 40 mín ago
Hárgreiðslumaðurinn sem gerði hárið á Demi Moore óaðfinnanlegt framan á nýjasta Harper´s Bazaar segir að allir ættu að fjárfesta í góðum hárvörum.

Læknirinn hélt geggjaða veislu fyrir eiginkonuna

12 klukkutímar 12 mín ago
Snædís Eva Sigurðardóttir fagnaði 42 ára afmæli sínu á dögunum og fór eiginmaður hennar, Ragnar Freyr Ingvarsson – betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu – á kostum af því tilefni.

Fleiri flugfreyjur Icelandair veikjast

12 klukkutímar 24 mín ago
Þrjár flugfreyjur Icelandair veiktust og þurftu súrefni í flugi Icelandair í síðustu viku. Ein leitaði til bráðamóttöku eftir lendingu. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV.

Þegar varnirnar ráða ferðinni

12 klukkutímar 40 mín ago
„Hver einasti einstaklingur upplifir varnarleysi af og til í lífinu, sumir meira en aðrir eins og gengur. Þegar einstaklingar hafa upplifað mikið varnarleysi sem börn og ekki fengið þann stuðning sem börn þurfa, aftengjast þeir varnarleysinu og þróa þess í stað með sér varnir sem þeir fara með inn í fullorðinsárin og inn í eigið fjölskyldukerfi þegar þeir byggja upp sína eigin fjölskyldu síðar,“ segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur

„Við erum kannski aðeins meira í þynnkunni“

13 klukkutímar 3 mín ago
Hipsumhaps gefur út plötuna Best gleymdu leyndarmálin. Fannar Ingi mælir með að fara á rúntinn og hlusta á plötuna.

Segir greinargerðina „fáránlega pælingu“

13 klukkutímar 24 mín ago
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í Silfrinu á RÚV í dag að krafa ríkislögmanns gagnvart bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar vegna ólögmætrar frelsissviptingar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins væri „augljóslega fráleit“.

Ósammála um forsendur bótakröfu Guðjóns

13 klukkutímar 47 mín ago
Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málum er varða bótakröfur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, segir í samtali við mbl.is að forsendur bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar hafi ekki verið réttar.

Pages