Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Ákærður fyrir að morð á sonum sínum

Wed, 07/17/2019 - 16:40
Karlmaður, búsettur í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir morð eftir að tveir einhverfir synir hans létust þegar hann keyrði bíl fram af bryggju. Maðurinn ætlaði sér að svíkja út tryggingafé en atvikið átti sér stað fyrir fjórum árum.

NRK tók yfir tungllendinguna

Wed, 07/17/2019 - 16:20
Þegar til stóð að dusta rykið af upptöku norska ríkisútvarpsins NRK af tunglferðinni fræknu fyrir hálfri öld gripu menn í tómt. NRK tók yfir myndefnið með öðru efni á áttunda áratugnum í sparnaðarskyni þegar myndbandsspólur kostuðu hvítuna úr augunum.

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Wed, 07/17/2019 - 16:10
Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minniháttar.

Ljót treyja gæti kostað Huddersfield

Wed, 07/17/2019 - 16:00
Enska B-deildarfélagið Huddersfield gæti fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu vegna treyju sem liðið leikur í á næstu leiktíð.

„Skulum fara og sjá geimverurnar“

Wed, 07/17/2019 - 15:55
Ein milljón manns, þar á meðal fjöldinn allur af Íslendingum, segist ætla að mæta í áhlaup á aðstöðu flughers Bandaríkjanna í eyðimörkinni í Nevada. Tæp milljón til viðbótar segist áhugasöm. Samsærismenn segja að þar sé að finna tækni tengda geimverum en gestir áhlaupsins eru einmitt í leit að geimverum.

WHO lýsir yfir neyðarástandi

Wed, 07/17/2019 - 15:55
„Það er tími til kominn að heimurinn taki eftir,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þegar lýst var yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldursins sem hefur geisað í Lýðveldinu Kongó í um ár.

Sekur um morð á breskri stúlku

Wed, 07/17/2019 - 15:30
Indverskur dómstóll fann mann í dag sekan af því að hafa nauðgað og myrt 15 ára breskri skólastúlku fyrir ellefu árum síðan. Scarlett Keel­ing fannst lát­in á strönd í Goa í fe­brú­ar 2008. Hún var með áverka og var hálfnak­in þegar hún fannst.

Látin heima síðan í febrúar

Wed, 07/17/2019 - 15:17
Kona sem lögreglan í Ósló fann nýlega látna í félagslegri íbúð í borginni reyndist hafa látist í febrúar. Unnið er að því að bera kennsl á konuna sem talaði ekki við neinn, merkti ekki póstkassann og var ekki með dyrabjöllu.

„Sem betur fer sleppur konan“

Wed, 07/17/2019 - 14:14
„Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag.

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Wed, 07/17/2019 - 14:00
Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs.

Glannaakstur endaði á gatnamótum

Wed, 07/17/2019 - 13:45
Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu.

„Það er ógeðslegt veður, reyndar“

Wed, 07/17/2019 - 13:30
Berglind Festival er mætt á LungA. Það rignir og rignir. Almennir borgarar eru að mæta á svæðið, í hersingum. Víman, hún er listræn, og hátíðin verður „enn feitari“ í ár en nokkru sinni fyrr, að sögn.

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

Wed, 07/17/2019 - 13:08
Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga.

Forsætið styrkt af stórfyrirtækjum

Wed, 07/17/2019 - 12:50
Finnsk stjórnvöld, sem fara með forsætið í ráðherraráði Evrópusambandsins fram að næstu áramótum, hafa engar fyrirætlanir um að ræða við önnur ríki sambandsins um aðkomu fyrirtækja að því að greiða hluta af kostnaði vegna forsætisins.

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

Wed, 07/17/2019 - 12:47
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu.

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

Wed, 07/17/2019 - 12:43
Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ.

Umdeildur klerkur í gæsluvarðhald

Wed, 07/17/2019 - 12:26
Klerkurinn Mullah Krek­ar var í dag settur í gæsluvarðhald í Noregi eftir að hann var dæmdur á Ítalíu fyrir „hryðjuverkasamsæri“ að því er fram kemur í máli lögfræðings hans við AFP fréttastofuna.

„Þetta var bara einum of mikið“

Wed, 07/17/2019 - 11:55
„Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær.

Enginn skráð boðsmiða nema Pawel

Wed, 07/17/2019 - 10:00
Skrifstofa borgarstjórnar lítur svo á að boðsmiðar á viðburði þurfi ekki að skrá í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa nema virði þeirra sé yfir 50.000 krónum. Þetta kemur fram í svari skrifstofunnar við fyrirspurn mbl.is

„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

Wed, 07/17/2019 - 09:47
Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst.

Pages