Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 klukkutímar 12 mín ago

Þriggja ára látin bera vitni í nauðgunarmáli

Wed, 09/11/2019 - 01:52
Þriggja ára stúlka sem talin er hafa verið nauðgað á leikskóla í Búrma (Mijanmar) verður látin bera vitni í málinu í gegnum myndbandssíma. Málið hefur valdið mikilli reiði í landinu.

Svona færðu nýtt eldhúsborð á einfaldan hátt

Wed, 09/11/2019 - 01:51
Er eldhús- eða borðstofuborðið þitt orðið lúið og þreytt og kallar á ástríka hönd?

„Þið munuð kæfa mig“

Wed, 09/11/2019 - 01:25
Lokaorð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggis voru að biðja morðingja sína að hylja ekki munn sinn af því að hann væri með astma og gæti kafnað. Þetta kemur fram í tyrkneska dagblaðinu Sabah sem hefur birt nýtt afrit af upptökum af samræðum Khashoggis við morðingja sína.

Biðlistinn væri býsna langur

Wed, 09/11/2019 - 00:57
Vegna takmarkaðs magns af birkiplöntum hafa færri komist að en hafa viljað til að gróðursetja plöntur í Þorláksskógi á Hafnarsandi í grennd við Þorlákshöfn.

Fyrsta tap Brasilíu síðan á HM

Wed, 09/11/2019 - 00:39
Brasilía karlalandsliðið í fótbolta tapaði sínum fyrsta leik síðan í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi er liðið tapaði fyrir Perú í vináttuleik í Los Angeles í nótt, 0:1.

Var ekki rekinn heldur sagði upp

Wed, 09/11/2019 - 00:22
Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti tilkynnti á Twitter í gær að hann hefði gert þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa sín­um John Bolt­on að taka pok­ann sinn. Bolton tjáði sig skömmu síðar og sagðist hafa boðist til að segja af sér á mánudag, en forsetinn hefði þá sagt „ræðum um það á morgun.“

Var strítt fyrir að teikna á bol

Wed, 09/11/2019 - 00:22
Ungum nemanda í Flórída var strítt í síðustu viku fyrir merki sem hann teiknaði og festi á bol. Bolurinn er nú farinn í fjöldaframleiðslu. Ágóðinn rennur til samtaka sem berjast gegn einelti.

Skjálfti að stærð 3,4 nálægt Grindavík

Tue, 09/10/2019 - 23:50
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð klukkan 6:06 í morgun um 3 km norðaustur af Grindavík. Veðurstofan greinir frá þessu og segir tilkynningar þegar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Kylie Jenner nakin í Playboy

Tue, 09/10/2019 - 23:45
Viðskiptamógúllinn Kylie Jenner verður nakin í Playboy-tímaritinu á næstunni ef marka má ljósmynd sem hún setti á samfélagsmiðla nýverið. Á ljósmyndinni er hún einvörðungu með kúrekahatt og kærastann í fanginu. „Þetta á eftir að rústa netinu,“ skrifar einn aðdáenda hennar við færsluna.

Fordæma innlimunaráform Netanyahu

Tue, 09/10/2019 - 23:33
Arabaríki hafa fordæmt áætlanir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um innlimun hluta Vestursbakkans. Netanyahu hét því í gær að nái hann endurkjöri í kosningum sem fram fara í Ísrael í næstu viku þá mun Ísraelar innlima Jórdandalinn og norðurhluta Dauðahafsins.

Tóku við krúttlegu sveitahóteli í Toskanahéraði

Tue, 09/10/2019 - 23:00
Heiða Hanna og Steindór tóku við sveitahóteli í Toskanahéraði fyrir um ári. Hótelið hafði ekki verið í rekstri síðastliðin tvö ár en með mikilli vinnu opnuðu þau dyrnar á La Meridiana Montieri 1. apríl síðastliðinn.

Stofnandi selur hlut sinn í Brauði & Co

Tue, 09/10/2019 - 22:30
Bakarinn Ágúst Einþórsson hefur selt 13% hlut sinn í bakarínu Brauði & Co til meðstofnenda sinna, þeirra Birgis Þórs Bieltvedt og Þóris Snæs Sigurjónssonar.

Gæti lækkað vexti á Íslandi

Tue, 09/10/2019 - 22:30
Fram undan gæti verið sú óvenjulega staða í íslensku hagkerfi að vextir lækki í niðursveiflu. Það gæti aftur mildað höggið fyrir ríkissjóð. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir allar líkur á að ríkissjóður Íslands muni fá erlend lán á hagstæðari kjörum.

Hreinsun hefst við Elliðavatn

Tue, 09/10/2019 - 22:30
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Kópavogs hafa hafist handa við að rífa niðurnídd hús við Elliðavatn. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að byrjað verði á þeim 12 húsum sem verst eru farin.

Andlát: Einar Vigfússon

Tue, 09/10/2019 - 22:30
Einar Vigfússon, bóndi og útskurðarmeistari í Árborg í Manitoba í Kanada, andaðist 7. september síðastliðinn, 86 ára að aldri, eftir langa og stranga glímu við krabbamein.

Íslensk kona heldur látlaust framhjá maka sínum og leitar ráða

Tue, 09/10/2019 - 22:00
„Ég hef um nokkurt skeið haldið framhjá sambýlismanni mínum til margra ára með öðrum manni. Þeir tveir eru eins ólíkir og hægt er að hugsa sér. Maki minn er besti vinur minn en við erum eins og systkini, ekki par, ég elska hann eins og fjölskyldumeðlim, ekki eins og lífsförunaut.“

Kim fylgdist með eldflaugaskoti

Tue, 09/10/2019 - 16:51
Leiðtogi Norður-Kór­eu, Kim Jong-un, fylgd­ist með til­rauna­skot­um nýrra gerða eldflauga fyrr í dag. Fram kemur á vef KCNA, ríkismiðils N-Kóreu, að tveimur skammdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft og þær hafi flogið um 330 kílómetra.

Kæru vegna Ófeigsfjarðarvegar hafnað

Tue, 09/10/2019 - 16:13
Samgönguráðuneytið hafnaði í dag kröfu Guðmundar Arngrímssonar fyrir hönd hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness um veghald, eignarrétt og vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi. Þess var krafist að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegarins yrði felld úr gildi.

Andstyggilegt en samt svo gaman

Tue, 09/10/2019 - 15:59
„Þetta er frábær tilfinning en líka alveg gríðarleg sjóveiki,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir, ein marglyttanna sex sem syntu boðsund yfir Ermarsund í dag. Þær lögðu af stað frá Englandi snemma í morgun og komu að landi í Frakklandi 15 tímum síðar.

Svolítið þungir og ólíkir sjálfum okkur

Tue, 09/10/2019 - 15:40
„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við byrjuðum leikinn bara illa, svipað og í leiknum við Moldóvu heima á Laugardalsvelli. En við komumst aftur inn í leikinn og náðum að jafna 1:1 og svo 2:2. Svo erum við svolítið opnir en kannski að reyna að skora þriðja markið,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við RÚV eftir tap íslenska landsliðsins gegn Albönum í undankeppni EM í kvöld.

Pages