Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 klukkutímar 13 mín ago

Fullkomin fyrir lágvaxna eins og mig

Tue, 09/10/2019 - 15:35
„Línan er mjög vel heppnuð í heild sinni. Allt frá dásamlegri ullarkápu yfir í mosagrænu blúndunærfötin sem ég elska. Dökku ullarbuxurnar eru líka frábærar í sniðinu - líka á lágvaxna eins og mig.

Segir starfslok til skoðunar

Tue, 09/10/2019 - 15:34
„Við erum að skoða þetta,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún var spurð hvort það hefði komið til tals að semja um starfslok ríkislögreglustjóra. Rætt var við Áslaugu um deilur ríkislögreglustjóra og lögregluembætta í landinu í fréttum á RÚV í kvöld.

Draumurinn um EM lifir góðu lífi

Tue, 09/10/2019 - 15:05
Möguleikar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu um að komast á lokamót EM 2020 lifa ennþá góðu lífi þrátt fyrir svekkjandi 4:2-tap gegn Albaníu á Elbasan Arena í Elbasan í Albaníu í kvöld í H-riðli undankeppninnar.

Jóhann Berg ósáttur við fréttaflutning af landsliðinu

Tue, 09/10/2019 - 14:28
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er ósáttur við fréttaflutning blaðamanns Vísis eftir tap íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Albönum í kvöld en Jóhanns var sárt saknað í leiknum.

„Við erum mikið neyslusamfélag“

Tue, 09/10/2019 - 14:25
„Ég hef verið í verslunargeiranum í mörg ár. Við erum mikið neyslusamfélag. Við þurfum alltaf að eiga það nýjasta. Síðastliðin tvö ár hefur verið aukinn kaupmáttur og mikil endurnýjun á heimilunum,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins.

Vann 50 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands

Tue, 09/10/2019 - 13:36
Heppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna í Milljónaveltunni í septemberútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands en dregið var í kvöld.

Pítsubátar með BBQ-kjúklingi

Tue, 09/10/2019 - 13:32
Hér eru pítsubátar að sigla með okkur inn í helgina með bbq-kjúklingi og bræddum osti. Það er bara alls ekkert yfir þessu að kvarta.

Líðan Harts sæmileg eftir slysið

Tue, 09/10/2019 - 13:30
Leikarinn Dwayne Johnson sagði að líðan leikarans Kevins Harts væri sæmileg eftir slysið og það hefði getað farið mun verr en sem betur fer hafi hann verið í bílbelti.

Styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra

Tue, 09/10/2019 - 13:06
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) og fagna frumkvæði dómsmálaráðuneytisins sem og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að alhliða stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra.

Albanía - Ísland, staðan er 2:2

Tue, 09/10/2019 - 13:02
Albanía og Ísland mætast í H-riðli undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á Elbasan Arena í albönsku borginni Elbasan klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Samkomulag um öruggi skemmtistaða

Tue, 09/10/2019 - 12:49

Fólkið er veikasti hlekkurinn

Tue, 09/10/2019 - 12:21
„Netöryggi snýst mjög oft um fólk og starfsmenn frekar en tölvukerfi. Þeir eru veikasti hlekkurinn og því er mikilvægt að starfsmenn með aukið aðgengi [að tölvukerfi fyrirtækis] fái fræðslu um öryggismál.“ Þetta segir Valdimar Óskarsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis.

Samstarfsyfirlýsing um fiskeldismál

Tue, 09/10/2019 - 12:14
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, og T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um sjávarútvegs- og fiskeldismál.

Kasólétt á tískupallinum

Tue, 09/10/2019 - 12:00
Ofurfyrirsætan Ashley Graham er kasólétt en lætur það ekki stoppa sig á tískuvikunni í New York. Hún hefur verið á fullu alla vikuna og gekk meðal annars tískupallinn fyrir Tommy Hilfiger og reyndi alls ekki að fela kúluna.

Hera í kynningu nýrrar streymisveitu Apple

Tue, 09/10/2019 - 11:46
Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja væntanlega streymisveitu fyrirtækisins sem verður opnuð 1. nóvember. Áskrift að veitunni, Apple TV Plus, mun kosta 4,99 dollara á mánuði. Þeir sem kaupa nýjan síma, tölvu eða Apple TV fá áskrift að Plúsnum í kaupbæti í heilt ár.

Ásta Bjartmarz selur sitt glæsilega raðhús

Tue, 09/10/2019 - 11:30
Ásta Bjartmarz eigandi Beautybar.is hefur sett sitt vel hannaða raðhús á sölu. Húsið var byggt 2018 og er 219 fm að stærð.

Einn á gjörgæslu eftir bílveltu á Norðfjarðarvegi

Tue, 09/10/2019 - 11:16
Ungur karlmaður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að bíll hans valt á Norðfjarðarvegi á áttunda tímanum í morgun. Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að maðurinn er á gjörgæslu.

Eldhúsgræjan sem þú verður að eignast

Tue, 09/10/2019 - 11:09
Hversu oft ætli við höfum opnað snakkpoka sem við náum ekki að klára og strax daginn eftir er það orðið seigt og ógirnilegt?

Reyndi að komast í flug sem 81 árs gamall maður

Tue, 09/10/2019 - 11:00
Þrjátíu og tveggja ára gamall maður var gripinn glóðvolgur á flugvelli í Nýju-Delí fyrir að reyna að komast í flug til New York sem 81 árs gamall maður. Mynd af manninum sýnir að maðurinn lagði sig allan fram við gervið.

Lið Arnars úrskurðað gjaldþrota

Tue, 09/10/2019 - 10:57
Belgíska knattspyrnuliðið Roes­alare, sem Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari liðsins í síðasta mánuði, var í dag úrskurðað gjaldþrota. Belgískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Pages