Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 klukkutímar 14 mín ago

Geggjaður ketófiskur með avókadó og fetaosti

Tue, 09/10/2019 - 05:32
Frábær fiskréttur með frábæru mauki sem við gerum frá grunni en ekki hvað! Mjög einfalt og súperhollt og súperketo!

Vísað úr landi eftir 18 daga hungurverkfall

Tue, 09/10/2019 - 05:10
Amin Ghayszadeh, sem var í hungurverkfalli vegna yfirvofandi brottvísunar úr landi, var vísað úr landi í morgun til Grikklands. Þetta staðfestir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður Amins við mbl.is. Hvorki var haft samband við Magnús né aðstandendur hans.

Þurfa að synda í gegnum stóran olíuflekk

Tue, 09/10/2019 - 05:08
Boðsund Marglyttanna yfir Ermarsundið gengur vel að sögn Soffíu Sig­ur­geirs­dótt­ur skipu­leggj­anda. Þær lögðu af stað frá Dover um sexleytið í morgun og hafa nú verið á sundi í rúma fimm tíma.

Viltu gista í hundi?

Tue, 09/10/2019 - 05:00
Fólk er oft að leita að einstakri upplifun þegar það fer í ferðalag. Fólk ætti svo sannarlega að fá einstaka upplifun þegar það gistir á gistiheimilinu Dog Bark Park Inn í Cottonwood í Idaho í Bandaríkjunum en þar er að finna hús sem er eins og risastór beagle-hundur.

Í stuttbuxum á brún Skógafoss

Tue, 09/10/2019 - 04:12
Ljósmyndir sem sýna karlmann á stuttbuxum standandi í straumnum á brún Skógafoss hafa vakið mikla athygli á facebooksíðu Baklands ferðaþjónustunnar. Örlygur Örn Örlygsson, bílstjóri hjá Travice, var staddur við Skógafoss í gær þegar maðurinn stóð á fossbrúninni.

Elbasan er mikið vígi hjá albanska landsliðinu

Tue, 09/10/2019 - 04:00
Frá árinu 2016 hefur albanska karlalandsliðið í knattspyrnu ekki getað leikið heimaleiki sína í höfuðborginni Tirana vegna endurbyggingar á þjóðarleikvanginum þar. Þeir hafa leikið ýmist í Elbasan, skammt suðaustan við Tirana, eða í Shkodër í norðurhluta landsins.

Indlandsforseti mættur á Bessastaði

Tue, 09/10/2019 - 03:48
Ram Nath Kovind, forseti Indlands, mætti ásamt eiginkonu sinni, Savitu Kovind, á Bessastaði um klukkan tíu í morgun, en þar fer fram formleg móttökuathöfn vegna ríkisheimsóknar forsetans til Íslands. Auk Guðna Jóhannessonar, forseta Íslands, var ríkisstjórn Íslands mætt til að taka á móti Kovind.

Mexíkóveisla sem mun breyta lífi þínu

Tue, 09/10/2019 - 03:37
Þessar ljúffengu enchiladas eru fljótlegar í undirbúningi og algjört lostæti.

Rafmagnsverð til Elkem ekki ríkisaðstoð

Tue, 09/10/2019 - 03:23
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkuverð sem Elkem Ísland greiðir til Landsvirkjunar og var ákveðið með gerðardómi fyrr á þessu ári feli ekki í sér ríkisaðstoð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA.

Neitar að afhenda FBI gögn vegna MAX-vélanna

Tue, 09/10/2019 - 03:00
Fyrrverandi starfsmaður bandaríska Boeing-flugvélaframleiðandans, sem átti stóran þátt í þróun á 737 Max-farþegaþotunum, hefur neitað að afhenda bandarísku alríkislögreglunni (FBI) gögn sem hún hefur óskað eftir í tengslum við rannsókn á tveimur mannskæðum flugslysum.

Hamrén var ekkert að kvarta eða kveina

Tue, 09/10/2019 - 03:00
Guðni Bergsson formaður KSÍ er bjartsýnn á möguleika karlalandsliðs Íslands í undankeppni EM fyrir leikinn gegn Albönum í Elbasan í kvöld. Hann vonast eftir því að niðurstaða um nýjan þjóðarleikvang Íslands liggi fyrir snemma á næsta ári, telur ekki nauðsynlegt að lagt sé gervigras á hann, og er ánægður með byrjunina hjá Arnari Þór Viðarssyni í nýju starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Er varanlega varafylling málið eða?

Tue, 09/10/2019 - 03:00
„Mig langar að vita um varanlega fyllingu í varir. Getur þú sagt mér eitthvað um það?“

Eiginmaður Palin vill skilnað eftir 31 árs hjónaband

Tue, 09/10/2019 - 02:43
Todd Palin eiginmaður Söruh Palin hefur sótt um skilnað en hjónin hafa verið gift í 31 ár. Palin var ríkisstjóri í Alaska og varaforsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum þegar Barack Obama var kosin forseti árið 2008.

Myndband af björgun Gæslunnar

Tue, 09/10/2019 - 02:11
Tveimur mönnum var bjargað úr handfærabát sem strandað hafði í nágrenni Skála á sunnanverðu Langanesi í nótt. Sigmaður frá Landhelgisgæslunni seig um borð til mannanna sem voru síðan hífðir upp í þyrluna, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi frá Gæslunni.

Kári kynntur hjá Haukum

Tue, 09/10/2019 - 00:47
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, verður kynntur til leiks hjá Haukum á blaðamannafundi á Ásvöllum í hádeginu. Þetta herma heimildir mbl.is.

Eyddu 100.000 dollurum sem þau fengu fyrir mistök

Tue, 09/10/2019 - 00:31
Hjón í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa nú verið ákærð fyrir þjófnað eftir að hafa eytt tugþúsundum dollara sem viðskiptabanki þess lagði fyrir mistök inn á reikning þeirra.

Leifar Dorian fara yfir Ísland

Tue, 09/10/2019 - 00:16
Leifar fellibylsins Dorian ganga yfir landið í dag. Dorian er þó orðin svo veikur hann minnir meira á hefðbundna septemberlægð en leifar fellibyls að því er fram kemur í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings.

Jafna þorp rohingja við jörðu

Tue, 09/10/2019 - 00:01
Heilu þorpin í Rakhine héraðinu í Búrma (Mijanmar) þar sem áður bjuggu rohingja-múslimar hafa nú verið jöfnuð við jörðu og þess í stað reist geymsluhúsnæði fyrir lögreglu, stjórnarbyggingar og flóttamannabúðir.

Bernskan er ekki biðtími

Tue, 09/10/2019 - 00:00
Ingi­björg Ósk Sig­urðardótt­ir lektor í leik­skóla­fræðum við Há­skóla Íslands seg­ir leik­skólastarf eng­an veg­inn komið á enda­stöð. Ingi­björg brenn­ur fyr­ir því að gera leik­skólastarf enn betra og byrjaði ný­lega með hlaðvarpið Límónu­tréð ásamt sam­starfs­konu sinni á menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands, Svövu Björgu Mörk.

Segir fátt erfiðara en súludans

Mon, 09/09/2019 - 23:44
Áður en Jennifer Lopez byrjaði að undirbúa sig fyrir myndina Hustlers var hún spennt fyrir því að þurfa að læra súludans. Myndin var frumsýnd um helgina og á rauða dreglinum viðurkenndi söng- og leikkonan að það hefði verið mun erfiðara en hún bjóst við.

Pages