Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 58 mín 11 sek ago

Lést eftir að hafa fallið í Úlfljótsvatn

Sun, 08/04/2019 - 03:41
Bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri, sem féll í Úlfljótsvatn í gær, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Hangandi á hvolfi í beltinu

Sun, 08/04/2019 - 03:30
„Ég man þegar hann var við það að velta fram af kantinum og svo það næsta sem ég man er þegar hann var lentur utanvegar og ég hangandi í beltinu á hvolfi,“ segir Sigurjón Þórsson, bílstjóri hjá Olíudreifingu, sem varð fyrir því óláni að olíubíll sem hann ók valt á þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði.

Fór yfir Ermarsundið á flugbretti

Sun, 08/04/2019 - 02:43
Franska uppfinningamanninum Franky Zapata tókst í morgun að fljúga fyrstur manna yfir Ermasundið á flugbretti.

Líkamsárásir á Akureyri og í Eyjum

Sun, 08/04/2019 - 01:39
„Talsverður erill,“ voru svörin sem blaðamaður fékk er hann spurði hvernig nóttin hefði verið hjá lögreglu bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Á báðum stöðum sitja nokkrir í fangaklefa vegna líkamsárása.

Fagnaði á McDonalds

Sun, 08/04/2019 - 01:30
Í Sögustundinni verður að þessu sinni farið tuttugu og átta ár aftur í tímann til Indianapolis í Bandaríkjunum. Þar skaust kylfingurinn litríki John Daly fram á sjónarsviðið þegar síðasta risamót ársins, PGA-meistaramótið, fór þar fram á Crooked Stick-vellinum 8.-11. ágúst árið 1991. John Daly sigraði á mótinu en aðdragandinn var lygilegur því kvöldið fyrir fyrsta hring var hann staddur heima hjá sér í Dardanelle í Arkansas-ríki.

Birti hatursfulla stefnuyfirlýsingu

Sun, 08/04/2019 - 01:02
Yfirvöld í Texas rannsaka fjöldamorðið í verslun Walmart í El Paso í gær sem mögulegan hatursglæp. Árásarmaðurinn, 21 árs gamall maður frá Dallas, birti hatursfulla stefnuyfirlýsingu á netinu áður en hann fór inn í verslunina og hóf skothríð sem kostaði 20 manns lífið og særði 26 til viðbótar.

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi

Sun, 08/04/2019 - 00:20
Einn maður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna stórfelldrar líkamsárásar sem framin var í Kópavogi í gærkvöldi eða nótt. Þolandi árásarinnar var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Björgvin í 3. sæti og Katrín Tanja í því 5.

Sat, 08/03/2019 - 16:05
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir þriðja dag heimsleikanna í Crossfit. Björgvin Karl sýndi hvers hann er megnugur og lauk deginum í þriðja sæti.

Ólafía verður með á Íslandsmótinu

Sat, 08/03/2019 - 15:52
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdottir úr GR hefur ákveðið að taka þátt í Íslandsmótinu í golfi í ár en mótið fer fram á Grafarholtsvelli, heimavelli hennar, dagana 8. til 11. ágúst.

Stukku í sundskýlum upp á ísjakann

Sat, 08/03/2019 - 15:33
Tveir erlendir ferðamenn sem stukku út í sjóinn neðan við Jökulsárlón og syntu út að ísjaka sem þar rak um og klifruðu upp á hann vöktu þó nokkra athygli meðal annarra gesta Lónsins. „Þeir komu brunandi á bílaleigubíl og stukku út úr honum á sundskýlunum,“ segir Adolf Ingi.

„Manni líður eins og þetta sé óréttlæti“

Sat, 08/03/2019 - 15:20
„Við erum nánast ekki hálfnuð með leikana þegar þau skera niður í 10. Og mér finnst það ekki rétt. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra hvernig mér líður. Ég er bara með svona tóma tilfinningu í mér,“ segir Annie Mist Þórisdóttir crossfitkappi.

18 farast í skotárás í El Paso

Sat, 08/03/2019 - 14:53
Mannskæð skotárás átti sér stað í verslunarmiðstöð í Texas í dag. Árásin var gerð í Cielo Vista Mall-verslunarmiðstöðinni í El Paso, nærri landamærum Mexíkó. Lögregluyfirvöld í El Paso greindu frá því fyrir skemmstu að 18 hefðu látist í árásinni. Einn maður er nú í haldi lögreglu.

Láta lausar táneglur ekki stöðva sig

Sat, 08/03/2019 - 14:00
„Ég er nú bara að hlaupa núna,“ sagði Hörður Halldórsson þegar mbl.is hringdi í hann. Hörður hleypur nú um helgina yfir hálendi Íslands með hópi slökkviliðs- og björg­un­ar­sveit­ar­manna, 340 kíló­metra leið, til stuðnings Holl­vina­sam­tök­um Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.

Verðmætasta magn efna frá upphafi

Sat, 08/03/2019 - 13:35
Annar smyglaranna, sem handteknir voru við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu á fimmtudag, er kominn til Reykjavíkur. Um er að ræða verðmætasta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi.

Tveir með fimm rétta í jókernum

Sat, 08/03/2019 - 13:08
Fimmfaldur lottóvinn­ing­ur kvölds­ins, rúm­ar 55 millj­ón­ir, gekk ekki út og verður pott­ur­inn því sexfald­ur næst. Tveir voru hins vegar með fimm réttar tölur í réttri röð í jókernum og fá þeir hvor tvær milljón krónur í sinn hlut.

Guðlaug Edda þriðja í Evrópubikarnum

Sat, 08/03/2019 - 13:03
Þríþraut­ar­kon­an Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir varð þriðja í Evrópubikarnum í sprettþraut sem fram fer í Malmö í Svíþjóð um helgina.

Komu hvalnum á flot og út á haf

Sat, 08/03/2019 - 12:52
Grindhvalnum í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur verið bjargað. Maður sem var á göngu kom auga á hvalinn í morgun og hafa íbúar á staðnum haldið honum blautum í dag á meðan þess var beðið að það flæddi að. Má gera ráð fyrir að hvalurinn hafi verið á þurru landi í um hálfan sólarhring.

Reynslan sýnir að fólk er að taka sénsa

Sat, 08/03/2019 - 12:31
Lögreglan á Suðurlandi hefur verið með viðveru í Landeyjahöfn í dag og látið þá bílstjóra sem eru á leið í og úr Herjólfi blása í áfengismæli. „Við verum búin að vera að láta bera aðeins á okkur,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Sigur í vítaspyrnukeppni dugði ekki

Sat, 08/03/2019 - 11:47
Manchester United hafði vinninginn í vítaspyrnukeppni gegn AC Milan á alþjóðlega mótinu Champions Cup í knattspyrnu í dag en leikið var í Wales. Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma áður en United vann vítaspyrnukeppnina, 5:4.

Þyrlan sækir mann sem féll í Úlfljótsvatn

Sat, 08/03/2019 - 11:45
Björgunarsveitir í Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um hálfsexleytið í dag vegna erlends veiðimanns sem misst hafði fótfestu og fallið í Úlfljótsvatn skammt frá Steingrímsstöð.

Pages