Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 8 mín ago

Kærir Jón Baldvin til lögreglu

Fri, 03/29/2019 - 03:08
Carmen Jóhannsdóttir hefur lagt fram fram kæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni vegna kynferðislegrar áreitni sem hún kveður hann hafa beitt hana á heimili hans á Spáni 16. júní 2018.

MCAS-búnaðurinn var virkur fyrir hrapið

Fri, 03/29/2019 - 02:49
Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar á hrapi farþegaþotu Ethiopian Airlines bendir til þess að sjálfvirki MCAS-öryggisbúnaður vélarinnar, sem var af gerðinni Boeing 737 Max 8, hafi virkjast áður en vélin hrapaði.

Vill ógildingu eftir 4 daga hjónaband

Fri, 03/29/2019 - 02:42
Leikarinn Nicolas Cage vill láta ógilda hjónaband sitt en hann gekk í hjónaband með kærustu sinni Eriku Koike í Las Vegas á laugardaginn.

Hrapaði til bana í Miklagljúfri

Fri, 03/29/2019 - 02:36
Tveir hafa látist við Miklagljúfur í vikunni. Annar þeirra var ferðamaður sem hrapaði til bana.

Milljarðar í aflandsfélög

Fri, 03/29/2019 - 01:47
Sackler-fjölskyldan byrjaði fyrir meira en áratug að færa fé úr lyfjafyrirtækinu Purdue Pharma í aflandsfélög í hennar nafni. Um er að ræða fleiri hundruð milljónir Bandaríkjadala eða tugi milljarða króna. Þetta kemur fram í málsókn ríkissaksóknara í New York sem lögð var fram í gær.

Seldu miða allt til hins síðasta

Fri, 03/29/2019 - 00:05
Fjallað er um gjaldþrot WOW air í fjölmiðlum víða um heim og meðal annars bent á að flugfélagið hafi selt ódýra flugmiða allt til hins síðasta. Þrátt fyrir að eiga rétt á bótum er óvíst hvenær og eins hversu miklar þær verða.

Fjögur í fangageymslum lögreglu

Thu, 03/28/2019 - 23:24
Lögreglan handtók þrjár manneskjur í nótt eftir að hafa stöðvað bifreið þeirra. Grunur leikur á að konan sem ók bifreiðinni hafi verið ölvuð en tveir farþegar voru í bílnum. Við leit í bílnum fundust fíkniefni.

Karllæknar með 17% hærri laun

Thu, 03/28/2019 - 23:15
Karlkynslæknar í breska heilbrigðiskerfinu eru með 17% hærri laun en starfssystur þeirra að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Þetta er mesti launamunur á milli kynjanna sem hefur mælst í opinbera geiranum í Bretlandi.

Þúsundir missa vinnuna

Thu, 03/28/2019 - 22:30
Búast má við því að störfum við flugrekstur og ferðaþjónustu hér á landi muni fækka um 2-3 þúsund í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þar af eru um 900-1.000 starfsmenn flugfélagsins. Ekki hafa áður jafnmargir starfsmenn misst vinnu sína hér á landi á einum degi.

NATO stuggaði við tveimur Björnum

Thu, 03/28/2019 - 22:30
Orrustuþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) hröktu á miðvikudag tvær rússneskar sprengjuflugvélar út úr loftrýmiseftirlitssvæði NATO við Íslandsstrendur.

Raskar flutningum á ferskum fiski

Thu, 03/28/2019 - 22:30
Uppbygging leiðakerfis WOW Air á undanförnum árum varð til þess að nýir markaðir opnuðust fyrir ferskar íslenskar sjávarafurðir. Oft voru seljendur óðara búnir að koma á viðskiptasamböndum um leið og nýr áfangastaður bættist við en nú gæti reynst erfitt að halda þessum mörkuðum við.

Segjast hafa lagað gallann

Thu, 03/28/2019 - 22:30
Forsvarsmenn Boeing-flugvélaverksmiðjanna lofuðu í fyrrinótt að þeir myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til þess að koma í veg fyrir frekari flugslys eins og þau tvö sem 737 MAX 8-vélar fyrirtækisins lentu í með skömmu millibili á síðastliðnu misseri.

Allar vélarnar á jörðu niðri

Thu, 03/28/2019 - 22:30
Farþegaþotur eru meðal dýrmætasta lausafjár sem fyrirfinnst. Það sem gerir þær sérstæðar er sá mikli hreyfanleiki sem þær hafa miðað við önnur verðmæti af svipaðri stærðargráðu. Vél sem kostar 10 milljarða getur tekið á loft frá flugvelli á Íslandi og verið komin hinum megin á hnöttinn á innan við hálfum sólarhring.

Fengum pítsu og svo var fluginu aflýst

Thu, 03/28/2019 - 17:45
Erlendir fréttamiðlar hafa fjallað um fall WOW air og áhrifin á farþega víða um heim. Á vef BBC er rætt við Írann Barrai Omuireagain, sem er einn af um það bil 10.000 farþegum sem urðu strandaglópar á fimmtudag eftir að flugfélagið greindi frá því að það væri hætt starfsemi.

Hótar að loka landamærunum - aftur

Thu, 03/28/2019 - 16:57
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því í dag á nýjan leik að loka landamærum landsins að Mexíkó á þeim forsendum að ólöglegir innflytjendur kæmust óhindraðir yfir þau. „Gæti lokað suðurlandamærunum,“ sagði Trump á Twitter.

Pages