Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 klukkutímar 15 mín ago

„Börn eru ekki farangur“

Mon, 09/09/2019 - 03:37
„Börn eru ekki farangur“ er átak á vegum nýstofnaðra félagasamtakanna sem kallast Réttur barna á flótta. Tilefni þess er sá mikli fjöldi barna á flótta sem vísað hefur verið úr landi á undanförnum árum við mikinn ófögnuð fólksins í landinu.

Alfa partý hjá Apparat

Mon, 09/09/2019 - 03:30
Það telst til tíðinda þegar Orgelkvartettinn Apparat lætur að sér kveða en í dag gefur sveitin út lagið Alfa Partý í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar fóru einmitt fram þann 9. september 1999 í Tjarnarbíói.

Tesla opnar á Íslandi í dag

Mon, 09/09/2019 - 03:20
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla opnaði starfsstöð sína á Krókhálsi núna fyrr í morgun. Í fréttatilkynningu frá Tesla segir að nú geti viðskiptavinir fyrirtækisins loksins notið öruggrar þjónustu. Hægt verður að panta tíma í gegnum app rafbílaframleiðandans.

Galt afhroð í kosningunum í Moskvu

Mon, 09/09/2019 - 03:00
Rússneski stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland galt verulegt afhroð í borgarstjórnarkosningum sem haldnar voru í Moskvu í gær.

Kærastan hætti með honum upp úr þurru

Mon, 09/09/2019 - 03:00
Svo er að nýlega sleit kona sambandi við mig eftir nokkurra ára samband. Sambandið var ástar-, trúnaðarvina- og félagasamband og ferðuðumst við saman og áttum góðar stundir en ég blandaðist aldrei inn í fjölskyldu hennar eða hún mína, þ.e. börn.

Jónína hættir störfum hjá Arion banka

Mon, 09/09/2019 - 02:59
Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum.

Lausnin gegn andfýlu fundin

Mon, 09/09/2019 - 02:33
Það er fátt andstyggilegra en andfýla og flest gerum við okkar besta til að koma í veg fyrir hana en oft virðist fátt duga.

„Þetta er skipulögð og þróuð árás“

Mon, 09/09/2019 - 01:45
„Þetta snýst um greiðslur frá fyrirtækinu til aðila sem kemst inn í samskipti okkar við aðra aðila,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, í samtali við mbl.is. Fyrir nokkrum vikum uppgötvaði starfsfólk HS Orku að tölvuþrjótar höfðu svikið verulegar fjárhæðir út úr fyrirtækinu. Lögregla rannsakar málið.

Svörum fyrir þetta með sigri á Íslendingum

Mon, 09/09/2019 - 01:30
Sokol Cikalleshi, sem skoraði mark Albana í tapleiknum gegn Frökkum í undankeppni EM í knattspyrnu á laugardagskvöldið, segir að albanska liðið ætli að svara fyrir frammistöðuna þar með því að sigra Íslendinga í Elbasan annað kvöld.

„Enginn matur, engin lyf og ekkert vatn“

Mon, 09/09/2019 - 01:25
Yfirvöld á Bahamaeyjum verjast nú gagnrýni um að bregðast ekki nógu hratt við skaðanum sem fellibylurinn Dorian olli er hann lagði hluta eyjanna í rúst er hann fór þar yfir í síðustu viku. 900 lögreglu- og hermenn hafa verið sendir til Abaco-eyja og Grand Bahama til að verjast gripdeildum.

Gamall fyrirliði segir fyrirliðanum að hætta í landsliðinu

Mon, 09/09/2019 - 01:00
Fyrirliði albanska landsliðsins í knattspyrnu, Mërgim Mavraj, hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir frammistöðu sína á laugardagskvöldið þegar Albanir töpuðu 4:1 fyrir Frökkum í undankeppni EM á Stade de France.

Fjármögnun fjölmiðlafrumvarps liggur fyrir

Mon, 09/09/2019 - 00:57
„Við erum núna komin með fjölmiðlafrumvarpið fjármagnað. Það er auðvitað mjög jákvætt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020.

Þórunn og Þórdís fagna báðar hundrað ára afmæli

Mon, 09/09/2019 - 00:37
Þórunn Baldursdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir verða báðar 100 ára í vikunni, Þórunn í dag og Þórdís á morgun.

Sviku verulegar fjárhæðir frá HS Orku

Mon, 09/09/2019 - 00:08
Erlendir tölvuþrjótar brutust í sumar inn í tölvukerfi HS Orku og tókst að svíkja út umtalsverða upphæð. Fréttablaðið greinir frá þessu og segir upphæðina nema á fjórða hundrað milljónum króna.

Barn á verkefnalistanum

Mon, 09/09/2019 - 00:00
Stjörnuhjónin Priyanka Chopra og Nick Jonas giftu sig í desember í fyrra og geta fjölmiðlar ekki hætt að fjalla um mögulegar barneignir. Hún talaði sjálf um áætlandir sínar í viðtali við indverska Vogue en leikkonan prýðir forsíðu tímaritsins að því er fram kemur á vef Poeple.

Indlandsforseti kominn til Íslands

Sun, 09/08/2019 - 23:20
Forseti Indlands Shri Ram Nath Kovind og Savita Kovind, forsetafrú Indlands, eru komin til Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti í samtali við mbl.is að vél forsetans hafi lent á Keflavíkurflugvelli um hálffimmleytið í morgun.

Hvernig fær fólk aðgang að Lounge-inu í Leifstöð?

Sun, 09/08/2019 - 23:00
Það eru ekki bara farþegar á fyrsta farrými sem fá að njóta þess að gera vel við sig í Saga Lounge fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli. Bankakort geta líka veitt þér aðgang að þessu svæði sem er töluvert flottara en aðstaðan í hinum venjulega brottfararsal.

Efasemdir um flugáform

Sun, 09/08/2019 - 22:30
Ekki er vitað hvaða eignir fyrirtæki Michele Roosevelt Edwards (áður Ballarin), USAerospace Associates LLC, hefur keypt úr þrotabúi WOW air. Fram hefur komið í fréttatilkynningu að þær tengist vörumerki hins fallna flugfélags.

Eftirspurn hefur minnkað um 52%

Sun, 09/08/2019 - 22:30
„Lánaumsóknum hefur fækkað um 52% á milli áranna 2009-10 og 2017-18. Fóru úr 14.614 niður í 7.007.“ Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, í Morgunblaðinu í dag.

Tíu milljarðar á áratug

Sun, 09/08/2019 - 22:30
Útflutningsverðmæti íslenskra hrossa nemur tugum milljarða á undanförnum árum. Á síðustu tíu árum voru hross seld til útlanda fyrir um 10 milljarða króna og fyrir samtals tæpa 11 milljarða króna á árunum 2007 til 2019.

Pages