Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 7 mín ago

Nara kærir íslenska ríkið til MDE

Mon, 06/10/2019 - 07:15
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut 18 mánaða dóm hér á landi fyrir að bíta hluta úr tungu eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Var kærunni skilað inn á miðvikudaginn.

Maðurinn með burstann fundinn

Mon, 06/10/2019 - 07:12
Maðurinn sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözoglu, fyrirliða knattspyrnulandsliðs Tyrklands í Leifstöð í gær er fundinn. Maðurinn heitir Corentin Siamang og er frá Belgíu.

Æfðu snertilendingar fyrir slysið

Mon, 06/10/2019 - 06:40
Flugmaður flugvélarinnar sem brotlenti í Múlakoti í gærkvöldi hafði verið að æfa snertilendingar á vellinum áður en slysið varð. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Stefán Einar boðar frekari gögn um WOW

Mon, 06/10/2019 - 06:11
Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta á Morgunblaðinu, segir að enn skýrari mynd verði dregin upp af stöðu og falli WOW air á komandi mánuðum í málarekstri bæði innan dómstóla og utan. Segir hann að sú mynd verði í samræmi við það sem hann hafi áður sagt, bæði í fréttum í Morgunblaðinu sem og í bók sinni, WOW: ris og fall flugfélags.

Málið til skoðunar hjá ráðuneytinu

Mon, 06/10/2019 - 04:19
Íslenskum stjórnvöldum hefur borist formlegt erindi frá tyrkneska sendiráðinu í Noregi þar sem kvartað var undan meðferð tyrkneska landsliðsins við komuna til Keflavíkur í gær og meintra tafa sem urðu á vegabréfaeftirliti.

Reiði Tyrkja hélt áfram í Laugardal

Mon, 06/10/2019 - 04:10
Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM karla í fótbolta var haldinn á Laugardalsvelli í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og þjálfarinn Erik Hamrén sátu þá fyrir svörum.

Svipað þegar við lentum í Konya

Mon, 06/10/2019 - 03:57
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði karliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Erik Hamrén, landsliðsþjálfara á Laugardalsvelli í dag fyrir leikinn við Tyrkland í undankeppni EM á morgun.

Létust á vettvangi slyssins

Mon, 06/10/2019 - 03:18
Allir þrír sem létust í flugslysinu í Múlakoti í gær létust á vettvangi slyssins. Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að allir í vélinni hafi verið Íslendingar.

Vettvangsrannsókn lokið í Múlakoti

Mon, 06/10/2019 - 02:24
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið vettvangsrannsókn vegna flugslyssins sem varð nærri Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Rannsóknin stóð yfir í alla nótt, en búið er að koma flaki vélarinnar fyrir á bíl og verður flakið nú flutt í rannsóknarskýli til frekari rannsóknar.

Hæðarsvæði og hlýtt veður framundan

Mon, 06/10/2019 - 01:36
Næstu daga verður hæðarsvæði yfir landinu, en því fylgir hæglætisveður. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar má gera ráð fyrir þokulofti við sjávarsíðuna með svalara lofti. Í nótt og á morgun má til dæmis gera ráð fyrir þokubökkum á Faxaflóa sem gætu ratað inn yfir höfuðborgarsvæðið með hafgolunni.

Utanríkisráðherrann blandar sér í málið

Mon, 06/10/2019 - 01:23
Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, hefur blandað sér inn í umræðuna um meðferðina á tyrkneska landsliðinu á Keflavíkurflugvelli, en á Facebook-síðu sinni gagnrýnir hann framkomuna.

Utanríkisráðherrann blandar sér í málið

Mon, 06/10/2019 - 01:23
Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, hefur blandað sér inn í umræðuna um meðferðina á tyrkneska landsliðinu á Keflavíkurflugvelli, en á Facebook-síðu sinni gagnrýnir hann framkomuna.

Boða ný fjöldamótmæli

Mon, 06/10/2019 - 00:55
Mótmælendur í Hong Kong hafa boðað til nýrra mótmæla á miðvikudaginn, en í gær gengu mörg hundruð þúsund mótmælendur um götur borgarinnar til að mótmæla lagafrumvarpi sem talið er að auðveldi kínverskum yfirvöldum að herja á pólitíska andstæðinga sína.

Þrír látnir eftir flugslys í Múlakoti

Sun, 06/09/2019 - 20:25
Þrír eru látnir og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land­spít­al­ann í Foss­vogi eftir að flugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð á níunda tímanum í gærkvöld.

Hver er með uppþvottaburstann?

Sun, 06/09/2019 - 17:06
Aðdáendur tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu voru æfir eftir að maður otaði uppþvottabursta að Emre Belözoglu, við komuna í Leifsstöð í kvöld. Emre ræddi þar við tyrkneska fjölmiðla þar sem hann kvartaði yfir töfum við komuna til Íslands.

Fúlir Tyrkir herja á Íslendinga á netinu

Sun, 06/09/2019 - 15:36
Fúlir stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins herja nú á KSÍ og Ísland í gegnum samfélagsmiðla og vanda þar Íslendingum ekki kveðjurnar með kostulegum skilaboðum.

Gísla kippir í kynið

Sun, 06/09/2019 - 15:29
Þjóðverjar kunna að gleðjast á góðri stundu og í kvöld var slegið upp veislu á ráðhústorginu í Kiel. Þar fögnuðu bæjarbúar handboltaliði sínu THW Kiel. Íslendingarnir Alfreð Gíslason og Gísli Kristjánsson létu ekki sitt eftir liggja.

Tyrkir óhressir í Leifsstöð

Sun, 06/09/2019 - 15:25
Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því íslenska í undankeppni Evrópumóts karla á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið kom til landsins í kvöld með leiguflugi frá Konya í Tyrklandi.

Fimm alvarlega slasaðir eftir flugslys

Sun, 06/09/2019 - 14:59
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir að flugvél brotlenti við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð um klukkan hálfníu í kvöld en eldur var þá laus í vélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, fór á staðinn.

„Þetta endaði vel“

Sun, 06/09/2019 - 14:22
Garðhúsgögn, stólar og nokkur borð sem tekin voru úr garði á Brekkustíg aðfaranótt laugardags eru komin aftur í sinn heimagarð. Auk þess komu fleiri hlutir, sem horfið höfðu úr görðum í vesturbæ Reykjavíkur, í leitirnar.

Pages