Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

Wed, 07/17/2019 - 09:44
Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra. Þá veitti heilbrigðisráðherra heimild til að fjölga sérhæfðum dagdvalarrýmum.

9 eldingar við Þorlákshöfn

Wed, 07/17/2019 - 09:30
Eldingaveður gekk yfir Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag. Skömmu síðar heyrðist til eldinga í Reykjavík, meira að segja á meðan veðurfræðingur ræddi við blaðamann.

Isavia búið að kæra til Landsréttar

Wed, 07/17/2019 - 08:16
„Við erum búin að kæra til Landsréttar þar sem við óskum eftir því að hnekkja þeirri ákvörðun að réttaráhrifum verði ekki frestað,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. ALC hefur þegar hafið undirbúning við að koma flugvélinni úr landi og má því segja að kapphlaupið um vélina sé hafið.

Sást síðast til hans á Íslandi

Wed, 07/17/2019 - 07:30
Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

Wed, 07/17/2019 - 07:25
Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn.

Stofna nýjan Umhverfisflokk

Wed, 07/17/2019 - 07:00
Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir einhverju,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn.

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

Wed, 07/17/2019 - 06:53
Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði.

Hjólarisi horfir til Reykjavíkur

Wed, 07/17/2019 - 06:40
Stöðvalaus hlaupahjól frá fyrirtækinu Bird verða að líkindum komin á götur Reykjavíkur í lok sumars að sögn umboðsaðila.

Með lúxushótel á teikniborðinu

Wed, 07/17/2019 - 06:39
Vincent Tan, nýr eigandi Icelandair Hotels, sér mikil tækifæri á íslenskum hótelmarkaði og kannar nú möguleika á því að reisa nýtt hágæðalúxushótel sem bætast myndi í eignasafn fyrirtækisins. „Ég tel að það sé pláss á markaðnum fyrir alvöru lúxushótel og við erum að kanna möguleika á að bæta slíkri einingu inn í eignasafnið hjá Icelandair Hotels.“

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

Wed, 07/17/2019 - 06:10
Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna.

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

Wed, 07/17/2019 - 06:01
Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun.

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

Wed, 07/17/2019 - 05:14
„Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær.

ALC leggur Isavia og fær þotuna

Wed, 07/17/2019 - 04:04
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia.

Milljarður í viðbættum veruleika

Wed, 07/17/2019 - 03:41
Directive Games, tölvuleikjafyrirtækið sem Atli Már Sveinsson stýrir í Kína, er í vexti um þessar mundir. Samstarf þess við Apple og fleiri stóra aðila hefur skilað auknum áhuga á fyrirtækinu og starfsmönnum hefur fjölgað ört, bæði á skrifstofunni hér á Íslandi sem og í Kína og annars staðar. Félagið skilaði

Skora á Magnús að mæta fyrir dóm

Wed, 07/17/2019 - 03:20
Skorað er á Magnús Ólaf Garðarsson, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United silicon, í Lögbirtingablaðinu að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í september vegna kröfumáls í tengslum við gjaldþrotaskipti Sameinaðs sílikons hf., sem rak kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.

Lögreglumaður braut gegn 15 ára þolanda

Wed, 07/17/2019 - 02:11
Rannsóknarlögreglumaður í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur játað að hafa brotið gegn 15 ára gamalli stúlku, sem hann komst í kynni við eftir að hann tók að sér að rannsaka mál sem hún tilkynnti til kynferðisbrotadeildar.

Kjarnavopn í evrópskum herstöðvum

Wed, 07/17/2019 - 01:20
Skýrsla Atlantshafsbandalagsins, sem virðist hafa verið birt fyrir mistök, staðfestir það sem marga hafði lengi grunað: að bandarísk kjarnorkuvopn væru geymd í Evrópu. Samkvæmt skýrslunni, sem nú hefur verið breytt, eru um 150 kjarnorkuvopn frá Bandaríkjunum geymd í sex herstöðvum í Evrópu.

Óku á og stungu af

Wed, 07/17/2019 - 00:40
Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi.

Víða þokubakki nú í bítið

Wed, 07/17/2019 - 00:20
Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi.

Bandaríkjaþing fordæmir ummæli Trump

Tue, 07/16/2019 - 23:48
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að fordæma formlega tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur af erlendum uppruna. Ályktun þess efnis var samþykkt með 240 atkvæðum gegn 187.

Pages