Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Fangaverðir hlógu að deyjandi fanga

Sat, 09/21/2019 - 15:00
Karlmaður sem lést í varðhaldi í New Jersey í Bandaríkjunum í vikunni grátbað um vatn og hóstaði upp blóði á meðan fangaverðir hlógu, að sögn annars fanga.

Star Trek opnaði dyr

Sat, 09/21/2019 - 14:30
John de Lancie á að baki langan og litríkan feril sem leikari en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Q í Star Trek. Í dag ferðast hann víða um heim og talar um sín hjartans mál en John er yfirlýstur húmanisti og efahyggjumaður.

Valur - Selfoss, staðan er 17:13

Sat, 09/21/2019 - 14:16
Valur og Selfoss eigast við í 3. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Origo-höllinni á Hlíðarenda kl. 20:15 í kvöld.

Störf framtíðarinnar kalla á breytta nálgun

Sat, 09/21/2019 - 14:15
Sjálfvirkni og tækni eru að endurskapa atvinnumarkaðinn og störfin sem við sinnum og munum sinna í framtíðinni auk þess sem þau eru að skapa aðra og öðruvísi möguleika til að sjá fyrir sér. Sérfræðingar segja að ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag muni eiga allt að fimm mismunandi starfsferla.

„Sumarið hefur verið villimannslegt“

Sat, 09/21/2019 - 13:50
Fjölmargir tóku þátt í mótmælum víða á Spáni þar sem ofbeldi gegn konum var mótmælt. Þess var krafist að úrbætur yrðu gerðar í málefnum kvenna. Stór hópur klæddist fjólubláu, lit femínískra hreyfinga, og hélt á kyndlum eða lýsti með símum sínum í minningu kvenna sem hafa látist af völdum kynbundins ofbeldis.

Aurskriða féll yfir veg

Sat, 09/21/2019 - 13:02
Vegur (690) í Gilsfirði er lokaður við ytri Ólafsdalshlíð vegna aurskriðu sem féll yfir veginn, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Drukknaði þegar hann bar upp bónorðið

Sat, 09/21/2019 - 13:00
Karlmaður drukknaði þegar hann bar upp bónorð við kærustu sína í Tansaníu á dögunum. Maðurinn, Steven Weber, og unnusta hans, Kenesha Antoine, dvöldu á lúxushóteli á Pemba-eyju í herbergi sem er að hluta neðansjávar.

„Það er alltaf fullt af rusli“

Sat, 09/21/2019 - 12:50
Blái herinn ætlaði sér í dag að fara út í eyjarnar Akurey og Engey í tilefni af alþjóðahreins­un­ar­deg­in­um. Vegna óhagstæðrar veðurspár var ákveðið að hreinsa eftir „plani B“; ganga Grandann. Vaskur hópur fólks hreinsaði 400 kíló af rusli.

„Þessi ást ykkar á risastórum bílum ...“

Sat, 09/21/2019 - 12:33
Stofnandi samtakanna Walk21 segir hátt hlutfall þeirra sem ferðast á milli staða með einkabíl í Reykjavík ekki koma á óvart miðað við það hvernig borgin er hönnuð. Þá segir hann mikilvægt að Íslendingar íhugi hvort áhrif umferðarmenningar á heilsu, loftslag og hamingju þjóðarinnar séu ásættanleg.

Kjör öryrkja skerðast vegna dráttarvaxta

Sat, 09/21/2019 - 12:29
Dráttarvextir af vangreiddum bótum, sem Reykjavíkurborg þurfti að greiða um 500 lífeyrisþegum og öryrkjum eftir dóm Hæstaréttar, skerða kjör þeirra umtalsvert.

Sonurinn vill enn klæðast kjólum

Sat, 09/21/2019 - 12:00
Sonur leikarahjónanna Megan Fox og Brian Austin Green er enn hrifinn af því að klæðast kjólum og fer reglulega í kjól í skólann þrátt fyrir að strákarnir í skólanum stríði honum.

Drykkjuhraði lykillinn að sigri

Sat, 09/21/2019 - 11:32
„Það komust allir í mark. Það var smá töf á þriðju og síðustu drykkjarstöðinni þar sem einhverjir vildu fá tvo bjóra,“ segir Einar Sigurdórsson, einn eigenda RVK Brewing. Bjórhlaup RVK Brewing var haldið í ágætu veðri í höfuðborginni í dag.

„Það er mikil gleði og von í loftinu“

Sat, 09/21/2019 - 11:10
„Dagurinn hefur verið frábær,“ segir Þröstur Freyr Gylfason, fyrrverandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlegan dag friðar sem haldinn var hátíðlegur í dag. Ráð evrópskra formæðra kom saman í Þjóðminjasafninu í dag.

Hvað segja stjörnumerkin um ferðafélagana?

Sat, 09/21/2019 - 11:00
Stjörnumerkin geta sagt ýmislegt um okkur sem manneskjur og það á að sjálfsögðu við um hvernig við erum þegar við ferðumst.

„Erum besta lið á Íslandi“

Sat, 09/21/2019 - 10:45
„Við höfum sýnt og sannað að við erum besta lið á Íslandi í dag. Við fórum fagmannlega í gegnum Íslandsmótið. Við bárum virðingu fyrir öllum okkar andstæðingum og þess vegna gerðum við þetta svona sannfærandi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.

Hætta á einangrun tvítyngdra barna

Sat, 09/21/2019 - 10:40
„Eins­leitni er ekki af hinu góða og get­ur orðið til þess að tví­tyngd börn ein­angrist. Ég held að þetta sé, og mér þykir voðal­ega leiðin­legt að segja þetta, ekk­ert eins­dæmi. Staðan er ekk­ert öðru­vísi í öðrum lönd­um,“ segir Elín Þöll Þórðardóttir, pró­fess­or í tal­meina­fræði.

Brad Pitt og Jimmy Fallon í hár saman

Sat, 09/21/2019 - 10:23
Fyrir alla þá sem kunna að meta gott grín er fátt sem jafnast á við þegar Jimmy Kimmel leikur á als oddi. Hér er hann í innslagi með engum öðrum en Brad Pitt en þar takast þeir hressilega á í matarstríði sem seint verður toppað.

„Við virðum það að fólk sé í veikindaleyfi“

Sat, 09/21/2019 - 10:13
„Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að kalla þetta sáttaumleitanir. Þetta hafa verið óbilgjarnar kröfur settar fram meira og minna undir einhvers konar hótunum um lögsóknir með reglulegum fjölmiðlaupphlaupum sem eru augljóslega ætluð til að þvinga okkur til að ganga að kröfum þessara einstaklinga.“

Tvíþætt markmið að baki kaupunum á Basko

Sat, 09/21/2019 - 10:05
Kaup Skeljungs hf. á öllu hlutafé í Basko ehf. þjóna tvíþættum tilgangi segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is. Árni átti persónulega og í gegnum félag sitt Station ehf. um 11% hlut í Basko fyrir kaupin en segist ekki hafa haft neinn fjárhagslegan ávinning af viðskiptunum.

„Haltu kjafti og hlustaðu!“

Sat, 09/21/2019 - 10:00
Það er víst ekki í lagi að segja við maka sinn: Haltu kjafti og hlustaðu! Eins ætti alltaf að breyta skipunum í óskir. Það býr til minni togstreitu í samböndum.

Pages