Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Beittu táragasi gegn lögreglu

Tue, 07/16/2019 - 23:05
Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið.

Geta opnað leiðina til Asíu

Tue, 07/16/2019 - 22:30
Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu.

Áhyggjur af stöðunni

Tue, 07/16/2019 - 22:30
Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað.

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

Tue, 07/16/2019 - 22:30
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri.

Upplifir martröð kvenna í El Salvador

Tue, 07/16/2019 - 16:18
Dómstóll í El Salvador hefur tekið til meðferðar á ný mál konu sem dæmd var til 30 ára fangelsisvistar fyrir manndráp eftir að hún fæddi inni á salerni barn, sem hún segir hafa fæðst andvana. Saksóknarar fullyrða hins vegar að um þungunarrof hafi verið að ræða

Bin Sultan í Ósló?

Tue, 07/16/2019 - 15:57
Lúxusfleyið Yas, sem metið er til 22 milljarða íslenskra króna, eign Hamdan bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, innsta kopps í búri Abu Dhabi, lagðist óvænt að Aker-bryggjunni í Ósló í kvöld. Enginn veit enn hver leynist um borð.

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Tue, 07/16/2019 - 15:41
Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður.

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Tue, 07/16/2019 - 15:19
„Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní.

Létust sama dag eftir 71 árs hjónaband

Tue, 07/16/2019 - 15:06
Bandarísk hjón létust á föstudag, með einungis tólf klukkustunda millibili, eftir 71 árs hjónaband. Sameiginleg jarðarför þeirra var haldin á mánudag.

„Óvenju villandi“ framsetning

Tue, 07/16/2019 - 14:10
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenju villandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina.

„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð“

Tue, 07/16/2019 - 13:08
„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt.“ Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir á félagsfundi Pírata í gærkvöldi eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði tekið til máls.

250 krónur að pissa í Hörpu

Tue, 07/16/2019 - 12:58
Klósettgjald hefur verið tekið upp í Hörpu á ný. 250 krónur þurfa gestir og gangandi að reiða fram til að fá að létta af sér á tilkomumiklu salerninu í kjallara tónlistarhússins. „Ætli þetta séu ekki svona tuttugu gestir á klukkutíma,“segir Gréta Arnarsdóttir, klósettvörður í hjáverkum.

Varnarleikurinn míglak í Kópavogi

Tue, 07/16/2019 - 12:55
Breiðablik gekk af göflunum þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn í 10. umferð úrvalsdeildar kvenna í í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kópavogsvöll í kvöld.

Ekki ákært vegna dauða Garner

Tue, 07/16/2019 - 12:52
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ákvörðun um að lögreglumaður í New York, sem tók mann að nafni Eric Garner hengingartaki á götu úti árið 2014 með þeim afleiðingum að hann lést, muni ekki sæta alríkisákæru vegna málsins.

Eurovision í Rotterdam eða Maastricht

Tue, 07/16/2019 - 12:33
Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, Eurovisi­on, fer fram í Rotterdam eða Maastricht á næsta ári. Keppnin fer fram í Hollandi eftir að fulltrúi landsins fór með sigur af hólmi í söngvakeppninni í Tel Aviv í maí.

Ekki lagt hald á viðlíka magn áður

Tue, 07/16/2019 - 12:28
„Málið er í rannsókn og gerum okkur vonir um að það gangi hratt fyrir sig. Við vonumst til að ná að klára þetta í þessum mánuði og geta sent það til héraðssaksóknara,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is

Vatnsleki á stúdentagörðum

Tue, 07/16/2019 - 11:48
Tveir dælubílar frá slökkviliði voru kallaðir út að stúdentagörðum á Eggertsgötu 24 á fimmta tímanum í dag. Vatnslögn á fimmtu hæð hússins hafði farið í sundur og vatn lekið alveg niður á jarðhæð. Garðarnir sem um ræðir eru þeir sömu og kviknaði í fyrir viku.

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

Tue, 07/16/2019 - 10:44
Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí.

Von der Leyen nýtur stuðnings

Tue, 07/16/2019 - 09:54
Fyrirheit um kynjajafnrétti og grænar áherslur hafa tryggt Ursulu von der Leyen stuðning í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB, valdamesta embættis sambandsins. Hún tekur við 1. nóvember.

Hildur tilnefnd til Emmy-verðlauna

Tue, 07/16/2019 - 09:40
Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl, sem sýnd var á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO nýverið og hefur notið mikilla vinsælda.

Pages