Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

Tue, 07/16/2019 - 09:15
Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19.

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

Tue, 07/16/2019 - 09:08
Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu.

Nova og Síminn semja um dreifingu enska boltans

Tue, 07/16/2019 - 08:30
Nova og Síminn hafa samið um dreifingu á enska boltanum í gegnum Nova TV appið og þurfa notendur appsins ekki myndlykil til að vera með áskrift að enska boltanum, sem verður aðgengilegur í Apple TV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nova.

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

Tue, 07/16/2019 - 08:15
Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur.

Tekjur af göngunum undir áætlun

Tue, 07/16/2019 - 07:03
Það sem af sumri hafa tekjur af Vaðlaheiðargöngum verið um 35%-40% lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Búist var við því að 90% umferðarinnar myndi fara í gegnum göngin en það hlutfall er einungis um 70%, sem þýðir að þrír af hverjum tíu bílum kjósa frekar að fara Víkurskarðið.

Bíti ekki á agnið hjá Trump

Tue, 07/16/2019 - 07:00
Fjórar þingkonur Demókrataflokksins í Bandaríkjunum segja Donald Trump, Bandaríkjaforseta, reyna að beina athygli frá stefnu sinni með rasískum árásum í garð þeirra, en forsetinn lét þau orð falla í gær að þær ættu að snúa aftur til upprunalanda sinna séu þær óánægðar í Bandaríkjunum.

Mislingasmit greinist í Reykjavík

Tue, 07/16/2019 - 06:50
Fullorðinn einstaklingur sem búsettur á höfuðborgarsvæðinu, greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum, en hann hafði verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum.

„Typpið er farið úr fjallinu“

Tue, 07/16/2019 - 06:35
Tveir vel mannaðir og vaskir hópar gengu fylktu liði upp á Helgafell í morgun áður en þeir skiptu sér upp og fóru að pússa mannakrot úr móberginu. Reðurtáknið tröllaukna er horfið á vit feðra sinna.

Hrækt og hvæst á múslimafjölskyldu

Tue, 07/16/2019 - 06:32
Þórunn Ólafsdóttir hringdi á lögreglu vegna árásar á múslima í Breiðholti í gærkvöldi og segir konu hafa veist að þeim, hrækt á og reynt að rífa í klæði þeirra. „Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi,“ segir Þórunn.

Milljónir flýja vegna Monsúnrigninga

Tue, 07/16/2019 - 06:30
Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á Indlandi, í Nepal, Bangladess og Pakistan vegna flóða og aurskriða vegna Monsúnrigninganna sem nú ganga yfir suðurhluta Asíu.

Dyngjufjallaleið lokuð vegna vatnavaxta

Tue, 07/16/2019 - 06:14
Dyngjufallaleið hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna vatnavaxta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Kallaði fúkyrði að konunum þremur

Tue, 07/16/2019 - 03:55
Atvikið þar sem veist var að þremur múslimakonum í gærkvöldi átti sér stað fyrir utan Bónus-verslunina í Lóuhólum um kl. 18. Málið er rannsakað sem hatursglæpur í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

FH til Belgíu og Haukar til Tékklands

Tue, 07/16/2019 - 03:40
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar voru í pottinum þegar dregið var til 1. umferðar í EHF-keppni karla í handknattleik í morgun.

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

Tue, 07/16/2019 - 03:35
Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum.

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

Tue, 07/16/2019 - 03:20
Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin.

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

Tue, 07/16/2019 - 03:15
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar.

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

Tue, 07/16/2019 - 02:19
Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið.

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

Tue, 07/16/2019 - 01:45
Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Hluti vængsins brotnaði af

Tue, 07/16/2019 - 00:50
Ýmis kurl taka nú að koma til grafar í sænska flugslysinu sem varð sjö karlmönnum og tveimur konum að aldurtila um helgina, en rannsóknarnefnd samgönguslysa fór vettvangsgöngu í dag. Minningarstund um hina látnu var haldin í Umeå í kvöld.

Ryanair lokar bækistöðvum vegna Boeing

Tue, 07/16/2019 - 00:15
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur tilkynnt að það muni loka nokkrum bækistöðvum sínum vegna væntanlegra tafa á afhendingu Boeing á 737 MAX-flugvélum til félagsins.

Pages