Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 13 mín ago

Ferðaþjónusturisinn Thomas Cook á barmi gjaldþrots

Sat, 09/21/2019 - 04:17
Ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sótti í gær eftir neyðarfjármagni frá fjárfestum til að koma í veg fyrir gjaldþrot sem gæti leitt til umfangsmestu fólksflutninga til Bretlands síðan í síðari heimsstyrjöld. Í fréttatilkynningu frá félaginu kom fram að þörf væri á allt að 200 milljónum sterlingspunda, sem nemur rúmlega 31 milljarði íslenskra króna, til að koma í veg fyrir gjaldþrot.

Þyngdin sú sama en formið miklu betra

Sat, 09/21/2019 - 03:14
Talan á vigtinni segir ekki allt en þjálfarinn Kate Elisabeth veit það af eigin reynslu. Á dögunum birti hún tvær myndir af sér hlið við hlið. Eldri myndin er yfir sex ára gömul en hin er nýrri. Stórkostlegur munur er á formi þjálfarans en samt er hún ekki þyngri.

Eggjakaka sem þú verður að smakka

Sat, 09/21/2019 - 03:02
Þegar þú vilt hafa eitthvað einfalt en svakalega gott í matinn, þá er það þessi fjölskylduklassík sem slær alltaf í gegn.

Raðað í hópa eftir getu

Sat, 09/21/2019 - 02:34
Safnskólar á unglingastigi eru ekki margir á höfuðborgarsvæðinu en Garðaskóli í Garðabæ er einn þeirra. Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla, segist telja safnskóla hafa ýmsa kosti umfram hverfisskóla á unglingastigi.

Dróni í fuglslíki vekur athygli fylgdarliðs Pence

Sat, 09/21/2019 - 02:09
Fyrirtækið Flygildi hefur verið að þróa dróna í fuglslíki í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Chalmers-tækniskólann í Svíþjóð og Iowa State-háskólann í Bandaríkjunum. Fulltrúar úr bandarísku viðskiptalífi sem komu til landsins með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, fyrr í þessum mánuði sýndu verkefninu áhuga, sérstaklega fulltrúar úr bandaríska varnar- og öryggisiðnaðinum.

Bandaríkin senda herlið til Sádi-Arabíu

Sat, 09/21/2019 - 02:03
Bandaríkin hyggjast á næstunni senda liðsauka til Sádi-Arabíu í kjölfar árása á tvær stórar olíuvinnslustöðvar um síðustu helgi. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir liðsaukann sendan að ósk stjórnvalda í Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hlaupið í Skaftá verður líklega ekki stórt

Sat, 09/21/2019 - 01:39
Lítið hlaup er enn í gangi í Skaftá en ekki er búist við því að hlaupið verði stórt þar sem hlaupið kemur úr Vestari-Skaftárkatli en síðast hljóp úr katlinum í ágúst 2018.

Stakk af úr Bláa lóninu án þess að borga

Sat, 09/21/2019 - 01:23
Viðskiptavinur Bláa lónsins stakk af frá ógreiddum reikningi í vikunni. Lögreglu var gert viðvart og tókst lögreglumönnum á Suðurnesjum að hafa uppi á manninum og var honum snúið til baka í Bláa lónið.

Hvað er í húfi í lokaumferðinni?

Sat, 09/21/2019 - 01:19
Helmingur liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, verður í baráttu um að komast upp í úrvalsdeild eða að forðast fall niður í 2. deild í lokaumferðinni í dag þar sem allir leikirnir hefjast klukkan 14.

Sæll með 39 árum yngri kærustu

Sat, 09/21/2019 - 01:15
Steven Tyler mætti með alla fjölskylduna á frumsýningu kvikmyndarinnar Ad Astra í Los Angeles. Kærastan hans Aimee Preston mætti en líka dætur hans Liv Tyler og Chelsea Tyler en leikkonan Liv Tyler er eldri en kærasta pabba síns.

Orlando á svið Borgarleikhússins

Sat, 09/21/2019 - 01:14
„Okkur hefur lengi langað til að sviðsetja verk eftir Virginiu Woolf sem var svona langt á undan sinni samtíð,“ segir Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri, en haustið 2020 verður ný leikgerð á sjöttu skáldsögu Woolf, Orlando – ævisaga, sett upp á Nýja sviði Borgarleikhússins.

„Andrés prins var ofbeldismaður“

Sat, 09/21/2019 - 01:05
Viginia Giuffre, ein kvennanna sem hefur ásakað Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, lýsir Andrési prins sem ofbeldismanni og virkum geranda í misnotkuninni sem átti sér stað þegar hún var 17 ára.

Íslensk móðir áhyggjufull vegna skapofsa vinar

Sat, 09/21/2019 - 00:00
„Barnið mitt kom heim og sagði hitt barnið hafa hrint sér tvisvar sinnum þann daginn - annars vegar því það reiddist þegar það heyrði ekki svar við spurningu og hélt að það hefði verið hundsað.“

Ólafur fór í klikkaða óvissuferð til Möltu

Fri, 09/20/2019 - 23:00
Á hverju ári fær starfsfólk Guide to Iceland að fara í óvissuferð til framandi landa, að minnsta kosti þeirra sem eru ekki í alfaraleið og poppa strax upp í hugann þegar minnst er á ferðalög. Nú á dögunum komu stjórnendur fyrirtækisins starfsfólki sínu enn á óvart og buðu því til Miðjarðarhafseyjunnar Möltu.

Sundabraut verði tilbúin 2030

Fri, 09/20/2019 - 22:30
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir mögulegt að ljúka smíði Sundabrautar fyrir 2030. Lágbrú sé fýsilegasti kosturinn en mögulega verði hægt að áfangaskipta verkinu og hraða því.

Úrkomumet á átta stöðum

Fri, 09/20/2019 - 22:30
Svo virðist sem sólarhringsúrkomumet fyrir árið hafi verið sett á einni mannaðri veðurathugunarstöð, Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, í rigningunni sem varði frá miðvikudegi til gærdagsins.

Markmið DV að vekja umræðu

Fri, 09/20/2019 - 22:30
Umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um aukið eftirlit með barnaníðingum var kveikjan að umdeildri umfjöllun DV í gær þar sem birt voru nöfn dæmdra barnaníðinga og búsetu þeirra á landinu.

Líður best með farða og í fallegum fötum

Fri, 09/20/2019 - 22:00
Sigrún Ásta Jörgensen hugsar afar vel um húðina og segir húðumhirðu ekki síður mikilvæga en förðunina sjálfa. Hún gefur sér tíma til að hreinsa húðina kvölds og morgna þrátt fyrir að vera með marga bolta á lofti.

Hunsar loftslagsráðstefnuna en mætir í húsið

Fri, 09/20/2019 - 16:55
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að sitja fund um trúfrelsi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á sama tíma og loftslagsráðstefna stofnunarinnar fer þar fram á mánudag. Embættismenn staðfesta að Hvíta húsið hafi bókað sal í höfuðstöðvum stofnunarinnar með skömmum fyrirvara fyrir fundinn.

Ingibjörg Ýr nýr skólastjóri Fossvogsskóla

Fri, 09/20/2019 - 16:40
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri í Fossvogsskóla. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Pages