Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Íhugar alvarlega að slíta tengslin

Mon, 07/15/2019 - 23:25
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar nú alvarlega að slíta öll tengsl landsins við Ísland vegna ályktunar sem Ísland lagði fram í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á stríðinu gegn fíkniefnum í Filippseyjum.

Veist að þremur múslimakonum

Mon, 07/15/2019 - 23:10
Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða.

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

Mon, 07/15/2019 - 22:30
Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal.

Andlát: Hjörtur Ármann Eiríksson

Mon, 07/15/2019 - 22:30
Hjörtur Ármann Eiríksson, fv. framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga og síðar Vinnumálasambands samvinnufélaga, er látinn, 90 ára að aldri.

Vill kaupa eyjuna Vigur í Djúpi

Mon, 07/15/2019 - 22:30
Skýrast ætti í næstu viku hvort verði af sölu Vigurs í Djúpi. Hugsanlegur kaupandi er útlendingur, búsettur í Evrópu, en ekki fengust nánari upplýsingar um hann. Sá kom nýlega með tilboð í eyjuna, sem síðasta árið hefur verið á söluskrá.

Nýnasisti á ekki kost á reynslulausn

Mon, 07/15/2019 - 16:34
Nýnasistinn James Alex Fields Jr. hlaut annan lífstíðardóm fyrir að aka bíl sín­um inn í hóp mót­mæl­enda í Char­lottesville í Banda­ríkj­un­um árið 2017 þar sem ein kona lést. Hann hafði þegar hlotið einn lífstíðardóm auk 419 ára til viðbótar fyrir alríkisdómstól.

Rignir víða í nótt

Mon, 07/15/2019 - 16:12
Rigning er framundan víða í nótt en þó síst með norðurströndinni. Áttin verður austlæg yfirleitt 5-10 m/s. Dregur úr úrkomu um vestanvert landið í fyrramálið en aftur rigning eða skúrir þar síðdegis. Hiti 10 til 18 stig og verður hlýjast norðaustanlands

Malbika Reykjanesbraut í fyrramálið

Mon, 07/15/2019 - 15:54
Stefnt er að því að malbika aðrein á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar á morgun 16. júlí. Fráreininni verður lokað og þrengt að umferð við Reykjanesbraut. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Handtekinn vegna morðs á Krít

Mon, 07/15/2019 - 15:30
Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað á sig morðið á bandaríska sameindalíffræðingnum Suzanne Eaton. Lík hennar fannst í síðustu viku í neðanj­arðarbyrgi á Krít, sem síðast var notað af nas­ist­um meðan á seinni heims­styrj­öld­inni stóð.

Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

Mon, 07/15/2019 - 15:13
Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína.

Gylfi og félagar fá Englandsmeistara

Mon, 07/15/2019 - 15:06
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengu í kvöld nýjan liðsfélaga sem keyptur er af Englandsmeisturum Manchester City í knattspyrnu.

Býst við að smitum fjölgi ekki

Mon, 07/15/2019 - 14:30
„Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum.

Grískt flotvesti talið dauðagildra

Mon, 07/15/2019 - 13:30
Europris-verslanirnar í Noregi hafa tekið grísk flotvesti úr sölu eftir að foreldrar prófuðu eitt þeirra á þriggja ára barni sínu og gerðu myndskeið af tilrauninni sem farið hefur sem sinueldur um Facebook í 33.000 deilingum.

Grindavík - ÍA, staðan er 1:1

Mon, 07/15/2019 - 12:44
Grindavík og ÍA eigast við í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, á Mustad-vellinum í Grindavík kl. 19:15. Grindavík er í níunda sæti með tólf stig og ÍA í þriðja sæti með 20 stig.

Víkingur R. - Fylkir, staðan er 1:1

Mon, 07/15/2019 - 12:41
Víkingur úr Reykjavík og Fylkir eigast við í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, kl. 19:15 á Víkingsvelli í kvöld.

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

Mon, 07/15/2019 - 12:30
Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi.

„Við erum heppin með hópinn“

Mon, 07/15/2019 - 12:27
„Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst.

Vonast til að farþegar sitji ekki aftur eftir

Mon, 07/15/2019 - 12:07
Icelandair vonast til þess að ekki komi aftur upp atvik svipað og átti sér stað í dag þegar 39 farþegar sem áttu bókað með vél félagsins frá Manchester til Íslands urðu eftir á Bretlandseyjum.

Diamond Beach er víða

Mon, 07/15/2019 - 10:15
Sum íslensk „destinations“ eru ferðamönnum kærari en önnur. Blue Peak, Sulfur Wave, Black Sand Beach, Arrowhead Mountain. Og það er gott og blessað. En þessi nöfn ganga ekki lengur, finnst örnefnanefnd.

Gera pólitískt hæli nánast ófáanlegt

Mon, 07/15/2019 - 09:42
Ráðamenn í Hvíta húsinu hafa gefið út nýja reglugerð sem gerir það nánast ómögulegt fyrir farandfólk, sem kemur til Bandaríkjanna yfir landamærin að Mexíkó, að fá pólitískt hæli í landinu.

Pages