Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 13 mín ago

15 stunda vinnudagar hjá útlendingastofnun

Fri, 09/20/2019 - 16:20
Innflytjendastefna Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur valdið miklu álagi hjá mexíkósku útlendingastofnuninni. Stofnunin er smá í sniðum og hefur aukið álag af harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum valdið því að starfsmenn vinna nú 15 stunda vinnudag. Þeir óttast að álagið eigi enn eftir aukast.

Yngsti viðskiptavinurinn fjögurra mánaða og sá elsti 104 ára

Fri, 09/20/2019 - 16:00
Rósa Þorvaldsdóttir eigandi Snyrtimiðstöðvarinnar segir að karlar séu hættir að læðast meðfram veggjum og í dag séu um fjórðungur viðskiptavina karlkyns. Snyrtimiðstöðin fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Einn sá besti rekinn eftir einn leik

Fri, 09/20/2019 - 15:57
Bandaríska ruðningsfélagið New England Patriots rak í kvöld útherjann Antonio Brown, þar sem hann hefur verið kærður fyrir nauðgun af fyrrverandi einkaþjálfaranum sínum.

Ekkert áhlaup til að sjá geimverurnar

Fri, 09/20/2019 - 15:50
Ótti um áhlaup á herstöð bandaríska flughersins Area 51 í kjölfar viðburðar sem boðað var til á Facebook í sumar reyndist ástæðulaus. BBC greinir frá og segir innan við 100 manns af þeim milljónum sem voru búnar að boða sig hafi mætt.

Facebook lokar á tugþúsundir app forrita

Fri, 09/20/2019 - 15:20
Forsvarsmenn Facebook greindu frá því í dag að lokað hefði verið á aðgang að tugþúsundir app forrita í gegnum samfélagsmiðilins eftir skoðun sem farið var í í kjölfar hneykslismálsins vegna Cambridge Analytica.

Steinhissa á rembingskossi frá kærustunni

Fri, 09/20/2019 - 15:00
Simon Cowell fékk rosalegan rembingskoss frá kærustu sinni Lauren Silverman á rauða dreglinum fyrir America's Got Talent í vikunni. Á myndum af atvikinu að dæma virðist parið vera afskaplega hamingjusamt.

Garnaveiki staðfest á Tröllaskaga

Fri, 09/20/2019 - 14:25
Garnaveiki hefur verið staðfest á sauðfjárbúi á Tröllaskaga. Veikin, sem ekki hafði greinst í hólfinu frá árinu 2008, greindist nú á bænum Brúnastöðum í Fljótum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun (MAST).

Mikilvægt að veita aðstoð strax

Fri, 09/20/2019 - 14:12
Einkunnir í grunnskóla hafa forspárgildi þegar kemur að brottfalli úr framhaldsskóla og mikilvægt að veita börnum sem þurfa á meiri stuðningi að halda aðstoð strax. Að einstaklingsmiða þeirra nám þar sem tekið er mið af færni hvers og eins, segir Hermundur Sigmundsson, prófessor.

Brúðkaupsgestir beðnir um að mæta með samloku og stól

Fri, 09/20/2019 - 14:05
Brúðhjón hafa hlotið mikið lof á samfélagsmiðlinum Reddit eftir að mynd af boðskortinu þeirra flaug um netheimana.

Hvernig er að vera fráskilinn og valdalaus 49 ára karl?

Fri, 09/20/2019 - 14:00
Leikritið Ör var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Í þessu verki, sem byggt er á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, er fjallað um miðaldra karla í krísu lífsins. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir verkinu á listilegan hátt.

Þór/KA endaði á sigri á botnliðinu

Fri, 09/20/2019 - 13:50
HK/Víkingur og Þór/KA eigast við í átjándu og síðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta kl. 19.

„Þarna birtist pólitíkin grímulaust“

Fri, 09/20/2019 - 13:40
Þó talað sé um stórsókn í menntamálum lækka fjárframlög til framhaldsskóla milli ára og raunupphæðin sem Háskóli Íslands og Háskóli Akureyrar fá er nánast sú sama og í fyrra. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vekur máls á þessu og fleiru tengdu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í færslu á Facebook.

Rúv greiðir sektina en ekki Hatari

Fri, 09/20/2019 - 13:22
„Við lítum svo á að málinu sé lokið og engin ástæða til að grípa til viðbótarráðstafana eða breyta reglum á einhvern hátt,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Rík­is­út­varp­sins, spurður hvort til standi að herða reglur um þátttakendur í Söngvakeppninni vegna sektar sem RÚV þarf að greiða vegna framgöngu Hatara í keppninni í fyrra.

Gregg Ryder hættir með Þórsara

Fri, 09/20/2019 - 12:52
Knattspyrnudeild Þórs á Akureyri hefur komist að samkomulagi við Gregg Ryder að hann láti af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins eftir tímabilið. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Farþegar mæti snemma vegna álags í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Fri, 09/20/2019 - 12:50
Farþegar sem eiga bókað flug milli kl. 7 og 9 fram til loka októbermánaðar eru hvattir til að mæta að minnsta kosti 2,5 klukkutíma fyrir brottför til að komast hjá aukinni bið í innritun og öryggisleit. Innritun og öryggisleit opnar kl. 4 alla morgna á Keflavíkurflugvelli.

„Stefnum á að fá frekari bætur“

Fri, 09/20/2019 - 12:44
Ólíklegt er að endanlegt samkomulag um bætur vegna kyrrsetningar Boeing 737 Max farþegaþotanna liggi fyrir fyrr en öll kurl eru komin til grafar í Max málinu. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við mbl.is.

Fallegar eldhúsnýjungar frá meistara Kay Bojesen

Fri, 09/20/2019 - 12:08
Það var í kringum 1940 sem Kay Bojesen hannaði tréáhöld og fylgihluti sem henta hverju eldhúsi og líta nú dagsins ljós.

Velja sér vinnustað eftir umhverfisgildum

Fri, 09/20/2019 - 12:05
„Það þarf að breyta þessu. Við getum ekki haft þetta svona og stjórnvöld þurfa að gera eitthvað. Ég vil ekki bjóða börnunum mínum upp á þessa framtíð [...] að þau þurfi að hafa gasgrímu þegar þau labba út úr húsi,” segir Bryndís Helga Traustadóttir sem mótmælti á Austurvelli.

Vondar fréttir fyrir Heimi

Fri, 09/20/2019 - 11:50
Á skömmum tíma hafa tveir lærisveinar Heimis Guðjónssonar hjá færeyska knattspyrnuliðinu HB slitið krossband í hné.

Fundu yfir 500 kannabisplöntur í kjallara

Fri, 09/20/2019 - 11:35
Lögreglan á Selfossi kom í gær upp um kannabisræktun, eftir að lögreglumenn stöðvuðu bílstjóra fólksbíls „með það að leiðarljósi að kanna með ástand og ökuréttindi hans,“ að því er segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Pages