Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 12 mín ago

Hafa sótt um flugrekstrarleyfi fyrir WAB

Mon, 07/15/2019 - 09:15
Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu, en það var gert fyrir um þremur vikum síðan.

Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys

Mon, 07/15/2019 - 08:29
Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að hann fór út af veginum í ná­grenni Geys­is í Hauka­dal um klukkan hálfellefu í morgun. Maðurinn var á fjórhjóli þegar slysið varð.

Tvö smit staðfest til viðbótar

Mon, 07/15/2019 - 08:15
Sýking tveggja barna til viðbótar af E.coli var staðfest í dag. Börnin eru tveggja og ellefu ára gömul og höfðu bæði neytt íss í Efstadal II fyrir 4. júlí.

Rúta festist í Steinholtsá

Mon, 07/15/2019 - 07:57
Á öðrum tímanum í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveita þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk. Nærstaddir björgunarsveitarmenn komu fljótlega á vettvang og þá var búið að koma öllum farþegum frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Ratcliffe bætir við sig jörðum

Mon, 07/15/2019 - 07:33
Bóndi í Þistilfirði segir kaup fjárfestingafélagsins Sólarsala ehf. á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði, vera afar slæm tíðindi. Segir hann að um mikla óheillaþróun sé að ræða og að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur fyrir kaupin.

Hækka aldurstakmark á Fiskidögum

Mon, 07/15/2019 - 06:48
Aldurstakmark inn á tjaldsvæði Fiskidagsins mikla á Dalvík hefur í ár verið hækkað úr 18 í 20 ár. Framkvæmdarstjóri hátíðarinnar segir ákvörðunina hafa verið sorglega og að leiðinlegt sé að lítill hópur fólks skuli skemma fyrir hinum.

Þrestir klekktu á veðurfréttamönnum

Mon, 07/15/2019 - 06:18
Á föstudaginn var mesta rigningin á landinu sögð vera á Seyðisfirði í kvöldfréttum. Þar féll hins vegar ekki dropi úr lofti. Mælirinn var nefnilega óstarfhæfur vegna þrastarhreiðurs.

Óbrotinn en liðböndin illa farin

Mon, 07/15/2019 - 05:42
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikmaður sænska liðsins Malmö er ekki fótbrotinn eins og menn óttuðust en Arnór meiddist illa á ökklanum eftir ljóta tæklingu leikmanns Djurgården í viðureign liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Vangaveltur Björns „með ólíkindum“

Mon, 07/15/2019 - 05:34
Fjármála- og efnahagsráðherra situr ólaunað í bankaráði asísks innviðafjárfestingabanka. Vangaveltur um að sú seta brjóti í bága við siðareglur ráðherra segir hann „með ólíkindum“.

Íslenskt verðlag helsta umkvörtunarefnið

Mon, 07/15/2019 - 04:19
Tæpur helmingur ferðamanna, sem komu hingað til lands á síðasta ári og tóku þátt í könnun Ferðamálastofu um upplifun sína hér á landi, telur að verðlag sé á meðal þess sem helst megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu.

Fjórhjólaslys við Geysi

Mon, 07/15/2019 - 04:19
Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til um hálfellefuleytið í morgun eftir að slys varð í nágrenni Geysis í Haukadal.

Keypti lénin þegar LÍN breytti um nafn

Mon, 07/15/2019 - 04:10
Sævar Guðmundsson keypti lénin sín.is, studningssjodur.is og stuðningssjóður.is þegar LÍN varð að Stuðningssjóði íslenskra námsmanna. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sævar stökk til.

Frá Arion í framkvæmdastjórn Íslandsbanka

Mon, 07/15/2019 - 03:58
Riaan Dreyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka. Riaan hefur störf hjá bankanum í september. Hann hefur undanfarið verið forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka.

Georg ráðinn til Íslandspósts

Mon, 07/15/2019 - 03:40
Georg Haraldsson hefur verið ráðinn til Íslandspósts sem forstöðumaður stafrænnar þjónustu, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. Georg tekur til starfa í lok sumars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Höfuðborgarbúar mest bitnir af lúsmýi

Mon, 07/15/2019 - 02:56
Um 14% fullorðinna Íslendinga telja sig hafa verið bitna af lúsmýi á Íslandi í sumar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þá telja tæplega tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar.

Verður 007 kona?

Mon, 07/15/2019 - 02:40
Teikn eru á lofti um að leikkonan Lashana Lynch muni taka við númerinu 007 af James Bond í 25. James Bond-myndinni.

Bera kennsl á líkamsleifar ferðalangs

Mon, 07/15/2019 - 02:32
Ástralska lögreglan hefur greint frá því að tekist hafi að bera kennsl á líkamsleifar fransks bakpokaferðalangs sem hvarf fyrir 5 mánuðum. Frakkinn, Erwan Ferrieux, hvarf ásamt breskum bakpokaferðalangi, Hugo Palmer, er þeir voru á ferð norður af Sydney. Ekkert hefur enn spurst til Palmers.

Heyrði þegar allt varð hljótt

Mon, 07/15/2019 - 01:45
Flugmaður sem tók af stað í annarri vél samtímis þeim sem brotlenti í Svíþjóð í gær segist hafa verið að ræða við flugmann vélarinnar þegar allt varð skyndilega hljótt í talstöðinni.

Gómsæts götubita neytt þrátt fyrir rigningu

Mon, 07/15/2019 - 00:37
Fjöldi fólks safnaðist saman í Laugardal tvær síðustu helgar og gæddi sér á gómsætum götubita þegar matarmarkaður var haldinn þar.

4 börn stálu bíl og fóru í ferðalag

Mon, 07/15/2019 - 00:29
Fjögur börn á aldrinum 10-14 ára stálu fjórhjóladrifnum bíl og höfðu lagt að baki rúmlega 1.000 km langt ferðalag um óbyggðir Ástralíu þegar lögregla stöðvaði för þeirra.

Pages