Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 13 mín ago

Svona myndi fyrsta bling-flugvélin líta út

Fri, 09/20/2019 - 11:00
Flugfélagið Emirates kynnti í fyrra sérstaka bling vél með tölvugerðri mynd á Twitter. Nú hefur flugfélagið birt mynd af flugvélinni eins og hún myndi líta út að innan en flugvélin er enn bara til í villtustu draumum Emirates og listakonunnar Söru Shakeel.

Icelandair nær bráðabirgðasamkomulagi við Boeing

Fri, 09/20/2019 - 10:39
Flugfélagið Icelandair hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við flugvélaframleiðandann Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla Icelandair. Kyrrsetningin sem hefur verið í gildi síðan í mars á þessu ári hefur valdið flugfélaginu miklu tjóni.

Fjölmenn mótmæli fyrir loftslagið

Fri, 09/20/2019 - 10:29
Fjölmargir tóku þátt í loftslagsmótmælum í dag sem hófust kl. 17 þegar gengið var fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Fundurinn lagði fram áskorun til stjórnvalda og undirskriftarsöfnun vegna hennar var sett formlega í loftið.

Dressingin sem fær þig til að borða salat

Fri, 09/20/2019 - 10:05
Þessi dressing þykir alveg svakalega bragðgóð og ef haft er eftir kokkinum, þá mun hún fá þig til að borða meira salat ef þú varst ekki þar ennþá.

RÚV sektað vegna Palestínufána Hatara

Fri, 09/20/2019 - 09:51
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur tilkynnt að Ríkisútvarpinu (RÚV), að það verði sektað fyrir framgöngu Hatara í græna herberginu í lok Söngvakeppninnar í Ísrael í vor. Hatari dró upp borða í fánalitum Palestínu þegar sjónvarpsmyndavélum var beint að þeim.

Logi Geirsson á lausu

Fri, 09/20/2019 - 09:49
Handboltastjarnan Logi Geirsson og körfuboltakonan Inbjörg Elva Vilbergsdóttir hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina.

Unglingur með lungnasjúkdóm eftir notkun á rafrettu

Fri, 09/20/2019 - 09:26
Nýverið greindist lungnasjúkdómur hjá unglingi þar sem grunur leikur á að veikindin tengist notkun á rafrettum. Birtingarmynd sjúkdómsins svipar til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Viðkomandi er á batavegi.

Þriggja ára dómur fyrir nauðgun

Fri, 09/20/2019 - 09:19
Landsréttur hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum. Maðurinn hefur auk þess marg oft gerst sekur um brot gegn nálgunarbanni. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Landsréttur þyngir dóm yfir ofbeldismanni

Fri, 09/20/2019 - 09:18
Landsréttur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Maðurinn réðst á fyrrum sambýliskonu sína á heimili sínu í Reykjavík í desember og segir í dómnum að hann hafi tekið hana kyrkingartaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund.

Viðskipti með Brim skili störfum í hérað

Fri, 09/20/2019 - 08:52
„Það er ástæða til þess að óska FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með ávinning af nýlegri sölu sinni á hlutabréfum í Brimi. Aðallega er þó ástæða til þess að fagna því hvað þessi viðskipti færa mikil verðmæti aftur heim í hérað,“ segja oddvitar í sveitarstjórn Skagafjarðar.

Nefnd um störf lögreglu skoðar mál á Sauðárkróki

Fri, 09/20/2019 - 08:49
Nefnd um eftirlit um störf lögreglu barst kvörtun frá ónefndum aðila þess efnis að Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra og sveitarstjórnarmaður Skagafjarðar, hefði misnotað aðstöðu sína á lögreglustöðinni á Sauðárkróki til að ræða málefni sveitarfélagsins og var lögregluembættið í kjölfarið beðið um að taka afstöðu til kvörtunarinnar.

Tveir valkostir vegna Sundabrautar

Fri, 09/20/2019 - 07:54
Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina vegna lagningar Sundabrautar. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.

Skoða sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja í Grindavík

Fri, 09/20/2019 - 07:36
Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. frá Grindavík hafa hafið viðræður um að stofna nýtt fyrirtæki og byggja upp rekstur nýs sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. Yrðu eignir félaganna lagðar inn í nýja félagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.

Bítlarnir ósammála um brexit

Fri, 09/20/2019 - 07:30
Paul McCartney segir það hafa verið mistök að láta þjóðina kjósa um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ringo Starr vill hinsvegar ganga úr því sem fyrst.

Leiðir ríkis og kirkju skilji eftir 15 ár

Fri, 09/20/2019 - 07:16
Þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórn verði falið að leggja fram frumvörp um fullan, lagalegan og fjárhagslegan aðskilnað ríkis og kirkju. Skuli frumvarp lagt fram eigi síðar en á vorþingi 2021 og kveða á um aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eftir fimmtán ár.

Enn deilt um hundruð milljóna

Fri, 09/20/2019 - 06:56
Deila fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) um skiptingu á 1,2 milljarða króna skaðabótagreiðslu sem greiðslumiðlunin Valitor samþykkti að greiða fyrirtækjunum er enn fyrir dómstólum. Í morgun fór fram fyrirtaka í einum anga málsins sem snýst um kyrrsetningu á hluta bótagreiðslunnar, 540 milljónum króna, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetti að beiðni Datacell.

Kalli Baggalútur kvæntist Tobbu á Ítalíu

Fri, 09/20/2019 - 06:02
Karl Sig­urðsson hljóm­sveit­armeðlim­ur í Baggal­úti og fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinós­dótt­ir gengu í það heilaga á Ítalíu í gær þann 19.09.2019. Þorbjörg eða Tobba eins og hún er kölluð birti mynd frá brúðkaupsdeginum á Instagram í dag.

Ingileif og María tilkynntu nafnið með pubquizi

Fri, 09/20/2019 - 06:00
Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir tilkynntu nafn sonar síns með skemmtilegum hætti í nafnaveislu í gærkvöldi.

Það verður dýrt að reka Zidane

Fri, 09/20/2019 - 05:50
Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá Real Madrid undir stjórn Zinedines Zidanes og nú þegar leiktíðin er rétt nýhafin er sú umræða farin af stað hvort Zidane verði látinn taka pokann sinn áður en langt um líður.

100 tegundir af rafrettuvökvum teknar úr sölu

Fri, 09/20/2019 - 05:30
Neytendastofa hefur tekið úr sölu um 100 tegundir af áfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað.

Pages