Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 13 mín ago

Í gæsluvarðhaldi og einangrun fyrir kókaínsmygl

Fri, 09/20/2019 - 05:28
Íslensk kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun í eina viku vegna kókaínsmygls, en hún var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 16. september með 50 pakkningar með samtals 401,24 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms í máli konunnar.

Svona sefur ofurfyrirsæta á almennu farrými

Fri, 09/20/2019 - 05:00
Ofurfyrirsætan Winnie Harlow lenti í því að fluginu hennar var aflýst á dögunum. Hún þurfti að mæta í stóra myndatöku morguninn eftir og gat því ekki frestað fluginu. Hún fór í næsta mögulega flug og reyndi að sofa eins og hún gat

Segja mótmælendur í Hong Kong hafa sætt pyntingum

Fri, 09/20/2019 - 04:44
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk yfirvöld og lögregluna í Hong Kong um að pynta og misþyrma mótmælendum í borginni. Í skýrslu samtakanna sem birt var í gær er rætt við tuttugu einstaklinga sem hafa verið handteknir frá því að mótmælin hófust fyrir um fjórum mánuðum. Auk þess er rætt við lögfræðinga og heilbrigðisstarfsfólk.

„Viljum fá þessi gögn og það verður barist“

Fri, 09/20/2019 - 04:36
Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í máli þar sem sex einstaklingar eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Þrír þeirra eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarhúsi í Borgarfirði, tveir af þeim hlutu áður þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða.

Fyrsta öldurhúsið opnað á Langjökli

Fri, 09/20/2019 - 04:35
Fyrirtæki leita margvíslegra leiða til þess að auglýsa sig og vörur sínar og er Reyka Vodka sem framleitt er í brugghúsi í Borgarnesi fyrir William Grant & Sons engin undantekning, en í fyrsta skipti í sögu mannkyns verður starfræktur „jöklabar“ þegar Reyka Vodka Bar heldur opnum bar í fimm daga á Langjökli 16. til 20. október.

Sér eftir þriggja manna kynlífi með Kutcher

Fri, 09/20/2019 - 04:30
Ashton Kutcher er ekkert allt of glaður þessa dagana en ýmislegt kemur í ljós um hann í bókinni Inside Out, sjálfsævisögu Demi Moore. Leikarahjónin voru gift í átta ár og segist Moore meðal annars sjá eftir því að hafa hleypt þriðja aðila upp í rúm með þeim.

Fram­kvæmd­ir taki mið af raunþörf­um ferðaþjón­ustu

Fri, 09/20/2019 - 04:23
Samtök ferðaþjónustunnar hafa tekið saman tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu, atvinnulíf og lífskjör á landsbyggðinni. Tillögurnar voru kynntar í beinni útsendingu á Facebook-síðu Samtaka ferðaþjónustunnar. Þeim er ekki ætlað að vera tæmandi heldur benda á ýmislegt sem er hægt og þarft að gera.

Uppskriftin sem slegist var um

Fri, 09/20/2019 - 03:49
Vel heppnaður brauðréttur er líklegur til að taka góða veislu upp á næsta stig og ef það gerist er iðulega slegist um að fá uppskriftina.

Geymdi yfir 2.000 fóstur á heimilinu í tugi ára

Fri, 09/20/2019 - 03:46
Yfir 2.200 fóstur fundust í plastpokum í yfir 70 kössum á heimili látins læknis í Illinois í Bandaríkjunum vikunni. Meirihluta fóstranna má rekja til þungunarrofa sem gerð voru árin 2000, 2001 og 2002 í Indiana.

Ríkið „tilbúið að semja um sanngjarnar bætur“

Fri, 09/20/2019 - 03:09
Lögð hefur verið áhersla af hálfu stjórnvalda að „ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag í kjölfar fréttaumfjöllunar um að ríkið hefði hafnað bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sakfelldir voru og síðar sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmáli.

Loksins kemur lína Kelsey Oseid í H&M

Fri, 09/20/2019 - 02:06
„Það er mjög gaman að sjá myndskreytingar mínar notaðar á nýjan hátt í þessu frábæra samstarfi við H&M. Það eru mjög dýrmæt tengsl milli barna og náttúru. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að verk mín ná oft einnig til fullorðinna,“ segir Kelsey Oseid, myndskreytir og eigandi Kelzuki.

Reyna að neyða bróður sinn í meðferð

Fri, 09/20/2019 - 02:00
Carter-systkinin ætla að reyna að neyða bróður sinn, Aaron Carter, í meðferð. Tónlistarmaðurinn Nick Carter fékk nálgunarbann gegn bróður sínum fyrr í vikunni vegna morðhótana hans í garð óléttrar eiginkonu Nicks.

Höfðu áður boðið 100 milljónir

Fri, 09/20/2019 - 01:55
„Þessi afstaða kemur á óvart, og ég tel að hún sé ekki í samræmi við það sem ríkisstjórnin hafði áður látið í ljós með því að biðjast afsökunar og viðurkenna brotin.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, en sáttanefnd ríkisins hafði áður boðið honum um 100 milljónir króna í bætur.

Óviðeigandi loforð hefði verið „heimskulegt“

Fri, 09/20/2019 - 01:55
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar því að hafa lofað ónefndum erlendum þjóðhöfðingja einhverju sem hann mátti ekki lofa. Samkvæmt frétt Washington Post lagði starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna fram formlega uppljóstrarkvörtun vegna málsins.

Katrín sýnir Meghan stuðning

Fri, 09/20/2019 - 01:50
Katrín var mætt í buxum og skyrtu, en hún klæðist vanalega kjólum, pilsum og kápum við svipuð tilefni. Það er sjaldséð að sjá hana í buxum og er það frekar Meghan sem klæðir sig þannig. Einnig er erfitt að hunsa þá staðreynd hversu stutt er síðan fatalína Meghan kom út og er klæðnaður Katrínar mikið í sama stíl og línan.

Enn ein mistökin hjá Karius (myndskeið)

Fri, 09/20/2019 - 01:42
Þýski markvörðurinn Loris Karius, fyrrverandi liðsmaður Liverpool, gerði sig enn og aftur sekan um ljót mistök í tapi Besiktas gegn Slovan Bratislava í Evrópudeildinni í gærkvöld.

Réðust á uppreisnarmenn Húta í Jemen

Fri, 09/20/2019 - 01:40
Hernaðarbandalag Sádi-Araba og Jemensforseta, auk annarra, gerði loftárás í gær á bækistöðvar uppreisnarsveita Húta í grennd við hafnarborgina Hodeida á suðurströnd Jemens.

Tuttugu skjalagjafir á tuttugu og einu ári

Fri, 09/20/2019 - 01:18
Borgarskjalasafni Reykjavíkur barst í gær merkileg gjöf, þegar Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar ríkissaksóknara, færði safninu handrit Þórðar að sögu utanþingsstjórnarinnar 1942-1944.

Ólst upp við sláturgerð

Fri, 09/20/2019 - 00:37
„Ég ólst upp við þetta sem barn, aftur í fornöld. Þetta var mikið notað þá, á árunum á milli 1940 og 1950,“ segir Davíð Atli Ásbergs efnaverkfræðingur sem keypti slátur á sláturmarkaði SS í verslun Hagkaupa í Kringlunni í gær.

Enn einn blautur dagur í vændum

Fri, 09/20/2019 - 00:35
Enn einn blauti dagurinn er í vændum á Suður- og Vesturlandi á landinu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Mun minni úrkoma verður annars staðar á landinu.

Pages