Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 klukkutími 13 mín ago

Stal töskunni þegar farangur var borinn inn

Mon, 07/15/2019 - 00:08
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað á ferðatösku framan við hótel í miðborginni í gærkvöldi. Sá sem átti töskuna var að bera annan farangur sinn inn á hótelið þegar ókunnur maður kom þar að og stal töskunni.

Þyrlan sótti veika hestakonu

Sun, 07/14/2019 - 23:19
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt til að sækja konu sem hafði veikst er hún var með hópi fólks í hestaferð í nágrenni Seljalandsfoss.

Ósætti ríkir um bílaumferð

Sun, 07/14/2019 - 22:30
Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi í upphafi næsta árs er handhöfum stæðiskorta (P-korta) fyrir hreyfihamlaða heimilað að keyra á vélknúnum ökutækjum á göngugötum og leggja þar í sérstök stæði.

Útlit fyrir „aðra gusu“ á morgun

Sun, 07/14/2019 - 22:30
„Þetta verður svolítið bara svona áfram. Vikan er voðalega einsleit,“ sagði Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi og spurðist fyrir um veðurhorfur í vikunni.

Mikilvægt að taka á málum í Breiðholti

Sun, 07/14/2019 - 22:30
Stefnan sem borgarmeirihlutinn fylgir til að minnka bílaumferð, með þéttingu byggðar, hefur snúist upp í andhverfu sína, segir Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi.

Fjölveikur fangi sækir um náðun öðru sinni

Sun, 07/14/2019 - 15:15
Lögmaður 82 ára gamals fanga hefur í tvígang sótt um náðun fyrir hann á grundvelli slæms heilsufars hans, en hann er með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og slæm útbrot, auk þess sem hann er blindur á báðum augum.

Sá stærsti sem staðinn hefur verið að verki

Sun, 07/14/2019 - 14:55
Ig­ors Raus­is, lettneski skákmaðurinn sem var á dögunum gripinn glóðvolgur við að nota símann á klósettinu í miðri skák, er stærsta nafnið í skákheiminum sem hefur verið staðið að verki við slíkt svindl. Þetta segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins.

„Alveg rosalegur árangur“

Sun, 07/14/2019 - 14:50
Dansskólinn Dans Brynju Péturs kom svo sannarlega, sá og sigraði Dance World Cup í Braga í Portúgal í síðustu viku. Voru dansarar skólans stigahæstir af íslenska teyminu og unnu til verðlauna í öllum hópaflokkum sem þau tóku þátt í.

Frí með stjúpfjölskyldum valda kvíða

Sun, 07/14/2019 - 14:15
Fjölskylduráðgjafi segir algengt að fjölskyldur leiti ráðgjafar áður en þær fara í frí. Stjúptengsl geta valdið streitu ef ekki er rétt farið að. Það eru ýmis ráð tiltæk til þess að bæta stemninguna.

Mikilvæg réttarbót hjá Airbnb

Sun, 07/14/2019 - 13:00
Mikilvæg réttarbót felst í nýju samkomulagi Evrópusambandsins og Airbnb um neytendavernd leigutaka, segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þar er meðal annars kveðið á um skýrari framsetningu leiguverðs og rétt neytenda til að sækja mál í heimalandi sínu.

Glæsilegt sigurmark Valgeirs og tvö rauð í lokin

Sun, 07/14/2019 - 11:55
HK sigraði KA, 2:1, í fjörugum leik í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í dag og Kópavogsliðið hefur nú unnið tvo leiki í röð en KA tapaði fjórða leiknum í röð.

Ætti að banna 10 evra flugferðir

Sun, 07/14/2019 - 11:50
Carsten Spohr, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, segir að banna ætti flugfélögum að selja farmiða á undir 10 evrur, um 1.400 krónur. Óábyrgt sé að selja slíka miða út frá efnahags-, umhverfis- og stjórnmálasjónarmiðum.

„Fólk sendir mér fingurinn allan daginn“

Sun, 07/14/2019 - 11:10
„Fólk hefur tekið vel á móti mér og er afskaplega indælt. Það sendir mér fingurinn allan daginn, ekki miðjufingurinn heldur þumalfingurinn,“ segir danski rithöfundurinn Kurt L. Frederiksen í samtali við mbl.is. Hann er að ferðast hringinn í kring um Ísland á traktor með húsvagn í eftirdragi.

Samningnum rift til að skaprauna Obama

Sun, 07/14/2019 - 09:45
Donald Trump tók ákvörðun um að segja Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran til þess að skaprauna Barack Obama, forvera hans í forsetaembættinu, samkvæmt minnisblaði sem lekið hefur verið í fjölmiðla.

„Hélt að dagar mínir væru taldir“

Sun, 07/14/2019 - 09:15
Róðurinn hjá Veigu Grétarsdóttur hefur gengið vel síðustu daga eða allt síðan hún var næstum því búin að stórslasa sig þegar hún var að koma inn til Hafnar í Hornafirði. Hún lagði í hann frá Höfn á föstudag og ætlar sér að komast inn í mynni Fáskrúðsfjarðar í dag.

Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð

Sun, 07/14/2019 - 08:35
Níu manns eru látnir eftir að flugvél, sem flutti fallhlífarstökkvara á leið í stökk, hrapaði við eyjuna Storsandskär utan við í Umeå í Austur-Svíþjóð skömmu eftir klukkan tvö að skandinavískum tíma í dag.

Belgísku hjónin „mjög, mjög þakklát“

Sun, 07/14/2019 - 07:20
Belgísku hjónin sem týndust á Kili í gærkvöldi voru við góða heilsu þegar björgunarsveitarbíllinn keyrði upp að þeim rétt eftir miðnætti í nótt, segir Viðar Arason í aðgerðastjórn björgunarmiðstöðvar á Selfossi.

United að landa Maguire

Sun, 07/14/2019 - 06:34
Vefur enska blaðsins The Sun segir að Manchester United hafi náð samkomulagi við Leicester City um kaup á miðverðinum Harry Maguire.

Emirates ekki með Ísland í kortunum

Sun, 07/14/2019 - 06:23
Flugfélagið Emirates hefur engin áform uppi um að hefja beint flug til og frá Íslandi. Þetta segir talsmaður flugfélagsins, í kjölfar þess að Morgunblaðið greindi frá því að félagið hefði sent full­trúa sína hingað til lands til að kanna innviði á sviði flugrekstr­ar.

Berfættur í fótspor Guðmundar góða

Sun, 07/14/2019 - 06:00
Þorsteinn er „asnalega forn í háttum“. Ef eitthvað hefur það þó bara versnað eftir að hann flutti á Hóla. Hann reynir á hverjum morgni að feta í fótspor Guðmundar góða en það gengur eitthvað illa.

Pages